Greinar miðvikudaginn 21. júní 2023

Fréttir

21. júní 2023 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

47 kílómetrar af pappírsskjölum

Á Þjóðskjalasafni Íslands er að finna 47.025 hillumetra af pappírsskjölum sem safnið varðveitir, enda í þeim falin mikil menningarverðmæti að sögn Hrefnu Róbertsdóttur þjóðskjalavarðar. Þessu til viðbótar eru um 100 kílómetrar af pappírsskjölum hjá… Meira
21. júní 2023 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Álftir taka grágæs að sér

Álftir við Markarfljót í Austur-Landeyjum virðast hafa tekið grágæsarunga í fóstur. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, segir að tegundirnar tvær séu hvorugar þekktar fyrir það að hafa afskipti af öðrum fuglategundum Meira
21. júní 2023 | Innlendar fréttir | 297 orð | 1 mynd

Aukinn áhugi og aðsókn eftir Michelin-stjörnugjöf

Eftir að veitingastaðurinn Moss hlaut hina eftirsóttu Michelin-stjörnu hefur eftirspurn eftir því að sækja staðinn heim aukist verulega. Staðurinn er á Retreat-hótelinu við Bláa lónið. „Þetta er mikil hvatning fyrir okkur, bæði fyrir staðinn og það öfluga teymi sem á honum starfar Meira
21. júní 2023 | Innlendar fréttir | 401 orð | 1 mynd

„Það er uppselt í Reykjanesbæ“

„Þetta er bara enn ein birtingarmynd þess að það er uppselt í Reykjanesbæ. Innviðirnir eru sprungnir og bærinn er kominn langt yfir þolmörk hvað varðar fjöldann.“ Þetta segir Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ,… Meira
21. júní 2023 | Fréttaskýringar | 488 orð | 2 myndir

Erfitt að breyta neysluvenjum

Guðrún Sigríður Arnalds gsa@mbl.is Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir að norrænu næringarráðleggingarnar sem Norræna ráðherranefndin birti í gær um hollt matarræði séu ekki í takt við landbúnaðarstefnu hér á landi, sem felur í sér að styðja þurfi íslenskan landbúnað Meira
21. júní 2023 | Innlendar fréttir | 558 orð | 1 mynd

Frost enn í vegum á hálendinu

Hugur margra leitar nú til fjalla enda sumarið tíminn til að njóta hálendis Íslands. Enn er þó frost að fara úr nokkrum hálendisvegum samkvæmt upplýsingakerfi Vegagerðarinnar og eru þeir því lokaðir að sinni Meira
21. júní 2023 | Innlendar fréttir | 299 orð | 1 mynd

Funduðu með sveitarstjóranum

„Menn voru bara að skiptast á skoðunum og átta sig á stöðu mála. Þetta var góður fundur,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. Sveitarstjórinn fundaði í byrjun vikunnar með fulltrúum landeigenda og hagsmunaaðila sem barist hafa gegn uppbyggingu ferðaþjónustu að Leyni í Landsveit Meira
21. júní 2023 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Færri rúmum lokað á Landspítalanum

Litlar lokanir verða á Landspítalanum í sumar og minni skerðing á þjónustu en undanfarin sumur, að sögn Andra Ólafssonar, upplýsingafulltrúa spítalans. Segir Andri að 94% allra sjúkra­rúma spítalans verði að jafnaði opin í sumar, eða 591 rúm, og á það við um tímabilið 29 Meira
21. júní 2023 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Gengið um grösugar lendur um hásumar

Sumarsólstöður verða í dag klukkan 14:57:47 og er sólargangur þá lengstur á árinu. Héðan af munu dagarnir taka að styttast á ný og sólin að staldra skemur við á himninum. Mikið var um göngufólk á Seltjarnarnesi í gær en svæðið við Gróttu er jafnan vinsælt til útivistar. Meira
21. júní 2023 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Héðinn á stallinn í júlí

„Styttan er fyrir löngu farin frá mér,“ segir Helgi Gíslason myndhöggvari sem tók að sér að lagfæra styttu af Héðni Valdimarssyni sem lengi stóð á stalli sínum við Verkamannabústaðina gömlu við Hringbraut í Reykjavík Meira
21. júní 2023 | Innlendar fréttir | 549 orð | 1 mynd

Hnútukast í ríkisstjórnarliðinu

Deilur brutust út í stjórnarliðinu í gær, aðeins rúmri viku eftir að þingið var sent í sumarfrí, þar sem segja má að ýmis undirliggjandi ágreiningsefni og gömul gremjuefni stjórnarflokkanna eða þingmanna þeirra hafi verið dregin fram Meira
21. júní 2023 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Jökulhlaup líklega hafið í Emstruá

Jökulhlaup hófst líklega í Fremri-Emstruá snemma í gær. Skálaverðir í Emstruskála tilkynnntu um megna brennisteinslykt í morgun. Emstru­skáli er skáli á Lauga­veg­in­um, göngu­leiðinni milli Land­manna­­lauga og Þórs­merk­ur Meira
21. júní 2023 | Innlendar fréttir | 455 orð | 1 mynd

Kallast ekki meðalhóf í stjórnsýslu

„Þetta kom nokkuð óvænt þarna í morgun og ég get ekki sagt að það flokkist undir meðalhóf í stjórnsýslu að gera þetta með svona stuttum fyrirvara og ég kom þeim sjónarmiðum mínum á framfæri,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson,… Meira
21. júní 2023 | Erlendar fréttir | 290 orð | 1 mynd

Leitað bæði ofan- og neðansjávar

Leit hélt áfram í gær að kafbátnum Titan, sem var í skoðunarferð við flak Titanic þegar hann hvarf á sunnudaginn. Er leitað að bátnum á bæði yfirborði sjávar og neðansjávar Meira
21. júní 2023 | Innlendar fréttir | 402 orð | 1 mynd

Mikill munur á nemendunum

„Það er stoltur bæjarstjóri sem getur sagt að árangur er framar björtustu vonum,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við Morgunblaðið. Nem­end­ur í 1. og 2. bekk í Grunn­skóla Vest­manna­eyja (GRV) voru að klára sitt… Meira
21. júní 2023 | Erlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Orpo kjörinn forsætisráðherra

Finnska þingið kaus í gær Petteri Orpo, formann Samstöðuflokksins, sem forsætisráðherra nýrrar hægristjórnar. 107 þingmenn greiddu atkvæði með Orpo, 81 var á móti og ellefu voru fjarstaddir atkvæðagreiðsluna Meira
21. júní 2023 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Reykvíkingur ársins

Mikael Marinó Rivera, grunnskólakennari í Rimaskóla í Grafarvogi, er Reykvíkingur ársins 2023. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti valið í gærmorgun við opnun Elliðaánna. Þetta er í þrettánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn Meira
21. júní 2023 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Ronaldo kátur eftir síðbúið sigurmark í 200. landsleiknum

Cristiano Ronaldo fagnaði í leikslok á Laugardalsvellinum í gærkvöld eftir að hafa skorað sigurmark á síðustu stundu gegn Íslandi, 1:0, en hann náði fyrstur karla í heiminum að spila sinn 200. landsleik í knattspyrnu Meira
21. júní 2023 | Innlendar fréttir | 519 orð | 1 mynd

Semur ljóð eftir óskum

Tækifærisskáldið Daníel Daníelsson vakti athygli á þjónustu sinni fyrir skömmu og er þegar kominn með verkefni. „Þetta síast inn hjá fólki jafnt og þétt,“ segir Daníel bjartsýnn á framhaldið Meira
21. júní 2023 | Erlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Sonur forsetans mun lýsa yfir sekt

Hunter Biden, sonur Bandaríkjaforseta, hyggst lýsa sig sekan um tvö skattalagabrot, sem og að hafa átt byssu án þess að hafa leyfi fyrir henni. Hunter, sem er 53 ára gamall, hefur átt við vímuefnavanda að stríða í mörg ár, auk þess sem repúblikanar… Meira
21. júní 2023 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Svínið hreinsar útfellingar

Erlendir sérfræðingar á vegum Veitna vinna þessa dagana að hreinsun útfellinga úr Nesjavallaæð. Markmiðið er að auka flutningsgetu pípunnar um 10% en aukningin samsvarar allri notkun Ábæjarhverfis á heitu vatni á kaldasta vetrardegi Meira
21. júní 2023 | Fréttaskýringar | 682 orð | 3 myndir

Útboð á loftmyndum stöðvað tímabundið

Kærunefnd útboðsmála hefur stöðvað um stundarsakir innkaupaferli umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytisins um öflun loftmynda hér á landi, sem á að tryggja stöðugan og ótakmarkaðan aðgang að háupplausnar- og nákvæmt staðsettum loftmyndum á Íslandi fyrir alla Meira
21. júní 2023 | Erlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Varar við árásum á Krímskaga

Sergei Shoígú, varnarmálaráðherra Rússlands, varaði í gær Úkraínumenn við því að beita eldflaugum frá Vesturlöndum til þess að ráðast á skotmörk innan Rússlands eða Krímskaga, og sagði að það myndi kalla á svar frá Rússum Meira
21. júní 2023 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Veðrið gæti truflað bjórdrykkju í Eyjum

„Þetta er alltaf jafn geggjað,“ segir Jóhann Guðmundsson, einn eigenda The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum. Bjórhátíð brugghússins verður haldin í fimmta sinn um helgina og verða hátt í 500 manns þar samankomnir þegar allt er talið, gestir, starfsmenn og bruggarar Meira
21. júní 2023 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Veðurlag sem hefði þýtt hafísár

Hafísinn sem fjallað var um hér í blaðinu í síðustu viku er enn á svipuðum slóðum, tæpar 20 sjómílur norður af Hornströndum og úti fyrir Húnaflóa. „Það hefur verið heldur meiri hafís fyrir norðan land á þessu ári en við höfum vanist á undanförnum árum Meira
21. júní 2023 | Innlendar fréttir | 217 orð

Vilja opinn fund með ráðherra

Atvinnuveganefnd hefur óskað eftir fundi með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við veiðum á langreyðum. Ráðherra tók ákvörðun í gær um að stöðva þær tímabundið fram til 31. ágúst. Veiðar áttu að hefjast í dag Meira

Ritstjórnargreinar

21. júní 2023 | Staksteinar | 187 orð | 2 myndir

Óvinir lýðræðisins í Ráðhúsinu

Borgaryfirvöld í Reykjavík guma mikið af íbúalýðræði, en miðað við frétt DV af framgöngu starfsmanna Ráðhússins á fundi Íbúaráðs Laugardals í fyrri viku væri nær að tala um lúðræði. Íbúarnir eiga a.m.k Meira
21. júní 2023 | Leiðarar | 716 orð

Útlendingamál og ríkisstjórnarsamstarf

Stjórnarflokkarnir þurfa að ræða verkefnin af hreinskilni Meira

Menning

21. júní 2023 | Menningarlíf | 647 orð | 2 myndir

„Besta sýning ársins“

Danskir og sænskir myndlistargagnrýnendur fjalla lofsamlega um sýningu Ragnars Kjartanssonar, Epic Waste of Love and Understanding, sem opnuð var á Louisiana–listasafninu í Danmörku 9 Meira
21. júní 2023 | Fjölmiðlar | 184 orð | 1 mynd

Eru 40 ár af Rás 2 ekki meira en nóg?

Þess er minnst í Ríkisútvarpinu þessa dagana að 40 ár eru síðan Rás 2 var hleypt af stokkunum og látið eins og þar hafi vatnaskil orðið í menningarsögunni, sem aðeins gátu orðið fyrir tilstuðlan Ríkisútvarpsins Meira
21. júní 2023 | Menningarlíf | 136 orð | 1 mynd

Ítalinn Adolfo Corrado sigraði í Cardiff

Hinn ítalski bassi Adolfo Corrado bar sigur út býtum í hinni víðfrægu söngvarakeppni BBC Cardiff Singer of the World 2023. Corrado, sem er 29 ára, keppti við fimmtán aðra klassískmenntaða söngvara í tíu daga keppni sem þykir stórviðburður í hinum klassíska tónlistarheimi Meira
21. júní 2023 | Menningarlíf | 104 orð | 1 mynd

Jónsmessugleði Grósku aflýst í ár

„Að frumkvæði Grósku, félags myndlistarmanna í Garðabæ, hefur Jónsmessugleði verið haldin síðan 2009, alls 13 sinnum, við Strandstíginn í Sjálandshverfi Garðabæjar. Þungamiðja Jónsmessugleði er umfangsmikil myndlistarsýning og ásamt henni hafa fjölbreyttir listviðburðir verið í boði Meira
21. júní 2023 | Menningarlíf | 72 orð | 1 mynd

Klassísk meistaraverk og frumsamin lög í Apótekarastofunni

Óskar Guðjónsson og Ife Tolentino koma fram á tónleikum í Apótekarastofunni, Aðalgötu 8, í Gamla bænum á Blönduósi miðvikudaginn 21. júní kl. 21. Þeir félagar leggja land undir fót í tilefni af útgáfu þriðju sólóplötu Ife og mun dagskráin… Meira
21. júní 2023 | Bókmenntir | 944 orð | 3 myndir

Saga stórframkvæmda og framfara

Fræðirit Saga Landsvirkjunar – orka í þágu þjóðar ★★★★· Eftir Svein Þórðarson, ritstjóri Helgi Skúli Kjartansson. Hið íslenska bókmenntafélag, 2023. Innb. 581 bls. í stóru broti, myndir og skrár. Meira

Umræðan

21. júní 2023 | Pistlar | 369 orð | 1 mynd

Björg í þjóðarbú

Það munar um ferðaþjónustuna. Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu ársins 2022 nemur 7,8% og útgjöld erlendra ferðamanna námu 390,4 milljörðum króna og er áætlað að rúmlega 18 þúsund einstaklingar hafi starfað við ferðaþjónustu í fyrra Meira
21. júní 2023 | Aðsent efni | 159 orð | 1 mynd

Hvað er svona gott við það?

Hafi einhver haldið að eitthvað gott kæmi út úr fjölgun flokka á Alþingi og í kjölfarið þriggja flokka stjórn sem nú er á öðru kjörtímabili, þá geta menn gleymt því. Margir smáflokkar á þingi, sem varla eiga möguleika á stjórnarsetu, hneigjast til… Meira
21. júní 2023 | Aðsent efni | 846 orð | 1 mynd

Lögin og straumur tímans

Það hefur ekki alltaf gengið vel að fella úr gildi lög sem eru orðin óþörf eða standa í vegi fyrir framþróun sem almenningur kallar eftir. Meira
21. júní 2023 | Aðsent efni | 814 orð | 1 mynd

Umdeilanlegt

Það er örugglega rétt að staða heimsins í dag er afurð allra rannsóknanna og þekkingarinnar sem aflað hefur verið í virtum þekkingarsetrum heimsins. Meira

Minningargreinar

21. júní 2023 | Minningargreinar | 412 orð | 1 mynd

Axel Björnsson

Axel Björnsson fæddist 25. september 1942. Hann lést 26. maí 2023. Útför hans var gerð 9. júní 2023. Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2023 | Minningargreinar | 561 orð | 1 mynd

Ásgeir Sigurðsson

Ásgeir Sigurðsson fæddist í Reykjavík 6. apríl 1937. Hann lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti 10. júní 2023. Foreldrar Ásgeirs voru Sigurður Ásgeirsson, bóndi á Reykjum í Lundarreykjadal, f Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2023 | Minningargreinar | 961 orð | 1 mynd

Ásthildur Jónasdóttir

Ásthildur Jónasdóttir fæddist 27. júní 1950. Hún lést 9. maí 2023. Útför fór fram 27. maí 2023 í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2023 | Minningargreinar | 552 orð | 1 mynd

Ingibjörg Ragnarsdóttir

Ingibjörg Ragnarsdóttir fæddist 10. janúar 1973. Hún lést 9. júní 2023. Útför hennar fór fram 16. júní 2023. Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2023 | Minningargreinar | 332 orð | 1 mynd

Jónína Ólöf Elísabet Walderhaug

Jónína Ólöf Elísabet Walderhaug fæddist 27. júlí 1932. Hún lést 1. júní 2023. Útför fór fram 13. júní 2023. Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2023 | Minningargreinar | 2734 orð | 1 mynd

Katrín Guðjónsdóttir

Katrín Guðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 27. maí 1950. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 4. júní 2023. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Helgason verkstjóri, f. 20. júní 1917, d. 11. febrúar 1981, og Magnþóra Gróa Magnúsdóttir húsmóðir, f Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2023 | Minningargreinar | 1103 orð | 1 mynd

Margrét Hjaltadóttir Medek

Margrét Hjaltadóttir Medek fæddist í Reykjavík 23. desember 1947 og andaðist í Vínarborg 3. júní 2023. Foreldrar Margrétar voru Hjalti J. Guðnason, f. 21.6. 1910 d. 26.7. 1980 og Hulda S. Guðmundsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2023 | Minningargreinar | 914 orð | 1 mynd

Ólafur Þór Jónsson

Ólafur Þór Jónsson fæddist í Reykjavík 13. mars 1954. Hann lést á líknardeild Landspítalans 4. júní 2023. Foreldrar hans voru Jón Bjarni Þórðarson kaupmaður, f. 19.2. 1931, d. 25.5. 2008 og Áslaug Bernhöft, f Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2023 | Minningargreinar | 522 orð | 1 mynd

Ólöf Þórey Haraldsdóttir

Ólöf Þórey Haraldsdóttir fæddist 21. júní 1943. Hún lést 27. febrúar 2022. Útför Ólafar fór fram 22. mars 2022 frá Fossvogskapellu. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

21. júní 2023 | Dagbók | 78 orð | 1 mynd

„Allt í lagi að sumt sé erfitt“

María Pálsdóttir leikkona er eigandi Hælisins við Kristnesspílala en húsið hýsti áður starfsfólk berklahælisins. Þar rekur hún nú berklasafn en hún ræddi um safnið og nýja leikskýningu, „This is not my money“ í Tjarnarbíói, í Ísland vaknar Meira
21. júní 2023 | Í dag | 182 orð

Hin fínlega nálgun. N-Allir

Norður ♠ Á865 ♥ KG8 ♦ 874 ♣ G84 Vestur ♠ KG32 ♥ 106532 ♦ Á2 ♣ 106 Austur ♠ 107 ♥ Á74 ♦ G96 ♣ D9752 Suður ♠ D94 ♥ D9 ♦ KD1053 ♣ ÁK3 Suður spilar 3G Meira
21. júní 2023 | Í dag | 82 orð | 1 mynd

Matthildur Þórðardóttir

30 ára Matthildur ólst upp á Álftanesi en fluttist í Mosfellsbæ fyrir átta árum. Hún er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá HÍ og MT-gráðu í kennslu samfélagsgreina frá HÍ. Matthildur er kennari í Helgafellsskóla Meira
21. júní 2023 | Í dag | 52 orð

Málið

Maður liti upp inni í búð ef annar viðskiptavinur spyrði: „Hvað kostar þessi potti?“ Sumum virðist óljóst hvað fleirtalan Vottar Jehóva merkir því algengt er að heyra t.d.: „Hann er votti.“ En Vottarnir eru eins og aðrir vottar vitni og beygjast… Meira
21. júní 2023 | Í dag | 30 orð | 1 mynd

Nýr borgari

Mosfellsbær Sjöfn Hilmisdóttir fæddist 20. júní 2022 kl. 16.15 á Landspítalanum í Reykjavík. Hún vó 4.550 g og var 55 cm löng. Foreldrar hennar eru Matthildur Þórðardóttir og Hilmir Ægisson. Meira
21. júní 2023 | Í dag | 174 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 c6 2. d4 d5 3. exd5 cxd5 4. Bd3 Rc6 5. c3 Dc7 6. h3 Rf6 7. Rf3 g6 8. 0-0 Bf5 9. Re5 Bxd3 10. Rxd3 e6 11. Bf4 Bd6 12. Bxd6 Dxd6 13. Rd2 Kf8 14. He1 h5 15. Df3 Kg7 16. Re5 h4 17. Df4 Had8 18. Rdf3 Hh5 19 Meira
21. júní 2023 | Í dag | 1004 orð | 3 myndir

Spennt fyrir komandi verkefnum

Sunna Björg Helgadóttir er fædd 21. júní 1983 í Neskaupstað og ólst þar upp þar til hún var fjögurra ára en fluttist þá með foreldrum sínum á höfuðborgarsvæðið. „Pabbi var alltaf mjög mikið á sjó og við mamma alltaf tvær heima og ég man vel eftir því að þvælast með henni og gisti m.a Meira
21. júní 2023 | Í dag | 260 orð

Störukeppni

Helgi R. Einarsson sendi mér limru: Að Jóni læddist ljón á laugardegi um nón og góndi ’ann á. Hver geispaði þá golunni? Ekki Jón. Helgi Ingólfsson yrkir á Boðnarmiði: Orðið var við beðju bón og brúnin hefur lyfst: Litla-Gunna og Litli-Jón á lyklum hafa skipst Meira

Íþróttir

21. júní 2023 | Íþróttir | 240 orð | 1 mynd

Mótherjar frá Lettlandi og Wales

Víkingur og KA fengu mótherja frá Lettlandi og Wales þegar dregið var til fyrstu umferðar Sambandsdeildar karla í fótbolta í gær. Víkingar fengu heldur erfiðara verkefni en þeir mæta Riga frá Lettlandi, liði sem er þrautreynt í Evrópukeppni og hefur … Meira
21. júní 2023 | Íþróttir | 41 orð | 1 mynd

Naumur sigur í fyrsta leik á HM

Íslenska 21-árs landsliðið í handknattleik karla vann nauman sigur á Marokkó, 17:15, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Aþenu í gær. Íslensku strákarnir mæta Síle í annarri umferð mótsins í dag en Serbía er þriðja liðið í riðlinum Meira
21. júní 2023 | Íþróttir | 76 orð

Óvæntur sigur Lúxemborgar

Lúxemborg, næsti mótherji Íslands í undankeppni EM karla í fótbolta, vann mjög óvæntan útisigur á Bosníumönnum í Zenica í gærkvöld, 2:0, en á þeim velli tapaði Ísland einmitt 3:0 í fyrstu umferð J-riðilsins í mars Meira
21. júní 2023 | Íþróttir | 1011 orð | 2 myndir

Ronaldo gat fagnað í lokin

Cristiano Ronaldo gekk sem sigurvegari af Laugardalsvellinum í sínum 200. landsleik í gærkvöld, eftir að hafa skorað sigurmark Portúgala gegn tíu Íslendingum á 89. mínútu í viðureign liðanna í undankeppni EM Meira
21. júní 2023 | Íþróttir | 380 orð

Úrslitin voru vond en frammistaðan góð

„Ég er mjög vonsvikinn,“ sagði Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, á blaðamannafundi íslenska liðsins eftir svekkjandi tap gegn Portúgal, 1:0, í J-riðli undankeppni EM á Laugardalsvelli í gærkvöld Meira
21. júní 2023 | Íþróttir | 110 orð | 1 mynd

Þorsteinn og Brynjar tryggðu nauman sigur

Íslenska 21-árs karlalandsliðið í handknattleik hóf heimsmeistaramótið í gær á mjög naumum sigri gegn Marokkó, 17:15, í Aþenu. Markaskor leiksins var lágt frá byrjun og Ísland var yfir í hálfleik, 7:5 Meira

Viðskiptablað

21. júní 2023 | Viðskiptablað | 766 orð | 1 mynd

„Þungur hnífur“

  Óhætt er að fullyrða að hér er hátt reitt til höggs af hálfu FA Meira
21. júní 2023 | Viðskiptablað | 2324 orð | 3 myndir

Ekki sjálfgefið að fá eitt ár í viðbót

  Við höfum gert nokkrar tilraunir en alltaf bakkað út úr því. Við erum að meta stöðuna aftur núna, hvernig við nálgumst þessa þjónustu, tínslu vöru úr hillum og afhendingu. Meira
21. júní 2023 | Viðskiptablað | 599 orð | 1 mynd

Engir hæfir umsækjendur?

  Helst viljum við beita þessari aðferð þannig að við höfum úr fleiri en tíu hæfum aðilum að velja sem eru tilbúnir að skoða nýtt tækifæri og tökum þau í gegnum hefðbundið matsferli þar sem við smám saman fækkum í hópnum, þar til við erum komin með 2-3 mjög góða valkosti í starfið. Meira
21. júní 2023 | Viðskiptablað | 241 orð | 1 mynd

Erfiður rekstur hjá Íslenskum verðbréfum

Tekjur Íslenskra verðbréfa hf. (ÍV) námu á síðasta ári tæpum 1,1 milljarði króna, og jukust um tæpar 57 milljónir króna á milli ára. Hreinar rekstrartekjur hækkuðu um rúmar 52 milljónir króna á milli ára, eða um 5,1% Meira
21. júní 2023 | Viðskiptablað | 281 orð | 1 mynd

Fleiri verðtryggðir reikningar en áður

„Það voru stofnaðir mun fleiri verðtryggðir innlánsreikningar fyrri helming júnímánaðar heldur en gerist vanalega fyrri hluta annarra mánaða,“ segir Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Landsbankans, í samtali við ViðskiptaMoggann Meira
21. júní 2023 | Viðskiptablað | 365 orð | 1 mynd

Hafa ekki nýtt verkbannsvopnið sem skyldi

„[…] Mér hefur aðallega fundist með verkbönnin að þetta er vopn sem atvinnurekendur hafa í sínum fórum lögum samkvæmt og við höfum ekki notað þetta nóg að mínu viti þegar þörf hefur verið á því.“ Þetta segir Eyjólfur Árni… Meira
21. júní 2023 | Viðskiptablað | 124 orð | 1 mynd

Keahótel taka við rekstri Grímsborga

Keahótel hafa tekið við rekstri Hótel Grímsborga í Grímsnesi. Forsvarsmenn hótelanna undir­rituðu samning til 20 ára sem nær yfir alla starfsemi Hótel Grímsborga, þar með talið veitingastað, funda- og ráðstefnusali og veisluþjónustu Meira
21. júní 2023 | Viðskiptablað | 610 orð | 1 mynd

Kreppur og lögmál hamarsins

Fyrir marga íbúa heimsins hefur kreppan gífurleg áhrif. Ég mæli með því að allt almannatengla- og markaðsmálafólk gefi því gaum og viðurkenni það. Meira
21. júní 2023 | Viðskiptablað | 84 orð | 1 mynd

Kristín nýr veitingastjóri N1

Kristín Þorleifsdóttir hefur verið ráðin veitingastjóri N1. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Kristín hefur starfað sem vöruflokkastjóri hjá Krónunni frá árinu 2015. Hlutverk veitingastjóra verður að leiða vöruþróun og ákveða úrval… Meira
21. júní 2023 | Viðskiptablað | 728 orð | 1 mynd

Lögin hafa ekki haldið í við tæknina

Motus barst á dögunum góður liðsauki. Leifur Grétarsson segir fyrirtækið standa í dag á tímamótum og mörg spennandi verkefni séu á teikniborðinu sem m.a. fela í sér þróun og innleiðingu stafrænna lausna Meira
21. júní 2023 | Viðskiptablað | 216 orð | 1 mynd

Oft bitist um útrunnar vörur

Umhverfismálin skipa sífellt stærri sess í rekstri Hagkaupa sem í ár fagna 64 ára afmæli. Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri segir að margir stórmarkaðir, og Hagkaup þar á meðal, hafi verið duglegir við að selja vörur á niðursettu verði sem eru að renna út Meira
21. júní 2023 | Viðskiptablað | 779 orð | 2 myndir

Styrkleikar og veikleikar skila okkur í 16. sæti

Ísland stendur í stað á milli ára í árlegri samkeppnisúttekt IMD-viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja. Ísland vermir 16. sæti listans líkt og í fyrra, en hafði þá færst upp um fimm sæti Meira
21. júní 2023 | Viðskiptablað | 715 orð

Vaxtahækkanir bitna misjafnlega á heimilum landsins enn sem komið er

Hlutfall lántaka með greiðslubyrðarhlutfall umfram 35% hefur hækkað úr 8,5% í 11,0%. Greiðslubyrði fasteignalána hefur þó ekki hækkað verulega umfram ráðstöfunartekjur enn sem komið er. Greiðslubyrði um 4,5% heimila hafði hækkað um meira en 100… Meira
21. júní 2023 | Viðskiptablað | 367 orð | 1 mynd

Verðmætin á bak við launin

Meðallaun á Íslandi eru þau hæstu í heimi samkvæmt tölum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) frá árinu 2022. Meðallaunin eru litlu hærri en í Lúxemborg og í Bandaríkjunum og 50% hærri en að meðaltali innan OECD-ríkja Meira
21. júní 2023 | Viðskiptablað | 1506 orð | 1 mynd

Þar sem hagkerfið stendur í stað

Lausleg könnun bendir til þess að annan hvern Íslending yfir fimmtugu dreymi um að eignast lítið sumarhús suður á Ítalíu. Ítalíudraumurinn ætti ekki að koma á óvart enda landið einstaklega hrífandi: sveitirnar eru fagrar, gömlu borgirnar og bæirnir… Meira

Ýmis aukablöð

21. júní 2023 | Blaðaukar | 639 orð | 5 myndir

Auðvelt að týna tímanum

Ég er uppalinn í Borgarnesi en einnig á Minni-Borg í Miklaholtshreppi. Ég bjó um tíma í Stykkishólmi og hef sterkar taugar til Stykkishólms og Breiðafjarðar. Ég bý núna í Borgarnesi og er mikill Borgnesingur,“ segir Hafþór sem er ferðamálafræðingur, blikksmiður og torfhleðslunemi Meira
21. júní 2023 | Blaðaukar | 919 orð | 4 myndir

„Í Fljótavík líður mér best“

Ég ólst upp fyrir vestan, á Suðureyri nánar tiltekið. Ættir mínar má m.a. rekja til Súgandafjarðar, Hnífsdals, Ísafjarðardjúpsins og Fljótavíkur á Hornströndum, ég er nefnilega hreinræktaður Vestfirðingur í báðar ættir og næstum öll fjölskyldan mín býr þar,“ segir Katla Vigdís Meira
21. júní 2023 | Blaðaukar | 642 orð | 6 myndir

Byrjaði óvart að taka á móti ferðamönnum

Jón er frá Gemlufalli og tók við búi af foreldrum sínum. Elsa María, sem er hálfbandarísk, ólst hins vegar upp til níu ára aldurs í Bandaríkjunum. Hún hefur búið víða um land en finnst best að vera fyrir vestan Meira
21. júní 2023 | Blaðaukar | 326 orð | 4 myndir

Bækurnar sem þú ættir að taka með í fríið

Verity eftir Colleen Hover Bókin fjallar um rithöfundinn Lowen Ashleigh sem er í fjárhagskröggum þegar hún fær tilboð sem hún getur ekki hafnað. Jeremy Crawford, eiginmaður metsöluhöfundarins Verity Crawford, ræður Lowen til að klára síðustu… Meira
21. júní 2023 | Blaðaukar | 1557 orð | 6 myndir

Elskar súld og gráma

En hvernig skyldi standa á því að hún hafi farið í þetta starf? „Í raun má segja að ég hafi óvart leiðst út í þetta en ég er leikstjóri, leikari og leiðsögumaður að mennt eða ellin þrjú eins og ég segi stundum Meira
21. júní 2023 | Blaðaukar | 1006 orð | 5 myndir

Féll fyrir Borgarfirðinum

Ég flutti í Borgarfjörðinn árið 2012 þegar ég fór í nám á Háskólanum á Bifröst. Þar féll ég fyrir Borgarfirðinum og áttaði mig fljótt á því að ég vildi ekki fara aftur í atið í bænum. Við fluttum svo í Borgarnes 2017 þegar við keyptum okkur hús þar… Meira
21. júní 2023 | Blaðaukar | 165 orð | 4 myndir

Fjársjóðsleit á ævintýraeyju

Flatey við Breiðafjörð er ein af þessum eyjum sem fólk fær þráhyggju fyrir. Í Flatey eru lítil krúttleg hús sem eru máluð á litríkan hátt. Þau minna á gamla tímann og alla velmegunina sem ríkti á staðnum hér áður fyrr Meira
21. júní 2023 | Blaðaukar | 263 orð | 1 mynd

Gómsætt og hollt baunasalat sem má fara með í allar áttir

Þessi uppskrift er sniðug þar sem hægt er að gera grunninn að henni heima og bæta svo öðru hráefni við fyrir neyslu. Baunirnar þola ágætlega að vera ekki í kæli og tilvalið að gera mismunandi útfærslur sína hvorn daginn með því að breyta hráefninu sem bætt er við Meira
21. júní 2023 | Blaðaukar | 399 orð | 4 myndir

Hatturinn verður að fara með

Freydís Halla Einarsdóttir er 28 ára útivistarkona og fyrrverandi landsliðskona og ólympíufari á skíðum. Freydís Halla ætlar að nýta sumarið áður en hún byrjar á fimmta ári í læknisfræði til þess að ferðast um landið Meira
21. júní 2023 | Blaðaukar | 795 orð | 6 myndir

Heldur sveitaball og siglir um á kajak

Ég er einn af þessum sjö Ögursystkinum, við ólumst upp í Ögri, foreldrar okkar voru bændur í Ögri. Við erfðum jörðina þegar þau féllu frá 2009 og 2012. Við erum mikið þar og þar eru hús sem við þurfum að halda við Meira
21. júní 2023 | Blaðaukar | 28 orð

Leikkonan sem gerðist leiðsögumaður

Sigrún Sól Ólafsdóttir leikkona og leikstjóri hefur starfað sem leiðsögumaður í 20 ár. Hún segir ferðamönnum jafnan að Ísland sé alltaf ólétt með öllum sínum jarðskjálftum og óróleika. Meira
21. júní 2023 | Blaðaukar | 779 orð | 4 myndir

Lífið er skemmtilegra í kjól

Ég er sveitastelpa í grunninn og ólst upp í Borgarfirðinum. Ég er mikið náttúrubarn og elska að fara í tjaldútilegur,” segir Sigríður sem byrjaði að ganga á fjöll af einhverri alvöru í fyrra. Hún er sex barna móðir og var tíminn ekki alltaf til staðar fyrir fjallgöngur á stóru heimili Meira
21. júní 2023 | Blaðaukar | 575 orð | 4 myndir

Löng helgi á Vesturlandi og Vestfjörðum

Dagur 1 Hellnar Áður en haldið er af stað í ævintýri dagsins er mikilvægt að fá sér gott kaffi. Kaffi bragðast enn betur í fallegu umhverfi og það á heldur betur við á Hellnum Meira
21. júní 2023 | Blaðaukar | 1555 orð | 2 myndir

Rifu sig upp með rótum og fluttu á Patreksfjörð með fjölskylduna

Karen er viðskiptafræðingur að mennt með mastersgráðu í skattarétti og reikningsskilum frá HÍ auk þess er hún með MSc í mannauðsstjórnun frá sama skóla en hún starfar sem mannauðsstjóri hjá Arnarlaxi ehf Meira
21. júní 2023 | Blaðaukar | 694 orð | 4 myndir

Tók ástfóstri við Akranesvita

Ég ásamt fleirum stofnaði ljósmyndafélag á Akranesi og við vorum mikið niðri á Breiðarsvæði og vorum að mynda. Einu sinni fékk félagi minn þá hugmynd að það væri gaman að fara upp á toppinn á vitanum og taka myndir yfir bæinn Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.