Greinar laugardaginn 24. júní 2023

Fréttir

24. júní 2023 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

200 kílómetra löng leið

Hjólreiðakeppni sem fer um Friðland að Fjallabaki verður haldin 22. júlí næstkomandi. Leiðin er 200 kílómetrar og hefst keppnin á Hvolsvelli, en er svo hjólað upp á Fjallabak, í kringum Heklu og að lokum aftur niður að Hvolsvelli Meira
24. júní 2023 | Erlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Ascot-veðreiðunum lýkur í dag

„Ascot-i fínir hattar,“ gæti einhver sagt um þessar ágætu konur sem mættu í sínu allra fínasta pússi á hið konunglega veðhlaup á Ascot-hlaupabrautinni í gær, en lokadagur þess er í dag. Ascot hefur um langa hríð verið hápunktur sumarsins … Meira
24. júní 2023 | Fréttaskýringar | 831 orð | 2 myndir

Betra að ljúka máli með sátt og sekt

Fréttaskýring Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Sú sekt sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur lagt á Íslandsbanka, vegna annmarka í störfum bankans við framkvæmd á útboði í 22,5% eignarhlut ríkisins í bankanum sem fram fór í mars í fyrra, er að mörgu leyti lögð að jöfnu við þá sekt sem Eimskip greiddi Samkeppniseftirlitinu sumarið 2021. Þetta eru viðbrögð margra viðmælenda Morgunblaðsins á fjármálamarkaði. Meira
24. júní 2023 | Innlendar fréttir | 566 orð | 4 myndir

Bleikjan er alltaf eftirsótt á markaði

Sprikl er enn í sporði bleikjunnar þegar hún kemur sem hráefni að morgni dags í vinnsluhús Samherja fiskeldis í Sandgerði. Á Suðurnesjunum starfrækir fyrirtækið eldisstöðvar á Vatnsleysuströnd og í Staðarhverfi í Grindavík, þaðan sem árla morguns… Meira
24. júní 2023 | Fréttaskýringar | 520 orð | 3 myndir

Blikastaðir verða miðja hverfisins

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Mosfellsbær hefur kynnt tillögu að rammahluta aðalskipulags vegna Blikastaðalands. Gert er ráð fyrir hátt í tíu þúsund manna íbúðabyggð á svæðinu. Meira
24. júní 2023 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Bókhlaðan í Skálholti fær styrk

Lilja D. Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra færði Verndarsjóði Skálholtsdómkirkju nú í vikunni 5 millj. kr. styrk til innréttinga fyrir bókhlöðu staðarins Meira
24. júní 2023 | Innlendar fréttir | 135 orð

Fyrri leiðbeiningar felldar úr gildi

Í nýju áliti innviðaráðuneytisins eru fyrri leiðbeiningar ráðuneytisins um skyldur sveitarfélaga varðandi smölun á ágangsfé felldar úr gildi. Ber sveitarfélögum þannig skylda til að gera ráðstafanir til þess að smala ágangsfé eins og kveðið er á um í ákvæðum laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl Meira
24. júní 2023 | Innlendar fréttir | 431 orð | 1 mynd

Fyrrverandi ráðherra íhugar framboð

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra Íslands á árunum 2007-2009, og Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, segjast íhuga nú hvort þeir eigi að gefa kost á sér til að leiða lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir næstu kosningar Meira
24. júní 2023 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Fyrsti kostur á að vera að láta hræið liggja

Eiganda lands ber að farga hvalhræi sem rekur á fjörur hans, ef heilbrigðiseftirlitið telur það nauðsynlegt. Í nýlegum verklagsreglum Umhverfisstofnunar um hvalreka kemur þó fram að þegar dauðan hval rekur á land eigi fyrsti valkostur að vera að… Meira
24. júní 2023 | Fréttaskýringar | 680 orð | 2 myndir

Geta pakkað niður eða keypt húsnæðið

Fulltrúar Félagsbústaða voru kallaðir á fund velferðarráðs Reykjavíkurborgar síðastliðinn miðvikudag til að ræða stöðu áfangaheimilis Samhjálpar við Höfðabakka í Reykjavík, eða Brú. En eins og Morgunblaðið greindi nýverið frá er starfsemi… Meira
24. júní 2023 | Innlendar fréttir | 388 orð | 2 myndir

Gröfurnar mæta á KR-svæðið í haust

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við erum mjög ánægð og þakklát fyrir að þetta sé komið á þennan stað,“ segir Þórhildur Garðarsdóttir formaður KR, en samþykkt var í borgarráði á fimmtudag að halda áfram undirbúningi að byggingu fjölnota íþróttahúss á KR-svæðinu við Frostaskjól. Meira
24. júní 2023 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Gæsamamma með gæsabörnin smáu í Elliðaárdal

Gæsamamma stendur vörð í Elliðárdal gegn krumma og öðrum illfyglum, meðan gæsabörnin smáu bíta gras. Þótt blíðan hafi leikið við gæsahópinn í gær er ýmissa veðra von um helgina. Mikið votviðri verður suðaustanlands, en Norðurland sleppur nokkuð vel og sól sést víða, alveg fram á sunnudag Meira
24. júní 2023 | Innlendar fréttir | 431 orð | 1 mynd

Gæti þurft að draga úr hraða

Snæfellsnesvegur er á köflum illa farinn og þolir viðhald enga bið, að mati stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Stjórnin og svæðisstjóri Vegagerðarinnar óttast um öryggi vegfarenda, sérstaklega á kaflanum frá Hítará og að Dalsmynni, og telja að ef ekki verði ráðist í endurbætur fljótlega gæti þurft að ráðast í aðrar aðgerðir, eins og til dæmis að lækka hámarkshraða á veginum. Meira
24. júní 2023 | Innlendar fréttir | 986 orð | 2 myndir

Hernámið tekur engan enda

Viðtal Klara Ósk Kristinsdóttir klaraosk@mbl.is Ísraelski blaðamaðurinn Gideon Levy hefur ferðast víða um heim til þess að vekja athygli á stöðunni í Ísrael. Á því verður engin undantekning nú, þegar hann er kominn hingað til lands, því Levy mun ræða um framtíð Ísraels og Palestínu á hádegisfundi sem ber yfirskriftina „Til róttækrar skoðunar“ í Safnahúsi Reykjavíkur kl. 12 í dag. Meira
24. júní 2023 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Hæfi, vanhæfi og siðir siðfræðings

Deilur um hvalveiðar skutu óvænt upp kollinum, svo þjóðin leit forviða á klukkuna og spurði hvaða ár væri. Og var vorkunn í ljósi þess að Paul Watson, Árni Finnsson og Ahab skipstjóri, voru allt í einu komnir á kreik eins og síðustu aldir hefðu aldrei tekið enda. Meira
24. júní 2023 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Krafist að tjón fólks verði bætt

Verkalýðsfélag Akraness krefst þess fyrir hönd félagsfólks síns að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra afturkalli ákvörðun sína um stöðvun hvalveiða til 1. september til að koma í veg fyrir það fjárhagstjón sem það verður fyrir, standi ákvörðun ráðherrans óhögguð Meira
24. júní 2023 | Innlendar fréttir | 378 orð | 1 mynd

Litu blint á lagabókstafinn og vantaði heildarmyndina

Yfirskattanefnd komst að þeirri niðurstöðu að félagasamtökin Afrekshugur skyldu greiða virðisaukaskatt vegna innflutnings á afsteypu af verkinu Afrekshugur eftir Nínu Sæmundsson. Formaður félagsins, Friðrik Erlingsson, segir að yfirskattanefnd hafi… Meira
24. júní 2023 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Lýsir yfir stríði gegn Rússaher

Jevgení Prigósjín, stofnandi Wagner-málaliðahópsins, lýsti í gær yfir „stríði“ á hendur Sergei Shoígú, varnarmálaráðherra Rússlands, og sakaði hann um að hafa staðið að baki eldflaugaárás á eina af bækistöðvum hópsins í Úkraínu Meira
24. júní 2023 | Innlendar fréttir | 524 orð | 1 mynd

Lætur reyna á jákvæð inngrip í daglegu lífi

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Lokaverkefni Báru Mjallar Þórðardóttur í diplómanámi á meistarastigi í jákvæðri sálfræði í Endurmenntun Háskóla Íslands fjallaði um hamingjugöngur og jákvæð inngrip, en hún útskrifaðist á dögunum. „Öll viljum við vera hamingjusöm og lifa hamingjusömu lífi og hamingjugöngur eru liður í því,“ segir hún. Meira
24. júní 2023 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Metfjöldi brautskráist frá HÍ í dag

Alls munu 2.832 kandídatar verða brautskráðir frá Háskóla Íslands í dag og hafa aldrei verið fleiri. Brautskráningarathafnir dagsins verða í Laugardalshöll í Reykjavík og á fyrri athöfninni, sem hefst kl Meira
24. júní 2023 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Rannsaka áhrif þörunga á húðina

Matís stendur fyrir 12 vikna rannsókn á virkni anditskrems sem inniheldur efni úr stórþörungum. Þátttakendur verða að vera á aldrinum 40 til 60 ára og með heilbrigða húð. Helmingur þátttakenda fær krem með lífvirkum efnum úr klóþangi en hinn helmingurinn sama krem án þessara efna Meira
24. júní 2023 | Innlendar fréttir | 514 orð | 2 myndir

Siðfræðingur fór á límingunum

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is „Siðfræðingurinn fór algerlega á límingunum. Hann á því greinilega ekki að venjast að einhverjir séu ekki sammála áliti hans, sem sýnir kannski hvert hann og Háskóli Íslands eru komnir í þessum málum,“ sagði Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í samtali við Morgunblaðið. Meira
24. júní 2023 | Fréttaskýringar | 384 orð | 3 myndir

Sundlaugin ekki lengur sundlaug

Miklum endurbótum á gömlu sundlauginni á Húsafelli er nú lokið. Þær hafa staðið yfir síðasta eitt og hálfa árið og hefur laugin tekið miklum breytingum. Unnar Bergþórsson, hótelstjóri á Hótel Húsafelli, segir að laugin, sem nú kallast Lindin, flokkist ekki lengur sem sundlaug Meira
24. júní 2023 | Innlendar fréttir | 213 orð | 2 myndir

Taka á móti allt að 101 flóttamanni

„Við erum að tryggja það að innviðirnir okkar ráði við þennan fjölda sem við tökum á móti,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, í samtali við Morgunblaðið. Kópavogur mun taka á móti allt að 101 flóttamanni samkvæmt nýjum… Meira
24. júní 2023 | Innlendar fréttir | 364 orð | 1 mynd

Útboð á varnargörðum í haust?

Svo gæti farið að síðasti áfanginn í ofanflóðavörnum í Neskaupstað verði boðinn út í haust verði til þess pólitískur vilji. Deiliskipulag hefur verið auglýst og því ferli lýkur væntanlega í lok sumars Meira
24. júní 2023 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Útboðum aflýst eða frestað

Landsvirkjun hefur fallið frá öllum útboðum sem auglýst höfðu verið vegna byggingar Hvammsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár. Í gær sendi fyrirtækið tilkynningu þess efnis til þeirra fjölmörgu sem sótt höfðu gögn á útboðsvef vegna fyrirhugaðra framkvæmda Meira
24. júní 2023 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Útför Árna Johnsen

Útför Árna Johnsen, fyrrverandi alþingismanns og blaðamanns á Morgunblaðinu, fór fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í gær. Sr. Viðar Stefánsson jarðsöng og Söngsveitin Stuðlar og Blítt og létt sungu við athöfnina Meira
24. júní 2023 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Veltan eykst um alls 20 milljarða króna milli ára

Samanlögð velta gististaða og af veitingasölu og veitingaþjónustu var rúmum 20 milljörðum króna meiri fyrstu fjóra mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra. Hún var þannig samtals 72,9 milljarðar þá mánuði í ár en 52,3 milljarðar þessa mánuði í fyrra Meira
24. júní 2023 | Fréttaskýringar | 397 orð | 2 myndir

Veltan hefur aldrei verið jafn mikil

Fyrstu fjóra mánuði ársins var velta veitingasölu og veitingaþjónustu rúmir 39,2 milljarðar króna. Það er að raunvirði mesta velta í þessum greinum þá mánuði frá upphafi. Þetta má lesa úr nýjum tölum Hagstofunnar sem sóttar eru í virðisaukaskattsskýrslur fyrirtækjanna Meira
24. júní 2023 | Erlendar fréttir | 683 orð | 1 mynd

Vilja rannsókn á aðdraganda slyssins

Skyldmenni auðkýfingsins Hamish Hardings kölluðu í gær eftir rannsókn á aðdraganda þess að Titan-kafbáturinn fórst á sunnudaginn í könnunarleiðangri sínum að flaki Titanic. Harding var einn af fimm farþegum um borð, en talið er að þeir hafi allir… Meira
24. júní 2023 | Erlendar fréttir | 261 orð

Ætlar með málaliða til Moskvu

Jevgení Prigósjín, stofnandi Wagner-málaliðahópsins, sagði í gærkvöldi að herráð hópsins hefði ákveðið að „stöðva þá illsku“ sem yfirstjórn rússneska hersins hefði hafið. Var ákvörðunin tekin að sögn Prigósjíns í kjölfar eldflaugaárásar… Meira

Ritstjórnargreinar

24. júní 2023 | Leiðarar | 255 orð

Valtir stólar

Matvælaráðherra í uppnámi Meira
24. júní 2023 | Reykjavíkurbréf | 1596 orð | 1 mynd

Víða komið við

Víða um veröld fylgdist fjöldinn með fréttum og leit að kafbátsskelinni með fimm farþegum sem sökktu sér niður í hafdýpið kílómetrum saman til að sjá flakið af Titanic. Margir óttuðust að tíminn stæði ekki með farþegunum sem borgað höfðu fúlgur fjár til að eiga hlut að þessu ævintýri með þeirri áhættu sem fylgdi. Meira
24. júní 2023 | Leiðarar | 415 orð

Ögranir Prígosjíns

Sakar rússneska herinn um að ráðast á sveitir sínar og hótar að svara Meira

Menning

24. júní 2023 | Menningarlíf | 545 orð | 3 myndir

Allt er þá fernt er

Tuttugu lög alls og heilt yfir er þetta lagasafn svo gott sem að springa af hugmyndaauðgi en þó aðallega þeirri hreinu gleði sem felst í því að búa til tónlist. Meira
24. júní 2023 | Menningarlíf | 72 orð | 1 mynd

Anna Gréta á Gljúfrasteini

Anna Gréta kemur fram á stofutónleikum Gljúfrasteins á morgun, sunnudag, kl. 16. Með henni leikur Johan Tengholm á kontrabassa. „Á dagskránni verður efni af verðlaunaplötunni Nightjar in the Northern Sky og íslenskar perlur,“ segir í tilkynningu Meira
24. júní 2023 | Menningarlíf | 901 orð | 3 myndir

„Mér þykir afar vænt um Skálholt“

„Fyrir mig er þetta mikill heiður, því ég bjó í Skálholti og ólst þar upp þegar Helga Ingólfsdóttir sá um sumartónleikana. Ég man vel eftir henni og hátíðin var stór hluti af mínu lífi þegar ég var barn Meira
24. júní 2023 | Menningarlíf | 153 orð | 1 mynd

Breytingar í tengslum við Óskarinn

Bandaríska kvikmyndaakademían tilkynnti í vikunni að frá og með næsta ári gildi nýjar reglur um það hvaða kvikmyndir geti komið til greina í verðlaunaflokknum Besta kvikmynd ársins. Fram til þessa hafa allar myndir sem sýndar hafa verið í að minnsta … Meira
24. júní 2023 | Menningarlíf | 165 orð | 1 mynd

Einkasýningin Við havið í Gallerí Fold

Við havið nefnist önnur einkasýningin sem Birgit Kirke opnar í Gallerí Fold í dag, laugardag, kl. 14. Birgit Kirke er fædd og uppalin í Færeyjum, en býr og starfar í Danmörku Meira
24. júní 2023 | Menningarlíf | 748 orð | 4 myndir

Fringe á ekki að fara framhjá neinum

Jaðarlistahátíðin RVK Fringe festival, þar sem öllu hinu skrítna er fagnað, hefst í sjötta sinn á mánudag, 26. júní, og stendur í viku. Nýr listrænn stjórnandi hátíðarinnar, Andrew Sim, er frá Aberdeenskíri í Skotlandi og ólst upp við að fara á Fringe-hátíðina í Edinborg með föður sínum Meira
24. júní 2023 | Menningarlíf | 112 orð | 1 mynd

Gjörningaserían Leifar hefst hjá Nýló

Gjörningaserían Leifar hefur göngu sína í ­Nýlistasafninu, Marshallhúsinu, í dag kl. 17-19. Þar flytur Kamile Pikelyte gjörninginn „Passengers“ sem jafnframt er sá fyrsti í röð sex gjörninga sem fara fram yfir sumartímann Meira
24. júní 2023 | Menningarlíf | 108 orð | 1 mynd

Heiðmar og gestir í Saurbæ á morgun

Heiðmar Eyjólfsson kemur ásamt Hlíðarsystkinum og gestum fram á tónleikum í Hallgrímskirkju í Saurbæ á morgun, sunnudag, kl. 16. Tónleikarnir eru hluti af sumartónleikaröð í kirkjunni. Efnisskrá tónleikanna saman­stendur af lögum eftir m.a Meira
24. júní 2023 | Menningarlíf | 69 orð | 1 mynd

Kvartett Hauks Gröndal á Jómfrúnni

Sumarjazzinn á Jómfrúnni heldur áfram og á fjórðu tónleikum sumarsins, laugardaginn 24. júní, kemur fram kvartett saxófón- og klarínettleikarans Hauks Gröndal. Auk hans skipa hljómsveitina þeir Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur Meira
24. júní 2023 | Menningarlíf | 124 orð | 1 mynd

Saknaðarilmur – eitthvað alveg sérstakt í Kassanum í janúar

Saknaðarilmur – eitthvað alveg sérstakt nefnist nýtt íslenskt verk eftir Unni Ösp Stefánsdóttur sem frumsýnt verður í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í janúar. Verkið skrifar Unnur upp úr tveimur bóka Elísabetar Jökulsdóttur, Aprílsólarkulda og Saknaðarilmi Meira
24. júní 2023 | Fjölmiðlar | 194 orð | 1 mynd

Siðferðisbrestir og tragedíur

Ef starað er á skjá sem slökkt er á, er það líkt og að horfa í svartan spegil. Í það vísar heiti bresku þáttanna Black Mirror sem fjalla oftar en ekki um dystópíska samfélagssýn Meira
24. júní 2023 | Menningarlíf | 131 orð | 1 mynd

Sígarettur til Berlínar á Gallerí Skilti

Zigaretten nach Berlin nefnist sýning sem Lukas Bury hefur opnað á Gallerí Skilti að Dugguvogi 43 í Reykjavík. Sýningin stendur fram í miðjan desember. „Verkið „Zigaretten nach Berlin“ (Sígarettur til Berlínar) byggir á ljósmynd af … Meira
24. júní 2023 | Menningarlíf | 135 orð | 1 mynd

Svanur leikur í Hlöðunni á Kvoslæk

Tónleikar gítarleikarans Svans Vilbergssonar á morgun, sunnudag, kl. 15 er fyrsti viðburður á sumardagskrá í Hlöðunni á Kvoslæk í Fljótshlíð þetta sumarið. Svanur leikur þar verk eftir m.a. Scarlatti, Händel og Pereira Meira
24. júní 2023 | Menningarlíf | 145 orð | 1 mynd

This Is Not My Money í Tjarnarbíói

This Is Not My Money nefnist sýning sem Subfrau í samstarfi við Blaue Frau sýnir í Tjarnarbíói um helgina, en miðar fást á tix.is. „Þetta er grillaður og grátbroslegur góðgerðaviðburður eða kannski bara staður þar sem peningar og hlutir skipta um… Meira
24. júní 2023 | Menningarlíf | 168 orð | 1 mynd

Tone Myklebost heiðruð fyrir þýðingar

Norski þýðandinn Tone Myklebost hlaut í vikunni viðurkenningu fyrir þýðingarstörf sín sem Letterstedtska-sjóðurinn veitti nú í 12. sinn. Verðlaunaféð nemur 100 þúsund sænskum krónum. Í rökstuðningi fyrir valinu kemur fram að Tone Myklebost hafi þýtt … Meira
24. júní 2023 | Menningarlíf | 113 orð | 1 mynd

Tvö erindi flutt á Gljúfrasteini í dag

Haukur Ingvarsson og Jenna Sciuto munu halda erindi um Sölku Völku í stofunni á Gljúfrasteini í dag, laugardag, kl. 14. „Til umfjöllunar verður m.a. plássið og samskipti kynjanna auk þess sem Salka Valka verður sett í samhengi við bandarískar… Meira

Umræðan

24. júní 2023 | Aðsent efni | 263 orð

Ánægjuleg starfslokaráðstefna

Ekki verður annað sagt en Háskólinn hafi skilið virðulega við mig eftir 35 ára starf mitt í stjórnmálafræði. Hélt hann 180 manna starfslokaráðstefnu 12. maí, þar sem ellefu manns töluðu, en síðan var móttaka í húsakynnum skólans Meira
24. júní 2023 | Aðsent efni | 739 orð | 1 mynd

Á rölti um Rómaborg

„Að fara til Rómar er mikil fyrirhöfn en skilar litlum árangri ef sá sem þú leitar að býr ekki þegar í hjarta þínu.“ Meira
24. júní 2023 | Pistlar | 431 orð | 2 myndir

Fernumálin

Á dögunum var þessi fyrirsögn í vefmiðli: „Vonar að fernumálið skaði ekki heildarverkefnið“ og degi síðar var í útvarpsþætti rætt við sérfræðinga um það sem í kynningu kallaðist „stóra fernumálið“ Meira
24. júní 2023 | Aðsent efni | 716 orð | 2 myndir

Íslenskukunnátta er lykillinn að farsæld

Því miður grípa allt of margir ósjálfrátt og án mikillar hugsunar til enskunnar þegar talað er við fólk af erlendum uppruna sem sest hefur hér að. Meira
24. júní 2023 | Pistlar | 484 orð | 1 mynd

Jafnvægi í útlendingamálum

Í þjóðfélagsumræðu þarf að ræða mál af yfirvegun og sanngirni. Það á sérstaklega við um þann viðkvæma málaflokk sem málefni útlendinga eru. Á sama tíma ber okkur skylda til að horfa á staðreyndir og taka ákvarðanir sem taka mið af heildarhagsmunum þjóðarinnar Meira
24. júní 2023 | Aðsent efni | 428 orð | 1 mynd

Krabbameinsfaraldur – hvað er til ráða?

Vekur það undrun mína, hve heilbrigðiskerfið tekur oft kæruleysislega á móti einstaklingum sem óska eftir rannsókn vegna verkja, eymsla og þjáninga sem ekki er hægt að útskýra. Meira
24. júní 2023 | Pistlar | 777 orð

Skyndiupphlaup vegna hvala

Ráðherranum og ráðgjöfunum hefur nú snúist hugur þótt lagaramminn sé sá sami og hann var fyrir nokkrum vikum. Hvað breyttist? Meira
24. júní 2023 | Aðsent efni | 759 orð | 1 mynd

Stjórnvöld búa ekki til samkeppni

Stjórnvöld búa ekki til samkeppni. Þau hafa aftur á móti mikil áhrif á samkeppnishæfni Íslands. Meira
24. júní 2023 | Aðsent efni | 475 orð | 1 mynd

Um Morgunblaðið og RÚV

Hins vegar ofbýður mörgum hve fréttaflutningur er þar a.m.k. stundum frá einni hlið og að því er ætla má, til þess gerður að móta skoðanir fólks. Meira
24. júní 2023 | Aðsent efni | 796 orð | 1 mynd

Þegar veröldin er skoðuð úr músarholu sérhagsmunagæslu

ESB er leiðandi í matvælaiðnaði, og allt það besta um neytendavernd, hreinlæti, heilbrigði og hollustuhætti við matvælaframleiðslu er frá ESB komið. Meira
24. júní 2023 | Pistlar | 583 orð | 4 myndir

Þyngslalegir liðsflutningar og Petrosjan varð heimsmeistari

Þegar talið berst að níunda heimsmeistara skáksögunnar, Tigran Petrosjan, rifjast upp ummæli Inga R. Jóhannssonar varðandi Max Euwe, sem vann titilinn af Alexander Aljékín í 30 skáka einvígi árið 1935, og voru eitthvað á þá leið að á þeim tímapunkti hafi Hollendingurinn verið besti skákmaður heims Meira

Minningargreinar

24. júní 2023 | Minningargreinar | 6389 orð | 1 mynd

Jón Sigurpálsson

Jón Sigurpálsson myndlistarmaður og fyrrverandi safnastjóri fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1954. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði 13. júní 2023 eftir snarpa en erfiða viðureign við krabbamein, 68 ára aldri Meira  Kaupa minningabók
24. júní 2023 | Minningargreinar | 666 orð | 1 mynd

Kristján Ingvar Jóhannesson

Kristján Ingvar Jóhannesson fæddist 29. janúar 1952. Hann lést 27. maí 2023. Útför Kristjáns Ingvars fór fram 11. júní 2023. Meira  Kaupa minningabók
24. júní 2023 | Minningargreinar | 1548 orð | 1 mynd

Ólafur Agnar Guðmundsson

Ólafur Agnar Guðmundsson fæddist í Eystri-Skógum 23. febrúar 1940. Hann lést skyndilega á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 9. júní 2023. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Vigfússon, f. 14.6. 1901, d Meira  Kaupa minningabók
24. júní 2023 | Minningargreinar | 1752 orð | 1 mynd

Pálmi Ingólfsson

Pálmi Ingólfsson fæddist í Reykjavík 28. október 1958. Hann lést á sjúkrahúsi í Prag í Tékklandi 29. apríl 2023. Pálmi var sonur hjónanna Sólveigar Pálmadóttur fv. skrifstofustjóra á geðdeild Landspítalans, f Meira  Kaupa minningabók
24. júní 2023 | Minningargreinar | 624 orð | 1 mynd

Ragnar Þór Steingrímsson

Ragnar Þór Steingrímsson fæddist 22. febrúar 1952. Hann lést 22. maí 2023. Útför Ragnars Þórs fór fram 10. júní 2023. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

24. júní 2023 | Viðskiptafréttir | 92 orð | 1 mynd

Kaldi tapaði 18 m.kr. og Bjórböðin 26. m.kr.

Bruggverksmiðjan Kaldi var rekin með átján mkr. tapi á síðasta ári. Það er talsverður umsnúningur frá árinu á undan þegar félagið var rekið með 16 m.kr. hagnaði. Eignir Kalda námu 507 m.kr. í lok ársins og aukast þær um ríflega 110 m.kr Meira

Daglegt líf

24. júní 2023 | Daglegt líf | 703 orð | 3 myndir

Rétta blandan er á Laugum í Sælingsdal

Í húsi þarf að vera glaðværð og heimilislegur andi. Tengsl við samfélagið og heimafólk eru sömuleiðis afar mikilvæg og þetta er einmitt blandan sem við höfum reynt að skapa hér. Alveg frá fyrsta degi,“ segir Karl B Meira

Fastir þættir

24. júní 2023 | Í dag | 1001 orð | 2 myndir

Hvergi nærri sestur í helgan stein

Guðmundur Einarsson er fæddur 25. júní 1943 og verður því 80 ára á morgun. Hann fæddist í Reykholti í Borgarfirði og ólst þar upp við búskap og gróðurhúsaræktun. „Amma mín í föðurætt, Guðrún Jónsdóttir, lést þegar pabbi var á þriðja ári Meira
24. júní 2023 | Árnað heilla | 137 orð | 1 mynd

Ingólfur ­Flygenring

Ingólfur Flygenring fæddist 24. júní 1896 í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru hjónin Ágúst Flygenring, f. 1865, d. 1932, alþingismaður og Þórunn Stefánsdóttir Flygenring, f. 1866, d. 1943, húsmóðir. Ingólfur varð búfræðingur frá Hólum 1915 og bóndi á Hvaleyri við Hafnarfjörð 1916-1919 Meira
24. júní 2023 | Í dag | 164 orð

Ísköld vörn. A-Enginn

Norður ♠ ÁG10642 ♥ KD7432 ♦ 8 ♣ -- Vestur ♠ 83 ♥ Á ♦ ÁKDG103 ♣ D532 Austur ♠ 95 ♥ G986 ♦ 9765 ♣ Á74 Suður ♠ KD7 ♥ 105 ♦ 42 ♣ KG10986 Suður spilar 5♠ Meira
24. júní 2023 | Í dag | 62 orð

Málið

Að sverfa er að beita þjöl á e-ð. Margt má sverfa: málm, neglur, trjábörk, fjallabrúnir og sjávarhamra. Svo má láta sverfa til stáls: útkljá e-ð í átökum eða ganga hart fram Meira
24. júní 2023 | Í dag | 1045 orð | 1 mynd

Messur

AKRANESKIRKJA | Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Kór Akraneskirkju leiðir söng, organisti Hilmar Örn Agnarsson. Prestur Ólöf Margrét Snorradóttir. ÁSKIRKJA | Sumarmessur Laugardalsprestakalls verða í Langholtskirkju alla sunnudaga kl Meira
24. júní 2023 | Í dag | 28 orð | 1 mynd

Nýr borgari

Kópavogur Hrói Kristinsson fæddist 17. september 2022 kl. 23.53 á Landspítalanum. Hann vó 3.200 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Viktoría Sigurðardóttir og Kristinn Jónsson. Meira
24. júní 2023 | Dagbók | 39 orð | 1 mynd

RÚV kl. 20.15 Stella í orlofi

Gamanmynd frá 1986 um hana Stellu sem er orðin þreytt á daglegu amstri og skellir sér í orlof þar sem hennar bíða ótrúlegustu ævintýri. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifdóttir og meðal leikenda eru Edda Björgvinsdóttir, Laddi og Gestur Einar Jónasson. Meira
24. júní 2023 | Í dag | 156 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 dxc4 5. e4 Bb4 6. Bxc4 Rxe4 7. 0-0 Rxc3 8. bxc3 Be7 9. Bf4 0-0 10. He1 Rc6 11. Dc2 b6 12. Had1 Bd6 13. Bg5 Be7 14. Bc1 Ra5 15. Bd3 h6 16. Re5 Bb7 17. De2 Bg5 18. f4 Bh4 19 Meira
24. júní 2023 | Dagbók | 84 orð | 1 mynd

Spennandi tímar hjá GDRN

Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN gaf í gær út glænýtt lag, lagið Parísarhjól, en hún mætti í Ísland vaknar og ræddi um tónlistina og lífið við þau Kristínu Sif og Þór Bæring. Guðrún eignaðist soninn Steinþór Jóhann með kærasta sínum Árna Steini… Meira
24. júní 2023 | Í dag | 121 orð | 1 mynd

Viktoría Sigurðardóttir

30 ára Viktoría er Reykvíkingur, ólst upp í miðbænum en býr í Salahverfinu í Kópavogi. Hún er leikkona að mennt frá London College of Music og er sjálfstætt starfandi. Hún vinnur núna sem leikkona í Þjóðleikhúsinu í söngleiknum Draumaþjófnum Meira
24. júní 2023 | Í dag | 242 orð

Það golar í görn

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Á drengnum er dálítill munnur. Að derringi maður sá kunnur. Hún fer, þegar lífinu lýkur. Laufin á trjánum hún strýkur. Helgi R. Einarsson á þessa lausn: Í golu grautur fer Meira

Íþróttir

24. júní 2023 | Íþróttir | 192 orð | 1 mynd

Afturelding ósigruð og ÍA klifrar ofar

Afturelding er áfram ósigruð á toppi 1. deildar karla í fótbolta eftir jafntefli gegn Leikni í Breiðholtinu, 2:2, í gærkvöld og Skagamenn eru komnir í þriðja sætið eftir sigur í markaleik á Selfossi, 4:3 Meira
24. júní 2023 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Ársþing UEFA 2027 á Íslandi?

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, mun sækja um að halda ársþing Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, árið 2027. Á fundi sínum 14. júní síðastliðinn samþykkti stjórn KSÍ að sækja um að halda þingið, í tilefni þess að KSÍ fagnar 80 ára afmæli sínu þann 26 Meira
24. júní 2023 | Íþróttir | 309 orð | 1 mynd

Fullt hús strákanna á HM

Íslendingar unnu afar mikilvægan sigur á Serbum á heimsmeistaramóti 21-árs landsliða karla í handknattleik í Aþenu í gærkvöld, 32:29. Þar með unnu íslensku strákarnir riðilinn með 6 stig en Serbar fengu 4 stig og fylgja þeim í milliriðil Meira
24. júní 2023 | Íþróttir | 48 orð | 1 mynd

Hannes varaforseti FIBA Europe

Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, var í gær útnefndur einn af þremur varaforsetum Körfuknattleikssambands Evrópu, FIBA Europe, á stjórnarfundi í Slóveníu, samkvæmt tillögu forsetans, Jorge Garbajosa Meira
24. júní 2023 | Íþróttir | 62 orð | 1 mynd

Hörð barátta um Declan Rice

Englands- og Evrópumeistarar Manchester City eru komnir í keppni við Arsenal um að hreppa Declan Rice, landsliðsmann Englands í knattspyrnu. West Ham hefur þegar hafnað tveimur tilboðum frá Arsenal í Rice, það seinna nam samtals um 90 milljónum punda Meira
24. júní 2023 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Kemur heim í þrefalt hlutverk

Handknattleiksmaðurinn Anton Rúnarsson er kominn aftur til liðs við Valsmenn eftir að hafa leikið með Emsdetten í þýsku B- og C-deildinni undanfarin tvö ár. Anton verður í þreföldu hlutverki hjá félaginu því hann hefur verið ráðinn yfirþjálfari… Meira
24. júní 2023 | Íþróttir | 122 orð | 1 mynd

Markvörður HK fékk rautt á Seltjarnarnesi

Grótta og HK skildu jöfn, 1:1, í mikilvægum leik í toppbaráttu 1. deildar kvenna í knattspyrnu á Seltjarnarnesi í gærkvöld. HK er í öðru sæti með 17 stig eftir leikinn en Víkingar eru með 19 stig á toppnum Meira
24. júní 2023 | Íþróttir | 589 orð | 2 myndir

Níu gegn meisturunum

Hver hefði ímyndað sér að nýliðar HK myndu sigra Íslandsmeistara Breiðabliks áður en Íslandsmótið í fótbolta hófst um páskana? Hvað þá að HK myndi skora níu mörk í tveimur leikjum gegn grönnum sínum í Breiðabliki? En HK-ingar lögðu nágranna sína í… Meira
24. júní 2023 | Íþróttir | 48 orð | 1 mynd

Strákarnir sigruðu Serba á HM

Strákarnir í 21-árs landsliði Íslands í handknattleik unnu góðan sigur á Serbum, 32:29, á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Aþenu í gærkvöld. Þeir unnu sinn riðil og taka stigin gegn Serbum með sér í milliriðil þar sem þeir mæta Grikkjum á morgun og Egyptum á mánudaginn Meira

Sunnudagsblað

24. júní 2023 | Sunnudagsblað | 649 orð | 1 mynd

Áfengið og ábyrgðin

Það er viss feluleikur í kringum áfengisdrykkju sem á sér stað allt í kringum okkur alla daga og gott væri ef honum færi að ljúka Meira
24. júní 2023 | Sunnudagsblað | 1479 orð | 1 mynd

Ekkert ráð til við hækkuðum ljóðþrýstingi

Ég er í þeirri aðstöðu að ég á dyggan og tryggan lesendahóp upp allan skalann, allt frá leikskólum til elliheimila, já eiginlega frá vöggu til grafar. Meira
24. júní 2023 | Sunnudagsblað | 1011 orð | 1 mynd

Fjarvinna veldur togstreitu

Ég seldi húsið mitt og flutti nær barnabörnunum. Sorglegt að ég skuli hafa tekið svo fjárhagslega afdrifaríka ákvörðun á grundvelli lygar.“ Meira
24. júní 2023 | Sunnudagsblað | 89 orð | 1 mynd

Fjögurra metra ungmenni fer á stúfana

Vöxtur Þekkt er að unglingar geta tekið allsvakalega vaxtarkippi á skömmum tíma með tilheyrandi veseni enda ekki alltaf auðvelt að hafa stjórn á síbreytilegum líkama sínum. Bandaríski gamanmyndaflokkurinn I’m a Virgo á Prime Video fer með þetta… Meira
24. júní 2023 | Sunnudagsblað | 1183 orð | 9 myndir

Gömul sál í gömlu húsi

Það er rosalega góður andi hérna og engir draugar, en rafvirkinn okkar hefur staðfest það. Ekki með vísindalegum aðferðum, en hann er mjög næmur eins og margir Dalvíkingar. Meira
24. júní 2023 | Sunnudagsblað | 2908 orð | 3 myndir

Hef aldrei spáð í það sem öðrum finnst

Ég fann um fimmtíu, sextíu hluti sem allir voru ellefu sentimetrar og raðaði þeim saman. Ég hef gaman að svona leikjum og er ótrúlegur safnari. Ég sanka að mér hlutum sem mér finnst fallegir, eins og kökukefli. Meira
24. júní 2023 | Sunnudagsblað | 118 orð

Hlustum frekar lágt

Lífið skipti um leturgerð lagt var upp í nýja ferð. Tók því ekki að tralla í kór tímareim í sumum fór. Lækkaði skálda litaraft lagðist á þau tunguhaft. Reyndu að teygja tungubrodd tálgaðan í beittan odd Meira
24. júní 2023 | Sunnudagsblað | 116 orð | 1 mynd

Hringdu óvart alla leið til Transylvaníu

Bráðfyndin mistök urðu í morgunþættinum Ísland á dögunum þegar Kristín Sif og Þór Bæring ætluðu að hringja í Sundlaugina á Egilsstöðum. Þess í stað hringdu þau óvart í mann frá Transylvaníu í Rúmeníu sem kom alveg af fjöllum þegar þau spurðu hvort hann væri staddur á Egilsstöðum Meira
24. júní 2023 | Sunnudagsblað | 155 orð | 2 myndir

Hrossalegur stemmari

Háreist og tignarleg hross voru fyrirferðarmikil í friðargöngunni á Glastonbury-hátíðinni í Suðvestur-Englandi fyrir helgina, svo sem sjá má á myndinni hér að ofan. Hvort þau hafa yndi af tónlistinni sem þar er flutt fylgdi á hinn bóginn ekki… Meira
24. júní 2023 | Sunnudagsblað | 664 orð | 2 myndir

Hægt að fletta upp í boðorðunum sér að kostnaðarlausu

Gæti raunin jafnvel verið sú að stjórnmálamenn þurfi beinlinis að setjast á skólabekk, já eða leigja til sín háskólakennara, til þess að minna sig á að alltaf eigi að segja satt, ekki lofa kjósendum einhverju sem aldrei stóð til að efna? Meira
24. júní 2023 | Sunnudagsblað | 316 orð | 1 mynd

Kómísk tilvera fyrir vestan

Hvað segir þú gott? Allt fínt! Ég er einmitt staddur hér í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í Dýrafirði að æfa og það er rosalega mikið sólskin fyrir utan. Við erum á fullu að æfa fyrir frumsýninguna á Fransí Biskví sem verður á þriðjudaginn Meira
24. júní 2023 | Sunnudagsblað | 1176 orð | 3 myndir

Látast frekar af barnsförum

Það er ömurlegt að dauða Toriar þurfi til að koma þessu aftur á kortið og vekja fólk til umhugsunar um vandann. Meira
24. júní 2023 | Sunnudagsblað | 394 orð | 1 mynd

Látnir hafa plássið

Maður velti hreinlega fyrir sér hvort Himnaríki væri að bjóða tímabundið upp á einhverjar ómótstæðilegar skattaívilnanir. Meira
24. júní 2023 | Sunnudagsblað | 141 orð | 1 mynd

Leiðinlegur skemmtiþáttur

„Er skemmst af því að segja að þetta var sá hrútleiðinlegasti „skemmtiþáttur“ sem nokkurn tíma hefur sést hér á skjánum, faglega framúrskarandi lágkúrulega gerður og hvergi örlaði á fyndni Meira
24. júní 2023 | Sunnudagsblað | 591 orð | 2 myndir

Lífið hér er eins og frí

Fólkið á Seyðisfirði er mjög vinalegt og hér er alþjóðlegt umhverfi því hér er fólk frá ýmsum löndum. Svo eru hér margir listamenn og orkan í bænum er svo góð. Meira
24. júní 2023 | Sunnudagsblað | 1181 orð | 5 myndir

Læs – nýtt stöðumat fyrir 2. bekk

Samkvæmt fræðimönnum er lestur grundvöllur alls náms. Þess vegna er gífurlega mikilvægt að vinna markvisst að því að allir fái þá bestu þjálfun sem völ er á og tíða og markvissa eftirfylgni til að ná læsi. Meira
24. júní 2023 | Sunnudagsblað | 102 orð | 1 mynd

Mátaði sig við Def Leppard

Áheyrnarpróf Adrian Smith úr Iron Maiden var meðal þeirra gítarleikara sem mættu í áheyrnarpróf hjá Def Leppard eftir að Steve Clarke féll frá árið 1991. Hann var þá tiltölulega nýhættur í Maiden. Phil Collen, gítarleikari Leppard, rifjaði þetta upp í viðtali við miðilinn Eonmusic á dögunum Meira
24. júní 2023 | Sunnudagsblað | 102 orð | 1 mynd

Sjálfsskaði og drykkja

Blaðamennska Bandarískir sjónvarpsmyndaflokkar eru mislengi að synda yfir hafið. Eins og gengur. Á dögunum skaut skyndilega upp kollinum í Sjónvarpi Símans Premium serían Sharp Objects frá árinu 2018 Meira
24. júní 2023 | Sunnudagsblað | 1035 orð | 2 myndir

Sopnar hveljur og stórhveli

Hitamet féllu í hrönnum á Austurlandi um liðna helgi í fádæma veðurblíðu. Veðrið var ekki vont í höfuðborginni, en ekkert til þess að skrifa um. Félagsbústaðir Reykjavíkur sögðu upp leigusamningi við áfangaheimilið Brú, sem Samhjálp rekur við Höfðabakka Meira
24. júní 2023 | Sunnudagsblað | 69 orð | 1 mynd

Talað inn í tækniheiminn

Tækni Menn þurftu að bíða í fjögur ár eftir nýrri seríu af hinum vinsælu bresku þáttum Black Mirror en nú er sú sjötta komin inn á Netflix og virðist mælast vel fyrir. Áfram er glímt við tækni og gervigreind með meiru, þannig að þættirnir hafa sennilega aldrei talað eins hressilega inn í samtímann Meira
24. júní 2023 | Sunnudagsblað | 351 orð | 5 myndir

Til að rétta af innri jafnvægisvísitöluna

Það er fátt meira gefandi en að lesa góða bók. Mín uppáhaldsbók hefur alltaf verið Leitin að tilgangi lífsins eftir Viktor E. Frankl, sem ég les reglulega og nota til þess að rétta af innri jafnvægisvísitöluna þegar á þarf að halda Meira
24. júní 2023 | Sunnudagsblað | 936 orð | 3 myndir

Truflaður sækómálmur

Þetta er klárlega hljóðheimur sveitar sem orðið er skítsama um hvað öðrum finnst,“ segir í umsögn hins rótgróna málmgagns Metal Hammer um nýjustu breiðskífu kaliforníska málmbandsins Avenged Sevenfold, Live Is but a Dream … Synd væri að … Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.