Greinar fimmtudaginn 29. júní 2023

Fréttir

29. júní 2023 | Erlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

11 látnir eftir árás á veitingastað

Ellefu manns, þar af þrjú börn, létust í flugskeytaárás rússneska hersins á veitingastað í úkraínsku borginni Kramatorsk í austurhluta Donetsk-héraðs á þriðjudagskvöld. 61 særðist í árásinni. Óvíst er hve margir af hinum látnu voru almennir borgarar … Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 1155 orð | 3 myndir

Allir ættu að þekkja Þuríði formann

Viðtal Mist Þ. Grönvold mist@mbl.is Bandaríski mannfræðingurinn Margaret Willson gaf nýverið út bókina Woman Captain, Rebel: The Extraordinary True Story of a Daring Icelandic Sea Captain. Bókin fjallar um ævi, störf og afrek Þuríðar Einarsdóttur, sem oftast hefur verið kölluð Þuríður formaður. Þuríður reri til sjós í rúm 50 ár, var lengi formaður og einn mesti kvenskörungur 19. aldarinnar. Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 198 orð | 4 myndir

Allt er í blóma og gleði á tónleikum

Fjölbreytt dagskrá með tónlist í aðalhlutverki verður á fjölskyldu- og menningarhátíðinni Allt í blóma, sem haldin verður í Hveragerði um helgina. Riðið verður á vaðið á föstudag með tvennum tjaldtónleikum í lystigarði bæjarins Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Aukatjald til að anna eftirspurn

„Það hefur verið mikið beðið um það að láta röðina ganga aðeins hraðar og við erum að reyna að bregðast við því,“ segir Baldur Ingi Halldórsson, einn eigenda Bæjarins beztu. Síðustu daga hefur auka-afgreiðslutjald verið sett upp við hliðina á skúrnum þekkta í Tryggvagötunni Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 338 orð | 2 myndir

Auknar valdheimildir í skoðun

Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hyggst mögulega leggja fram frumvarp um auknar valdheimildir ríkissáttasemjara næsta haust, verði það niðurstaða starfshóps að slíkt sé nauðsynlegt. Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 316 orð | 1 mynd

„Við erum ekki að ná tökum á þessu“

„Aðalatriðið í okkar málflutningi er að þetta snertir alla ríkisstjórnina,“ segir Halldór Þorgeirsson formaður loftslagsráðs um efni uppgjörs sem ráðið sendi frá sér á dögunum. „Þó að stór og mikilvæg mál séu á ábyrgð umhverfis-,… Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Dansarar á leið á World Dance Cup

Alls 53 dansarar úr DansKompaníi taka þátt í heimsmeistaramóti í dansi, World Dance Cup, sem fram fer í Braga í Portúgal 30. júní til 8. júlí. Haldin var styrktarsýning í Andrews Theater á miðvikudagskvöld til þess að fjármagna ferðina Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 541 orð | 2 myndir

Ekki lengur villtir svanir og tófa

Tónleikarnir Græni salurinn verða í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki nk. föstudagskvöld, 30. júní, kl. 21. Þar stíga á stokk nokkrir skagfirskir tónlistarmenn á ýmsum aldri sem sumir eiga langa reynslu úr hljómsveitabransanum í héraði frá unga aldri Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Eldsupptök rafmagnshlaupahjól

Talið er að upptök eldsins við Blesugróf í Fossvoginum á þriðjudaginn hafi verið rafmagnshlaupahjól í hleðslu. Fulltrúi slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir eldinn hafa breiðst hratt út um allt húsið, en íbúar hússins urðu varir við hann um kl Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Eva á bók mánaðarins í The Times

Unnendur spennusagna í Bretlandi virðast hafa tekið ástfóstri við bækur Evu Bjargar Ægisdóttur. Eins og kom fram í Morgunblaðinu á dögunum valdi Financial Times bók Evu Bjargar, Þú sérð mig ekki, nýverið eina af fimm bestu glæpasögum sumarsins 2023 Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Ferðaskrifstofu gert að endurgreiða pakkaferðir

Hæstiréttur staðfesti í gær niðurstöðu Landsréttar um að Ferðaskrifstofu Íslands verði gert að endurgreiða pakkaferðir þriggja einstaklinga til Norður-Ítalíu, sem þeir höfðu afpantað í lok febrúar 2020 vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 437 orð | 1 mynd

Fjallaböðin fari í umhverfismat

„Fá eða engin fordæmi eru fyrir jafn viðamikilli uppbyggingu í ferðaþjónustu hér á landi,“ segir í umsögn Umhverfisstofnunar um áform um uppbyggingu ferðaþjónustu við Reykholt í Þjórsárdal Meira
29. júní 2023 | Erlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Fordæmdi vinnubrögð lögreglu

Óeirðir brutust út í París, höfuðborg Frakklands, í fyrrinótt eftir að lögregla skaut sautján ára gamlan ungling til bana. Drengurinn, sem hét Nahel, hafði verið beðinn um að stöðva bifreið sína eftir að hafa brotið gegn umferðarlögum en er hann… Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 78 orð

Framkvæmdir í Þjórsárdal fari í umhverfismat

Umhverfisstofnun segir að umfang fyrirhugaðrar uppbyggingar ferðaþjónustu við Reykholt í Þjórsárdal séu slík að það kalli á að framkvæmdin fari í umhverfismat. Verði það niðurstaðan gæti það tafið verkefnið í hátt í tvö ár Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 350 orð | 1 mynd

Fundað um brot Íslandsbanka í gær

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hélt í gær opinn fund um brot Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum. Efni fundarins byggðist á skýrslu Fjármálaeftirlits ríkisins, en Íslandsbanki féllst á að greiða 1,2 milljarða í sekt í… Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 267 orð | 1 mynd

Hoppi vegnar vel í þröngri löggjöf

Samgöngufyrirtækið Hopp Reykjavík opnaði af fullum krafti fyrir leigubílaþjónustu sína fyrr í þessum mánuði. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík, er ánægð með stöðuna. „Þetta verkefni hefur gengið vonum framar Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 339 orð | 1 mynd

Hulunni svipt af höfundi verksins

Tómas Arnar Þorláksson tomasarnar@mbl.is Svo virðist sem huldumaður sem málaði málverk af Reyðarfirði sé fundinn en Ingvar Bjarnason, viðskiptaþróunarstjóri hjá Mílu, á nánast nákvæmlega eins málverk sem er merkt danska listmálaranum Christian Blache. Að sögn Ingvars kom Blache hingað til landsins um 1880 en hann telur verkið sitt hafa verið málað á þeim tíma. Blache málaði myndir á Austfjörðum og á Akureyri. Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Ísland skarar fram úr í jafnréttismálum

Ísland var efst á lista yfir jafnrétti kynjanna fjórtánda árið í röð samkvæmt lista sem byggist á niðurstöðum skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins. Í skýrslunni er litið til stöðu jafnréttismála í 146 ríkjum á sviði stjórnmála, atvinnu, menntunar og heilbrigðis Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Íslenski fáninn undir þýskum límmiða

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu 22. júní að Stjörnugrís væri óheimilt að birta brot úr þjóðfána Íslendinga á umbúðum fyrir svokallaða Smass-borgara. Að mati Neytendastofu voru umbúðirnar til þess fallnar að villa um fyrir neytendum hver… Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 431 orð | 3 myndir

Kýs á 16 ára afmælinu

Í augnablikinu gefst ungmennum á Hornafirði tækifæri til þess að skrá sig á spjöld sögunnar, en þar mega íbúar á aldrinum 16-18 ára kjósa í almennum kosningum í fyrsta sinn í sögu lýðræðis á Íslandi Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

Lögreglumaður ekki ákærður

Lögreglumaður sem sakaður var um að leka myndskeiði af stunguárásinni á Bankastræti Club í nóvember á síðasta ári verður ekki ákærður. Þetta kemur fram í svari Friðriks Smára Björgvinssonar, aðstoðarsaksóknara hjá embætti héraðssakóknara, við fyrirspurn mbl.is Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 561 orð | 3 myndir

Málaði Júlíus í 40 ár

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bjarndís Friðriksdóttir var fjórða konan á Íslandi til þess að útskrifast sem málarameistari, brautskráðist frá Iðnskólanum á Ísafirði 1971 og hefur haldið merki kvenna í stéttinni á lofti í yfir hálfa öld. Ásta Kristín Árnadóttir, Ásta málari, reið á vaðið og lauk meistaraprófinu í Hamborg í Þýskalandi 1910. „Ég og Helga Magnúsdóttir á Húsavík vorum einu starfandi málarameistarakonurnar í áratugi en Helga féll frá fyrir rúmlega sjö árum,“ segir hún. Meira
29. júní 2023 | Fréttaskýringar | 648 orð | 2 myndir

Meiri ávinningur verði eftir í héraði

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Starfshópur um skattlagningu orkuvinnslu hefur með tilkynningu í samráðsgátt stjórnvalda gefið hagsmunaaðilum og öðrum kost á því að koma á framfæri ábendingum og/eða tillögum sem stutt geta við vinnu hópsins. Starf hópsins miðar meðal annars að því að kanna leiðir til að ávinningur vegna orkuframleiðslu skili sér í ríkara mæli til nærsamfélaga og þeirra sem fyrir áhrifum verða vegna framkvæmdanna. Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Neytendastofa athugar sölu á E10

Neytendastofa er að skoða upplýsingagjöf olíufélaganna vegna breytinga á bensínblöndu snemma í vor. Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hefur gagnrýnt… Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Óðinn fer til Eyja

Gamla varðskipinu Óðni verður siglt frá Reykjavík til Vestmannaeyja nú í helgarlok og er ferðin einn af þeim viðburðum sem tengjast Goslokahátíð, sem nú stendur fyrir dyrum. Lagt verður upp frá Reykjavík klukkan 21 næstkomandi sunnudagskvöld og stefnan þá tekin út Faxaflóa og fyrir Garðskaga Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 149 orð

Pilti grunuðum um að hafa stungið karlmann með hnífi sleppt úr haldi

Pilturinn sem handtekinn var grunaður um hnífstungu á Austurvelli í Reykjavík sl. mánudagskvöld er 16 ára gamall Íslendingur. Honum hefur verið sleppt úr haldi. Þetta staðfestir Eiríkur Valberg hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 813 orð | 3 myndir

Rabarbari er bragðgott búsílag

Hann er fljótur til á vorin og byrjar að vaxa með miklum hraða ef vel viðrar. Hann er ólíkur öðrum garðjurtum því hann ber ávöxt í júnímánuði þegar önnur uppskera bíður. Hann er bragðbestur og safaríkastur snemma sumars en þá er gott að nýta hann og möguleikarnir eru margir Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Rannsókn blóðmeramáls felld niður

Rann­sókn á meðferð hryssna við blóðtöku hér á landi hef­ur verið felld niður vegna skorts á sönn­un­ar­gögn­um frá útlöndum. Lög­regl­an reyndi ít­rekað að kom­ast yfir frek­ari gögn frá dýra­vernd­un­ar­sam­tök­un­um sem upp­ljóstruðu mál­inu en allt kom fyr­ir ekki Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 911 orð | 6 myndir

Rómantísk sumarveisla

Fyrsta lína Heklu Nínu bar heitið Karí by Hekla Nína og kom út í byrjun apríl 2022. Nýjasta lína Heklu Nínu ber heitið Sommerfest er keramiklína númer 8. Hekla Nína er mjög hæfileikarík og hefur gott auga fyrir list og litavali Meira
29. júní 2023 | Erlendar fréttir | 338 orð | 1 mynd

Rússlandsforseti sagður niðurlægður

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Stofnandi málaliðahópsins Wagner, Jevgení Prigósjín, er nú sagður kominn í öruggt skjól í Hvíta-Rússlandi eftir að hafa tekið óvænta u-beygju í miðri sókn Wagner-liða í átt að Moskvu. Reyna nú margir að greina stöðu þessa fyrrum hnefa Moskvuvaldsins og hugsanleg næstu skref. Meira
29. júní 2023 | Fréttaskýringar | 471 orð | 4 myndir

Skrifstofuhúsin fá nýtt hlutverk

Eik fasteignafélag hyggst endurnýja atvinnuhúsnæði sem félagið leigði til Landsbankans í miðborg Reykjavíkur. Áformað er að þar verði meðal annars hágæða skrifstofurými í ýmsum stærðum sem gætu hentað minni sem stærri fyrirtækjum, veislusalir með… Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Skulda LSH 390 milljónir

„Heildarfjárhæð útistandandi krafna á ósjúkratryggða einstaklinga vegna ársins 2022 og fyrr eru í dag tæpar 390 milljónir króna,“ segir Andri… Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 704 orð | 7 myndir

Sól í Hjarðardal – Staða á stöðvum – Safna orku – Annatími – Í bústað

„Sumarið er tíminn og ævintýrin eru endalaus,“ segir Harpa Ósk Valgeirsdóttir skátahöfðingi Íslands. „Núna er ég suður í Sviss þar sem við dveljumst í alþjóðlegri skátamiðstöð í Kandersteg Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Ungir veiðimenn reyndu að næla í þann stóra

Fjölmennt var í Flensborgarhöfn í Hafnarfirðinum í gær, en þá fór fram hin árlega dorgveiðikeppni Hafnarfjarðar. Keppnin er hugsuð fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Veitt voru verðlaun fyrir flestu fiskana, stærsta fiskinn og svo furðufiskinn 2023 Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 380 orð | 1 mynd

Upplýsingagjöf olíufélaga könnuð

Neytendastofa er að skoða upplýsingagjöf olíufélaganna vegna breytinga á bensínblöndu snemma í vor. Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hefur gagnrýnt hvernig staðið var að málum þegar hafin var sala á E10 blöndu af 95 oktana bensíni í stað E5 blöndunnar sem hér var áður á markaði. Sviðsstjóri hjá Neytendastofu tekur fram að engin ákvæði í lögum sem stofan vinnur eftir heimili henni að hafa afskipti af verðlagningu bensíns. Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Væntir gagna frá ráðherra

Forsætisráðherra segir að gagna úr matvælaráðuneyti sé að vænta innan skamms, sem sýni að frestun á hvalveiðum sé lögmæt, byggð á lagaheimild og sjálfstæðu mati Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra Meira
29. júní 2023 | Innlendar fréttir | 580 orð | 4 myndir

Þar sem stórhýsin teygja sig hátt til himna

Icelandair býður upp á ódýr flug daglega, allan ársins hring, til Chicago þar sem þú getur fundið vindinn í hárinu í borg vindanna. Chicago er þriðja stærsta borg Bandaríkjanna en gerir ekki mikið mál úr stærð sinni – lífið í borginni gengur… Meira

Ritstjórnargreinar

29. júní 2023 | Staksteinar | 167 orð | 1 mynd

Ekki batnar það

Heimssýn bendir á: „Eins og fæstir líklega vita og fjölmiðlar fjalla ekki um er nýr skattur sem Evrópusambandið hyggst leggja á atvinnulíf á Íslandi handan við næstu áramót. Það er vegabréfsáritunargjald fyrir ferðafólk frá löndum utan Schengen. Meira
29. júní 2023 | Leiðarar | 309 orð

Endurreisn í Íslandsbanka

Hyggja þarf að stjórn, skipun og verklagi í bankanum Meira
29. júní 2023 | Leiðarar | 285 orð

Róður Bidens þyngist

Safnarar eiga sífellt meiri Bidens-vandræði í sarpnum Meira

Menning

29. júní 2023 | Menningarlíf | 63 orð | 1 mynd

Andlát Julians Sands staðfest

Staðfest hefur verið að líkamsleifar sem fundust í San Gabriel-fjöllunum í Kaliforníu tilheyri breska leikaranum Julian Sands sem ekkert hefur spurst til síðan hann hvarf í gönguferð 13. janúar í vondu veðri Meira
29. júní 2023 | Fólk í fréttum | 566 orð | 14 myndir

Áhyggjulaus og afslöppuð í sumarfríinu

Sumarfrí snýst um að láta sér líða vel. Þegar pakkað er ofan í tösku fyrir sumarfrí skiptir máli að gleyma engu bráðnauðsynlegu svo þú verjir ekki dýrmætum sumarfrístíma í að leita uppi varning sem þú gleymdir að taka með þér Meira
29. júní 2023 | Myndlist | 693 orð | 3 myndir

Ára og endurómur

Verksmiðjan Hjalteyri Leiðni leiðir ★★★★½ Sigurður Guðjónsson. Samstarf um hljóðverk á fyrstu hæð: Tinna Þorsteinsdóttir. Viðtal við Sigurð í sýningarskrá: Jóhannes Dagsson. Sýningin var opnuð 20. maí og stendur til 16. júlí 2023. Opið alla daga, nema mánudaga, frá kl. 11–17. Meira
29. júní 2023 | Fólk í fréttum | 792 orð | 9 myndir

„Okkar eigin þjóðhátíð“

Ólafsvíkurvakan verður haldin með pompi og prakt næstkomandi helgi en K100 ætlar að hækka í gleðinni, skunda vestur og taka þátt í hátíðarhöldunum. Þau Ásgeir Páll og Regína Ósk verða í beinni útsendingu á morgun frá Ólafsvík með þátt sinn Skemmtilegri leiðin heim og hlakka bæði mikið til Meira
29. júní 2023 | Menningarlíf | 148 orð | 1 mynd

Brynhildur endurráðin leikhússtjóri

Brynhildur Guðjónsdóttir hefur verið endurráðin sem leikhússtjóri Borgarleikhússins frá 1. ágúst 2023 til 31. júlí 2027, með vísan í samþykktir Leikfélags Reykjavíkur þar sem heimilt er að endurráða leikhússtjóra til fjögurra ára Meira
29. júní 2023 | Menningarlíf | 1165 orð | 3 myndir

Dýrmætt tækifæri í Prag

„Það er mikill heiður að fá að taka þátt í hátíðinni í Prag. Þetta er einstaklega skemmtileg og lifandi hátíð,“ segir Brynja… Meira
29. júní 2023 | Kvikmyndir | 833 orð | 2 myndir

Fórnar frásagnarframvindunni

Laugarásbíó, Háskólabíó, Bíó Paradís og Sambíóin Akureyri Asteroid City / Smástirniborg ★★★·· Leikstjórn: Wes Anderson. Handrit: Wes Anderson og Roman Coppola. Aðalleikarar: Jason Schwartzman, Scarlett Johansson, Bryan Cranston, Edward Norton, Jake Ryan og Grace Edwards. Bandaríkin, 2023. 95 mín. Meira
29. júní 2023 | Menningarlíf | 125 orð | 1 mynd

Fransí Biskví sýnt í Haukadal í júlí

Kómedíuleikhúsið frumsýndi í vikunni nýtt íslenskt leikrit sem nefnist Fransí Biskví. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson, en leikstjóri Marsibil G. Kristjánsdóttir Meira
29. júní 2023 | Menningarlíf | 149 orð | 1 mynd

Hrafnhildur Hagalín snýr sér að skrifum

Hrafnhildur Hagalín, sem hefur starfað sem listrænn ráðunautur við Þjóðleikhúsið frá 2020, hefur sagt starfi sínu lausu til þess að helga sig ritstörfum á nýjan leik. Lætur hún af störfum 1. nóvember Meira
29. júní 2023 | Fólk í fréttum | 351 orð | 1 mynd

Hverfin skipta litum

Viktoría Kr. Guðbjartsdóttir, ein af skipuleggjendum Ólafsvíkurvökunnar, er aðflutt frá Bolungarvík og er þetta í fyrsta sinn sem hún tekur þátt í hátíðinni sem íbúi í Ólafsvík. „Ég er algjörlega í fyrsta skipti að koma að þessari hátíð en hún … Meira
29. júní 2023 | Fólk í fréttum | 959 orð | 3 myndir

Löngu hætt að sjá kökur og sykur sem spennandi kost

„Jáskorunin er hugsuð sem jákvæð leið til að sýna fólki fram á að litlar breytingar sem allir geta gert skipta miklu máli varðandi orku og heilsu. Þetta verða fjórar jáskoranir í júlí, ein á viku sem allir geta tekið og sagt JÁ við Meira
29. júní 2023 | Menningarlíf | 136 orð | 1 mynd

María mætir Með guð í vasanum

Með guð í vasanum nefnist nýtt leikrit eftir Maríu Reyndal í leikstjórn höfundar sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í september. Síðasta sýning Maríu þar, Er ég mamma mín?, gekk fyrir fullu húsi í þrjú leikár Meira
29. júní 2023 | Fjölmiðlar | 188 orð | 1 mynd

Merk listakona á krossgötum

Stuttsjónvarpsserían Nolly (2023) úr smiðju Russells T. Davies var á dagskrá DR 2 á þriðjudag. Serían samanstendur af þremur þáttum sem voru sýndir í beit og kærkomið að hámhorfa á þá Meira
29. júní 2023 | Menningarlíf | 136 orð | 1 mynd

Metverð fyrir síðasta verk Klimts

Málverkið „Kona með blævæng“ eftir Gustav Klimt var selt á uppboði hjá Sotheby’s í London fyrr í vikunni og slegið á 108,4 milljónir bandaríkjadala (hátt í 14,8 milljarða íslenskra króna) Meira
29. júní 2023 | Menningarlíf | 1148 orð | 1 mynd

Núna erum við orðnar grínsystur

„Ég hafði eiginlega ekkert val um annað en að flytja til Íslands, það stóð alls ekki til, en kona eltir jú ástina hvert sem hún teymir hana,“ segir uppistandarinn, hin danska Mette Kousholt, sem hefur búið hér á landi undanfarin þrjú ár… Meira
29. júní 2023 | Menningarlíf | 117 orð | 1 mynd

Ný námsleið í stafrænni sköpun

Tilkynnt hefur verið að Þóranna Dögg Björnsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri til eins árs á sviði akademískrar þróunar hjá LHÍ. „Þóranna mun halda utan um þróunarverkefni Listaháskólans og Háskólans í Reykjavík um stofnun sameiginlegrar … Meira
29. júní 2023 | Tónlist | 729 orð | 2 myndir

Óperuveisla í Hafnarborg

Hafnarborg Óperugala í minningu Garðars Cortes ★★★★½ Tónlist: Wagner, Strauss, Mozart, Gershwin, Cilea, Donizetti, Saint-Saëns, Puccini, Delibes, Bellini og Verdi. Einsöngvarar: Hallveig Rúnarsdóttir (sópran), Arnheiður Eiríksdóttir (mezzósópran), Cesar Alonzo Barrera (tenór) og Unnsteinn Árnason (bassi). Píanóleikari: Hrönn Þráinsdóttir. Tónleikar á Sönghátíð í Hafnarborg sunnudaginn 25. júní 2023. Meira

Umræðan

29. júní 2023 | Aðsent efni | 566 orð | 2 myndir

Aukum samkeppnishæfni og bætum lífskjör

Draga þarf úr íþyngjandi regluverki og búa atvinnulífinu þannig sem best skilyrði til aukinnar framleiðni, verðmætasköpunar og kjarabóta. Meira
29. júní 2023 | Aðsent efni | 438 orð | 1 mynd

Glæpur aldarinnar – leyndarmálið

Sjúklingur 0 vann á kórónuveirurannsóknarstofu í Wuhan. Meira
29. júní 2023 | Aðsent efni | 809 orð | 1 mynd

Nauðungarsala á eign Jakubs Polkowskis

Ömurlegt er til þess að hugsa að samfélag okkar hafi í raun lítið sem ekkert lært frá hruni fjármálakerfisins. Meira
29. júní 2023 | Pistlar | 415 orð | 1 mynd

Sigur fyrir þolendur heimilisofbeldis

Á laugardaginn kemur taka loksins gildi lög sem auðvelda lögskilnað fyrir þolendur ofbeldis í nánu sambandi. Hugmyndasmiður laganna er Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, sem lagði frumvarpið fyrst fram haustið 2019 í… Meira
29. júní 2023 | Aðsent efni | 479 orð | 2 myndir

Strandveiðar – boltinn er hjá ráðherra

Hjá þjóð sem ræður yfir einum stærsta þorskstofni í veröldinni kemur það líklega á óvart að takmarka þurfi heildarafla til strandveiða. Meira

Minningargreinar

29. júní 2023 | Minningargreinar | 897 orð | 1 mynd

Hafsteinn Páll SØrensen

Hafsteinn Páll Sørensen fæddist í Reykavík 16. ágúst 1942. hann lést 20. júní 2023 á Landspítalanum við Hringbraut í Reykjavík. Hafsteinn var sonur Thorvalds Sørensen, f. 1. júní 1914 í Danmörku, d. 18 Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2023 | Minningargreinar | 1562 orð | 1 mynd

Jón Hólm

Jón Hólm fæddist í Reykjavík 1. nóvember 1950. Hann lést á Centralssjukhuset í Kristianstad í Svíþjóð 28. maí 2023 í faðmi fjölskyldunnar. Hann var sonur hjónanna Sólveigar Jónsdóttur, f. 3. ágúst 1929, d Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2023 | Minningargreinar | 212 orð | 1 mynd

Ólafur Agnar Guðmundsson

Ólafur Agnar Guðmundsson fæddist 23. febrúar 1940. Hann lést 9. júní 2023. Útför Ólafs Agnars fór fram 24. júní 2023. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2023 | Minningargreinar | 2858 orð | 1 mynd

Ólafur Sveinsson

Ólafur Sveinsson (Óli) viðskiptafræðingur fæddist í Reykjavík 5. september 1953. Hann varð bráðkvaddur á ferðalagi 17. júní 2023. Hann var sonur hjónanna Sveins B. Ólafssonar, f. 13. júlí 1926, og Önnu Þorgilsdóttur, f Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2023 | Minningargreinar | 1974 orð | 1 mynd

Sesselja Eiríksdóttir

Sesselja Eiríksdóttir fæddist í Stykkishólmi 22. ágúst 1941. Hún lést 11. júní 2023. Foreldrar: Unnur Jónsdóttir húsmóðir og Eiríkur Helgason rafvirkjameistari. Systkini: Auður Lella látin, Nína Erna látin, Helgi látinn, Þorsteinn og Aðalheiður Steinunn Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2023 | Minningargreinar | 3242 orð | 1 mynd

Sofia Sarmite Kolesnikova

Sofia Sarmite Kolesnikova fæddist 27. júní 1994 í borginni Sigulda í Lettlandi. Hún lést 27. apríl 2023. Hún var dóttir hjónanna Völdu Kolesnikovu, f. 1971, og Andrjes Kolesnikovs, f. 1967, d. 14. október 2005 Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2023 | Minningargreinar | 5765 orð | 1 mynd

Þuríður Fanney Sigurjónsdóttir

Þuríður Fanney Sigurjónsdóttir, húsmóðir, fæddist 29. janúar 1928 að Kópareykjum, Reykholtsdal. Hún lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg 16. júní 2023. Foreldrar hennar voru Sigurjón Jónsson f Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

29. júní 2023 | Sjávarútvegur | 308 orð | 1 mynd

Gæti leitt til ójafnvægis

„Ég hef ekki gert neinn greinarmun á hvölum og öðrum dýrum sem við erum að veiða, hvalir eru bara stór spendýr,“ sagði Guðni Þorvaldsson prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands í samtali við Morgunblaðið Meira
29. júní 2023 | Sjávarútvegur | 524 orð | 1 mynd

Óska eftir 4.000 tonnum til viðbótar

Landssamband smábátaeigenda hefur farið þess á leit við Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að veiðiheimildir strandveiðibáta í þorski verði auknar um 4.000 tonn. Um ástæðu þessa segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri samtakanna, að sökum mikillar… Meira

Viðskipti

29. júní 2023 | Viðskiptafréttir | 199 orð

Hagar hagnast um 653 milljónir króna á 1F2023

Hagar hf. hagnast um 653 milljónir samkvæmt árshlutareikningi félagsins fyrir tímabilið 1. mars til 31. maí 2023. Hagnaðurinn jafngildir 1,6% af veltu félagsins, en hagnaðurinn frá sama tímabili fyrir ári nam 925 milljónum Meira
29. júní 2023 | Viðskiptafréttir | 535 orð | 1 mynd

Hringurinn þrengdist

Stjórn Íslandsbanka kom saman til fundar síðdegis á þriðjdag, til að ræða um stöðu bankans og helstu stjórnenda hans í kjölfar umræðu og fréttaflutnings um sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabankans sem birt var á mánudagsmorgun Meira
29. júní 2023 | Viðskiptafréttir | 226 orð | 1 mynd

Sparnaður upp á 704 milljónir króna

Þó að útboð ríkisins geti verið tímafrek getur fjárhagslegur ávinningur þeirra verið mikill. Um þetta fjallar Sara Lind Guðbergsdóttir, forstjóri Ríkiskaupa, í færslu á Linkedin í gær. Hún segir að stofnunin hafi sett upp fjárhagslegan… Meira
29. júní 2023 | Viðskiptafréttir | 132 orð

Tólf mánaða verðbólga minnkaði lítillega í maí

Vísitala neysluverðs jókst um 0,85% í júní, sem er yfir spám greiningaraðila. Tólf mánaða verðbólga lækkar þó úr 9,5% frá því í maí og mælist nú 8,9%. Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 0,54% á milli mánaða, flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 2,7% og verð á rafmagnstækjum hækkaði um 6,2% Meira

Daglegt líf

29. júní 2023 | Daglegt líf | 1071 orð | 8 myndir

Þeim finnst svo mikil þögn á Íslandi

Við lögðum af stað í þessa vinnu með forvitni, að fá að vita hvað varð til þess að þetta fólk flutti hingað, komast að því hver þau eru og heyra þeirra sögu. Við vildum líka sýna fram á hvaða verðmæti eru fólgin í því að fólk vilji flytjast hingað,… Meira

Fastir þættir

29. júní 2023 | Í dag | 374 orð

Aðalbrautin oft er hál

Mógils Katan sendi mér línu: „Jevgenij Prigozjin og Wagner liðar hans sóttu að turnum Kremlar en sneru við. Pínu háski við Pútíns turn, Prígó talinn bátnum rugga. Hvar en varla hvort er spurn; hver mun detta næst úr glugga?“ Hallmundur… Meira
29. júní 2023 | Dagbók | 31 orð | 1 mynd

Hvalveiðar á hverfanda hveli

Hvalveiðimálin bárust óvænt í sjónmál í liðinni viku. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðvesturkjördæmi, segir að þau varði fleira en hvalveiðar, þau snerti líka stjórnarskrá, atvinnufrelsi og búsetu á Íslandi. Meira
29. júní 2023 | Í dag | 185 orð

Kambsvíning. N-Allir

Norður ♠ 10984 ♥ D10 ♦ D765 ♣ Á43 Vestur ♠ ÁG75 ♥ G54 ♦ 843 ♣ K105 Austur ♠ K3 ♥ 87632 ♦ K1092 ♣ G7 Suður ♠ D62 ♥ ÁK9 ♦ ÁG ♣ D9862 Suður spilar 3G Meira
29. júní 2023 | Í dag | 63 orð

Málið

Að ávarpa merkir að heilsa, tala til e-s, yrða á e-n, halda ræðu o.fl. Forsætisráðherra ávarpar þjóðina 17. júní og í gær var ég ávarpaður á götu og spurður hvenær norðurljósin yrðu kveikt Meira
29. júní 2023 | Dagbók | 67 orð | 1 mynd

Niðurbrotnir eftir áhorf á myndina

Bresk-ameríski leikstjórinn Christopher Nolan hefur líkt endinum á væntanlegri kvikmynd sinni Oppenheimer við kvikmynd sína Inception frá árinu 2010. Oppenheim­er, sem verður frumsýnd í næsta mánuði, segir sögu vísindamannsins Julius Roberts… Meira
29. júní 2023 | Í dag | 32 orð | 1 mynd

Nýr borgari

Reykjavík Starri Þórsson fæddist 29. júní 2022 og á því eins árs afmæli í dag. Hann var 49 cm og 2.725 g. Foreldrar hans eru Þór Guðmundsson og Svana Þorgeirsdóttir. Meira
29. júní 2023 | Í dag | 667 orð | 3 myndir

Setti svip sinn á umhverfi landans

Vilhjálmur Hjálmarsson fæddist á Seyðisfirði 29. júní 1938 og ólst þar upp fram yfir fermingu. „Pabbi var sýslumaður á Seyðisfirði á stríðsárunum og þegar eldri systkini mín voru farin til Reykjavíkur og Akureyrar í skóla fluttum við að… Meira
29. júní 2023 | Í dag | 183 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. f3 Rh5 5. Rh3 f5 6. a3 Bxc3+ 7. bxc3 0-0 8. e4 c5 9. e5 f4 10. g4 fxg3 11. Bg5 Da5 12. Bd2 Dd8 13. Bg5 Da5 14. Bd2 Dd8 15. Dc2 g2 16. Bxg2 cxd4 17. 0-0 dxc3 18. Dxc3 Rc6 19 Meira
29. júní 2023 | Í dag | 205 orð | 1 mynd

Tryggvi Johnsen

30 ára Tryggvi fæddist í Reykjavík og ólst upp framan af í Grafarvoginum. „Þegar ég var að ljúka við sjötta bekk flutti ég norður á land til Akureyrar og átti heima þar þangað til ég var orðinn 18 ára, en þá fór ég austur og fór að vinna í… Meira

Íþróttir

29. júní 2023 | Íþróttir | 840 orð | 2 myndir

Árangurinn verið sjokkerandi fyrir alla

Best Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is „Satt að segja var þetta svolítið erfitt til að byrja með. Þetta er auðvitað fyrsti atvinnumannasamningurinn minn að háskóla loknum og ég þurfti að aðlagast ýmsu,“ sagði bandaríska knattspyrnukonan Mackenzie George, sóknarmaður FH og besti leikmaður júnímánaðar í Bestu deildinni að mati Morgunblaðsins, í samtali við blaðið. Meira
29. júní 2023 | Íþróttir | 299 orð | 1 mynd

Eyjamenn úr fallsæti

ÍBV vann afar þýðingarmikinn sigur gegn KA þegar liðin mættust í Bestu deild karla á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í 13. umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með 2:0-sigri ÍBV en staðan að loknum fyrri hálfleik var markalaus, 0:0 Meira
29. júní 2023 | Íþróttir | 205 orð | 1 mynd

Gylfi Þór áfram í viðræðum við DC United

Þrátt fyrir vangaveltur síðustu daga hefur bandaríska knattspyrnufélagið DC United ekki enn boðið Gylfa Þór Sigurðssyni samning. Bandaríski miðillinn PlanetSport greinir frá en DC United er nú í viðræðum við Gylfa Þór sem hefur ekki spilað fótbolta… Meira
29. júní 2023 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Isabella í Króatíu næsta vetur

Isabella Ósk Sigurðardóttir, landsliðskona í körfuknattleik, hefur samið við króatíska félagið Zadar Plus um að leika með því á næsta keppnistímabili Meira
29. júní 2023 | Íþróttir | 42 orð | 1 mynd

ÍBV úr fallsæti eftir sigur gegn KA

ÍBV vann afar þýðingarmikinn sigur gegn KA þegar liðin mættust í Bestu deild karla á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í 13. umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með 2:0-sigri Eyjamanna þar sem þeir Bjarki Björn Gunnarsson og Oliver Heiðarsson skoruðu mörk ÍBV Meira
29. júní 2023 | Íþróttir | 379 orð

Mackenzie sú besta í deildinni í júní

Mackenzie George, kantmaður í liði FH, varð efst í einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni, í Bestu deild kvenna í fótbolta í júnímánuði. Mackenzie, sem er bandarísk og verður 24 ára í júlí, fékk samtals sex M í fimm leikjum FH í júní, í umferðum… Meira
29. júní 2023 | Íþróttir | 130 orð | 1 mynd

Vestri hafði betur í fallslag á Ísafirði

Vladimir Tufegdzic reyndist hetja Vestra þegar liðið tók á móti Leikni úr Reykjavík í 1. deild karla í knattspyrnu á Ísafirði í frestuðum leik úr 7. umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með sigri Vestra, 1:0, en Tufegdzic skoraði sigurmark leiksins á 78 Meira
29. júní 2023 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Þórir á leiðinni til Álaborgar?

Þórir Jóhann Helgason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er samkvæmt ítalska fjölmiðlinum Quotidiano di Puglia á leið til AaB í Danmörku í láni frá Lecce á Ítalíu. Sagt er að AaB verði með kauprétt á Þóri og félögin hafi þegar samið um verðið en hvorugt þeirra hefur staðfest fréttina Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.