Greinar miðvikudaginn 5. júlí 2023

Fréttir

5. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 290 orð | 1 mynd

„Ákveðinn lúxus að geta boðið þetta“

Í Hvolsskóla á Hvolsvelli hafa skóladagar nemenda frá árinu 2010 verið 170 í stað 180 líkt og lög um grunnskóla gera ráð fyrir. Ráðstöfunin kemur þó ekki niður á fjölda kennslustunda að sögn Antons Kára Halldórssonar, sveitarstjóra Rangárþings eystra Meira
5. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

„Ég rak bara alla út“

Engan sakaði þegar að rúta varð alelda í miðri hópferð í gær. Rútan var á leið um Gjábakkaveg austan við Þingvallavatn þegar að Guðmundur Guðnason rútubílstjórinn varð var við brunalykt. Hann sá hvergi reyk né eld en ákvað þó að stöðva bifreiðina Meira
5. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Engin gögn borist frá ráðuneyti

Atvinnuveganefnd Alþingis hafði í gærkvöld ekki enn borist gögn frá Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra um hvað hún hafði fyrir sér þegar hún setti reglugerð um frestun hvalveiða. Áður hafði verið boðað að gögn málsins myndu berast í gær Meira
5. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 409 orð | 2 myndir

Frítt fuglabingó

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fuglafræðingurinn Ellen Magnúsdóttir, líffræðikennari í Menntaskólanum í Reykjavík, útbjó á dögunum fuglabingó og sendi vinum og vandamönnum og ýmsum öðrum hópum á Facebook með þeim orðum að það gæti verið skemmtileg aðferð til að upplýsa krakka um íslensku fuglana í sumar. „Þetta er ágætis aðferð til að fólk læri betur á fuglana okkar,“ segir hún. Meira
5. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Gliðnun minnkar til muna

Mjög lítil flekagliðnun hefur mælst á Þingvöllum síðastliðið ár. Segir Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur í samtali við Morgunblaðið að hún sé aðeins í kringum 11% af því sem þekkist venjulega. Halldór segir flekagliðnunina á síðasta ári vera töluvert minni en áður hefur mælst Meira
5. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 148 orð

Gæsluvarðhald framlengt fram í ágúst

Héraðsdómur féllst í gær á beiðni lögreglunnar um að framlengja gæsluvarðhald yfir þremur karlmönnum sem voru gripnir með mikið magn fíkniefna um borð í skútu undan suðurströnd Íslands 24. júní. Skútan var dregin til hafnar í Sandgerði Meira
5. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Hitinn kraumar undir Hellisheiði

Athugull vegfarandi veitti því athygli um liðna helgi að hiti og gufa voru farin að stíga upp á nýjum stöðum á Hellisheiði en það hefur vakið furðu margra hversu mikill jarðhiti hefur verið að leita upp á yfirborðið, ekki síst undir þjóðvegi eitt í Hveradalabrekku við Skíðaskálann Meira
5. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Hlýjasti dagur sumarsins í borginni

Síðastliðinn mánudagur var hlýjasti dagur sumarsins til þessa á höfuðborgarsvæðinu. Á veðurstöðinni Korpu í Grafarvogi munaði sáralitlu að 20 stiga múrinn yrði rofinn en þar sýndi hitamælirinn 19,9 gráður þegar best lét Meira
5. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Íhugaði að endurskoða samningana

Fyrsta verk nýs bankastjóra Íslandsbanka var að ganga frá starfslokum lykilstjórnenda á vettvangi fyrirtækisins sem sættu hvað mestri gagnrýni í nýrri sátt við fjármálaeftirlit Seðlabankans. Framkvæmdastjóri við bankann fékk 12 mánaða biðlaun og forstöðumaður hálft ár Meira
5. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Krefst upplýsinga um samninginn

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, hefur sent formlega beiðni til stjórnar Íslandsbanka þess efnis að fjárlaganefnd fái upplýsingar um innihald starfslokasamnings bankans við Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka Meira
5. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 180 orð | 2 myndir

Matvælaráðuneyti setur nýtt met

Oft er kvartað undan seinagangi hins opinbera, en á dögunum var unnið stjórnsýsluafrek í matvælaráðuneytinu undir stjórn Benedikts Árnasonar ráðuneytisstjóra, sem greint var frá með lágstemmdum hætti í minnisblaði Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um frestun hvalveiða. Meira
5. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 399 orð | 1 mynd

Mest hefur borið á samskiptaleysi

Árni Þór Sigurðsson, sem nú hefur látið af störfum sem sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að dvölin í Moskvu hafi verið töluvert öðruvísi en hann átti von á, en bæði kórónuveirufaraldurinn og stríðið í Úkraínu settu strik í reikninginn og segir hann að það hafi að mörgu leyti einkennt tímann sem hann dvaldi þar. Ákveðið hefur verið að leggja starfsemi sendiráðsins niður frá og með 1. ágúst. Meira
5. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Mótmæla illri meðferð á Saakashvili

Stjórnvöld í Úkraínu sendu í gær sendiherra Georgíu aftur til heimalandsins og sögðu honum að ráðfæra sig við ríkisstjórn sína um meðferð hennar á Míkheíl Saakashvili, fyrrverandi forseta landsins. Saakashvili, sem einnig er með úkraínskan… Meira
5. júlí 2023 | Fréttaskýringar | 513 orð | 2 myndir

Ný ferja siglir yfir Breiðafjörð í haust

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegagerðin hefur auglýst útboð á siglingum yfir Breiðafjörð næstu árin. Ný ferja mun annast siglingarnar í stað Baldurs, sem hefur annast þær undanfarinn áratug. Áætlunarsiglingar eru yfir Breiðafjörð alla daga, árið um kring. Meira
5. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 421 orð | 2 myndir

Nýtt hús Ratcliffe vígt og fleiri áformuð

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Meira
5. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 171 orð | 2 myndir

Og svarið er nei

Líklega hefur ekki styttra svar borist frá ráðherra við fyrirspurn frá þingmanni en birtist á vef Alþingis á föstudaginn. Svarið var einfaldlega nei. Eini möguleikinn á styttra svari er sá að einhvern tíma hafi borist svarið já Meira
5. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 520 orð | 1 mynd

Óvissa uppi um umhverfismat

Hörður Vilberg hordur@mbl.is Eftir umdeilda umsögn Umhverfisstofnunar um byggingu Fjallabaðanna í Þjórsárdal fundaði stofnunin með fyrirtækinu Rauðukömbum og sveitarfélaginu Skeiða- og Gnúpverjahreppi á mánudaginn. Umhverfisstofnun lagði til í umsögn sinni að bygging Fjallabaðanna færi í umhverfismat sem er breyting frá fyrra áliti Skipulagsstofnunar frá árinu 2019 um að baðstaðurinn þyrfti ekki að undirgangast slíkt mat. Gangi það eftir gæti framkvæmdatími lengst um nærri tvö ár. Meira
5. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 334 orð | 2 myndir

Óvíst hvort rostungar setjist að við Íslandsstrendur

Klara Ósk Kristinsdóttir klaraosk@mbl.is „Það er spurning hvort þeir séu í fæðuleit eða hvort þeir ætli að setjast hér að,“ sagði Guðjón Már Sigurðsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, spurður hvers vegna rostungar leggja í langferðir hingað til lands. Meira
5. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 214 orð

Regnskúrin eða regnskúrinn?

Í kjölfar rigningartíðar undanfarið hefur umræða skapast um kyn orðsins skúr, þegar orðið er notað til þess að lýsa veðurfari. Umræðan er tilkomin vegna notkunar veðurfræðinga á orðinu í veðurfréttum, ýmist í kvenkyni eða karlkyni Meira
5. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 459 orð

Rússar standi „sameinaðri“ en áður

Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að rússneska þjóðin væri nú sameinaðri en nokkru sinni fyrr eftir uppreisn Wagner-liða í síðasta mánuði. Ummæli Pútíns féllu á leiðtogafundi Sjanghæ-samvinnustofnunarinnar, en hann ávarpaði fundinn í gegnum fjarfundabúnað Meira
5. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Samdráttur í sölu hjá ÁTVR

Alls seldust 11,1 milljón lítra af áfengi í verslunum ÁTVR fyrstu sex mánuði ársins. Það er nokkuð minna en á sama tíma í fyrra. Þá höfðu selst 11,3 milljónir lítra og nemur samdrátturinn 2%. Mikil umræða hefur verið um innreið netverslana með… Meira
5. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

Sitja eftir með sárt ennið

Starfsmaður Hvals hf. hefur sent inn formlega kvörtun til umboðsmanns Alþingis (UA) vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að stöðva veiðar á langreyðum tímabundið. Sindri Vestfjörð átti að starfa sem skjöktari hjá Hval yfir… Meira
5. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Sjö særðust í árás í Tel Aviv

Brynvarinn bíll á vegum Ísraelshers sést hér skjóta táragasi í aðgerðum hersins í Jenín á Vesturbakkanum, sem héldu áfram í gær. Að minnsta kosti tíu Palestínumenn eru sagðir hafa fallið í aðgerðum hersins, sem beinast að samtökum vígamanna sem hafa haldið til í borginni Meira
5. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Skóflurnar mundaðar og moldin tókst á loft

Skóflur og moldarhrúgur fóru á loft í Vatnsmýrinni í gær þar sem nýtt hús heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands á að rísa. Um er að ræða fyrstu formlegu skóflustungurnar vegna hússins, sem verður hátt í 10 þúsund fermetrar að flatarmáli, en áætlað er að framkvæmdum ljúki síðla árs 2026 Meira
5. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Umferðarmet var slegið í júní

Aldrei áður hefur mælst meiri umferð á Hringvegi en í nýliðnum júnímánuði. Umferðin jókst um 7,6% frá því í sama mánuði fyrir ári. Samanlögð meðalumferð um 16 lykilteljara var 117.269 ökutæki dag hvern Meira
5. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 192 orð

Vantraust innan ríkisstjórnar

Svandís Svavarsdóttir hefur gert atlögu að ríkisstjórnarsamstarfinu sem fyrir vikið stendur veikt eftir, segir Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna, í grein í Morgunblaðinu í dag. Hann vísar þar til ákvörðunar hennar um að fresta… Meira
5. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Veður og vindar gera verkið erfitt

Klara Ósk Kristinsdóttir klaraosk@mbl.is Viðgerð á Vestmannaeyjastreng 3, aðalrafstrengnum til Vestmannaeyja, er hafin. Viðgerðarskipið Henry P. Lading er komið á bilunarstað og unnið er að því að fleyta nýja strengnum á land, segir Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets. Meira
5. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Öll starfsemin undir eitt þak

Framkvæmdir við uppbyggingu nýs skrifstofu- og verslunarhúsnæðis BYKO í Breiddinni í Kópavogi eru komnar langt á veg. Í nýja húsinu mun öll skrifstofustarfsemi Norvíkur, Smáragarðs og BYKO verða sameinuð undir einu þaki Meira
5. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 91 orð

Öllum snyrtistofum lokað

Siðgæðisráðuneyti talíbana í Afganistan tilkynnti í gær að öllum snyrtistofum landsins hefði verið skipað að loka dyrum sínum innan fjögurra vikna. Snyrtistofur skipta þúsundum í landinu og eru þær oftast reknar af konum Meira

Ritstjórnargreinar

5. júlí 2023 | Leiðarar | 632 orð

Vænta má breytinga

Önnur tíð í bandarískri pólitík hefst senn Meira

Menning

5. júlí 2023 | Menningarlíf | 123 orð | 1 mynd

„Afar gagnlegar“ samningaviðræður

Félag leikara í Bandaríkjunum (Sag-Aftra) og fulltrúar kvikmyndavera í Hollywood komust nýverið að samkomulagi um að framlengja samningaviðræður sínar til 12. júlí. Í frétt The Guardian kemur fram að nái samningsaðilar ekki að semja fyrir þann tíma… Meira
5. júlí 2023 | Menningarlíf | 121 orð | 1 mynd

Fordæma árásir á fjölmiðlafólk

Blaðamenn án landamæra (Reporters Without Borders, RSF) fordæma árásir á fjölmiðlafólk sem hefur fylgst með og fjallað um mótmælin í Frakklandi sem hófust eftir að lögreglumaður skaut hinn 17 ára gamla Nahel til bana í úthverfi Parísar 27 Meira
5. júlí 2023 | Menningarlíf | 81 orð | 1 mynd

Geirfuglinn kominn heim í Skerjafjörðinn

Höggmyndin „Geirfugl“ eftir Ólöfu Nordal er aftur komin á sinn stall eftir að hafa fallið niður við högg í mikilli ísingu í vetur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur. Þar kemur fram að Guðbjartur Sævarsson hafi séð um lagfæringu verksins í samstarfi við safnið og listakonuna Meira
5. júlí 2023 | Menningarlíf | 168 orð | 1 mynd

Gyrðir áberandi í nýjasta hefti Skírnis

Nýtt vorhefti tímaritsins Skírnis 2023 hefur að geyma lærðar greinar og hugleiðingar, ljóð og bókmenntarýni en nýr ritstjóri er bókmenntafræðingurinn Sigrún Margrét Guðmundsdóttir Meira
5. júlí 2023 | Fjölmiðlar | 185 orð | 1 mynd

Hvers vegna vekja morðmál áhuga?

Hlaðvörp virðast farin að skipa sífellt stærri sess í hjörtum landsmanna, enda fjölbreytileikinn í hlaðvarpsflórunni gríðarmikill. Höfundur hefur verið unnandi hlaðvarpa um langt skeið og raunar vel ég frekar að liggja í sófanum og hlusta á hlaðvarp í stað þess að velja myndefni í sjónvarpinu Meira
5. júlí 2023 | Menningarlíf | 476 orð | 2 myndir

Kynna þjóðarsálina

Sígildri íslenskri tónlist er gert hátt undir höfði í tónleikaröðinni Perlur íslenskra sönglaga, Pearls of Icelandic Song, sem hóf göngu sína á ný eftir hlé í liðinni viku Meira
5. júlí 2023 | Menningarlíf | 156 orð | 1 mynd

Netflix horfir til Suður-Kóreu í verkfalli

Nú meðan verkfall handritshöfunda stendur sem hæst í Bandaríkjunum horfa stjórnendur hjá Netflix til Suður-Kóreu sem góðs framleiðslulands, ekki síst eftir velgengni Squid Game Meira
5. júlí 2023 | Menningarlíf | 80 orð | 1 mynd

Reynir del Norte Tríó leikur í Landnámssetri Íslands í kvöld kl. 21

Reynir del Norte Tríó heldur tónleika í Landnámssetri Íslands í kvöld kl. 21. Tróið skipa Reynir Hauksson á gítar, Birgir Steinn Theodórsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. „Reynir er einn atkvæðamesti fulltrúi spænska gítarleiksins … Meira
5. júlí 2023 | Menningarlíf | 526 orð | 6 myndir

Tónlistin tengir fólk saman – Listamenn á Skrapt Janus Rasmussen (FO) Cell 7 (IS) Gugusar (IS) Joe & The Shitboys (FO)

„Hugmyndin er að þetta verði að árlegu miðbæjar-festivali. Við byrjum smátt en sjáum fyrir okkur að hún muni stækka og verða ein af aðaltónlistarhátíðunum hér í Færeyjum,“ segir Jóel Briem, veitingamaður og einn stofnenda Skrapt Festival … Meira

Umræðan

5. júlí 2023 | Aðsent efni | 402 orð | 1 mynd

Áskorun til leikskólastjóra að ráða fatlaða til vinnu

„Samskipti við fatlað fólk eiga að vera eðlilegur hlutur í okkar daglega lífi. Ekki einhver sérstök uppákoma.“ Meira
5. júlí 2023 | Pistlar | 424 orð | 1 mynd

Pólitískir fangar og frelsi fjölmiðla

Á mánudaginn var hélt hinn þekkti rannsóknarblaðamaður, Julian Assange, upp á sitt fimmta afmæli sem pólitískur fangi í einu rammgerðasta fangelsi heims. Þessi blaðamaður og pólitíski fangi er ekki í rammgirtu fangelsi í Rússlandi eða Belarús Meira
5. júlí 2023 | Aðsent efni | 773 orð | 1 mynd

Tengslanet Víkinga á vinnumarkaði

Á 151. löggjafarþingi flutti forsætisráðherra skýrslu, þskj. nr. 438, með ítarlegri samantekt um siðferði fjármálalífsins og starfshætti bankanna Meira
5. júlí 2023 | Aðsent efni | 712 orð | 1 mynd

Vantraust grefur undan samstarfi

Varla er hægt annað en komast að þeirri niðurstöðu að um beina ögrun sé að ræða við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur – atlaga að samstarfi. Meira

Minningargreinar

5. júlí 2023 | Minningargreinar | 819 orð | 1 mynd

Guðbjörg Ragnarsdóttir Conner

Guðbjörg Ragnarsdóttir Conner var fædd í Reykjavík 5. júlí 1943. Hún dó á sjúkrahúsi í Flórída 10. mars 2019. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Þorgrímsdóttir, fædd 1926, og Ragnar Jónasson prentari, fæddur 1923 Meira  Kaupa minningabók
5. júlí 2023 | Minningargreinar | 3233 orð | 1 mynd

Hörður Kristinsson

Dr. Hörður Kristinsson fæddist á Akureyri 29. nóvember 1937. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 22. júní 2023. Foreldrar Harðar voru Ingveldur Hallmundsdóttir, f. 7.10. 1913, d. 24.7. 1999, og Kristinn Sigmundsson, f Meira  Kaupa minningabók
5. júlí 2023 | Minningargreinar | 984 orð | 1 mynd

Magnús Eðvarð Guðleifsson

Magnús Eðvarð Guðleifsson fæddist 18. apríl 1970 í Reykjavík. Hann lést á Ítalíu 19. júní 2023. Foreldrar Magnúsar voru Helga Hákonardóttir, f. 21. október 1951, d. 20. desember 2012, og Guðleifur Magnússon, f Meira  Kaupa minningabók
5. júlí 2023 | Minningargreinar | 2484 orð | 1 mynd

Margrét Lovísa Jónsdóttir

Margrét Lovísa Jónsdóttir var fædd 7. apríl 1946 í Reykjavík. Margrét varð bráðkvödd 24. júní 2023. Foreldrar Margrétar voru Jón Guðmannsson yfirkennari, f. 1906 í Húnavatnssýslu, og Snjólaug Sigurjóna Lúðvíksdóttir kennari, f Meira  Kaupa minningabók
5. júlí 2023 | Minningargreinar | 1122 orð | 1 mynd

Sólrún Aspar Elíasdóttir

Sólrún Aspar Elíasdóttir fæddist á Drangsnesi í Strandasýslu 24. ágúst 1936. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 22 Meira  Kaupa minningabók
5. júlí 2023 | Minningargreinar | 861 orð | 1 mynd

Una Matthildur Árnadóttir

Una Matthildur Árnadóttir fæddist á Ólafsfirði 1. mars 1938. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 26. júní 2023. Una var dóttir hjónanna Jónu Guðrúnar Antonsdóttur, f. 23. október 1908, d. 5. nóvember 1989, og Árna Antons Guðmundssonar, f Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

5. júlí 2023 | Í dag | 832 orð | 3 myndir

Féll ungur fyrir skákgyðjunni

Áskell Örn Kárason fæddist á Húsavík 5. júlí 1953, en sleit barnsskónum í Hafnarfirði til sjö ára aldurs. „Foreldrar mínir eru bæði að norðan og við fluttum þegar faðir minn gerðist skólastjóri á Húsavík Meira
5. júlí 2023 | Í dag | 183 orð

Herra Jacoby. N-Enginn

Norður ♠ Á9653 ♥ 63 ♦ ÁKG874 ♣ -- Vestur ♠ 42 ♥ G ♦ 10962 ♣ Á86432 Austur ♠ 7 ♥ ÁKD107542 ♦ 3 ♣ G109 Suður ♠ KDG108 ♥ 98 ♦ D5 ♣ KD75 Suður spilar 7♠ Meira
5. júlí 2023 | Í dag | 346 orð

Lukkuhjólið lengi er valt

Hjálmar Jónsson sendi mér góðan póst, þar sem Reynir Hjálmarsson lýsir í hringhendu líðan drykkjumanns eftir fall fyrir Bakkusi: Lifir illa á vonarvöl, vínið spillir aftur. Haldinn villu, kvíða’ og kvöl, klökknar fylliraftur Meira
5. júlí 2023 | Í dag | 58 orð

Málið

Ef sagt verður um mann í minningargrein: „Nú mun verða leitun að öðrum eins manni hér á landi“ munu einhverjir spyrja hvað leitun þýði. Jú, það þýðir leit og að það sé leitun að e-u eða á e-u merkir: Það er sjaldgæft, ekki… Meira
5. júlí 2023 | Í dag | 171 orð | 1 mynd

Skák

1. Rf3 Rf6 2. g3 e6 3. Bg2 d5 4. 0-0 Be7 5. d4 0-0 6. b3 c5 7. Bb2 Rc6 8. Rbd2 b6 9. c4 Bb7 10. cxd5 Rxd5 11. dxc5 Bxc5 12. Re4 Be7 13. Hc1 Hc8 14. Dd3 f5 15. Red2 Bf6 16. Db1 Ba6 17. Rc4 b5 18. Bxf6 gxf6 19 Meira
5. júlí 2023 | Í dag | 171 orð | 1 mynd

Sverrir Sveinsson

90 ára Sverrir Sveinsson fæddist 5. júlí 1933 á Gröf á Höfðaströnd í Skagafirði, en ólst upp á Siglufirði og um tíma á Sauðárkróki. Hann lauk rafvirkjameistaranámi árið 1957 og rak fyrirtækið Raflýsingu hf Meira
5. júlí 2023 | Dagbók | 69 orð | 1 mynd

Vekja athygli á ágæti ástarsagna

Ritlistarnemar við Háskóla Íslands tóku upp á því að stofna hið svokallaða Ástarsögufélag sem vinnur að því að hefja vanmetið form ástarsögunnar til vegs og virðingar. Líta margir á ástarsögur sem annars flokks bókmenntir en félagsmenn… Meira

Íþróttir

5. júlí 2023 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Bilbao fagnar komu Tryggva

Spænska körfuknattleiksfélagið Bilbao staðfesti í gær komu Tryggva Snæs Hlinasonar frá Zaragoza en hann hefur samið við Bilbao til tveggja ára. Á heimasíðu Bilbao segir að félagið hafi náð í einn besta miðherja spænsku deildarinnar, bæði í sókn og… Meira
5. júlí 2023 | Íþróttir | 54 orð | 1 mynd

Breiðablik og Valur að stinga af?

Breiðablik og Valur juku forskot sitt á önnur lið í Bestu deild kvenna í fótbolta í gærkvöld þegar Breiðablik vann Tindastól 4:0 í Kópavogi og Valur vann FH 3:2 í Kaplakrika. ÍBV er áfram í fallsæti eftir ósigur gegn Stjörnunni á heimavelli en Þór/KA komst í þriðja sætið með sigri í Keflavík Meira
5. júlí 2023 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

ÍBV fer ekki í Evrópudeildina

Íslandsmeistarar ÍBV í handknattleik karla ætla ekki að nýta sér þann rétt sinn að fara í forkeppni Evrópudeildarinnar í vetur. Í staðinn verða þeir með í Evrópubikarkeppni EHF. Þetta staðfesti HSÍ við handbolti.is í gær Meira
5. júlí 2023 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Ísland í níunda sæti í Evrópu

Ísland er í níunda sæti á nýjum styrkleikalista Handknattleikssambands Evrópu, EHF, fyrir karlalandslið. Hann var birtur vegna forkeppni HM 2025 sem dregið verður til á morgun og kemur næst út eftir EM í janúar Meira
5. júlí 2023 | Íþróttir | 146 orð | 1 mynd

Naumt tap gegn sterkum Spánverjum

Íslenska U19-ára landslið karla í fótbolta hóf leik á EM 2023 á Möltu í gærkvöldi og mátti þar sætta sig við tap með minnsta mun, 2:1, gegn ógnarsterku liði Spánar í fyrstu umferð B-riðils. Staðan var orðin 2:0 strax í upphafi síðari hálfleiks en í… Meira
5. júlí 2023 | Íþróttir | 494 orð | 3 myndir

Stefnir í tveggja liða slag

Breiðablik og Valur juku forskot sitt á næstu lið í Bestu deild kvenna í fótbolta í gærkvöld þegar fjórir síðari leikirnir í elleftu umferð deildarinnar fóru fram. Blikar voru ekki í vandræðum með að sigra Tindastól, 4:0, á Kópavogsvelli og Valur… Meira
5. júlí 2023 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Viktor var með bestu vörsluna

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, átti bestu markvörsluna í Meistaradeild Evrópu í vetur, samkvæmt vali á samfélagsmiðlum deildarinnar. Tilþrif Viktors í leik með Nantes gegn Kiel voru valin þau bestu á tímabilinu en þar… Meira
5. júlí 2023 | Íþróttir | 446 orð | 1 mynd

Ævintýralegur sigur KA

KA leikur til úrslita í bikarkeppni karla í fjórða sinn og í fyrsta skipti í nítján ár, eftir hádramatískan undanúrslitaleik gegn Breiðabliki á Akureyri í gærkvöld. KA jafnaði tvisvar á ævintýralegan hátt, 2:2 í blálok venjulegs leiktíma og aftur 3:3 þegar lítið var eftir af framlengingunni Meira

Viðskiptablað

5. júlí 2023 | Viðskiptablað | 419 orð | 1 mynd

Bankinn er með tryggingar

Eru stjórnendatryggingar til staðar hjá bankanum? „Já það eru einhverjar slíkar tryggingar til staðar. Við erum reyndar ekki byrjuð að skoða þær en það er eitthvað sem er sjálfsagt að skoða í framhaldinu.“ Veistu hverjar tryggingafjárhæðir eru í því … Meira
5. júlí 2023 | Viðskiptablað | 1218 orð | 1 mynd

„Þú þarft fyrst að sanna þig á heimamarkaði“

Freyr Friðriksson, forstjóri og eigandi KAPP, er stundum spurður að því í gríni á sölusýningum erlendis hvort það skjóti ekki skökku við að selja kælibúnað á Íslandi. Hvort það sé ekki eins og að selja sand í Sahara Meira
5. júlí 2023 | Viðskiptablað | 403 orð | 1 mynd

Fyrst Hvalur, og svo …

Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að banna tímabundið veiðar á langreyðum, daginn áður en veiðar áttu að hefjast, er að öllum líkindum ólögleg. Samkvæmt lögfræðiáliti sem lögmannsstofan LEX vann fyrir Samtök fyrirtækja í… Meira
5. júlí 2023 | Viðskiptablað | 51 orð | 1 mynd

Heimsmeistarar í bílaviðskiptum

Jón Gunnar Jónsson forstjóri Samgöngustofu segir í ítarlegu samtali við ViðskiptaMoggann að Íslendingar séu heimsmeistarar í að kaupa og selja bíla. „Ég held að þetta sé hreinlega hobbý hjá mörgum,“ segir Jón Gunnar og hlær, inntur eftir ástæðunni Meira
5. júlí 2023 | Viðskiptablað | 223 orð | 1 mynd

Horn og SKEL stofna nýtt félag

Horn IV, framtakssjóður í stýringu Landsbréfa, og SKEL fjárfestingafélag hafa gert áskriftarsamning að nýju hlutafé í Styrkás, eignarhaldsfélagi Skeljungs ehf. og Kletts – sölu og þjónustu ehf. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL, segir… Meira
5. júlí 2023 | Viðskiptablað | 625 orð | 5 myndir

Magnað ferðalag um norsku firðina

Þau voru svo sem sólbrún og sælleg vinahjón mín sem komu heim frá Tenerife um páskana eftir þriðju ferðina þangað á átján mánuðum. Ég heyrði þó á þeim að það vantaði eitthvað upp á. Þau njóta þeirrar gæfu að hafa ánægju af félagsskap hvort annars,… Meira
5. júlí 2023 | Viðskiptablað | 609 orð | 1 mynd

Olía á undanhaldi?

Sama hversu margir rafmagnsbílar eru framleiddir og settir á götur vestrænna ríkja í stað þeirra sem knúnir eru af bensíni og dísilolíu, verða bílar í síðarnefnda hópnum áfram notaðir einhvers staðar. Meira
5. júlí 2023 | Viðskiptablað | 698 orð | 1 mynd

Olíufélag rænir auman einstakling gleðilegu nýju ári

Þetta gerðist svo hratt að almannatengslafyrirtækið sem starfaði fyrir olíufélagið alla jafna var ekki einu sinni búið að fá símtalið þegar sprengjan var sprungin. Meira
5. júlí 2023 | Viðskiptablað | 600 orð

Óþarflega íþyngjandi reglur dýrar

Það að Evróputilskipun um ófjárhagslega upplýsingagjöf fyrirtækja, svokölluð NFRD-tilskipun, hafi verið innleidd með meira íþyngjandi hætti hér á landi en innan Evrópusambandsins hefur kostað íslenskt atvinnulíf 9,8 milljarða króna Meira
5. júlí 2023 | Viðskiptablað | 1582 orð | 1 mynd

Ranglæti verður ekki bætt með ranglæti

Snemma á sjöunda áratugnum birti bandarískt vísindaskáldsögublað glænýja smásögu, Harrison Bergeron, eftir snillinginn Kurt Vonnegut. Sagan gerist árið 2081 þegar búið er að koma á algjörum jöfnuði í samfélaginu með því að færa það í lög að enginn megi skara fram úr á nokkru sviði Meira
5. júlí 2023 | Viðskiptablað | 138 orð | 1 mynd

Sólin ýtir fólki í ísbúðir

Góða veðrið hefur leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins undanfarna tvo daga eftir mikla rigningartíð vikurnar á undan. Að sögn nokkra ísbúðareigenda sem ViðskiptaMogginn hefur rætt við hafa höfuðborgarbúar lagt leið sína í ísbúðirnar í meiri mæli en vikurnar á undan Meira
5. júlí 2023 | Viðskiptablað | 347 orð | 1 mynd

Tugir milljóna til fyrrverandi fjármálastjóra

Reykjavíkurborg hefur greitt 34 milljónir króna til félags í eigu fyrrverandi fjármálastjóra borgarinnar, Birgis Björns Sigurjónssonar, fyrir sérfræðiþjónustu frá árinu 2021. Birgir Björn lét af störfum sem fjármálastjóri borgarinnar fyrir aldurs sakir árið 2019 Meira
5. júlí 2023 | Viðskiptablað | 661 orð | 1 mynd

Umsvifin í atvinnulífinu að aukast

Unnur Elva, forstöðumaður þjónustu hjá Skeljungi, segir það vera heiður að hafa tekið við formannskeflinu hjá FKA á vormánuðum. Hún hyggst halda uppbyggingu félagsins áfram á þeim góða grunni sem þegar hefur tekist að skapa en FKA er fyrir löngu… Meira
5. júlí 2023 | Viðskiptablað | 1883 orð | 1 mynd

Öryggismál eru samvinnuverkefni þjóðarinnar

  Á Íslandi eru 400 loftför á skrá, 2.500 skip og bátar og um 350 þúsund ökutæki í umferð. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.