Greinar laugardaginn 8. júlí 2023

Fréttir

8. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

50 látið lífið í monsúnrigningu

Að minnsta kosti 50 manns hafa látið lífið í flóðum og skriðuföllum af völdum monsúnrigningar sem hefur herjað á Pakistan síðan í lok júní, að sögn embættismanna. Monsúnrigningartímabilið sem geisar ár hvert ber ábyrgð á 70-80% árlegrar úrkomu… Meira
8. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

60% gæsluvarðhaldsfanga útlendingar

Þrjátíu prósent þeirra sem afplána dóm á Íslandi og 60% allra gæsluvarðhaldsfanga eru erlendir ríkisborgarar og hefur sú tala farið hratt vaxandi. Þetta staðfesti Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, í samtali við mbl.is í gær, en… Meira
8. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Banaslys á Laugarvatnsvegi

Banaslys varð á Laugarvatnsvegi um klukkan 18:00 í gærkvöldi þegar vélhjól fór út af veginum. Ökumaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi. Frá þessu greindi lögreglan á Suðurlandi og eru tildrög slyssins nú til rannsóknar Meira
8. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Bjóða í virkjun á vetni

Franskt-alþjóðlegt fyrirtæki, Qair International, sem meðal annars starfar hér á Íslandi, fékk Össur Skarphéðinsson, fv. ráðherra, til ráðgjafar um… Meira
8. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 30 orð

Eyjólfur Ármannsson er höfundurinn

Pistillinn á leiðaraopnu blaðs gærdagsins var eignaður Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, en hið rétta er að Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, er höfundurinn. Beðist er velvirðingar á þessum ruglingi. Meira
8. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 511 orð | 2 myndir

Ferðir og forréttindi

„Ferðum um landið fylgir einstök upplifun,“ segir Páll Halldór Halldórsson fjallabílstjóri. „Útgáfur af veðri eru alls konar og birtan síbreytileg. Sjálfur er ég að vestan og þekki Ísafjarðarleiðina eins og lófann á mér Meira
8. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 1199 orð | 3 myndir

Flúði Eyjar komin 6 mánuði á leið

Goslokahátíð Vestmannaeyjabæjar lýkur á morgun en hátíðahöldin hafa nú staðið yfir síðan 3. júlí. Tilefnið er að fimmtíu ár eru liðin síðan Heimaeyjargosi lauk en það er fyrsta eldgos á Íslandi sem hefst í byggð Meira
8. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Fólksfjöldi á Ísafirði fimmfaldaðist vegna komu farþega

Íbúafjöldi á Ísafirði fimmfaldaðist í gær þegar farþegar og áhafnir fjögurra skemmtiferðaskipa heilsuðu upp á bæjarbúa. Þröngt máttu sáttir sitja í höfninni því von var á fimm skipum en það fimmta komst ekki fyrir Meira
8. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Hugmynd um 120 svefnhylki í kjallara var hafnað

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur hafnað ósk um rekstur gististaðar í kjallara Hallveigarstígs 1, sem er á mótum Hallveigarstígs og Ingólfsstrætis. Sótt var um leyfi fyrir 140 gesti í 120 svefnhylkjum í kjallaranum Meira
8. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 451 orð | 1 mynd

Íshellir fyrir „borgarbörn“ á ferðalagi

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta hefur fyrst og fremst með aðgengi að gera. Við viljum geta boðið upp á þessar ferðir í öruggara og þægilegra umhverfi sem við höfum meiri stjórn á,“ segir Jón Kristinn Jónsson, einn eigenda Amazingtours. Meira
8. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Jón Gunnar Stefánsson

Jón Gunnar Stefánsson fv. bæjarstjóri og útgerðarmaður lést á Landspítalanum 6. júlí 92 ára að aldri. Jón Gunnar var fæddur í Hafnarfirði 26. júní 1931. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík Meira
8. júlí 2023 | Fréttaskýringar | 686 orð | 2 myndir

Kerecis selt á 180 milljarða króna

Fréttaskýring Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Meira
8. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 259 orð

Kvartað til umboðsmanns

Hvalur hf. hefur sent inn kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra og fagráðs um velferð dýra um að breyta reglugerð um hvalveiðar hinn 20. júní síðastliðinn Meira
8. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 503 orð | 2 myndir

Laxinn flykkist til höfuðborgarinnar

Stangveiði Hörður Vilberg hordur@mbl.is Meira
8. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 51 orð

Líklegar leiðir hrauns

Rannsóknarstofa í eldfjallafræði við HÍ birti mynd yfir líklegustu rennslisleiðir hrauns, ef gýs milli Fagradalsfjalls og Keilis. Komi gos upp sunnarlega er líklegt að hraun fari niður í Meradali, opnist sprunga miðja vegu renni það til austurs, en… Meira
8. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Loftskeytamenn hittust

Í gær fögnuðu skólasystkini úr gamla Loftskeytaskólanum 60 ára útskriftarafmæli. Í dag er starf loftskeytamanns aflagt og útdautt en það hvarflaði ekki að fólki sem sótti skólann á þessum tíma að í framtíðinni myndi fólk ekki senda á milli sín loftskeyti í formi mors-kóðans Meira
8. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Minnst sem þjóðhetju Frakklands

Sérsveitarmenn franska sjóhersins báru kistu Léon Gautier undir fullum heiðursverði á minningarathöfn sem haldin var á Normandíströnd í gær. Var m.a. Frakklandsforseti viðstaddur og sagði hann þjóð sína aldrei myndu gleyma þeirri fórn sem Gautier og aðrir hermenn færðu á tímum síðari heimsstyrjaldar Meira
8. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 892 orð | 1 mynd

Mögnuð saga Fertrams og Kerecis

Tilkynnt var í gær um kaup danska heilbrigðisrisans Coloplast á íslenska lækningavörufyrirtækinu Kerecis fyrir jafnvirði 180 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða ein stærstu viðskipti þessa tegundar í sögu Íslands Meira
8. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Nýjar grafir Garðbæinga enn í bígerð

Í Rjúpnadölum í Garðabæ er stór moldarreitur sem á að verða að kirkjugarði. Enn eru þó fjögur til fimm ár þar til garðurinn verður tilbúinn, að sögn Arinbjarnar Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra Garðabæjar Meira
8. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

RAX tilnefndur til virtra verðlauna

„Þessi keppni virðist vera mest fyrir listrænar myndir. Ég hef aldrei verið að setja mig á þann hest, er bara að skrásetja líf og er sáttur við það. En þetta er engu að síður ánægjulegt,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari Meira
8. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Ríkisstjórnin féll á innflytjendamálum

Ríkisstjórn Hollands féll í gær vegna ágreinings á stjórnarheimilinu um málefni hælisleitenda. Sagði Mark Rutte forsætisráðherra eftir neyðarfund formanna stjórnarflokkanna að ekki væri hægt að brúa bilið á milli flokkanna fjögurra, en hann reyndi… Meira
8. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

Samdi sögu þegar hún var 12 ára gömul og safnar nú fyrir útgáfunni

Erna Rósa Eyþórsdóttir var einungis 12 ára gömul þegar hún samdi sögu sem hún sagði bróður sínum fyrir svefninn. Hún stefnir nú á að gefa hana út í bókarformi og til að fjármagna ferlið hrinti hún af stað söfnun á áheitasíðu Karolina Fund Meira
8. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 472 orð | 1 mynd

Skattgreiðendur borgi reikninginn

Agnar Már Másson agnarmar@mbl.is Íslenskir skattgreiðendur munu sitja uppi með milljarða í skaðabætur að mati Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um hvalveiðibann. Segir hann að ráðherra hafi ekki tekið tillit til þeirra sem misstu vinnuna. Í gær greindi Morgunblaðið frá gagnrýni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) á matvælaráðherra fyrir að hafa ekki gert sjálfstæða rannsókn áður en hún tók endanlega ákvörðun um hvalveiðibann. Meira
8. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 435 orð | 1 mynd

Skjálftarnir minni og kvikan nær

Tæplega 1.800 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesskaganum öllum frá miðnætti aðfaranótt föstudags fram á föstudagskvöld. Þar af um 1.600 á landsvæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis en Grindavík er þar tekin með í mælingum Meira
8. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 1046 orð | 2 myndir

Skoða margra alda gamalt klaustur

Elísa Aðalheiður Eyvindsdóttir elisa@mbl.is Fornleifagröftur á Kirkjubæjarklaustri í Skaftárhreppi stendur yfir um þessar mundir og verður fram í lok júlí. Fornleifafræðingar eru á fullu að grafa í rústum nunnuklausturs á svæðinu sem var rekið í tæpar fjórar aldir, eða frá 1186 til 1553. Um er að ræða stærstu og lengst reknu stofnun kvenna á Íslandi fyrr og síðar að sögn Steinunnar Kristjánsdóttur, prófessors í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Meira
8. júlí 2023 | Fréttaskýringar | 696 orð | 2 myndir

Staða streymisveitna er umhugsunarverð

Ný kynslóð er farin að gera sig gildandi í kvikmyndabransanum hér á landi. Á dögunum var tilkynnt að átta ný fyrirtæki hefðu gengið í Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) og að baki flestra væri ungt fólk Meira
8. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Svefnvagnar hafa tekið yfir bílastæðin

Við Flensborgarskóla í Hafnarfirði er farin að myndast eins konar hjól- og fellihýsabyggð. Ekki er þó um að ræða fjöldasamkomu heldur hafa ferðaglaðir Hafnfirðingar nýtt sér bílastæði skólans til að geyma svefnvagna sína á meðan skólastarf liggur niðri yfir sumarmánuðina Meira
8. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 282 orð | 1 mynd

Vakta göngin alla daga ársins

Vegagerðinni tókst í annarri tilraun að fá ásættanlegt tilboð í rekstur og þjónustu í Hvalfjarðargöngum árin 2023-2025. Ákveðið hefur verið að leita samninga um verkið við lægstbjóðanda, Meitil-GT Tækni ehf., Grundartanga, á grundvelli tilboðs fyrirtækisins Meira
8. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Þakkar fyrir vopnasendingar

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti þakkaði í gær Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir ákvörðun sína um að senda frekari hergögn til Úkraínu, en þar á meðal eru svonefndar klasasprengjur. „Tímabær, breið og mjög nauðsynleg varnaraðstoð frá… Meira

Ritstjórnargreinar

8. júlí 2023 | Leiðarar | 417 orð

Háskaleg spenna

Leiðtogi Serba í Bosníu kyndir undir sundrungu og missætti Meira
8. júlí 2023 | Reykjavíkurbréf | 2106 orð | 1 mynd

Kvika hreyfist víða

Þegar þetta er skrifað standa líkur til þess, að það gjósi á ný á svipuðum slóðum og síðast varð á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Það eru svo sem ekki sláandi fréttir, því að fræðimenn hafa talið að þau eldsumbrot hafi aðeins verið forleikur tilbrigða sem gætu staðið með „eðlilegum“ hléum næstu 300 árin eða svo! Meira
8. júlí 2023 | Leiðarar | 329 orð

Má leggja hér?

Að stækka gjaldskyld svæði fyrir bílastæði bjargar ekki borgarsjóði Meira
8. júlí 2023 | Staksteinar | 234 orð | 1 mynd

Verk að vinna

Nýr dómsmálaráðherra kom fram í viðtali í Dagmálum Morgunblaðsins í vikunni þar sem hún ræddi meðal annars þau verkefni sem blasa við í ráðuneytinu og eru ærin. Þar eru útlendingamálin ofarlega á blaði og svo virðist að ráðherrann átti sig á þeim gríðarlega vanda sem þar bíður úrlausnar. Forverinn steig ákveðin skref til lausnar á vandanum, en þau voru stutt enda furðu lítill skilningur á því á Alþingi að vandinn sé ekki aðeins raunverulegur heldur einnig gríðarlega mikill. Meira

Menning

8. júlí 2023 | Menningarlíf | 59 orð | 1 mynd

Árlegir útitónleikar KEX Hostel fara fram í dag milli kl. 14 og 23

KEX Port, árlegir útitónleikar KEX Hostel, fara fram í portinu á hostelinu í dag, laugardag. „Hljómsveitir, listamenn og plötusnúðar koma fram á milli kl. 14 og 23 auk þess sem boðið verður upp á léttar veitingar,“ segir í viðburðarkynningu Meira
8. júlí 2023 | Menningarlíf | 103 orð | 1 mynd

Diddú og Davíð á 200. stofutónleikunum

Stofutónleikar Gljúfrasteins hafa verið fastur liður í starfseminni frá því 2006 og á morgun, sunnudag, kl. 16 verða stofutónleikar númer 200 í stofu skáldsins. „Á þessum tímamótatónleikum koma fram söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, betur þekkt sem Diddú, og Davíð Þór Jónsson píanóleikari Meira
8. júlí 2023 | Menningarlíf | 142 orð | 1 mynd

Gammar og Jóhann á Jómfrúnni í dag

Sumarjazzinn á Jómfrúnni heldur áfram og á sjötttu tónleikum sumarsins í dag, laugardag, kemur fram hljómsveitin Gammar ásamt söngvaranum Jóhanni Helgasyni. „Gammar er íslensk djassrokksveit sem hefur verið leiðandi í djass-rokk-senunni um árabil Meira
8. júlí 2023 | Fjölmiðlar | 214 orð | 1 mynd

Góðar myndir og pabbabrandarar

Hvernig ég endaði með þann heiður að skrifa Ljósvaka fyrir þig, kæri lesandi, er mér hulin ráðgáta. Ég hef ekki horft á margar nýjar myndir, enda eru þær flestar framhald á ofurhetjuþræði sem „verður sko aldrei þreyttur“ Meira
8. júlí 2023 | Menningarlíf | 594 orð | 2 myndir

Litbrigði jökulsins

Nær og fjær - listamaður í mótun er titill sýningar sem var opnuð á dögunum í Svavarssafni á Höfn í Hornafirði. Sýningin er tileinkuð mótunarárum Svavars Guðnasonar frá 1929–1939 þegar hann fer frá því að vera ungur áhugamálari í litlu… Meira
8. júlí 2023 | Tónlist | 550 orð | 4 myndir

Níðþunga norðrið

Tónlist skiptir máli, tónlist hefur áhrif á okkur og hún leiðir okkur um lífsins veg hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eður ei. Meira
8. júlí 2023 | Menningarlíf | 108 orð | 1 mynd

Rósa með leiðsögn um Fora á morgun

Rósa Gísladóttir myndlistarmaður verður með leiðsögn um sýninguna Fora í Gerðarsafni á morgun kl. 14 og er aðgangur ókeypis. „Þegar gengið er inn á sýningu Rósu vaknar tilfinning um að við séum stödd samtímis á fornum samkomustað og í rústum framtíðarinnar Meira
8. júlí 2023 | Menningarlíf | 96 orð | 1 mynd

Sunneva sýnir Flagð hjá Þulu gallery

Flagð / Jezebel nefnist einkasýning Sunnevu Ásu Weisshappel sem opnuð er í Þulu gallery í dag kl. 17 og stendur til 6. ágúst. Sunneva útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2013 og mun ljúka mastersnámi vorið 2024 frá… Meira
8. júlí 2023 | Menningarlíf | 946 orð | 1 mynd

Tónlist og tilraunamennska

„Það kom ekkert annað til greina en að segja já þrátt fyrir aðeins fjögurra vikna fyrirvara“ segir hinn 21 árs píanóleikari, Ólína Ákadóttir, sem var beðin um að spila píanókonsertinn Sláttu eftir Jórunni Viðar með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins Meira
8. júlí 2023 | Menningarlíf | 136 orð | 1 mynd

Tumi Torfason á Velkomin heim í Hörpu

Á öðrum tónleikum sumarsins í röðinni Velkomin heim flytur Tumi Torfason trompetleikari eigin verk ásamt Óskari Guðjónssyni á saxófón og Hilmari Jenssyni á rafgítar. Tónleikarnir eru haldnir í Hörpuhorni á morgun, sunnudag, kl Meira
8. júlí 2023 | Menningarlíf | 87 orð | 2 myndir

Tvennir orgeltónleikar um helgina

Boðið verður upp á tvenna tónleika á Orgelsumri í Hallgrímskirkju um helgina. Í dag, laugardag, kl. 12 leikur Sólveig Anna Aradóttir, organisti í Ansgarkirken í Kaupmannahöfn, verk eftir Jehan Alain, J.S Meira
8. júlí 2023 | Menningarlíf | 115 orð | 1 mynd

Una og Haffi leika í Hallgrímskirkju

Söngvaskáldið Una Torfadóttir kemur fram á sumartónleikum í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði á morgun, sunnudag, kl. 16. „Una, sem gaf út sína fyrstu plötu fyrir ári, semur og spilar ljúfsár lög á íslensku um ástina og lífið Meira

Umræðan

8. júlí 2023 | Pistlar | 527 orð | 2 myndir

Af skákkúltúr ungra manna

Rétt eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu setti ég mig í samband við góðan kunningja í Rússlandi og lýsti yfir vonbrigðum með gang mála og spurði hvernig í ósköpunum þetta gæti gerst. Voru Rússar og Úkraínumenn ekki að stilla saman strengi sína á… Meira
8. júlí 2023 | Pistlar | 438 orð | 2 myndir

Í nafni Wagners

Wagner-herinn er mikið í fréttum af stríðinu í Úkraínu. Kastljósið beinist einkum að kyndugum leiðtoga málaliðahersins, Prigósjín pylsusala, „kokki Pútíns“, og vanburðugri uppreisnartilraun hans fyrir hálfum mánuði Meira
8. júlí 2023 | Aðsent efni | 273 orð | 1 mynd

Ísland – veikasti hlekkur NATO

Íslensk stjórnvöld treysta á aðstoð erlendra þjóða við varnir landsins. Vilja samt ekki gera neitt til að tryggja að þær geti komið okkur til varnar. Meira
8. júlí 2023 | Aðsent efni | 255 orð

Jórvík, júní 2023

Skemmtilegt var að koma til Jórvíkur á Englandi í júníbyrjun 2023 og feta með því í fótspor Egils Skallagrímssonar, þótt mér finnist raunar Höfuðlausn, sem hann á forðum að hafa flutt Eiríki konungi blóðöx, grunsamlega ófornfálegt kvæði, ekki síst vegna hins suðræna endaríms Meira
8. júlí 2023 | Aðsent efni | 236 orð | 1 mynd

Nærandi nesti

Allt það kjarngóða nesti sem við þurfum á að halda til að næra lífsandann er nær okkur en við höldum. Meira
8. júlí 2023 | Pistlar | 407 orð | 1 mynd

Prófsteinn Alþingis

Það vakti athygli og undrun margra, jafnvel stjórnarþingmanna og ráðherra, hversu fljótt þingið var sent í sumarfrí í ár. Fjölmörg stjórnarmál voru sett út af sakramentinu til að flýta ferlinu, jafnvel mál sem ekki var vitað til að sérstakur ágreiningur væri um meðal stjórnarflokkanna Meira
8. júlí 2023 | Pistlar | 807 orð

Regluverkið sér um sig

Engu er líkara en regluverkið óttist að missa spón úr aski sínum – eftirlitskerfið hefur yfirburði gagnvart sókndjörfum bónda snúist það til varnar fyrir sjálft sig. Meira
8. júlí 2023 | Aðsent efni | 875 orð | 1 mynd

Sjálfboðaliði ríkisins – ei meir, ei meir

Ég verð aldrei aftur sjálfboðaliði hjá ríkinu! Meira
8. júlí 2023 | Aðsent efni | 164 orð | 1 mynd

Verkin tala

Óðfluga líður tíminn og þegar þing kemur saman næst er kjörtímabilið hálfnað. Þá er mál að spyrja hvernig hafi gengið og hverju var áorkað. Nú er dálítið til siðs að gera plön inn í framtíðina, hvort sem er í loftslagssögunni endalausu eða vegamálum Meira

Minningargreinar

8. júlí 2023 | Minningargreinar | 384 orð | 1 mynd

Guðbjartur Ágústsson

Guðbjartur Ágústsson fæddist á Bjólu í Rangárvallasýslu 31. október 1936. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 6. júní 2023. Foreldrar hans voru Ágúst Kristinn Einarsson, bóndi á Bjólu, f. 6. ágúst 1888, d Meira  Kaupa minningabók
8. júlí 2023 | Minningargreinar | 172 orð | 1 mynd

Guðrún A. Hallgrímsdóttir

Guðrún A. Hallgrímsdóttir fæddist 16. maí 1925. Hún lést 26. júní 2023. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Meira  Kaupa minningabók
8. júlí 2023 | Minningargreinar | 218 orð | 1 mynd

Halldóra Sigurey Guðmundsdóttir

Halldóra Sigurey Guðmundsdóttir fæddist 8. mars 1933. Hún lést 11. júní 2023. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
8. júlí 2023 | Minningargreinar | 1333 orð | 1 mynd

Hinrik Pétur Vagnsson

Hinrik Pétur Vagnsson fæddist á Látrum í Aðalvík 30. mars 1933. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 29. júní 2023. Foreldrar hans voru Anna Jakobína Hallvarðsdóttir, f. 19.12. 1896, d. 2.12. 1990, og Vagn Jónatan Jónsson, f Meira  Kaupa minningabók
8. júlí 2023 | Minningargreinar | 410 orð | 1 mynd

Hörður Kristinsson

Dr. Hörður Kristinsson fæddist 29. nóvember 1937. Hann lést 22. júní 2023. Útför Harðar fór fram 5. júlí 2023. Meira  Kaupa minningabók
8. júlí 2023 | Minningargreinar | 276 orð | 1 mynd

Þuríður Fanney Sigurjónsdóttir

Þuríður Fanney Sigurjónsdóttir fæddist 29. janúar 1928. Hún lést 16. júní 2023. Útför Fanneyjar fór fram 29. júní 2023. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

8. júlí 2023 | Viðskiptafréttir | 250 orð | 1 mynd

Verðbólga lækki í 7,9% í mánuðinum

Landsbankinn gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,24% milli mánaða í júlí og að ársverðbólga lækki fyrir vikið úr 8,9% í 7,9%. Samkvæmt spá bankans hafa reiknuð húsaleiga og flugfargjöld til útlanda mest áhrif til hækkunar en á móti… Meira

Daglegt líf

8. júlí 2023 | Daglegt líf | 106 orð | 1 mynd

Á harðaspretti

Eftir því sem lengra líður fram á sumarið ár hvert fjölgar hlaupandi fólki. Víða í borg og byggðum sést fólk á harðaspretti, gjarnan í skærlitum fatnaði og þægilegum skóm. Hér eru margir að byggja upp þol og koma sér í gírinn, til dæmis fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem er síðari hlutann í ágúst Meira
8. júlí 2023 | Daglegt líf | 183 orð | 1 mynd

Drottningin kom með klukkuna

Hátíð var við Amalíuborg í Kaupmannahöfn á dögunum þegar Drottningarklukkan svonefnda var þar afhent við hátíðlega athöfn. Margrét Þórhildur, hennar hátign, mætti að sjálfsögðu á svæðið og afhenti klukkuna góðu til eins dáta í konunglegu lífvarðasveitinni Meira
8. júlí 2023 | Daglegt líf | 92 orð | 1 mynd

Fischersetur á Selfossi 10 ára

Tíu ára afmæli Fischerseturs á Selfossi, sem tileinkað er lífi og sögu skákmeistarans Bobbys Fischers, á Selfossi verður fagnað á Selfossi á morgun, sunnudag, 9. júlí. Kl. 14 hefst minningarstund í Laugardælakirkju, skammt frá Selfossi, þar sem… Meira
8. júlí 2023 | Daglegt líf | 410 orð | 3 myndir

Lindarbörnin í Fljótshlíðinni

Öll höfum við sullað í einhverri lind sem börn. Vatnslindin er upphaf alls lífs á jörðinni og einnig leikvöllur fyrir börnin – eins og við sem eldri erum þekkjum sjálfsagt öll frá yngri árum,” segir Sigrún Jónsdóttir myndlistarkona á Ásvelli í Fljótshlíð Meira

Fastir þættir

8. júlí 2023 | Í dag | 763 orð | 3 myndir

„Ég hitti ekkert nema gott fólk“

Erna Helga Þórarinsdóttir fæddist á Laugarvatni 8. júlí 1933 og ólst þar upp í foreldrahúsum og gekk þar í skóla. Á sumrin vann hún þar við ýmis störf, m.a. sem sundlaugarvörður, en hún æfði lengi sund af kappi og vann til fjölda verðlauna í þeirri íþróttagrein Meira
8. júlí 2023 | Í dag | 228 orð | 1 mynd

Bjarki og Andri Gunnarssynir

30 ára Tvíburarnir Bjarki og Andri fæddust á Akershus-háskólasjúkrahúsinu í Osló og bjuggu í Noregi í átta ár, lengst af í Harðangursfirði sem er nálægt Bergen og þeir eru altalandi á norsku. Þegar fjölskyldan flutti heim á miðju skólaári, í mðbæ Hafnarfjarðar, byrjuðu bræðurnir í Lækjarskóla Meira
8. júlí 2023 | Í dag | 278 orð

Eins og stafur á bók

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Við hann styðjast valtur má. Varpar gliti sólu frá. Á blaði marga saman sá. Sumir falla oft í þá. Helgi R. Einarsson leysir gátuna þannig: Jæja, þá í þetta sinn, þó ei glóru hafi, virðist mér samt, vinur minn, vera átt við stafi Meira
8. júlí 2023 | Árnað heilla | 140 orð | 1 mynd

Jóhann Guðmundsson

Jóhann Guðmundsson fæddist í Reykjavík 8. júlí 1933, sonur hjónanna Guðmundar Bæringssonar sjómanns og Ingigerðar Danivaldsdóttur. Hann gekk í Menntaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 1953 og lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands 1960 Meira
8. júlí 2023 | Í dag | 61 orð

Málið

Fyrsta merking orðsins kollur í Ísl. orðabók er ávalur fjallshnjúkur og þá er ekki langt í aðra merkinguna: höfuð, efsti hluti höfuðs Meira
8. júlí 2023 | Í dag | 945 orð | 1 mynd

Messur

AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11. Prestur er Jóhanna Gísladóttir. Olga Vocal Ensemble sér um tónlistina. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarhelgistund kl Meira
8. júlí 2023 | Dagbók | 60 orð | 1 mynd

RÚV kl. 20.30 Bride Wars

Rómantísk gamanmynd frá 2009. Liv og Emma hafa verið bestu vinkonur síðan í barnæsku. Þegar í ljós kemur að þær hafa skipulagt brúðkaupsveislur sínar sama daginn slær í brýnu milli þeirra. Fyrr en varir leggja þær á ráðin um að spilla brúðkaupi hvor annarrar hvað sem það kostar Meira
8. júlí 2023 | Í dag | 164 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. d3 Be7 5. 0-0 0-0 6. Rc3 d6 7. a3 Be6 8. Rd5 Bxd5 9. exd5 Rb8 10. He1 Rbd7 11. d4 exd4 12. Dxd4 He8 13. Bd2 a6 14. a4 Bf8 15. Hxe8 Dxe8 16. He1 Db8 17. a5 g6 18. b4 Bg7 19 Meira
8. júlí 2023 | Dagbók | 80 orð | 1 mynd

Tónlistarmaðurinn rekur Blómaborg

Jónas Sig og eiginkona hans vildu að fjölskyldan ynni að sameiginlegu verkefni þannig að þau tóku saman við rekstri hinnar rótgrónu Blómaborgar í Hveragerði. Segir hann þau ekki hafa vitað mikið um blóm þá, en verkefnið hafa styrkt fjölskylduna Meira
8. júlí 2023 | Í dag | 183 orð

Útspilsfælandi sagnir. S-NS

Norður ♠ KG54 ♥ D10862 ♦ Á54 ♣ 3 Vestur ♠ 7 ♥ 754 ♦ D1073 ♣ Á9542 Austur ♠ 1063 ♥ ÁG ♦ KG2 ♣ G10876 Suður ♠ ÁD982 ♥ K93 ♦ 986 ♣ KD Suður spilar 4♠ Meira

Íþróttir

8. júlí 2023 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Andrea ver markið hjá Fram

Hand­knatt­leiks­deild Fram hef­ur samið við markvörðinn Andr­eu Gunn­laugs­dótt­ur um að leika með liðinu á kom­andi tíma­bili. Andrea kem­ur frá Íslands­meist­ur­um Vals, þar sem hún kom ekk­ert við sögu á síðasta tíma­bili Meira
8. júlí 2023 | Íþróttir | 307 orð | 2 myndir

Breiðablik valtaði yfir Fylkismenn

Breiðablik vann gífurlega öruggan sigur á Fylki, 5:1, í fyrsta leik 14. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Fyrsta tækifæri Blika í leiknum kom eftir stundarfjórðungs leik þegar vítaspyrna var dæmd eftir að Nikulás Val Gunnarsson sparkaði aftan í Klæmint Olsen Meira
8. júlí 2023 | Íþróttir | 150 orð | 1 mynd

Eggert tryggði stig og hélt voninni á lífi

U19-ára landslið Íslands í fótbolta karla gerði jafntefli við Noreg, 1:1, í 2. umferð B-riðils EM 2023 í Paola á Möltu í gærkvöldi Meira
8. júlí 2023 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Karólína lánuð til Leverkusen

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur verið lánuð í eitt ár frá Þýskalandsmeisturum Bayern München til Bayer Leverkusen, sem hafnaði í fimmta sæti þýsku deildarinnar í vetur Meira
8. júlí 2023 | Íþróttir | 68 orð | 2 myndir

Mackenzie og Agla María efstar

FH-ingurinn Mackenzie George og Agla María Albertsdóttir úr Breiðabliki hafa verið bestu leikmenn Bestu deildar kvenna í fótbolta á þessu tímabili, sem nú er hálfnað, samkvæmt M-einkunnagjöf Morgunblaðsins Meira
8. júlí 2023 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Nýliðar Álftaness sömdu við Love

Körfuknatt­leiks­deild Álfta­ness hef­ur kom­ist að sam­komu­lagi við sænsk/banda­ríska bakvörðinn Daniel Love um að hann leiki með karlaliðinu á kom­andi tíma­bili, því fyrsta í úr­vals­deild í sögu liðsins Meira
8. júlí 2023 | Íþróttir | 223 orð | 1 mynd

Skagamenn unnu fimmta sigurinn í röð

ÍA vann sinn fimmta sigur í röð í 1. deildinni í fótbolta karla þegar liðið fékk Njarðvík í heimsókn á Akranes og hafði betur, 2:1, í gærkvöldi. Topplið Aftureldingar gerði þá góða ferð til Þorlákshafnar og lagði Ægi örugglega að velli, 4:1 Meira
8. júlí 2023 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Sunneva valin í landsliðið

Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, fyrirliði FH, hefur verið valin í íslenska A-landsliðshópinn í fyrsta skipti. Hún kemur í staðinn fyrir Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur úr Breiðabliki sem dró sig út úr hópnum, en Ísland mætir Finnlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli næsta föstudag, 14 Meira

Sunnudagsblað

8. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 878 orð | 1 mynd

Að losa þjóðina við landið og landið við þjóðina

Íslenskt samfélag hefur ekki alltaf verið gott við alla, samanber tilvitnun að framan í Landnámabók. Meira
8. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 420 orð

Af hverju ekki?

Þeir gætu þá sjálfir mætt á fundi, varið líf sitt og sporð, og kastað Jónasi og öðru lauslegu upp úr maga sínum yfir þá sem ólmir vilja skjóta þá. Meira
8. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 962 orð | 1 mynd

Beðið eftir að upp úr gjósi

Skatturinn hyggst innleiða gervigreind til þess að þefa uppi virðisaukaskattsbrot og höfðu skattborgarar þó haldið að gervigreindin kæmist ekki mikið lengra þar á bænum. Matvælaráðherra sendi frá sér minnisblað um ákvörðun sína um hvalveiðibann Meira
8. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 762 orð | 1 mynd

Eitt sinn góð sannindi

Það ætti til dæmis að vera óhugsandi í huga siðaðs fólks að saklausri manneskju sé refsað. Meira
8. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 396 orð | 1 mynd

Fjörið er á LungA

Segðu mér frá LungA í ár? Í ár er hátíðin leidd af mér og Helenu Aðalsteinsdóttur í fyrsta sinn, en er byggð á sömu grunngildum og hafa verið síðan hátíðin var stofnuð árið 2000. Það verða sýningar og viðburðir alla vikuna með alþjóðlegum og innlendum listamönnum Meira
8. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 86 orð | 1 mynd

Gátu ekki lengur haft samskipti

Samskipti Mörgum brá í brún þegar sænska rokkbandið Thundermother skipti nær alfarið um áhöfn fyrr á þessu ári. Söngkonan Guernica Mancini, trymbillinn Emlee Johansson og bassistinn Mona Lindgren hurfu allar á braut en gítaristinn Filippa Nässil safnaði um sig nýju liði Meira
8. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 184 orð | 1 mynd

Guð fer ekki í sumarfrí

Nú eru sumarleyfi í algleymingi; starfsmenn á plani hlaða rafhlöðurnar og meira að segja forstjórar og aðrir mikilvægir starfsmenn í stofnunum og fyrirtækjum reyna að skjótast frá í viku eða tvær, eins og Cliff Richard söng um í gamla daga Meira
8. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 797 orð | 5 myndir

Hollenska tvíburablætið

Þegar varnarmaðurinn Jurriën Timber lék sinn fyrsta landsleik fyrir Holland sumarið 2021, rétt að verða tvítugur, hafa ábyggilega margir velt fyrir sér hvort gömul hefð yrði senn endurvakin, en á árunum 1974-2004 settu tvenn tvíburapör sterkan svip… Meira
8. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 911 orð | 3 myndir

Hræðir líftóruna úr fólki

Sumir ganga í öngum sínum út eftir sýningu. Fólk kemur ekki upp orði. Ég meina, hræðslustuðullinn í sögunni og undirstöðum hennar er hár.“ Þannig kemst bresk-bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Christopher Nolan að orði um nýjustu mynd sína,… Meira
8. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 1618 orð | 1 mynd

Kirkjan er mitt hjartans mál

Rætur vestræns samfélags eru í kristinni trú og ef slitið er alveg á þessi tengsl þá verður upplausn. Ég er sannfærð um að samfélagið eigi eftir að snúa til baka og leita í ræturnar. Meira
8. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 15 orð | 4 myndir

Lausnir á bls. 6-7

Hvað kemur næst? Finndu 5 villur Lykilinn að lásnum Hvaða glas er með mestum vökva? Meira
8. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 102 orð | 1 mynd

Lifir vináttan af rútuferð?

Vinátta Það er tíska að gera kvikmyndir um konur á besta aldri sem leggjast í ferðalög. The Miracle Club eftir Thaddeus O'Sullivan er sú nýjasta. Árið er 1967 og tvær vinkonur úr alþýðustétt í Dublin, sem Kathy Bates og Maggie Smith leika, vinna… Meira
8. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 128 orð | 1 mynd

Nýbúinn að gefa út lag og ætlar brátt að gefa út plötu

Tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel veitir mörgum innblástur með einlægum textasmíðum en hann gaf nýlega út lagið POPSTAR. Þau Kristín Sif og Þór Bæring ræddu við Kristmund í morgunþættinum Ísland vaknar á dögunum um feril hans og framtíðarhorfur Meira
8. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 2779 orð | 1 mynd

Pólitískur langhlaupari

Össur Skarphéðinsson fyrrverandi ráðherra fagnaði á dögunum tvöföldu sjötugsafmæli sínu og eiginkonu sinnar, Árnýjar Erlu Sveinbjörnsdóttur, með glæsibrag þar sem dætur þeirra tvær, Birta og Ingveldur, voru veislustjórar. Meira
8. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 91 orð | 1 mynd

Stórskotalið hjá CIA

Hryðjuverk Harðsnúið lið fer með hlutverk í nýjasta spennumyndaflokknum frá hinum vinsæla Taylor Sheridan. Við erum að tala um Zoe Saldana, Nicole Kidman og Morgan Freeman. Saldana leikur aðalhlutverkið, teymisstjóra hjá bandarísku leyniþjónustunni, … Meira
8. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 134 orð | 2 myndir

Stórþjóðir berjast um bikar

Evrópumóti karlalandsliða í knattspyrnu, leikmanna 21 árs og yngri, lýkur í dag, laugardag, kl. 16 með úrslitaleik Englands og Spánar á Batumi-leikvanginum í samnefndri borg í Georgíu. Bæði lið hafa verið sannfærandi á mótinu og sópuðu bæði… Meira
8. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 364 orð | 6 myndir

Sú kona nær alltaf að hreyfa við mér

Ég hef alltaf átt erfitt með að lesa. Ekki að lesturinn sem slíkur sé neitt vandamál heldur hefur lestur alltaf haft svæfandi áhrif á mig. Þegar ég var lítil þá las afi mig alltaf í svefn svo þegar ég varð eldri og byrjaði sjálf að lesa þá voru líkamlegu viðbrögðin oftst þau að ég sofnaði Meira
8. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 666 orð | 4 myndir

Teiknarinn Kjarval

Í Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi, stendur nú yfir sýningin Hugsun um teikninguna. Hún er liður í skráningu á listaverkasafni Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar sem afhent hefur verið safninu til framtíðarvörslu Meira
8. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 154 orð

Tveir smiðir vinna við að laga kirkjuklukku í háum turni. Rétt eftir 12…

Tveir smiðir vinna við að laga kirkjuklukku í háum turni. Rétt eftir 12 brotna vinnupallarnir og einn af smiðunum nær rétt að grípa í stóra vísinn á klukkunni og hangir í honum. Klukkan 12:15 er hádegismatur og yfirmaðurinn spyr: „Hvar er félagi… Meira
8. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 943 orð | 3 myndir

Vetur eða sumar, við elskum Ísland

Þegar ég lendi á Íslandi og sé birtuna og anda að mér ferska loftinu, finn ég hvernig slaknar á hverri taug í líkama mínum. Meira
8. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 2110 orð | 2 myndir

Villt og stormasöm eins og veðrið

Sem villt og stormasöm manneskja er gott að veðrið sé þannig því þá getur veðrið tekið það frá mér og ég finn þá kyrrðina innra með mér. Meira
8. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 263 orð | 11 myndir

Þar sem bílarnir anda

Þú hlýtur að ganga af göflunum í Detroit, rokkborginni,“ sungu glyströllin í Kiss á sinni tíð og þegar nafn borgarinnar, sem stendur við Vötnin miklu í Bandaríkjunum, ekki langt frá landamærum Kanada, ber á góma hugsa flestir eflaust um tónlist, nú eða bíla Meira
8. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 67 orð | 1 mynd

Þau þykkustu komast af

Þykkt Survival of The Thickest eða Þau þykkustu komast af kallast gamanþættir sem hægt verður að streyma á Netflix frá og með 13. júlí. Gamanleikkonan og uppistandarinn Michelle Buteau fer þar fyrir liði spéfugla en hún er einnig höfundur þáttanna… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.