Íslenska fyrirtækið Hopp stefnir á að sækja sér rúman einn milljarð króna, 8 milljónir dollara, í gegnum hlutafjáraukningu. Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp, segir í samtali við Morgunblaðið að fjármögnunin eigi að ýta undir hraðan vöxt fyrirtækisins erlendis. Áætlunin sé að með auknu fjármagni verði hægt að hefja starfsemi í 500 borgum á næstu fimm árum. Núna er Hopp með sérleyfissamninga á 50 stöðum í tíu löndum.
Meira