„Við erum í kapphlaupi við tímann. Árneshreppur er og verður brothætt byggð, þar sem hver einstakur íbúi skiptir máli,“ segir í umsögn Skúla Gautasonar, verkefnisstjóra verkefnisins Áfram Árneshreppur, við drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þar gagnrýnir Skúli að enn einu sinni eigi að fresta gerð heilsársvegar yfir Veiðileysuháls, nú til árabilsins 2029 til 2033. „Hvert ár sem líður án þess að farið sé í vegbætur á Veiðileysuhálsi rýrir möguleika Árneshrepps sem valkosts til búsetu,“ bætir hann við í umsögninni.
Meira