Greinar föstudaginn 14. júlí 2023

Fréttir

14. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

3.000 stúlkur marseruðu í skrúðgöngu í Kópavoginum

Símamótið var formlega sett á Kópavogsvelli í gærkvöldi en knattspyrnumótið er stærsta yngriflokkamót landsins. Alls taka 3.000 stúlkur, á aldrinum 5 ára til 12 ára, þátt í mótinu og er þetta í 39. sinn sem það er haldið Meira
14. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 367 orð | 1 mynd

Aðstöðugjald við Reynisfjöru

Mist Þ. Grönvold mist@mbl.is Til stendur að taka upp aðstöðugjald fyrir afnot af bílastæðunum við Reynisfjöru í næstu viku. Íris Guðnadóttir, einn landeigenda við Reynisfjöru, segir tilganginn með innleiðingu aðstöðugjaldsins fyrst og fremst vera að standa straum af kostnaði og stuðla að innviðauppbyggingu og rekstri svæðisins. Meira
14. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Átján ára lést eftir bílveltu á Þrengslavegi

Átján ára ökumaður lést eftir bílveltu á Þrengslavegi í gærmorgun. Til­kynn­ing vegna slyss­ins barst lög­regl­unni klukk­an 08.38 í gærmorg­un og var einn sjúkra­bíll send­ur á vett­vang. Veg­in­um var lokað um stund Meira
14. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 345 orð | 1 mynd

„Trixið er að vera í hreina loftinu“

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir mikilvægt að tekið sé mið af vindaspá þegar gengið er að eldgosinu við Litla-Hrút þar sem vindur hafi umtalsverð áhrif á gasmengunina sem fylgi gosinu. „Vindmegin við eldstöðvarnar er hreint loft, það er afar einfalt Meira
14. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Borgarfulltrúar fá 2,5% hækkun

Samþykkt var á fundi borgarráðs í gær að laun borgarfulltrúa hækki um 2,5% frá 1. júlí sl. Ef laun hefðu fylgt launavísitölu hefði hækkunin verið 7,88%. Í greinargerð er vísað til þess að vegna efnahagsaðstæðna sé lagt til að hækkun á launum… Meira
14. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 574 orð | 1 mynd

Deila um aðgengi að íshelli

Hörður Vilberg hordur@mbl.is Meira
14. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Ferskt grænmeti á leiðinni í verslanir

Á Melum á Flúðum er uppskeran að skila fersku íslensku grænmeti sem kemur á markaðinn í vikunni og á næstu vikum. Spergilkálið er komið í verslanir og rófur og hnúðkál koma nú á hverri stundu sem og kínakálið Meira
14. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Fimm milljarða hótel í Eyjafirði

Stefnt er að því að reisa nýtt og glæsilegt hótel við Skógarböðin í Eyjafirði og áætlað er að fyrstu gestirnir geti innritað sig fyrir lok árs 2025. Kostnaður við byggingu hótelsins er um fimm milljarðar króna en 140 herbergi verða á nýja hótelinu,… Meira
14. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Fjárfest í framtíð

Ný brú er fjárfesting í samfélagi og til marks um trú á framtíð þess, segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra Meira
14. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Funduðu með Biden í Helsinki

„Banda­rík­in hafa verið að stíga fram með mikla fjár­fest­ingu í þess­um mál­um. Við rædd­um mögu­leika í þeim efn­um,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sem ræddi loft­lags­mál á fundi með Joe Biden Banda­ríkja­for­seta og leiðtog­um Norður­land­anna í gær Meira
14. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 725 orð | 1 mynd

Grænmeti í hillurnar á næstunni

Hermann Nökkvi Gunnarsson hng@mbl.is Á Melum á Flúðum eru þau Guðjón Birgisson og kona hans, Sigríður Helga Karlsdóttir, á fullu í grænmetisrækt í ár eins og fyrri ár. Auk gróðurhúsaræktunarinnar eru þau með útirækt sem gengur afskaplega vel að sögn Guðjóns í samtali við Morgunblaðið og er uppskeran hafin. Það er ekkert lítið af grænmeti sem þau rækta en þau eru með í kringum 10 hektara af landi undir kálræktina. „Þetta er alveg smá blettur,“ segir Guðjón kíminn. Meira
14. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 365 orð

Hátt í hundrað tilkynningar borist

Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur vegna veikinda tengdum Hamborgarafabrikkunni síðustu daga en ekki hefur fengist staðfest hvort um hópsýkingu af völdum nóróveiru sé að ræða Meira
14. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 315 orð

Hraun frá gosinu stefnir í Meradali

Hraun frá gosinu við Litla-Hrút stefnir óðum í átt að hrauninu í Meradölum þar sem gaus á síðasta ári. Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig útbreiðsla hraunbreiðunnar var seinnipart þriðjudags. Athuganir sýnateymis Rannsóknarstofu í eldfjallafræði… Meira
14. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 86 orð

Karl sýknaður af ákæru um nauðgun

Karlmaður sem ákærður var fyrir nauðgun og stórfellt brot gegn eiginkonu sinni hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Austurlands. Manninum var meðal annars gefið að sök að hafa í október 2021 afklætt sig og farið inn í sturtu þar sem þáverandi eiginkona … Meira
14. júlí 2023 | Fréttaskýringar | 575 orð | 3 myndir

Nýtt hótel við Skógarböðin

Sviðsljós Hörður Vilberg hordur@mbl.is Eigendur Skógarbaðanna í Eyjafirði, hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer, eru með stórhuga áform um að byggja upp glæsilegt hótel sem ætlunin er að reka í nágrenni Skógarbaðanna sem opnuð voru fyrir um ári. Áætluð fjárfesting er um fimm milljarðar króna en þessa dagana er unnið að því að afla nauðsynlegra leyfa fyrir framkvæmdinni og að tryggja fjármögnun til að áformin geti orðið að veruleika. Meira
14. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 291 orð | 1 mynd

Nýttu daginn í að slökkva gróðurelda

Almannavarnir einbeittu sér að því að slökkva gróðurelda á gosstöðvunum við Litla-Hrút í gær, en lögreglustjórinn á Suðurnesjum… Meira
14. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 81 orð

Pita hlaut ekki náð fyrir augum þingsins

Pita Limjaroenrat, leiðtogi stjórnarandstöðuflokkanna sem unnu þingkosningarnar í Taílandi, sagði í gær að hann væri ekki af baki dottinn þrátt fyrir að hann hefði ekki fengið meirihluta meðal þingsins þegar það kom saman í gær til þess að velja sér nýjan forsætisráðherra Meira
14. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 483 orð | 1 mynd

Plötusafnið er til sölu

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Vínylplöturnar standa enn vel fyrir sínu. Hljóðheimurinn er allt annar og dýpri en á geisladiskum. Útgáfa á tónlist á vínyl er að aukast, enda þó ég haldi mig mest við gömlu músíkina en ekki nýjar útgáfur til dæmis á rokki og hipphoppi,“ segir Ólafur Sigurðsson matvælafræðingur. Hann hefur að undanförnu staðið í tiltekt á heimili sínu í Hafnarfirði og grisjar þar gríðarstórt hljómplötusafn. Meira
14. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

SFS hafa ekki farið fram á að rætt verði við Rússland

„Það dettur engum í hug að íslensk skip verði send inn í rússneska lögsögu við þessar aðstæður sem nú eru,“ segir Ólafur H. Marteinsson, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Þetta segir hann í kjölfar fréttar Heimildarinnar… Meira
14. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 97 orð

Sigurður fékk um 60% Lindarhvolskostnaðar

Þóknun Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda í málefnum Lindarhvols, nam tæpum 25 milljónum króna en heildarkostnaðurinn reyndist tæpar 41 m.kr. líkt og fram kom í svari fjármálaráðuneytisins til Morgunblaðsins Meira
14. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 720 orð

Svöruðu með árásum og hótunum

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Einn féll og fjórir særðust í Kænugarði í fyrrinótt þegar Rússar gerðu umfangsmikla drónaárás á borgina. Loftvarnir borgarinnar náðu að skjóta niður tuttugu íranska sjálfseyðingardróna, en brak úr drónunum féll á íbúðahverfi með fyrrgreindum afleiðingum. Meira
14. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 346 orð | 2 myndir

Tannheilsa refa skoðuð

„Það er í raun tannheilsa íslenska refastofnsins sem gerir honum kleift að lifa almennilega af,“ segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins Meira
14. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 55 orð

Tennur íslenskra refa þykja sterkar

Góð tannheilsa íslenska refastofnsins er ein helsta ástæða þess að hann lifir almennilega af. Svo segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ester tók þátt í rannsókn sem skoðaði tannskemmdir íslenskra refa, með tilliti til veðurfarsþátta Meira
14. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Tilbúnir í aukið varnarsamstarf

Joe Biden Bandaríkjaforseti fundaði í gær með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var fulltrúi Íslands á fundinum, en Sauli Niinistö, forseti Finnlands, Mette Fredriksen, forsætisráðherra Dana, Jonas Gahr Støre, … Meira
14. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Tveir ráðuneytismenn í hópnum

Starfshópur skipaður af Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra hefur frest til 23. ágúst til að skila tillögum um valkosti eða mögulegar lausnir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum. Einnig á hópurinn að meta tillögur sem áður hafa komið fram Meira
14. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Verðbólgubál innviðaráðherra

Týr í Viðskiptablaðinu telur nýjustu hækkun hlutdeildarlána Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra ekki til neins fallna nema að vinna gegn verðbólguviðnámi Seðlabankans. Það eigi þó ekki að koma á óvart, innviðaráðherra virðist lítið annnað gera en að bæta á verðbólgubálið. Meira
14. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Yfir 70 þúsund erlendir ríkisborgarar

Alls voru 70.307 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi 1. júlí sl. og fjölgaði þeim um 5.722 einstaklinga frá 1. desember 2022 eða um 8,9%. Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 1.062 einstaklinga eða um 0,3% Meira
14. júlí 2023 | Fréttaskýringar | 788 orð | 2 myndir

Þrýstingur eykst á Biden um að hætta

Baksvið Andrés Magnússon andres@mbl.is Ríkisstjórn Joes Bidens Bandaríkjaforseta getur vel verið ánægð með árangurinn á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins (NATÓ) í Vilníus í Litháen, lyktir hans urðu mjög í takt við óskir hennar. Hins vegar var ferð Bidens til Evrópu forsetanum engan veginn sú lyftistöng sem ætlað var. Öðru nær. Meira

Ritstjórnargreinar

14. júlí 2023 | Leiðarar | 738 orð

Vopnaskak og vaxandi ógn

Á sama tíma og fólk sveltur í hel í Norður-Kóreu bætir Kim í hernaðarbröltið Meira

Menning

14. júlí 2023 | Menningarlíf | 760 orð | 1 mynd

„Þá varð ekki aftur snúið“

„Þetta er eitthvað sem hefur alltaf blundað í mér og ekkert alltaf svo vært, alveg síðan ég var strákur,“ segir tónlistarmaðurinn Klói, sem er listamannsnafn Klemens Ólafs Þrastarsonar. Hann gefur út sín fyrstu tvö lög í dag,… Meira
14. júlí 2023 | Menningarlíf | 507 orð | 1 mynd

Börn náttúrunnar

Hin íslensk-bandaríska Vévaki landaði á dögunum samningi við franska útgáfufyrirtækið Season of Mist sem allmargir íslenskir málmhausar kannast við, enda eru þar á mála ekki minni spámenn en Rotting Christ, Abbath og heilar sjö íslenskar… Meira
14. júlí 2023 | Menningarlíf | 149 orð | 1 mynd

Hugleikur Möggu á Hlöðuloftinu

Hugleikur nefnist sýning sem Magga Eddudóttir hefur opnað á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum. „Magga vinnur mikið með textíl, polymer-leir og þurrpastel á blað. Nýlega hefur hún hins vegar prófað sig áfram með þæfða ull Meira
14. júlí 2023 | Bókmenntir | 336 orð | 3 myndir

Í hers höndum

Glæpasaga Hundaheppni ★★★★· Eftir Lee Child. Jón Hallur Stefánsson þýddi. JPV útgáfa 2023. Kilja. 394 bls. Meira
14. júlí 2023 | Menningarlíf | 133 orð | 1 mynd

Íranskur rappari dæmdur í fangelsi

Íranski rapparinn Toomaj Salehi hefur verið dæmdur fyrir föðurlandssvik, en var sýknaður af ákærum um að hafa móðgað Ali Khamenei æðstaklerk og fyrir samskipti við fjandríki Írans. Sökum þessa slapp hann við dauðarefsingu, en þarf í staðinn að sitja í fangelsi í sex ár og þrjá mánuði Meira
14. júlí 2023 | Menningarlíf | 111 orð | 1 mynd

Leikur Goldberg-tilbrigðin á næstu plötu sem út kemur 6. október

„Hefur verið í vinnslu árum saman, kemur út 6. október,“ skrifar píanistinn og tónlistarmaðurinn Víkingur Heiðar Ólafsson á Facebook-síðu sína, og deilir hlekk þar sem hlusta má á Ariu BWV 988 úr ­Goldberg-tilbrigðunum eftir Johann Sebastian Bach Meira
14. júlí 2023 | Fjölmiðlar | 193 orð | 1 mynd

Skilaði sínu í óþægilegri stöðu

Vegna mikils framboðs af fréttum yfir allan daginn nota ég sjónvarp lítið til að fylgjast með fréttum. Á mánudagskvöldið stillti ég þó á fréttirnar eins og það var kallað enda var gos hafið. Einmitt við slíkar aðstæður getur verið áhrifaríkt að sjá sjónvarpsmyndir Meira
14. júlí 2023 | Menningarlíf | 112 orð | 1 mynd

Successi­on með flestar tilnefningar

Sjónvarpsþáttaröðin ­Successi­on hlýtur flest­ar til­nefn­ing­ar til Emmy-verðlaun­anna í ár eða samtals 27. Meðal annars eru Brian Cox, Kieran Culkin, Jeremy Strong og Sarah Snook tilnefnd fyrir bestan leik í aðalhlutverki í dramatískri seríu Meira
14. júlí 2023 | Menningarlíf | 62 orð | 1 mynd

Æviminningar ­Spears í október

Bandaríska tónlistarkonan Britney Spears ætlar að gefa út æviminningar sínar undir lok október. Þessu greinir Deadline frá. Bókin sem nefnist The woman in me fjallar um æsku Spears, þátttöku hennar í barnaþáttunum The Mickey Mouse club og… Meira

Umræðan

14. júlí 2023 | Aðsent efni | 910 orð | 1 mynd

Hví var bólusett gegn covid-19?

Af hverju bólusetja gegn covid-19 – ef áhættan af sjálfum sjúkdómnum var hverfandi og bóluefnin ekki bara gagnslaus heldur stórskaðleg? Meira
14. júlí 2023 | Pistlar | 442 orð | 1 mynd

Ófremdarástand vegna óstjórnar

Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað dómsmálaráðuneytinu nánast linnulaust frá síðasta áratug síðustu aldar. Í eitt kjörtímabil fékk ráðuneytið frí frá flokknum en ekki nógu langt til að hægt væri að taka til í mikilvægum og vanræktum málaflokkum… Meira
14. júlí 2023 | Aðsent efni | 824 orð | 1 mynd

Sekur eða mjög sekur?

Það eru sannindi fyrir því að „settur“ hefur oft gert upp á bak í álitum sínum. Meira

Minningargreinar

14. júlí 2023 | Minningargreinar | 1525 orð | 1 mynd

Anna Friðbergs Kristjánsdóttir

Anna Friðbergs Kristjánsdóttir fæddist 30. maí 1940. Hún lést 27. júní 2023. Útför Önnu fór fram 13. júlí 2023. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2023 | Minningargreinar | 2273 orð | 1 mynd

Ámundi Ámundason

Ámundi Ámundason fæddist 14. maí 1945. Hann lést 14. júní 2023. Útför Ámunda fór fram 11. júlí 2023. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2023 | Minningargreinar | 456 orð | 1 mynd

Boris Abokhai Akbachev

Boris Abokhai Akbachev handknattleiksþjálfari lést í Reykjavík þann 19. apríl 2023. Boris fæddist í Moskvu 12. júlí 1933, og hefði því orðið 90 ára í ár. Boris var þriðji í aldursröð sex systkina, tveggja systra og fjögurra bræðra Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2023 | Minningargreinar | 306 orð | 1 mynd

Dagbjört Þorsteinsdóttir

Dagbjört Þorsteinsdóttir fæddist 13. janúar 1960. Hún lést 5. júní 2023. Útför Dagbjartar fór fram 15. júní 2023. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2023 | Minningargreinar | 1344 orð | 1 mynd

Guðbjartur Eggertsson

Guðbjartur Eggertsson fæddist 18.12. 1932 að Naustum í Tálknafirði. Hann lést 2.7. 2023 á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði. Faðir hans var Eggert Magnússon, f. 12.4. 1904, d. 19.6. 1990, og móðir Anna Jónatansdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2023 | Minningargreinar | 1797 orð | 1 mynd

Guðrún Tómasdóttir

Guðrún Tómasdóttir fæddist í Reykjavík 21. febrúar 1960. Hún lést í Reykjavík 4. júlí 2023. Foreldrar hennar eru Sjöfn Guðmundsdóttir, f. 17. maí 1935, og Tómas Sigurpáll Jónsson, f. 28. ágúst 1933, d Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2023 | Minningargreinar | 2557 orð | 1 mynd

Gunnar A. Þorláksson

Gunnar A. Þorláksson fæddist 4. desember 1943. Hann lést 5. júlí 2023. Útför Gunnars fór fram 13. júlí 2023. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2023 | Minningargreinar | 113 orð | 1 mynd

Gylfi Jónasson

Gylfi Jónasson fæddist 22. júní 1952 og lést 29. júní 2023. Útför Gylfa fór fram 11. júlí 2023. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2023 | Minningargreinar | 2236 orð | 1 mynd

Halldóra Sigurrós Árnadóttir

Halldóra Sigurrós Árnadóttir fæddist í Hólmi í Landbroti 19. ágúst 1937. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 15. júní 2023. Foreldrar hennar voru Eyjólfína Eyjólfsdóttir, f. 9.10. 1907, d Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2023 | Minningargreinar | 547 orð | 1 mynd

Hjalti Reynisson

Hjalti Reynisson fæddist í Reykjavík 13. mars 1958. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. júní 2023. Foreldrar Hjalta voru Reynir Lárusson, f. 27. október 1933, d. 22. desember 2004, og Hulda Hjaltadóttir, f Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2023 | Minningargreinar | 869 orð | 1 mynd

Rut Arnarsdóttir

Rut Arnarsdóttir fæddist 28. janúar 1977. Hún lést 24. júní 2023. Útför Rutar fór fram 13. júlí 2023. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2023 | Minningargreinar | 1600 orð | 1 mynd

Sigurður B. Markússon

Sigurður B. Markússon fæddist á Sæbóli í Aðalvík 1. nóvember 1927. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi 27. júní 2023. Foreldrar hans voru þau Markús Kristján Finnbjörnsson útvegsbóndi frá Sæbóli og Herborg Árnadóttir frá Skáladal Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2023 | Minningargreinar | 781 orð | 1 mynd

Stefanía Guðmundsdóttir

Stefanía Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 16. janúar 1941. Hún lést á dvalarheimilinu Hraunbúðum 27. júní 2023. Foreldrar hennar voru Guðmundur J. Gíslason múrarameistari, f. í Reykjavík 28. júní 1915, d Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

14. júlí 2023 | Viðskiptafréttir | 215 orð | 1 mynd

Aðsókn kvenna hefur aukist

Aldrei hafa jafnmargar konur sótt um í nýsköpunarhraðalinn Startup SuperNova og nú. Nýsköpunarumhverfið á Íslandi hefur verið í miklum blóma og umhverfið hefur dafnað vel, að sögn Ástu Sóllilju Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra KLAK-Icelandic Startups Meira
14. júlí 2023 | Viðskiptafréttir | 658 orð | 1 mynd

Alþjóðlegur risi í samstarf við Taktikal

Magdalena Anna Torfadóttir magdalena@mbl.is Nýsköpunarfyrirtækið Taktikal hefur gert samstarfssamning við Veriff, sem er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki í auðkenningarlausnum. Með samstarfinu opnar Taktikal fyrir viðskiptavini á heimsvísu sem gera miklar kröfur um öryggi. Meira

Fastir þættir

14. júlí 2023 | Dagbók | 112 orð

6 til 10 Ísland vaknar Kristin Sif og Þór Bæring vakna með hlustendum K100 …

6 til 10 Ísland vaknar Kristin Sif og Þór Bæring vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. 10 til 14 Yngvi Eysteins Skemmtileg tónlist og létt spjall yfir daginn með Yngva. 14 til 16 Ásgeir Páll Fersk og skemmtileg tónlist, létt spjall og leikir… Meira
14. júlí 2023 | Í dag | 272 orð

Á óhæfu skótauinu

Erla Sigríður Sigurðardóttir sendi mér góðan póst og sagðist hafa gaman af því að glugga í Vísnahornið í Mogganum öðru hverju. Vísnagátur séu í miklu uppáhaldi hjá sér og hún hafi verið að semja aðeins sjálf: Fengur allra fyrsti úr sjó, fögur svarthvít kerla Meira
14. júlí 2023 | Í dag | 306 orð | 1 mynd

Diljá Guðmundardóttir

30 ára Diljá fæddist á Landspítalanum í Reykjavík og ólst upp í höfuðborginni. Hún gekk í Háteigsskóla og fór þaðan í Menntaskólann í Reykjavík, en flutti sig yfir í Menntaskólann við Hamrahlíð þar sem hún útskrifaðist árið 2013 Meira
14. júlí 2023 | Dagbók | 70 orð | 1 mynd

Fleiri en 17.000 pönnukökur

Skipuleggjendur hátíðarhalda í Alberta í Kanada slógu á dögunum heimsmet í framreiðslu pönnukakna á átta klukkustundum þegar þeim tókst að reiða fram rúmlega 17.182 pönnukökur innan tímarammans. Eru það um 2.900 fleiri pönnu­kök­ur en þeir hefðu… Meira
14. júlí 2023 | Í dag | 746 orð | 3 myndir

Framkvæmdastjóri í eigin lífi

Sólmundur Hólm Sólmundarson fæddist á sjúkrahúsinu á Selfossi 14. júlí 1983 og bjó í Hveragerði til fimm ára aldurs. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur og þar gekk Sólmundur í Langholtsskóla, þrátt fyrir að búa utan hverfisins lengst af Meira
14. júlí 2023 | Í dag | 50 orð

Málið

Andstaða merkir langoftast mótspyrna, það að vinna gegn einhverju („Tillagan um að leggja niður skattheimtu vakti andstöðu stjórnvalda“) – en hefur líka þýtt andstæða Meira
14. júlí 2023 | Í dag | 174 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rbd2 Bf5 5. Rh4 Be4 6. Db3 Rbd7 7. e3 e5 8. Be2 dxc4 9. Bxc4 Bd5 10. 0-0 Dc7 11. e4 Bxc4 12. Rxc4 exd4 13. e5 Rc5 14. Dd1 Rd5 15. Rd6+ Bxd6 16. exd6 Dxd6 17. He1+ Kd7 18 Meira
14. júlí 2023 | Í dag | 174 orð

Tveir ásar. A-Enginn

Norður ♠ Á9742 ♥ G109 ♦ Á43 ♣ 105 Vestur ♠ KD1086 ♥ 875 ♦ K ♣ KG92 Austur ♠ G5 ♥ Á43 ♦ DG6 ♣ ÁD763 Suður ♠ 3 ♥ KD62 ♦ 1098752 ♣ 84 Suður spilar 2♦ doblaða Meira

Íþróttir

14. júlí 2023 | Íþróttir | 1126 orð | 4 myndir

England – Haítí – Danmörk – Kína

England, Danmörk, Kína og Haítí leika í D-riðli heimsmeistaramóts kvenna, sem verður leikinn í áströlsku borgunum Brisbane, Perth, Sydney og Adelaide. England og Haítí mætast í fyrstu umferð 22. júlí, sem og Danmörk og Kína Meira
14. júlí 2023 | Íþróttir | 46 orð | 1 mynd

Enska liðið sterkt þrátt fyrir áföll

Þó enska kvennalandsliðið í fótbolta hafi orðið fyrir miklum áföllum og verði án lykilmanna á heimsmeistaramótinu í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi þykir það sigurstranglegt í D-riðli keppninnar. Þar eru mótherjarnir Danmörk, Kína og Haítí en farið er vel yfir þessi fjögur lið á íþróttasíðum Meira
14. júlí 2023 | Íþróttir | 621 orð | 2 myndir

Staðan er vænleg hjá KA

Evrópa Víðir Sigurðsson vs@mbl.is KA á alla möguleika á að komast í aðra umferð Sambandsdeildar karla í fótbolta á meðan Víkingar þurfa að eiga sannkallaðan stórleik í Fossvoginum í næstu viku til að forðast að falla út í fyrstu umferð keppninnar. Meira
14. júlí 2023 | Íþróttir | 243 orð | 1 mynd

Þrumufleygur Atla bjargaði HK

KR og HK eru í fimmta og sjötta sæti Bestu deildar karla í fótbolta eftir jafntefli í Kórnum í Kópavogi í gærkvöld, 1:1. Stigið breytti ekki stöðu KR-inga en HK lyfti sér upp fyrir KA og er komið í hóp sex efstu liðanna á ný eftir að hafa sigið niður í sjöunda sætið Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.