Greinar laugardaginn 15. júlí 2023

Fréttir

15. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 1108 orð | 1 mynd

404 mál tekin fyrir á árinu

Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum tekur fyrir mál vegna ágreinings um bótaskyldu. Þar með talið sakarskiptingu og bótarétt á milli neytenda og vátryggingafélags. Nefndinni bárust 435 málskot á síðasta ári Meira
15. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 418 orð | 1 mynd

7.500 refir veiddir á hverju ári

Hörður Vilberg hordur@mbl.is „Mikilvægasta verkefni næstu ára er að vinna að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir íslenska refinn og þar með talið að afla ítarlegra gagna, m.a. um það tjón sem hann er talinn valda en slík gögn eru nú takmörkuð.“ Þetta segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. Í áætlun stofnunarinnar um refaveiðar til ársins 2025 kemur fram að það þurfi að standa betur að refaveiðum. „Það vantar upp á skráningar þannig að það sé hægt að draga öruggar ályktanir.“ Meira
15. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 363 orð | 5 myndir

Allir brosandi og kátir á Símamótinu

„Þetta er búið að ganga frábærlega,“ sagði Eyrún Huld Harðardóttir, markaðsstjóri Símans, í samtali við Morgunblaðið á Kópavogsvelli í gær. Símamótið er nú í fullum gangi á æfinga- og keppnissvæði Breiðabliks í Kópavogi sem og í Fagralundi Meira
15. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Almenningur bíður á meðan barist er við gróðurelda

Fjölmargir ferðamenn sem ætluðu að berja eldgosið við Litla-Hrút augum fóru fýluferð að lokunarpóstum í gær. Lokað hefur verið fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum þar sem viðbragðsaðilar hafa verið að berjast við gróðurelda og reykjamökkinn frá þeim Meira
15. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Breyta horfum í jákvæðar

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s Investor Service hefur breytt horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar og staðfest A2 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs. Í tilkynningu segir að helstu drifkraftar bak við breytinguna sé meðal annars… Meira
15. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 527 orð | 2 myndir

Friðlýst svæði njóta vinsælda

Umhverfisstofnun hefur veitt leyfi fyrir brúðkaupi á friðlýstu svæði við Gjána í Þjórsárdal. Þórdís Björt Sigþórsdóttir, teymisstjóri í teymi friðlýsinga og áætlana hjá Umhverfisstofnun, segir umsóknir um ýmiss konar verkefni á friðlýstum svæðum… Meira
15. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 545 orð | 1 mynd

Gengið á einn fáfarnasta tind landsins

„Ég hef verið að fara með gönguhóp, sem er Trimmklúbbur Seltjarnarness, í gönguferð á hverju ári í tuttugu ár núna,“ segir Leifur Örn Svavarsson, fjallaleiðsögumaður og ekki síður þaulvanur fjallgöngumaður, en Leifur er eini… Meira
15. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Gengu fylktu liði um París

Liðsmenn frönsku útlendingahersveitarinnar sjást hér þramma í fullum skrúða niður Ódáinsvelli í Parísarborg, en þar fór fram mikil hersýning í tilefni af Bastilludeginum, þjóðhátíðardegi Frakka. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, var… Meira
15. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Gæsluvarðhald stefnir í 15 vikur

Héraðsdómur Suðurlands féllst í gær á kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi um að gæsluvarðhald yfir karlmanni, sem grunaður er um að hafa valdið dauða konu á Selfossi 27. apríl, yrði framlengt um fjórar vikur Meira
15. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Hitamet gætu fallið víða um Evrópu

Mikil hitabylgja gengur nú yfir suðurhluta Evrópu og fór hitinn í gær sums staðar yfir 40 gráður. Menningarráðuneyti Grikklands lokaði í gær fyrir aðgang að Akrópólishæð meðan mesti hitinn gekk yfir, en talið var að hitinn á hæðinni hefði verið meiri en 41 gráða á celsíus Meira
15. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 538 orð | 2 myndir

Laxveiðin undir væntingum

Nýlegar veiðitölur um fjölda laxa sem hafa veiðst á Íslandi vekja veiðimönnum ekki sérstaka bjartsýni þrátt fyrir að menn haldi ávallt vongóðir til veiða. Jákvæð teikn virðast þó vera á lofti um vaxandi veiði enda besti tími veiðisumarsins að renna… Meira
15. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

Laxveiðin veldur vonbrigðum

Margir veiðimenn eru hnípnir þessa dagana eftir veiðiferðir í margar af nafntoguðustu laxveiðiám landsins enda aflinn minni en væntingar stóðu til á besta veiðitímanum. Það er einkum á Vesturlandi þar sem veiðmenn myndu vilja sjá hærri veiðitölur þessa dagana Meira
15. júlí 2023 | Fréttaskýringar | 502 orð | 3 myndir

Leggja til þéttingu við Birkimel

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reir þróun ehf. hefur sent fyrirspurn til Reykjavíkurborgar um breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suðurgötu, vegna lóðarinnar nr. 1 við Birkimel. Felst hún í uppbyggingu á lóð bensínstöðvar Orkunnar og nærliggjandi lóðum við Hótel Sögu, sem nú eru nýttar sem bílastæði. Með fyrirspurninni fylgdu tillögur arkitektastofunnar Nordic Office of Architecture að útliti bygginga. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra skipulagsfulltrúa. Meira
15. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Nýtt gervigras á Þróttarvöllinn

Unnið er að því hörðum höndum að leggja nýtt gervigras á aðalvöll Þróttar í Laugardal. Jafnhliða hefur verið unnið að endurbótum á áhorfendastúkunni og umhverfi hennar. Stefnt er að því að völlurinn verði tilbúinn þegar alþjóðlega unglingamótið Rey Cup hefst 26 Meira
15. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Nýr ríkissáttasemjari

Ástráður Haraldsson var hlutskarpastur umsækjenda um stöðu ríkissáttasemjara og hefur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, skipað hann í embættið til fimm ára, frá og með 18 Meira
15. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 62 orð

Nýtt gasmælitæki við gosstöðvarnar

Nýtt gasmælitæki var sett upp við gosstöðvarnar að kvöldi fimmtudags. Það voru þeir Benedikt Gunnar Ófeigsson og Bergur H. Bergsson, sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands, sem settu upp DOAS gasmælana sem mæla magn brennisteinsdíoxíðs sem kemur upp úr gosinu við Litla-Hrút Meira
15. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 272 orð | 2 myndir

Óvissa um áhrif og álag á friðlandið

Ákveðin óvissa er um áhrif fyrirhugaðrar uppbyggingar á Landmannalaugasvæðinu á útivist og ferðamennsku og hún kann að hafa neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna á svæðinu Meira
15. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Óviss áhrif uppbyggingar á útivist

Ákveðin óvissa er um áhrif fyrirhugaðrar uppbyggingar á Landmannalaugasvæðinu á útivist og ferðamennsku og hún kann að hafa neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna á svæðinu að mati Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum uppbyggingar þjónustumiðstöðvar í Landmannalaugum Meira
15. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 334 orð | 2 myndir

Saltfiskur er sígildur

Til sjós tíðkast og er sígilt að kokkurinn sé með saltfisk á borðum í hádeginu á laugardögum. „Þessi hefð er gömul og nánast ófrávíkjanleg. Stundum er ég með skötubörð til viðbótar við saltfiskinn og hvoru tveggja fylgja jafnan kartöflur, rófur og hamsatólg,“ segir Arnar Erlingsson bryti á ms Meira
15. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Sérstaða Topphóls hefði þurft að koma fram fyrr

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að kostnaður við tilfærslu á vegarstæði við Topphól í Hornafirði myndi hlaupa á hundruðum milljóna og tefja verkið um að minnsta kosti hálft ár, en talsverð umræða hefur skapast í kjölfar vegagerðar við Hornafjarðarfljót Meira
15. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 659 orð | 2 myndir

Sinueldarnir erfiðir viðureignar

„Þetta er náttúrulega mjög erfitt viðureignar af því að þetta er mikil sina og mikill reykur. Menn eru að vinna með grímur allan tímann meðan þeir eru þarna á vettvangi. Þetta er mjög erfitt við að eiga,“ sagði Guðmundur Karl… Meira
15. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Staða rjúpnastofnsins þokkaleg

Rjúpnatalningu ársins er lokið, eftir er talning unga en henni lýkur undir lok mánaðar. Í ljós kemur í ágúst hvort kuldahret sumarsins hafi áhrif á viðkomuna. „Við vitum það að rjúpan er mjög viðkvæm fyrir hretum í júní og júlí og þessar talningar fara fram í síðari hluta júlí Meira
15. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Standa sameinuð gegn Norður-Kóreu

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hét því í gær að Bandaríkin myndu verja bandamenn sína gegn árásum frá Norður-Kóreu. Blinken fundaði í gær með kollegum sínum frá Japan og Suður-Kóreu og fordæmdu þeir nýjustu tilraun… Meira
15. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Sumir listamenn verða kolklikkaðir af miklu lófaklappi

„Þótt ég sé orðinn áttræður finnst mér mjög gaman að lifa. Ég er mjög spenntur fyrir morgundeginum og hef gríðarlegan áhuga á því sem unga fólkið er að gera. Mín list verður aldrei eins og þeirra en súrefni fæ ég frá þeim Meira
15. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Tálga flugnaspaða á Árbæjarsafninu

Smíðakennarinn Bjarni Þór Kristjánsson hefur í tuttugu ár staðið fyrir námskeiði á Árbæjarsafninu þar sem hann kennir börnum á aldrinum 5-12 ára að tálga. Mikil aðsókn er á námskeiðið sem notið hefur mikilla vinsælda í gegnum árin Meira
15. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 413 orð | 1 mynd

Vilja framlengja kornsamninginn

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti sagði í gær að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði samþykkt að framlengja samkomulagið um útflutning á korni frá… Meira
15. júlí 2023 | Fréttaskýringar | 616 orð | 3 myndir

Það er ekki alltaf frítt að sjá náttúruundur

Baksvið Agnar Már Másson agnarmar@mbl.is Ferðamenn á Íslandi þurfa nú að borga gesta-, svæðis- eða þjónustugjöld við helstu náttúruperlurnar víða um landið. Kostar það til dæmis 1.000 krónur að leggja fólksbíl á bílastæðinu við gosstöðvarnar á Reykjanesi eða við Skaftafell í Vatnajökulsþjóðgarði. Meira
15. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Þrír knapar geta varið titil sinn

Þrír Íslendingar munu freista þess að verja heimsmeistaratitil sinn á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið verður Eindhoven í Hollandi í ágúst en í gær var tilkynnt hverjir munu skipa landslið Íslands á mótinu Titilverjendur eru Benjamín… Meira

Ritstjórnargreinar

15. júlí 2023 | Staksteinar | 212 orð | 1 mynd

Dyggðabrölt eftir villigötum

Forystugrein Viðskiptablaðsins í gær fjallar um svokallaða „ESG-væðingu“ í athafnalífi, dyggðabrölt, þar sem mærðarleg áhersla á umhverfismál, samfélagsábyrgð og faglega stjórnunarferla virðist ganga framar gamaldags gildum eins og hagsýni, góðum rekstri og arðsemi. Meira
15. júlí 2023 | Reykjavíkurbréf | 1606 orð | 1 mynd

Komið af fjöllum

Reyndar var það Jóhannes Kjarval sem löngu fyrr hafði beint og óbeint lagt það til að í þetta verk skyldi ráðist, þótt það yrði ekki gert fyrr en löngu síðar. Það kemur fram í bók hans „Grjót,“ sem hann gaf út árið 1930, fyrir næstum öld síðan. Og var sumt í þeirri bók að auki sótt í það sem Kjarval hafði skrifað áratugum fyrr. Meira
15. júlí 2023 | Leiðarar | 423 orð

Óþarft og íþyngjandi regluverk

Því léttari sem klafi hins opinbera er á atvinnulífinu, þeim mun líklegra er að það dafni Meira
15. júlí 2023 | Leiðarar | 216 orð

Þungur rekstur Strætó

Hvernig á að reka borgarlínu ef ekki eru til peningar núna? Meira

Menning

15. júlí 2023 | Menningarlíf | 102 orð | 1 mynd

7. djasstónleikar sumarsins á Jómfrúnni

Sumarjazzinn á Jómfrúnni heldur áfram og á sjöundu tónleikum sumarsins, sem fram fara laugardaginn 15. júlí, kemur fram hljómsveitin Gröndal, Guðjónsson, Andersson, Dabrowski og McLemore. „Leiðtogi hennar er danski kontrabassaleikarinn Richard Andersson en hann bjó á Íslandi um nokkurra ára skeið Meira
15. júlí 2023 | Menningarlíf | 764 orð | 5 myndir

„Þema hátíðarinnar er gæði“

„Hátíðin er fyrst núna að jafna sig eftir covid og mér sýnist hún aftur vera orðin jafn vegleg og lagt var upp með,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir framkvæmdastjóri alþjóðlegu heimildarmyndahátíðarinnar IceDocs 2023 sem haldin verður í Bíóhöllinni á Akranesi dagana 19.-23 Meira
15. júlí 2023 | Menningarlíf | 96 orð | 1 mynd

Barokkbandið Brák leikur tvo kvartetta

Kvartett Barokkbandsins Brákar kemur fram á tónleikum í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju sem haldnir hafa verið í júlí síðan 1987 Meira
15. júlí 2023 | Menningarlíf | 277 orð | 1 mynd

Dálítill sjór á Eyrarbakka

Listahátíðin Oceanus / Hafsjór – Dálítill sjór verður sett á Eyrarbakka í dag, laugardag, kl. 14 með opnun samnefndrar sýningar. „Sýningin, gjörningar, dans, tónlist og performance, munu fara fram í Kartöflugeymslunni, verksmiðjuhúsnæði… Meira
15. júlí 2023 | Fjölmiðlar | 191 orð | 1 mynd

Fáránleiki lífsins yrkisefni Kundera

Milan Kundera heitinn var magnaður rithöfundur, sem gerði sér fáránleika lífsins að yrkisefni. Hann er ekki einn tékkneskra rithöfunda um það. Hans þekktustu bækur fjalla um mótsagnakennt lífið austan járntjaldsins þegar það var og hét, samfélög þar sem einn lélegur brandari gat sett lífið á hvolf Meira
15. júlí 2023 | Tónlist | 598 orð | 4 myndir

Færeyingar á brúninni

Tónlistarhátíðir eru nefnilega árið um kring í þessu litla samfélagi og spanna þær fjölbreytt úrval tónlistarstíla. Meira
15. júlí 2023 | Menningarlíf | 138 orð | 1 mynd

Klara Elias kemur fram í Bæjarbíói

Tónlistarkonan og lagahöfundurinn Klara Elias kemur fram á tónleikum í Bæjarbíói í kvöld kl. 19. Þar má „heyra nýja og gamla tónlist eftir hana og aldrei að vita nema nokkur Nylon lög fylgi með,“ segir í viðburðarkynningu, en… Meira
15. júlí 2023 | Menningarlíf | 171 orð | 1 mynd

Kvikmyndahátíð hefst

Kvikmyndahátíðin ­Hornstrandir Film Festival (HFF) hefst á morgun, sunnudag, og stendur til 24. júlí. Í tilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að um sé að ræða afskekktustu kvikmyndahátíð í heimi Meira
15. júlí 2023 | Menningarlíf | 109 orð | 1 mynd

Lestir og brestir í Strandarkirkju

Lestir og brestir er yfirskrift næstu tónleika í tónleikaröðinni Englar og menn í Strandarkirkju sunnudaginn 16. júlí kl. 14. Þar koma fram sópransöngkonurnar Guðrún Brjánsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir ásamt Einari Bjarti Egilssyni píanóleikara Meira
15. júlí 2023 | Menningarlíf | 137 orð | 1 mynd

Mynd um Inferno Fimm í Bíó Paradís

Ný heimildarmynd eftir Matthías Kristinsson verður sýnd í Bíó Paradís í dag, laugardag, kl. 19. „Hin goðsagnakennda súpergrúppa Inferno Fimm er viðfangsefni í nýrri heimildarmynd eftir Matthías Kristinsson kvikmyndagerðamann Meira
15. júlí 2023 | Menningarlíf | 73 orð | 3 myndir

Orgel og trompet í Hallgrímskirkju

Að vanda verður boðið upp á tvenna tónleika í Hallgrímskirkju um helgina, en tónleikarnir eru hluti af Orgelsumri í Hallgrímskirkju. Í dag, laugardag, kl. 12 leika Gunnar Gunnarsson, organisti í Fríkirkjunni í Reykjavík, og Arne Hiorth, trompetleikari frá Noregi, spuna yfir íslensk og norsk þjóðlög Meira
15. júlí 2023 | Menningarlíf | 101 orð | 1 mynd

Píanótónlistin ómar í Saurbæ

Suðurkóreski píanóleikarinn Myung Hwang Park kemur fram á tónleikum Hallgrímskirkju í Saurbæ á morgun kl. 16. Þar flytur hann „verk eftir ýmis tónskáld frá 20. og 21. öldinni. Má þar nefna m.a. Hemelryck, Kapustin, Crumb, Monk, Hamelin og Ravel Meira
15. júlí 2023 | Menningarlíf | 1084 orð | 1 mynd

Slítur af sér fjötra og hefur nýtt líf

Í nýjustu skáldsögu Ragnheiðar Gestsdóttur, Steininum, segir af Steinunni Sumarliðadóttur og hefst verkið á veislu í tilefni sjötugsafmælis hennar. „Á svona tímamótum er til siðs að líta yfir farinn veg, en óvænt afmælisgjöf verður til þess að … Meira
15. júlí 2023 | Menningarlíf | 145 orð | 1 mynd

Sólveig Vaka leikur í Hörpuhorni

Sólveig Vaka Eyþórsdóttir fiðluleikari kemur, ásamt Ernu Völu Arnardóttur píanóleikara, fram á tónleikum í Hörpuhorni á morgun kl. 16. Sólveig Vaka leikur kafla úr einleikssónötu eftir J.S. Bach, sónötu nr Meira
15. júlí 2023 | Menningarlíf | 77 orð | 1 mynd

Spænskir gítartónar á Gljúfrasteini

Reynir del Norte kemur fram á stofutónleikum á Gljúfrasteini á morgun, sunnudag, kl. 16. „Hann mun leika dillandi gítartóna í stofu skáldsins. Á dagskránni verður efni úr ýmsum áttum, íslensk dægur- og þjóðlög, eigin tónsmíðar og sígauna-flamenco sameinað undir merkjum ­flamenkósins Meira
15. júlí 2023 | Menningarlíf | 130 orð | 1 mynd

Ungversk bókabúð sektuð fyrir sýnileika

Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa sektað bóksala þar í landi um 12 milljón fórintur (sem samsvarar rúmlega 4,7 milljónum íslenskra króna) fyrir að selja bresku teiknimyndabókina Heartstopper eða Hjartastopp eftir Alice Oseman, án þess að bókin væri… Meira
15. júlí 2023 | Menningarlíf | 171 orð | 1 mynd

Verkfall leikara í Hollywood hafið

Verkfall 160.000 leikara í Hollywood hófst aðfaranótt föstudags. Afleiðingin er sú að framleiðsla á bandarískum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum stoppar auk þess sem leikurum er óheimilt að taka þátt í kynningarviðburðum Meira

Umræðan

15. júlí 2023 | Pistlar | 444 orð | 1 mynd

250 milljarðar í úrelta lausn

Ybbarnir á Twitter hrukku af hjörunum síðastliðinn sunnudag þegar Guðmundur Fertram, stofnandi Kerecis á Ísafirði, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni það sem flestir vita og hugsa – að áform um svokallaða Borgarlínu væru fráleit Meira
15. júlí 2023 | Aðsent efni | 348 orð | 1 mynd

Hemjum hamfarahamingjuna

Eldgos eru mikið sjónarspil og geta verið einstaklega sjálfuvæn. En hafa verður í huga að eldgos eru fyrst og fremst meiriháttar náttúruhamfarir. Meira
15. júlí 2023 | Aðsent efni | 873 orð | 1 mynd

Nokkur orð um riðuveiki

Niðurskurður var neyðarvörn, en skilaði árangri. Ástæðulaust er að gera lítið úr þeim aðgerðum og segja þær gagnslausar og óþarfar. Meira
15. júlí 2023 | Aðsent efni | 795 orð | 2 myndir

Reykjarvegur löggunnar og almannavarna að gosstöðvunum

Engu að síður óska ég fólki góðrar ferðar og hvet almenning til að reyna að sniðganga bjánabönn yfirvalda í anda borgaralegrar óhlýðni. Meira
15. júlí 2023 | Pistlar | 804 orð

Úkraína í dyragætt NATO

Ákveðið var að auka enn hergagnaflutninga að vestan til að tryggja Úkraínumönnum sigur. Í krafti hans fengju þeir snarlega og án frekari skilyrða aðild að NATO. Meira
15. júlí 2023 | Pistlar | 452 orð | 2 myndir

Við Vellankötlu

Í Vatnsvikinu í norðausturhorni Þingvallavatns er eitt af elstu kennileitum landsins. Þar vellur vatn upp úr katli í hrauninu og dáleiðir hvern þann sem staldrar við og fylgist með sístreyminu. Ekki spillir fyrir hugleiðslunni að náttúrufræðingar… Meira
15. júlí 2023 | Pistlar | 583 orð | 3 myndir

Vignir og Benedikt urðu í 2. sæti á skákhátíðinni í Ceske Budojevic

Eins og drepið var á í síðasta pistli bættist Vignir Vatnar Stefánsson í hóp þeirra íslensku skákmanna sem taka þátt í skákhátíðinni í Ceske Budojevic í Tékklandi. Fyrir voru bræðurnir Björn Hólm og Bárður Örn Birkissynir, Aron Thor og Alexander Oliver Mai og Davíð Kolka Meira
15. júlí 2023 | Aðsent efni | 261 orð

Westminster-höll, júní 2023

Breskur góðkunningi minn, Jamie Borwick, fimmti barón Borwick, var svo elskulegur að bjóða mér í hóf, sem hann hélt 28. júní 2023 í Cholmondeley-salnum í Westminster-höll, breska þinghúsinu, í tilefni þrjú hundruð ára afmælis Adams Smiths Meira
15. júlí 2023 | Aðsent efni | 250 orð | 1 mynd

Þetta gengur ekki lengur

Ég skora á alla þá Íslendinga, sem vilja að Ísland verði áfram sjálfstæð þjóð, að vakna upp af dvalanum og taka til varna. Meira

Minningargreinar

15. júlí 2023 | Minningargreinar | 566 orð | 1 mynd

Agnar Smári Einarsson

Agnar Smári Einarsson fæddist 5. janúar 1942. Hann lést 17. júní 2023. Útförin fór fram 23. júní 2023 í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
15. júlí 2023 | Minningargreinar | 512 orð | 1 mynd

Ásgeir Sigurðsson

Ásgeir Sigurðsson fæddist 6. apríl 1937. Hann lést 10. júní 2023. Útför Ásgeirs fór fram 21. júní 2023. Meira  Kaupa minningabók
15. júlí 2023 | Minningargreinar | 1026 orð | 1 mynd

Edda Ísfold Jónsdóttir

Edda Ísfold Jónsdóttir fæddist 1. maí 1940. Hún lést 6. júlí 2023. Útför Eddu Ísfoldar fór fram 13. júlí 2023. Meira  Kaupa minningabók
15. júlí 2023 | Minningargreinar | 453 orð | 1 mynd

Guðrún Elsa Þorsteinsdóttir

Guðrún Elsa Þorsteinsdóttir fæddist 19. september 1933. Hún lést 16. júní 2023. Útför hennar fór fram 11. júlí 2023. Meira  Kaupa minningabók
15. júlí 2023 | Minningargreinar | 453 orð | 1 mynd

Guðrún Elsa Þorsteinsdóttir

Guðrún Elsa Þorsteinsdóttir fæddist 19. september 1933. Hún lést 16. júní 2023. Útför hennar fór fram 11. júlí 2023. Meira  Kaupa minningabók
15. júlí 2023 | Minningargreinar | 1329 orð | 1 mynd

Hrafnhildur Hansdóttir

Hrafnhildur Hansdóttir fæddist 23. febrúar 1943. Hún lést 30. júní 2023. Útför Hrafnhildar var gerð 13. júlí 2023. Meira  Kaupa minningabók
15. júlí 2023 | Minningargreinar | 636 orð | 1 mynd

Jónas Friðrik Guðnason

Jónas Friðrik Guðnason var fæddur 12. desember 1945. Hann lést 23. júní 2023. Útför Jónasar Friðriks var 13. júlí 2023. Meira  Kaupa minningabók
15. júlí 2023 | Minningargreinar | 384 orð | 1 mynd

Kristján Helgason

Kristján Helgason fæddist 15.9. 1934. Hann lést 16.6. 2023. Útför Kristjáns var gerð 30 júní 2023. Meira  Kaupa minningabók
15. júlí 2023 | Minningargreinar | 3290 orð | 1 mynd

Ólafur Friðrik Guðjónsson

Ólafur Friðrik Guðjónsson fæddist í Vestmannaeyjum 26. júní 1951. Hann lést 1. júlí 2023. Hann var sonur Kristínar Ólafsdóttur og Guðjóns Kristinssonar. Systkini: Matthías, f. 1938, d. 1984, maki Lilja Alexandersdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
15. júlí 2023 | Minningargreinar | 544 orð | 1 mynd

Steinar Júlíusson

Steinar Júlíusson fæddist 28. janúar 1930. Hann andaðist 4. júlí 2023. Útför Steinars fór fram 13. júlí 2023. Meira  Kaupa minningabók
15. júlí 2023 | Minningargreinar | 549 orð | 1 mynd

Þuríður Fanney Sigurjónsdóttir

Þuríður Fanney Sigurjónsdóttir fæddist 29. janúar 1928. Hún lést 16. júní 2023. Útför Fanneyjar fór fram 29. júní 2023. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

15. júlí 2023 | Viðskiptafréttir | 570 orð | 1 mynd

Salan á ferðavögnum gengið vel

Magdalena Anna Torfadóttir magdalena@mbl.is Þorgeir Heiðar Kristmannsson, sölustjóri hjá Víkurverki, segir í samtali við Morgunblaðið að salan á ferðavögnum hafi gengið mjög vel í sumar. „Salan hefur í raun gengið vel allt þetta ár því Íslendingar kaupa sér ferðavagna árið um kring. Fólk er orðið svo skipulagt að það pantar jafnvel nýja ferðavagninn haustið eða veturinn áður.“ Meira
15. júlí 2023 | Viðskiptafréttir | 177 orð | 1 mynd

Vodafone með eitt númer í öll tæki

Fjarskiptafélagið Vodafone kynnti í gær nýja þjónustu fyrir viðskiptavini; eitt númer í öll tæki hvort sem er í farsímann eða úrið. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að eSIM sé ný tegund símakorta sem eru innbyggð í tækjunum ólíkt hinum hefðbundnu kortum sem setja þarf í tækin Meira

Daglegt líf

15. júlí 2023 | Daglegt líf | 104 orð | 1 mynd

Brúarbörnin í sveitinni

Löng hefð er fyrir því þegar ný samgöngumannvirki eru tekin í notkun með borðaklippingum ráðherra og fleiri fyrirmenna að börn úr nærsamfélaginu á viðkomandi stað haldi á skærunum sem notuð eru og beri þau á mjúkum púðum Meira
15. júlí 2023 | Daglegt líf | 131 orð | 1 mynd

Galdrar í gestastofu

Í dag, laugardag, verður opnuð gestastofa hjá Galdri brugghúsi á Hólmavík þar sem fólk fær fræðslu um bjórgerð og getur smakkað á framleiðslu. „Við framleiðum fimm tegundir af bjór, sú sjötta er í undirbúningi Meira
15. júlí 2023 | Daglegt líf | 719 orð | 1 mynd

Strákarnir venjist bolta strax

Strákarnir eru efnilegir og starfið með þeim er skemmtilegt,“ segir Axel Ragnar Lúðvíksson, knattspyrnuþjálfari hjá HK. Í meira en áratug hefur hann sinnt þjálfun yngri flokka karla hjá Kópavogsfélaginu og sinnir þar 4., 6 Meira

Fastir þættir

15. júlí 2023 | Í dag | 161 orð | 1 mynd

150723

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 Bb4+ 4. Bd2 a5 5. Bg2 d6 6. Rf3 Rbd7 7. 0-0 e5 8. Rc3 0-0 9. Dc2 He8 10. e4 exd4 11. Rxd4 c6 12. Had1 Rb6 13. b3 Bg4 14. f3 Bd7 15. Hfe1 h6 16. h3 a4 17. f4 axb3 18. axb3 Ha5 19 Meira
15. júlí 2023 | Dagbók | 85 orð | 1 mynd

Fer í tónleikaferð um Ísland í lok júlí

Söngkonan Una Torfa var á línunni í morgunþættinum Ísland vaknar á dögunum en þeir Bolli Már Bjarnason og Þór Bæring spurðu hana spjörunum úr. Hyggst hún hefja tónleikaferð um landið í mánuðinum og gefa út nýja plötu von bráðar Meira
15. júlí 2023 | Í dag | 41 orð | 1 mynd

Gullbrúðkaup

Sveinbjörg Friðbjarnardóttir og Garðar Sigurvaldason (Dista og Gæi) gengu í hjónaband 14. júlí 1973 og fagna 50 ára gullbrúðkaupsafmæli um helgina. Þau munu halda upp á áfangann með börnum sínum fimm, en samtals eiga þau saman sextán barnabörn og… Meira
15. júlí 2023 | Árnað heilla | 150 orð | 1 mynd

Gunhild Thorsteinsson

Ljósmyndarinn Gunhild Augusta Thorsteinsson fæddist á Ísafirði 15. júlí 1878, dóttir hjónanna Þorsteins Torsteinsson, bakara og kaupmanns og síðar þingmanns, og Amelia F.V. Rasmundsdóttir Löve frá Danmörku Meira
15. júlí 2023 | Í dag | 181 orð

Kargafúl. S-NS

Norður ♠ KG76 ♥ Á93 ♦ G2 ♣ KG87 Vestur ♠ 103 ♥ 86 ♦ ÁKD653 ♣ 1092 Austur ♠ 952 ♥ G10542 ♦ 84 ♣ D64 Suður ♠ ÁD84 ♥ KD7 ♦ 1097 ♣ Á53 Suður spilar 3G redobluð Meira
15. júlí 2023 | Í dag | 192 orð | 1 mynd

Margrét Gunnlaugsdóttir

50 ára Margrét fæddist í Reykjavík og ólst upp í Vogahverfinu. Eftir grunnskólanámið í Vogaskóla fór hún í Verslunarskólann og útskrifaðist sem stúdent árið 1993. „Ég ætlaði í sálfræði en tók mér smá hlé og fór að vinna hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Streng Meira
15. júlí 2023 | Í dag | 53 orð

Málið

Það er varla að maður nenni þessu lengur en vaninn er ríkur. „Þetta er allt í lagi, Magga mín,“ sagði Maggi hlýlega, „það var ég sem eitraði fyrir þig,“ segir í hráslagalegri skrítlu í gömlum Vísi. Þarna er aðeins eitt eftirbreytnivert: málfarið Meira
15. júlí 2023 | Í dag | 801 orð | 1 mynd

Messur

ÁRBÆJARKIRKJA | Sameiginleg útimessa þriggja safnaða við Grafarvogskirkju sunnudaginn 16. júlí kl.11. Messan verður haldin við voginn neðan við kirkjuna. Gengið verður frá Árbæjarkirkju kl Meira
15. júlí 2023 | Dagbók | 55 orð | 1 mynd

Stöð 2 kl. 19.15 Love Strikes Twice

Maggie og Josh eru gift en virðast ekki eiga nógu vel saman. Maggie óskar þess að hún geti farið aftur í tímann og lagað hlutina. Óskin rætist og hún vaknar upp 15 árum áður. En þá er spurningin, mun hún velja Josh aftur eða er gamall kærasti sá sem henni er ætlað að vera með? Meira
15. júlí 2023 | Í dag | 837 orð | 1 mynd

Vil alltaf segja sannleikann

Árni Bragason fæddist 15. júlí 1953 í Reykjavík og fluttist eins árs í Hvammana í Kópavogi þar sem leiksvæðið var Kópavogsdalur og nágrenni. „Mamma og pabbi treystu mér til að fara um og ég var alltaf úti og veiðandi í öllum lækjum.“… Meira
15. júlí 2023 | Í dag | 259 orð

Þetta er ljóti delinn

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Hundur þetta heiti ber. Hérna skratti leynir sér. Geðslegur ei gaurinn sá. Grimmur hákarl vera má. Tvær lausnir bárust, ekki samkvæmt uppskrift Guðmundar, en fá staðist eigi að síður þykir mér Meira

Íþróttir

15. júlí 2023 | Íþróttir | 1303 orð | 3 myndir

Bandaríkin – Víetnam – Holland – Portúgal

Bæði liðin sem gerðu draum Íslands um sæti á HM að engu, Holland og Portúgal, eru í E-riðlinum á heimsmeistaramóti kvenna. Liðin mætast í sínum fyrsta leik 23. júlí í Dunedin á Nýja-Sjálandi. Holland er án eins síns besta leikmanns, Vivianne Miedema, en hún sleit krossband í desember Meira
15. júlí 2023 | Íþróttir | 50 orð | 1 mynd

Hvernig verður E-riðillinn á HM?

Vinna Bandaríkin heimsmeistaramót kvenna í fótbolta í þriðja skiptið í röð? Fær lið Víetnam stóra skelli í óvæntri frumraun sinni á heimsmeistaramóti? Verður viðureign Hollands og Portúgals í fyrstu umferð hreinn úrslitaleikur um hvort liðið kemst… Meira
15. júlí 2023 | Íþróttir | 242 orð | 1 mynd

Mark á 2. mínútu dugði Blikum í Úlfarsárdal

Breiðablik sótti þrjú stig í Úlfarsárdal í gærkvöld með því að sigra Fram, 1:0, í Bestu deild karla í fótbolta, í leik sem var öllu rólegri en níu marka viðureign liðanna í heimaleik Blikanna í Árbænum í vor Meira
15. júlí 2023 | Íþróttir | 379 orð | 1 mynd

Sláandi slök frammistaða

Rúmlega sex þúsund áhorfendur, meirihluti þeirra kornungar knattspyrnustúlkur komnar beint af Símamótinu í Kópavogi, gátu ekki glaðst yfir mörgu á köldu sumarkvöldi á Laugardalsvellinum í gærkvöld. Þeir sáu íslenska landsliðið yfirspilað af Finnum… Meira

Sunnudagsblað

15. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 587 orð | 1 mynd

Að fara í hundana – Ég er skrítna konan með strolluna á eftir mér

Það eru fimm dýr á heimilinu þó ég eigi þau ekki öll. En ég sé um þau,“ segir Ásdís Ósk Erlingsdóttir, sem á tvo ketti og þrjá hunda. Hún getur ekki ímyndað sér lífið án dýra. „Kisan Rósa er elst, en hana fékk ég hjá Dýrahjálp Meira
15. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 104 orð | 1 mynd

Cruise er óður í áhættuatriði

glanni Tom Cruise er þekktur fyrir að leika öll sín áhættuatriði sjálfur. Í nýjustu Mission: Impossible-myndinni eru nokkur glæfraleg atriði og hefur eitt þeirra verið kallað það háskalegasta í sögu kvikmyndanna Meira
15. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 1512 orð | 1 mynd

Eflum mannauð með bættri lestrar- og félagsfærni

Það er á okkar ábyrgð sem eldri erum að efla lestrar- og félagsfærni allra barna. Tími er eitt það besta sem foreldri getur gefið barni sínu, búum til gæðastundir með lestri bóka og samræðum um innihald. Meira
15. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 395 orð | 1 mynd

Eldgos er eins og úrill górilla

Það eru engar ýkjur þegar ég segi að hann reis upp á afturfætur, barði á brjóst sér og öskraði á okkur. Nú voru góð ráð dýr. Meira
15. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 1173 orð | 1 mynd

Ég er á skjön við veruleikann

Ef ég verð fyrir jákvæðum áhrifum frá svæðinu sem ég er á, þá melti ég það og eima það og svo verður það minn úrgangur og mitt listaverk. Meira
15. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 725 orð | 1 mynd

Ég gæti átt hundrað hunda

Akkúrat núna á ég fjóra hunda af öllum stærðum og gerðum, kanarífugl, hamstur og kanínu,“ segir Svanhvít Tryggvadóttir. „Fyrst fengum við bræðurna Tuma og Max sem eru af lhasa-apso-kyni, en þeir koma frá Lhasa í Tíbet og eru munkahundar sem pössuðu upp á klaustrin; eins konar dyrabjöllur Meira
15. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 689 orð | 1 mynd

Ég lifi og hrærist í þessu

Núna eigum við sjö hunda og fjóra páfagauka en höfum í gegnum tíðina verið með naggrísi, hænur, kanínur, ketti og ýmis önnur dýr. Það er frekar rólegt akkúrat núna,“ segir Erla Heiðrún Benediktsdóttir og segist alltaf hafa elskað dýr Meira
15. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 322 orð | 1 mynd

Fegurðin í einfaldleikanum

Segðu mér frá tónleikunum ykkar Kristjönu. Við höldum nú tónleika í Iðnó og á Græna hattinum en við vorum gjarnan með umfangsmiklar tónleikaferðir, þar til covid. Nú er kominn tími til að hittast aftur og leika okkur aðeins Meira
15. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 794 orð | 1 mynd

Fengsæl sókn á óviss mið

Hinn mikli fjárhagslegi ábati sem stofnendur, starfsmenn og fjárfestar í Kerecis hafa nú uppskorið ætti að vera hvatning. Meira
15. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 78 orð | 1 mynd

Finnskur ráðherra lék í þágu Úkraínu

Stuðningur Anders Adlercreutz, Evrópuráð­herra Finna, birti fyrir viku upptöku þar sem hann leikur á selló úkraínskt lag, tengt sjálfstæðisbaráttu Úkraínu. Lagið er frá fyrri heimsstyrjöld og nefnist Rauði úlfaberjarunninn á akrinum Meira
15. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 111 orð | 1 mynd

Frægðin enginn glamúr

Vinsæl Von er á nýrri plötu frá söngkonunni Ritu Ora. Hún heitir You and I. Ora sló í gegn fyrir 11 árum og fyrstu þrjú lögin hennar fóru beint í fyrsta sæti breska vinsældalistans Meira
15. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 339 orð | 6 myndir

Frekar þungt lestrarefni fyrir barn

Með bestu minningum æskunnar eru þegar ég fór með pabba á Borgarbókasafnið að skila bókum og fá þær lánaðar. Ég var algjör lestrarhestur sem krakki og byrjaði yfirleitt á þeim bókum sem ég hafði valið sjálf á bókasafninu, svo pabba bókum og að lokum bókunum hennar mömmu Meira
15. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 60 orð | 1 mynd

Gervigreindarlist á tvíæringi

List Munir úr smiðju vélmennisins Ai-Du voru til sýnis á hönnunartvíæringnum í London í upphafi mánaðar. Ai-Da nýtir sér gervigreindarreiknirita til hönnunarinnar. „Ég er ekki með hugsanir og tilfinningar eins og menn,“ sagði Ai-Da við AFP Meira
15. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 938 orð | 1 mynd

Gosfret & sumarhret

Sumar gerði óvænt í landinu, sem varði langt fram á þessa viku. Sumarhretið reyndist þó ekki langt undan. Um liðna helgi hurfu þó flestar fréttir í skuggann af sölu Kerecis til alþjóðslegs heilbrigðisrisa og ljóst að þann dag varð til fjöldi… Meira
15. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 1107 orð | 6 myndir

Grimmdarverk og hetjudáð

Kraká í Póllandi er dásamleg borg sem ljúft er að heimsækja enda talin meðal fegurstu borga Evrópu. Torgið í miðbænum er vinsælt meðal ferðamanna, þar er hægt að eiga þægilegar stundir með því einu að setjast niður á einum af fjölmörgum… Meira
15. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 1197 orð | 2 myndir

Langt að komnir doktorsnemar

Þeir sem láta sig dreyma um að Kúrdistan verði sjálfstætt ríki gera það ekki af óvild við aðra. Meira
15. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 787 orð | 1 mynd

Leiklist, laxveiði og lífsstílsbjór

Styrmir Elí var nýlentur frá New York daginn sem hann hitti blaðamann í myndveri Árvakurs, en hann er gestur Dagmála í þætti sem fer í loftið 18. júlí. Styrmir er kominn til að ræða leiklistina, laxveiðina og nýjan bjór sem hann og félagar hans hafa sett á markað nýlega Meira
15. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 1124 orð | 1 mynd

Lítill her af mótmælendum

Ég á í augnablikinu fjóra smáhunda og tvær kisur. Kisurnar heita Winston og Yuki og það er varla hægt að segja að þær hafi lögheimili hjá okkur yfir sumartímann. Við fengum þær frá Villiköttum og þær elska að hanga undir pallinum okkar, fylgjast með … Meira
15. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 1485 orð | 1 mynd

Samdi söngleik um glæpakvendi

Ég hélt auðvitað, eins og kannski margir Íslendingar af minni kynslóð, að allir söngleikir heimsins væru eftir Thorbjörn Egner. Meira
15. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 161 orð | 1 mynd

Sönn ánægja að reykja ekki

Höfundur bókarinnar „Hvernig hætta á að reykja,“ sem sagt var frá í Morgunblaðinu í júlí 1963, var ekki í vafa um að það væri auðvelt verk að hætta reykingum. Útgefandi bókarinnar virtist vera sömu skoðunar því hann hét hverjum kaupanda… Meira
15. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 599 orð | 1 mynd

Talað niður til kvenna

Þjóðfélagið er stútfullt af karlmönnum sem tala niður til kvenna og sjá ekkert athugavert við það. Meira
15. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 145 orð | 1 mynd

Tónsmíðanemi gaf út þrjú ótengd lög á einni viku

„Mér fannst bara eitthvað skemmtileg pæling að bomba þeim öllum út á einni viku, en samt sitt í hvoru lagi,“ segir Áslaug María Þórsdóttir Dungal, sem gaf lögin Just In Case, Cold Dreams og Einn Daginn út á dögunum Meira
15. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 135 orð | 2 myndir

Venus tötranna fuðrar upp

Eitt þekktasta listaverk Michelangelos Pistolettos brann til ösku í Napólí á Ítalíu á miðvikudag. Lögreglu grunar að kveikt hafi verið í verkinu og hefur heimilislaus maður verið handtekinn. Gaetano Manfredi, borgarstjóri Napólí, sagði að eldurinn… Meira
15. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 1058 orð | 2 myndir

Það sem fer inn kemur aftur út

Hópur manna í appelsínugulum samfestingum er eitthvað að bauka á sviðinu, tengja snúrur, stilla upp gítörum og gera klárt. Einn þeirra, sköllóttur með yfirvaraskegg, nemur staðar, dregur fram blöð og byrjar að muldra í hljóðnema Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.