Anton Guðjónsson anton@mbl.is Það sem af er ári hefur vinnustaðaeftirlit ASÍ og stéttarfélaganna tilkynnt þrjú mansalsmál á Íslandi. Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri eftirlitsins, segir greinilega þörf á eftirlitinu. Hún segir aukningu hafa orðið á vinnustaðabrotum í ferðaþjónustunni og tengdum þjónustustörfum eftir covid-faraldurinn. „Eftir því sem ferðaþjónustan vex, þá vissulega sjáum við meira um brot og meira um alvarleg brot,“ segir Saga í samtali við Morgunblaðið.
Meira