Páll Vilhjálmsson, blaðamaður og kennari, bloggar um það að viðskiptaritstjóri breska ríkisútvarpsins, BBC, hafi setið við hlið yfirmanns Coutts banka í kvöldverðarboði, daginn áður en viðskiptaritstjórinn skrifaði fréttatíst um að bankinn hefði lokað reikningum Nigel Farage. „Forsætisráðherra Bretlands gagnrýnir samstarf viðskiptabanka og ríkisútvarpsins um að knésetja mann með ,,rangar" skoðanir,“ skrifar Páll.
Meira