Greinar föstudaginn 21. júlí 2023

Fréttir

21. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 294 orð | 1 mynd

Allt uppbókað í Grindavík

Samkvæmt tölum Ferðamálastofu þá gengu 2.186 manns að gosinu við Litla-Hrút á miðvikudag og yfir 3.000 manns daginn þar á undan. Ferðamennirnir leggja oft leið sína í gegnum Grindavík og þar á bæ er því nóg að gera Meira
21. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 652 orð | 1 mynd

„Djöfulleg nótt“ í hafnarborgunum

Rússar réðust á hafnarborgir Úkraínu þriðju nóttina í röð í fyrrinótt og féllu tveir í árásum Rússa á Ódessu og Míkolaív. Rússar skutu 19 stýriflaugum og 19 írönskum sjálfseyðingardrónum á hafnarborgirnar tvær og náðu loftvarnir Úkraínu að skjóta niður fimm af stýriflaugunum og 13 af drónunum Meira
21. júlí 2023 | Fréttaskýringar | 676 orð | 3 myndir

Ekki öll von úti fyrir mótherja Trumps

Sviðsljós Hermann N. Gunnarsson hng@mbl.is Æ meiri hiti er í forvali Repúblikana á tilnefningu forsetaefnis þeirra. Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti mælist með um og yfir 50%, Ron DeSantis ríkisstjóri Flórída mælist með hátt í 25% og restin af frambjóðendunum mælist jafnan með undir 7% fylgi. Ber þar helst að nefna Mike Pence, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóra Suður-Karólínu, og öldungadeildarþingmanninn Tim Scott. Meira
21. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 101 orð

Eldgosamyndir til styrktar Landsbjörg

Næstu fjórtán daga má líta nýjar ljósmyndir af eldgosinu við Litla-Hrút í Gallerí Kofa á Hafnartorgi. Hefur hópur ljósmyndara tekið sig saman og lagt verk sín á sýninguna til styrktar Slysavarnafélaginu Landsbjörg og rennur allur ágóði af sölu ljósmyndanna til stuðnings starfi björgunarsveitarinnar Meira
21. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 411 orð | 2 myndir

Eldri borgarar á Húsavík í ham

Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Meira
21. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 273 orð | 2 myndir

Erill á bráðamóttökunni og veiran enn til staðar

Már Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri lyflækn­inga- og bráðaþjón­ustu, seg­ir í sam­tali við mbl.is að mjög er­ilsamt hafi verið á bráðamót­töku Land­spít­al­ans í sum­ar. Hann seg­ir ýms­ar ástæður fyr­ir því og nefn­ir meðal ann­ars fjölda slysa… Meira
21. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Erlendur Jónsson

Erlendur Jónsson, kennari, rithöfundur og bókmenntagagnrýnandi, lést á Landakoti 17. júlí síðastliðinn, 94 ára að aldri. Erlendur fæddist 8. apríl 1929 á Geithóli í V-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Stefanía Guðmundína Guðmundsdóttir ljósmóðir og Jón Ásmundsson bóndi Meira
21. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 262 orð

Fordæma komu kafbáts

Kang Sun-nam varnarmálaráðherra Norður-Kóreu hótaði því í gær að heimsókn kjarnorkuknúins kafbáts frá Bandaríkjunum til Suður-Kóreu gæti fallið undir þau skilyrði sem Norður-Kóreumenn hafa sett sér fyrir beitingu kjarnorkuvopna Meira
21. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 147 orð | 2 myndir

Gat myndast sem þarf að fylla í

„Skjaldbreið er allt annað kerfi en það er náttúrulega ekkert því til fyrirstöðu að þar gerist eitthvað, síðast þegar Reykjaneseldar voru gaus líka í vesturgosbeltunum og á Snæfellsnesi,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur við… Meira
21. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Glóandi hraunbreiðan er mikilfengleg við gosstöðvarnar við Litla-Hrút

Ný útsýnisþyrla Norðurflugs flaug í gær yfir hraunbreiðuna sem myndaðist eftir að barmur gígsins brast í upphafi vikunnar. Mikil hrauntjörn myndaðist í kjölfarið en hraunið er þó tekið að streyma aftur um farveginn sem það rann um fyrir fall gígbarmsins Meira
21. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

HM-gleði í Eyjaálfu

Heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu hófst á besta mögulega hátt fyrir báðar gestgjafaþjóðirnar í gærmorgun. Á Nýja-Sjálandi var sérstaklega fagnað óvæntum en sætum sigri gegn Noregi, 1:0, og í Ástralíu unnu heimakonur sigur gegn Írlandi, 1:0 Meira
21. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 375 orð | 2 myndir

Íslenskt danspar á heimsmælikvarða

„Ég vissi að þau ættu eftir að ná langt um leið og ég sá þau dansa fyrst saman,“ segir Auður Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Dansíþróttafélags Hafnarfjarðar (DÍH), í samtali við Morgunblaðið um íslenska stjörnudansparið Alex Gunnarsson og Ekaterinu Bond Meira
21. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Kissinger kominn aftur til Kína

Xi Jinping forseti Kína tók vel á móti Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Peking í gær. Kallaði Xi Kissinger „okkar gamla vin“, en Kissinger, sem varð hundrað ára gamall fyrr á árinu, lék lykilhlutverk þegar… Meira
21. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Kjarnorkukafbátur í Faxaflóanum

Bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS Delaware var í fylgd með varðskipinu Þór í gær fyrir utan Helguvík og fram að ytri mörkum landhelginnar í Stakksfirði. Erindið var þjónustuheimsókn en 18. apríl tilkynnti Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra að slíkum … Meira
21. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 378 orð | 1 mynd

Siðmennt fagnar auknu eftirliti með trúfélögum

„Okkur finnst þetta mjög gott mál,“ segir Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi, um áform dómsmálaráðuneytisins um gerð frumvarps sem felur í sér hertar aðgerðir gegn peningaþvætti og aukið… Meira
21. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 875 orð | 2 myndir

SKE segist hafa átt frumkvæðið

Ólafur E. Jóhannsson Andrés Magnússon „Þetta er ekki verktakasamningur heldur samningur á milli ráðuneytisins og Samkeppniseftirlitsins sem gerir eftirlitinu kleift að ráðast í athugun á stjórnunar- og eignatengslum í samræmi við lagaskyldur sínar og þegar verkefninu lýkur verður gerð skýrsla sem birt verður opinberlega og ráðuneytið fær að sjá um leið og allir aðrir,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, og bætir því við að lagaheimildir séu fyrir hendi til að gera slíka samninga. Meira
21. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Sumar fiskbúðir lokaðar í sumar

Farið er að bera á skorti á ferskum fiski á markaði eftir að strandveiðar voru stöðvaðar 12. júlí. Guðbjörg Glóð Logadóttir eigandi Fylgifiska segir að skorturinn sé þó ekki að fullu kominn fram. Dyggir viðskiptavinir nokkurra fiskbúða á… Meira
21. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 250 orð

Svör Páls Gunnars sögð aumkunarverð

„Mér finnst svör Páls Gunnars Pálssonar við athugasemdum okkar aumkunarverð,“ segir Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hf. í samtali við Morgunblaðið, en hann var spurður álits á ummælum Páls Gunnars um að Samkeppniseftirlitið hefði… Meira
21. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Tvær Druslugöngur um helgina

Druslugangan fer fram á tveimur stöðum á morgun, laugardag; í Reykjavík og á Sauðárkróki. Í Reykjavík verður lagt af stað frá Hallgrímskirkju klukkan 14 en á Sauðárkróki hefst gangan klukkan 13 við Árskóla Meira
21. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Týr ekki Þór

Í frétt af sölu gömlu varðskipanna úr landi, Ægis og Týs, í blaðinu í gær var ranglega talað um Þór þegar átti að standa Týr. Er beðist velvirðingar á mistökunum. Meira
21. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 549 orð | 1 mynd

Uggandi yfir bílastæðum

„Við höfum aðallega áhyggjur af því að búið sé að opna Vigdísarvelli eða veginn að Vigdísarvöllum og þar eru náttúrulega minjar bæjarstæðis sem við höfum svolitlar áhyggjur af núna og menn frá okkur eru að fara til þess að skoða aðstæður og… Meira
21. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 392 orð | 3 myndir

Vinna þrívíddarlíkön af hraunhellum á Surtsey

Elísa A. Eyvindsdóttir elisa@mbl.is Fjölmennur hópur vísindamanna frá Náttúrufræðistofnun Íslands og samstarfsaðilar hafa síðustu daga verið við árlega vöktun í Surtsey en 60 ár verða liðin í nóvember nk. frá því að eyjan myndaðist eftir að neðansjávargos hófst um 18 km suðvestur af Heimaey. Átti eyjan þá eftir að stækka á þeim þremur árum sem gosið stóð yfir. Meira
21. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Ýmis álitaefni í verksamningnum

Samningurinn um athugun Samkeppniseftirlitsins (SKE) var gerður hinn 19. september 2022, en athugunin var sögð í samstarfi við Fiskistofu, Skattinn og Seðlabankann, en Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SKE, undirrituðu hann Meira

Ritstjórnargreinar

21. júlí 2023 | Leiðarar | 603 orð

Innanlandsflugvöllur

Ef þrjú eldgos duga ekki til að fólk skipti um skoðun, hvað þarf þá til? Meira
21. júlí 2023 | Staksteinar | 192 orð | 2 myndir

Þú gætir verið næstur

Páll Vilhjálmsson, blaðamaður og kennari, bloggar um það að viðskiptaritstjóri breska ríkisútvarpsins, BBC, hafi setið við hlið yfirmanns Coutts banka í kvöldverðarboði, daginn áður en viðskiptaritstjórinn skrifaði fréttatíst um að bankinn hefði lokað reikningum Nigel Farage. „Forsætisráðherra Bretlands gagnrýnir samstarf viðskiptabanka og ríkisútvarpsins um að knésetja mann með ,,rangar" skoðanir,“ skrifar Páll. Meira

Menning

21. júlí 2023 | Menningarlíf | 138 orð | 1 mynd

Áskrifendum Netflix fjölgar á ný

Áskrifendum að streymisveitunni Netflix hefur fjölgað um 5,9 milljónir síðan í mars þegar stjórnendur ákváðu að taka fyrir þann möguleika að fólk gæti deilt lykilorðum sínum með öðrum heimilum. Í júní var heildarfjöldi áskrifenda því orðinn 238 milljónir manns á heimsvísu Meira
21. júlí 2023 | Menningarlíf | 232 orð | 1 mynd

Húsleit gerð vegna andláts Shakurs

Lögreglan í Las Vegas framkvæmdi í vikunni húsleit í úthverfi borgarinnar vegna rannsóknar sinnar á morðinu á rapparanum Tupac Shakur fyrir nærri þremur árutugum. Shakur var myrtur á hátindi ferils síns, aðeins 25 ára gamall, þegar hann var skotinn til bana 13 Meira
21. júlí 2023 | Menningarlíf | 104 orð | 1 mynd

Jazz undir fjöllum á laugardag

Jazz undir fjöllum, árleg djasshátíð í Skógum undir Eyjafjöllum, verður haldin í 20. sinn laugardaginn 22. júlí. Píanóleikarinn Agnar Már Magnússon og saxófónleikarinn Sigurður Flosason spinna út frá íslenskum þjóðlögum og sálmum í Skógakirkju kl Meira
21. júlí 2023 | Menningarlíf | 144 orð | 1 mynd

Titlum sem reynt er að banna fjölgar enn

Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað opið bréf til stjórnenda skólabókasafna í Bandaríkjunum þar sem hann gagnrýnir harðlega tilraunir hægra öfgafólks til að banna ákveðnar bækur á opinberum bókasöfnum landsins Meira
21. júlí 2023 | Menningarlíf | 387 orð | 2 myndir

Tónlist sem bragð er að

Tónlistar- og kvikmyndagerðarmaðurinn Elvar Gunnarsson er ekki við eina fjölina felldur. Hann er einn af stofnmeðlimum XXX Rottweiler og Afkvæma guðanna og hefur samið tónlist fyrir kvikmyndir og stuttmyndir, þar á meðal fyrir sína eigin kvikmynd í fullri lengd, It Hatched frá 2021 Meira
21. júlí 2023 | Menningarlíf | 790 orð | 2 myndir

Verkin unnin í miðju þjóðarmorði

Jóna Gréta Hilmarsdóttir jonagreta@mbl.is Sýningin Innilega þægilegt verður opnuð á morgun, laugardag, kl. 16 í Gallery Porti við Laugaveg. Þar sýna hjónin Óskar Hallgrímsson og Ma Riika ofin verk sem þau unnu saman í Úkraínu ári eftir innrás Rússa á vinnustofu sinni í miðborg Kænugarðs. Sýningin stendur til 10. ágúst og er opin miðvikudaga til sunnudags, milli kl. 12 og 18. Meira

Umræðan

21. júlí 2023 | Aðsent efni | 792 orð | 1 mynd

Aukin hætta er af veikingu Rússlands

Nú þegar ósigur hernaðarbröltsins er yfirvofandi þarf Pútín að huga vandlega að framtíð sinni. Meira
21. júlí 2023 | Pistlar | 403 orð | 1 mynd

Landnotkun og loftslag

Í mars á þessu ári gaf milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna, IPCC, út skýrslu um loftslagsbreytingar. Niðurstöður skýrslunnar eru að athafnir af mannavöldum hafi nú þegar leitt til hlýnunar loftslags um 1,1 gráðu frá iðnbyltingu og að allar líkur séu… Meira
21. júlí 2023 | Aðsent efni | 324 orð | 1 mynd

Rafbílar á Vestfjörðum – Ráðherra á villigötum

Aukning í dísilbruna á Vestfjörðum notast til húshitunar þrátt fyrir að búnaður og flutningsgeta til notkunar á endurnýjanlegri orku sé til staðar. Meira
21. júlí 2023 | Aðsent efni | 913 orð | 1 mynd

Strandveiðar úr kvótakerfi

Í ljósi reynslunnar síðustu þrjú árin er það skoðun undirritaðs að strandveiðarnar verði að skilja frá kvótakerfinu Meira

Minningargreinar

21. júlí 2023 | Minningargreinar | 2503 orð | 1 mynd

Guðjón Kristján Benediktsson

Guðjón Kristján Benediktsson fæddist 31. október 1937 og ólst upp í Hnífsdal við Ísafjarðardjúp. Hann lést 13. júlí 2023. Foreldrar Guðjóns voru Benedikt Halldórsson verkamaður, f. 19. maí 1904 í Miðhúsum í Ísafjarðardjúpi, d Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2023 | Minningargreinar | 1786 orð | 1 mynd

Gunnar Magnússon

Gunnar Magnússon fæddist á Bjargi við Strandgötu á Ólafsfirði 4. ágúst 1933. Gunnar lést á Hjúkrunarheimilinu Grund 8. júlí 2023. Foreldrar hans voru þau Guðfinna Pálsdóttir húsmóðir og Magnús Gamalíelsson útgerðarmaður á Ólafsfirði Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2023 | Minningargreinar | 1515 orð | 1 mynd

Jóhanna Sigfúsdóttir

Jóhanna Sigfúsdóttir fæddist 6. maí 1937 í Hafnarfirði. Hún lést á Hrafnistu Hraunvangi 23. júní 2023. Foreldrar Jóhönnu voru Sigfús Sigmar Magnússon, sjómaður og fiskmatsmaður, f. 13. júlí 1905, d. 19 Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2023 | Minningargreinar | 3025 orð | 1 mynd

Móeiður Guðrún Skúladóttir

Móeiður Guðrún Skúladóttir fæddist í Keflavík 10. febrúar 1938. Hún lést á gjörgæsludeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja 12. júlí 2023 í Keflavík. Foreldrar hennar voru Skúli Oddleifsson frá Langholtskoti, f Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2023 | Minningargreinar | 2092 orð | 1 mynd

Ragnar Smári Ólafsson

Ragnar Smári Ólafsson fæddist í Keflavík 27. október 1958. Hann lést eftir stutt veikindi á heimili sínu, Háuborg í Eyjafjarðarsveit, 2. júlí 2023. Foreldrar hans voru hjónin Þórveig Sigurðardóttir kennari, f Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2023 | Minningargreinar | 2570 orð | 1 mynd

Sigríður Herdís Guðmundsdóttir

Sigríður Herdís Guðmundsdóttir fæddist í Borgarnesi 30. mars 1946. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 9. júlí 2023. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Sverrisson bóndi frá Hvammi í Norðurárdal, f Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2023 | Minningargreinar | 1196 orð | 1 mynd

Sigþór Ólason

Sigþór Ólason fæddist 30. mars 1935 á bænum Tungu, í landi Ytri-Ár, á Kleifum í Ólafsfirði. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku á Ólafsfirði 10. júlí 2023. Foreldrar hans voru Jón Óli Magnússon, f Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2023 | Minningargreinar | 1627 orð | 1 mynd

Steinunn Guðbrandsdóttir

Steinunn Guðbrandsdóttir fæddist á Kleifum á Selströnd 5. febrúar 1930. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 5. júlí 2023. Foreldrar hennar voru hjónin Margrét Guðmundsdóttir, f. 20. september 1911, d Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

21. júlí 2023 | Viðskiptafréttir | 661 orð | 2 myndir

Kerinu hefur gengið glimrandi vel

Kári Freyr Kristinsson karifreyr@mbl.is „Ég get ekki sagt þér annað en að það hafi gengið glimrandi vel,“ segir Óskar Magnússon, einn af eigendum Kerfélagsins ehf., í samtali við Morgunblaðið, spurður hvernig reksturinn hafi gengið það sem af er sumri. Meira
21. júlí 2023 | Viðskiptafréttir | 113 orð

Telja Hreyfil brotlegan gegn samkeppnislögum

Samkeppniseftirlitið, SKE, telur leigubílastöðina Hreyfil sennilega seka um ólögmætt samráð og misnotkun á markaðsráðandi stöðu með því að banna leigu­bíl­stjór­um sem keyra fyr­ir Hreyf­il að keyra einnig fyr­ir aðrar leigu­bílastöðvar, á borð við Hopp Meira

Fastir þættir

21. júlí 2023 | Í dag | 891 orð | 2 myndir

Alltaf gaman að kenna

Þrúður Kristjánsdóttir fæddist 21. júlí 1938 á Ísafirði. Æskuslóðirnar voru Reykjarfjörður, Látravík og Ísafjörður frá 5 ára aldri. „Sumardvöl mín var frá fimm ára til 13 ára, eitt sumar í Reykjarfirði og síðan átta sumur á Höfðaströnd í… Meira
21. júlí 2023 | Dagbók | 76 orð | 1 mynd

Burger King með Barbie-borgara

Skyndibitakeðjan Burger King hefur í gegnum tíðina sýnt fram á ákveðna dirfsku þegar kemur að matargerð. Svo virðist sem það muni ekki breytast í bráð en útibú keðjunnar í Brasilíu kynnti á dögunum að þar yrði nú boðið upp á Barbie-hamborgara Meira
21. júlí 2023 | Í dag | 174 orð

Í klóm Zia. S-Enginn

Norður ♠ G9763 ♥ Á863 ♦ – ♣ KG52 Vestur ♠ K1085 ♥ 72 ♦ 1032 ♣ D974 Austur ♠ D2 ♥ KG9 ♦ 98754 ♣ Á106 Suður ♠ Á4 ♥ D1054 ♦ ÁKDG6 ♣ 83 Suður spilar 4♥ Meira
21. júlí 2023 | Í dag | 108 orð | 1 mynd

Jón Karlsson

40 ára Jón er frá Djúpavogi en býr í Laugardalnum í Reykjavík. Hann er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og er framkvæmdastjóri vottunarstofunnar iCert. Jón rekur einnig einkaþjálfun í fótbolta sem nefnist Battar, en hann spilaði í meistaraflokki með … Meira
21. júlí 2023 | Í dag | 66 orð

Málið

Þegar okkur (tvo karla!) greinir á um (kemur ekki saman um) það t.d. hve mörg n séu í Þráinn í þolfalli sést ekki hvort okkur er í þol- eða þágufalli Meira
21. júlí 2023 | Í dag | 30 orð | 1 mynd

Nýr borgari

Reykjavík Rakel Sara Jónsdóttir fæddist 23. júlí 2022 kl. 20.22 á Landspítalanum. Hún vó 3.179 g og var 50 sm löng. Foreldrar hennar eru Jón Karlsson og Anna Lilja Henrysdóttir. Meira
21. júlí 2023 | Í dag | 169 orð | 1 mynd

Skák

1. Rf3 c5 2. g3 g6 3. Bg2 Bg7 4. 0-0 Rc6 5. c3 e5 6. d3 Rge7 7. a3 d6 8. b4 a6 9. Rbd2 0-0 10. bxc5 dxc5 11. Hb1 Hb8 12. a4 h6 13. Re4 b6 14. a5 Rxa5 15. Rxc5 Dc7 16. Rb3 Rxb3 17. Dxb3 b5 18. Ba3 Be6 19 Meira
21. júlí 2023 | Dagbók | 179 orð | 1 mynd

Tvær gjörólíkar myndir sameinast

Barbenheimer er fyrirbæri þar sem tvær gjörólíkar myndir, gefnar út samdægurs, sameinast. Myndirnar tvær gætu ekki verið ólíkari. Í Barbie fer Margot Robbie með hlutverk Barbie-dúkku í tilvistarkreppu en Cillian Murphy fer með hlutverk eins… Meira
21. júlí 2023 | Í dag | 276 orð

Vísur eftir og um presta

Prestavísur, sem séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup tók saman, er skemmtileg bók og margt vel kveðið, – vísur eftir og um presta: Þegar sr. Hjálmar Jónsson var á Bólstað kenndi hann við Húnavallaskóla Meira

Íþróttir

21. júlí 2023 | Íþróttir | 154 orð | 1 mynd

Áhugamaður sló í gegn á fyrsta hring

Lítt þekktur suðurafrískur áhugamaður, Christo Lamprecht, kom skemmtilega á óvart á fyrsta degi The Open, risamótsins í golfi, sem hófst í Liverpool á Englandi í gær. Lamprecht, sem líkist frekar körfuboltamanni en kylfingi, 203 sentimetrar á hæð,… Meira
21. júlí 2023 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Fernandes tekur við sem fyrirliði

Portúgalinn Bruno Fernandes hefur verið skipaður nýr fyrirliði enska knattspyrnuliðsins Manchester United. Hann tekur við af Harry Maguire sem var settur af á dögunum og er líklega á förum frá félaginu Meira
21. júlí 2023 | Íþróttir | 176 orð | 1 mynd

Fimm nýliðar í landsliðshópnum

Fimm nýliðar eru í landsliðshópi karla í körfubolta sem Craig Pedersen landsliðsþjálfari tilkynnti í gær, fyrir undirbúning vegna leikja í undankeppni Ólympíuleikanna um miðjan ágúst. Það eru Almar Orri Atlason og Ólafur Björn Gunnlaugsson, sem… Meira
21. júlí 2023 | Íþróttir | 138 orð | 1 mynd

Fjórða sæti eftir þrjá sigra á átta dögum

Á aðeins átta dögum hefur tímabilið hjá Leiknismönnum úr Reykjavík í 1. deild karla í fótbolta snúist gjörsamlega við. Ekki er langt síðan þeir voru í fallsæti en eftir þrjá sigurleiki á átta dögum, þann þriðja gegn Þrótti úr Reykjavík, 3:2, í… Meira
21. júlí 2023 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Fylgir bróður sínum til Lille

Haukur Andri Haraldsson, 17 ára knattspyrnumaður frá Akranesi, er genginn til liðs við franska félagið Lille. Hann fylgir því bróður sínum, Hákoni Arnari, sem var seldur þangað frá FC Köbenhavn í vikunni Meira
21. júlí 2023 | Íþróttir | 414 orð | 2 myndir

Gleðistundir gestgjafanna

Mikil gleði ríkir í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi eftir óskabyrjun beggja liðanna á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta en báðar heimaþjóðirnar unnu sinn leik í fyrstu umferðinni í gær. Stemningin er sérstaklega mikil á Nýja-Sjálandi eftir sigur á Noregi, 1:0, sem teljast frekar óvænt úrslit Meira
21. júlí 2023 | Íþróttir | 45 orð | 1 mynd

Nýja umspilið eykur spennuna

Eftir þrjá sigra á átta dögum eru Leiknismenn úr Breiðholti komnir úr fallbaráttu í spennandi toppbaráttu í 1. deild karla í fótbolta en þeir unnu Þrótt í Reykjavíkurslag í gærkvöld. Útlit er fyrir að nýtt umspil geri deildina mun meira spennandi en áður Meira
21. júlí 2023 | Íþróttir | 614 orð | 1 mynd

Sannfærandi KA-menn

KA er komið í aðra umferð Sambandsdeildar karla í fótbolta eftir fína frammistöðu gegn Connah’s Quay Nomads frá Wales í seinni leiknum á útivelli í gærkvöld og sigur þar, 2:0. Víkingar eru hins vegar úr leik eftir mikla spennu á lokamínútunum… Meira
21. júlí 2023 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

Spennan eykst í toppslag 1. deildar

HK og Grótta töpuðu í gærkvöld mikilvægum stigum í toppbaráttu 1. deildar kvenna í knattspyrnu þegar liðin biðu lægri hlut fyrir Fram og Aftureldingu. Nýliðar Fram unnu sinn þriðja sigur í fjórum leikjum, 2:1 gegn HK í Úlfarsárdal, og eru komnir í góða fjarlægð frá fallsætunum Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.