Greinar laugardaginn 22. júlí 2023

Fréttir

22. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 324 orð | 1 mynd

Áform um að víkka lyfjaávísunarheimild

Heilbrigðisstarfsmönnum svo sem lyfjafræðingum verður veitt aukin heimild til lyfjaávísana, verði væntanlegt frumvarp til breytinga á lyfjalögum að lögum. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti nýverið áform um lagabreytinguna í samráðsgátt Meira
22. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 533 orð | 1 mynd

Eyðilögðu vöruhús í Ódessa-borg

Rússneski herinn réðist á hafnarborgina Ódessu í fyrrinótt, fjórðu nóttina í röð. Skutu þeir Kalibr- stýriflaugum af Svartahafi, sem flugu lágt til… Meira
22. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Faxi tekinn af stalli sínum

Höggmyndin Faxi, eftir Ragnar Kjartansson, hefur verið tekin af stalli sínum við Faxatorg á Sauðárkróki. Þar hefur Faxi staðið frá árinu 1971, er hann var afhjúpaður í tilefni 100 ára afmælis byggðar á Sauðárkróki Meira
22. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Fimmti sigur Breiðabliks í röð

Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu sinn fimmta leik í röð í öllum keppnum er liðið vann sannfærandi 3:1-heimasigur á ÍBV í fyrsta leik 16. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöldi. Miðverðirnir Damir Muminovic og Viktor Örn Margeirsson… Meira
22. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 122 orð

Flugu með kókaín frá Helsinki

Maður og kona hlutu á fimmtudag fimm mánaða dóm fyr­ir Héraðsdómi Reykja­ness fyr­ir að hafa staðið að inn­flutn­ingi á rúm­um 233 grömm­um af kókaíni af styrk­leik­an­um 78 til 79 pró­sent til lands­ins með flugi frá Hels­inki í Finn­landi til Kefla­vík­ur 20 Meira
22. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Fyrsta brautin sem Íslendingar leggja

Ný akbraut á Keflavíkurflugvelli var formlega tekin í notkun í gær. Akbrautin tengir saman flughlað flugstöðvarinnar og flugbraut. En hvað á brautin að heita? Mike, samkvæmt tilkynningu Isavia. Fyrsta flugvélin sem ók eftir Mike var Icelandair-vélin Fagradalsfjall, en vélin var á leið til Óslóar Meira
22. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Gosmóðan lagðist yfir höfuðborgina

Gosmóða lá yfir Reykjavík í gær og voru loftgæði verri en undanfarna daga eins og sjá má á þessari mynd sem sýnir vel þokukennt loftið yfir Landspítalanum í Fossvogi. Lítt grillti í Esjuna sem og önnur fjöll í nágrenni höfuðborgarsvæðisins Meira
22. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Göngubrúin boðin út

Vegagerðin hefur boðið út samsetningu og uppsetningu færanlegrar göngu- og hjólabrúar yfir Reykjanesbraut (Sæbraut) milli Snekkjuvogs og Tranavogs, ásamt lyftum. Eins og fram hefur komið á heimasíðu Reykjavíkurborgar er brúnni ætlað að bæta… Meira
22. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Hinsta förin frá Hallgrímskirkju

Útför Jóns Blæs Jónssonar Knudsen, Jónba, var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Félagar hans í mótorhjólaklúbbnum Sleipnir MC fylgdu honum síðasta spölinn og var röð mótórhjólanna mikilfengleg á Hringbrautinni þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferðinni Meira
22. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 453 orð | 1 mynd

Íslenska vegabréfið tryggir aðgang að 182 löndum

Íslenska vegabréfið er í 10. sæti á lista yfir þau vegabréf sem tryggja mesta ferðafrelsið og Singapúr trónir á toppi listans en með vegabréf þess lands ertu velkominn í 192 lönd án vegabréfsáritunar Meira
22. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 427 orð | 1 mynd

Keppt um besta götubitann á landinu

Götubitahátíð Íslands 2023 verður haldin í Hljómskálagarðinum nú yfir helgina. Er hátíðin unnin í samstarfi við „European Street Food Awards“, en vænta má stærstu hátíðarinnar fram til þessa Meira
22. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 356 orð | 2 myndir

Kjalarnesvegurinn loks tvöfaldur

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Tvöföldun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frá Varmahólum að Vallá rétt sunnan við Grundarhverfið er nú orðin að veruleika og þar er nú tilbúinn 2+2-vegur. Þetta er hluti af hringveginum, alls 4,1 kílómetri. Ístak hf. hefur haft framkvæmdir þessar með höndum og nú er aðalbrautin tilbúin. Enn er þó ýmislegt ógert í hliðarvegum og á göngu- og hjólastígum, en þeim verkþáttum lýkur í haust. Meira
22. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 281 orð | 1 mynd

Kópavogur enn vinabær Wuhan

Kópavogsbær og borgin Wuhan í Kína eru ennþá vinabæir samkvæmt samkomulagi sem undirritað var árið 2007. Þetta staðfestir Sigríður Björg Tómasdóttir almannatengill Kópavogsbæjar í samtali við Morgunblaðið Meira
22. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Kölluðu dauða yfir Svíþjóð

Fjölmenn mótmæli voru í höfuðborgum Írans og Íraks í gær, en mótmælendur lýstu yfir reiði sinni gagnvart því að sænsk stjórnvöld hefðu veitt leyfi fyrir mótmælum þar sem Kóraninn er vanhelgaður. Mikill mannfjöldi kom saman í Teheran, höfuðborg… Meira
22. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Leggur á bann við sölu á grágæs

Bannað verður að bjóða til sölu eða selja grágæs eða afurðir hennar frá og með 20. ágúst nk. þegar veiðitímabilið hefst. Útflutningur verður einnig óheimill. Þó verður leyfilegt að selja uppstoppaða fugla þessarar tegundar Meira
22. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 504 orð | 1 mynd

Markmiðið verndun stofnsins

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is „Markmiðið er fyrst og fremst að vernda grágæsastofninn en það skiptir líka máli að fólk geti stundað ábyrgar og sjálfbærar veiðar á grágæs, eins og verið hefur,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í samtali við Morgunblaðið. Meira
22. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 410 orð | 1 mynd

Mengun og mannekla við gosstöðvarnar

Enn er straumur fólks að gosstöðvunum og hafa viðbragðsaðilar í nægu að snúast. Illa hefur þó gengið að manna vaktir björgunarfólks á gossvæðinu við Litla-Hrút, en að sögn Boga Adolfssonar, fomanns björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, er fólk á faraldsfæti og erfiður tími til þess að manna allar vaktir Meira
22. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Metaðsókn á hjólreiðakeppni

Malarhjólreiðakeppnin Rift verður haldin í fjórða sinn nú um helgina. Keppnin er sú fjölmennasta frá upphafi og eru 1.200 þátttakendur skráðir, þar af flestir erlendir. Lagt er af stað frá Hvolsvelli og verður hægt að velja úr þremur vegalengdum: 200 km, 100 km eða 45 km Meira
22. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 308 orð | 1 mynd

Mun eiga samtal við háskólann

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra segir í samtali við Morgunblaðið að hún muni eiga samtal við Háskóla Íslands um mál Patreks Andrésar Axelssonar sem kvaðst ítrekað hafa verið hvattur til að hætta námi vegna fötlunar sinnar Meira
22. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 759 orð | 2 myndir

Myndin í veiðinni að verða skýrari

„Ég get bara sagt þér góðar fréttir,“ sagði Óttar Yngvason þegar blaðamaður óskaði frétta af hinni rómuðu Haffjarðará. „Við erum á svipuðu róli og í fyrra. Það er ágætis veiði, um hundrað laxar á viku Meira
22. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Nýr Búrfellsvegur að verða tilbúinn

Framkvæmdum við uppbyggingu, breikkun og klæðingu Búrfellsvegar í Grímsnesi, frá Klausturhólum að Búrfelli, lýkur í lok júlí. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Vegagerðarinnar. Verkið felst í styrkingu og klæðingu bundins slitlags ásamt… Meira
22. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Óvissa um framtíð Viðeyjarstofu

Verktakar sem sjá um rekstur á kaffihúsi og veisluþjónustu í Viðeyjarstofu hafa komið kvörtunum varðandi húsnæðið á framfæri við Reykjavíkurborg. Viðræður á milli Borgarsögusafns Reykjavíkur, hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, sem hefur yfirumsjón … Meira
22. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

Ráðuneytin í nýja Landsbankahúsið

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið mun færa skrifstofur sínar í nýja Landsbankahúsið við Austurbakka. Tvö ráðuneyti verða því í nýja Landsbankahúsinu, en hitt ráðuneytið er utanríkisráðuneytið eins og áður hefur verið greint frá Meira
22. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 108 orð

Réttarhöld hefjast í maí 2024

Aileen Cannon, settur dómari í skjalamálinu svonefnda, sem höfðað var á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, tilkynnti í gær að réttarhöldin yfir Trump myndu hefjast í maí 2024. Saksóknarar óskuðu þess að réttarhöldin myndu hefjast í… Meira
22. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 646 orð | 1 mynd

Samdráttur fram undan í malbikun

Hörður Vilberg hordur@mbl.is „Heilt yfir getur maður sagt að það sé verulegur samdráttur í bransanum,“ segir Sigþór Sigurðsson framkvæmdastjóri Colas og horfir þá til síðustu tveggja ára sem hafi verið góð í greininni en þá hafi mikið verið malbikað. „Peningar eru af skornum skammti hjá Vegagerðinni og sveitarfélögum. Þar spila væntanlega inn í verðbólga og vaxtastig og kreppuástandið hjá sveitarfélögunum.“ Meira
22. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 396 orð | 1 mynd

Sofið í lokrekkjum á Hverfisgötu

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur samþykkt beiðni um að hæðir 2-4 á Hverfisgötu 46 verði innréttaðar fyrir gististarfsemi. Áformað er að innrétta farfuglaheimili fyrir alls 190 gesti í „lokrekkjueiningum“ eins og það er orðað í umsókninni Meira
22. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Stórsöngvarinn Tony Bennett látinn

Bandaríski stórsöngvarinn Tony Bennett lést í gær, 96 ára að aldri. Ferill hans spannaði sjö áratugi, en hann varð m.a. elsti maðurinn til þess að ná efsta sæti bandaríska vinsældalistans árið 2014, en þá fór dúettaplata hans og Lady Gaga á toppinn Meira
22. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Uppsagnir blasa við

Malbikun gatna og vega er í uppnámi þar sem Vegagerðin og sveitarfélög hafa ekki nægilega fjármuni til að standa að nauðsynlegu viðhaldi. „Heilt yfir getur maður sagt að það sé verulegur samdráttur í bransanum,“ segir Sigþór Sigurðsson framkvæmdastjóri Colas Meira
22. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 579 orð | 1 mynd

Vafi um að samningurinn standist lögmætisregluna

„Niðurstaða okkar var sú að það sé vafamál hvort þessi samningur Samkeppniseftirlitsins og matvælaráðuneytisins og þar með beiðnin um gögn frá Brimi standist lögmætisregluna sem allar athafnir stjórnvalda verða að uppfylla,“ segir Grímur … Meira
22. júlí 2023 | Fréttaskýringar | 785 orð | 2 myndir

Vegrifflur mikilvæg öryggisráðstöfun

Gloppur er víða að finna í umferðinni og við hönnun vegakerfisins. Þar gætu svonefndar vegrifflur skipt mjög miklu máli í því skyni að efla umferðaröryggi á vegum landsins. Þetta segir Helgi Þorkell Kristjánsson, rannsóknarstjóri á umferðarsviði rannsóknarnefndar samgönguslysa Meira
22. júlí 2023 | Fréttaskýringar | 502 orð | 2 myndir

Vilja innrétta íbúðir við Austurvöll

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reitir fasteignafélag hefur sent Reykjavíkurborg fyrirspurn um hvort breyta megi efri hæðum húsa á lóð 12-14 við Austurstræti í íbúðir samkvæmt uppdráttum THG arkitekta. Þær eru ætlaðar til langtímaleigu enda skammtímaleiga óheimil á svæðinu. Meira
22. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Þinghaldi lokað vegna aldurs hinna ákærðu

Manndrápsmálið í Hafnarfirði var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær og ungmennunum fjórum kynnt ákæran. Um lokað þinghald var að ræða. Þá hefur verið greint frá því að réttarhöldin verði einnig lokuð þegar að þeim kemur vegna ungs aldurs þeirra ákærðu Meira

Ritstjórnargreinar

22. júlí 2023 | Staksteinar | 212 orð | 1 mynd

Blý, ekki gull

Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ræðir í pistli í Viðskiptablaðinu um það sem kallað hefur verið gullhúðun, en hún segir að væri réttara að nefna blýhúðun. Það sem um er að ræða er þegar innleiðing tilskipana Evrópusambandsins er framkvæmd þannig að regluverkið verði enn meira íþyngjandi en það sem ESB sendi frá sér. Hún segir fyrirbærið „íþyngjandi og gjarnan notað til að smygla óvinsælum ákvæðum fram hjá þinglegri meðferð.“ Meira
22. júlí 2023 | Reykjavíkurbréf | 1682 orð | 1 mynd

Glæp aldarinnar stolið fyrir framan nefið á þjóðinni

Tveir fyrrverandi forsetar Bandaríkjamanna lentu í kviðdómsúrtaki. Báðir mættu þeir þó, með öllum öðrum í kviðdómsúrtaksfund, en þetta var auðvitað ekki í sama málinu enda hvor frá sínu fylki. En hvorugur lögfræðihópurinn gat hugsað sér að hafa þá Obama forseta eða George W. Bush í sínum kviðdómi. Meira
22. júlí 2023 | Leiðarar | 681 orð

Misnotkun á opinberu valdi

Valdheimildum í samkeppnismálum má ekki misbeita í pólitísku skyni Meira

Menning

22. júlí 2023 | Menningarlíf | 81 orð | 1 mynd

Bjarni við flygilinn á Gljúfrasteini

Bjarni Frímann píanóleikari, hljómsveitarstjóri, kórstjóri og tónskáld mun spila á flygil skáldsins í stofunni á Gljúfrasteini á morgun, sunnudag, kl. 16. „Bjarni mun blaða í nótnasafni Halldórs Laxness og geta tónleikagestir átt von á að heyra… Meira
22. júlí 2023 | Menningarlíf | 156 orð | 1 mynd

Björgvin Ragnar leikur í Hörpu á morgun

Saxófónleikarinn Björgvin Ragnar Hjálmarsson kemur fram á tónleikum á morgun, sunnudag, kl. 16 í Hörpuhorni Hörpu. Aðgangur er ókeypis. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Velkomin heim sem FÍT-klassísk deild FÍH hefur staðið fyrir síðustu sex … Meira
22. júlí 2023 | Menningarlíf | 73 orð | 1 mynd

Björn býður til tónlistargarðveislu í dag

Þriðja sumarið í röð býður Björn Thoroddsen gítarleikari til útitónleika heima í garðinum sínum á Hringbraut 63 í Hafnarfirði, en tónleikarnir verða í dag, laugardag, kl. 15. Á síðustu árum hefur Björn fengið ýmsa listamenn til að vera með Meira
22. júlí 2023 | Menningarlíf | 107 orð | 1 mynd

Dúett í kvöldmessu í Bústaðakirkju

Marteinn Snævarr Sigurðarson og Una Dóra Þorbjörnsdóttir, félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju, annast tónlistina í kvöldmessu í Bústaðakirkju annað kvöld kl. 20. „Þau syngja dúett við undirleik Jónasar Þóris kantors kirkjunnar sem stýrir tónlistinni,“ segir í tilkynningu Meira
22. júlí 2023 | Menningarlíf | 105 orð | 1 mynd

Einkasýningin Jangle í Ásmundarsal

Jangle nefnist einkasýning sem norska listakonan Kristin Nordhøy opnar í Ásmundarsal í dag, laugardag, kl. 16, en sýningin stendur til 12. ágúst. „Undanfarin fimmtán ár hefur Kristin skapað dáleiðandi, formbreytandi verk sem leiða áhorfanda í… Meira
22. júlí 2023 | Kvikmyndir | 1454 orð | 2 myndir

Femínískt meistaraverk

Sambíóin og Smárabíó Barbie ★★★★★ Leikstjórn: Greta Gerwig. Handrit: Greta Gerwig og Noah Baumbach. Aðalleikarar: Margot Robbie, Ryan Gosling, Kate McKinnon, America Ferrera, Ariana Greenblatt og Will Ferrell. Bandaríkin, 2023. 114 mín. Meira
22. júlí 2023 | Menningarlíf | 69 orð | 1 mynd

Kvartett Stínu Ágústs á Jómfrúnni

Sumarjazzinn á Jómfrúnni heldur áfram og á áttundu tónleikum sumarsins, laugardaginn 22. júlí, kemur fram kvartett söngkonunnar Stínu Ágústs, sem býr og starfar í Stokkhólmi. Magnús Jóhann Ragnarsson leikur á píanó, Birgir Steinn Theódórsson á kontrabassa og Gunnlaugur Briem á trommur Meira
22. júlí 2023 | Menningarlíf | 70 orð | 1 mynd

Lokasumartónar í Akureyrarkirkju

Hófaspil er yfirskrift lokasumartónleika ársins í Akureyrarkirkju sem fram fara á morgun kl. 17. Þar koma fram Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og Sigríður Íva Þórarinsdóttir. „Efnisskráin samanstendur af íslenskum og norskum þjóðlögum yfir í hárómantíkina og síðan dægurlög í okkar samtíð Meira
22. júlí 2023 | Fjölmiðlar | 207 orð | 1 mynd

Morgunsjónvarp frá Eyjaálfu

Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta hófst í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi á fimmtudaginn og stendur yfir til 20. ágúst. Það er heldur betur krefjandi að fylgjast með beinum útsendingum RÚV frá mótinu því leikirnir fara margir hverjir fram um miðja nótt að íslenskum tíma Meira
22. júlí 2023 | Tónlist | 533 orð | 3 myndir

Næturuglur í norðurhöfum

Fragments er kirfilega staðsett í þessum „industrial“-heimi en bætum líka gotapoppi/rokki út í, síðpönki og níunda áratugar nýbylgju. Meira
22. júlí 2023 | Menningarlíf | 95 orð | 2 myndir

Orgeltónar í Hallgrímskirkju

Boðið verður upp á tvenna tónleika í Hallgrímskirkju um helgina undir merkjum Orgelsumars í Hallgrímskirkju. Kjartan Jósefsson Ognibene, organisti frá Kaupmannahöfn, flytur verk eftir Pál Ísólfsson, Alain og Dupré á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju í dag kl Meira
22. júlí 2023 | Menningarlíf | 919 orð | 1 mynd

Skynfinningin ræður för

„Þetta er pínu saga sko,“ segir Brynhildur Þorgeirsdóttir, eins og til að vara mig við og svo geysist hún af stað. „Ég er að halda upp á 40 ára starfsafmæli mitt í ár. Árið 1983 hélt ég fyrstu sýninguna mína og ég byrjaði afmælisárið með pompi og prakt í apríl þegar ég opnaði nýja heimasíðu Meira
22. júlí 2023 | Menningarlíf | 116 orð | 1 mynd

Syngjum selunum nýjan söng á morgun

Syngjum selunum nýjan söng er yfirskrift tónleika í Strandarkirkju á morgun, sunnudag, kl. 14, en tónleikarnir eru hluti af tónlistarhátíðinni Englar og menn. Á tónleikunum koma fram Gissur Páll Gissurarson tenór, Pamela De Sensi flautuleikari og Steingrímur Þórhallsson organisti Meira
22. júlí 2023 | Menningarlíf | 143 orð | 1 mynd

Söngtónleikar í Saurbæ á sunnudegi

Söngkonurnar Kristín Anna Guðmundsdóttir og Kristín Einarsdóttir Mäntylä og píanóleikarinn Anna Þórhildur Gunnarsdóttir koma fram á tónleikum í Hallgrímskirkju í Saurbæ á morgun kl. 16. „Kristín Anna og Kristín Mäntylä flytja ýmsar söngperlur tengdar sumrinu við meðleik Önnu Þórhildar Meira

Umræðan

22. júlí 2023 | Aðsent efni | 196 orð | 3 myndir

Ásýnd Skálholtsdómkirkju

Önnur ásýndin er eins og arkitekt og hugmyndafræðingur endurreisnar Skálholts hugsuðu dómkirkjuna, þar sem ekkert skyggir á musterið á hæðinni. Meira
22. júlí 2023 | Pistlar | 477 orð | 1 mynd

Blessuð norðanáttin

Það hljómar kannski ótrúlega en allt í einu er ekki ósennilegt að norðanáttin okkar verði senn aðdráttarafl í sjálfu sér ef fram heldur sem horfir með þann þrúgandi hita sem er að verða árviss sumargestur hjá mörgum nágrönnum okkar Meira
22. júlí 2023 | Aðsent efni | 352 orð | 1 mynd

Bæn fyrir fólki á ferðalögum

Blessaðu öll þau sem ferðast um landið okkar í sumar. Meira
22. júlí 2023 | Aðsent efni | 720 orð | 1 mynd

Efnahagsaðgerðir skila árangri

Hagstæðar verðbólgumælingar og sterkt gengi munu hafa jákvæð áhrif á verðbólguvæntingar þegar fram líða stundir. Meira
22. júlí 2023 | Pistlar | 519 orð | 3 myndir

Guðmundur vann sex í röð – en hafnaði í 2. sæti

Guðmundur Kjartansson var ekki langt frá því að vinna opna mótið í Valencia á Spáni sem lauk um síðustu helgi. Þangað hélt hann á dögunum ásamt félaga sínum Hannesi Hlífari Stefánssyni. Eftir sex umferðir af níu var Guðmundur einn efstur og hafði unnið allar skákir sínar Meira
22. júlí 2023 | Aðsent efni | 488 orð | 1 mynd

Hvað er hollt fyrir lýðræði?

Ef það er ekki rétti tíminn núna til að þing komi saman, hvenær er þá eiginlega rétti tíminn? Meira
22. júlí 2023 | Aðsent efni | 547 orð | 1 mynd

Hvalveiðar – upphefð eða endemi?

Við erum þekktar eftirlegukindur þegar kemur að banni við hvaladrápi. Teljum við okkur það til upphefðar? Meira
22. júlí 2023 | Aðsent efni | 280 orð

Norræna leiðin: Montesquieu

Eftir að ég sótti málstofu um Montesquieu og aðra upplýsingarmenn átjándu aldar í Jórvík á Englandi í júní 2023, varð mér ljóst, að því hefur ekki verið veitt athygli á Íslandi, hvað heimspekingurinn franski hefur fram að færa um norrænar þjóðir Meira
22. júlí 2023 | Pistlar | 796 orð

Skálholtsdómkirkja í 60 ár

Fyrir réttum 60 árum leit ríkisstjórnin á gjöfina á Skálholti til þjóðkirkju Íslands sem þakklætisvott. Meira
22. júlí 2023 | Pistlar | 460 orð | 2 myndir

Ungir kennarar

Kennari: Jæja, krakkar mínir, við ræðum málfar í dag. Ég skal byrja. Í blaðaviðtali (Morgunblaðið 25. júní) sagði Þórarinn Eldjárn að hann fengi oft þá tilfinningu, til dæmis úr Ríkisútvarpinu, „að enska sé að verða annað opinbert tungumál á Íslandi“ Meira

Minningargreinar

22. júlí 2023 | Minningargreinar | 235 orð | 1 mynd

Ásdís Elfa Jónsdóttir

Ásdís Elfa Jónsdóttir fæddist 24. desember 1940. Hún lést 25. júní 2023. Útför Ásdísar Elfu var gerð 10. júlí 2023. Meira  Kaupa minningabók
22. júlí 2023 | Minningargreinar | 2040 orð | 1 mynd

Birgir Scheving

Birgir Scheving fæddist í Reykjavík 2. september 1941. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2. júlí 2023. Foreldrar hans voru Þóranna Friðriksdóttir og Einar Scheving. Systkini Birgis: Örn, f. 1933, óskírður Scheving, f Meira  Kaupa minningabók
22. júlí 2023 | Minningargreinar | 883 orð | 1 mynd

Eiríka Pálína Markúsdóttir

Eiríka Pálína Markúsdóttir [Sissa] fæddist 19. júní 1942. Hún lést á HSU 30. júní 2023. Foreldrar hennar voru Auður Ágústsdóttir, f. 26.6. 1922, d. 6.7. 1963, og Markús Jónsson, f. 3.4. 1920, d. 27.4 Meira  Kaupa minningabók
22. júlí 2023 | Minningargreinar | 2042 orð | 1 mynd

Erlendur Guðnason

Erlendur Guðnason, skipa- og húsasmíðameistari, fæddist 4. desember 1952 í Reykjavík. Hann lést 13. júlí 2023 í faðmi fjölskyldunnar. Faðir hans var Guðni Erlendsson, f. 21.12. 1915, d. 28.8. 1972, og móðir hans er Anna Sigríður Kristjánsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
22. júlí 2023 | Minningargreinar | 272 orð | 1 mynd

Ingibjörg Vigdís Stefánsdóttir

Ingibjörg Vigdís Stefánsdóttir fæddist 23. febrúar 1926. Hún lést 9. júlí 2023. Útförin fór fram 20. júlí 2023. Meira  Kaupa minningabók
22. júlí 2023 | Minningargreinar | 1028 orð | 1 mynd

Jón Gunnar Stefánsson

Jón Gunnar Stefánsson fæddist 26. júní 1931. Hann lést 6. júlí 2023. Útförin var gerð 19. júlí 2023. Meira  Kaupa minningabók
22. júlí 2023 | Minningargreinar | 107 orð | 1 mynd

Ólöf Þórunn Hafliðadóttir

Ólöf Þórunn Hafliðadóttir var fædd 16. apríl 1932. Hún lést 19. júní 2023. Útför hennar fór fram 6. júlí 2023. Meira  Kaupa minningabók
22. júlí 2023 | Minningargreinar | 2758 orð | 1 mynd

Reynir Þórisson

Reynir Þórisson fæddist 12. febrúar 1943 í Flögu í Þistilfirði. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík 12. júlí 2023. Foreldrar hans voru Þórir Björgvinsson, f. 4. ágúst 1912, d. 30. maí 2003, og eiginkona hans Rósa Lilja Jóhannesdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
22. júlí 2023 | Minningargreinar | 2213 orð | 1 mynd

Skarphéðinn Guðmundur Þórisson

Skarphéðinn Guðmundur Þórisson fæddist 20. júní 1954. Hann lést 9. júlí 2023. Útför hans fór fram 19. júlí 2023. Meira  Kaupa minningabók
22. júlí 2023 | Minningargreinar | 1967 orð | 1 mynd

Stefán Bjarnason

Stefán Bjarnason fæddist á Akureyri 26. apríl 1945. Hann lést á líknardeild Landspítalans 8. júlí 2023. Foreldrar hans voru Ólöf Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 17. október 1912, d. 30. október 1990, og Bjarni Jónsson úrsmiður, f Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

22. júlí 2023 | Viðskiptafréttir | 133 orð

Ársverðbólga í júlí mælist minni en spáð var

Ársverðbólga mælist 7,6% í júlí samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands, sem birtust í gær. Verðbólga mældist 8,9% í júní og er lækkun milli mánaða meiri en spáð var. Leikur lækkun vísitölu íbúðaverðs þar stórt hlutverk Meira
22. júlí 2023 | Viðskiptafréttir | 755 orð | 1 mynd

Hugmyndin kviknaði á meðgöngu

Snyrtivörur framleiddar af AK Pure Skin, fyrirtækis í eigu hjónanna Kristbjargar Jónasdóttur og Arons Einars Gunnarssonar, hafa unnið til nokkurs fjölda verðlauna að undanförnu. Fyrirtækið er hugarfóstur Kristbjargar frá því hún gekk með elsta son þeirra hjóna á árunum 2014 og 2015 Meira

Daglegt líf

22. júlí 2023 | Daglegt líf | 809 orð | 3 myndir

Heimsmeistaramót er stór áfangi

Landsliðið er skipað vel þjálfuðu fólki sem fer utan með frábæra hesta. Þetta er góð samsetning á hópi svo vænta má að árangur verði fínn,“ segir Benjamín Sandur Ingólfsson hestamaður. Hann er einn þeirra tólf knapa sem verða fulltrúar Íslands … Meira

Fastir þættir

22. júlí 2023 | Í dag | 93 orð | 1 mynd

Arnar Þór Sveinsson

50 ára Arnar er Akureyringur en býr á Selfossi. Hann er málari að mennt og er með eigið fyrirtæki, H.A. málun. Hann stundar bogfimi og var í stjórn Bogfimifélagsins Freyju. Önnur áhugamál eru aðallega vinnan Meira
22. júlí 2023 | Dagbók | 87 orð | 1 mynd

Aron Mola ákvað að fara alla leið

Aron Már Ólafsson, sem margir þekkja betur sem Aron Mola, heimsótti þá Þór Bæring og Bolla Má Bjarnason í þættinum Ísland vaknar á dögunum. Ræddu þeir fjölbreytt mál, meðal annars listamannsnöfn, næstu verkefni Arons og vaxtarrækt Meira
22. júlí 2023 | Í dag | 179 orð

Engin ellimörk. S-NS

Norður ♠ Á2 ♥ 83 ♦ Á98652 ♣ 1054 Vestur ♠ 1076 ♥ Á10765 ♦ 10 ♣ ÁK97 Austur ♠ 954 ♥ 42 ♦ KDG73 ♣ 832 Suður ♠ KDG83 ♥ KDG9 ♦ 4 ♣ DG6 Suður spilar 2♠ Meira
22. júlí 2023 | Í dag | 246 orð

Farið á seturnar

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Á vefstól þetta vera kann. Á veiðum lega sjónum á. Á kamri hef ég séð með sann. Síðan botnfall vera má. Þórunn Erla Sighvats, Akranesi, leysir gátuna þannig: Set á vefstól víst þar er Meira
22. júlí 2023 | Í dag | 702 orð | 3 myndir

Hreyfing er fjárfesting í heilsu

Jón Axelsson fæddist 22. júlí 1963 í Reykjavík, en ólst upp í Hafnarfirði. „Uppvaxtarárin í Hafnarfirði voru hefðbundin á þessum árum og einkenndust af kassabílasmíði, dúfnarækt og fótbolta ásamt því að vera sendur í sveit á sumrin.“ Jón gekk í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði Meira
22. júlí 2023 | Í dag | 63 orð

Málið

Að hýsa getur þýtt ýmislegt. Eitt er það að rúma eða taka: salurinn hýsir 200 manns; áætlað er að byggingin hýsi alla starfsemi fyrirtækisins. Á bak við það að hýsa er enda hús Meira
22. júlí 2023 | Í dag | 624 orð | 1 mynd

Messur

ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarhelgistund kl. 11. Félagar úr kór Árbæjarkirkju leiða sönginn undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár organista. Ása Óðinsdóttir syngur einsöng. Sr. Þór Hauksson prédikar og þjónar fyrir altari Meira
22. júlí 2023 | Í dag | 30 orð | 1 mynd

Nýr borgari

Reykjavík Theodór Míó Egils Söruson fæddist 9. september 2022 kl. 8.27. Hann vó 3.494 g og var 52,5 cm langur. Foreldrar hans eru Egill Anton Gústafsson og Sara Hilmarsdóttir. Meira
22. júlí 2023 | Dagbók | 71 orð | 1 mynd

RÚV kl. 20.50 Just My Luck

Gamanmynd frá 2006 með Lindsay Lohan í aðalhlutverki. Ashley er ung kona á uppleið og lánið leikur við hana í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. En þegar henni verður á að smella kossi á lánlausan rótara verða umskipti á heppni hennar og fyrr en… Meira
22. júlí 2023 | Í dag | 155 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 g6 2. c4 Bg7 3. e4 d6 4. Rc3 e5 5. Rge2 exd4 6. Rxd4 Rc6 7. Be3 Rge7 8. Be2 0-0 9. Dd2 f5 10. exf5 Bxd4 11. Bxd4 Rxf5 12. Be3 Rxe3 13. Dxe3 Df6 14. 0-0 Rd4 15. Had1 c5 16. Rb5 Rf5 17. Dd2 Hd8 18 Meira
22. júlí 2023 | Árnað heilla | 146 orð | 1 mynd

Steindór Hjörleifsson

Steindór Gísli Hjörleifsson fæddist 22. júlí 1926 í Hnífsdal. Foreldrar hans voru hjónin Hjörleifur Steindórsson, f. 1895, d. 1957, og Elísabet Þórarinsdóttir, f. 1902, d. 1953. Steindór lauk leiklistarnámi frá Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar 1949 … Meira

Íþróttir

22. júlí 2023 | Íþróttir | 274 orð | 2 myndir

Afgreitt í fyrri hálfleik

Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu sinn fimmta leik í röð í öllum keppnum er liðið vann sannfærandi 3:1-heimasigur á ÍBV í fyrsta leik 16. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöldi. Meistararnir gerðu vel í að afgreiða verkefnið af… Meira
22. júlí 2023 | Íþróttir | 229 orð | 1 mynd

Mosfellingar skoruðu níu mörk

Topplið Aftureldingar gerði sér lítið fyrir og vann 9:0-heimasigur á Selfossi í 1. deild karla í fótbolta í gærkvöldi. Elmar Kári Enesson Cogic mun seint gleyma leiknum, því hann skoraði fimm af níu mörkum Mosfellinga Meira
22. júlí 2023 | Íþróttir | 94 orð

Mætast í Evrópudeild

Þrjú Íslendingalið gætu leikið í sama riðli í Evrópudeild karla í handknattleik í vetur en dregið var í gær. Nantes frá Frakklandi og Benfica frá Portúgal eru í A-riðli ásamt Kristianstad frá Svíþjóð og sigurliðinu úr einvígi Rhein-Neckar Löwen frá… Meira
22. júlí 2023 | Íþróttir | 210 orð | 1 mynd

Nýtti ekki tækifærið á vítapunktinum

Christine Sinclair frá Kanada, ein reyndasta knattspyrnukona heims, missti af gullnu tækifæri til að skora á sínu sjötta heimsmeistaramóti, fyrst allra, í gærmorgun. Hún tók þá vítaspyrnu gegn Nígeríu í viðureign þjóðanna í B-riðli HM í Melbourne í… Meira
22. júlí 2023 | Íþróttir | 122 orð | 1 mynd

Stúlkurnar geta komist í undanúrslit EM

Ísland á ennþá möguleika á að komast í undanúrslit Evrópumóts stúlkna 19 ára og yngri í knattspyrnu eftir sigur á Tékkum, 2:0, í öðrum leik sínum í úrslitakeppninni í Belgíu í gær. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir kom Íslandi yfir með glæsilegum skalla… Meira
22. júlí 2023 | Íþróttir | 1073 orð | 3 myndir

Þýskaland – Marokkó – Kólumbía – Suður-Kórea

Marokkó fær það erfiða verkefni að mæta Þýskalandi í fyrsta leik H-riðils á mánudagsmorguninn, 24. júlí. Lið Marokkó er í 72. sæti á heimslistanum og er ekki líklegt til þess að fá stig úr þessum leik Meira

Sunnudagsblað

22. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 686 orð | 1 mynd

Allt í lagi að vera öðruvísi

Pönkið sem tónlistargrein varð til á áttunda áratug síðustu aldar og varð að lífsstíl hjá ungu og uppreisnargjörnu fólki. Pönkinu fylgdi óreiða, kraftur, drungaleg tíska og hávær hrá tónlist, nokkuð sem heillar þrjár ungar íslenskar konur Meira
22. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 372 orð | 6 myndir

Ég elska bækur

Ég elska bækur, en er byrjuð að grisja, þannig vinnur tíminn. Samt kaupi ég eina og eina sérstaklega gamla bók, sem ég veit að svalar lestrarfýsn minni á einhvern hátt. Ferðafélagar mínir í lestrarþroska voru Litla gula hænan og Ungi litli, en ég þarf enn góðan tíma til að smjatta á girnilegum texta Meira
22. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 386 orð

Fátt fer framhjá Morgunblaðinu

Hamagangurinn í Charles Heston hlýtur að hafa verið orðinn spennandi því 50 aurinn hrökk ofan í mig. Meira
22. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 2653 orð | 1 mynd

Fékk þessar gjafir í lífinu

Ég neyddist til að vera kyrr með sjálfri mér og það var erfitt en hollt. Ég fór að skoða betur hver ég er og komst að því að ég hafði oft reynt að minnka mig í margvíslegum skilningi. Meira
22. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 92 orð | 1 mynd

Gengur illa að greiða bætur

Áreitni Tónskáldið Danny Elfman stendur í ströngu en Rolling Stone greinir frá því að tónskáldið Nomi Abadi hafi kært hann fyrir brot á samningi. Hafi hann ekki staðið við greiðslur sem þau sömdu um Meira
22. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 79 orð | 1 mynd

Geta ekki leyft sér að mistakast

Leikstjórn Frumraun Evu Longoriu sem leikstjóri gekk vel en kvikmyndin Flamin' Hot hefur fengið gott áhorf á streymisveitum. Longoria leikstýrði myndinni sem var frumsýnd fyrr í sumar. „Konur sem leikstýra geta ekki leyft sér þann munað að mistakast Meira
22. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 616 orð | 3 myndir

Glæsileg endurkoma Barbie

Kvikmyndin Barbie, í leikstjórn Gretu Gerwig, er komin í kvikmyndahús. Margot Robbie leikur Barbie og Ryan Gosling er í hlutverki Kens, kærasta hennar. Myndin er sögð veisla fyrir augað og aðalleikararnir fá mikið hrós fyrir frammistöðu sína Meira
22. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 968 orð | 1 mynd

Gos og kortér í gúrkutíð

Eldgosið við Litla-Hrút hélt áfram að malla og gat verið nokkuð tilkomumikið að sjá af vefmyndavélum og úr lofti en landleiðinni að eldstöðvunum var lokað vegna gróðurelda. Lánshæfishorfur ríkissjóðs hafa loks batnað hjá alþjóðlegum matsfyrirtækjum, … Meira
22. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 119 orð | 2 myndir

Hinseginhátíð á Akranesi

„Hér er allt á fullu og mikill spenningur fyrir helginni. Það verður nóg um að vera,“ segir Alexander Aron Guðjónsson, kynningarfulltrúi Hinsegin Vesturlands, en mikið húllumhæ verður alla helgina á Akranesi á lokadögum Hinseginhátíðarinnar Meira
22. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 913 orð | 6 myndir

Húsið byggt upp spýtu fyrir spýtu

Einu af sögufrægustu húsum Reykjavíkur, Hafnarstræti 18, hefur verið sómi sýndur með endurbótum þar sem húsið var byggt upp á ný, spýtu fyrir spýtu eins og smiðurinn Sigfús Guðnason kemst að orði í samtali við Sunnudagsblaðið Meira
22. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 809 orð

Hvort viljum við Eisenhower eða Biden?

En hvor nálgunin skyldi vera skynsamlegri og skila meiri árangri þegar upp er staðið …? Meira
22. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 760 orð | 2 myndir

Í myndlistinni er ég röddin

„Ég fór að velta fyrir mér af hverju væri svo lítið talað um ofbeldi sem konur beita aðrar konur.“ Meira
22. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 89 orð | 1 mynd

Jackson klipptur til

Ósáttur Samuel L. Jackson var eftirminnilegur í hlutverki sínu í dramatísku myndinni A Time to Kill sem kom út árið 1996 en þar var kynþáttahatur í suðurríkjum Bandaríkjanna í brennidepli. Jackson tjáði Vulture tímaritinu að hann sæi eftir atriði sem klippt hefði verið út Meira
22. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 135 orð | 1 mynd

Kápuklædd á götum Parísar

Parísartískan var til umfjöllunar í Morgunblaðinu í júlí 1963 og prýddu greinina myndir af kápuklæddri Maríu Guðmundsdóttur. „Jacques Laurent sem er einn af nafntoguðustu feldskerum í París, hélt framúrskarandi og heillandi sýningu,“ sagði í grein eftir Gunnar Larsen Meira
22. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 648 orð | 1 mynd

Mjallhvít án dverganna

Svo var víst alltaf eitthvað mikið að prinsinum, þótt við, illa upplýstu sálirnar, sæjum það aldrei. Meira
22. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 953 orð | 2 myndir

Morðgáta leyst í göngutúrnum

Mig langaði að taka þetta enn lengra þannig að fólk sé raunverulega inni í sakamálasögunni þar sem morð var framið. Meira
22. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 331 orð | 1 mynd

Mögnuð saga Hrífuness

Hvar ertu stödd á landinu? Ég er í fríi í Öxarfirðinum. Það er rigning og þoka og fimm stig en það er að létta til og von á blíðu. Hvernig kviknaði hugmyndin að búa til hlaðvarpsþætti um sögu Hrífuness? Ég var í fiskbúðinni minni einu sinni sem… Meira
22. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 67 orð | 1 mynd

Stórsöngvari fallinn frá

Andlát Í gær greindu fjölmiðlar vestanhafs frá andláti söngvarans Tonys Bennetts sem var á nítugasta og sjöunda aldursári. Bennett fæddist 3. ágúst 1926 í New York og lést einnig í New York. Hann hét Anthony Dominick Benedetto en listamannsnafnið er öllu þekktara í dægurmenningunni Meira
22. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 860 orð | 3 myndir

Söngdívur á siglingu

New York. AFP. | Við lifum í heimi poppdrottninganna og nú ríkir spenna að sjá hvor verður fyrst, Taylor Swift eða Beyoncé, til að raka inn einum milljarði dollara fyrir tónleikaferðalag á þessu ári stórtónleika Meira
22. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 117 orð | 1 mynd

Söngvarinn Magni segist orðinn „hjartaskurðlæknir“

„Ég er orðinn hjartaskurðlæknir í Hafnarfirði,“ segir tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson og hlær en hann hefur nú troðið upp fimm sinnum á tónlistarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar undanfarnar vikur Meira
22. júlí 2023 | Sunnudagsblað | 3635 orð | 3 myndir

Ævisagan fór illa í Ferguson

Konan mín átti að fæða meðan við værum í burtu í æfingaferð og til þess að ég gæti farið með var hún sett af stað. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.