Greinar miðvikudaginn 26. júlí 2023

Fréttir

26. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 68 orð

Áhrif gervigreindar varhugaverð

Þróun og notkun gervigreindar í skapandi greinum vekur ýmsar lögfræðilegar spurningar að sögn Harðar Helga Helgasonar lögmanns, sem segir í samtali við Morgunblaðið í dag að áhrif gervigreindar á skapandi stéttir séu varhugaverð Meira
26. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Afföll á flóru Surtseyjar

Hópur líffræðinga skoðaði nýverið lífríki Surtseyjar, og fór fram vöktun á landnámi plantna og dýra líkt og gert er ár hvert. Fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar að eyjan hafi verið mjög þurr og gróður hafi borið þess nokkur merki Meira
26. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Afhentu skipsbjöllu Pourqoi-Pas?

Skipsbjalla úr franska rannsóknarskipinu Pourqoi-pas?, sem fórst við Álftanes á Mýrum 16. september 1936, var í gær afhent Þekkingarsetri Suðurnesja í Sandgerði. Móeiður Sigurjónsdóttir Boyles og eiginmaður hennar, Kenneth Boyles, afhentu Daníel… Meira
26. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Bakað á Keflavíkurflugvelli

Nýtt kaffihús, Bakað, hefur verið opnað í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli. Líkt og nafnið gefur til kynna er þar boðið upp á nýbakað bakkelsi og kaffið kemur frá Te & kaffi. Bakað verður með tvö kaffihús í flugstöðinni Meira
26. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 415 orð | 1 mynd

Dularfull ráðherraskipti í Kína

Qin Gang utanríkisráðherra Kína hefur ekkert sést á opinberum vettvangi frá 25. júní. Hefur hann nú verið settur af sem ráðherra og í hans stað kemur Wang Yi, sem er háttsettur í kínversku utanríkisþjónustunni Meira
26. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd

E10-bensín varasamt í eldri bíla

Notkun E10-bensínblöndu getur reynst varasöm á eldri ökutæki. Hún getur tært bensíntanka og leiðslur og jafnvel valdið íkveikjuhættu. 98 oktana bensín dugar best á þá bíla en það eldsneyti er einungis í boði á fáum stöðum á landinu Meira
26. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Eðlilegt að málið fái forgang

Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á manndrápi sem átti sér stað á Ólafsfirði í október á síðasta ári er lokið. Málið hefur verið sent áfram til embættis héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort kært verði í málinu Meira
26. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Eldar loga um Miðjarðarhaf

Hitabylgja í Evrópu hefur hleypt af stað gróðureldum á Grikklandi, Sikiley og í Króatíu. Eldar loga líka í Norður-Afríku, í Alsír og Túnis. Veðurspá fyrir daginn í dag segir að stór hluti landsvæðis í kringum Miðjarðarhaf sé viðkvæmur fyrir gróðureldum vegna gífurlegs hita og þurrks Meira
26. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Gagnrýnir ákvörðun ÁTVR

Sigurður Örn Benhöft, framkvæmdastjóri Dista ehf., gagnrýnir ÁTVR fyrir að hætta sölu á rauðvíni sem hann flytur inn. „Því [víninu] verður úthýst vegna þess að það færir ÁTVR ekki nægt gull í greipar samkvæmt hagnaðardrifinni innkaupastefnu… Meira
26. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Heyja harða orrustu gegn gróðureldunum

Reykmengun vegna gróðurelda við eldgosið á Reykjanesskaga hefur gert við sig vart víða um landið síðustu daga. Um fjórir ferkílómetrar af gróðurlandi hafa orðið gróðureldunum að bráð síðan gos hófst við Litla-Hrút og slökkviliðsmenn hafa margir… Meira
26. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 220 orð | 2 myndir

Hlutu hæsta styrk til þessa

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur móttekið styrk að upphæð um tvö hundruð milljónir íslenskra króna frá danska sjóðnum A.P. Møller og Hustru Chastine Mc-Kinney Møllers Fond til almene Formaal til að gera stafrænan gagnagrunn um… Meira
26. júlí 2023 | Fréttaskýringar | 740 orð | 2 myndir

Hættulegur stofnvegur á Ströndum

Sviðsljós Hörður Vilberg hordur@mbl.is Það býr talsvert af fólki við þennan veg,“ segir Jón Jónsson, þjóðfræðingur og ferðabóndi á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð, um Innstrandaveg en hann er 105 kílómetra langur stofnvegur sem liggur frá Hrútafjarðarbotni, rétt við Staðarskála, áleiðis til Hólmavíkur og tengist Djúpvegi við bæinn Hrófá í Steingrímsfirði. Meira
26. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

Krafinn svara um hvalveiðibann

Umboðsmaður Alþingis krefur matvælaráðherra svara við ýmsum spurningum varðandi hvalveiðibann sem sett var með reglugerð 20. júní sl. Hann bendir þar á að stjórnvöld geti ekki tekið ákvörðun, sem í eðli sínu er stjórnvaldsákvörðun, í formi almennra… Meira
26. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 822 orð | 2 myndir

Löggjöfin haldi ekki í þróunina

Elísa A. Eyvindsdóttir elisa@mbl.is Gervigreindin er nú að ryðja sér til rúms á ýmsum sviðum samfélagsins. Greint var frá því að hljóðbókaveitan Storytel byði nú upp á gervigreindarraddir við upplestur bóka sinna, en það byggist á nýrri tækni sem kallast raddskipti. Kemur því til álita hvað liggur að baki þessum gervigreindarröddum. Að sögn Harðar Helga Helgasonar lögmanns eru áhrif gervigreindarinnar á skapandi stéttir varhugaverð, en hann telur að löggjöfin eigi ekki eftir að halda í við framþróunina. Meira
26. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 526 orð | 1 mynd

Morðsaga að vestan

„Ég var að aka eftir Ármúlanum í Reykjavík í mikilli traffík fyrir um fimm árum þegar ég fékk hringingu í gemsann. Maður kvaðst þurfa að tala við mig en ég sagði honum að hringja eftir kortér. En um hvað snerist málið? Þetta snýst um morð var… Meira
26. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 386 orð | 1 mynd

Ráðist á gróðureldana af krafti

Slökkviliðið í Grindavík fer í dag í sínar stærstu aðgerðir gegn gróðureldunum á Reykjanesskaga síðan gos hófst við Litla-Hrút. Um fjórir ferkílómetrar af gróðurlandi hafa þegar orðið eldinum að bráð við gosstöðvarnar en slökkviliðsmenn hafa nú ekið með mikið magn af vatni að gróðureldunum Meira
26. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Rey Cup hefur aldrei verið umfangsmeira

Alþjóðlega knattspyrnu­mótið Rey Cup fer af stað í Laugardal í dag, í 22. skipti. Mótið, sem stendur yfir dagana 26.-30. júlí, hefur aldrei verið stærra en í ár. Þátttakendur eru 2.200 talsins og hafa aldrei fleiri erlend lið verið skráð til leiks Meira
26. júlí 2023 | Fréttaskýringar | 751 orð | 3 myndir

Röng notkun E10 er hættuleg

Baksvið Þorlákur Einarsson thorlakur@mbl.is Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, hefur kvartað á opinberum vettvangi yfir innleiðingu E10-bensínblöndunnar. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB sagði í samtali við mbl.is að innleiðing E10 hefði verið illa kynnt, einkum skaðsemi blöndunnar fyrir eldri ökutæki. Eigendum eldri bíla væri nauðugur einn kostur að nota 98 oktana bensín, sem væri einungis fáanlegt á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri og í Reykjanesbæ. Notkun E10 á eldri bíla gæti haft eldhættu í för með sér. Morgunblaðið leitaði frekari viðbragða við ummælum Runólfs. Meira
26. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 191 orð

Segir ólöglega að farið

Biskupinn yfir Íslandi, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, gegnir því embætti svo lengi sem ekki hefur verið kjörinn annar biskup í hennar stað. Það sé óumdeilt og skýrt. Þetta kemur fram í samtali við Pétur G Meira
26. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 352 orð

Stytting biðlista gengur hægt

Um miðjan júní höfðu verið framkvæmdar um 160 liðskiptaaðgerðir samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands við Klíníkina og Handlæknastöðina (Cosan). Stefnt var að því að framkvæma 700 aðgerðir á þessu ári til að stytta biðlistana sem höfðu hrannast upp Meira
26. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 400 orð | 1 mynd

Umboðsmaður vill svör um bann

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Umboðsmaður Alþingis krefur matvælaráðherra svara um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar í sumar hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. Reglugerðin var birt og tók gildi sama dag og fundur ríkisstjórnarinnar var haldinn þar sem hún var upplýst um reglugerðina. Þetta kemur m.a. fram í bréfi Umboðsmanns Alþingis til matvælaráðherra sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Meira
26. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 1042 orð | 3 myndir

Vilja vera til fyrirmyndar í vinnulagi

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is „Við tjáum okkur ekki um einstaka samninga, en grundvallaratriði málsins er það að biskup Íslands var kjörinn biskup af fólkinu í kirkjunni árið 2012. Það hefur ekki farið fram önnur biskupskosning og það er umboðið sem biskup hefur. Það er óumdeilt og skýrt,“ segir Pétur G. Markan biskupsritari Biskupsstofu í samtali við Morgunblaðið, en hann var spurður um viðbrögð Biskupsstofu við frétt Morgunblaðsins í gær um að framkvæmdastjóri Biskupsstofu hefði gert tímabundinn ráðningarsamning við yfirmann sinn, biskupinn yfir Íslandi. Meira
26. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Wagner-hátíð hófst í Bayreuth í gær

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, var viðstödd opnun Wagner-hátíðarinnar í Bayreuth í gær. Að ári verður sett upp ný sviðsetning Þorleifs Arnar Arnarssonar á verkinu Tristan og Ísold Meira

Ritstjórnargreinar

26. júlí 2023 | Leiðarar | 430 orð

Borgarlínuævintýrið

Það er ekki of seint að endurskoða gallaða og úrelta hugmynd Meira
26. júlí 2023 | Staksteinar | 216 orð | 1 mynd

Nýmæli og tvímæli

Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður og lögmaður, fjallar um bókun 35, sem í þinglok í sumar var ákveðið að fresta fram á haust. Hann segir bókunina fela í sér bæði nýmæli og tvímæli: „Nýmælin birtast í fyrri hluta fyrri setningarinnar, þ.e. þessum orðum hér: „Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar“. Meira
26. júlí 2023 | Leiðarar | 239 orð

Vaxtaákvarðanir

Mjög verður fylgst með seðlabönkum í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu í dag og á morgun Meira

Menning

26. júlí 2023 | Menningarlíf | 92 orð | 1 mynd

Á ferð um Vestur- og Norðurland

Hljómsveitin Brek hefur fimm daga tónleikaferðalag sitt um Vestur- og Norðurland með tónleikum í Englendingavík í Borgarnesi í kvöld kl. 21. Annað kvöld leikur sveitin á Patreksfirði kl. 21; á föstudag á Akureyri kl Meira
26. júlí 2023 | Menningarlíf | 614 orð | 4 myndir

Extreme Chill í fjórtánda sinn

Raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival verður haldin í fjórtánda sinn í september næstkomandi. Ýmsir listamenn erlendir koma fram á hátíðinni en einnig fjöldi innlendra tónlistarmanna. Tónlistarmaðurinn Pan Thorarensen stendur að hátíðinni og hefur gert alla tíð Meira
26. júlí 2023 | Menningarlíf | 131 orð | 1 mynd

Íslandskvartett Schmids í Hörpu

Saxófónleikarinn Stefan Karl Schmid kemur ásamt Íslandskvartetti sínum fram á sumartónleikum Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum Hörpu í kvöld kl. 20. Í tilkynningu kemur fram að hinn þýsk-íslenski Stefan Karl Schmid sé búsettur í Köln og… Meira
26. júlí 2023 | Menningarlíf | 632 orð | 1 mynd

Laðast að lítilmagnanum

Fyrsta skáldsaga Unnar Lilju Aradóttur, Einfaldlega Emma, kom út árið 2019 og ári síðar sendi hún frá sér skáldsöguna Birta, ljós og skuggar. Árið 2021 hlaut Unnur glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir sína fyrstu spennusögu, Höggið, en… Meira
26. júlí 2023 | Menningarlíf | 59 orð | 1 mynd

Premium-áskrift hækkar hjá Spotify

Stjórnendur Spotify hafa staðfest að Premium-áskrift streymisveitunnar hækkar um mánaðamótin í flestum löndum heims, í fyrsta sinn frá 2011. Samkvæmt frétt Wall Street Journal hækkar einstaklingsáskrift úr 9,99 í 10,99 dali Meira
26. júlí 2023 | Fjölmiðlar | 190 orð | 1 mynd

Spennandi saga og miklir spaðar

Tilviljun ræður því hvað í dagskrá útvarps og sjónvarps nær athygli þess sem nú skrifar ljósvaka dagsins. Rás 1 kemur þó sterk inn, til dæmis á kvöldin. Síðustu vikur hefur þar verið útvarpað lestri Ingibjargar Haraldsdóttur á Njálu, sem hljóðritaður var fyrir bráðum 30 árum Meira

Umræðan

26. júlí 2023 | Pistlar | 409 orð | 1 mynd

Ert þú fjárhagslega skertur?

Ríkisstjórnin hælir sér ítrekað af hækkunum í almannatryggingakerfinu á undanförnum árum. En hún horfir vísvitandi og viljandi fram hjá skerðingum sem eru um 20 milljarðar á síðustu þremur árum. Hún talar ekkert um allar þær skerðingar sem valda því … Meira
26. júlí 2023 | Aðsent efni | 878 orð | 1 mynd

Góðar sumar-fréttir

Allar þessar fjármála- og efnahagsfréttir eru góðar sumar-fréttir og gefa tilefni til bjartsýni sé rétt haldið á málum á komandi mánuðum og misserum. Meira
26. júlí 2023 | Aðsent efni | 762 orð | 1 mynd

Í þágu Landverndar

50 MW varaafl á Vestfjörðum veldur hærri dreifingarkostnaði á raforku auk mikillar brennslu á olíu. Nýjar vatnsaflsvirkjanir gætu gjörbreytt stöðunni. Meira
26. júlí 2023 | Aðsent efni | 742 orð | 1 mynd

Sundurkramning hjartans

Þegar einhver biður afsökunar á sjálfum sér viljum við helst sjá að hann meini það og iðrist. Meira

Minningargreinar

26. júlí 2023 | Minningargreinar | 709 orð | 1 mynd

Haraldur Hjalti Maríuson

Haraldur Hjalti Maríuson fæddist á fæðingardeild Landspítalans við Hringbraut 16. júlí 2002. Hann lést 17. júlí 2023 á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Móðir Haraldar er María Vilborg Ragnarsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2023 | Minningargreinar | 4165 orð | 1 mynd

Kristján Orri Magnússon

Kristján Orri Magnússon fæddist á Egilsstöðum 18. júní 1982. Hann lést af slysförum 9. júlí 2023. Foreldrar hans eru Magnús Kristjánsson, f. 22. janúar 1953, og Guðrún María Þórðardóttir, f. 10. desember 1956 Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2023 | Minningargreinar | 2170 orð | 1 mynd

Valgeir Hallbjörnsson

Valgeir Hallbjörnsson sjómaður fæddist á Suðureyri 24. júní 1942. Hann lést 14. júlí 2023. Foreldrar hans voru Svava Hansdóttir, f. 28. desember 1921, d. 18. júlí 2009, og Hallbjörn Guðmundsson, f. 16 Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

26. júlí 2023 | Í dag | 395 orð

Að staupa sig í Hólavallagarði

Magnús Skúlason sendi mér góðan póst: „Eins og allir vita er fólki nú ráðlagt að hafa lokaða glugga vegna fíngerðu grámóðunnar frá „blessuðu“ eldgosinu okkar. Þó er óljóst hvort það dugar Meira
26. júlí 2023 | Í dag | 1090 orð | 2 myndir

Aldrei hlé á félagsmálunum

Árin líða eitt í senn / eldist sérhver kappi. / Áttræðir tveir merkismenn, / Mick Jagger og pabbi, orti Svava Ósk til mín þegar ég varð fertugur. Vísan hefur þann kost eða ókost að hún er uppfæranleg á tíu ára fresti enda hef ég ekki fengið fleiri vísur frá henni Meira
26. júlí 2023 | Dagbók | 90 orð | 1 mynd

Ímyndaði sér að enda ferilinn á HM

„Ég ímyndaði mér að enda ferilinn á að fara á HM þannig að þetta var rosa erfitt fyrir mig,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og bætir við að hún komist ekki hjá því að hugsa: „Ég gæti hafa verið þarna,“ þegar hún horfir á heimsmeistaramót kvenna í fótbolta Meira
26. júlí 2023 | Í dag | 62 orð

Málið

Ekki hefur maður gert mikið af því að draga fé í dilka, enda varla hálfdrættingur meðan maður umgekkst sauðfé eitthvað. Og lítt hefur maður stundað annan fjárdrátt. En kæmi að því mundi maður þó gæta þess að gera það rétt: draga sér fé Meira
26. júlí 2023 | Í dag | 163 orð | 1 mynd

Skák

1. c4 c5 2. Rc3 Rc6 3. g3 g6 4. Bg2 Bg7 5. e3 e6 6. Rge2 Rge7 7. d4 cxd4 8. Rxd4 0-0 9. 0-0 d5 10. cxd5 Rxd4 11. exd4 Rxd5 12. He1 Db6 13. Bxd5 exd5 14. Rxd5 Dxd4 15. Dxd4 Bxd4 16. Rc7 Hb8 17. Rb5 Bb6 18 Meira
26. júlí 2023 | Í dag | 171 orð

Spingold. N-AV

Norður ♠ 743 ♥ KD642 ♦ 97 ♣ K106 Vestur ♠ Á10952 ♥ 1075 ♦ K53 ♣ G7 Austur ♠ DG86 ♥ 983 ♦ ÁG4 ♣ 952 Suður ♠ K ♥ ÁG ♦ D10862 ♣ ÁD843 Suður spilar 3G Meira
26. júlí 2023 | Í dag | 320 orð | 1 mynd

Una Halldóra Halldórsdóttir

90 ára Una Halldóra fæddist í Bolungarvík og hefur búið þar megnið af ævinni. Foreldrar hennar voru Guðrún Guðfinnsdóttir, f. 1910, d. 1994 og Halldór Halldórsson, f. 1907, d. 1979. Systkini Unu eru Kristín Sigurðardóttir, Ármann Leifsson, Halldór Ben, Baldur Smári, Ólafur og Sólveig Halldórsbörn Meira

Íþróttir

26. júlí 2023 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Átján ára að slá í gegn á HM

Hin átján ára gamla Linda Caicedo stal senunni á HM kvenna í fótbolta í gærmorgun þegar hún innsiglaði 2:0-sigur Kólumbíu á Suður-Kóreu í Sydney með öðru marki leiksins á 39. mínútu. Catalina Usme hafði komið Suður-Ameríkuþjóðinni yfir úr víti níu mínútum áður Meira
26. júlí 2023 | Íþróttir | 524 orð | 2 myndir

Átján ára kólumbísk stjarna

Hin átján ára gamla Linda Caicedo stal senunni á HM kvenna í fótbolta í gærmorgun þegar hún innsiglaði 2:0-sigur Kólumbíu á Suður-Kóreu í Sydney með öðru marki leiksins á 39. mínútu. Catalina Usme hafði komið Suður-Ameríkuþjóðinni yfir úr víti níu mínútum áður Meira
26. júlí 2023 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Átta úrskurðaðir í eins leiks bann

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ úrskurðaði í gær sjö leikmenn og einn þjálfara í Bestu deild karla í fótbolta í eins leiks bann. Leikmennirnir fara allir í bann vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur er kominn í… Meira
26. júlí 2023 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Breiðablik keypti Linli af Keflavík

Breiðablik gekk í gær frá kaupum á kínversku knattspyrnukonunni Linli Tu frá Keflavík. Framherjinn hefur skorað fjögur mörk í tólf leikjum með Keflavík í Bestu deildinni á leiktíðinni. Þá skoraði hún sextán mörk fyrir Fjarðabyggð/Hött/Leikni í 1 Meira
26. júlí 2023 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Bætti Íslandsmetið tvisvar

Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti eigið Íslandsmet í 200 metra bringusundi í tvígang á HM í 50 metra laug í Furuoka í Japan í gær. Snæfríður synti á 1:58,14 mínútu í undanrásum og var með 14. besta tímann Meira
26. júlí 2023 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Frá United til Nottingham Forest

Enska knattspyrnufélagið Nottingham Forest hefur gengið frá fimm ára samningi við sænska kantmanninn Anthony Elanga. Forest greiddi Manchester United um 15 milljónir punda fyrir leikmanninn. Sá sænski kom til United þegar hann var aðeins 12 ára gamall og lék 55 leiki með liðinu Meira
26. júlí 2023 | Íþróttir | 294 orð | 1 mynd

Hallgrímur bestur í sextándu umferðinni

Hallgrímur Mar Steingrímsson, sóknarmaður KA, var besti leikmaðurinn í sextándu umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins Meira
26. júlí 2023 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Jóan orðinn leikmaður KA

Knattspyrnudeild KA hefur gengið frá samningi við Færeyinginn Jóan Símun Edmundsson. Jóan er eini Færeyingurinn sem hefur spilað og skorað í þýsku 1. deildinni. Hann var um tíma á mála hjá Newcastle á Englandi og þá skoraði hann tíu mörk í 51 leik með Arminia Bielefeld í Þýskalandi Meira
26. júlí 2023 | Íþróttir | 143 orð | 1 mynd

Langþráðir sigrar Þórs og Selfoss

Þór og Selfoss unnu langþráða sigra í 1. deild karla í fótbolta í gærkvöldi. Selfoss hafði betur gegn Grindavík, 2:0, á heimavelli. Sigurinn var afar kærkominn fyrir Selfoss, eftir fimm töp í röð og 0:9-tap fyrir Aftureldingu í síðustu umferð Meira
26. júlí 2023 | Íþróttir | 523 orð | 2 myndir

Mistökin eru dýrkeypt

Danska meistaraliðið FC Köbenhavn fer með þægilegt tveggja marka forskot í seinni leikinn gegn Breiðabliki í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar karla í fótbolta eftir sigur á Kópavogsvelli í gærkvöld, 2:0 Meira

Viðskiptablað

26. júlí 2023 | Viðskiptablað | 626 orð | 1 mynd

Aldurstengdar starfslokareglur

… atvinnurekendur þurfa að íhuga vandlega hvort þeir kjósi að hafa aldurstengdar starfslokareglur … Meira
26. júlí 2023 | Viðskiptablað | 432 orð | 1 mynd

Dyggðaskreyting lífeyrissjóða er ekki ókeypis

Frá því hefur verið greint að Lífeyrissjóður verkfræðinga (Lífsverk) hafi selt hlut sinn í lækningavörufyrirtækinu Kerecis í apríl síðastliðnum, þremur mánuðum áður en alþjóðlega fyrirtækið Coloplast keypti Kerecis á um 180 milljarða króna Meira
26. júlí 2023 | Viðskiptablað | 649 orð | 1 mynd

Efnilegur nýliði frá Islay mætir á svæðið

Miðað við sýnileika og vinsældir viskísins sem þaðan kemur væri auðvelt að áætla sem svo að skoska eyjan Islay væri morandi í brugghúsum og að þar mætti finna risastórar átöppunarverksmiðjur fullar af þúsundum skota Skota sem nostra við viskíflöskur dægrin löng Meira
26. júlí 2023 | Viðskiptablað | 2315 orð | 1 mynd

Ferðaþjónustan styður við aðrar atvinnugreinar

  Hér kemur punktur Meira
26. júlí 2023 | Viðskiptablað | 249 orð | 1 mynd

Félag sósíalista í gjaldþrotaskipti

Vefhönnunarfyrirtækið Sigur vefstofa ehf. var úrskurðað gjaldþrota í byrjun júlí. Eigandi félagsins er Andri Sigurðsson hönnuður. Hann hefur verið áberandi sem félagi í Sósíalistaflokknum auk þess sem hann hafði umsjón með samfélagsmiðlum… Meira
26. júlí 2023 | Viðskiptablað | 795 orð | 1 mynd

Hefur áhyggjur af nýliðun

Árið 2019 stofnuðu Ragna Óskarsdóttir og fjölskylda fyrirtækið Íslenskan dún í félagi við Ólaf Aðalsteinsson, æðarbónda í Loðmundarfirði. Þeim hefur gengið vel að fullvinna, markaðssetja og flytja út íslenskar æðardúnsvörur og er vinna við nýjar… Meira
26. júlí 2023 | Viðskiptablað | 694 orð | 1 mynd

Hugur fólks mun opnari nú en áður

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stofnandi íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Lucinity, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að fyrirtækið finni mikla vitundarvakningu í samfélaginu um gervigreind Meira
26. júlí 2023 | Viðskiptablað | 305 orð | 1 mynd

Kaupa allt hlutafé í Hótel Búðum

Hengill fasteignir ehf. hafa keypt allt hlutafé í Hótel Búðum, en félagið átti fyrir helming hlutafjár. Seljandi er Fjárfestingarfélagið Ernir, sem er í eigu Arnar Andréssonar. Gengið var frá kaupunum í síðustu viku samkvæmt upplýsingum ViðskiptaMoggans Meira
26. júlí 2023 | Viðskiptablað | 381 orð | 1 mynd

Kaupverð óbreytt þrátt fyrir aukinn kostnað

Aukinn kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn hefur ekki leitt til hækkunar á kaupverði íslenska ríkisins á norðurluta hússins. Þetta kemur fram í svari Landsbankans við fyrirspurn ViðskiptaMoggans Meira
26. júlí 2023 | Viðskiptablað | 216 orð | 1 mynd

Mikilvægt að auka verðmætasköpun í greininni

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir í viðtali við ViðskiptaMoggann í dag að mikilvægt sé að auka verðmætasköpun í greininni með því að fá betur borgandi ferðamenn til landsins Meira
26. júlí 2023 | Viðskiptablað | 653 orð | 1 mynd

Sveigjanleg starfslok með hálfum lífeyri?

Spyrjum okkur hvernig og hvenær lífeyririnn hentar okkur best, með tilliti til þess hvernig við viljum haga efri árunum og síðustu árunum á vinnumarkaði. Meira
26. júlí 2023 | Viðskiptablað | 132 orð | 1 mynd

Tap hjá Köru Connect

Tekjur nýsköpunarfyrirtækisins Köru Connect námu í fyrra tæpum 90 m.kr., og drógust saman um 17 m.kr. á milli ára. Tap félagsins á árinu nam tæpum 117 m.kr., samanborið við þriggja m.kr. tap árið áður Meira
26. júlí 2023 | Viðskiptablað | 1246 orð | 1 mynd

Þau vandamál sem mestu máli skipta

Í tvo mánuði hef ég ítrekað slegið því á frest að byrja að hlusta á Nauðgun Nanking eftir Írisi Chang. Ég þykist vita að lesturinn muni reyna… Meira
26. júlí 2023 | Viðskiptablað | 1259 orð | 1 mynd

Þurfum að sætta okkur við hærri vexti

Stefnir Stefnisson, sérfræðingur í fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja hjá Alix Partners í Lundúnum, segir að næstu ár eigi eftir að verða erfið fyrir mörg fyrirtæki í Evrópu. Ástæðan er háir vextir og verðbólga sem valda skuldavandræðum Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.