Agnar Már Másson agnarmar@mbl.is Tónlistarhátíðin Bræðslan er haldin á Borgarfirði eystra um helgina. Er þetta sautjánda skiptið sem tónleikarnir eru haldnir og er tjaldstæðið þegar fullt, að sögn Áskels Heiðars Ásgeirssonar, eins Bræðslustjóra. Bræðslubræðurnir Heiðar og Magni Ásgeirssynir stofnuðu hátíðina árið 2005. Á tónleikum Bræðslunnar, sem fara fram í kvöld, spila Maus, Bríet, Una Torfa, Laddi og Jói Pé og Króli, auk heimamanna.
Meira