Greinar miðvikudaginn 9. ágúst 2023

Fréttir

9. ágúst 2023 | Erlendar fréttir | 636 orð | 3 myndir

Allt í Hans höndum hjá Norðmönnum

Oft hafa Norðmenn mátt þola vindöld og vargöld af hendi veðurguðanna en engu að síður eru 25 ár síðan eins mikil úrkoma hefur mælst sums staðar í ranni frændþjóðarinnar og í gær og fyrradag. Regnviðrið Hans barst yfir landamærin frá Svíþjóð á… Meira
9. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Ekki verið rætt í ríkisstjórn

Íslensk stjórnvöld báðu ekki um undanþágu fyrir hérlend skipafélög vegna nýrrar tilskipunar Evrópusambandsins, ESB, sem kveður á um að skipafélög kaupi losunarkvóta vegna mengunar. Þetta segir Þórdís Kolbrún R Meira
9. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Elvar og Benedikt heimsmeistarar

Íslenska landsliðið olli ekki vonbrigðum á fyrsta degi HM í Hollandi í gær. Í gæðingaskeiðinu hrepptu Elvar Þormarsson og Fjalladís frá Fornuströndum gullið í flokki fullorðinna en Benedikt Ólafsson á Leiru-Björk frá Naustum III nældi sér í heimsmeistaratitil í flokki ungmenna Meira
9. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 420 orð | 2 myndir

Enginn leitað á neyðarmóttöku

Hulda Hrönn Björgólfsdóttir, verkefnastjóri hjá neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis, segir að enginn gestur á útihátíð yfir verslunarmannahelgina hafi leitað til neyðarmóttökunnar vegna kynferðisbrota síðustu daga og tekur… Meira
9. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 366 orð | 3 myndir

Firnasterk byrjun hjá landsliðinu

Íslenska landsliðið vann allt sem hægt var að vinna á fyrsta degi heimsleika íslenska hestsins sem fram fór í gær. Elvar Þormarsson og Fjalladís frá Fornusöndum áttu tvo yfirburðaspretti í gæðingaskeiðinu Meira
9. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 417 orð | 2 myndir

Fjölfarin vegamót á Skeiðum talin hættuleg

„Þessi vegamót á Skeiðunum eru mikil slysagildra og ekki þarf mikinn sérfræðing til að sjá að hér er úrbóta þörf,“ segir Kristófer A. Tómasson, íbúi í Laugarási í Biskupstungum. Hann vakti á dögunum athygli í pistli á félagsmiðlum á… Meira
9. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Flutningabíl ekið á landgöngubrú við Herjólf

Verulegt tjón varð á landgöngubrú Herjólfs í Vestmannaeyjum í gærmorgun eftir að flutningabíl var ekið fyrir slysni á hana. Þetta staðfesti Hörður Orri Grettisson framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við Morgunblaðið Meira
9. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 166 orð | 2 myndir

Forsætisráðherra svarar kallinu

Forsætisráðuneytið hefur svarað fundarbeiðni Landssambands smábátaeigenda, um fund vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að auka ekki við þorskkvótann í strandveiðum, játandi. Fundarboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra kemur í kjölfar fréttar… Meira
9. ágúst 2023 | Fréttaskýringar | 21 orð | 1 mynd

Hafþór Hreiðarsson

9. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Hans olli stórtjóni í Noregi

Úrkomumet til 25 ára voru slegin sums staðar í syðri fylkjum Noregs í gær og fyrradag þegar eitt mesta votviðri í manna minnum, regnbelgurinn Hans, kom yfir landamærin frá Svíþjóð og herjaði á Norðmenn með hamfararegni sem lengi mun uppi verða Meira
9. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Húnavallahúsin til sölu

„Húnavellir eru vel í sveit settir og möguleikar þar miklir, því ferðaþjónusta á þessu svæði er í miklum vexti,“ segir Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar. Sveitarfélagið hefur nú kynnt til sölu skólahúsin að Húnavöllum, með ýmsum byggingum sem þeim tilheyra Meira
9. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 360 orð | 4 myndir

Krakkar skreyttu kökur á Króknum

„Inntakið í öllu starfi ungmennafélaganna er að fólki gefist kostur á þátttöku á sínum eigin forsendum. Þess vegna eru keppnisgreinar oft óvenjulegar og að sama skapi fjölbreyttar. Með slíku finna líka flestir eitthvað við sitt hæfi og geta… Meira
9. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Litagleði og baráttuandi í miðborginni

Kauphallarbjöllunni var hringt á regnbogagötunni við Skólavörðustíg í Reykjavík í gærmorgun. Það voru þau Ragnhildur Sverrisdóttir, ein af stofnendum Íslensk-lesbíska, og Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar sem hringdu bjöllunni, en… Meira
9. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 246 orð | 1 mynd

Nýtt hverfi fær dræmar viðtökur

Áform um nýtti íbúðahverfi við Suðurfell í Efra-Breiðholti fá dræmar undirtektir hjá íbúum hverfisins. Í nýju deiliskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir lágreistri íbúðabyggð, á einni eða tveimur hæðum, með 50-75 íbúðum Meira
9. ágúst 2023 | Erlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Portúgalar berjast enn við logana

Um 800 manna slökkvilið í Portúgal barðist í gær við heiftarlega skógarelda nærri bænum Odemira í suðurhluta landsins þar sem 1.400 manns neyddust til að rýma heimili sín vegna eldhafsins sem engu eirði Meira
9. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 435 orð | 1 mynd

Rauði krossinn hallaði á konu

Tómas Arnar Þorláksson tomasarnar@mbl.is Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) braut gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna við launaákvörðun kvenkyns lögfræðings en hún var með lægri laun hjá RKÍ en karlkyns lögfræðingur í átta mánuði. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Meira
9. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Samið um land undir sjóböð í Önundarfirði

Gerður hefur verið leigusamningur við eigendur Þórustaða innst í Önundarfirði um land undir sjóböð á Hvítasandi. Leigutaki og framkvæmdaraðili er félagið Blævangur ehf. en meðal samstarfsaðila eru EFLA, Vestfjarðastofa og Uppbyggingarsjóður Flateyrar Meira
9. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 936 orð | 3 myndir

Segir Ísland ekki fá undanþágu

Hermann Nökkvi Gunnarsson Ólafur A. Pálsson Ný tilskipun Evrópusambandsins, ESB, um losunarkvóta fyrir skipafélög verður tekin upp hér á landi en málið hefur ekki komið á borð ríkisstjórnarinnar. Meira
9. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Semja við landeigendur eftir helgi

„Við erum í startholunum með það að hefja viðræður við landeigendur og síðan förum við að huga að því að bjóða verkið út. Það er svo sem ekki mikið eftir.“ Þetta segir Guðmundur Ingi Ásmundsson framkvæmdastjóri Landsnets í samtali við… Meira
9. ágúst 2023 | Fréttaskýringar | 646 orð | 2 myndir

Telja tímabært að verjast ásælni Kína

Kína stundar fordæmalausa herferð, án þess þó að grípa til vopnaðra átaka, til að auka áhrif kínverska kommúnistaflokksins og veikja Bandaríkin og samstarfsríki þeirra. Þessi herferð felur í sér háþróaða kínverska njósnastarfsemi, netárásir,… Meira
9. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Vefverslun Costco ódýrari en ÁTVR

Söluverð í ÁTVR var allt að 32,2% hærra en söluverð í vefverslun Costco. ViðskiptaMogginn tók saman ýmsar vörur sem fyrrgreindar verslanir selja báðar og í ljós kom að verðið í vefverslun Costco var í öllum tilfellum lægra en í ÁTVR Meira
9. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Yfirhalning á Krónunni

Verslun Krónunnar á Granda er lokuð og verður það fram í miðjan september. Ástæða þess er allsherjar yfirhalning á versluninni. Guðrún Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar segir í samtali við Morgunblaðið að verið sé að taka svipaðan pól og… Meira
9. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 538 orð | 2 myndir

Öfgakennd úrkoma „hristir upp í hlutunum“ víða

Tómas Arnar Þorláksson tomasarnar@mbl.is Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að hið öfgakennda úrkomuveður sem gekk yfir Noreg í gær og hlaut nafnið Hans sé mjög óvenjulegt á þessum árstíma. „Þetta er auðvitað óvenjulegt að sumarlagi að fá svona lægð og svona mikla rigningu. Það sem er óvenjulegt er að veðrið kemur úr austri en ekki vestri eins og Norðmenn þekkja mjög vel.“ Meira

Ritstjórnargreinar

9. ágúst 2023 | Leiðarar | 367 orð

Blýhúðuð starfsskilyrði frá ESB

Eitt fremsta landbúnaðarsvæði heims í Hollandi hrekst undan dellunni Meira
9. ágúst 2023 | Staksteinar | 199 orð | 1 mynd

Fullveldið má aldrei framselja

Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður, skrifar um ásælni Evrópusambandsins gagnvart Íslandi: „Þegar við gengum í EES, þá samþykktum við ákveðin atriði sem tengdust viðskiptum, þjónustu, frjálsri för og nokkur fleiri atriði. En við samþykktum aldrei, að Evrópusambandið hefði sjálfstæða skattlagningarheimild gagnvart Íslandi eða fólki og fyrirtækjum hér á landi.“ Meira
9. ágúst 2023 | Leiðarar | 197 orð

Kaflaskil?

Klukkan gengur og því miður sífellt hraðar Meira

Menning

9. ágúst 2023 | Menningarlíf | 63 orð | 1 mynd

„Áheyrilegt djasseyrnagóðgæti“ með kvartett Marínu Óskar

Söngkonan, laga- og textahöfundurinn Marína Ósk kemur fram með kvartett sínum í Hörpu í kvöld, miðvikudagskvöld 9. ágúst, kl. 20. Tónleikarnir eru hluti af sumardagskrá Jazzklúbbsins Múlans. Þar mun hún bjóða tónleikagestum upp á „áheyrilegt… Meira
9. ágúst 2023 | Menningarlíf | 1034 orð | 2 myndir

„Allir mínir draumar eru að rætast“

„Það er ánægjulegt að þetta skuli ganga svona vel áfram. Þegar Niflungahringurinn var sýndur í fyrsta skipti í fyrra voru viðtökurnar sem ég fékk vonum framar. Viðtökurnar núna eru alls ekki síðri og jafnvel betri,“ segir… Meira
9. ágúst 2023 | Fjölmiðlar | 190 orð | 1 mynd

Myndi ég ljúga að þér?

Á þeim rúmu tveimur árum sem ég dvaldi við nám í Englandi komst ég upp á lagið með tvennt: að rúlla tóbak og horfa á breska spurningaþætti. Á ensku nefnist þessi tegund sjónvarpsefnis „panel shows“ en eftir því sem ég fæ best séð er það… Meira
9. ágúst 2023 | Menningarlíf | 74 orð | 1 mynd

Stelpur rokka halda hinsegintónleika

Samtökin Stelpur rokka hafa ákveðið að efna til hinsegintónleika í tónlistarmiðstöð samtakanna í Völvufelli 17 í tilefni Hinsegin daga í Reykjavík. Tónleikarnir eru þeir fjórðu í tónleikaröð samtakanna sem er styrkt af Tónlistarsjóði Meira
9. ágúst 2023 | Bókmenntir | 757 orð | 2 myndir

Uppreisn húsmóðurinnar

Skáldsaga Steinninn ★★★½· Eftir Ragnheiði Gestsdóttur. Björt bókaútgáfa, 2023. Innbundin, 192 bls. Meira
9. ágúst 2023 | Menningarlíf | 104 orð | 1 mynd

Þóra Gunnarsdóttir sýnir Mál í SÍM

Sýning Þóru Gunnarsdóttur, Mál, var opnuð nýverið í SÍM-salnum, Hafnarstræti 16, og stendur hún til 21. ágúst. Þar sýnir Þóra textaverk, ljósmyndir og vídeó. Í kynningartexta segir: „Tungumál eru Þóru Gunnarsdóttur hugleikin Meira

Umræðan

9. ágúst 2023 | Pistlar | 459 orð | 1 mynd

Að tala af skynsemi

Hvernig veit ég hvort það sem ég segi er skynsamlegt eða ekki? Það sem er ennþá erfiðara: Hvernig veit ég hvort það sem þú segir er skynsamlegt eða ekki? Þetta er spurning sem mér finnst mjög áhugaverð, sérstaklega út af einhverju sem má kalla „skynsemisstjórnmál“ Meira
9. ágúst 2023 | Aðsent efni | 169 orð | 1 mynd

Dagar góðir og gengnir

Venjulega þykir okkur ekki langt frá síðustu aldamótum, en þegar horft er á kvikmynd sem sýnir þann tíma á raunsæjan hátt sést að heimurinn hefur aldeilis farið nokkrar kollsteypur meðan við gleyptum hverja nýjungina eftir aðra og höfum fagnað eins og krakkar í dótabúð Meira
9. ágúst 2023 | Aðsent efni | 679 orð | 1 mynd

Kvennaklefarnir í Sundhöllinni – sagan endalausa

Sundhallargestir eru skelfingu lostnir yfir þeirri ráðagerð yfirvalda að fara í umfangsmiklar breytingar á innilauginni, hönnun Guðjóns Samúelssonar. Meira
9. ágúst 2023 | Aðsent efni | 871 orð | 1 mynd

Til varnar kristnum gildum

Ég hef velt því fyrir mér hvort sömu kraftar séu að verki þegar kemur að því að ryðja trúnni út og baráttunni fyrir því að bylta stjórnskipan landsins Meira

Minningargreinar

9. ágúst 2023 | Minningargreinar | 1048 orð | 1 mynd

Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir fæddist í Hafnarfirði 26. desember 1941. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 23. júlí 2023. Foreldrar hennar voru Jóhannes Gunnarsson kaupmaður í Hafnarfirði, f. 8. nóvember 1903, d Meira  Kaupa minningabók
9. ágúst 2023 | Minningargreinar | 1426 orð | 1 mynd

Helga Haraldsdóttir

Helga Haraldsdóttir fæddist á Akureyri 19. mars 1943. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð 27. júlí 2023. Foreldrar hennar voru Sigríður Pálína Jónsdóttir, f. 24. mars 1913, d. 20. janúar 1993, og Haraldur Sigurgeirsson, f Meira  Kaupa minningabók
9. ágúst 2023 | Minningargreinar | 644 orð | 1 mynd

Helga Þóra Þórsdóttir

Helga Þóra Þórsdóttir fæddist 9. mars 1956. Hún lést á Landspítalanum 10. júlí 2023. Foreldrar Helgu voru hjónin Þór Birgir Þórðarson, vélstjóri, f. 13.12. 1923, d. 28.10. 2001, og Erna Jóhannsdóttir, húsmóðir, f Meira  Kaupa minningabók
9. ágúst 2023 | Minningargreinar | 859 orð | 1 mynd

Lára Sigurveig Hansdóttir

Lára Sigurveig Hansdóttir fæddist 1. júlí 1939 á Orrahóli á Fellsströnd. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 25. júlí 2023. Foreldrar Láru voru þau Sigríður Halldórsdóttir, f. 12.9. 1906, d Meira  Kaupa minningabók
9. ágúst 2023 | Minningargreinar | 1877 orð | 1 mynd

Óli Karló Olsen

Óli Karló Olsen fæddist í Einarshöfn á Eyrarbakka 28. apríl 1935. Hann lést á Landakotsspítala 30. júlí 2023. Foreldrar hans voru Peder Ragnvald Olsen Vidnes, f. 21. apríl 1901 í Vanylven Noregi, d. 26 Meira  Kaupa minningabók
9. ágúst 2023 | Minningargrein á mbl.is | 1178 orð | 1 mynd | ókeypis

Óli Karló Olsen

Óli Karló Olsen fæddist í Einarshöfn á Eyrarbakka 28. apríl 1935. Hann lést á Landakotsspítala sunnudaginn 30. júlí 2023.Foreldrar hans voru Peder Ragnvald Olsen Vidnes, f. 21. apríl 1901 í Vanylven Noregi, d. 26. Meira  Kaupa minningabók
9. ágúst 2023 | Minningargreinar | 722 orð | 1 mynd

Sigríður Jónsdóttir

Sigríður Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 10. mars 1934. Hún lést á Landspítalanum 24. júlí 2023. Foreldrar Sigríðar voru Jón Guðmar Guðjónsson, f. 1893, d. 1971, og Guðríður Magnúsdóttir, f. 1909, d. 2001 Meira  Kaupa minningabók
9. ágúst 2023 | Minningargreinar | 1132 orð | 1 mynd

Steinunn Finnborg Gunnlaugsdóttir

Steinunn Finnborg Gunnlaugsdóttir fæddist á Ísafirði 17. maí 1939. Hún lést á Landakoti í Reykjavík 23. júlí 2023. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Halldórsson, sýsluskrifari á Ísafirði, f. 28. nóvember 1906, d Meira  Kaupa minningabók
9. ágúst 2023 | Minningargreinar | 943 orð | 1 mynd

Vera Vilai Permchit

Vera Vilai Permchit fæddist í Taílandi þann 22. ágúst árið 1953. Hún lést í París 31. júlí 2023 eftir stutta sjúkrahúslegu. Hún bjó fyrstu árin með fjölskyldu sinni í sveitaþorpi en flutti ung til Bangkok þar sem hún kynntist íslenska myndlistarmanninum Erró (Guðmundi Guðmundssyni) Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

9. ágúst 2023 | Í dag | 62 orð

Að stökkva, aldrei vann maður nein afrek á því sviði og verður það ekki…

Að stökkva, aldrei vann maður nein afrek á því sviði og verður það ekki rætt frekar. En að stökkva getur líka þýtt að fleygja, dreifa eða skvetta vatni yfir Meira
9. ágúst 2023 | Dagbók | 83 orð | 1 mynd

„Algjörlega galin ákvörðun“

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, eða Simmi Vill eins og hann er betur þekktur, var á línunni í morgunþætti Kristínar Sifjar og Bolla Más, Ísland vaknar, á dögunum. Styttist nú í að Simmi fái bílpróf að nýju en hann missti það fyrir nokkru vegna… Meira
9. ágúst 2023 | Í dag | 1029 orð | 2 myndir

Bryggjan mótaði bernskuárin

Sturlaugur Haraldsson fæddist á Akranesi 9. ágúst 1973. Það má segja að hann hafi verið alinn upp á bryggjunni á Akranesi og á túnum bæjarins spilandi fótbolta. „Frá barnsaldri hafði ég mikinn áhuga á útgerðinni á Skaganum Meira
9. ágúst 2023 | Í dag | 181 orð

HM ungmenna. A-NS

Norður ♠ D52 ♥ 1072 ♦ ÁK9 ♣ DG103 Vestur ♠ 97 ♥ 643 ♦ 10853 ♣ K976 Austur ♠ ÁG1063 ♥ KG ♦ G764 ♣ 52 Suður ♠ K84 ♥ ÁD985 ♦ D2 ♣ Á84 Suður spilar 3G Meira
9. ágúst 2023 | Í dag | 32 orð | 1 mynd

Kópavogur Alísa Dóra Andradóttir fæddist 5. maí 2023 kl. 14.13 á…

Kópavogur Alísa Dóra Andradóttir fæddist 5. maí 2023 kl. 14.13 á Landspítalanum. Hún vó 3.410 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Sonja Anaís Ríkharðsdóttir og Andri Steinn Hilmarsson. Meira
9. ágúst 2023 | Í dag | 188 orð | 1 mynd

Skák

1. c4 e6 2. Rc3 d5 3. d4 Rf6 4. Rf3 Bb4 5. Bg5 dxc4 6. e4 h6 7. Bxf6 Dxf6 8. Bxc4 c5 9. e5 Dd8 10. 0-0 cxd4 11. Re4 0-0 12. a3 Be7 13. De2 Db6 14. Had1 Hd8 15. Hfe1 Bd7 16. Hxd4 Rc6 17. Hdd1 Be8 18. Rd6 Rxe5 19 Meira
9. ágúst 2023 | Í dag | 89 orð | 1 mynd

Sonja Anaís Ríkharðsdóttir

30 ára Sonja fæddist í hafnarborginni Royan í Suðvestur-Frakklandi en ólst upp í Árbænum. Hún býr í Kópavogi. Sonja er með meistaragráðu í lögfræði frá HÍ og er lögfræðingur hjá Útlendingastofnun. Áhugamálin eru útivera, matargerð og samvera með… Meira
9. ágúst 2023 | Í dag | 280 orð

Um allt og ekki neitt

Dagbjartur Dagbjartsson skrifar á Boðnarmjöð: Pabbi heitinn gerði eitthvað smávegis af vísum. Ekki kann ég þó mikið eftir hann. Nokkuð lengi átti hann tvær skjóttar hryssur sem hann reið víst stundum ósparlega Meira

Íþróttir

9. ágúst 2023 | Íþróttir | 424 orð | 2 myndir

Auðvelt hjá Frakklandi

Eugénie Le Sommer og Kadidiatou Diani, sóknarmenn Lyon, fóru á kostum með franska landsliðinu þegar það vann gífurlega öruggan sigur á Marokkó, 4:0, í 16-liða úrslitum HM 2023 í Adelaide í Ástralíu í gær og tryggði sér þannig sæti í átta liða úrslitum mótsins Meira
9. ágúst 2023 | Íþróttir | 283 orð | 2 myndir

Birkir Bjarnason, leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins…

Birkir Bjarnason, leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er mögulega aftur á leið til Ítalíu eftir stutta dvöl með Viking í Noregi. Aftenbladet greindi frá þessu en Brescia, sem Birkir spilaði með frá 2020-2021, er líklegasti áfangastaður miðjumannsins Meira
9. ágúst 2023 | Íþróttir | 109 orð

Chelsea til rannsóknar

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu er með hugsanleg brot Chelsea á fjárhagsreglum deildarinnar til rannsóknar. Meint brot áttu sér stað á meðan Roman Abramovich var eigandi félagsins. Todd Boehly, sem hefur átt Chelsea í rúmt ár, tilkynnti sjálfur… Meira
9. ágúst 2023 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

Fara til Eistlands í Evrópukeppni

Íslandsmeistarar Tindastóls drógust í gær í C-riðil forkeppni Evrópubikars karla í körfuknattleik ásamt Pärnu Sadam frá Eistlandi og Trepca frá Kósovó. Riðillinn verður leikinn í heild í Pärnu í Eistlandi dagana 2 Meira
9. ágúst 2023 | Íþróttir | 56 orð | 1 mynd

Hættur nokkrum dögum fyrir mót

Spænski knattspyrnustjórinn Julen Lopetegui hefur látið af störfum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves. Enskir miðlar greindu frá því á dögunum að Lopetegui væri brjálaður yfir metnaðarleysi félagsins Meira
9. ágúst 2023 | Íþróttir | 58 orð | 1 mynd

Ísland mætir sterkum liðum

Íslenska karla­landsliðið í körfuknatt­leik mun mæt­a Ítal­íu, Tyrklandi og Ung­verjalandi í B-riðli undan­keppni EM 2025. Dregið var í höfuðstöðvum Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, FIBA, í Þýskalandi í gær og fer lokakeppnin fram í Lett­landi, Kýp­ur, Finn­landi og Póllandi sumarið 2025 Meira
9. ágúst 2023 | Íþróttir | 292 orð | 2 myndir

Markalaust í fallslagnum á Króknum

Tindastóll og Selfoss gerðu markalaust jafntefli í 15. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu á Sauðárkróki í gær. Ekki var búist við þeim úrslitum þegar Sverrir Arnarsson dómari leiksins benti á punktinn í vítateig Selfyssinga á 3 Meira
9. ágúst 2023 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Sex stiga forskot Víkinga

Víkingur úr Reykjavík er með sex stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 3:1-útisigur á FH í gærkvöldi. Birnir Snær Ingason kom Víkingi í 2:1 með tveimur mörkum eftir að Kjartan Henry Finnbogason hafði komið FH yfir Meira
9. ágúst 2023 | Íþróttir | 149 orð | 1 mynd

Skagamenn upp í annað sæti

ÍA er komið upp í annað sæti 1. deildar karla í fótbolta eftir 3:1-útisigur á Gróttu í gærkvöldi. Hristi liðið þannig af sér 1:5-tapið gegn Leikni úr Reykjavík í síðasta leik. Viktor Jónsson og Johannes Vall komu ÍA í 2:0 í fyrri hálfleik og þriðja markið var sjálfsmark Meira
9. ágúst 2023 | Íþróttir | 440 orð | 3 myndir

Víkingar óstöðvandi

Víkingur úr Reykjavík náði sex stiga forskoti á toppi Bestu deildar karla í fótbolta með sterkum 3:1-útisigri á FH í Kaplakrika í gærkvöldi. Víkingur er aðeins annað liðið sem hefur farið í Kaplakrikann og unnið útisigur í sumar og það gerði liðið þrátt fyrir mótlæti Meira
9. ágúst 2023 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Þrír fulltrúar Íslands á HM

Erna Sóley Gunnarsdóttir, Guðni Valur Guðnason og Hilmar Örn Jónsson keppa öll á HM í frjálsíþróttum 19.-27. ágúst í Ungverjalandi. Þau eiga það sameiginlegt að vera Íslandsmethafar í sinni kastgrein Meira

Viðskiptablað

9. ágúst 2023 | Viðskiptablað | 618 orð | 1 mynd

Allir sitji við sama borð

Nú þegar nema gjöld íslenskra álvera fyrir losun á annan milljarð og ef áætlanir vegna CBAM og ETS ganga eftir mun sá kostnaður margfaldast á næstu árum. Meira
9. ágúst 2023 | Viðskiptablað | 460 orð | 1 mynd

Auðlindir sem skapa auð

Við búum sem betur fer í landi fullu af auðlindum, sem okkur hefur tekist að nýta. Þannig höfum við skapað verðmæti og aukið lífsgæði hér á landi með þeim hætti að þau eru með þeim bestu í heimi. Fallvötnin, heita vatnið og hreina kalda vatnið eru… Meira
9. ágúst 2023 | Viðskiptablað | 224 orð

ÁTVR allt að 32% dýrari en Costco

Mestu munaði á verði rauðvínsflöskunnar Villa Maria Reserve pinot grigio í vefverslun Costco og Vínbúðinni í úttekt ViðskiptaMoggans, en söluverð flöskunnar er 4.625 krónur í Vínbúðinni, sem er 32,2% hærra verð en í vefverslun Costco, þar sem flaskan kostar 3.499 krónur Meira
9. ágúst 2023 | Viðskiptablað | 884 orð | 1 mynd

Ballið er ekki búið

Þegar upp var staðið olli það ekki svo miklu fjaðrafoki að Fitch skyldi ákveða, í byrjun mánaðarins, að lækka lánshæfismat ríkissjóðs Bandaríkjanna um einn flokk, úr AAA í AA. Eftir að hafa lagst yfir gögnin var það mat flestra sérfræðinga að… Meira
9. ágúst 2023 | Viðskiptablað | 587 orð | 1 mynd

Bótaskylda vegna kynferðisbrota og brota í nánum samböndum

Það heyrir þó til undantekninga að þolendur slíkra brota leiti réttar síns með höfðun einkamáls. Fyrir því geta verið margar ástæður en ein þeirra er sú fjárhagslega áhætta sem því getur fylgt. Meira
9. ágúst 2023 | Viðskiptablað | 484 orð | 1 mynd

ESG-dúxar menga á við tossana

Matsfyrirtækið S&P Global hefur ákveðið að hætta að meta fyrirtæki til einkunnar eftir ESG-mælikvörðum. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar á fylgni kolefnislosunar og ESG-einkunnar fyrirtækja gefa til kynna að fyrirtæki sem metin eru til hárrar… Meira
9. ágúst 2023 | Viðskiptablað | 207 orð | 1 mynd

Fjárfestingar Sádi-Arabíu enn óskrifað blað

Enn á eftir að koma í ljós hver áhrifin verða af gífurlegum fjárfestingum Sádi-Arabíu í uppbyggingu knattspyrnudeildarinnar þar í landi og hvaða árangri þær fjárfestingar muni skila. Þá liggur ekki enn fyrir hvort stjórnvöld í Sádi-Arabíu muni draga … Meira
9. ágúst 2023 | Viðskiptablað | 241 orð | 1 mynd

Fluttu 758 þúsund farþega í júlímánuði

Flugfélögin Icelandair og Play fluttu samtals 758 þúsund farþega í júlímánuði. Icelandair flutti um 567 þúsund farþega en Play 191 þúsund. Félögin birtu bæði flutningstölur vegna júlí í gær. Play sló met í sögu flugfélagsins hvað varðar farþegafjölda sem var 19% meiri í júlí en í júní Meira
9. ágúst 2023 | Viðskiptablað | 868 orð | 3 myndir

Í upphafi var hljóðið

Þegar kom að því að setja upp Ambeo-hljóðstöngina og magnarann frá Sennheiser varð kettinum á heimilinu ekki um sel. Kom það í ljós snemma í kattaruppeldinu að læðan Jósefín, sem bjargað var af götum Istanbúl, er ekki par hrifin af hátíðnihljóðum og … Meira
9. ágúst 2023 | Viðskiptablað | 2546 orð | 1 mynd

Knattspyrna verður alltaf eftirsótt vara

  Sjónvarpsréttarsamningar munu vissulega halda áfram að færa bæði félagsliðum og landsliðum tekjur, en ekki endilega auknar tekjur umfram það sem nú er. Meira
9. ágúst 2023 | Viðskiptablað | 766 orð | 1 mynd

Ný lausn gæti sparað 2 milljarða króna

„Ef okkur tækist að láta helming debetkortafærslna í dag fara inn á nýtt kerfi þá værum við að tala um tveggja til þriggja milljarða sparnað af því fyrir hagkerið. Þetta hljómar ekki eins og einhverjar risatölur en þetta er á hverju… Meira
9. ágúst 2023 | Viðskiptablað | 865 orð | 1 mynd

Óvissa um áfengissölu er til ama

Í apríl síðastliðnum settist Anna Regína í forstjórastólinn hjá Coca-Cola á Íslandi en hún hefur starfað hjá þessu rótgróna fyrirtæki síðan 2012. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Fyrir stuttu settum við í gang nýja vél í… Meira
9. ágúst 2023 | Viðskiptablað | 392 orð

Raungengi styrkst um 4,7% á öðrum fjórðungi

Raungengi íslensku krónunnar hefur styrkst nokkuð undanfarið. Þannig mældist vísitala raungengis á mælikvarða hlutfallslegs verðlags 91,2 stig á öðrum fjórðungi ársins 2023, sem er 4,7% hækkun frá fyrsta fjórðungi Meira
9. ágúst 2023 | Viðskiptablað | 142 orð | 1 mynd

Selur Iceland Umlimited til Travel Connect

Jón Gunnar Benjamínsson, stofnandi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Unlimited, hefur selt fyrirtækið til Travel Connect. Iceland Unlimited, sem sérhæfir sig í ferðaþjónustu fyrir fatlaða, verður þar með áttunda vörumerki Travel Connect Meira
9. ágúst 2023 | Viðskiptablað | 145 orð

Smyril Line hagnast um 454 m.kr.

Útflutningsfyrirtækið Smyril Line hagnaðist um 454,7 milljónir á síðasta ári. Jókst hagnaðurinn um 136,4 milljónir milli ára en hann nam 318,3 milljónum árið 2021. Stjórn félagsins leggur fram þá tillögu að 200 milljónir króna verði greiddar í arð… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.