Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is „Raforkuspáin eins og við sjáum hana fyrir okkur bendir til að við getum náð fullum orkuskiptum árið 2050, þ.e. 10 árum seinna en markmið stjórnvalda kveða á um. Mat okkar er það að tækniþróunin, til dæmis við millilandaflug, styðji ekki við markmiðin, þannig að við þurfum að gefa okkur aðeins lengri tíma, eins og aðrar þjóðir hafa gert,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets í samtali við Morgunblaðið.
Meira