Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is „Þessi mál eru í algjörum forgangi hjá mér. Við erum að taka á 16 ára fortíðarvanda og það var nauðsynlegt að rjúfa þetta langa stöðnunartímabil,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í samtali við Morgunblaðið, spurður álits á raforkuspá Landsnets. Þar segir, eins og Morgunblaðið greindi frá í gær, að orkuskipti muni tefjast um tíu ár og markmið stjórnvalda að ná þeim áfanga árið 2040 ekki nást fyrr en tíu árum síðar, þ.e. 2050.
Meira