Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hagnaður kínverskra iðnfyrirtækja í júlí var 6,7% lægri en hann var fyrir ári. Var mánuðurinn sá sjöundi í röðinni þar sem þrengir að iðnaði í Kína en greinin hefur glímt við minnkandi eftirspurn í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Mældist samdrátturinn 8,3% í júní og hafa tekjur iðnfyrirtækja í Kína dregist saman um 15,5% á undanförnum sjö mánuðum borið saman við sama tímabil í fyrra, en á sama tíma hefur verð á hrávöru leitað niður á við.
Meira