Klara Ósk Kristinsdóttir klaraosk@mbl.is Tíðari aftakaflóð á Íslandi gætu orðið raunin samhliða loftslagsbreytingum. Huga þarf að skipulagi íbúðakjarna og byggðarlaga samhliða framtíðarsviðsmyndum af stöðu sjávar.
Meira
Einstaklingum sem er vísað úr landi strax að loknu gæsluvarðhaldi hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Stendur fjöldinn í 44 föngum það sem af er ári, samanborið við 36 allt fyrra ár, samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun
Meira
Von er á rúmlega hundrað vísindamönnum og fólki úr nýsköpunargeiranum á ráðstefnu Evrópsku kítinsamtakanna, EUCHIS, sem hefst á Siglufirði í dag. EUCHIS eru leiðandi samtök á heimsvísu í kítiniðnaðinum og standa fyrir slíkri ráðstefnu annað hvert ár
Meira
Golfklúbbur Akureyrar (GA) og Akureyrarbær hafa skrifað undir samning um uppbyggingu á nýrri inniaðstöðu fyrir GA í nýju húsi vestan við núverandi klúbbhús á Jaðarsvelli. Bjarni Þórhallsson, formaður Golfklúbbs Akureyrar, segir að til standi að byggja æfingahúsnæði eins og gert hafi t.d
Meira
Ísland gæti orðið leiðandi á sviði tæknivæddrar heilbrigðisþjónustu á komandi árum ef rétt er staðið að málum, að mati Davíðs O. Arnar, yfirlæknis hjartadeildar Landspítala og prófessors við Háskóla Íslands
Meira
Fjórir íslenskir keppendur hlutu viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur á lokaathöfn Euroskills, Evrópumóts iðn-, verk- og tæknigreina, sem lauk um helgina. Hlaut Irena Fönn Clemmensen, frá Verkmenntaskólanum á Akureyri, jafnframt sérstök…
Meira
Portúgalska flutningaskipið Vera D tók niðri við Akurey um þrjúleytið í gær þegar skipið var á leið frá Reykjavík. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var þegar gert viðvart og lék grunur á að mengun kæmi frá skipinu
Meira
Baksvið Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Bæði Viðskiptaráð Íslands (VÍ) og Félag atvinnurekenda (FA) lýsa áhyggjum sínum af því að ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur hefur ekki verið starfandi frá því í maí 2020. Nefndin, sem heyrir undir Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, starfar samkvæmt lögum um opinberar eftirlitsreglur sem tóku gildi árið 1999.
Meira
„Ég leik Bain í sjónvarpsseríunni „The Wheel of Time“, sem byrjað er að sýna á Amazon og minn karakter kemur fram í seinni hluta annarrar seríu,“ segir Ragnheiður Ragnarsdóttir, einnig þekkt sem Ragga Ragnars, leikkona og…
Meira
Íslenski fáninn var dreginn að hún í Gljúfurárrétt í Eyjafirði áður en fé var dregið í dilka í gærmorgun. Fjölmennt var í réttunum en mannfólkið var þó ekki nærri eins margt og féð sem taldi um fjögur þúsund
Meira
Jón Baldursson, heimsmeistari í bridge og margfaldur Íslandsmeistari, lést aðfaranótt laugardags, 68 ára að aldri. Jón varð sextán sinnum Íslandsmeistari í sveitakeppni í bridge og Íslandsmeistari í tvímenningskeppni sex sinnum
Meira
„Kveikjan að þessari rannsókn er hugmynd sem við fengum 2018 og gekk út á að framkvæma langtímarannsókn á líðan viðbragðsaðila hérna á Íslandi,“ segir Sigríður Björk Þormar, doktor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík, sem kynnti niðurstöður rannsóknarinnar í fyrirlestri í skólanum á föstudaginn.
Meira
Pólskir dagar hefjast í Veröld – húsi Vigdísar í dag, mánudaginn 11. september. Dagskráin er skipulögð af Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands í samstarfi við Háskólann í Varsjá og sendiráð Póllands í Reykjavík og stendur hún til 14
Meira
Persónulegt ofbeldi og ofbeldi sem stofnanir beita þjónustuþega er meðal þess sem rætt verður um á ráðstefnu sem ber yfirskriftina Ofbeldi á óvissutímum og hefst í dag. Um er að ræða evrópska ráðstefnu um heimilisofbeldi sem haldin er á hótelinu…
Meira
Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Á þriðja þúsund manns eru látnir eftir 6,8 stiga jarðskjálfta í Norður-Afríkuríkinu Marokkó á föstudagskvöldið þar sem hin ævaforna borg Marrakesh varð hve verst úti en skjálftinn á föstudaginn var sá öflugasti sem þar hefur mælst í heila öld.
Meira
„Íþróttafélög í hverjum bæ, borg eða hverfi hafa sífellt veigameira hlutverk,“ segir Þórhildur Garðarsdóttir formaður KR. „Barna- og unglingastarf skiptir miklu máli og það er mikilvægt að krakkarnir hér í Vesturbænum finni að hingað í Frostaskjólið séu þau alltaf velkomin
Meira
Narendra Modi forsætisráðherra Indands vék að stríðinu í Úrkaínu og loftslagsbreytingum við lok leiðtogafundar G20-ríkjanna sem haldinn var á Indlandi. Forseti Rússlands Vladimír Pútín var víðs fjarri vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem nú hefur staðið yfir í um 18 mánuði
Meira
Gleðin var við völd á Krónuhjólamóti Tinds og Hjólaskólans í Öskjuhlíðinni í gær. Um er að ræða hjólamót sem haldið var fyrir börn á aldrinum tveggja til tólf ára. Fjöldinn allur af ungum og efnilegum hjólreiðaköppum mætti til leiks en keppnin fór fram í sex aldursflokkum
Meira
Hörður Vilberg hordur@mbl.is Verkefnastaða verkfræðistofa er misjöfn eftir því við hvað þær eru að fást en Sæmundur Sæmundsson framkvæmdastjóri Eflu kannast við það að samdráttur blasi nú við minni aðilum á markaðnum. Í umfjöllun Morgunblaðsins hefur komið fram að mikill viðsnúningur hafi átt sér stað á tólf mánuðum í hönnun á nýju húsnæði.
Meira
Sitkagreni sem stendur í hlíðum Seyðisfjarðar var formlega útnefnt tré ársins við hátíðlega athöfn í gær. Skógræktarfélag Íslands hefur útnefnt tré ársins í um 33 ár, segir Brynjólfur Jónsson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands
Meira
Það eru mörg og verulega áhugaverð tækifæri fólgin í því að tæknivæða íslenska heilbrigðisþjónustu meira en gert hefur verið. Viðráðanlegur fólksfjöldi, tiltölulega öflugt heilbrigðiskerfi sem heldur vel utan um skráningar og fyrirtæki á borð við…
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Aukin eftirspurn eftir afurðum á sístækkandi markaði ræður því að stjórnendur Reykjagarðs eru áfram um að fá fleiri bændur í samstarf um kjúklingarækt. Framleiðsla á íslenskum kjúklingaafurðum var á síðustu tólf mánuðum um 9.700 tonn og jókst um nærri 5% milli ára. Þar við bætist að á síðustu misserum var með tollaafsláttum mikið flutt inn af kjúklingakjöti frá Úkraínu. „Reykjagarður flytur ekki inn kjúkling og reynslan af innflutningnum sýndist mér sú að neytendur vildu frekar innlenda framleiðslu,“ segir Guðmundur Svavarsson framkvæmdastjóri Reykjagarðs við Morgunblaðið.
Meira
Fannar Jónasson bæjarstjóri segir mikla örvæntingu og hræðslu hafa gripið um sig þar sem hann var staddur með íslenskum hópi á aðaltorginu í gamla miðbænum í Marrakesh í Marokkó þegar 6,8 stiga jarðskjálfti olli stórtjóni og varð á þriðja þúsund manns að bana á föstudagskvöld
Meira
Með nokkrum ólíkindum er að lesa svar félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar alþingismanns um kostnað Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd. Svarið nær til eins árs, frá júlí í fyrra til júní í ár, og snýr að ýmsum útgjaldaliðum.
Meira
Það eru tvær gerðir sjónvarpsáhorfenda: Þeir sem horfa þolinmóðir á línulega dagskrá og hinir sem leggjast í sukk á Sarpinum og spæna í sig heilu þáttaraðirnar á mettíma. Það getur verið erfitt fyrir línulegan áhorfanda að eiga samskipti við…
Meira
„Síðasta einkasýning mín fjallaði um minni. Niðurstaða listrannsóknar sem tengdist sýningunni var meðal annars sú að við munum liðna atburði best í samskiptum við fólk, þar með talið fólkið sem var með okkur þegar ákveðnar minningar áttu sér stað
Meira
Sýrlensk byggingarhefð sem nær þúsundir ára aftur, er talin í mikilli hættu. Um er að ræða svokölluð „býflugnabúshús“; lítil hús með hvelfdu þaki sem byggð eru úr heyi og hleðslusteinum úr óbrenndum leir
Meira
Ég skrifaði þrjár greinar hér í blaðið um borgarlínuævintýrið í sumar. Þar setti ég í samhengi að ekki væri skynsamlegt að setja 250 milljarða af skattfé í úrelta lausn, spurði hvort borgarlínan mætti kosta hvað sem er og minnti svo á hver borgar þetta allt á endanum
Meira
Við vitum vel hvert vandamálið er í rekstri borgarinnar. Vinstri meirihlutinn sem hefur stjórnað borginni nú í rúm 13 ár – með ýmsum viðbótum og tjasli – hefur hvorki áhuga á fjármálum né rekstri.
Meira
Egill Sveinsson bankamaður og myndskeri fæddist í Reykjavík 7. október 1930. Hann lést 28. ágúst 2023 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Foreldrar hans voru (Guðbrandur) Sveinn Þorkelsson kaupmaður og söngvari, f
MeiraKaupa minningabók
Haukur Hallsson fæddist 10. ágúst 1944 í Reykjavík. Hann lést 29. ágúst 2023 á heimili sínu. Útför fer fram frá Lindakirkju í dag, 11. september 2023, klukkan 13.
MeiraKaupa minningabók
Helgi Rúnar Bragason var fæddur 6. júní 1976. Helgi Rúnar lést á sjúkrahúsi Akureyrar eftir rúmlega tveggja ára baráttu við illvígt krabbamein þann 27. ágúst 2023. Foreldrar Helga Rúnars eru Bragi Ingvason, f
MeiraKaupa minningabók
Ólafur Árni Bjarnason fæddist í Reykjavík 18. júní 1962. Hann lést 3. september 2023 á líknardeild Landspítalans i Kópavogi. Ólafur Árni var sonur hjónanna Bjarna Ólafssonar framkvæmdastjóra og ráðgjafa, f
MeiraKaupa minningabók
Óskar Axelsson var fæddur 23. desember 1941 á Hjalteyri við Eyjafjörð. Hann lést 27. ágúst 2023 á Húsavík. Foreldrar hans voru Karen Guðjónsdóttir, f. 5. janúar 1901, d. 23. október 1995, og Axel Sigurbjörnsson, f
MeiraKaupa minningabók
Morgunblaðið bað um viðbrögð menningar- og viðskiptaráðuneytisins við áhyggjum VÍ og FA. Í svari ráðuneytisins segir að margt hafi breyst síðan lög um opinberar eftirlitsreglur tóku gildi árið 1999 og hafi ráðuneytið lögin núna til skoðunar
Meira
Tónlistarkonan Una Torfadóttir mætti í hljóðver K100 á dögunum til að ræða við þau Kristínu Sif og Þór Bæring um tónlistina, lagasmíðarnar og plönin fram undan og viðurkenndi hún meðal annars að hún væri enn hissa á því að fólk keypti miða á tónleika með henni
Meira
30 ára Kolla er Akureyringur og er leikskólakennari á Klöppum. Áhugamálin eru útivera, hreyfing og samvera með fjölskyldu og vinum. Fjölskylda Börn Kollu eru Róbert Aron, f. 2017, og Elín Hulda, f. 2020
Meira
Þorleifur Konráðsson segir á Boðnarmiði að enn berist fréttir af glannaskap ferðamanna í Reynisfjöru: Enn fær gestsins auga fangað einstök fjara hér. Túristarnir tölta þangað til að drekkja sér. Hörður Björgvinsson skrifar: Ég er nýlega kominn heim eftir mánaðardvöl á heilsustofnun í Hveragerði
Meira
Vinkonurnar Sara Björg Sigurðardóttir, Margrét Einarsdóttir, Stefanía Ingólfsdóttir og Veronika Ólafsdóttir söfnuðu dóti og héldu tombólu í Spönginni til að safna fé fyrir Rauða krossinn. Afraksturinn var 15 þúsund krónur.
Meira
Áslaug Thorlacius er fædd 11. september 1963 á Blönduósi en ólst upp í Hlíðunum í Reykjavík. „Foreldrar mínir bjuggu á Kleifum við Blönduós þegar ég fæddist en fluttu suður skömmu síðar. Afi og amma bjuggu á Kleifum og ég var þar alltaf á…
Meira
Það ræðst í lokaumferð neðri hluta Bestu deildar kvenna í knattspyrnu hvaða lið fellur úr deildinni ásamt Selfossi. Hannah Jane Cade skoraði sigurmark Tindastóls gegn Selfyssingum í 20. umferð deildarinnar á Selfossi í gær í 2:1-sigri Sauðkrækinga með marki úr vítaspyrnu
Meira
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Antony hefur verið settur til hliðar hjá félagsliði sínu Manchester United um óákveðinn tíma eftir að fyrrverandi unnusta hans Gabriela Cavallin kærði hann til lögreglunnar í Sau Paulo í Brasilíu fyrir andlegt og líkamlegt ofbeldi
Meira
Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, ætlar sér að gera breytingar á byrjunarliði sínu, frá leiknum gegn Lúxemborg í Lúxemborg á föstudaginn, fyrir leikinn gegn Bosníu í J-riðli undankeppni EM 2024 sem fram fer á Laugardalsvelli í dag
Meira
Dennis Schröder fór á kostum fyrir Þýskaland þegar liðið varð heimsmeistari í fyrsta sinn eftir sex stiga sigur gegn Serbíu, 83:77, í úrslitaleik HM karla í körfuknattleik á Filippseyjum í gær. Schröder skoraði 28 stig, tók tvö fráköst og gaf tvær…
Meira
Íslandsmeistarar ÍBV fara vel af stað í úrvalsdeild karla í handknattleik en liðið vann öruggan níu marka sigur gegn Stjörnunni í 1. umferð deildarinnar í Garðabænum á laugardaginn, 33:24. Stjarnan leiddi með marki í hálfleik, 14:13, en Eyjamenn sigu fram úr þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka
Meira
Thea Imani Sturludóttir fór mikinn fyrir Val þegar liðið vann níu marka sigur gegn Fram í 1. umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik á Hlíðarenda á laugardaginn, 29:20. Thea gerði sér lítið fyrir og skoraði sjö mörk en Valskonur voru miklu…
Meira
Það ræðst í lokaumferð neðri hluta Bestu deildar kvenna í knattspyrnu hvaða lið fellur úr deildinni ásamt Selfossi en í gær vann Tindastóll 2:1-sigur gegn Selfossi á Selfossi og Keflavík vann 2:1-sigur gegn ÍBV í Vestmannaeyjum
Meira
Íslandsmeistarar Vals eru komnir áfram í 2. umferð Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu eftir sigur gegn Albaníumeisturum Vllazniu í Shkoder í Albaníu í úrslitum 1. umferðarinnar á laugardaginn. Leiknum lauk með naumum sigri Vals, 2:1, en Valskonur leiddu með einu marki gegn engu í hálfleik
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.