Greinar fimmtudaginn 14. september 2023

Fréttir

14. september 2023 | Innlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

„Fjári stuttur aðdragandi“

„Við erum búnir að eiga spjall við fulltrúa Síldarvinnslunnar og munum gera það áfram,“ sagði Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, í samtali við mbl.is í gær um þau vonbrigði og það áfall sem lokun Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði… Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 317 orð | 1 mynd

Aðför að eigum og öryggi vegfarenda

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Eins og margir vegfarendur hafa tekið eftir er víða að finna rásir í malbikuðum stofnvegum á höfuðborgarsvæðinu, en hætt er við að bílstjórar missi stjórn á bílum sínum þegar rásirnar fyllast af vatni og krapa í rigningar- og umhleypingatíð sem vænta má í haust og vetur. Þetta veldur Runólfi Ólafssyni, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, áhyggjum. Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Alvarlegt umferðarslys

Alvarlegt umferðarslys varð á gatnamótum Lækjargötu og Vonarstrætis laust fyrir klukkan hálftvö í gær. Lokaði lögregla fyrir umferð við slysstaðinn og næsta nágrenni hans á tímabili en veitti ekki frekari upplýsingar um afleiðingar slyssins er Morgunblaðið falaðist eftir þeim í gærkvöldi Meira
14. september 2023 | Fréttaskýringar | 695 orð | 3 myndir

Aukin litadýrð í íslensku sauðfé

Baksvið Kristján Jónsson kris@mbl.is Tveir áður óþekktir sauðalitir hafa fundist hér á landi að sögn Jóns Viðars Jónmundssonar landbúnaðarfræðings. Uppgötvuðust þeir í sauðfé á bænum Hlíð í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu. Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 646 orð | 2 myndir

Átaks þörf í þjónustu við aldraða

Hörður Vilberg hordur@mbl.is „Þjóðin eldist hratt,“ segir Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu. Hún bendir á að ef horft sé til aldurshópsins 80-89 ára þá muni fjölga í þeim hópi um 85% fram til ársins 2038, gangi mannfjöldaspár eftir. Úr 10.900 manns í 20.100. Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 771 orð | 3 myndir

„Gefum ekki afslátt af vandvirkni“

Viðtal Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 836 orð | 3 myndir

„Skerðingin skilgreinir ekki hvaða mann ég hef að geyma“

Jón Gnarr þarf varla að kynna fyrir neinum. Fyrrverandi borgarstjórinn, grínistinn og leikarinn sem hefur komið víða við í íslensku samfélagi. Maðurinn sem hefur kitlað hláturtaugar ófárra landsmanna og verið hrókur alls fagnaðar í íslenskri menningu í áraraðir Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Bólusetningar í næsta mánuði

Örvunarbólusetningar vegna covid-19 hefjast hérlendis í næsta mánuði og þá er inflúensubóluefni einnig væntanlegt. Bólusett verður með Pfizer XBB.1.5-bóluefni. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef landlæknis Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 681 orð | 4 myndir

Bæverskt brugg í faðmi Alpafjalla – Ekki missa af fjörinu!

Icelandair býður ódýrt flug daglega til München þar sem þú getur dregið djúpt andann í frískandi Alpafjallaloftinu. Mikið er um að vera í borginni í september og október, þá sérstaklega vegna lítils samkvæmis sem haldið er árlega og kallast… Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 262 orð | 1 mynd

Einn farþegi eftir á sjúkrahúsi eftir rútuslysið

Búið er að útskrifa alla nema einn af sjúkrahúsi eftir rútuslysið skammt frá Blönduósi sl. föstudag er rúta með 24 farþega innanborðs valt á veginum. Allir farþegarnir ásamt ökumanni voru fluttir á sjúkrahús, sjö á Landspítalann í Reykjavík og aðrir á sjúkrahúsið á Akureyri Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 282 orð | 1 mynd

Eskimo breytir nafni sínu í EY Agency

Umboðsskrifstofan Eskimo mun frá og með deginum í dag heita EY Agency. Ástæða nafnbreytingarinnar er sú að forsvarsmönnum fyrirtækisins fóru að berast ábendingar fyrir um tveimur árum þess efnis að orðið eskimói þætti ekki lengur boðlegt yfir Inúíta … Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Fiskistofa bregst við eldislöxum í ám

Fiskistofa beinir tilmælum til allra veiðifélaga hérlendis um ýmsar aðgerðir við þær aðstæður sem upp eru komnar þegar eldislaxar leita í veiðiár á göngutíma laxfiska og senn líður að hrygningartíma Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 654 orð | 2 myndir

Fjölbýlishús rísi við Arnarbakka

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Talsverð uppbygging er fyrirhuguð í Breiðholtshverfi á næstunni. Hér í blaðinu hefur verið sagt frá áformum um nýtt hverfi við Suðurfell í Efra-Breiðholti og uppbyggingu í Norður-Mjódd. Og nú stendur fyrir dyrum uppbygging á reit þjónustukjarnans við Arnarbakka í Neðra-Breiðholti. Þar gætu risið 3-4 hæða fjölbýlishús með 100 íbúðum. Gömul verslunarhús, sem hafa verið illa nýtt á undanförnum árum, víkja fyrir nýjum. Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Flúor mældist of hátt í grasi

Niðurstöður í sumar reyndust sýna að flúor mældist yfir viðmiðunarmörkum í grasi í Reyðarfirði. Náttúrustofa Austurlands hefur mælt flúormagn í nágrenni álvers Fjarðaáls frá því það var reist árið 2007 Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Gáfu minnisplatta um Vesturfarana

Meðlimir samtakanna Icelandic Roots komu færandi hendi í Skagafjörð nýverið og afhentu minnisplatta um forfeður sína sem fóru vestur um haf frá Sauðárkróki í kringum aldamótin 1900. Umrædd samtök voru stofnuð í Vesturheimi fyrir 10 árum, m.a Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 494 orð | 2 myndir

Grunnskólanemi málar eftir pöntunum

Nemendur í 9. bekk í Varmárskóla í Mosfellsbæ fara í skólaferðalag til Danmerkur í byrjun október. Iðunn Aðils Halldórsdóttir, sem verður 14 ára í vetur, ákvað að safna fyrir ferðinni með því að mála myndir eftir óskum viðskiptavina Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Hlýtur Pra­emium Im­per­iale

Myndlistarmað­urinn Ólaf­ur Elías­son er ­einn fimm listamanna sem í ár hljóta hin virtu alþjóðlegu verðlaun Pra­emium Im­per­iale. Verðlaunin, sem nú eru veitt í 34. sinn, hafa verið nefnd Nó­bels­verðlaun lista­heims­ins Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 967 orð | 3 myndir

Hornafjörður í örum vexti

Viðtal Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Mikill vöxtur hefur verið í sveitarfélaginu Hornafirði undanfarin ár og hefur íbúum fjölgað um 241, eða rúm 10%, frá árinu 2018 og eru nú 27% íbúa með erlendan uppruna. Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Hornafjarðar segir ljóst að öflugt atvinnulíf á svæðinu hafi skapað grundvöll fyrir uppbyggingu öflugs samfélags. Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Krakkaveldi á Hrafnseyri

Púkinn, barnamenningarhátíð Vestfjarða, stendur nú sem hæst. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin en hún fer fram í öllum grunnskólum fjórðungsins auk þess sem fjöldi viðburða er utan skólaveggjanna Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 556 orð | 1 mynd

Kölluð til með örstuttum fyrirvara

„Þegar formaðurinn hringir og biður mann um að sinna einhverju hlutverki, þá stígur maður bara inn í það og ætlar að gera sitt besta þar til annað kemur í ljós,“ segir Hildur Sverrisdóttir, nýkjörinn þingflokksformaður Sjálfstæðismanna, í viðtali við Dagmál sem birt er í dag Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 305 orð | 2 myndir

Leggjast ekki gegn gjaldtöku

Í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2024 er gert ráð fyrir að gistináttaskattur verði tekinn upp á nýjan leik og verði einnig lagður á skemmtiferðaskip sem koma til landsins. Skattinum er ætlað að skila fjórum milljörðum í ríkissjóð Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

Leita varðstjóra Charlie og Alfa

Embætti ríkislögreglustjóra hefur auglýst til umsóknar 12 stöður varðstjóra í sérsveit embættisins. Um er að ræða fjórar stöður aðalvarðstjóra, fjórar stöður varðstjóra og fjórar stöður sérhópstjóra Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Lífræni dagurinn um helgina

Fjögur býli víða um land munu á sama tíma, kl. 13-17, opna býli sín fyrir gestum nk. laugardag 16. sept. þegar Lífræni dagurinn verður haldinn. Þetta eru Akur organic, Flaga Þorlákshöfn, Móðir Jörð Vallanesi Egilsstöðum, Sólbakki garðyrkjustöð, Ós… Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 411 orð | 1 mynd

Mislæg gatnamót breyttust í stokk

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra benti á það í grein í Morgunblaðinu sl. fimmtudag að áætlaður kostnaður við verkefni samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins hefur nær tvöfaldast frá því sem gert var ráð fyrir og er nú 300 milljarðar í stað þeirra … Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Ný heilsugæsla í Reykjanesbæ

Framkvæmdasýslan-ríkiseignir (FSRE) hefur gengið frá leigusamningi um húsnæði fyrir nýja heilsugæslu í Reykjanesbæ. Fyrr í sumar var húsnæði fyrir geðheilsuteymi útvegað í bænum og starfsemi hófst. Mikil fjölgun íbúa á Suðurnesjum hefur kallað á… Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Nýir sauðalitir fundust á Íslandi

„Það sem mér virðist er að þarna sé feikilega merkilegt erfðafyrirbæri á ferðinni. Þetta er örugglega stökkbreyting í litaerfðavísi,“ segir Jón Viðar Jónmundsson landbúnaðarfræðingur í samtali við Morgunblaðið en tveir áður óþekktir sauðalitir hafa fundist hér á landi Meira
14. september 2023 | Erlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Reikna má með miklu mannfalli

Minnst 2.300 fórust í flóðunum miklu sem skullu á austurhluta Líbíu á þriðjudag í kjölfar stormsins Daníels. Er það mat Rauða krossins og Rauða hálfmánans að rúmlega 10 þúsund manns sé enn saknað og að yfir 30 þúsund manns hafi misst heimili sín Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Rekstur ÚA rennur inn í Samherja

Útgerðarfélag Akureyringa (ÚA) mun sem sjálfstætt félag heyra sögunni til og færist reksturinn undir merki móðurfélagsins Samherja. Útgerð undir merkjum ÚA á sér langa sögu og er þetta í annað sinn sem félag með umrætt nafn hættir starfsemi undir eigin merkjum Meira
14. september 2023 | Erlendar fréttir | 402 orð | 2 myndir

Réðust að bækistöðvum flotans

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Úkraínumenn greiddu Svartahafsflota Rússa þungt högg í fyrrinótt þegar þeir gerðu stóra eldflauga- og drónaárás á höfnina í Sevastopol, en þar hefur flotinn haft höfuðstöðvar sínar um langa hríð. Skutu Úkraínumenn minnst tíu eldflaugum og sendu þrjá sjávardróna til árásarinnar að sögn rússneskra heimildarmanna, og náðu Rússar að skjóta niður alla drónana þrjá, en þrjár af eldflaugunum náðu til skotmarka sinna. Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 372 orð | 1 mynd

Sanngirnisbætur, sóttvarnalög og hlutlæg refsiábyrgð

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar var dreift til þingmanna sl. þriðjudag og þar boðaður flutningur á þriðja hundrað þingmála. Eins og vænta má kennir þar margra grasa, en þar er lýst áformum ráðherranna um lagasetningu í þeim málaflokkum sem undir þá heyra Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Sigríður Dóra yfir heilsugæslunni

Sigríður Dóra Magnúsdóttir hefur verið skipuð forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til fimm ára, frá og með 15. september. Tekur hún við af Óskari Reykdalssyni. Lög­skipuð hæfn­is­nefnd, sem met­ur hæfni um­sækj­enda um stöður for­stjóra heil­brigðis­stofn­ana, mat Sig­ríði Dóru mjög vel hæfa Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 1120 orð | 9 myndir

Silfrið besti árangur sem náðst hefur

Mótið var haldið í Akademie Deutsches Bäckerhandwerk í hinni sögufrægu borg Weinheim í Þýskalandi dagana 11.-12. september og var hið glæsilegasta í alla staði. Haraldur Árni Þorvarðarson þjálfari liðsins, alla jafna kallaður Árni bakari, segir að… Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Sprengjuvélarnar farnar úr landi

Bandarísku B-2-sprengjuvélarnar sem stundað hafa æfingar frá öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli undanfarinn mánuð fóru af landi brott í fyrradag, þriðjudag. Þetta staðfestir utanríkisráðuneytið við Morgunblaðið Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

Stefán Pedersen

Stefán Birgir Pedersen ljósmyndari lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 9. september sl., 86 ára að aldri. Stefán fæddist á Sauðárkróki 7. desember 1936. Foreldrar hans voru Sigríður Sigurlína Halldórsdóttir og Johan Pedersen Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 231 orð

Stefnir í mikinn vanda

Þörf er á miklum fjárfestingum í hjúkrunarrými á næstu árum. Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu, segir stefna í gríðarmikinn vanda. Á næstu 15 árum sé þörf fyrir ríflega 700 hjúkrunarrými í Reykjavík en algeng stærð á hjúkrunarheimili er 80 rými Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 82 orð | 2 myndir

Stutt á milli sólarveðurs og hrímkulda á Húsavík

Það eru andstæður í myndunum sem teknar voru á Húsavík með stuttu millibili í vikunni, sú til hægri í gærmorgun. Grænir litir sumarsins umvefja ferðamennina á fyrri myndinni en með haustinu fækkar á tjaldsvæði bæjarins þótt enn sé þar einstaka tjald Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Sykurmolinn málaði verk á Smekkleysubúðina

„Þetta er hán sem býður okkur velkomin í búðina. Myndin heldur svo áfram inn í búðina en þar verður sería af myndum sem tengjast allar,“ segir Einar Örn Benediktsson, Sykurmoli með meiru, um nýtt listaverk sitt á Smekkleysubúðinni á Hverfisgötu 32 Meira
14. september 2023 | Fréttaskýringar | 418 orð | 3 myndir

Sögulegur sigur norskra hægrimanna

Sviðsljós Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Norsku hægriflokkarnir náðu sögulegum kosningasigri á mánudaginn, en þá gengu Norðmenn til kosninga í 356 sveitarstjórnum og 11 fylkjum. Náði Hægriflokkurinn 25,9% af öllum atkvæðum sem greidd voru í kosningunum, en það var í fyrsta sinn í 99 ár, eða frá árinu 1924, sem Hægri fékk fleiri atkvæði en norski Verkamannaflokkurinn. Hægrimenn bættu við sig um 5,9% frá síðustu kosningum fyrir fjórum árum. Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 646 orð

Vaxtagjöld ríkissjóðs hækka mjög

Útlit er fyrir að vaxtagjöld ríkissjóðs Íslands verði rúmlega 29 milljörðum króna hærri á næsta ári en þau voru áætluð. Háir vextir bíta því ríkissjóð ekki síður en heimilisbókhald landsmanna. Vaxtagjöld á rekstrargrunni á árinu 2024 eru áætluð um… Meira
14. september 2023 | Fréttaskýringar | 630 orð | 3 myndir

Vilja fá TF-LIF á flugminjasafnið

Áhugi er á því að hin farsæla björgunarþyrla Íslendinga TF-LIF verði flutt á Flugsafn Íslands á Akureyri og verði þar til sýnis í framtíðinni. Alls voru það 1.565 manns sem var bjargað eða fluttir í sjúkraflugi með þyrlunni á 25 ára tímabili Meira
14. september 2023 | Innlendar fréttir | 435 orð | 1 mynd

Ætla að greiða fyrir samningum í vetur

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra lagði áherslu á það í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi að það væri fleira sem sam­einaði bæði rík­is­stjórn­ina og þjóðina held­ur en sundraði þeim. Mik­il­vægt væri að geta kom­ist að sam­eig­in­legri niður­stöðu í þágu heild­ar­inn­ar Meira

Ritstjórnargreinar

14. september 2023 | Leiðarar | 172 orð

Fjárlög fyrir fólkið

Óskýrar skýringar Meira
14. september 2023 | Staksteinar | 201 orð | 1 mynd

Skokkað villigöturnar

Páll Vilhjálmsson segir m.a. í nýlegum pistli sínum: Meira
14. september 2023 | Leiðarar | 456 orð

Stállestin rennur í hlað

Kim Jong-un lúrir á því sem Pútín vantar og öfugt Meira

Menning

14. september 2023 | Menningarlíf | 707 orð | 2 myndir

Fjallar ekki um sveitaball í Ýdölum

Þungarokkssveitin Skálmöld fagnar útgáfu sjöttu breiðskífu sinnar í Háskólabíói í Reykjavík annað kvöld og í Hofi á Akureyri á laugardagskvöld. Platan ber titilinn Ýdalir og segir frá norræna guðinum Ulli og átökum hans við orminn Níðhögg Meira
14. september 2023 | Fjölmiðlar | 214 orð | 1 mynd

Framsæknar þrýstilínur

Ég hef horft á veðurfréttir í sjónvarpi vítt og breitt og fullyrði við ykkur að veður­fréttir í íslensku sjónvarpi eru með því allra besta sem gerist í þessum heimi. Um aðra heima veit ég minna, því miður Meira
14. september 2023 | Menningarlíf | 188 orð | 1 mynd

Haustinu fagnað í Hafnarborg

Haustsýning Hafnarborgar verður opnuð í kvöld kl. 20. Ber hún yfirskriftina Landslag fyrir útvalda, en sýningin er sú þrettánda í haustsýningaröð Hafnarborgar sem hóf göngu sína árið 2011, að því er segir í fréttatilkynningu frá Hafnarborg Meira
14. september 2023 | Menningarlíf | 136 orð | 1 mynd

Konsertþrenna í Eldborg Hörpu

Boðið er upp á konsertþrennu með franska flautuleikaranum Emmanuel Pahud á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30 undir stjórn Evu Ollikainen. Konsertanir eru Odelette eftir franska tónskáldið Camille Saint-Saëns, I … Meira
14. september 2023 | Fólk í fréttum | 607 orð | 3 myndir

Myndin hlaut hvatningarverðlaun

Heimildarmyndin Skuld eftir Rut Sigurðardóttur verður frumsýnd í Bíó Paradís laugardaginn 16. september. Um er að ræða heimildarmynd um ungt par sem hættir skuldastöðu sinni og sambandi er þau feta í fótspor forfeðra sinna og gera út trilluna Skuld á handfæraveiðum Meira
14. september 2023 | Menningarlíf | 2876 orð | 4 myndir

Pílagrímsför Víkings með Bach

Ég veit að fólk hefur sterkar skoðanir á Bach og það þarf ákveðinn þroska til að sætta sig við það að maður getur aldrei gert öllum til hæfis. Meira
14. september 2023 | Menningarlíf | 112 orð | 1 mynd

Sigurðar Nordals fyrirlestur í dag kl. 17

„Hvað þýðir þjóðtungan? Frá handritum til gervigreindar“ er yfirskrift Sigurðar Nordals fyrirlesturs sem Gauti Kristmannsson, prófessor í þýðingafræði og deildarforseti íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands, flytur í ár í Árnastofnun við Arngrímsgötu í dag kl Meira
14. september 2023 | Menningarlíf | 162 orð | 1 mynd

Sýning frá Kling & Bang til Louisiana

Sýningin Flauelshryðjuverk – Rússland Pussy Riot var opnað í Louisiana-safninu í Danmörku í gær. Sýningin er yfirlit yfir list-­aðgerðir Pussy Riot í Rússlandi frá 2011 til dagsins í dag og var sett saman af Mariu Alyokhinu í samstarfi við Kling… Meira
14. september 2023 | Tónlist | 526 orð | 2 myndir

Þegar (dramatískur) sópran hittir (lýrískan) tenór

Salurinn Þegar sópran hittir tenór, þá taka töfrar völdin ★★★★· Tónlist: Tsjajkovskíj, Tosti, Wagner, Mascagni, Verdi, Respighi, Villa, Falvo og Gunnar Þórðarson. Einsöngvarar: Agnes Thorsteins (sópran) og Omer Kobiljak (tenór). Píanóleikari: Marcin Koziel. Tónleikar í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 10. september 2023. Meira
14. september 2023 | Myndlist | 700 orð | 4 myndir

Þegar hugsjónir falla af stalli

Kling & Bang Jörðin er rúmið mitt ★★★½· Eva Ísleifs sýnir. Sýningunni fylgir ritgerð eftir James Greenway. Sýningin stendur til 24. september, 2023. Opið miðvikudag til sunnudags kl. 12-18. Meira

Umræðan

14. september 2023 | Aðsent efni | 897 orð | 1 mynd

Árangur fyrir almenning

Verkefnin fram undan eru skýr. Meginviðfangsefnið er að ná niður verðbólgu og vöxtum og byggja ofan á þann góða árangur sem náðst hefur í efnahags- og velferðarmálum þrátt fyrir áhlaup síðustu ára. Meira
14. september 2023 | Aðsent efni | 823 orð | 1 mynd

„What can I do for you?“

Gísli Sigurgeirsson veltir fyrir sér þeirri spurningu hvaða íslensku gestrisni talsmenn ferðaþjónustunnar vilja gera að útflutningsvöru. Meira
14. september 2023 | Aðsent efni | 832 orð | 1 mynd

Covid-19-„bólusetningar“

Hverjar eru líkurnar á því að hægt væri að fara úr framleiðslu fyrir tilraunir yfir í að framleiða milljarð skammta á nokkrum mánuðum? Meira
14. september 2023 | Aðsent efni | 243 orð | 1 mynd

Einfaldur matarkúr til grenningar?

Niðurstöður sýndu að ekki bara hvað etið er heldur hvenær skiptir máli. Meira
14. september 2023 | Aðsent efni | 533 orð | 2 myndir

Hefðu togvíraklippurnar verið leyfðar í dag?

Núna þegar við Íslendingar erum að drukkna í reglugerðafargani og endalausum nefndarskipunum gæti ég vel ímyndað mér að atburðarásin yrði eitthvað á þessa leið… Meira
14. september 2023 | Aðsent efni | 454 orð | 2 myndir

Hríðversnandi fjárhagur Reykjavíkurborgar

Fjárhagsvandi borgarinnar verður ekki leystur með áframhaldandi taprekstri og skuldasöfnun Meira
14. september 2023 | Aðsent efni | 155 orð | 1 mynd

Hríslan og skógurinn

Það þótti sjálfsagt langt fram á síðustu öld að sýna erlendum ferðahópum, ekki síst skógræktarfólki, það sem innlendir kölluðu skóg og voru stoltir af, þó gestirnir stæðu hálfir upp úr ísaldarbirkinu Meira
14. september 2023 | Aðsent efni | 727 orð | 2 myndir

Lærum af hnúfubaknum

Það lætur engan ósnortinn að fylgjast með þessum tilkomumiklu risaskepnum í návígi. Meira
14. september 2023 | Pistlar | 474 orð | 1 mynd

Okkar kynslóð getur ekki skilað auðu

Snemma á síðustu öld gengu stjórnmálin út á hina pólitísku baráttu við dönsk stjórnvöld, um fullveldið og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. Um miðbik aldarinnar gekk baráttan út á efnahagslegt sjálfstæði og stefnu okkar í alþjóðasamvinnu Meira
14. september 2023 | Aðsent efni | 871 orð | 1 mynd

Orka, vatn og jarðefni – nýting af alúð í þágu samfélagsins

Orkustofnun sinnir öllum þeim sem að málum koma á jafnræðisgrunni, ekki sem hagsmunaaðili eins eða neins, heldur sem þjónustuaðili í framkvæmd laganna. Meira

Minningargreinar

14. september 2023 | Minningargreinar | 2610 orð | 1 mynd

Einar Ingólfsson

Einar Ingólfsson fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1951. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Fossahlíð, Seyðisfirði, 2. september 2023. Foreldrar Einars voru Björg Eyjólfsdóttir, f. 1930, d. 1996, og Ingólfur Guðmundsson, f Meira  Kaupa minningabók
14. september 2023 | Minningargreinar | 1656 orð | 1 mynd

Erla Bryndís Þóroddsdóttir

Erla Bryndís Þóroddsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 17. maí 1932. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar 5. september 2023 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Þóroddur Ólafsson frá Dalseli, Vestur-Eyjafjöllum, f Meira  Kaupa minningabók
14. september 2023 | Minningargreinar | 1940 orð | 1 mynd

Guðrún Margrét Guðjónsdóttir

Guðrún Margrét Guðjónsdóttir fæddist 9. október 1941 í húsi afa síns á Laufásvegi 47 í Reykjavík. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Sléttunni 24. ágúst 2023. Foreldrar hennar voru Hallbjörg Elimundardóttir, f Meira  Kaupa minningabók
14. september 2023 | Minningargreinar | 379 orð | 1 mynd

Halla Guðmundsdóttir

Halla Guðmundsdóttir fæddist á Akranesi 15. mars 1938. Hún lést á Landspítalanum 7. september 2023. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Guðmundsson frá Sigurstöðum, f. 19.9. 1913, d. 16.4. 1990 og Ólöf Guðmundsdóttir frá Vogatungu í Leirársveit, f Meira  Kaupa minningabók
14. september 2023 | Minningargreinar | 1869 orð | 1 mynd

Jónína Þorsteinsdóttir

Jónína Þorsteinsdóttir fæddist 12. júní 1936 í Reykjavík. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Hrafnistu Laugarási 4. september 2023. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Kristjánsson forstjóri, f. 28. júní 1915, d Meira  Kaupa minningabók
14. september 2023 | Minningargreinar | 6715 orð | 1 mynd

Sigurður Líndal

Sigurður Helgi Líndal fæddist í Reykjavík 2. júlí 1931. Hann lést 2. september 2023 á Hjúkrunarheimilinu Grund. Foreldrar Sigurðar voru Þórhildur Pálsdóttir Briem húsmóðir, f. 7.12. 1896, og Theodór Björnsson Líndal, lögmaður og síðar prófessor, f Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

14. september 2023 | Sjávarútvegur | 856 orð | 2 myndir

Friðrik ánægður með starfslokin

Friðrik Mar Guðmundsson er í óðaönn að svara símtölum og skipuleggja veisluhöld er blaðamann ber að garði. Á morgun verður haldið hátíðlega upp á 90 ára afmæli Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og 50 ára afmæli Ljósafells SU sem Loðnuvinnslan, dótturfélag kaupfélagsins, gerir út Meira

Viðskipti

14. september 2023 | Viðskiptafréttir | 516 orð | 1 mynd

Erlendir risar spenntir fyrir tækninni

Magdalena Anna Torfadóttir magdalena@mbl.is Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Driftline er fyrsta fyrirtækið í heiminum sem hefur þróað tækni til að skilgreina þol með vísindalegum hætti. Það eru feðgarnir Agnar Steinarsson og Steinar Sindri Agnarsson sem gerðu þá tímamótauppgötvun að hægt sé að skilgreina þol með því að nýta hjartsláttargögn sem fást úr einföldum púlsmæli. Rannsóknirnar tóku 20 ár og í kjölfarið á uppgötvuninni stofnuðu þeir fyrirtækið Driftline. Meira
14. september 2023 | Viðskiptafréttir | 175 orð | 1 mynd

Félög Helga auka tekjur milli ára

Hagnaður KFC ehf. nam í fyrra um 415 milljónum króna, og jókst um tæpar 65 milljónir króna á milli ára. Félagið rekur samnefnda skyndibitastaði hér á landi auk þess að reka staði undir merkjum Taco Bell Meira

Daglegt líf

14. september 2023 | Daglegt líf | 994 orð | 5 myndir

Hlutskipti og örlög á tuttugu árum

Ég fór af stað með þetta verkefni fyrir tuttugu árum þegar ég var rúmlega þrítug og kenndi ljósmyndun á listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Nemendur mínir voru sterkir og skemmtilegir persónuleikar, en þegar maður er að kenna iðngrein eins og … Meira

Fastir þættir

14. september 2023 | Í dag | 139 orð | 2 myndir

Demantsbrúðkaup

Heiðurshjónin Fanney Anna Reinhardsdóttir og Hafsteinn Oddsson fagna 60 ára brúðkaupsafmæli í dag. Þau voru gefin saman í Dómkirkjunni í Reykjavík hinn 14. september 1963 af sr Meira
14. september 2023 | Dagbók | 80 orð | 1 mynd

Djúppólitískt lag frá Röggu Gísla

Tónlistarkonan Ragnhildur Gísladóttir kynnti nýlegt lag sitt, Úpsíbúbsí, í þætti Heiðars Austmann, Íslensk tónlist, nú á dögunum. Segir hún lagið vera djúppólitískt og fjalla um ferðalag hennar með hunangsflugu í gegnum sporbraut og út í geim Meira
14. september 2023 | Í dag | 441 orð

Hausar án innihalds

Pétur Stefánsson gaukaði þessari að mér. Það er margt hægt að finna sér til dundurs þegar lítið er um að vera: Þegar fátt er við að vera vappa ég á bragaslóð. Þar er alveg um að gera yrkja nokkur valin ljóð Meira
14. september 2023 | Í dag | 53 orð

line-height:150%">„Stundum hefur manni fundist að sársaukaminna væri að…

line-height:150%">„Stundum hefur manni fundist að sársaukaminna væri að gangast undir uppskurð en gangast undir próf.“ Þ.e.a.s. fara í, láta gera á sér, uppskurð; fara í, taka, próf. En hafi maður pissað upp við grindverk og gengist undir sátt í… Meira
14. september 2023 | Í dag | 173 orð

Lögmálsbrot. A-NS

Norður ♠ D94 ♥ 1098 ♦ ÁK109632 ♣ – Vestur ♠ G72 ♥ KD72 ♦ D ♣ K10754 Austur ♠ ÁK1063 ♥ 64 ♦ G8 ♣ G832 Suður ♠ 85 ♥ ÁG53 ♦ 754 ♣ ÁD96 Suður spilar 4♥ Meira
14. september 2023 | Dagbók | 33 orð | 1 mynd

Nýr þingflokksformaður

Hildur Sverrisdóttir var í fyrradag kjörin nýr þingflokksformaður Sjálfstæðismanna með örskömmum fyrirvara þegar Óli Björn Kárason sagði sig frá því. Hún er gestur Dagmála í dag og ræðir starfið, stöðuna og komandi þingvetur. Meira
14. september 2023 | Í dag | 761 orð | 3 myndir

Sjávarútvegurinn alltumlykjandi

Ólafur Björn Þorbjörnsson fæddist 14. september 1948 á Flugfélaginu, en svo var æskuheimili hans jafnan kallað þótt það hefði formlega nafnið Sólheimar og stendur við Hafnarbraut 24 á Höfn. Viðurnefnið er tilkomið af því að þar var rekin, samhliða… Meira
14. september 2023 | Í dag | 168 orð | 1 mynd

Skák

1. c4 d6 2. Rc3 e5 3. Rf3 Bg4 4. e3 Rc6 5. Be2 Rf6 6. 0-0 g6 7. h3 Bxf3 8. Bxf3 Bg7 9. Hb1 0-0 10. b4 Dd7 11. b5 Rd8 12. a4 He8 13. Db3 e4 14. Be2 Re6 15. f3 Rc5 16. Dc2 De6 17. Bb2 c6 18. fxe4 Rfxe4 19 Meira

Íþróttir

14. september 2023 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Bergþóra fer vel af stað í Svíþjóð

„Þetta hefur farið vel af stað og mér líst mjög vel á þetta allt saman,“ sagði knattspyrnukonan Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, leikmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Örebro, í samtali við Morgunblaðið Meira
14. september 2023 | Íþróttir | 234 orð | 1 mynd

Eins og í tilfelli fjöldamargra landsmanna reyndist það bakverði dagsins…

Eins og í tilfelli fjöldamargra landsmanna reyndist það bakverði dagsins mikill léttir að horfa á A-landslið karla í knattspyrnu loks vinna leik að nýju á mánudagskvöld. Töpin hafa verið fleiri en maður kærir sig um undanfarin ár, mörg þeirra ansi sár og önnur einfaldlega vond Meira
14. september 2023 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Eygló bætti öll Íslandsmetin

Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir náði frábærum árangri og bætti öll sín eigin Íslandsmet með sex glæsilegum lyftum á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum í Ríad í Sádi-Arabíu í gærmorgun Meira
14. september 2023 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Finnur leggur skóna á hilluna

Hægri hornamaðurinn Finnur Ingi Stefánsson hefur ákveðið að leggja handknattleiksskóna á hilluna eftir farsælan feril. Finnur Ingi, sem er 36 ára gamall, hefur leikið með Val undanfarin fjögur ár og hafði áður leikið með liðinu um fimm ára skeið á árunum 2010 til 2015 Meira
14. september 2023 | Íþróttir | 472 orð | 1 mynd

Frábær reynsla að taka þátt

Frjálsíþróttakonan Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR tók þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti þegar hún keppti fyrir Íslands hönd í kúluvarpi á HM 2023 í Búdapest undir lok síðasta mánaðar. Á mótinu varpaði Erna Sóley kúlunni lengst 16,68, metra, hafnaði í 27 Meira
14. september 2023 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Ný þjóðarhöll árið 2026?

Áform um að ný þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir verði reist í Laugardal árið 2025 munu ekki ganga eftir. Í samtali við Vísi segir Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll, að vonir standi til að þjóðarhöll rísi í fyrsta lagi í árslok árið 2026 Meira
14. september 2023 | Íþróttir | 120 orð | 1 mynd

Rannsókn lögreglu á lokastigi

Rannsókn lögreglu í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar er á lokastigi. Þetta staðfesti Bylgja Hrönn Baldursdóttir hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar í samtali við Morgunblaðið í gær. Albert, sem er 26 ára gamall, var kærður fyrir kynferðisbrot hinn 22 Meira
14. september 2023 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Sandra best í Þýskalandi

Sandra Erlingsdóttir, landsliðskona í handknattleik og leikmaður Metzingen, hefur verið útnefnd besti leikmaður 1. umferðar þýsku 1. deildarinnar, sem fór fram um síðustu helgi. Eyjakonan knáa fór á kostum í stórsigri Metzingen á Neckarsulm, 34:20, á laugardag Meira
14. september 2023 | Íþróttir | 293 orð | 2 myndir

Valur Íslandsmeistari

Valur er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta árið 2023, þrátt fyrir að liðið eigi enn fjóra leiki eftir í Bestu deildinni. Það varð ljóst eftir dramatískan 3:2-heimasigur Þórs/KA á Breiðabliki í gærkvöldi Meira
14. september 2023 | Íþróttir | 766 orð | 2 myndir

Ætlaði sér alltaf að spila í Svíþjóð

„Þetta hefur farið vel af stað og mér líst mjög vel á þetta allt saman,“ sagði knattspyrnukonan Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, leikmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Örebro, í samtali við Morgunblaðið Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.