Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is „Læknar eru mennskir og geta gert mistök, en við viljum horfa á mennskuna sem felst í lækningunni, í viðbrögðunum þegar óvænt atvik verða og að þau séu heiðarleg og góð. Þar get ég talað af reynslu,“ segir Hlédís Sveinsdóttir verkefnastjóri en hún, ásamt Jóni Ívari Einarssyni, læknaprófessor við Harvard-háskóla, hefur skipulagt ráðstefnuna „Mennska er máttur – líka í heilbrigðiskerfinu“ sem haldin verður á morgun, sunnudag, í sal Íslenskrar erfðagreiningar á Sturlugötu 8 í Reykjavík kl. 13-16.
Meira