Greinar laugardaginn 16. september 2023

Fréttir

16. september 2023 | Innlendar fréttir | 147 orð

110 milljónum króna varið í riðuvarnir

Nýbirt fjárlög gera ráð fyrir aukinni fjárveitingu upp á 110 milljónir króna til innleiðingar verndandi arfgerða gegn riðuveiki. Gert er ráð fyrir að aukningin mæti kostnaði við arfgerðargreiningu til að innleiða megi sem hraðast verndandi arfgerðir í íslenska sauðfjárstofninum Meira
16. september 2023 | Innlendar fréttir | 261 orð | 2 myndir

90% íslenskra skinna seld í ár

„Það sem upp úr stendur er að tekist hefur að selja um 90% af innlendri framleiðslu loðskinna sem er jákvætt og betra en í fyrra. Því miður er verðið mjög sambærilegt því sem var á síðasta ári, sem þýðir að meðalverð er um 4.000 krónur fyrir… Meira
16. september 2023 | Innlendar fréttir | 539 orð | 2 myndir

Alvarlegt mál sem þarf að ræða

Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is „Læknar eru mennskir og geta gert mistök, en við viljum horfa á mennskuna sem felst í lækningunni, í viðbrögðunum þegar óvænt atvik verða og að þau séu heiðarleg og góð. Þar get ég talað af reynslu,“ segir Hlédís Sveinsdóttir verkefnastjóri en hún, ásamt Jóni Ívari Einarssyni, læknaprófessor við Harvard-háskóla, hefur skipulagt ráðstefnuna „Mennska er máttur – líka í heilbrigðiskerfinu“ sem haldin verður á morgun, sunnudag, í sal Íslenskrar erfðagreiningar á Sturlugötu 8 í Reykjavík kl. 13-16. Meira
16. september 2023 | Innlendar fréttir | 631 orð | 1 mynd

„Ég stíg í fótinn og útlitið er gott“

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég er allur að koma til, en þarf þó að hafa hægt um mig einhverja daga enn. En ótrúlegt er til þess að hugsa að eftir að hafa verið með þráláta verki undanfarin ár geti maður aðeins tveimur klukkustundum eftir skurðaðgerð stigið í fótinn. Uppgötva þá að eitthvað mikið hefur gerst,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Meira
16. september 2023 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Beið þjáður í tvö ár eftir mjaðmaraðgerð

„Ég var oft þjáður,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Hann er nú í sjúkraleyfi og safnar kröftum eftir mjaðmarliðarskipti sem hann gekkst undir í síðustu viku Meira
16. september 2023 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Engin áform um lokun félagsmiðstöðvar

„Það hafa engar ákvarðanir um sameiningu eða lokun verið teknar né erum við á öldrunarsviði að vinna að nokkru slíku,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir, leiðtogi öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg Meira
16. september 2023 | Innlendar fréttir | 44 orð

Er doktor frá MIT

Þau leiðu mistök urðu í grein um ferð glímukappa til Bandaríkjanna á baksíðu Morgunblaðisins í gær að dr. William R. Short er sagður prófessor í bandaríska háskólanum MIT, en hið rétta er að hann lauk doktorsprófi sínu frá skólanum Meira
16. september 2023 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Eskjuskip í síldinni

Mikið er umleikis í höfnum á Austfjörðum, nú þegar color:#050505;background:white">veiðar á norsk-íslenskri síld standa yfir. Skip Eskju sem sjást á þessari mynd, Aðalsteinn Jónsson SU, sem er til vinstri, og Jón Kjartansson SU, til hægri, voru á… Meira
16. september 2023 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Ferjan Röst siglir heim til Íslands

Vegagerðin skrifaði síðdegis í gær undir kaupsamning á norsku ferjunni Röst. Var það gert rafrænt á fjarfundi. Í framhaldinu fékk Vegagerðin skipið afhent og stóð til að hefja heimsiglingu seinnipartinn í gær, að sögn G Meira
16. september 2023 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Flug fái styrk

Samtöl og fundahöld forystumanna í Norðurþingi næstu daga hafa að inntaki að tryggja áframhaldandi áætlunarflug á Húsavíkurflugvöll. Fundað hefur verið með þingmönnum, fulltrúum innviðaráðuneytis og fleirum vegna málsins, en að óbreyttu verður… Meira
16. september 2023 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Heimilað að rífa Íslandsbankahús

Byggingafulltrúi Reykjavíkur hefur veitt leyfi til að rífa Íslandsbankahúsið á Kirkjusandi 2. Það var sem kunnugt er dæmt ónýtt vegna myglu. Á fundi byggingafulltrúa hinn 12. september sl. var tekin til afreiðslu ósk um niðurrif á húsinu, sem er 6.916 fermetrar að stærð Meira
16. september 2023 | Innlendar fréttir | 474 orð | 1 mynd

Hugað að öryggi á norðurslóðum

Strand skemmtiferðaskipsins Ocean Explorer á dögunum í Alpafirði á Grænlandi kallar á spurningar um getu björgunaraðila til að sinna slíkum verkefnum. Ekki síst ef enn stærri skemmtiferðaskip lenda í vandræðum, til dæmis við Íslandsstrendur Meira
16. september 2023 | Fréttaskýringar | 480 orð | 3 myndir

Ísland brautryðjandi

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Áhrif kvenkyns vísifjárfesta á evrópskum vísifjárfestamarkaði standa í stað á milli ára. Aðeins 9% af heildareignum í stýringu eru í kvenkyns sjóðum á meðan 91% af heildareignum er safnað af karlkyns vísifjárfestum. Meira
16. september 2023 | Innlendar fréttir | 274 orð | 1 mynd

Jón Gunnar Ottósson

Jón Gunnar Ottósson, fyrrverandi forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, er látinn, 72 ára að aldri. Jón Gunnar gegndi forstjórastöðunni frá árinu 1994 og starfaði við sitt fag hjá ríkinu á einn eða annan hátt frá því að hann varði doktorsritgerð… Meira
16. september 2023 | Innlendar fréttir | 451 orð | 2 myndir

Leikur og hreyfing vinna gegn einelti

Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is „Grunnhugmynd Vinaliðaverkefnisins er að sporna gegn einelti og efla leiðtogafærni barna í gegnum leik og ábyrgð,“ segir Sólveig Sigurðardóttir, verkefnisstjóri Vinaliða á Íslandi. Verkefnið hófst í Noregi árið 2010 og var hugsað fyrir börn í 4.-7. bekk. Það kom til landsins árið 2012 þegar Selma Barðdal, fræðslustjóri í Skagafirði, innleiddi það í Árskóla á Sauðárkróki sem er móðurskóli verkefnisins hérlendis. Meira
16. september 2023 | Innlendar fréttir | 368 orð | 1 mynd

Matarkarfan hlutfallslega lág

Hlutfall matar og drykkjar af einkaneysluútgjöldum heimilanna var 13,3% á Íslandi árið 2022. Þetta kemur fram í tölum frá Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins. Ísland er þar með þrettánda lægsta landið í Evrópu þegar kemur að þessum lífsnauðsynjum þegar horft er á þennan mælikvarða Meira
16. september 2023 | Innlendar fréttir | 449 orð | 1 mynd

Rýmka reglur um húsnæðisbætur

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, er með allmörg mál á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Meðal þeirra mála sem þar eru kynnt er frumvarp til breytinga á ýmsum lögum vegna tímabundinna undanþága frá skipulags- og byggingalöggjöf, sem og skipulagi. Markmiðið er að bregðast við bráðavanda í húsnæðismálum umsækjenda um alþjóðlega vernd. Meira
16. september 2023 | Innlendar fréttir | 286 orð | 1 mynd

Safna vegna hamfaranna

Rauði krossinn á Íslandi hefur sett af stað neyðarsöfnun vegna hamfaranna í Marokkó og Líbíu. Þó þessir tveir atburðir séu ótengdir er hrint af stað sameiginlegri söfnun því skammt var stórra högga á milli Meira
16. september 2023 | Innlendar fréttir | 844 orð | 2 myndir

Saga um viðnámsþrótt og seiglu

Það er merkilegt að sitja nánast ofan á eldfjalli og ræða viðnámsþrótt. Fátt er meira viðeigandi því saga Vestmannaeyja er saga um viðnámsþrótt og seiglu. Þegar gosið hófst hér í janúar 1973 bjuggu meira en 5.000 manns í Vestmannaeyjum en eftir fyrsta sólarhringinn voru um það bil 100 manns eftir Meira
16. september 2023 | Innlendar fréttir | 278 orð

Segir óvissuna óboðlega

Stjórnvöld eru að hækka bifreiðagjöld um of að sögn framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). Hann segir óboðlegt að enn séu þættir í nýju fjárlagafrumvarpi skildir eftir í óvissu. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi munu bifreiðagjöld… Meira
16. september 2023 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Sést á efnahagsreikningum þegar tankurinn er fylltur

Það var glatt á hjalla þegar Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra opnaði 40 ára afmælissýningu Ferðaklúbbsins 4x4 í Fífunni í gær. Guðlaugur skoðaði meðal annars jeppa í eigu Gunnlaugs Rafns Björnssonar, flugstjóra hjá… Meira
16. september 2023 | Innlendar fréttir | 274 orð | 2 myndir

Sjötta tillagan um þyrlupall í Eyjum

Þingsályktunartillaga um að byggður skuli þyrlupallur á Heimaey í því skyni að auka öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja, hefur verið lögð fram í sjötta sinn á Alþingi. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Ásmundur Friðriksson,… Meira
16. september 2023 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Skipaður forstöðumaður Lands og skóga

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að skipa Ágúst Sigurðsson forstöðumann Lands og skógar, nýrrar stofnunar sem verður til við sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Ágúst hlaut doktorsgráðu í erfðafræði frá sænska… Meira
16. september 2023 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Skoða á breytingar á húsnæðismálum dómstóla

Kanna á fýsileika þess að flytja Hæstarétt í Safnahúsið við Hverfisgötu og Landsrétt, sem nú er í bráðabirgðahúsnæði á Kársnesi í Kópavogi, í hús Hæstaréttar í Reykjavík og veita Listasafni Íslands sýningarrými í gamla Landsbankahúsinu við Austurstræti Meira
16. september 2023 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Skrópa úr skólanum til að mótmæla

Umhverfissinnar komu saman fyrir utan Alþingi í gær og mótmæltu hvalveiðum. Mótmælin voru hluti af alheimsverkfalli, Föstudagar fyrir framtíðina, þar sem ungt fólk um allan heim krafðist þess í gær að ríkisstjórnir um heim allan hættu notkun jarðefnaeldsneytis Meira
16. september 2023 | Fréttaskýringar | 631 orð | 1 mynd

Tekjupóstarnir hækka mismikið

Skatta- og gjaldtökubreytingar af ýmsum toga eru boðaðar í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár og í bandormsfrumvarpi um breytingar á ýmsum lagaákvæðum, sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fyrir Alþingi Meira
16. september 2023 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Tillögur um breytingar á stjórnarskrá kynntar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonar að greinargerðir um tillögur að breytingum á stjórnarskránni, sem birtar voru í gær, geti orðið umræðugrundvöllur á haustmánuðunum. Hún hyggst standa fyrir samtali með háskólum, stofnunum, frjálsum… Meira
16. september 2023 | Innlendar fréttir | 700 orð | 2 myndir

Tröllabirtingar veiðast í Eyjafjarðará

Stórveiði svissneskra veiðimanna í Eyjafjarðará nýverið vakti athygli veiðimanna víða um land er þeir lönduðu sjóbirtingum í sannkallaðri yfirstærð. Jón Gunnar Benjamínsson, ritari Veiðifélegs Eyjafjarðarár, segir að þessi stofn árinnar sé að verða sífellt fleirum kunnur Meira
16. september 2023 | Erlendar fréttir | 303 orð | 1 mynd

Tæplega 40.000 manns á vergangi

Enn var leitað að eftirlifendum á flóðasvæðunum í austurhluta Líbíu í gær. Þurftu björgunarmenn að vaða í gegnum leðju og húsarústir á meðan þeir héldu í veika von um að finna fólk á lífi, fimm dögum eftir að flóðin lögðu stóra hluta af hafnarborginni Derna og nágrenni í rúst Meira
16. september 2023 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Útgjöld til matar hlutfallslega lág

Hlutfall matar og drykkjar af einkaneysluútgjöldum heimilanna var 13,3% á Íslandi árið 2022. Þetta kemur fram í tölum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Ísland er þar með þrettánda lægsta landið í Evrópu hvað varðar þessar lífsnauðsynjar þegar horft er á þennan mælikvarða Meira
16. september 2023 | Erlendar fréttir | 744 orð | 1 mynd

Þorp frelsuð sunnan við Bakhmút

Talsmenn Úkraínuhers sögðu í gær að herinn hefði nú náð að frelsa þorpið Andrívka að fullu, en það er í nágrenni Bakhmút-borgar í Donetsk-héraði. Yfirlýsingin kom degi eftir að Hanna Maljar, aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu, neyddist til að draga… Meira

Ritstjórnargreinar

16. september 2023 | Reykjavíkurbréf | 1665 orð | 1 mynd

Aldur og galdur eru af sama meiði sagði Baldur við Konna

Það ríkti dularfullt ástand eftir að Woodrow Wilson forseti fékk slag og varð ófær um að gegna embætti sínu. En þá komst kona hans upp með það, að taka við skilaboðum og spurningum úr kerfinu, um ákvarðanir forsetans, og bera svör og ákvarðanir til baka, án þess að „kerfið“ efaðist, og stjórnaði þannig Bandaríkjunum algjörlega umboðslaus, þar til kjörtímabili forsetans lauk. Meira
16. september 2023 | Leiðarar | 830 orð

Fleygur í gegnum íranskt samfélag

Klerkastjórnin óttast ný mótmæli ári eftir morðið á Möhsu Amini Meira
16. september 2023 | Staksteinar | 226 orð | 1 mynd

Munar eitthvað um 200 milljarða?

Þórarinn Hjaltason samgönguverkfræðingur fjallaði um borgarlínumál hér í blaðinu í gær og benti á að borgarlínan stefndi í að verða tvöfalt dýrari en áætlað hefði verið, jafnvel að teknu tilliti til verðlags. Nefndi hann í þessu sambandi „borgarlínu“ í Stavanger, Bussveien, og að þar væri gert ráð fyrir að kostnaður yrði um fjórir milljarðar íslenskra króna á hvern kílómetra. Meira

Menning

16. september 2023 | Leiklist | 559 orð | 2 myndir

Eins og fiskar í vatni

Tjarnarbíó Sund ★★★★· Eftir Birni Jón Sigurðsson í samstarfi við leikhópinn. Leikstjórn: Birnir Jón Sigurðsson. Tónskáld: Friðrik Margrétar-Guðmundsson. Sviðshreyfingar: Andrean Sigurgeirsson í samstarfi við leikhópinn. Leikmynd og búningar: Kristinn Arnar Sigurðsson. Lýsing: Fjölnir Gíslason. Flytjendur: Andrean Sigurgeirsson, Erna Guðrún Fritzdóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Friðrik Margrétar-Guðmundsson, Kjartan Darri Kristjánsson og Þórey Birgisdóttir. Frumsýning í Tjarnarbíói 31. ágúst 2023, en rýnt í 2. sýningu sunnudaginn 3. september 2023. Meira
16. september 2023 | Menningarlíf | 117 orð | 1 mynd

Fylgdi níu nemendum sínum eftir í 20 ár

Gréta S. Guðjónsdóttir sýnir röð ljósmynda sem hún tók af „níu einstaklingum á 20 ára tímabili ásamt hugleiðingum þeirra um lífið og tilveruna“ á sýningunni 19, 24, 29, 34, 39 – hlutskipti og örlög sem opnuð verður í Ljósmyndasafni … Meira
16. september 2023 | Menningarlíf | 189 orð | 1 mynd

Grét yfir sýningu Pussy Riot

„Öll list er pólitísk. Sumt er bara trylltara en annað,“ segir gagnrýnandi Politiken, sem gefur sýningu Pussy Riot, Velvet Terrorism, í Louisiana-safninu í Danmörku sex hjörtu, eða fullt hús Meira
16. september 2023 | Tónlist | 523 orð | 1 mynd

Hærra, minn Daði, til þín

Í gegnum þá keppni náði Daði að hefla út ímynd og hefur verið að byggja upp orðspor sitt jafnt og þétt síðan. Meira
16. september 2023 | Menningarlíf | 50 orð | 1 mynd

Kalisvaart leikur á tónleikum 15:15

Hollenski gítarleikarinn Irene Kalisvaart leikur á tónleikum á vegum 15:15-tónleikasyrpunnar í dag, laugardaginn 16. september, í Breiðholtskirkju. Í tilkynningu segir að á efnis­skrá verði verk eftir Silvius Leopold Weiss, Önnu Garano, Johann Sebastian Bach, Rotyslav Holubov, Jaime M Meira
16. september 2023 | Menningarlíf | 154 orð | 1 mynd

Kaveh Akbar í Mengi í kvöld

Íransk-bandaríska ljóðskáldið Kaveh Akbar kemur fram í Mengi í kvöld kl. 20. Þar spjallar hann um verk sín og ljóðlistina almennt við Fríðu Ísberg, Brynju Hjálmsdóttur og Þórdísi Helgadóttur, en viðburðurinn er í boði Svikaskálda, Brynju Hjálmsdóttur og Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO Meira
16. september 2023 | Menningarlíf | 181 orð | 1 mynd

Leikarana langar að gera Mamma Mia 3

Meryl Streep, Amanda Seyfried, Stellan Skarsgård og aðrir aðalleikarar úr Mamma Mia-myndunum hafa lýst yfir miklum áhuga á að gerð verði þriðja mynd. Þetta segir í frétt The Guardian Meira
16. september 2023 | Kvikmyndir | 734 orð | 2 myndir

Mót kvíðasjúklinga

Sambíóin, Smárabíó, Bíó Paradís og Laugarásbíó Northern Comfort / Norðlæg þægindi ★★★½· Leikstjórn: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson. Handrit: Halldór Laxness Halldórsson, Tobias Munthe og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson. Aðalleikarar: Lydia Leonard, Timothy Spall, Ella Rumpf, Sverrir Guðnason og Simon Manyonda. Ísland, Þýskaland og Bretland. 2023. 97 mín. Meira
16. september 2023 | Menningarlíf | 87 orð | 1 mynd

Pálmi sýnir andlit haustsins

Ljósmyndarinn Pálmi Bjarnason opnar sína fyrstu einkasýningu Andlit haustsins í Gallerý Grásteini í dag, laugardaginn 16. september, kl. 14. Þar sýnir hann svarthvítar andlitsmyndir sem teknar eru í réttum á ýmsum stöðum á landinu Meira
16. september 2023 | Menningarlíf | 130 orð | 1 mynd

Pólskir kvikmyndadagar í Bíó Paradís

Pólskir kvikmyndadagar verða haldnir í Bíó Paradís í áttunda sinn 17. september til 28. október 2023 í samstarfi við pólska sendiráðið á Íslandi. Myndirnar verða allar sýndar með enskum texta. Í tilkynningu segir að þarna sé á ferð „stórgóð blanda… Meira
16. september 2023 | Menningarlíf | 103 orð | 1 mynd

Síðasti séns að sjá Ragnar á Akureyri

Sýningu á myndbandsverki Ragnars Kjartanssonar, The Visitors, í Listasafninu á Akureyri lýkur á morgun, sunnudag. Á síðasta sýningardegi kl. 14 mun Hlynur Hallsson safnstjóri eiga listamannaspjall við Davíð Þór Jónsson, píanóleikara og annan tónlistarhöfund verksins Meira
16. september 2023 | Menningarlíf | 187 orð | 2 myndir

Sýnilegur allt árið

„Stórihundur“ nefnist útilistaverk eftir Ólöfu Nordal sem nýverið var vígt fyrir framan Næpuna. Samkvæmt upplýsingum frá listakonunni pöntuðu Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson verkið fyrir Næpuna sem þau hafa verið að gera upp á síðustu árum Meira
16. september 2023 | Menningarlíf | 88 orð | 1 mynd

Sýningaropnanir á Þjóðminjasafninu

Tvær sýningar verða opnaðar á Þjóðminjasafni Íslands í dag, laugardaginn 16. september, kl. 14. Sýningin Ef garðálfar gætu talað hefur að geyma myndir Sigríðar Marrow og Þórdísar Erlu Ágústsdóttur Meira
16. september 2023 | Menningarlíf | 107 orð | 1 mynd

Varar við ógnum við tjáningarfrelsi

Rithöfundurinn Salman Rushdie varar við þeirri ógn sem stafar af valdboðsstefnu á alþjóðavísu og segir Repúblikanaflokk Bandaríkjamanna vera að reyna að grafa undan lýðræðislegum gildum. Þetta sagði hann í viðtali við Suzanne Nossel,… Meira
16. september 2023 | Fjölmiðlar | 202 orð | 1 mynd

Þetta gerðist í raun og veru

Þættirnir Winning Time: The Rise of the Lakers Dynasty sem nálgast má í Sjónvarpi Símans Premium eru með skemmtilegra leiknu efni sem komið hefur fram í sjónvarpi lengi Meira
16. september 2023 | Menningarlíf | 1047 orð | 4 myndir

Ævintýri sem hlaut skjótan endi

„Þetta var langt ferli, við vorum í mánuð í Rússlandi þar sem ýtt var á upptökutakkann um leið og Raggi vaknaði á hverjum morgni. Allt var tekið upp. Vissulega var það áreiti fyrir hann, en hann sagði sjálfur við lok tökuferlis að hann vissi… Meira

Umræðan

16. september 2023 | Pistlar | 404 orð | 1 mynd

Fjárfest í framtíð

Síðan matvælaráðuneytið var sett á fót í upphafi kjörtímabils hefur stefnumörkun á málefnasviðum þess einkennst af áherslu á þekkingu, nýsköpun og langtímahugsun. Langtímahugsun í takt við metnaðarfulla stefnumörkun er hornsteinn sjálfbærrar… Meira
16. september 2023 | Aðsent efni | 509 orð | 1 mynd

Garðabær byggir Arnarland

Garðabær byggir risahverfi og Kópavogur tekur við umferðinni. Finnst engum neitt bogið við það? Meira
16. september 2023 | Pistlar | 553 orð | 3 myndir

HM ungmenna í þrem heimsálfum hefjast senn

Íslendingar áttu sex keppendur í hinum ýmsu aldursflokkum á Evrópumóti ungmenna í Rúmeníu en mótinu lauk á fimmtudaginn. Þrír keppendur náðu yfir 50% árangri sem er alltaf gott því styrkleikinn á þessum vettvangi er mikill Meira
16. september 2023 | Aðsent efni | 304 orð

Mælanleg mistök

Stjórnmálamenn geri sjaldan mælanleg mistök, því að venjulega má þræta um, hvað átt hefði að gera við einhverjar aðstæður. Þeir geta oftast bjargað sér með hliðarsögum eða eftiráskýringum. Ég hef þó í grúski mínu rekist á margvísleg mistök eða alvarlega dómgreindarbresti Meira
16. september 2023 | Pistlar | 799 orð

Sameinuð stjórn um meginmál

Má þó minnast þess að þverpólitísk samstaða um útlendingamálin sem náðist og varð að lögum árið 2016 skilaði of lágum þröskuldi miðað við nágrannalönd Meira
16. september 2023 | Pistlar | 430 orð | 2 myndir

Sígild nasistaþýska

Í bókabúð í Berlín rakst ég á dögunum á þunnt kver en áhugavert, með titlinum Nasistaþýska í 22 lexíum (Nazi-Deutsch in 22 Lektionen). Kverið var samið 1942 að undirlagi Breta og dreift á yfirráðasvæði Öxulveldanna, í Hitlers-Þýskalandi og bandalagsríkjum þess, í óþökk stjórnvalda þar Meira
16. september 2023 | Aðsent efni | 594 orð | 1 mynd

Skipt verður um þjóð á Íslandi með sama áframhaldi

Íslendingar verða væntanlega minnihluti íbúa eftir 15-20 ár, kannski fyrr. Hefur einhver tekið taxa í Danmörku þar sem bílstjórinn kann ekki neina dönsku? Meira
16. september 2023 | Aðsent efni | 534 orð | 1 mynd

Sýndarsamráð – engin sátt

Það eru öfugmæli að ráðherrar standi með byggðunum í landinu og hafi áhyggjur af samþjöppun. Vegferðin er augljós. Um hana verður engin sátt. Meira

Minningargreinar

16. september 2023 | Minningargreinar | 2180 orð | 1 mynd

Atli Brynjarsson

Atli Brynjarsson fæddist í Reykjavík 9. júlí 1990. Hann lést í faðmi fjölskyldu sinnar á deild A-6 Landspítalans 4. september 2023. Foreldrar hans eru Sigrún Anna Ólafsdóttir, f. 12. febrúar 1965, eiginmaður hennar er Björn Stefánsson, f Meira  Kaupa minningabók
16. september 2023 | Minningargreinar | 2572 orð | 1 mynd

Ingibjörg Rafnsdóttir

Ingibjörg Rafnsdóttir fæddist á Þrándarstöðum í Eiðaþinghá 2. apríl 1931. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Fossahlíð á Seyðisfirði 7. september 2023. Foreldrar hennar voru Rafn Guðmundsson, f. 8. júní 1889, d Meira  Kaupa minningabók
16. september 2023 | Minningargreinar | 769 orð | 1 mynd

Páll Dalmar Konráðsson

Páll Dalmar var fæddur í Reykjavík 30. júní 1952. Hann lést 4. september 2023 á Sct Marie Hospice í Vejle í Danmörku. Foreldrar Páls Dalmars voru Konráð Óskar Sævaldsson, f. 21. júní 1924, d. 5. apríl 2012, og Alice Dalmar Sævaldsson, f Meira  Kaupa minningabók
16. september 2023 | Minningargrein á mbl.is | 931 orð | 1 mynd | ókeypis

Páll Dalmar Konráðsson

Páll Dalmar var fæddur í Reykjavík 30. júní 1952. Hann lést 4. september síðastliðinn á Sct Marie Hospice í Vejle í Danmörku.For­eldr­ar Páls Dalmars  voru Kon­ráð Óskar Sæ­valds­son, f. 21. júní 1924, d. 5. Meira  Kaupa minningabók
16. september 2023 | Minningargreinar | 2411 orð | 1 mynd

Svanhildur Baldursdóttir

Svanhildur Baldursdóttir fæddist á Ófeigsstöðum í Köldukinn 25. apríl 1936. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 4. september 2023. Svanhildur var dóttir hjónanna Sigurbjargar Jónsdóttur húsfreyju á Ófeigsstöðum og Baldurs Baldvinssonar bónda og oddvita þar Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

16. september 2023 | Viðskiptafréttir | 172 orð | 1 mynd

Hlutafjáraukning ­frestast fram á nýtt ár

Hlutafjárútboði Ljósleiðarans, sem upphaflega átti að fara fram á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, hefur verið frestað fram á næsta ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur, móðurfélagi Ljósleiðarans, í kjölfar hluthafafundar sem fram fór í gær Meira
16. september 2023 | Viðskiptafréttir | 103 orð | 1 mynd

Minni sala milli ára

Tekjur Sante ehf. námu í fyrra um 581 m.kr. og drógust saman um 3,4 m.kr. á milli ára. Hagnaður félagsins nam aðeins 1,8 m.kr., samanborið við 37,4 m.kr. árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins, sem starfar í innflutningi og sölu á áfengi Meira

Daglegt líf

16. september 2023 | Daglegt líf | 1141 orð | 2 myndir

Vissulega valdasjúkur en ekki illmenni

Napóleon var afskaplega merkilegur maður, því verður ekki neitað, og eitt það merkilegasta við sögu hans er sú staðreynd að hann var alls ekki franskur, heldur var hann Korsíkumaður,“ segir Illugi Jökulsson sem verður með námskeið hjá… Meira

Fastir þættir

16. september 2023 | Dagbók | 84 orð | 1 mynd

Bjóða upp á alvöru Barbie-stemningu

Grand Hyatt-hótelið í Kuala Lumpur kann svo sannarlega að taka hlutina skrefinu lengra en þar er nú hægt að bóka sérstakar Barbie-svítur og njóta einstakrar Barbie-veraldar á 14. hæð hótelsins. Á vefsíðu hótelsins kemur fram að Barbie hafi í meira… Meira
16. september 2023 | Árnað heilla | 144 orð | 1 mynd

Helgi ­Valdimarsson

Helgi Þröstur Valdimarsson fæddist 16. september 1936 í Reykjavík. Foreldrar Helga voru Filippía Sigurlaug Kristjánsdóttir (Hugrún), f. 1905, d. 1996, og Valdimar Jónsson, f. 1900, d. 1959. Helgi lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá HÍ 1964 Meira
16. september 2023 | Í dag | 62 orð

line-height:150%">Höfuðorðabækurnar tvær leyfa manni aðeins að spreyta sig…

line-height:150%">Höfuðorðabækurnar tvær leyfa manni aðeins að spreyta sig á e-u en skyndileit á netinu sýnir að alþýðan spreytir sig blygðunarlaust í hinu og þessu (rúmlega helmingur á við á -ið) og stór minnihlutahópur spreytir sig við… Meira
16. september 2023 | Í dag | 1286 orð | 1 mynd

Messur

AKUREYRARKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Aðalsteinn Þorvaldsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl Meira
16. september 2023 | Í dag | 26 orð | 1 mynd

Reykjavík Sindri Kjartansson fæddist 14. janúar 2023 kl. 21.28. Hann vó…

Reykjavík Sindri Kjartansson fæddist 14. janúar 2023 kl. 21.28. Hann vó 4.382 g og var 56 cm langur. Foreldrar hans eru Guðný Hrafnkelsdóttir og Kjartan Kjartansson. Meira
16. september 2023 | Í dag | 128 orð | 1 mynd

Rósmundur Númason

70 ára Rósmundur ólst upp á Gilsstöðum í Selárdal í Steingrímsfirði en býr á Hólmavík. Hann var vinnslustjóri og afleysingavélstjóri hjá Hólmadrangi. Rósmundur situr í stjórn Pakkhússins Víkur. Áhugamálin eru útivist og hreyfing, en hann hefur t.d Meira
16. september 2023 | Í dag | 155 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 c6 2. Rf3 d5 3. Rc3 Bg4 4. d4 dxe4 5. Rxe4 Bxf3 6. Dxf3 Dxd4 7. Be3 Dxb2 8. Bc4 Rf6 9. 0-0 Rbd7 10. Hab1 Dxc2 11. Rxf6+ Rxf6 12. Hb4 e6 13. Bb3 Dc3 14. Hxb7 Ba3 Staðan kom upp í áskorendaflokki Íslandsmótsins í skák sem lauk fyrir skömmu í félagsheimili TR, Faxafeni 12 Meira
16. september 2023 | Í dag | 182 orð

Slæmur dagur. S-NS

Norður ♠ G1063 ♥ Á10752 ♦ G4 ♣ D9 Vestur ♠ 98 ♥ K9864 ♦ 1097 ♣ G86 Austur ♠ KD2 ♥ D3 ♦ 53 ♣ 1075432 Suður ♠ Á754 ♥ G ♦ ÁKD862 ♣ ÁK Suður spilar 6♦ Meira
16. september 2023 | Í dag | 685 orð | 2 myndir

Úr flökun í samruna í sjávarútvegi

Birgir Örn Brynjólfsson er fæddur 16. september 1983 í Reykjavík og ólst upp í 108. Hann spilaði fótbolta með Val á yngri árum. „Ég var tiltölulega ör sem krakki og með háleit markmið, allt frá því að vilja verða atvinnumaður í fótbolta yfir í að verða rokkstjarna Meira
16. september 2023 | Í dag | 288 orð

Það er mörg frúin

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Á taflborði reikar hún tíðum. Tilbeðin er af lýðum. Forseti okkar á Fróni. Föstnuð er honum Jóni. Lausnin vildi vera svona hjá Helga R. Einarssyni: Jón á kindur og kú, konu og börnin þrjú Meira

Íþróttir

16. september 2023 | Íþróttir | 304 orð | 1 mynd

Arna Dís var best í 20. umferðinni

Arna Dís Arnþórsdóttir, hægri bakvörður Stjörnunnar, var besti leikmaðurinn í 20. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Arna Dís lék mjög vel í fyrrakvöld þegar Stjarnan lagði Íslandsmeistara Vals að velli, 1:0, í Garðabæ Meira
16. september 2023 | Íþróttir | 73 orð

Breiðablik missti lykilmann

Bandaríska knattspyrnukonan Taylor Ziemer er gengin til liðs við hollenska úrvalsdeildarfélagið Twente. Þetta tilkynnti hollenska félagið á samfélagsmiðlum sínum en Ziemer, sem er 25 ára gömul, kemur til félagsins frá Breiðabliki þar sem hún hefur leikið frá árinu 2021 Meira
16. september 2023 | Íþróttir | 58 orð | 1 mynd

Glódís orðin fyrirliði Bayern

Þýska meistarafélagið Bayern München hefur skipað Glódísi Perlu Viggósdóttur, landsliðsfyrirliða í knattspyrnu, sem nýjan fyrirliða liðsins fyrir komandi keppnistímabil. „Það er að sjálfsögðu mikill heiður að vera fyrirliði liðsins og ég er mjög glöð Meira
16. september 2023 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Guðrún skoraði tvö mörk

Varnarmaðurinn Guðrún Arnardóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk fyrir Rosengård er vann 3:1-heimasigur á Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi. Hún jafnaði fyrst í 1:1 á 72 Meira
16. september 2023 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Martin frá næstu þrjá mánuði

Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfuknattleik og leikmaður Valencia á Spáni, gekkst undir aðgerð á hné á miðvikudag. Aðgerðin gekk vel að því er fram kemur í fréttatilkynningu sem spænska félagið sendi frá sér í gær Meira
16. september 2023 | Íþróttir | 220 orð | 1 mynd

Ótrúlegur sigur nýliðanna á meisturunum

Nýliðar Víkings unnu afar óvæntan 31:26-heimasigur á Íslandsmeisturum ÍBV í 2. umferð úrvalsdeildar karla í handbolta í gærkvöldi. Áttu flestir von á sannfærandi sigri Eyjamanna á liði sem hefur ekki vegnað vel í efstu deild á undanförnum árum Meira
16. september 2023 | Íþróttir | 57 orð | 1 mynd

Rubiales í nálgunarbann

Spænska saksóknaraembættið hefur sett Luis Rubiales, fyrrverandi forseta spænska knattspyrnusambandsins, í nálgunarbann og má hann hvorki hafa samband við knattspyrnukonuna Jenni Hermoso né vera í innan við 200 metra fjarlægð frá henni Meira
16. september 2023 | Íþróttir | 138 orð | 1 mynd

Sannfærandi sigur meistaranna

Íslandsmeistarar Vals unnu afar sannfærandi 36:17-heimasigur á KA/Þór í úrvalsdeild kvenna í handbolta í gærkvöldi. Valskonur voru með völdin allan tímann og var staðan í hálfleik 18:11. Þær bættu síðan enn meira í eftir hlé og unnu sérlega öruggan sigur Meira
16. september 2023 | Íþróttir | 455 orð | 1 mynd

Tekst KA að stöðva Víking?

Víkingar geta í dag orðið annað félagið í sögu bikarkeppni karla í fótbolta til að vinna hana oftar en þrisvar í röð. Þeir mæta KA í úrslitaleik keppninnar á Laugardalsvellinum klukkan 16 og freista þess að verða bikarmeistarar í fimmta skipti, og í fjórða skiptið í röð Meira
16. september 2023 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Valur mætir sterku austurrísku liði

Austurríska meistaraliðið St. Pölten er sú hindrun sem stendur í vegi Valskvenna í 2. umferð Meistaradeildarinnar í fótbolta en dregið var til hennar í gær. St. Pölten er algjört yfirburðalið í austurríska fótboltanum og varð í vor meistari níunda árið í röð Meira
16. september 2023 | Íþróttir | 507 orð | 2 myndir

Yfirburðalið mætir Val

Austurríska meistaraliðið St. Pölten er sú hindrun sem stendur í vegi Valskvenna í 2. umferð Meistaradeildarinnar í fótbolta en dregið var til hennar í gær. St. Pölten er algjört yfirburðalið í austurríska fótboltanum og varð í vor meistari níunda árið í röð Meira

Sunnudagsblað

16. september 2023 | Sunnudagsblað | 474 orð

„Fokk jú ni**er!”

Heyrðirðu þetta?“ sögðu þeir við mig einum rómi. „Hann henti í N-orðið.“ Meira
16. september 2023 | Sunnudagsblað | 149 orð | 2 myndir

Af tunglmyrkva hjartans

„Ég er með lag sem mig hefur alltaf langað að syngja með þér, Total Eclipse of the Heart,“ mun Rob Halford, söngvari Judas Priest, hafa sagt við þýsku málmdrottninguna Doro Pesch, þegar fundum þeirra bar saman fyrr á þessu ári Meira
16. september 2023 | Sunnudagsblað | 638 orð | 2 myndir

Ástin á tímum hvalveiða

Því æstari sem fólk er því meira augnayndi finnst sumum fjölmiðlum það vera. Meira
16. september 2023 | Sunnudagsblað | 692 orð | 1 mynd

Bætt kennsla – betri árangur og minni kostnaður við sérkennslu

Nálgun Kveikjum neistann gerir ráð fyrir að skólar og sveitarfélög geti lækkað kostnað sinn við sérkennslu um allt að 10% til 30%. Ef tekst að lækka kostnað um 10% þýðir það 1,2 milljarða á ári en 30% lækkun myndi þýða 3,6 milljarða. Meira
16. september 2023 | Sunnudagsblað | 1806 orð | 7 myndir

Eyjan í mannhafinu

Eva Lena kemur inn með kúlið – ekki svo að skilja að við Tinna séum eitthvað ókúl. Meira
16. september 2023 | Sunnudagsblað | 384 orð | 5 myndir

Fjölærar plöntur, jógagleði og ljóð

Það er alltaf stafli af bókum á sófaborðinu og bækur af ýmsum toga fá mikið pláss á heimilinu. Ég glugga flesta daga í alls kyns handbækur, t.d. um matargerð, ræktun, lífsstíl, sálfræði og fleira og kaupi mér mikið af slíkum bókum Meira
16. september 2023 | Sunnudagsblað | 156 orð

Georg á að teikna mynd af kú úti á túni. Kennarinn kemur og sér að Georg…

Georg á að teikna mynd af kú úti á túni. Kennarinn kemur og sér að Georg hefur ekki teiknað neitt á blaðið sitt: „Hvar er túnið?“ spyr kennarinn. Georg svarar: „Kýrin er búin að éta allt grasið.“ Kennarinn: „En hvar býr þá kýrin?“ Georg: „Heldur þú… Meira
16. september 2023 | Sunnudagsblað | 113 orð | 1 mynd

Glímir við geimveru

Þögn No One Will Save You nefnist nýjasta kvikmynd bandaríska leikstjórans Brians Duffields sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum á Disney af öllum stöðvum. Um er að ræða hrollvekju sem fjallar um unga konu sem býr ein á afskekktum stað Meira
16. september 2023 | Sunnudagsblað | 127 orð | 1 mynd

Heimsþekkt hrekkjavökuhús til sölu á 246 milljónir króna

Húsið úr hinni ástsælu hryllingsmynd Halloween er nú til sölu og gæti orðið þitt ef verðmiðinn hræðir þig ekki en það er metið á 1,8 milljónir dala eða um 246 milljónir króna. Þetta kemur fram á vefsíðunni Sky news Meira
16. september 2023 | Sunnudagsblað | 963 orð | 3 myndir

Hinsegin glímutök

Svokallaðir „exóticos“ eiga sér langa sögu í glímuhringnum í Mexíkó; kvenlegir og glysgjarnir og þurftu iðulega að lúta í gólf fyrir sér karlmannlegri og vaskari mönnum, eins og áhorfendur, hart leiknir af hómófóbíu, kröfðust Meira
16. september 2023 | Sunnudagsblað | 65 orð

Hvaða leikfang kemur oftast fyrir?

Í þessari viku eigið þið að leysa myndagátu. Lausnina skrifið þið niður á blað og sendið inn fyrir 24. september. Þá eigið þið mögu­leika á að vinna bókina Toy Story – Leitum og finnum. Munið að láta fylgja með upplýsingar um nafn, aldur og heimilisfang Meira
16. september 2023 | Sunnudagsblað | 95 orð | 1 mynd

Jimmyjar sig í drasl

Öfgar Japaninn Akio Sakurai er metnaðarfullur maður. Tilgangur hans í þessu lífi er að herma eftir gamla gítargoðinu Jimmy Page sem í eina tíð var í breska rokkbandinu Led Zeppelin. Ekki nóg með það, þessi fyrrverandi kimono-sali getur líkt eftir… Meira
16. september 2023 | Sunnudagsblað | 147 orð | 1 mynd

Johnson á Íslandi

„Lyndon B. Johnson, kona hans og dóttir, unnu hugi þeirra Íslendinga, sem þau kynntust í stuttri heimsókn til Íslands í gær. Alls staðar þar sem varaforsetinn kom, gerði … Meira
16. september 2023 | Sunnudagsblað | 80 orð | 1 mynd

Kann Kim Kardashian að leika?

Hrollur Allt fór á hliðina vestur í Bandaríkjunum í vor þegar upplýst var að samfélagsmiðlastjarnan Kim Kardashian yrði meðal leikenda í tólftu þáttaröðinni af hrollvekjunni American Horror Story. „Geggjað,“ sögðu sumir Meira
16. september 2023 | Sunnudagsblað | 825 orð | 3 myndir

Mikilvæg gildi menningarinnar

Mér hefur alltaf þótt betra ef fólk ræðir hlutina opinskátt og ber virðingu fyrir skoðanaskiptum. Mér finnst slík vinnubrögð ekki viðhöfð núna, því miður. Meira
16. september 2023 | Sunnudagsblað | 307 orð | 1 mynd

Nýr jarðvegur á tónleikum

Hvað er Nordic Affect? Nordic Affect er kammerhópur sem hefur verið starfræktur frá 2005. Við njótum þess að spila tónlist, bæði samtímaverk og verk frá barokktímanum. Við höfum tekið þátt í alls kyns samstarfsverkefnum Meira
16. september 2023 | Sunnudagsblað | 1945 orð | 4 myndir

Saga merkilegs og fjölhæfs manns

Ritstörf fylgdu honum alla tíð og lifa í fjölda greina sem eftir hann birtust, en hann samdi líka skáldverk. Meira
16. september 2023 | Sunnudagsblað | 916 orð | 5 myndir

Silfurnesvöllur kemur fyrst upp í hugann

Hjónin Guðrún Karítas Garðarsdóttir og Böðvar Kristjánsson léku í sumar golfhring í Leirdalnum hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Væri það ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þar með höfðu þau spilað saman alla golfvelli landsins Meira
16. september 2023 | Sunnudagsblað | 1001 orð | 1 mynd

Sparkaði öllum frá með hægri fætinum

Þegar ég hafði orð á því að fyrst maðurinn væri farandprestur hlyti hann að geta farið á flakk þá henti klerkur mér út af skrifstofunni. Meira
16. september 2023 | Sunnudagsblað | 60 orð | 1 mynd

Trujillo-feðgar saman á sviði

Gæsahúð Það var málmsöguleg stund þegar Robert Trujillo bassaleikari Metallica stóð óvænt aftur á sviði með sínum gömlu félögum í Suicidal Tendencies á tónleikum í Glendale, Arizona, á dögunum. Suicidal var þarna til að hita upp fyrir Metallica en… Meira
16. september 2023 | Sunnudagsblað | 660 orð | 2 myndir

Um eignarrétt skaparans

Vandast nú málið fyrir þá sem segja sjávarauðlindina vera sína, fallvötnin og gufuna að sama skapi, að ógleymdum vindinum og vatninu austur í Ölfusi og víðar. Meira
16. september 2023 | Sunnudagsblað | 48 orð

Viddi, Bóthildur og Bósi eru að leita að Forka. En getur þú leitað og…

Viddi, Bóthildur og Bósi eru að leita að Forka. En getur þú leitað og fundið refinn, eldflaugina og gítarinn í tívolíinu? Hvar eru kindurnar, ísstelpan og risaeðlan á leikvellinum? Og þegar þú heldur að þú hafir fundið allt, skaltu kíkja aftast í bókina því þar eru fleiri verkefni. Meira
16. september 2023 | Sunnudagsblað | 2177 orð | 2 myndir

Það óvenjulega í því venjulega

Ég var góður hermaður. Á endanum varð ég að gera upp við mig hvort ég ætlaði að verða skriðdrekaforingi eða súrrealisti. Meira
16. september 2023 | Sunnudagsblað | 978 orð | 1 mynd

Þingvetur kemur

Talsverður samdráttur virðist í uppsiglingu í byggingariðnaði sé miðað við verkefnastöðu arkitekta og verkfræðinga. Samtök iðnaðarins benda á aukinn byggingarkostnað og dýrari fjármögnun á sama tíma og verð er í járnum og sölutími lengist Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.