Viðtal Hörður Vilberg hordur@mbl.is „Góðan daginn,“ segir glaðleg rödd þegar blaðamaður Morgunblaðsins slær á þráðinn vestur um haf, nánar tiltekið til miðríkja Bandaríkjanna. Fyrir svörum er Sunna Pamel Darlene Olafsson-Furstenau, sem fór fyrir vöskum hópi Vestur-Íslendinga sem lögðu leið sína til landsins í haust til að upplifa Ísland sem þeir tengjast svo sterkum böndum. Ferðin hófst með móttöku Elizu Reed, forsetafrúar Íslands, á Bessastöðum. „Þetta var dásamleg ferð og við skemmtum okkur vel,“ segir Sunna.
Meira