Greinar föstudaginn 29. september 2023

Fréttir

29. september 2023 | Fréttaskýringar | 879 orð | 4 myndir

„Vöndum til alls undirbúnings“

Sviðsljós Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Meira
29. september 2023 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Ástandið óbærilegt

Sænska þjóðin er í áfalli. Frá miðvikudagskvöldi til fimmtudagsmorguns létu þrjár manneskjur lífið í ofbeldishrinu sem hefur aldrei verið verri en í septembermánuði í Svíþjóð. Stríð milli glæpagengja geisar og gengin hafa gott aðgengi að ungum… Meira
29. september 2023 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

„Krakkar“ úr Eyjum komu saman

Um 25 „krakkar“ úr Vestmannaeyjum komu saman í sendiráði Noregs í Reykjavík í gærkvöldi í boði Cecilie Willoch sendiherra. „Börnin“ eru öll uppkomin í dag en samkoman var haldin í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá því að… Meira
29. september 2023 | Innlendar fréttir | 436 orð | 1 mynd

Biðin eftir plássi í meðferð er verst

Valgeir Magnússon viðskipta- og hagfræðingur er gestur í Dagmálum Morgunblaðsins í dag. Hann skrifaði pistil á dögunum um konu sem hafði látist á biðlista eftir plássi í meðferð. Valgeir þekkir það af eigin raun hvað biðin eftir plássi í meðferð… Meira
29. september 2023 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Björgunaraðgerðir hafa ekki enn borið árangur

Ekki tókst að koma háhyrningnum sem lokast hefur innan brúar í Gilsfirði út fyrir brúna á flóði í gærkvöldi. Hvalurinn hefur verið lokaður inni í firðinum í meira en tvo sólarhringa og unnu Björgunarsveitin Ósk í Búðardal, Flugbjörgunarsveitin í… Meira
29. september 2023 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Bleikt allsráðandi á opnunarviðburði Bleiku slaufunnar

September fer að líða undir lok og október handan við hornið en þá fer Bleika slaufan, árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, af stað sem tileinkað er baráttunni gegn krabbameinum hjá konum Meira
29. september 2023 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Búið að yfirheyra sakborningana 25

„Við ætluðum bara að hræða þá“ eða „við ætluðum bara ræða við þá“ var viðkvæðið hjá flestum sem ákærðir eru í svonendu Bankastræti Club-máli þegar þeir voru yfirheyrðir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Alls eru sakborningarnir 25 talsins Meira
29. september 2023 | Innlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Byggingin fellur inn í landslagið

Framkvæmdir við gestastofu Vatnajökuls á Kirkjubæjarklaustri eru á lokastigi og stefnt er að opnu húsi í október, þar sem íbúar á svæðinu og aðrir geta skoðað bygginguna. Gestastofan er við svonefndan Sönghól í landi Hæðargarðs, það er rétt sunnan… Meira
29. september 2023 | Innlendar fréttir | 305 orð

Fær ekki alþjóðlega vernd hér á landi

Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest það álit Útlendingastofnunar að umsækjendur um alþjóðlega vernd frá Venesúela njóti ekki lengur sjálfkrafa slíkrar verndar hér á landi. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins Meira
29. september 2023 | Innlendar fréttir | 422 orð | 1 mynd

Færri í starfsnámi en í flestum löndum

Mun lægra hlutfall ungmenna hér á landi er í starfsnámi og færri klára námið á tilsettum tíma ef borið er saman við önnur OECD-ríki. „Hlutfall framhaldsskólanema í starfsnámi er lægra á Íslandi (31%) borið saman við hin Norðurlöndin, einkum… Meira
29. september 2023 | Erlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Handtökur eftir brúðkaupsbrunann

Fjórtán hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn á brunanum mikla sem varð í miðri brúðkaupsveislu í Írak. Minnst 100 fórust í eldsvoðanum og yfir 150 eru slasaðir, sumir mikið. Hinir handteknu eru eigandi staðarins, tíu starfsmenn og þrír gestir sem sagðir eru hafa farið ógætilega með blys Meira
29. september 2023 | Innlendar fréttir | 349 orð | 1 mynd

Hætta af tölvunotkun við kennslu

Hörður Vilberg hordur@mbl.is „Við erum í lærdómsferli,“ segir Bergþóra Þórhallsdóttir, verkefnastjóri í upplýsingatækni hjá Kópavogsbæ, en allir nemendur grunnskóla bæjarins hafa nú aðgang að spjaldtölvum. Persónuvernd hefur takmarkað notkun þeirra út af persónusjónarmiðum og til að tryggja að fyrirtæki noti ekki persónugreinanlegar upplýsingar til markaðssetningar á vörum og þjónustu. „Við reynum að gera þetta af fremsta megni, þetta er nýtt og snúið verkefni fyrir sveitarfélögin.“ Meira
29. september 2023 | Innlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Ísland í 3. sæti á HM öldungasveita

Íslendingar urðu í 3. sæti á heimsmeistaramóti öldungasveita í skák, sem lauk í gær en mótið var haldið í Struga í Norður-Makedóníu. Keppt var í tveimur aldursflokkum, 50 ára og eldri og 65 ára og eldri, en Ísland tók þátt í 50 ára flokknum Meira
29. september 2023 | Erlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Kominn heim frá Norður-Kóreu

Bandaríski hermaðurinn Travis King, sem fór í leyfisleysi yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu, er kominn aftur til Bandaríkjanna. Talið er líklegt að hann sé nú í yfirheyrslum um veru sína í Norður-Kóreu Meira
29. september 2023 | Innlendar fréttir | 470 orð | 1 mynd

Kostnaður vegna sorphirðu óljós

Hörður Vilberg hordur@mbl.is Kostnaður við breytt fyrirkomulag sorphirðu liggur ekki fyrir en breytt fyrirkomulag og kröfur um aukna flokkun á úrgangi hafa ekki farið fram hjá höfuðborgarbúum. „Áhrifin á reksturinn eru ekki komin fram, þau munu liggja fyrir í fyrri hluta október,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson upplýsingafulltrúi Sorpu en málið var m.a. tekið til umfjöllunar á stjórnarfundi Sorpu þar sem rætt var um árangur af sérsöfnun matarleifa og endurvinnsluefna við heimili og áhrif þess á rekstur fyrirtækisins. Meira
29. september 2023 | Fréttaskýringar | 695 orð | 3 myndir

Lítt reyndir menn misstu stjórn á sér

Að mínum dómi bar enga nauðsyn til að drepa marga þeirra sem danska andspyrnuhreyfingin drap og Guðmundur Kamban er án efa einn þeirra,“ segir Daninn Ditlev Tamm, sérfræðingur í réttarsögu og prófessor emeritus hjá Kaupmannahafnarháskóla, í samtali við Morgunblaðið Meira
29. september 2023 | Innlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd

Mikið lagt undir í Laufskálarétt

Réttað verður í stærstu stóðrétt landsins, Laufskálarétt í Hjaltadal í Skagafirði, á morgun, laugardag. Hundruð hrossa verða dregin í dilka en réttirnar laðar jafnan til sín þúsundir gesta. Mikið er um dýrðir þetta árið, bæði í aðdraganda smölunar og réttarstarfa og að þeim loknum Meira
29. september 2023 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Norskir laxakafarar mættir til landsins á nýjan leik

Eltingarleikur við norska eldislaxa sem sloppið hafa úr sjókvíaeldi við strendur Íslands hófst á nýjan leik í gær. Þúsundir laxa hafa sloppið úr sjókvíum eldisfyrirtækja og m.a. gengið upp íslenskar laxveiðiár til hrygningar Meira
29. september 2023 | Erlendar fréttir | 712 orð | 1 mynd

Ógnaröld glæpa ríkir í Svíþjóð

Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Þrír einstaklingar voru myrtir á einum sólarhring í Svíþjóð í átökum milli glæpagengja í landinu, en ofbeldi og skotárásir hafa aukist gífurlega á síðustu árum og núna í septembermánuði hafa ellefu manns látið lífið, sem er hæsta dánartíðni á einum mánuði frá árinu 2019. Meira
29. september 2023 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Spenna í loftinu er laugin var tæmd

Laugardalslaug er lokuð almenningi þessa dagana vegna viðhalds og endurbóta. Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, segir mikla spennu hafa ríkt í gær er laugin var tæmd að fullu, en slíkt hefur ekki verið gert síðan árið 2016 eftir hans bestu vitund Meira
29. september 2023 | Innlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

Spyr ráðherra um ferðakostnað

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn um ferðakostnað til allra ráðherra ríkisstjórnarinnar, 12 að tölu. Spurningarnar til ráðherranna eru allar eins og óhætt að segja að þær séu miklar að vöxtum Meira
29. september 2023 | Innlendar fréttir | 360 orð | 1 mynd

Sveinn svarar í engu ásökunum Guðmundar

Sveinn Agnarsson, formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins, SKE, vill í engu svara gagnrýni Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra sjávarútvegsfyrirtækisins Brims hf., á stjórn SKE í viðtali við Dagmál Morgunblaðsins, sem streymt er á netinu og greint var frá í blaðinu í gær Meira
29. september 2023 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Svöruðu orðrómi á upplýsingafundi

Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að ekki gerist þörf á því að auka við hlutafé félagsins eins og orðrómur hefur verið uppi um á markaði. Félagið hélt kynningarfund fyrir hluthafa og fjárfesta í gær þar sem farið var yfir lykiltölur í rekstri Meira
29. september 2023 | Innlendar fréttir | 275 orð | 2 myndir

Þétta raðirnar og móta kröfugerð

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Verkalýðshreyfingin stefnir enn á gerð langtímasamnings sem taki við þegar núgildandi samningar á almenna markaðinum renna út í lok janúar á næsta ári. „Það er uppleggið hjá okkur að við ætlum að reyna að þétta raðirnar og reyna að búa til langtímasamning sem fleiri koma að, þannig að við getum í sameiningu náð þessari verðbólgu niður. Það er markmiðið hjá okkur ennþá,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ. Meira
29. september 2023 | Erlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Þrír látnir eftir fólskulega árás

Mæðgur og karlmaður á fimmtugsaldri eru látin eftir skotárás í hafnarborginni Rotterdam í Hollandi í gær. Árásarmaðurinn, 32 ára karlmaður sem skrýddist herklæðum, hóf skothríð í íbúð áður en hann ruddist inn á sjúkrahús í borginni og lét þar til skarar skríða Meira

Ritstjórnargreinar

29. september 2023 | Staksteinar | 206 orð | 2 myndir

Er von á einhverju?

Í vikunni var ráðherra viðskiptamála spurður út í Samkeppniseftirlitið, SKE, úr ólíkum áttum þó. Þingmaður Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, hafði áhyggjur af að þessi ríkisstofnun fengi ekki nægt fé frá skattgreiðendum og brýnt væri að bæta úr því. Lögbrot stofnunarinnar virtust ekki valda henni áhyggjum. Viðskiptaráðherra benti á að framlög til stofnunarinnar hefðu meira en tvöfaldast á liðnum áratug, en það virðist dropi í hafið að mati sjóræningjans. Meira
29. september 2023 | Leiðarar | 673 orð

Skipbrot fjölmenningar og farandfólk

Þorgeir Ljósvetningagoði hafði lög að mæla Meira

Menning

29. september 2023 | Menningarlíf | 1007 orð | 1 mynd

Alltaf planið að krækja í lesandann

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Maður heyrir fótatak drauganna í gegnum unglingasamfélagið,“ segir Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur sem sendi nýlega frá sér barna- og unglingabókina Smáralindar-Móri, en þar segir af draugagangi í Smáralindinni, þar sem sumir sjá dularfullar verur, strák og stelpu. Meira
29. september 2023 | Menningarlíf | 86 orð | 1 mynd

Björk besti flytjandinn að mati hlustenda

Björk Guðmundsdóttir hlaut í vikunni hlustendaverðlaun AIM-hátíðarinnar sem besti flytjandinn fyrir Cornucopia. „Ég er einstaklega þakklát. Ég hef sungið á tónleikum síðan ég var barn og einhver mest gefandi augnablik lífs míns hafa verið í… Meira
29. september 2023 | Menningarlíf | 108 orð | 1 mynd

Elías Rúni og Gunnar Helga tilnefndir til heiðursverðlauna IBBY

Elías Rúni og Gunnar Helgason eru tilnefndir til heiðursverðlauna IBBY í ár. Elías er tilnefndur fyrir myndlýsingar í bókinni Sólkerfið og Gunnar fyrir Alexander Daníel Hermann Dawidsson – Bannað að eyðileggja Meira
29. september 2023 | Menningarlíf | 49 orð | 1 mynd

Fyrirlestur um virði safna í dag kl. 12

Ragnheiður ­Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði við HÍ, flytur erindið „Söfn og kennsla: Þurfamannaævir“ í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands í dag, föstudag, kl. 12. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð sem nefnist „Eru söfn einhvers virði?“ Meira
29. september 2023 | Menningarlíf | 634 orð | 1 mynd

Með viljann að vopni

Á vormánuðum kom út fyrsta plata hljómsveitarinnar Virgin Orchestra á vegum Smekkleysu. Platan nefnist Fragments og var tekin upp í Berlín þarsíðasta sumar í Funkhaus Studios og á henni er að finna sjö frumsamin lög undir áhrifum frá sveitum á borð… Meira
29. september 2023 | Menningarlíf | 166 orð | 1 mynd

Michael Gambon látinn, 82 ára að aldri

Breski leikarinn Michael Gambon er látinn, 82 ára að aldri. Í frétt BBC er haft eftir fjölskyldu Gambons að andlát hans hafi borið að með friðsælum hætti á spítala. Gambon er þekktastur fyrir túlkun sína á Albus Dumbledore prófessor í sex af átta… Meira
29. september 2023 | Fjölmiðlar | 190 orð | 1 mynd

Ópíóíðadrama á öllum helstu veitum

Þáttaröðin Pain­killer kom fyrir ekki svo löngu á streymisveituna Netflix. Þar er sögð sagan af upphafi ópíóíðafaraldursins í Bandaríkjunum og sagan af Sackler-fjölskyldunni sem, í gegnum lyfjafyrirtæki sitt Purdue Pharma, kom verkjalyfinu OxyContin á markað Meira
29. september 2023 | Menningarlíf | 108 orð | 1 mynd

Sálarstöðin á Jazz í hádeginu

Bjarni Már Ingólfsson gítarleikari og Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari koma fram í tónleikaröðinni Jazz í hádeginu í dag og á morgun. Á efnisskránni eru lög eftir saxófónleikarann Hank Mobley, „en plata hans Soulstation var gefin út 1960… Meira

Umræðan

29. september 2023 | Aðsent efni | 810 orð | 1 mynd

Er engin heppileg stærð til á sveitarfélögum?

Það virðist innbyggð í okkur þrá til að stækka. Þetta er innri hvöt, líkt og kynhvötin. Þessi hvöt hefur tilhneigingu til að loka augum okkar. Meira
29. september 2023 | Aðsent efni | 306 orð | 1 mynd

Loksins kjarabót til eldri borgara

Ef sýslumenn mega selja fasteignir á innan við 10% af markaðsverði hlýtur það sama að gilda fyrir almenna borgara. Meira
29. september 2023 | Aðsent efni | 864 orð | 1 mynd

Samfélag skáldanna

Þannig má finna mörg dæmi gegnum aldirnar um svipaðar skoðanir og eins setningar sem kallast á. Síðan það sem notað er viljandi, t.d. í minningarljóðum. Meira
29. september 2023 | Pistlar | 415 orð | 1 mynd

Vinstri grænir villikettir

Í tíð vinstri stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Sigfússonar, sem var illu heilli við völd á árunum 2009-2013, kom fram áhugaverð lýsing forsætisráðherrans fyrrverandi á þingmönnum samstarfsflokksins í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði Meira

Minningargreinar

29. september 2023 | Minningargrein á mbl.is | 1212 orð | 1 mynd | ókeypis

Arndís Sigríður Árnadóttir

Arndís Sigríður Árnadóttir fæddist í Reykjavík 12. nóvember 1940. Hún lést í París 8. september 2023. Foreldrar hennar voru Árni Tryggvason, hæstaréttardómari og sendiherra, f. 2.8. 1911, d. 25.9. 1985, og f.k.h. Guðbjörg Pálsdóttir húsfreyja, f. 4. Meira  Kaupa minningabók
29. september 2023 | Minningargreinar | 2321 orð | 1 mynd

Arndís Sigríður Árnadóttir

Arndís Sigríður Árnadóttir fæddist í Reykjavík 12. nóvember 1940. Hún lést í París 8. september 2023. Foreldrar hennar voru Árni Tryggvason, hæstaréttardómari og sendiherra, f. 2.8. 1911, d. 25.9. 1985, og f.k.h Meira  Kaupa minningabók
29. september 2023 | Minningargreinar | 2447 orð | 1 mynd

Ásta Richter

Ásta Richter fæddist 27. mars 1961 í Hafnarfirði. Hún lést á líknardeild Landspítalans 11. september í faðmi fjölskyldunnar. Foreldrar Ástu eru Gunnar Richter, f. 8. september 1944 og Gerður Ragna Sveinsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
29. september 2023 | Minningargreinar | 1879 orð | 1 mynd

Bergvin Gíslason

Bergvin Gíslason fæddist á Ísafirði 16. ágúst 1964. Hann varð bráðkvaddur 15. september 2023. Foreldrar hans eru Gísli Óli Jónsson yfirvélstjóri, f. 1. júní 1940, d. 3. febrúar 2013, og Petrína Margrét Bergvinsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
29. september 2023 | Minningargreinar | 2956 orð | 1 mynd

Elín Stephensen

Elín Stephensen fæddist í Reykjavík 7. febrúar 1955. Hún lést á líknardeild Landspítalans 18. september 2023. Foreldrar hennar eru hjónin Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey, f Meira  Kaupa minningabók
29. september 2023 | Minningargreinar | 1052 orð | 1 mynd

Grímur Heiðar Brandsson

Grímur Heiðar Brandsson skriftvélavirkjameistari fæddist í Reykjavík 19. október 1942. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu að Mörkinni 66 í Reykjavík 8. september 2023. Grímur var sonur Brands Tómassonar, yfirflugvirkja hjá Flugfélagi Íslands, f Meira  Kaupa minningabók
29. september 2023 | Minningargreinar | 2768 orð | 1 mynd

Guðbergur Bergsson

Guðbergur Bergsson rithöfundur fæddist á Ísólfsskála við Grindavík 16. október 1932. Hann lést á heimili sínu í Mosfellsbæ í faðmi fjölskyldunnar 4. september 2023 eftir skammvinn veikindi. Foreldrar hans voru voru Jóhanna Vilhjálmsdóttir húsmóðir, f Meira  Kaupa minningabók
29. september 2023 | Minningargreinar | 1211 orð | 1 mynd

Gunnar Þórðarson

Gunnar Þórðarson fæddist í Reykjavík 17. september 1945. Hann lést á Spáni 7. september 2023. Gunnar var sonur hjónanna Unnar Guðnýjar Albertsdóttur, f. 6. ágúst 1917, d. 10. febrúar 1996, og Þórðar Geirssonar, f Meira  Kaupa minningabók
29. september 2023 | Minningargreinar | 562 orð | 1 mynd

Jón Gunnar Hannesson

Jón Gunnar Hannesson fæddist 29. september 1943. Hann lést 30. október 2013. Útför Jóns Gunnars fór fram 8. nóvember 2013. Meira  Kaupa minningabók
29. september 2023 | Minningargreinar | 492 orð | 1 mynd

Kristleifur Guðni Einarsson

Kristleifur Guðni Einarsson fæddist 23. maí 1933, hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 14. september 2023. Hann var sonur hjónanna Einars Kristleifssonar, f. 7.6. 1896, d. 14.10. 1982, og Sveinbjargar Brandsdóttur, f Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

29. september 2023 | Viðskiptafréttir | 149 orð | 1 mynd

Fær grænt ljós frá SKE

Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur heimilað kaup Ljósleiðarans, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, á stofnneti Sýnar án skilyrða. Með ákvörðun SKE hafa allir fyrirvarar í kaupsamingi verið uppfylltir Meira
29. september 2023 | Viðskiptafréttir | 931 orð | 1 mynd

Þurfa ekki að auka hlutafé

Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is „Rekstur Play gekk vel í sumar og við erum að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur. Þetta hefur tekið tíma en við förum með góða sjóðsstöðu inn í veturinn og sjáum fram á rekstrarhagnað á næsta ári.“ Meira

Fastir þættir

29. september 2023 | Í dag | 58 orð | 1 mynd

85 ára

Lúðvík Lúðvíksson er 85 ára í dag. Hann hóf störf hjá Ríkisskipum 13 ára sem messagutti og seinna sem háseti. Hann var á varðskipunum og stýrimaður hjá Eimskip og Hafskip. Lúðvík hætti til sjós 1973 og varð hafnsögumaður hjá Reykjavíkurhöfn Meira
29. september 2023 | Í dag | 274 orð

Af hafís, loðnuleit og feigðarveldi

Hagyrðingurinn Tryggvi Vilmundarson var jafnframt netagerðarmeistari og háseti á Berki NK, sem gerður var út frá Neskaupstað. Á árunum fyrir 1980 var jafnan leitað álits hjá Hjálmari Vilhjálmssyni, helsta loðnusérfræðingi Hafrannsóknastofnunar, um hvað væri títt af loðnu og hvar hún héldi sig Meira
29. september 2023 | Í dag | 146 orð

Blókering. S-NS

Norður ♠ G109 ♥ 8 ♦ G108763 ♣ DG6 Vestur ♠ ÁD854 ♥ 107 ♦ 952 ♣ 872 Austur ♠ 62 ♥ KG942 ♦ 4 ♣ K10953 Suður ♠ K73 ♥ ÁD653 ♦ ÁKD ♣ Á4 Suður spilar 3G Meira
29. september 2023 | Í dag | 96 orð | 1 mynd

Kristinn Björn Sigfússon

40 ára Kristinn ólst upp í Reykjavík en býr í Garðabæ. Hann er viðskiptafræðingur að mennt og er með meistaragráðu í fjárfestingastjórnun, hvort tveggja frá HR. Hann er sérfræðingur í fjárstýringu hjá Landsbankanum Meira
29. september 2023 | Í dag | 895 orð | 3 myndir

Margfaldur ólympíumeistari

Ólafur Eiríksson fæddist 29. september 1973 í Reykjavík. „Ég átti fyrst heima í Æsufelli og síðan á Hringbraut þar sem amma bjó. Svo fluttum við fjölskyldan í Kópavog þar sem ég ólst upp.“ Ólafur fæddist með annan fótinn styttri en hinn… Meira
29. september 2023 | Dagbók | 89 orð | 1 mynd

Rekja texta Boney M. til Biblíunnar

Hið sívinsæla og klassíska lag Boney M., The Rivers of Babylon, á sér langa og sérstaka sögu. Texti lagsins vísar í sálma númer 19 og 137 í Gamla testamentinu en sá síðari fjallar meðal annars um það að geta ekki sungið Meira
29. september 2023 | Í dag | 174 orð | 1 mynd

Skák

1. b3 Rf6 2. Bb2 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 d5 5. Rf3 c5 6. c4 dxc4 7. bxc4 Db6 8. Db3 Rc6 9. 0-0 Bg4 10. h3 Be6 11. d3 0-0 12. Rc3 Rd7 13. Rg5 Dc7 14. Rb5 Dc8 15. Bxg7 Kxg7 16. Rxe6+ fxe6 17. Db2+ Hf6 18. Rc3 Kg8 19 Meira
29. september 2023 | Í dag | 51 orð

Spurt var um íslenskt heiti á truffle. Það kallast jarðkeppur, tröffla,…

Spurt var um íslenskt heiti á truffle. Það kallast jarðkeppur, tröffla, truffla, hallsveppur, tryffill, trufflusveppur Meira

Íþróttir

29. september 2023 | Íþróttir | 489 orð | 2 myndir

Aftur töpuðu Íslandsmeistararnir óvænt

Grótta gerði sér lítið fyrir og vann sterkan 35:31-heimasigur á Íslandsmeisturum ÍBV í 4. umferð úrvalsdeildar karla í handbolta á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Leikurinn var kaflaskiptur og skiptust liðin á að ná forystunni Meira
29. september 2023 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Albert skoraði gegn Mourinho

Albert Guðmundsson skoraði fyrsta mark Genoa í gærkvöld þegar liðið vann óvæntan stórsigur á Roma, 4:1, í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu. Albert gerði markið strax á 5. mínútu með laglegu skoti í hægra hornið Meira
29. september 2023 | Íþróttir | 529 orð | 2 myndir

Allt undir hjá báðum liðum

Vestri og Afturelding mætast í umspili um sæti í Bestu deild karla í knattspyrnu að ári á Laugardalsvelli á morgun. Umspilið í 1. deild karla er nýtt af nálinni en á ársþingi KSÍ í febrúar árið 2022, sem haldið var í Ólafssal í Hafnarfirði, var tillaga um breytingar á ákvæðum um mótafyrirkomulag í 1 Meira
29. september 2023 | Íþróttir | 80 orð

Ellefu mörk Sigvalda

Sigvaldi Björn Guðjónsson gerði sér lítið fyrir og skoraði ellefu mörk fyrir Noregsmeistara Kolstad er liðið mætti Zagreb frá Króatíu á útivelli í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gærkvöldi. Því miður fyrir hornamanninn knáa fékk Kolstad stóran skell, 20:31 Meira
29. september 2023 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Heldur áfram á Hlíðarenda

Pétur Pétursson verður áfram þjálfari kvennaliðs Vals í knattspyrnu næstu þrjú árin en hann hefur nú skrifað undir nýjan samning til ársloka 2026 Meira
29. september 2023 | Íþróttir | 427 orð | 3 myndir

KR úr leik og Keflavík féll

KR er úr leik í baráttunni um Evrópusætin tvö sem eru í boði á lokaspretti Bestu deildar karla í fótbolta en Breiðablik, Stjarnan og FH slást um þau í tveimur síðustu umferðunum. Keflvíkingar eru fallnir niður í 1 Meira
29. september 2023 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Meisturunum spáð efsta sæti

Íslandsmeisturum Tindastóls er spáð sigri í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í vetur en hefðbundin spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna var birt í gær Meira
29. september 2023 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Missir af fyrstu leikjum Vals

Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfuknattleik og bakvörður Vals, verður ekki með í upphafi Íslandsmótsins vegna meiðsla. Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals staðfesti þetta við Morgunblaðið á kynningarfundi deildarinnar í gær Meira
29. september 2023 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

Óvænt úrslit á Seltjarnarnesi

Grótta vann óvæntan 35:31-heimasigur á Íslandsmeisturum ÍBV í 4. umferð úrvalsdeildar karla í handbolta í gærkvöldi. Hefur ÍBV nú tapað tveimur leikjum af fjórum. FH vann sannfærandi 37:26-heimasigur á stigalausum Selfyssingum og Afturelding valtaði … Meira
29. september 2023 | Íþróttir | 200 orð | 1 mynd

Valgeir Valgeirsson skoraði eitt marka Örebro í gærkvöld þegar liðið vann…

Valgeir Valgeirsson skoraði eitt marka Örebro í gærkvöld þegar liðið vann stórsigur á Utsikten, 5:1, í sænsku B-deildinni í knattspyrnu. Úrslitin komu á óvart því Örebro hefur verið í basli í neðri hluta deildarinnar en Utsikten verið lengst af á toppnum Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.