Greinar miðvikudaginn 4. október 2023

Fréttir

4. október 2023 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

300 milljarða fjárfesting

Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segir í samtali við ViðskiptaMoggann að verkefni sem í deiglunni eru á sviði fiskeldis í bæjarfélaginu séu gríðarlega stór. „Við horfum fram á 300 milljarða króna fjárfestingu á næstu sjö árum Meira
4. október 2023 | Innlendar fréttir | 553 orð | 2 myndir

Áskoranir í þjónustu við aldraða

„Fækkun rýma er eðlileg þróun miðað við framboð og eftirspurn eftir hjúkrunarrýmum,“ segir María Fjóla Harðardóttir, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Í síðustu viku voru uppsagnir starfsfólks á Grundarheimilum kynntar og… Meira
4. október 2023 | Erlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Bjórhátíð og þjóðhátíð hönd í hönd

Bæverskar skyttur skjóta hér úr byssum sínum á tröppunum við Frægðarhöllina í München, en í gær var síðasti dagur Oktoberfest-hátíðarinnar. Lokadagur bjórhátíðarinnar í ár var einnig sameiningardagurinn, þjóðhátíðardagur Þýskalands, og var því nokkuð um dýrðir á hátíðinni í gær. Meira
4. október 2023 | Innlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

Blendin viðbrögð við Sundabraut

Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is „Það er byrjað að undirbúa umhverfismatið og aðalskipulagsbreytingu en ég er ekkert viss um að þetta verkefni komist til framkvæmda með þessum hætti. Það er víða orðið mjög þröngt. Þeir eru að fara yfir nýju ruslahaugana í Álfsnesi og svo þurfa þeir að taka land í Gufunesi,“ segir Guðni Ársæll Indriðason, bóndi í Laufbrekku og varaformaður íbúasamtaka Kjalarness, sem sótti fund Vegagerðarinnar og Reykjavíkur í Klébergsskóla á Kjalarnesi í gær. Meira
4. október 2023 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Boða allsherjarverkfall 24. október

Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks standa að allsherjarverkfalli á kvennafrídaginn 24. október og eru konur og kvár hvött til að leggja niður störf, bæði launuð sem ólaunuð, og mæta á útifund á Arnarhóli til að sýna samstöðu í verki Meira
4. október 2023 | Erlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Butler útnefndur arftaki Feinstein

Laphonza Butler sór í gær embættiseið sem næsti öldungadeildarþingmaður Kaliforníu, en Gavin Newsom ríkisstjóri tilkynnti um helgina að hann myndi skipa hana í embættið í stað Dianne Feinstein, sem lést í síðustu viku Meira
4. október 2023 | Innlendar fréttir | 102 orð

Fuglaflensa í haferni og æðarfugli

Í sýn­um sem tek­in voru úr haferni sem fannst dauður á skeri úti fyr­ir Barðaströnd um miðjan sept­em­ber fund­ust skæðar fuglaflensu­veir­ur af stofni sem hef­ur ekki greinst hér á landi áður og er ekki al­geng­ur, HPAI H5N5 Meira
4. október 2023 | Innlendar fréttir | 60 orð

Fylgjast náið með grunnskólabörnum

Dæmi eru um að tæknifyrirtæki á borð við Google fylgist náið með atferli barna í skólastofum. Þetta segir Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar, en notkun nettengdra myndavéla í grunnskólum í Svíþjóð hefur verið takmörkuð þrátt fyrir að samþykki foreldra fyrir notkun þeirra liggi fyrir Meira
4. október 2023 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Græni lundinn afhentur

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, afhenti franska kvikmyndaleikstjóranum Luc Jacquet Græna lundann, umhverfisverðlaun RIFF, við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær Meira
4. október 2023 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Guðbergsstofa lokuð um sinn

„Þetta er tímabundið ástand. Við munum auðvitað bæta úr þessu eins fljótt og auðið er,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Guðbergsstofa, sem opnuð var með pomp og prakt fyrir áratug, hefur verið lokuð undanfarið Meira
4. október 2023 | Innlendar fréttir | 267 orð | 1 mynd

Háir vextir að sliga marga kúabændur

Alvarleg staða er uppi í rekstri fjölda kúabúa á landinu og telja bændur mikilvægt að hið opinbera stígi inn sem fyrst og bæti starfsskilyrðin. „Svo gæti farið að einhverjir þyrftu á næstu misserum að játa sig sigraða og hætta Meira
4. október 2023 | Innlendar fréttir | 451 orð | 2 myndir

Íslandsmeistararnir eru 11 í sama bekk

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fossvogsskóli er í hjarta Víkingshverfisins í Reykjavík og tenging skólans við íþróttafélagið og forystumenn þess er mikil. „Um 90% nemenda okkar hafa einhverja snertingu við Knattspyrnufélagið Víking,“ segir Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir skólastjóri Fossvogsskóla, en af 27 stelpum í 6. bekk eru 11 Íslandsmeistarar með Víkingi í knattspyrnu. Meira
4. október 2023 | Erlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Lögreglan fær fleiri myndavélar

Lögreglan í Svíþjóð fær fleiri eftirlitsmyndavélar þegar lagabreytingar sem lúta að myndavélaeftirliti verða komnar í gegn, sagði Gunnar Strömmer dómsmálaráðherra Svía á blaðamannafundi sem haldinn var í gær með ríkisstjórnarflokkunum og Svíþjóðardemókrötum Meira
4. október 2023 | Erlendar fréttir | 308 orð | 1 mynd

McCarthy vikið úr forsetastóli

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær vantraust á Kevin McCarthy forseta deildarinnar með 216 atkvæðum gegn 210 og varð McCarthy þar með fyrsti þingforsetinn í sögu Bandaríkjanna til þess að vera vikið úr embætti Meira
4. október 2023 | Erlendar fréttir | 401 orð | 1 mynd

Segir Svartahafsflotann sigraðan

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is James Heappey, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bretlands, sagði í gær að Svartahafsfloti Rússa væri nú í raun og veru sigraður eftir árásir Úkraínumanna á bækistöðvar hans og skip í Sevastopol síðustu vikurnar. Meira
4. október 2023 | Innlendar fréttir | 307 orð | 1 mynd

Skósmíði ekki deyjandi grein

Skósmíði er ekki fjölmenn iðngrein en aðeins eru á annan tug skósmiða starfandi hérlendis. Hinn 33 ára gamli Anthony Millington Guðnason varð um helgina sá fyrsti síðan 2018 til að útskrifast með sveinspróf í greininni Meira
4. október 2023 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Skynjar jákvæðni fyrir sameiningu

„Ég er bjartsýnn á að þetta verði samþykkt og mér heyrist að andinn meðal fólks sé þannig,“ segir Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri á Tálknafirði, en tillaga um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar verður lögð í dóm kjósenda á svæðinu í þessum mánuði Meira
4. október 2023 | Innlendar fréttir | 677 orð | 2 myndir

Starfsskilyrðum þarf að breyta

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Hjá fjölda bænda er staðan alvarleg. Svo gæti farið að einhverjir þyrftu á næstu mánuðum að játa sig sigraða og hætta. Verð á öllum aðföngum til búrekstrar hefur rokið upp. Þá eru háir vextir stór áhrifaþáttur, því algengt er að bú skuldi tugi og jafnvel hundruð milljóna króna vegna fjárfestinga á undanförnum árum,“ segir Ágúst Guðjónsson, bóndi á Læk í Flóa. Hann er jafnframt formaður Auðhumlu, samvinnufélags um 450 kúabænda sem eiga Mjólkursamsöluna. Meira
4. október 2023 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Stjórnendur SKE kunna að víkja

„Þó að fæstir inni á þingi vilji snerta þetta mál með priki þá getur það ekki bara fjarað út. Alvarleiki málsins er þannig,“ segir Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins um lögbrot Samkeppniseftirlitsins (SKE) Meira
4. október 2023 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Söguleg vantrauststillaga samþykkt

Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, var í gær vikið úr embætti þegar þingið samþykkti vantrauststillögu á hann. Þetta er fyrsta vantrauststillagan í 113 ár en 216 greiddu atkvæði með henni og 210 á móti Meira
4. október 2023 | Innlendar fréttir | 993 orð | 3 myndir

Telja stjórnarfrumvarp ekki líklegt

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is „Okkur líst heilt yfir ágætlega á þau áform sem þarna eru sett fram, en óttumst að þetta sé að ýmsu leyti of lítið og of seint,“ segir Bergþór Ólason alþingismaður Miðflokksins í samtali við Morgunblaðið, þegar viðbragða flokksins er leitað við áformum dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum sem frá var greint í Morgunblaðinu í gær. Meira
4. október 2023 | Fréttaskýringar | 670 orð | 3 myndir

Tæknirisar fylgjast náið með börnunum

Baksvið Hörður Vilberg hordur@mbl.is Dæmi eru um að alþjóðlegir tæknirisar fylgist með atferli barna í skólastofum á Íslandi. Þetta segir Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar en notkun nettengdra myndavéla í grunnskólum í Svíþjóð hefur verið takmörkuð þar í landi eftir þriggja vikna notkun þrátt fyrir að samþykki foreldra fyrir notkun þeirra lægi fyrir. Meira
4. október 2023 | Innlendar fréttir | 599 orð | 1 mynd

Það fylgja því auknar áskoranir að búa á eyju

„Íbúar eru að eldast, sem veldur langvarandi krónísku ástandi, og eins og annars staðar í Evrópu er skortur á starfsfólki hér á landi. Eins vantar víða í álfunni samþættingu á ýmissi þjónustu innan heilbrigðiskerfisins Meira
4. október 2023 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Þeim fjölgar sem ekki halda suður á bóginn yfir veturinn

Sífellt algengara er að grágæsin haldi kyrru fyrir hér á landi og hafi hér vetrarsetu, að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings, en þessi myndarlegi gæsahópur var á flugi nálægt golfvellinum í Grafarholti í Reykjavík þegar ljósmyndari Morgunblaðsins fangaði hópinn á mynd Meira

Ritstjórnargreinar

4. október 2023 | Leiðarar | 705 orð

Endurskoðum ­fordómalaust

Með borgarlínu í Eugene minnkaði notkun á almenningssamgöngum Meira
4. október 2023 | Staksteinar | 241 orð | 1 mynd

Hver er­ ­kostnaðurinn?

Kostnaður við aukna flokkun sorps liggur ekki fyrir. Hvað Sorpu varðar á þessi kostnaður að liggja fyrir nú í fyrri hluta október og verður fróðlegt að sjá þær tölur. Vonandi verður í því sambandi lögð áhersla á gagnsæi þó að ástæða sé til að óttast feluleiki eins og gjarnan er þegar ekki hentar að draga fram með skýrum hætti hver kostnaður er við slíkar aðgerðir. Meira

Menning

4. október 2023 | Bókmenntir | 336 orð | 3 myndir

Fullkomnir glæpir

Smásögur Fulltrúi afbrýðinnar og fleiri sögur ★★★★· Glæpasögur eftir Jo Nesbø. Jón St. Kristjánsson þýddi. JPV útgáfa 2023. Kilja. 269 bls. Meira
4. október 2023 | Menningarlíf | 157 orð | 1 mynd

Hafnar ásökunum um kynferðisbrot

Leikarinn Gerard Depardieu hafnar ásökunum um nauðgun og kynferðisbrot, í opnu bréfi í franska dagblaðinu Le Figaro sem birtist á sunnudaginn. „Aldrei, aldrei hef ég misnotað konu,“ skrifar leikarinn í bréfinu Meira
4. október 2023 | Fjölmiðlar | 203 orð | 1 mynd

Hnígandi sólir og rísandi stjarna

Haustið er komið, fuglarnir að fara, laufin fölna og falla og vetrardagskráin hjá Ríkisútvarpinu hafin. Þar eru helstu tíðindin þau að Silfrið er komið á dagskrá seint á mánudagskvöld en Egill Helgason hættur eftir að hafa stýrt þættinum í aldarfjórðung Meira
4. október 2023 | Menningarlíf | 77 orð | 1 mynd

Kristín Lárusdóttir fagnar komu geisladisksins Kríu til landsins

Kristín Lárusdóttir, eða Selló-Stína eins og hún er jafnan kölluð, heldur seinni útgáfutónleika sína í Kaldalóni í kvöld klukkan 20. Fyrri útgáfutónleikarnir fóru fram í sama tónleikasal fyrir nokkrum vikum en nú er geisladiskurinn kominn til landsins og full ástæða til að fagna því Meira
4. október 2023 | Menningarlíf | 728 orð | 1 mynd

Sterkt bakland skiptir öllu máli

„Ég hef átt unglinga og það eru alls konar hættur sem þeir standa frammi fyrir eins og til dæmis netið sem er engan veginn hægt að berjast við. Maður er að reyna að ala upp börnin og þarna er þetta afl sem maður hefur engan aðgang að Meira
4. október 2023 | Menningarlíf | 131 orð | 1 mynd

Tveir djassdúettar í Björtuloftum Hörpu

Haustdagskrá Jazzklúbbsins Múlans heldur áfram í Björtuloftum Hörpu og í kvöld kl. 20 stíga tveir dúettar á svið. Gítarleikarinn Hilmar Jensson og söngkonan Marína Ósk leiða tónleikagesti um áður ókannaðar slóðir eigin tónsmíða sem og tónlistar sem… Meira
4. október 2023 | Menningarlíf | 617 orð | 1 mynd

Vaknaðu maður!

„Þemað? Þemað er bara gjörningur. Það er alltaf sama þemað,“ segir Guðrún Þórsdóttir, verkefnastjóri alþjóðlegu gjörningahátíðarinnar A! sem haldin verður Akureyri í 9. sinn dagana 5.-8. október næstkomandi Meira

Umræðan

4. október 2023 | Pistlar | 400 orð | 1 mynd

Á sandi byggði …

Á fundi Landssambands eldri borgara á mánudaginn síðastliðinn sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að það væri ekki raunhæft að fjármagna lágmarksframfærslu fólks. Nákvæmlega þá sagði ráðherra að kostnaðurinn væri ekki raunhæfur Meira
4. október 2023 | Aðsent efni | 867 orð | 1 mynd

Fallegar umbúðir en músin er lítil

Vinstrimenn mega varla sjá vandamál eða verkefni án þess að bjóðast til að leysa þau með auknum útgjöldum. Meira
4. október 2023 | Aðsent efni | 749 orð | 1 mynd

Glæpur aldarinnar: Loturnar

Lyf án rekjanleika uppfylla ekki lágmarkskröfur til að geta kallast lyf. Meira

Minningargreinar

4. október 2023 | Minningargreinar | 4533 orð | 1 mynd

Bjarni Felixson

Bjarni Felixson fæddist 27. desember 1936 í Reykjavík. Hann lést 14. september 2023. Hann var sonur hjónanna Ágústu Bjarnadóttur, f. 2. ágúst 1900, d. 3. október 1978, og Felix Péturssonar, f. 7. febrúar 1900, d Meira  Kaupa minningabók
4. október 2023 | Minningargreinar | 2336 orð | 1 mynd

Brandís Steingrímsdóttir

Brandís Steingrímsdóttir fæddist í Miklagarði, Saurbæ, 28. apríl 1929. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 20. september 2023. Foreldrar hennar voru Steinunn Jakobína Guðmundsdóttir, f. 18.1. 1897, d Meira  Kaupa minningabók
4. október 2023 | Minningargreinar | 1700 orð | 1 mynd

Jón Óli Gíslason

Jón Óli Gíslason fæddist 20. maí 1934 á Arnarstapa í Tálknafirði. Hann lést 10. september 2023. Foreldrar hans voru Gísli Jónsson frá Tálknafirði, f. 1912, d. 1983, og Lovísa Magnúsdóttir frá Tálknafirði, f Meira  Kaupa minningabók
4. október 2023 | Minningargreinar | 1800 orð | 1 mynd

Sigurður V. Gunnarsson

Sigurður fæddist á Melhól í Neskaupstað 7. desember 1929. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 21. september 2023. Foreldrar hans voru Gunnar Bjarnason vélstjóri, f. 15.1. 1905, d. 28.9. 1966, og Hermannía Sigurðardóttir húsmóðir frá Barðsnesi, f Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

4. október 2023 | Í dag | 346 orð | 1 mynd

Birgir Jónasson

50 ára Birgir er Eskfirðingur og vann sem ungur maður þar ýmis störf til sjós og lands. „Ég hóf störf í lögreglu sem héraðslögreglumaður 1994, íhlaupamaður og leysti af á sumrin. Svo leiddi eitt af öðru,“ segir Birgir sem er nú lögreglustjóri Norðurlands vestra Meira
4. október 2023 | Í dag | 685 orð | 3 myndir

Félagslyndur útivistarmaður

Helgi Jóhannesson fæddist 4. október 1963 í Reykjavík og fluttist með foreldrum sínum á unga aldri í Hlíða- og Holtahverfið, nánar tiltekið í Hjálmholt 13, en Hjálmholt er lítil gata sem gengur inn úr Háteigsvegi Meira
4. október 2023 | Í dag | 178 orð

Getuleysi. A-Allir

Norður ♠ ÁKG3 ♥ Á5 ♦ K962 ♣ Á65 Vestur ♠ 76 ♥ D843 ♦ D1074 ♣ 982 Austur ♠ 54 ♥ KG1076 ♦ G3 ♣ KDG4 Suður ♠ D10982 ♥ 92 ♦ Á85 ♣ 1073 Suður spilar 4♠ Meira
4. október 2023 | Í dag | 301 orð

Hausthrollur í mönnum

Pétur Stefánsson gaukaði að mér þessari vísu sem hann orti til konunnar: Þú ert björtust sól í sinni, sút úr brjósti hrekur ört. Svona kveð ég konu minni kvæðin smá og íðilbjört. Hólmfríður Bjartmarsdóttir sagði á Boðnarmiði á fimmtudagskvöld: Þessi … Meira
4. október 2023 | Í dag | 64 orð

line-height:150%">Í Biblíunni stendur að vísu ekki: En það bar til um…

line-height:150%">Í Biblíunni stendur að vísu ekki: En það bar til um þetta leyti að boð kom frá Ágústu keisara, heldur um þessar mundir, en meiningin er söm Meira
4. október 2023 | Dagbók | 33 orð | 1 mynd

Lögbrot Samkeppniseftirlitsins

Úrskurður yfir Samkeppniseftirlitinu um ólöglega starfsemi á þess vegum vakti athygli en hefur enn ekki átti sérstök eftirmál, hvorki í eftirlitinu, í ráðuneyti né á Alþingi. Bergþór Ólason þingmaður ræðir það og stjórnsýsluna. Meira
4. október 2023 | Í dag | 142 orð | 1 mynd

Skák

Staðan kom upp í A-flokki Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur sem lauk fyrir skömmu. Jóhann Ingvason (2.087) hafði hvítt gegn Ingvari W. Skarphéðinssyni (1.996). 66 Meira
4. október 2023 | Dagbók | 96 orð | 1 mynd

Svona á að losna við ávaxtaflugur

Regína Ósk á K100 er orðin þreytt á ávaxtaflugunum sem láta oft sjá sig í kringum lífræna úrganginn og hefur leitað ráða um hvernig sé hægt að bregðast við þeim. „Ég er með smá ávaxtafluguráð,“ segir Regína í þættinum Skemmtilegri leiðin … Meira

Íþróttir

4. október 2023 | Íþróttir | 282 orð | 2 myndir

Andri Þór Kristinsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs ÍR í…

Andri Þór Kristinsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs ÍR í körfuknattleik. ÍR leikur í 1. deild á tímabilinu eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni á því síðasta og í kjölfarið hafnað boði um að taka sæti í efstu deild að nýju Meira
4. október 2023 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Barein í úrslit á kostnað Japans

Barein, sem Aron Kristjánsson þjálfar, tryggði sér í gærmorgun sæti í úrslitaleik Asíuleikanna í handknattleik karla með því að hafa betur gegn lærisveinum Dags Sigurðssonar í Japan, 30:28, í undanúrslitum keppninnar í Huangzhou í Kína Meira
4. október 2023 | Íþróttir | 296 orð | 1 mynd

Benóný Breki bestur í 26. umferðinni

Benóný Breki Andrésson framherji KR var besti leikmaður 26. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins. Benóný Breki, sem er 18 ára gamall, fór mikinn fyrir KR þegar liðið vann frábæran endurkomusigur gegn Breiðabliki á Meistaravöllum í Vesturbæ á laugardaginn, 4:3 Meira
4. október 2023 | Íþróttir | 304 orð | 2 myndir

Ensku liðin í vandræðum

Ensku liðin Manchester United og Arsenal töpuðu bæði þegar 2. umferðin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta fór af stað með átta leikjum í gærkvöldi Meira
4. október 2023 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

Ensku liðin töpuðu bæði

Ensku liðin Arsenal og Manchester United töpuðu bæði er þau léku í 2. umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gærkvöldi. Arsenal mátti þola tap gegn Lens á útivelli í Frakklandi, 1:2, þrátt fyrir að komast yfir snemma leiks Meira
4. október 2023 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Eyþóra á þriðju Ólympíuleikana

Fimleikakonan Eyþóra Elísabet Þórsdóttir mun keppa á sínum þriðju Ólympíuleikum er leikarnir fara fram í París næsta sumar. Eyþóra, sem keppir fyrir Holland, varð í sjötta sæti með hollenska liðinu í liðakeppni heimsmeistaramótsins í Antwerp í… Meira
4. október 2023 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Flýgur upp styrkleikalistann

Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir hefur með góðum árangri undanfarin ár flogið upp styrkleikalista Alþjóðasundsambandsins í Evrópu. Snæfríður Sól er sem stendur í tíunda sæti á Evrópulistanum í 200 metra skriðsundi en á síðasta sundári setti… Meira
4. október 2023 | Íþróttir | 208 orð | 1 mynd

Glæsileg byrjun Tindastóls í Eistlandi

Íslandsmeistarar Tindastóls unnu sterkan 69:62-endurkomusigur á Pärnu Sadam frá Eistlandi í fyrsta leik sínum í C-riðli í undankeppni Evrópubikars karla í körfubolta í Pärnu í gær. Pärnu Sadam byrjaði mun betur og var með 19:13-forskot eftir fyrsta leikhlutann og 35:26-forystu í hálfleik Meira
4. október 2023 | Íþróttir | 575 orð | 1 mynd

Grindavík og Keflavík fara vel af stað

Keflavík, silfurliðið frá því á síðustu leiktíð, fer vel af stað í úrvalsdeild kvenna í körfubolta. Keflvíkingar unnu sannfærandi heimasigur á nýliðum Stjörnunnar í gærkvöldi, 84:58, í 2. umferðinni Meira
4. október 2023 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

ÍBV aftur til Portúgals

ÍBV mætir Madeira SAD frá portúgölsku eyjunni Madeira í 3. umferð Evrópubikars kvenna í handknattleik en dregið var í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg í Austurríki í gær. ÍBV hafði betur gegn Colegio de Gaia frá Portúgal í 2 Meira

Viðskiptablað

4. október 2023 | Viðskiptablað | 192 orð | 1 mynd

Ásmundur ráðinn forstjóri Styrkáss

Ásmundur Tryggvason hefur verið ráðinn forstjóri Styrkáss, nýs þjónustufyrirtækis sem í dag samanstendur af Skeljungi og Kletti. Samkvæmt upplýsingum frá félaginu mun Ásmundur leiða samstæðuna og í samstarfi við stjórnendur félaganna vinna að innri… Meira
4. október 2023 | Viðskiptablað | 284 orð | 1 mynd

Breytingar á SKE enn til skoðunar

Enn liggur ekki fyrir hvort og þá hvaða breytingar verða gerðar á starfsemi Samkeppniseftirlitsins (SKE), þó að rætt hafi verið um það um árabil á vettvangi stjórnmálanna að skoða stofnanaumgjörð samkeppnis- og neytendamála hér á landi Meira
4. október 2023 | Viðskiptablað | 81 orð | 2 myndir

FIRMA lögmenn taka til starfa

Haukur Örn Birgisson hrl. og Ingvar Smári Birgisson lögmaður hafa opnað nýja lögmannsstofu, FIRMA lögmenn. Þeir störfuðu áður saman á Íslensku lögfræðistofunni. Haukur Örn Birgisson hefur verið með málflutningsréttindi frá 2005 og var nýlega kjörinn í stjórn Íslandsbanka Meira
4. október 2023 | Viðskiptablað | 156 orð | 1 mynd

Gengi Marels ekki lægra í tæp fimm ár

Gengi bréfa í Marel hélt áfram að lækka í gær og hefur ekki verið jafn lágt í tæp fimm ár, eða frá því um miðjan janúar 2019. Við lokun markaða í gær hafði gengi bréfa í félaginu lækkað um 2% í rúmlega 300 milljóna króna viðskiptum, og var við í lok dags 392 kr Meira
4. október 2023 | Viðskiptablað | 624 orð | 1 mynd

Gervigreind og höfundarréttur

  Í Bandaríkjunum hafa sautján þekktir rithöfundar, meðal annars John Grisham og George R.R. Martin, höfðað mál gegn fyrirtækinu OpenAI sem þróaði ChatGPT Meira
4. október 2023 | Viðskiptablað | 587 orð | 2 myndir

Hellnahverfið styrkist sem atvinnusvæði

Svanur Karl Grjetarsson, framkvæmdastjóri byggingafélagsins MótX, segir fyrirtæki í Hellnahverfinu í Hafnarfirði farin að njóta verulegra samlegðaráhrifa vegna fjölgunar fyrirtækja á svæðinu. Sú fjölgun vitni um ruðningsáhrif þeirrar stefnu að þétta … Meira
4. október 2023 | Viðskiptablað | 2556 orð | 3 myndir

Hundraða milljarða króna tekjur af fiskeldi

Einnig leggjum við áherslu á að félögin hafi aðkomu að íþróttastarfi, menningu og listum og slíku Meira
4. október 2023 | Viðskiptablað | 215 orð | 1 mynd

Landeldi orðið samkeppnishæft fyrir fjárfesta

ViðskiptaMogginn veltir m.a. fyrir sér í úttekt á fiskeldi á Íslandi hvað það er sem dregur fjárfesta að greininni. Í kynningu Thor landeldis í Þorlákshöfn eru helstu röksemdir fyrir landeldi þær að laxverð hafi hækkað síðastliðin ár sem og kostnaður í sjóeldi Meira
4. október 2023 | Viðskiptablað | 452 orð | 1 mynd

Mýtan um aukinn ójöfnuð

Ójöfnuður á Íslandi er tiltölulega lítill í evrópskum samanburði ef marka má niðurstöður lífskjararannsóknar Hagstofu Íslands. Þetta kom fram í frétt á mbl.is í gær þar sem fjallað var um niðurstöðu rannsóknarinnar Meira
4. október 2023 | Viðskiptablað | 1156 orð | 1 mynd

Nettengingar eru skipaskurðir nútímans

Ég stalst um daginn til að hlusta á Aðgát og örlyndi (e. Sense and Sensibility) í framúrskarandi flutningi leikkonunnar Rosamund Pike. Í nokkra daga fékk ég að fylgjast með hversdagsdramatík og strákastússi systranna Elinor og Marianne í kringum… Meira
4. október 2023 | Viðskiptablað | 509 orð | 1 mynd

Niðurgreiða verðtryggð sjóðfélagalán

Að undanförnu hafa nokkrir lífeyrissjóðir verið að hækka vexti á sjóðfélagalánum sínum. Þó er athyglisvert að verðtryggðir vextir ýmissa lánaútgefanda, aðallega lífeyrissjóða, eru lægri en þeir sem ríkissjóði býðst Meira
4. október 2023 | Viðskiptablað | 612 orð | 1 mynd

Óorð í ýmsum stærðum

Þegar íslensk stjórnvöld ákveða að innleiða EES-reglugerðir með íþyngjandi hætti skapa þau þeim óþarfa kostnað, sem iðulega fellur á íslenska neytendur og gerir róðurinn þyngri í alþjóðlegri samkeppni. Meira
4. október 2023 | Viðskiptablað | 517 orð | 1 mynd

Regluverkið mögulega of viðamikið

Liðin eru um 15 ár frá efnahagshruninu sem reið yfir árið 2008. Óhætt er að segja að margar breytingar hafi átt sér stað síðan þá. Skuldsetning heimila og fyrirtækja er mun lægri en hún var og miklar breytingar voru gerðar á regluverkinu á sínum tíma Meira
4. október 2023 | Viðskiptablað | 548 orð | 1 mynd

Selur íslenskt Pepsí til Bandaríkjanna

Nammi.is er í hópi elstu netverslana Íslands en í ár er liðinn aldarfjórðungur frá því Sófus Gústavsson stofnaði þessa vinsælu matvæla- og gjafavöruverslun. Umsvif Nammi.is hafa vaxið jafnt og þétt og eru brottfluttir Íslendingar duglegir að panta… Meira
4. október 2023 | Viðskiptablað | 482 orð | 1 mynd

Þegar ilmir höfða til bragðlaukanna

Það er alsiða að ilmhönnuðir sæki innblástur til jurtaríkisins, og er enginn skortur á ilmvötnum sem anga eins og rósir, nýslegið gras, ávextir, krydd eða dýrindis viður. Þá er vinsælt að gera blöndur með reykjar-, ambur- og leðurtónum til að skapa karlmannlega, seiðandi og kröftuga angan Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.