Greinar fimmtudaginn 5. október 2023

Fréttir

5. október 2023 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

20 þúsund undir eða við lágmark

Landssamband eldri borgara, LEB, hélt fjölmennt málþing í byrjun vikunnar þar sem kjör þessa aldurshóps voru til umræðu. Í ályktun frá málþinginu kemur fram að um 20 þúsund manns lifi rétt við eða undir lágmarksmörkum og þoli „engar óvæntar uppákomur“ eins og það er orðað Meira
5. október 2023 | Erlendar fréttir | 329 orð | 1 mynd

„Sögulegur vendipunktur“

Olaf Scholz Þýskalandskanslari fagnaði í gær samkomulagi, sem meirihluti aðildarríkja Evrópusambandsins komst að í gær um umbætur á reglum sambandsins um hælisleitendur og ólöglega innflytjendur. Sagði Scholz að samkomulagið markaði „sögulegan vendipunkt“ í þessum efnum Meira
5. október 2023 | Innlendar fréttir | 115 orð

Aðstoð við ungt fólk í vanda

Undirritaður hefur verið samningur milli Sjúkratrygginga Íslands, VIRK starfsendurhæfingarsjóðs og Janusar endurhæfingar ehf. um samþætta og þverfaglega heilbrigðis- og starfsendurhæfingarþjónustu við ungt fólk á aldrinum 18 til 30 ára með flókinn og fjölþættan vanda Meira
5. október 2023 | Innlendar fréttir | 566 orð | 3 myndir

Ástarpungar og karamellu-brownies-kökur

Finnur er Íslandsmeistari ungra bakara, aðeins 18 ára gamall, sem er stórkostlegur árangur. Einnig gerðu hann og félagi hans sér lítið fyrir og hlutu fjórða sæti í heimsmeistarakeppni ungra bakara í Berlín í fyrra Meira
5. október 2023 | Fréttaskýringar | 269 orð | 1 mynd

Bananar eru vinsælasta varan

Íslendingar neyta mikils magns af ávöxtum og grænmeti ef marka má lista yfir mest seldu vörurnar í verslunum Krónunnar. Morgunblaðið óskaði eftir upplýsingum frá Krónunni yfir vinsælustu vörurnar á ársgrundvelli og niðurstöðurnar eru afar áhugaverðar Meira
5. október 2023 | Innlendar fréttir | 645 orð | 4 myndir

Bílar á Íslandi í samhengi sögunnar

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Í grúski hef ég fundið margar myndir þar sem jafnvel heilu fjölskyldurnar stilla sér upp brosandi fyrir framan bílinn sinn; til dæmis þegar hann var keyptur eða farið var í skemmiferð. Ferðalög voru vissulega ekki jafn algeng fyrr á tíð og þau eru í dag og ökutæki ekki sú almenningseign sem seinna varð. Gleðin fylgdi bílum,“ segir Örn Sigurðsson. Meira
5. október 2023 | Innlendar fréttir | 279 orð | 2 myndir

Bilið milli bænda er að breikka

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mikilvægt er að forsendur stuðnings hins opinbera við landbúnaðinn í krafti búvörusamninga verði teknar til endurskoðaðar. Einnig þarf að huga til dæmis að lánakjörum, því búrekstri fylgir oft fjárbinding sem getur numið hundruðum milljóna króna. Þetta segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Tilefnið er viðtal í Morgunblaðinu í gær við Ágúst Guðjónsson bónda og formann Auðhumlu, samvinnufélags bænda sem á Mjólkursamsöluna. Meira
5. október 2023 | Innlendar fréttir | 218 orð

Borginni gert að greiða slysabætur

Maður lagði Reykjavíkurborg í Hæstarétti vegna slyss sem hann varð fyrir árið 2018 er hann hljóp heim til sín úr vinnunni og varð fyrir bíl á gangbraut við Ánanaust með tilheyrandi líkamstjóni. Hafði maðurinn gert samgöngusamning við vinnuveitenda… Meira
5. október 2023 | Innlendar fréttir | 406 orð | 1 mynd

Djassinn dunar í Djúpinu á næstunni

Ný tónleikaröð í Djúpinu, kjallara Hornsins veitingahúss í Hafnarstræti í Reykjavík, á vegum Jazzdeildar Félags íslenskra hlómlistarmanna hefst annað kvöld og verður á hverju föstudagskvöldi frá 6. október til 24 Meira
5. október 2023 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Endurnýjuð háspennulína eykur orkuöryggi

Möstur eru endurnýjuð og nýir strengir settir upp við endurnýjun á Kolviðarhólslínu I, sem nú er unnið að á vegum Landsnets. Verkefnið snýst um að auka flutningsgetu þeirrar háspennulínu sem liggur frá Hellisheiðarvirkjun að Geithálsi ofan við Reykjavík og flytur orku til borgarinnar Meira
5. október 2023 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Epal með hönnunarsýningu

Epal opnar í dag sýningu á húsgögnum og öðrum vörum eftir 14 íslenska hönnuði sem allir hafa þróað, framleitt og selt vörur sínar á Norðurlöndunum, í Bretlandi og Bandaríkjunum. Sýningin var haldin í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn í sumar en… Meira
5. október 2023 | Innlendar fréttir | 764 orð | 4 myndir

Ferskt fjallaloft og frábærar brekkur – Hugurinn ber þig aðeins hálfa leið!

Það er varla hægt að hugsa sér betra frí en skíðaferð í góðum félagsskap. Icelandair flýgur til nokkurra áfangastaða þar sem stutt er í skíðasvæði á heimsmælikvarða. Innsbruck – Flogið er einu sinni í viku, á laugardögum á ferðatímabilinu frá 27 Meira
5. október 2023 | Innlendar fréttir | 387 orð | 1 mynd

Flugvélin Páll Sveinsson 80 ára

Hátíð verður í Flugsafni Íslands á Akureyri nk. laugardag í tilefni af því að 80 ár voru liðin 1. október frá því að flugvélin Páll Sveinsson kom út úr verksmiðju Douglas Aircraft í Kaliforníu í Bandaríkjunum Meira
5. október 2023 | Erlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Frá skurðaðgerðum til sjónvarps

Nóbelsverðlaunanefndin tilkynnti í gær að efnafræðingarnir Moungi Bawendi, Louis Brus og Alexei Ekimov hefðu hlotið nóbelsverðlaunin í efnafræði fyrir rannsóknir sínar á örkristölum, sem hægt er að nýta í framleiðslu hálfleiðara, sem einnig eru kallaðir „skammtapunktar“ (e Meira
5. október 2023 | Innlendar fréttir | 768 orð | 5 myndir

Fyrstu íslensku gervigreindarbækurnar

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er alveg nýtt og þessar bækur verða þær fyrstu sem unnar eru með þessum hætti á Íslandi,“ segir Huginn Þór Grétarsson, bókaútgefandi hjá Óðinsauga. Blað verður brotið í útgáfusögu á Íslandi síðar í… Meira
5. október 2023 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Haustlitadýrðin í Elliðaárdal er engu lík

Göngufólk verður ekki fyrir vonbrigðum þegar gengið er í gegnum Elliðaárdalinn þetta haustið. Vel hefur viðrað til gönguferða og útivistar á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur og verður veðrið einnig gott næstu daga Meira
5. október 2023 | Innlendar fréttir | 355 orð | 1 mynd

Leggja ekki til loðnuveiðar í vetur

Engar loðnuveiðar verða leyfðar á fiskveiðiárinu 2023/2024, skv. tillögu Hafrannsóknastofnunar þar um sem birt var í gær. Ráðgjöfin verður þó endurmetin þegar niðurstöður bergmálsmælinga á stærð veiðistofnsins liggja fyrir í byrjun árs 2024 Meira
5. október 2023 | Erlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

McCarthy gefur ekki kost á sér

Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, tilkynnti í fyrrinótt að hann hygðist ekki gefa kost á sér aftur sem forseti fulltrúadeildarinnar eftir að deildin samþykkti með 216 atkvæðum gegn 210 að víkja honum úr embætti Meira
5. október 2023 | Fréttaskýringar | 1150 orð | 3 myndir

Miðbær Selfoss hefur vakið athygli

Nýr miðbær á Selfossi hefur vakið athygli alþjóðlegra samtaka áhugafólks um sígilda húsagerðarlist, enda sé hann gott dæmi um hvernig sækja má í fagurfræði fyrri tíma. Þetta segir sænski arkitektinn Eric Norin sem kom hingað til lands á dögunum til… Meira
5. október 2023 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Mótmæli á Laugarvatni gegn brottvísun

mso-fareast-font-family:"Times New Roman";color:#050505">Menntaskólanemar voru áberandi í hópi á Laugarvatni sem í gær mótmælti ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að vísa skuli flóttamönnum frá Venúsúela frá Íslandi Meira
5. október 2023 | Fréttaskýringar | 512 orð | 2 myndir

Munu sækja langt inn á hertekin svæði

Bandaríska varnarmálaráðuneytið Pentagon segist reiðubúið til að senda langdrægar eldflaugar, svonefndar ATACMS, til Úkraínu. Hægt sé að hefja flutning á þeim án tafar, einungis sé nú beðið eftir endanlegri ákvörðun Bandaríkjaforseta Meira
5. október 2023 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Mænuskaði rannsakaður

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur á milli Mænuskaðastofnunar Íslands og Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands (MLV) um að miðstöðin rannsaki faraldsfræði mænuskaða undanfarna tvo áratugi og mögulega nýtingu gervigreindar til að styðja þá sem hafa hlotið slíkan skaða Meira
5. október 2023 | Innlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Nú má heita Evin, Bábó eða Andrei

Mannanafnanefnd hefur nýverið samþykkt beiðnir um þrettán eiginnöfn auk eins millinafns sem hafa nú verið færð á mannanafnaskrá. Þar af eru tíu kvenmannsnöfn en þrjú karlmannsnöfn. Kvenmannsnöfnin Broteva, Tatía, Kaia, Zulima, Evin, Eldrós, Merkel,… Meira
5. október 2023 | Innlendar fréttir | 369 orð

Ólöglegum matvælalager fargað

Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar lagði í síðustu viku hald á nokkur tonn af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða alls konar tegundir matvæla, allt frá sósum og annars konar kælivöru að þurrvöru og kjöti Meira
5. október 2023 | Innlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Persónuvernd ekki með í ráðum við athugun SKE

Persónuvernd fékk hvorki erindi frá Samkeppniseftirliti (SKE) né matvælaráðuneyti vegna hinnar ólögmætu athugunar SKE á stjórnunar- og eignatengslum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við spurningu Morgunblaðsins um… Meira
5. október 2023 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Ragnar Reykás er ekki kominn inn á Grensás

„Við vorum beðnir af þeim sem standa að Hollvinum Grensáss að vera með í þessum söfnunarþætti og brugðumst bara góðfúslega við þeirri bón,“ segir Örn Árnason leikari, en Spaugstofan mun sjást aftur á skjánum á föstudagskvöld í Ríkissjónvarpinu í… Meira
5. október 2023 | Innlendar fréttir | 392 orð | 1 mynd

Sáttir við tillögur UST um rjúpnaveiði

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is „Við erum sáttir við tillögurnar núna í haust þar sem ákveðið var að fara leið með varfærnu veiðistjórnunarmarkmiði,“ segir Áki Ármann Jónsson formaður SKOTVÍS í samtali við Morgunblaðið. Meira
5. október 2023 | Fréttaskýringar | 839 orð | 3 myndir

Seðlabankinn kastar mæðinni

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kom flestum að óvörum í gærmorgun þegar tilkynnt var um að meginvextir bankans skyldu haldast óbreyttir í 9,25% fram að næsta fundi nefndarinnar sem haldinn verður 20 Meira
5. október 2023 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Segja orkuskipti á leið í vaskinn

Samtök ferðaþjónustunnar segja að áform fjármálaráðherra um að endurkrefja bílaleigur um virðisaukaskatt við endursölu rafmagnsbíla muni draga verulega… Meira
5. október 2023 | Innlendar fréttir | 923 orð | 1 mynd

Sextíu ár frá því Hljómar spiluðu fyrst

Það var á vordögum maímánaðar á því herrans ári 1963 að helsti dægurlagafrömuður Suðurnesja, hljómsveitarstjórinn Guðmundur Ingólfsson, tilkynnti mannskapnum að hann hygðist leggja hljómsveitina sína niður Meira
5. október 2023 | Innlendar fréttir | 620 orð | 2 myndir

Sjá um að þjónusta ákveðið gat í kerfinu

„Það er mjög sláandi fylgni á milli ákveðinna þátta í lífi fólks og sjálfsvígshugsana. Áfallasagan kemur þar mjög sterkt inn og það í sjálfu sér kemur okkur ekki á óvart en þetta er staðfesting á því sem við höfum verið að fá inn á borð til okkar Meira
5. október 2023 | Erlendar fréttir | 113 orð

Sprengdu upp loftvarnir í Rússlandi

Úkraínskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Úkraínumenn hefðu náð að sprengja upp eitt af S-400-loftvarnarkerfum Rússa í nágrenni við borgina Belgorod í Rússlandi í fyrrinótt. Ef rétt reynist er þetta í þriðja sinn sem Úkraínumenn ná að… Meira
5. október 2023 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Stóðu heiðursvörð við útför Bjarna Felixsonar

Útför Bjarna Felixsonar fyrrverandi íþróttafréttamanns fór fram frá Neskirkju í Reykjavík í gær. Sr. Halldór Reynisson jarðsöng og Páll Rósinkrans og Kristjana Stefánsdóttir sungu við athöfnina. Meistaraflokkar KR, bæði karla og kvenna, stóðu heiðursvörð þegar kista Bjarna var borin úr kirkjunni Meira
5. október 2023 | Innlendar fréttir | 1367 orð | 3 myndir

Sverðasmiðurinn frá Skeiðum

Viðtal Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Situr karl við svarta iðju. Sýður í afli stála teinn. Blæs hjá honum belg í smiðju bjartleitur og fríður sveinn. Meira
5. október 2023 | Erlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Sænskur smyglhringur tekinn

Finnska lögreglan lagði hald á 100 kíló af fíkniefnum og handtók þrjátíu manns í gær, og 17 eru enn í varðhaldi. Smyglið er tengt sænskri skipulagðri glæpastarfsemi og að sögn lögreglunnar í Helsinki og embætti ríkislögreglustjóra voru sænsku… Meira
5. október 2023 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Vilja friða fjórar bensínstöðvar

Borgarsögusafn Reykjavíkur hefur lagt til að friða húsnæði sem hýsir eða hefur hýst bensínstöðvar á fjórum stöðum í Reykjavík. Er það m.a. gert út frá menningarsögulegu eða byggingarlistarlegu gildi húsanna Meira
5. október 2023 | Innlendar fréttir | 469 orð | 3 myndir

Þjóðin skellir hurðinni á Rússland

Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er andvígur því að Ísland eigi í samstarfi við Rússland á alþjóðavettvangi, eða 84%. Stuðningur við Úkraínu í stríðinu við Rússland er 82% og 36% landsmanna segjast hlynnt því að Ísland veiti Úkraínu beinan hernaðarlegan stuðning Meira

Ritstjórnargreinar

5. október 2023 | Leiðarar | 315 orð

Fulltrúadeild í vanda

Upplitið á Bandaríkjaþingi er ekki beysið Meira
5. október 2023 | Leiðarar | 309 orð

Lögbrot SKE þurfa skoðun

Ríkisvaldið má ekki umbera spillingu Meira
5. október 2023 | Staksteinar | 260 orð | 1 mynd

Samfylking boðar skattahækkanir

Huginn og Muninn, fréttaritarar Viðskiptablaðsins, flögra víða og verða margs vísir. Í þessari viku þótti þeim það mestum tíðindum sæta að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, hefði í vikunni orðið fyrsti þingmaður flokksins til þess að fara í Mjóddina. Meira

Menning

5. október 2023 | Menningarlíf | 109 orð | 1 mynd

Anoushka Shankar leikur í Eldborg

Miðasala er hafin fyrir tónleika sítarleikarans Anoushku Shankar sem fram fara í Hörpu hinn 7. apríl á næsta ári. Með henni kemur fjögurra manna hljómsveit og á dagskrá er tónlist af nýjustu plötu hennar Chapter I: Forever, For Now auk nýrra… Meira
5. október 2023 | Kvikmyndir | 659 orð | 2 myndir

Einmana sálir í borginni

RIFF og Sambíóin Tilverur/Solitude ★★★★· Leikstjórn: Ninna Pálmadóttir. Handrit: Rúnar Rúnarsson. Aðalleikarar: Þröstur Leó Gunnarsson, Hermann Samúelsson, Anna Gunndís Guðmundsdóttir og Hjörtur Jóhann Jónsson. 2023. Ísland. 75 mín. Meira
5. október 2023 | Myndlist | 738 orð | 4 myndir

Frelsi augna og handa

Listasafn Árnesinga Kosmos / Kaos ★★★★½ Ragnheiður Jónsdóttir sýnir. Sýningarstjóri: Daría Rós Andrews. Sýningin stendur til 22. desember 2023. Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Meira
5. október 2023 | Menningarlíf | 145 orð | 1 mynd

Grímunni flett af uppboðshaldara

Hið áhugaverðasta prófmál fikrar sig upp franskt réttarkerfi þessa dagana. Eldri hjón hafa lögsótt fornmunasala sem keypti af þeim afríska grímu á 150 evrur en… Meira
5. október 2023 | Menningarlíf | 66 orð | 1 mynd

Hálf jólabók fjórum sinnum á ári

Nýtt veftímarit, Stelkur, hefur verið stofnað. Ritinu stýra þau Kári Tulinius og Þórdís Helgadóttir. Í fyrsta ritstjórnarpistlinum segir m.a.: „Ætlunin er að Stelkur komi út ársfjórðungslega, og í hverju tölublaði verða fjórar smásögur á… Meira
5. október 2023 | Fólk í fréttum | 455 orð | 6 myndir

Heimilið stútfullt af tónlist

Una Torfadóttir tónlistarkona segist fyrst og fremst vera mikil stemningskona, elskar góðan mat og finnst gaman að baka og elda. Una er úr stórri fjölskyldu og er yngst fjögurra systkina. Tónlistin hefur haft mikil áhrif á líf Unu og segist hún hafa fengið mikinn stuðning heima við Meira
5. október 2023 | Menningarlíf | 102 orð | 1 mynd

Ingibjörg Turchi í Fríkirkjunni

Á dögunum kom út önnur LP-plata Ingibjargar Turchi, Stropha. Af því tilefni verður efnt til útgáfutónleika í Fríkirkjunni í kvöld kl. 20. Í tilkynningu segir að á Stropha megi heyra innblástur úr ýmsum áttum, djassi, tilraunatónlist og rokki en að… Meira
5. október 2023 | Fjölmiðlar | 222 orð | 1 mynd

Kvöldstundir með Danny og Jamie

Á Netflix má finna ýmis­legt bitastætt þessa dagana. Kvikmyndin Reptile með Benicio Del Toro er nokkuð fín en hann leikur þar leynilögreglu sem rannsakar sérkennilegt morð. Ekki er allt sem sýnist. Ef þið eruð í stuði fyrir heilalaust efni er tilvalið að horfa á nýjustu seríuna af Love is Blind Meira
5. október 2023 | Menningarlíf | 130 orð | 1 mynd

Live Aid-tónleikunum breytt í söngleik

Einhverjir frægustu styrktartónleikar rokksögunnar, Live Aid, verða sögusvið nýs söngleiks sem setja á upp í Old Vic-leikhúsinu í London á næsta ári. Upprunalegi viðburðurinn fór eins og allir muna fram á Wembley hinn 13 Meira
5. október 2023 | Menningarlíf | 584 orð | 8 myndir

Ljóðin áberandi

Skáldsögur, fræðirit og barnabækur eru væntanleg frá forlaginu Bjarti á haustmánuðum en ljóðabækur eru þó mest áberandi. Ný skáldsaga er væntanleg eftir Auði Jónsdóttur og mun hún bera titilinn Högni Meira
5. október 2023 | Menningarlíf | 66 orð | 1 mynd

Nýtt gamanleikrit eftir Jón Gnarr frumsýnt í Hádegisleikhúsinu

Gamanleikritið Verkið eftir Jón Gnarr verður frumsýnt í endurnýjuðum Leikhúskjallara Þjóðleikhússins í hádeginu. Með hlutverk fara Gói og Pálmi Gestsson. Leikstjóri er Hilmar Guðjónsson Meira
5. október 2023 | Menningarlíf | 1190 orð | 3 myndir

Ósköp venjuleg ofurhetja

„Kveikjan að þessum bókum er mér mjög mikilvæg. Dóttir mín var lögð í einelti þegar hún var níu ára gömul. Eineltið varði í rúmt hálft ár og þegar maður er níu ára er það mjög langur tími. Þetta hafði mikil áhrif á hana og hún átti erfitt með að tala um það Meira
5. október 2023 | Menningarlíf | 140 orð | 1 mynd

Teprulegir tilburðir ungra lesenda

Breski rithöfundurinn Ian McEwan gefur lítið fyrir viðkvæma lesendur og sakar ungt fólk um teprulega tilburði til þöggunar og ritstýringar. Booker-verðlaunahafinn viðraði þessar skoðanir sínar í viðtali við AFP-fréttastofuna í tengslum við fréttir… Meira
5. október 2023 | Menningarlíf | 157 orð | 1 mynd

Varar fylgjendur sína við gervi-Hanks

Bandaríski leikarinn Tom Hanks varar aðdáendur sína og fylgjendur á Instagram við því að auglýsing fyrir tannlæknaþjónustu sem notast við tölvugerða mynd af honum sé í raun fölsuð og hafi verið búin til með hjálp gervigreindar Meira
5. október 2023 | Menningarlíf | 1056 orð | 2 myndir

Þurfum hugarpláss til að skapa

Það er mikill heiður að lenda á þessum lista og ánægjulegt að kastljósinu sé beint að Íslandi með þessum hætti. Meira

Umræðan

5. október 2023 | Aðsent efni | 331 orð | 1 mynd

Hver hefur eftirlit með eftirlitinu?

Stjórnvöld sem fara með valdheimildir eiga sömuleiðis að gæta meðalhófs, fara eftir lögum og halda sig innan marka valdheimilda. Meira
5. október 2023 | Aðsent efni | 771 orð | 1 mynd

Lausn á húsnæðisvanda Íslendinga

Leysi stjórnvöld ekki húsnæðisvandamálið þá eru þau víðsfjarri því að leysa vandamál þjóðarinnar í nútíð og framtíð. Meira
5. október 2023 | Aðsent efni | 515 orð | 1 mynd

Milljón veiddir laxar

Um 35.000 laxar verið drepnir af göfugum stangveiðimönnum í nafni „veiða og sleppa“. Spurningin sem vaknar er einföld; er þessi veiði til hagsbóta fyrir deyjandi stofn? Meira
5. október 2023 | Aðsent efni | 522 orð | 1 mynd

Skipulag Keldnalands

Skipuleggja þarf Keldnaland út frá raunhæfum forsendum og taka ríkulegt tillit til hagsmuna íbúa Grafarvogs í þeirri vinnu. Meira
5. október 2023 | Aðsent efni | 846 orð | 1 mynd

Snjallljósavæðing og þráhyggja borgaryfirvalda

Við endurskoðun samgöngusáttmálans þurfum við að lækka aðeins hugmyndaflugið, draga úr háfleygum yfirlýsingum og sýna raunsæi. Meira
5. október 2023 | Aðsent efni | 403 orð | 1 mynd

Trúarbragðafræði

Ómögulegt er að skilja framvindu sögunnar og þau félagslegu öfl sem skapa hana og móta án þess að skilja átrúnaðinn sem að baki býr. Meira
5. október 2023 | Pistlar | 436 orð | 1 mynd

Varðstaða um leynd

Sjávarútvegurinn hefur lengi verið bitbein átaka og ljóst er að umtalsvert vantraust ríkir í garð greinarinnar. Besta leiðin til þess að auka traust til hennar en um leið að treysta samkeppnishæfni, verðmætasköpun og réttlæti í kerfinu er að kveikja ljósin Meira

Minningargreinar

5. október 2023 | Minningargreinar | 1255 orð | 1 mynd

Ásgeir Hálfdán Valhjálmsson

Ásgeir Hálfdán Valhjálmsson fæddist 16. júní 1927 í Hnífsdal. Hann lést 21. september 2023 á Landspítala Fossvogi. Móðir hans var Ólöf Elínborg Jakobsdóttir, f. 8. ágúst 1906 á Hesteyri við Ísafjarðardjúp, d Meira  Kaupa minningabók
5. október 2023 | Minningargreinar | 2192 orð | 1 mynd

Áslaug Júlíusdóttir

Áslaug Júlíusdóttir fæddist í Reykjavík 10. september 1950. Hún lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti 20. september 2023. Foreldrar hennar voru hjónin (Árni) Júlíus Jónsson, f. 6. september 1911, d Meira  Kaupa minningabók
5. október 2023 | Minningargreinar | 1985 orð | 1 mynd

Inga Ingólfsdóttir

Inga Ingólfsdóttir fæddist 10. júlí 1932 í Gilhaga í Hrútafirði. Hún lést 26. september 2023 í Brákarhlíð í Borgarnesi. Foreldrar hennar voru Ingólfur Kristinn Jónsson frá Valdasteinsstöðum, f. 26. júlí 1893, d Meira  Kaupa minningabók
5. október 2023 | Minningargreinar | 1679 orð | 1 mynd

Júlía Guðmundsdóttir

Júlía Guðmundsdóttir fæddist í Álftártungu á Mýrum 3. júlí 1921. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hlaðhömrum í Mosfellsbæ 22 Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

5. október 2023 | Sjávarútvegur | 715 orð | 1 mynd

Ósætti um sáttatillögu

Landvernd og hópur skólameistara eru meðal þeirra sem hafa bæst í hóp samtaka og einstaklinga sem setja út á tillögur starfshópa Auðlindarinnar okkar og/eða hvernig var staðið að verkefninu. Engar beinar stuðningsyfirlýsingar er að finna í umsögnum… Meira

Viðskipti

5. október 2023 | Viðskiptafréttir | 666 orð | 2 myndir

Eitt besta rekstrarár greinarinnar

Árið 2022 var eitt besta rekstrarár sjávarútvegsfyrirtækja frá upphafi. Þetta kom fram á árlega sjávarútvegsdeginum, sem haldinn var í gær í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) Meira
5. október 2023 | Viðskiptafréttir | 158 orð | 1 mynd

Fengu verðlaun fyrir Silent Flyer

Íslenska fyrirtækið Flygildi vann til verðlauna á nýsköpunarsýningunni DroneX Expo sem haldin var í Lundúnum í síðustu viku. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar en þar koma saman aðilar sem framleiða ómönnuð loftför, til dæmis dróna Meira

Daglegt líf

5. október 2023 | Daglegt líf | 1316 orð | 2 myndir

Drakk í sig safaríkar Ísfólkssögur

Ég var ekki nema 14 ára þegar ég féll fyrir sögum Margit Sandemo um Ísfólkið. Þá leit ég út fyrir að vera 12 ára og mér fannst líf mitt skelfilega viðburðasnautt, ég þráði ævintýri, enda var ég sérdeilis rómantísk og þoldi ekki hvað ég var lítil og barnaleg Meira

Fastir þættir

5. október 2023 | Í dag | 288 orð

Af loðnu, vargi Hlés og sonnettu að hausti

Haust er yfirskrift fallegrar sonnettu sem Björn Ingólfsson kastar fram á þessari líka litskrúðugu árstíð: Einn dag má óvænt greina kaldan gust gulum laufum dreifa tvist og bast, brimið kveða í fjarska rámri raust rammaslag um sjálfs sín iðuköst Meira
5. október 2023 | Í dag | 113 orð | 2 myndir

Demantsbrúðkaup

Heiðurshjónin Emilía Súsanna Emilsdóttir (Emma) og Hreiðar Þórhallsson fagna 60 ára brúðkaupsafmæli í dag. Þau voru gefin saman hinn 5 Meira
5. október 2023 | Dagbók | 85 orð | 1 mynd

Hæsti hundur heims allur

Seifur, hæsti karlhundur í heimi, drapst á dögunum eftir að hafa greinst með beinkrabbamein. Seifur var af hundategundinni Great Dane en hann hlaut titilinn „hæsti hundur í heimi“ árið 2022 og komst þar með í Heimsmetabók Guinness eftir að hafa mælst 1,046 m á hæð Meira
5. október 2023 | Í dag | 52 orð

Í málinu hefur margt misjafnt verið kennt við konur. Eitt er svikul hláka:…

Í málinu hefur margt misjafnt verið kennt við konur. Eitt er svikul hláka: kerlingarhláka, „skammvinn hláka sem endar með frosti og spillir högum“. „Slík hláka er til ills eins“ segir í Veðramáli Haraldar Matthíassonar Meira
5. október 2023 | Í dag | 664 orð | 3 myndir

Karlsskálamaður fyrst og fremst

Guðni Stefánsson fæddist 5. október 1938 á Karlsskála í Helgustaðahreppi við Reyðarfjörð, næstelstur í sex bræðra hópi. Þrátt fyrir að hafa lengst af búið á höfuðborgarsvæðinu og þar af 56 ár í Kópavogi lítur Guðni fyrst og fremst á sig sem… Meira
5. október 2023 | Í dag | 155 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 c5 2. Rf3 Rf6 3. De2 Rc6 4. c3 d5 5. e5 Rd7 6. e6 fxe6 7. Rg5 e5 8. Re6 Db6 9. Rxf8 Rxf8 10. f4 Rg6 11. fxe5 0-0 12. Ra3 Hf5 13. Db5 Hxe5+ 14. Kf2 Dc7 15. Dxc5 Be6 16. Be2 d4 17. Rb5 Dd7 18. Da3 Staðan kom upp á Íslandsmóti kvenna sem lauk fyrir skömmu Meira
5. október 2023 | Í dag | 180 orð

Tímapressa. A-Allir

Norður ♠ DG1098 ♥ ÁK3 ♦ 4 ♣ ÁKD10 Vestur ♠ 5 ♥ 10864 ♦ G6 ♣ 986542 Austur ♠ Á742 ♥ D ♦ K1098732 ♣ G Suður ♠ K63 ♥ G9752 ♦ ÁD5 ♣ 73 Suður spilar 6G Meira

Íþróttir

5. október 2023 | Íþróttir | 140 orð | 1 mynd

Átta stiga tap meistaranna í Eistlandi

Íslandsmeistarar Tindastóls máttu þola 69:77-tap gegn Trepca frá Kósovó í öðrum leik sínum í C-riðli í undanriðlum Evrópubikars karla í körfubolta í Pärnu í Eistlandi í gær. Tindastóll vann heimamenn í Pärnu á þriðjudag og hefur lokið leik Meira
5. október 2023 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Blikar ætla að stjórna leiknum gegn Zorya og vinna hann

Breiðablik fær Zorya Luhansk frá Úkraínu í heimsókn á Laugardalsvöll í 2. umferð B-riðils Sambandsdeildar UEFA í dag. Hefst leikurinn klukkan 16.45. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði á fréttamannafundi í gær að liðið ætlaði sér að stjórna leiknum og vinna hann Meira
5. október 2023 | Íþróttir | 844 orð | 2 myndir

Gylfi Þór mættur aftur eftir 35 mánaða fjarveru

Gylfi Þór Sigurðsson er í leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir leikina tvo gegn Lúxemborg og Liechtenstein í J-riðli undankeppni EM 2024. Gylfi Þór, sem er 34 ára gamall, lék síðast með landsliðinu gegn Danmörku í Þjóðadeild UEFA á Parken í Kaupmannahöfn í nóvember 2020 Meira
5. október 2023 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

HM á Íslandi 2029 eða 2031?

Handknattleikssamband Íslands hefur ásamt samböndum Danmerkur og Noregs sótt um að halda HM karla í handbolta árið 2029 eða 2031. Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ staðfesti tíðindin við RÚV Meira
5. október 2023 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

HM í þremur heimsálfum

Heimsmeistaramót karla í fótbolta verður haldið í þremur heimsálfum árið 2030. Alþjóðaknattspyrnusambandið greindi frá þessu í gær. Spánn, Portúgal og Marokkó halda mótið saman en þrír fyrstu leikirnir verða spilaðir í Úrúgvæ, Argentínu og Paragvæ… Meira
5. október 2023 | Íþróttir | 62 orð | 1 mynd

Karólína best í annarri umferð

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Bayer Leverkusen í Þýskalandi, hefur verið útnefnd besti leikmaður 2. umferðar þýsku 1. deildarinnar. Karólína Lea, sem leikur með Leverkusen að láni frá Þýskalandsmeisturum… Meira
5. október 2023 | Íþróttir | 154 orð | 1 mynd

Línumaðurinn sterki Kári Kristján Kristjánsson verður ekki með ÍBV er…

Línumaðurinn sterki Kári Kristján Kristjánsson verður ekki með ÍBV er liðið leikur við KA í úrvalsdeildinni í handbolta á laugardaginn kemur. Kári var í gær úrskurðaður í eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk er ÍBV tapaði fyrir Gróttu í síðustu umferð Meira
5. október 2023 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Tvær breytingar á U21 árs liðinu

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari íslenska U21 landsliðs karla í fótbolta, hefur tilkynnt hvaða 20 leikmenn taka þátt í leik liðsins gegn Litháen í undankeppni EM 2025 síðar í mánuðinum. Mikael Egill Ellertsson leikmaður Venezia og Benóný Breki… Meira
5. október 2023 | Íþróttir | 884 orð | 2 myndir

Ætlum að vinna leikinn

Breiðablik tekur á móti úkraínska liðinu Zorya Luhansk í 2. umferð B-riðils Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu karla á Laugardalsvelli í dag. Um fyrsta heimaleik íslensks karlaliðs í riðlakeppni í Evrópukeppni verður að ræða Meira

Ýmis aukablöð

5. október 2023 | Blaðaukar | 574 orð | 1 mynd

Af sjálfbærni og mannauðsmálum

En það sem gerir sjálfbærnina svo áhugaverða og spennandi er einmitt hversu víðtæk hún er, en í grunninn snýst sjálfbærni fyrirtækja og stofnana um að hámarka jákvæð áhrif þeirra. Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 1378 orð | 3 myndir

Bankaþjónusta, fræðsla og leikvæðing

Við sjáum mikil tækifæri í áframhaldandi vinnu með leikvæðingu í fræðslu í gegnum Attensi. Á næstu mánuðum munum við innleiða viðbótarfræðslu fyrir þjónustuverið okkar. Við leggjum mikla áherslu á starfsþróun. Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 1233 orð | 1 mynd

„Komdu að vinna hjá Reykjavíkurborg!“

Það sem við erum líka að gera, og eru vonandi áhrifaríkari leiðir en áður, er að bæta í mannauðsþjónustu til leikskóla þannig að þjónusta verði aukin gagnvart þeim. Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 354 orð | 1 mynd

„Stuðningur þinn breytir lífi mínu“

ABC barnahjálp er íslensk hjálparstarfsstofnun sem var stofnuð árið 1988 og hefur nú starfað í 35 ár með það að markmiði að gera lífið betra fyrir fátæk börn í heiminum. Víða eru aðstæður fólks og fátækt slík að það er ekkert sem blasir við nema fátæktargildran og erfitt líf í örbirgð Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 392 orð | 1 mynd

„Útgeislun og PEPP – á við heilt orkuver“

Anna Claessen og Friðrik Agni Árnason í Happy Studio hafa rækilega slegið í gegn undanfarið. Þau eru vinsælir veislustjórar á árshátíðum og öðrum uppákomum, halda fyrirlestra um efni sem styrkir og byggir starfsfólk upp, markþjálfa og einkaþjálfa Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 1021 orð | 1 mynd

„Við leiðum fólk saman“

Við vinnum líka mikið með val- og hæfnisnefndum hjá hinu opinbera vegna ráðninga embættismanna og forstöðumanna hjá ríkinu sem kalla á mjög vönduð og skilvirk vinnubrögð. Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 683 orð | 2 myndir

„Við viljum vera aflvaki hreyfingar“

Þú getur gengið að því vísu að þó að starfsfólkið sé alveg grjótharðir „antisportistar“ geti það fundið eitthvað við sitt hæfi, að minnsta kosti úlpu eða hlýjan fatnað yfir veturinn. Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 427 orð | 6 myndir

„Það hreinlega stækkar í manni hjartað“

Nína Dögg Filippusdóttir leikkona er búin að vera stuðningsaðili ABC barnahjálpar í fjölda ára og segist mæla með því heilshugar. „Ég man ekki einu sinni hvenær ég byrjaði, held það hafi verið fyrir árið 2000,“ segir hún en hún styrkti… Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 632 orð | 1 mynd

Bein leið til aðstoðar starfsfólki

Þannig sjáum við hvaða þjónusta það er sem starfsfólk sækir í og getum þá haldið áfram að veita þá þjónustu, tekið út það sem ekki er vinsælt eða aukið fjölbreytnina. Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 100 orð | 1 mynd

Best í stærðfræði

Ég heiti Mary Nthenya og hef fengið stuðning frá ABC barnahjálp til að stunda nám í Mathare-skólanum í Kenía og í gegnum skólann tók ég þátt í Broskallaverkefninu og það hefur haft ótrúlega góð áhrif, sérstaklega hefur það hjálpað mér í stærðfræði Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 428 orð | 1 mynd

Börn múrsteinaþrælanna

ABC barnahjálp hefur starfað í Pakistan í mörg ár en ABC hóf samstarf við frjálsu félagasamtökin Rasta foundation of Pakistan árið 2018. Rasta hefur starfað í Pakistan frá árinu 2009 og markmið þeirra er að hjálpa múrsteinabörnunum að fá menntun og frelsi Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 1140 orð | 2 myndir

Eitt lið þar sem hjörtun slá í takt

Við leggjum mikla áherslu á fræðslu, þjálfun og vöruþekkingu. Viðskiptavinurinn er í fyrsta sæti og það er áríðandi að starfsfólk lifi það og lifi gildin okkar. Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 180 orð | 1 mynd

Erum rétt að klóra í yfirborðið

Áskorunin í því sem ég starfa við er aðallega mönnun,“ segir Baldur Gísli Jónsson, mannauðsstjóri hjá hjúkrunarheimilunum Sóltúni og Sólvangi, „reksturinn byggir á fagmenntuðu heilbrigðisfólki, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum og svo starfsfólki í almennri umönnun Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 2816 orð | 6 myndir

Fjölmörg verkefni fram undan í Búrkína Fasó

Það er líka svo mikil vinátta í skólanum og mikið hlegið og góð samstaða. Þetta er ekki bara skóli, heldur ein stór fjölskylda. Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 825 orð | 1 mynd

Flóttamannadeild Vinnumálastofnunar

Það sem af er þessu ári hafa alls 560 flóttamenn farið í starf með aðstoð ráðgjafa flóttamannadeildar á höfuðborgarsvæðinu. Þar af eru 45% frá Úkraínu og 33% frá Venesúela. Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 362 orð | 1 mynd

Foreldrar virkir í skólanum

Starf ABC barnahjálpar á Filippseyjum á sér meira en þrjátíu ára sögu, eða allt frá frá árinu 1990 þegar samtökin hófu stuðning við börn í skóla á Payatas-svæðinu í Manila höfuðborg Filippseyja í samstarfi við Barnmissionen í Svíþjóð Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 173 orð | 1 mynd

Framsækið mannauðsfólk er áhrifavaldar

Auknar kröfur samfélagsins og fjölbreytt mannlífsflóra í atvinnulífinu kallar á breyttar áherslur vinnustaða,“ segir Adriana Karolina Pétursdóttir, formaður Mannauðs og leiðtogi hjá ISAL, og kveður breyttum áherslum fylgja tækifæri til… Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 403 orð | 2 myndir

Fumlaus, fagleg og skýr

En hvað með annars konar óþægilega hegðun sem kemur upp í starfsumhverfi okkar, hegðun sem brýtur á sálfélagslegu öryggi á vinnustað? Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 187 orð | 1 mynd

Fögnum fjölbreytileikanum

Á Íslandi er þörf fyrirtækja fyrir mannauð mun meiri en framboð og þess vegna er nauðsynlegt að við fögnum fjölbreytileikanum og tökum vel á móti öllum þeim sem vilja slást í hópinn og þá er ég ekki síst að tala um erlenda starfsmenn,“ segir… Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 603 orð | 1 mynd

Gervigreindin hjálpar að tryggja jöfn laun

Við sem vinnum í mannauðsmálum þurfum að vera vakandi fyrir því hvernig við getum nýtt okkur þessa tækni en á sama tíma er mikilvægt að stíga varlega til jarðar. Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 509 orð | 1 mynd

Hafa hjálpað fyrirtækjum að spara

Justly Pay er hugbúnaður sem leiðir notandann í gegnum þægilegt ferli til þess að byggja upp kerfi sem mætir kröfum jafnlaunastaðalsins. Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 176 orð | 1 mynd

Hinn gagnkvæmi samningur

Mannauðsmál snúast um að bjóða upp á gott starfsumhverfi í víðum skilningi svo starfsfólkið blómstri í starfi,“ segir Sólmundur Már Jónsson, mannauðsstjóri hjá VIRK, og leggur áherslu á það grundvallaratriði sem ráðningarsamningurinn sé Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 102 orð | 1 mynd

Hjálpar yngri nemendum

Ég heiti Bill Noel og er á unglingastigi í Mathare-skólanum í Kenía. Skólavistin hefur gjörbreytt lífi mínu með því að veita mér aðgang að góðri menntun, hjálpa mér að verða betri manneskja og að styrkja samband mitt við Guð Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 797 orð | 2 myndir

Hjá okkur er framtíðin ljós

Það sem heillaði mig líka var heitið á sviðinu, mannauðsmál og umbætur, sem passar mjög vel saman þar sem mannauðsmál eru auðvitað ekkert annað en umbætur í þágu starfsfólks. Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 498 orð | 1 mynd

HR-Monitor er aðal farsælla vinnustaða

Hægt er að kortleggja styrkleika og veikleika vinnustaðarins, forgangsraða verkefnum og spara tíma. Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 679 orð | 1 mynd

Hvergi fleiri barnahjónabönd

22% stúlkna giftast áður en þær ná 15 ára aldri og 59% áður en þær ná 18 ára aldri. Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 782 orð | 1 mynd

Kjarninn í mannauðs- og launalausnum

Við erum mjög spennt að fylgjast með hvernig ein af nýustu viðbótunum við Kjarna kemur til með að nýtast hjá viðskiptavinum okkar en það er samþykktarferli fyrir launabreytingar. Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 1010 orð | 2 myndir

Komum heil heim – starfsævina á enda mum öll heil heim – starfsævina á enda

Stjórnendur bera ríka ábyrgð á að vinnustaðamenningin sé heilbrigð og örugg en til að svo geti orðið þurfa bæði stjórnendur og starfsfólk að vera virkir þátttakendur. Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 815 orð | 1 mynd

Mannauður er helsti styrkleiki fyrirtækja

Það hefur líklega áhrif á allan hópinn ef stjórnandi er undir óviðráðanlegu álagi og líður illa. Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 1019 orð | 2 myndir

Mikilvægt að tryggja vellíðan

Kjarninn í okkar mannauðsstefnu er að vera eftirsóttur vinnustaður með öfluga framlínu. Gildi fyrirtækisins eru kaupmennska, áræðni, samvinna og sveigjanleiki og eru þau leiðarljós í öllu okkar starfi. Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 1095 orð | 3 myndir

Nýjar áskoranir á hverjum degi

Það er einstakt að geta ferðast með eldfuglinn og gefið flugvallarstarfsmönnum um allt land tækifæri til að æfa sig að slökkva eld undir þrýstingi við raunverulegar aðstæður. Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 917 orð | 1 mynd

Ný nálgun í mannauðsmælingum

Starfsfólk er í sífellt fjölbreyttari störfum og er bæði undir álagi og reglulegum truflunum í vinnunni. Það er því verðmætt að tíma og fyrirhöfn við að svara könnunum sé haldið í lágmarki. Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 1003 orð | 2 myndir

Sjálfvirkir ferlar á nokkrum mínútum

Í Journeys getur mannauðsfólk með einföldum hætti sett upp ferlana sína, ýmist frá grunni eða með sniðmátum frá 50skills, og tekur tekur aðeins nokkrar mínútur að þá setja upp. Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 482 orð | 1 mynd

Skapaðu meiri tíma fyrir mannlega þáttinn

Hefur starfsfólk í mannauðsmálum nægt svigrúm til að styðja faglega við stjórnendur eða fer megnið af tímanum þeirra í handavinnu og umsýslu? Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 153 orð

Skattafrádráttur

Síðla árs 2021 tóku gildi lög um skattafrádrátt til þeirra sem styrkja félög á Almannaheillaskrá. ABC barnahjálp er á þeim lista, þ.a. framlög til ABC veita bæði einstaklingum og fyrirtækjum skattafrádrátt Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 100 orð | 1 mynd

Skólinn er heimili mitt

Ég heiti Lawrence Averdone og er á unglingastigi í heimavistarskóla Mathare í Kenía. Skólinn er heimili mitt þar sem ég hef skjól, fatnað, mat og fæ að stunda nám. Vera mín í skólanum hefur hjálpað mér að treysta á sjálfan mig og ég er ákveðinn í því að láta drauma mína rætast Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 903 orð | 2 myndir

Spennandi gestakennari í vetur

Svo er samfélagið að breytast og við erum líka með námskeið sem snúast um fjölþjóðlega vinnustaði þar sem fólk kemur úr ólíkum áttum og á sér mjög ólíkan menningarlegan bakgrunn. Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 1027 orð | 2 myndir

Starfsfólkið speglar samfélagið

Við styðjum samfélagsleg málefni með fjölbreyttum hætti, vinnum að margvíslegum aðgerðum með það að markmiði að minnka matarsóun og erum virk í stuðningi við íslenska nýsköpun. Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 422 orð | 1 mynd

Við getum öll breytt heiminum

Í ár fagnar ABC barnahjálp 35 ára afmæli samtakanna sem hafa allt frá upphafi einbeitt sér að aðstoð við að mennta börn í fátækum löndum svo þau eigi möguleika á betra lífi. Hjalti Skaale Glúmsson tók við framkvæmdastjórn ABC barnahjálpar fyrir tæpum tveimur árum af Laufeyju Birgisdóttur Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 1056 orð | 1 mynd

Vilja lyfta framlínustörfunum upp

Við viljum vera leiðandi fyrirtæki. Mannauður okkar er það allra mikilvægasta og við verðum að hlúa vel að fólkinu okkar. Ég veit að það kemur margfalt til baka. Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 629 orð | 1 mynd

Vinnustaðurinn í stafrænum heimi

Það að fjárfesta í áhrifaríkum vef, sem kemur gildum vinnustaðarins á framfæri, er ekki lengur val heldur ómissandi liður í áframhaldandi vexti fyrirtækja og samkeppnishæfni. Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 1857 orð | 7 myndir

Von í samfélagi sem er markað af áföllum

„Ófrísk kona getur ekki gengið 70 km eða setið aftan á reiðhjóli til að fá aðstoð á næstu heilsugæslu svo staðan var mjög erfið.“ Meira
5. október 2023 | Blaðaukar | 372 orð | 4 myndir

Vörurnar fara hratt í gegn

Óskar Jónsson stendur vaktina í Nytjamörkuðum ABC barnahjálpar. Hann er verslunarstjóri yfir báðum mörkuðum, á Nýbýlavegi og nýja markaðinum á Laugaveginum beint á móti Hlemmi, og hefur starfað hjá ABC barnahjálp í átta ár Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.