Viðtal Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Unglingalandslið Íslands í knattspyrnu (U18) lék í 16 liða úrslitum Evrópukeppninnar tvö ár í röð, 1973 og 1974. Árangur liðsins vakti sérstaklega mikla athygli, þegar það sló Írland úr keppni í október 1973. „Þetta voru mikil tímamót,“ segir Janus Guðlaugsson, FH-ingur og fyrirliði liðsins, en um helgina, um 50 árum eftir hinn glæsta sigur á Melavellinum, kemur liðið saman vegna landsleiks Íslands og Liechtenstein á mánudag. Það er í fyrsta sinn sem hópurinn hittist síðan í úrslitakeppninni í Svíþjóð í maí 1974.
Meira