Greinar fimmtudaginn 12. október 2023

Fréttir

12. október 2023 | Fréttaskýringar | 1009 orð | 3 myndir

900 íbúðir í farvatninu á Hlíðarenda

Tæplega 900 íbúðir gætu risið á Hlíðarenda á næstu árum ef skipulagshugmyndir ná fram að ganga. Með því myndi íbúafjöldi hverfisins rúmlega tvöfaldast. Byggðir hafa verið fjórir reitir á Hlíðarenda, reitir C, D, E og F, og eru þar alls 673 íbúðir Meira
12. október 2023 | Erlendar fréttir | 56 orð

Annar jarðskjálfti á sömu slóðum

Jörð skalf á ný í vesturhluta Afganistan í gærmorgun og mældist skjálftinn 6,3 að stærð. Jarðskjálftinn var nokkrum kílómetrum austar en jarðskjálftahrinan um helgina, en áætlað er að minnst þúsund manns hafi farist í henni Meira
12. október 2023 | Innlendar fréttir | 589 orð | 1 mynd

„Mesti sigur íslenzkrar knattspyrnu“

Fyrir um 50 árum, nánar tiltekið 25. október 1973, vann unglingalandslið Íslands í knattspyrnu karla (U18) jafnaldra sína frá Wales 3:2 á Melavellinum eftir að hafa tapað fyrri leiknum 4:3 í Dublin rúmri viku fyrr Meira
12. október 2023 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Braut gegn sjómannalögum er áhöfnin veiktist

Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar, hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að brjóta gegn sjómannalögum er hann… Meira
12. október 2023 | Innlendar fréttir | 766 orð | 4 myndir

Einfaldaðu ferðalagið og bókaðu allan pakkann út í heim – Pakkaferðir eru þægilegri ferðir!

Icelandair og Ferðaskrifstofan VITA hafa nú sameinað krafta sína og bjóða upp á fjölbreytt úrval af pakkaferðum undir merki Icelandair VITA. Pakkaferðirnar með Icelandair og Icelandair VITA eru vinsæll kostur fyrir ferðalanga sem vilja þægilega og örugga ferð Meira
12. október 2023 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Ein stysta flugferð í sögu Landhelgisgæslunnar

Landhelgisgæsla Íslands flaug í gær til sameinaðrar björgunaræfingar og fjöruhreinsunar á færleik sínum TF-GRO frá Reykjavíkurflugvelli yfir á Álftanes. Hófst verkefnið með björgun forseta lýðveldisins, Guðna Th Meira
12. október 2023 | Innlendar fréttir | 928 orð | 4 myndir

Fastir liðir eins og venjulega í 20 ár

Spurt er um ár. Þetta er árið sem Íslendingabók var opnuð almenningi og kvikmyndin Nói albinói var frumsýnd. Háhyrningurinn Keikó drapst og Íraksstríðið hófst, Cristiano Ronaldo gekk til liðs við Manchester United og Þórólfur Árnason varð borgarstjóri í Reykjavík Meira
12. október 2023 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Ferðaðist frá Los Angeles til að bera vitni í héraðsdómi

Bandarísku mannréttindasamtökin Anti-Defamation League stefndu íslenska hýsingarfyrirtækinu 1984 ehf. fyrir dóm og fór málflutningur fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Samtökin krefjast þess að dómurinn felli úr gildi ákvörðun sýslumannsins á… Meira
12. október 2023 | Fréttaskýringar | 684 orð | 2 myndir

Fjöldadráp á íbúum Ísraels var markmiðið

Meginmarkmið árásar vígasamtaka Hamas var að myrða eins marga íbúa Ísraels og kostur var og valda útbreiddum ótta í samfélaginu. Þau mannrán á saklausu fólki sem fylgdu í kjölfar ódæðanna miklu voru skipulögð og eiga að flækja aðgerðir Ísraelshers… Meira
12. október 2023 | Innlendar fréttir | 348 orð | 1 mynd

Formenn halda spilunum að sér

Þingflokkar stjórnarflokkanna áttu fundi í þinghúsinu í gær, þar sem afsögn Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnhagsráðherra, var til umræðu, þó ekki með formlegum hætti samkvæmt boðaðri dagskrá. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvenær… Meira
12. október 2023 | Innlendar fréttir | 948 orð | 3 myndir

Framfarir í lyfjaþróun vekja von

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Meiri skilningur á ónæmiskerfi líkamans, sem læknar og vísindamenn hafa fengið meðal annars með rannsóknum á covid-sjúkdómnum, hafa jafnframt skilað betri þekkingu á sumum gigtarsjúkdómum. Þetta tvennt er enda af sama meiði. Þá er nú í þróun og prófunum fjöldi líftæknilyfja sem eiga tilurð sína í þeirri reynslu sem vísindin fengu á tímum kórónuveirunnar. „Framfarirnar eru miklar. Við bindum miklar vonir við ný lyf á markaði á næstu árum,“ segir Hrönn Stefánsdóttir, varaformaður Gigtarfélags Íslands. Meira
12. október 2023 | Innlendar fréttir | 574 orð | 1 mynd

Freista þess að fá lögbann á vefsíðu

Málflutningur í athyglisverðu máli fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Bandarísku samtökin Anti-Defamation League, eða ADL, freista þess að fá lögbann á vefsíðuna The Mapping Project. Ástæða þess að málið er rekið hér er sú að vefsíðan er hýst hérlendis hjá fyrirtækinu 1984 ehf Meira
12. október 2023 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Fundað um tækifærin í Bandaríkjunum

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) ásamt Landsbankanum efna til opins fundar í sal nýja Landsbankans klukkan 16 í dag undir yfirskriftinni „Bandaríkin; land tækifæra í sjávarútvegi“ Meira
12. október 2023 | Erlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Gasleiðslan sögð skorin í sundur

Finnska lögreglan sagði í gær að svo virtist sem jarðgasleiðslan á milli Finnlands og Eistlands hefði verið skorin í sundur með einhvers konar vélknúnum búnaði, og… Meira
12. október 2023 | Innlendar fréttir | 458 orð | 2 myndir

Geta tölvur átt framhaldslíf?

„Raftæki eru sá flokkur úrgangs sem vex hvað hraðast á heimsvísu og alltof lítill hluti af þeim skilar sér í endurvinnslu. Oft eru efni í þessum tækjum sem lítið er til af, verðmætir málmar og það er til mikils að vinna fyrir umhverfið að þau… Meira
12. október 2023 | Innlendar fréttir | 363 orð

Glíma við mikil viðbótarútgjöld

Mikil fjölgun barna af erlendum uppruna sem fá þjónustu og stuðning í námi hefur leitt til þess að launakostnaður hjá leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar hefur hækkað verulega. Frá byrjun árs 2022 til ágústmánaðar sl Meira
12. október 2023 | Erlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Heita áframhaldandi stuðningi

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að Bandaríkjastjórn hefði heitið sér að ekkert hlé yrði á hergagnastuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu vegna innrásar Rússa. Selenskí heimsótti í gær höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins í Brussel í… Meira
12. október 2023 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Hljóðritaði samtal án samþykkis

Lögmaður sem tók upp samtal við annan lögmann án vitundar hins síðarnefnda sætir áminningu frá úrskurðarnefnd lögmanna. Viðkomandi lögmaður var varnaraðili í máli og tók upp samtal við sóknaraðila málsins og lagði síðan hljóðupptökuna fram í dómsmáli, þar sem sóknaraðili átti að gefa skýrslu Meira
12. október 2023 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Hrafnista hlaut Fléttustyrk

Hrafnistu var í vikunni afhentur 11 milljóna króna styrkur frá fagráði Fléttunnar til að styðja við innleiðingu smáforritsins Iðunnar á öllum heimilunum átta sem Hrafnista rekur á suðvesturhorni landsins Meira
12. október 2023 | Fréttaskýringar | 402 orð | 3 myndir

HR undirbýr byggingu 148 íbúða

Háskólinn í Reykjavík undirbýr uppbyggingu 148 íbúða á Nauthólsvegi 87. Háskólinn hefur þegar byggt 253 íbúðir fyrir námsmenn á Nauthólsvegi 83-85. Leigutakar þurfa að vera nemendur í HR. Biðlisti er eftir íbúðunum Meira
12. október 2023 | Innlendar fréttir | 533 orð | 1 mynd

Íslenskir helsingjar fjórðungur stofnsins

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Helsingjar hófu sig til flugs í Austur-Skaftafellssýslu um sl. helgi og héldu af stað til vetrarstöðva sinna í Skotlandi og Írlandi. Þetta sást af merkjasendingum GPS/GSM-senda þeirra fugla sem slík merki bera, en merkingar fuglanna eru hluti af sameiginlegu rannsóknarverkefni Verkís, Náttúrustofu Suðausturlands, Náttúrufræðistofnunar og Carl Mitchell. Alls bera 20 fuglar slíkan búnað, að sögn Arnórs Þóris Sigfússonar, dýravistfræðings hjá Verkís. Meira
12. október 2023 | Innlendar fréttir | 1225 orð | 2 myndir

Kúnstin að læra að meta góð vín

Þeir sem hafa lesið sér til, kynnt sér víngerð og menningu hinna ýmsu landa, dreypt á víninu, upplifa að vínin eru fjölbreytt þar sem hvert hérað eða land hefur sín einkenni og sínar hefðir. Það er engum blöðum um það að fletta að fjölbreytileikinn… Meira
12. október 2023 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Líf ríkisstjórnarinnar undir

Allt bendir til þess að Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármálaráðherra, hafi talið að að hann nyti ekki stuðnings meðal þingmanna og ráðherra Vinstri grænna til að gegna embættinu áfram. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Dagmálum á mbl.is í dag þar sem þau Sigríður Á Meira
12. október 2023 | Innlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Minni kennsluskylda hluti ástæðu

Talsverður munur er á launakostnaði íslenskra grunnskólakennara á hvern nemanda borið saman við kollega þeirra í öðrum ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Nýlega var greint frá niðurstöðum Education at a Glance-skýrslunnar sem fjallar um stöðu menntunar innan OECD Meira
12. október 2023 | Innlendar fréttir | 262 orð

Mun tvöfalda Valshverfið

Rúmlega 900 íbúðir munu rísa við Hlíðarenda á næstu árum ef áform fjárfesta og skipulagsyfirvalda ná fram að ganga. Með því verða rúmlega 1.600 íbúðir í hinu nýja hverfi og íbúafjöldinn meiri en í Hveragerði Meira
12. október 2023 | Innlendar fréttir | 423 orð | 3 myndir

Norlandair fær nýja vél í flotann

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nýlega var gengið frá kaupum Norlandair á flugvél af gerðinni Beechcraft Super King Air 250 sem er væntanleg til landsins frá Flórída í Bandaríkjunum á næstu vikum. Kaupin tengjast auknum verkefnum Norlandair, sem átti lægsta tilboð í sjúkraflug á landsbyggðinni fyrr á þessu ári. Sjúkratryggingar Íslands gengu að tilboði félagsins, sem tekur við verkefninu nú um áramótin. Meira
12. október 2023 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Nýja kerfið reynst ágætlega

Nýtt greiðslukerfi fyrir bifreiðastæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem tekið var í notkun í vor, hefur reynst vel að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia. „Breytingin sem var gerð er sú að sett var upp myndavélakerfi sem les… Meira
12. október 2023 | Erlendar fréttir | 690 orð | 1 mynd

Óttuðust innrás úr norðri

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Loftvarnaflautur gullu síðdegis í norðurhluta Ísraels í gær vegna gruns um að loftárásar væri að vænta frá Líbanon. Hermdu óstaðfestar fregnir að um mikinn fjölda dróna og um 20 svifvængjur væri að ræða og var íbúum í Haífa, Galíleu og Gólanhæðum skipað að leita sér skjóls, læsa hurðum og loka fyrir glugga vegna ótta um að hryðjuverkamenn Hisbollah-samtakanna væru að leita inn fyrir landamæri Ísraels á svipaðan hátt og Hamas-liðar gerðu um helgina. Meira
12. október 2023 | Innlendar fréttir | 2866 orð | 5 myndir

Samræma á verklagið um land allt – Heilsugæslan fyrsta stopp

Síðustu misseri hefur verið unnið að því að móta og innleiða verkefni um heilsueflandi móttökur í heilsugæslu um allt land og er það hluti af aðgerðaáætlun um þjónustu við einstaklinga með heilabilun sem heilbrigðisráðuneytið setti í gang í apríl árið 2020 Meira
12. október 2023 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Skoða jarðgöng til Vestmannaeyja

Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins hefur hafið störf við að kanna fýsileika þess að leggja 20 km jarðgöng til Vestmannaeyja og var fyrsti fundur hópsins í síðustu viku. Starfshópnum er ætlað að skoða mismunandi sviðsmyndir jarðganga og útfærslur og fara yfir kosti og galla hverrar útfærslu Meira
12. október 2023 | Innlendar fréttir | 92 orð

Útbreiddur ótti og fjöldadráp

Meginmarkmið árásar vígasamtaka Hamas var að myrða eins marga íbúa Ísraels og kostur var og valda útbreiddum ótta í samfélaginu. Langt og erfitt stríð er fram undan ef Ísraelsmenn vilja taka yfir fulla stjórn á Gaza-svæðinu, verjast ógnum frá Vesturbakkanum, Líbanon og Sýrlandi Meira
12. október 2023 | Innlendar fréttir | 862 orð | 5 myndir

Vilji, áræði og góð þjálfun

Viðtal Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Unglingalandslið Íslands í knattspyrnu (U18) lék í 16 liða úrslitum Evrópukeppninnar tvö ár í röð, 1973 og 1974. Árangur liðsins vakti sérstaklega mikla athygli, þegar það sló Írland úr keppni í október 1973. „Þetta voru mikil tímamót,“ segir Janus Guðlaugsson, FH-ingur og fyrirliði liðsins, en um helgina, um 50 árum eftir hinn glæsta sigur á Melavellinum, kemur liðið saman vegna landsleiks Íslands og Liechtenstein á mánudag. Það er í fyrsta sinn sem hópurinn hittist síðan í úrslitakeppninni í Svíþjóð í maí 1974. Meira
12. október 2023 | Innlendar fréttir | 619 orð | 3 myndir

Vinsælasta gulrótarkakan

Ástríða hans á bakstri kviknaði þegar hann vann í tertudeildinni hjá Bakarameistaranum en þar fékk hann sína fyrstu reynslu af bakstri. „Ég byrjaði að læra þar en í dag vinn ég hjá Hygge Café Micro Bakery sem er til húsa í gamla Héðinshúsinu á Seljavegi í gamla Vesturbænum Meira
12. október 2023 | Innlendar fréttir | 652 orð | 1 mynd

Þakklát fyrir svör Katrínar forsætisráðherra

Dr. Sharon Nazarian er ánægð með viðbrögð íslenskra stjórnvalda við árásum Hamas á Ísrael síðasta laugardag. „Mig langar sérstaklega að þakka forsætisráðherra Íslands [Katrínu Jakobsdóttur] fyrir yfirlýsinguna þegar hún fordæmdi árásir Hamas og villimennskuna sem í þeim felst Meira
12. október 2023 | Innlendar fréttir | 691 orð | 2 myndir

Æðruleysi og sterkar tilfinningar

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ferðin var ótrúleg og mun lifa í minni okkar sem tókum þátt. Allt í verkefninu gekk upp, enda hafði ferðin verið undirbúin í þaula. Slíkt vissi ég að var mikið púsluspil. Allt gekk þó upp. Sérstök tilfinning bærðist þó innra með mér þegar þotan fór á loft á Keflavíkurflugvelli og flogið var suður á bóginn,“ segir Gauti Sigurðarson, flugstjóri hjá Icelandair. Meira

Ritstjórnargreinar

12. október 2023 | Leiðarar | 559 orð

Núll, núll tvö prósent

Það þarf ekki uppnám til að hreyfa fólk til. Það er hressandi. Meira
12. október 2023 | Staksteinar | 191 orð | 1 mynd

Rúin trausti?

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að víkja úr embætti fjármálaráðherra vegna álits umboðsmanns Alþingis hafa verið „einu rökréttu niðurstöðuna“. Meira

Menning

12. október 2023 | Bókmenntir | 362 orð | 3 myndir

Edda stelur senunni

Glæpasaga Þvingun ★★★½· Eftir Jónínu Leósdóttur. Mál og menning 2023. Innb. 303 bls. Meira
12. október 2023 | Menningarlíf | 951 orð | 1 mynd

Gegn heimssýn nútímamannsins

Ófreskja, þriðja bókin í fjórleiknum Álfheimar eftir prófessor Ármann Jakobsson, er komin út hjá Angústúru. Auk þess að vera á meðal okkar fremstu fræðimanna á sviði miðaldabókmennta liggur fjöldi skáldsagna eftir Ármann um hin aðskiljanlegustu efni, eins og sagt er í akademíunni Meira
12. október 2023 | Menningarlíf | 160 orð | 1 mynd

Gítarinn kenni manni alltaf eitthvað nýtt

Keith Richards, gítarleikari The Rolling Stones, er mikill ástríðumaður um sitt fag, en hann á yfir þúsund gítara. Richards, sem verður áttræður síðar á árinu, segist enn hugfanginn af hljóðfærinu. „Það skrítna er að því meira sem þú spilar því minna veistu Meira
12. október 2023 | Tónlist | 544 orð | 2 myndir

Hljóðheimur Önnu

Hallgrímskirkja Archora í Hallgrímskirkju ★★★★★ Tónlist: Anna Þorvaldsdóttir. Flutt voru verkin Metacosmos, Heyr þú oss himnum á, Ad Genua og Archora. Kór Hallgrímskirkju. Kórstjóri: Steinar Logi Helgason. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Konsertmeistari: Sigrún Eðvaldsdóttir. Hljómsveitarstjóri: Eva Ollikainen. Tónleikar í Hallgrímskirkju föstudaginn 6. október 2023. Meira
12. október 2023 | Menningarlíf | 1068 orð | 2 myndir

Hugmyndabanki fyrri kynslóða

Arfur Arfur er það sem erfist, hvort heldur sem er frá einstaklingum til annarra eða frá kynslóðum til kynslóða í formi hugmynda, hugverka, handverks eða veraldlegra eigna. Eðli hvers arfs er að vaxa eða rýrna í sífelldri framrás, í nýju samhengi, nýju samfélagi og í takt við nýja og breytta tíma Meira
12. október 2023 | Menningarlíf | 83 orð | 1 mynd

Leita að ungri Önnu og ungri Elsu

Þjóðleikhúsið leitar að tveimur ungum leikkonum til að fara með hlutverk Önnu yngri og Elsu yngri í sýningunni Frost. Auglýst er eftir stúlkum á aldrinum 8-11 ára, þ.e. fæddum á árunum 2012-2015 Meira
12. október 2023 | Menningarlíf | 112 orð | 2 myndir

Nöfn og skáldskapur í Eddu á laugardag

Nafnfræðifélagið heldur Nafnaþing í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Það fer fram í fyrirlestrasal Eddu við Arngrímsgötu 5 laugardaginn 14. október kl. 13-16 og er öllum opið Meira
12. október 2023 | Menningarlíf | 210 orð | 1 mynd

Platanov hjá útskriftarnemum af leikarabraut

Útskriftarnemar af leikarabraut Listaháskóla Íslands sýna Platonov eftir Anton Tsjekhov í leikstjórn Shanga Parker, prófessors við NYU-Tisch, í kvöld og næstu tvö kvöld kl. 20 í Black box – L223 á Laugarnesvegi 91 Meira
12. október 2023 | Leiklist | 497 orð | 2 myndir

Púlsmenn í pásu

Þjóðleikhúsið Verkið ★★★½· Eftir Jón Gnarr. Leikstjórn Hilmar Guðjónsson. Leikarar: Guðjón Davíð Karlsson og Pálmi Gestsson. Frumsýning í Þjóðleikhúskjallaranum í hádeginu fimmtudaginn 5. október 2023. Meira
12. október 2023 | Fólk í fréttum | 1033 orð | 1 mynd

Sögur sem eiga heima í bíómynd

Tónlistarkonan Hafdís Huld Þrastardóttir hefur komið víða við á ferlinum en hefur unnið að því lengi að komast á þann stað þar sem hún er í dag Meira
12. október 2023 | Menningarlíf | 661 orð | 1 mynd

Söngvar Sváfnis

„Þetta varð óvart að ákveðinni sögu sem ég er ekki viss um að aðrir skynji sem sögu með skýrum boga. En lögin fóru sum hver að verða eins konar endurlit eða upprifjun. Endurskoðun á æskunni og mómentum og tilfinningum sem maður kannski… Meira
12. október 2023 | Bókmenntir | 1124 orð | 4 myndir

Venus hátt í vestri skín!

Fræðirit Alþýðuskáldin á Íslandi: Saga um átök ★★★★· Eftir Þórð Helgason. Hið íslenska bókmenntafélag, 2023. Innb., 424 bls., myndir, skrár. Meira
12. október 2023 | Fólk í fréttum | 930 orð | 4 myndir

Viðskiptakonur hafa líka áhuga á húðvörum

Hvernig er þín morgunrútína? „Á virkum dögum vakna ég kl. 6:30 og læðist út frá sofandi börnum og manni og er mætt klukkan 7.00 með mínum bestu konum í þjálfun í Mjölni hjá Jóhanni. Mér finnst alltaf jafn gaman að segja að ég sé að æfa í… Meira
12. október 2023 | Menningarlíf | 313 orð | 1 mynd

Víkingur lofaður fyrir Goldberg-tilbrigði sín

Plata Víkings Ólafssonar, þar sem hann flytur Goldberg-tilbrigðin eftir Johann Sebastian Bach, er plata mánaðarins hjá International Piano Magazine í október. Gagnrýnandi tímaritsins fer fögrum orðum um upptökuna og segir hana gæða áhuga… Meira
12. október 2023 | Menningarlíf | 59 orð | 1 mynd

Yan Tortelier og Eldbjørg Hemsing koma fram á tónleikum í Hörpu

Yan Pascal Tortelier, fyrrverandi aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, stýrir tónleikum í Eldborgarsal Hörpu í kvöld kl. 19.30. Þar verður tilfinningaþrungin tónlist frá Frakklandi og Finnlandi í aðalhlutverki Meira

Umræðan

12. október 2023 | Aðsent efni | 581 orð | 1 mynd

Alþingi hið nýja

Gjörbreyta þarf starfsháttum alþingis með það fyrir augum að gera störf þess skilvirkari. Meira
12. október 2023 | Aðsent efni | 281 orð | 1 mynd

Ástarjátning

Þingið okkar er fast í kvenna- og kynlífsmálum, og á meðan þingið rífst um öll kynin er landinu nauðgað, selt og gefið. Meira
12. október 2023 | Aðsent efni | 344 orð | 1 mynd

Farsæl niðurstaða í Háskóla Íslands fyrir lesblinda

Háskóli Íslands hefur að beiðni Félags lesblindra uppfært reglur um lesblindugreiningar. Það ber að þakka. Meira
12. október 2023 | Aðsent efni | 586 orð | 1 mynd

Flóknara en góðu hófi gegnir

Margt er til marks um það að EES-samningurinn sé í vaxandi mæli orðinn dragbítur á íslenzkt atvinnulíf. Meira
12. október 2023 | Aðsent efni | 402 orð | 1 mynd

Gervigreind á þingi

Ég talaði um þær hættur sem fælust í því ef þingmenn færu að nota gervigreindina í þessa vinnu án þess að gjalda varhug við henni. Meira
12. október 2023 | Aðsent efni | 347 orð | 1 mynd

JÓSK

Í fjölmiðlum er þó ekki gerð tilraun til þess að kenna fólki hvernig á að bera öll þessi heiti fram á kórréttri útlensku. Meira
12. október 2023 | Aðsent efni | 498 orð | 1 mynd

Landbúnaður á krossgötum

Þjóðin er ein heild þegar allt kemur til alls og engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn Meira
12. október 2023 | Pistlar | 413 orð | 1 mynd

Ófriðartímar í heiminum

Tíðar fréttir af ófriði og átökum um heim allan hafa birst okkur á undanförnum misserum. Aukinn ófriður í heiminum er óheillaþróun með tilheyrandi slæmum áhrifum fyrir íbúa heimsins. Bentu Sameinuðu þjóðirnar meðal annars á fyrr á árinu að fjöldi… Meira
12. október 2023 | Aðsent efni | 559 orð | 1 mynd

Prentfrelsi á Íslandi – 250 ár frá stofnun Hrappseyjarprentsmiðju

Fyrir 250 árum tóku ferskir vindar að blása um þjóðmálaumræðu á Íslandi þegar Hrappseyjarprentsmiðja tók til starfa haustið 1773. Meira
12. október 2023 | Aðsent efni | 464 orð | 1 mynd

Rafhlaupahjól eru dauðans alvara!

Mjög alvarleg slys hafa orðið þar sem fólk hefur hlotið mikla áverka við notkun rafhlaupahjóla og því miður hafa orðið tvö banaslys vegna þeirra. Meira
12. október 2023 | Aðsent efni | 623 orð | 1 mynd

Sundabrú eða Sundagöng?

Þverun Kleppsvíkur og afleidd áhrif á fjölmenn íbúahverfi í Grafarvogi og Laugardal eru stærstu álitaefnin vegna lagningar Sundabrautar. Meira

Minningargreinar

12. október 2023 | Minningargreinar | 955 orð | 1 mynd

Auður Sigurbjörg Jónsdóttir

Auður Sigurbjörg Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 10. apríl 1926. Hún lést í Brákarhlíð í Borgarnesi 2. október 2023. Foreldrar Auðar voru Jón Kristmundsson, f. í Hjarðarnesi á Kjalarnesi 9. apríl 1886 og Magnea Tómasdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
12. október 2023 | Minningargreinar | 1353 orð | 1 mynd

Guðmundur Ármannsson

Guðmundur Ármannsson fæddist í Reykjavík 9. desember 1951. Hann lést á líknarheimilinu Söndergård, Målöv, Kaupmannahöfn, 15. september 2023. Faðir hans var Ármann Jónsson hæstaréttarlögmaður, f. 27.6 Meira  Kaupa minningabók
12. október 2023 | Minningargreinar | 1684 orð | 1 mynd

Guðni Jónsson

Guðni Jónsson fæddist í Hafnarfirði 14. júní 1936. Hann andaðist 4. október 2023 á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Foreldrar hans voru Jón Guðnason pípugerðarmaður, f. 26.12. 1903, d. 25.8. 1984, og Kristín Sigríður Einarsdóttir húsmóðir, f Meira  Kaupa minningabók
12. október 2023 | Minningargreinar | 1149 orð | 1 mynd

Gunnar Gunnarsson

Gunnar Gunnarsson íþróttakennari fæddist í Reykjavík 28. ágúst 1946, sonur Gunnars Ásgeirssonar stórkaupmanns og Valgerðar Stefánsdóttur húsmóður. Gunnar lést á Landspítalanum Fossvogi 5. október 2023 Meira  Kaupa minningabók
12. október 2023 | Minningargreinar | 1319 orð | 1 mynd

Jóhanna D. Jónsdóttir

Jóhanna Dagbjört Jónsdóttir fæddist 28. desember 1923 á Skárastöðum í Austurárdal, Miðfirði. Hún lést 2. október 2023 á Hrafnistu við Sléttuveg. Hún var dóttir hjónanna Jennýjar Guðmundsdóttur, f. 12.5 Meira  Kaupa minningabók
12. október 2023 | Minningargreinar | 788 orð | 1 mynd

Jón Jónsson

Jón Jónsson fæddist í Norðurhjáleigu í Álftaveri, Vestur-Skaftafellssýslu 2. október 1931. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi 24. september 2023. Foreldrar hans voru hjónin Brynjólfur Jón Gíslason, bóndi og alþingismaður, f Meira  Kaupa minningabók
12. október 2023 | Minningargreinar | 990 orð | 1 mynd

Ragnar Bergsveinsson

Ragnar Bergsveinsson var fæddur 15. júlí 1922 að Aratungu í Hrófbergshreppi við Steingrímsfjörð, næstyngstur 15 systkina. Hann lést í Reykjavik 3. október 2023, 101 árs að aldri. Foreldrar Ragnars voru hjónin: Bergsveinn Sveinsson bóndi í Aratungu í Steingrímsfirði, f Meira  Kaupa minningabók
12. október 2023 | Minningargreinar | 1117 orð | 1 mynd

Sigurður Kristinn Kjartansson

Sigurður Kristinn Kjartansson, rafvirkjameistari og verktaki, fæddist á Höfn í Hornafirði 24. maí 1926. Hann lést á Hrafnistu í Kópavogi 18. september 2023. Foreldrar hans voru Helga Sigurðardóttir frá Hornafirði, f Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

12. október 2023 | Sjávarútvegur | 473 orð | 1 mynd

Hreinsunartæki mengunarvaldur

Útblásturshreinsibúnaður skipa sem brenna svartolíu, svokallaður vothreinsibúnaður (e. scrubber), sem nýttur er í þeim tilgangi að koma í veg fyrir loftmengun, veldur verulegri mengun í höfnum í Evrópu Meira
12. október 2023 | Sjávarútvegur | 269 orð | 1 mynd

Slasaðist við störf á Erlingi

Skipverji á Erlingi KE-140 slasaðist alvarlega eftir að hafa flækst í sérta þegar skipið var á netaveiðum í mars síðastliðnum. Hann mun hafa verið í aðeins einn og hálfan mánuð til sjós áður en hann lenti í slysinu Meira

Viðskipti

12. október 2023 | Viðskiptafréttir | 122 orð | 1 mynd

Amaroq hækkaði um 5,3% í gær

Gengi bréfa í námufyrirtækinu Amaroq Minerals hækkaði um 5,3% í gær eftir að félagið tilkynnti um niðurstöður úr tilraunaborunum á árinu. Félagið heldur sem kunnugt er á víðtækum rannsóknar- og vinnsluheimildum á stóru landsvæði á Suður-Grænlandi Meira
12. október 2023 | Viðskiptafréttir | 711 orð | 1 mynd

Segja rauð ljós loga á íbúðamarkaði

Ekki er raunhæft að byggja 5.000 íbúðir á ári næstu árin. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Morgunblaðið, spurður um stöðuna á íbúðamarkaði. Um þessar mundir séu byggðar um 3.000 íbúðir á ári og spáð… Meira

Daglegt líf

12. október 2023 | Daglegt líf | 1066 orð | 3 myndir

Mikil seigla einkennir þessa krakka

Þetta var algjör negla, þó ég segi sjálf frá. Við komum heim með fjóra heimsmeistara af fimm þátttakendum. Sú fimmta nældi sér í silfur og var mjög nálægt því að tryggja sér líka heimsmeistaratitil, þar skildu sekúndubrot á milli Meira

Fastir þættir

12. október 2023 | Í dag | 97 orð | 1 mynd

Daníel Ingvarsson

30 ára Daníel er Reykvíkingur, ólst upp í Laugardalnum og býr í 103. Hann er með B.Sc.-gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá HR, starfar í… Meira
12. október 2023 | Í dag | 679 orð | 3 myndir

Duglegur að skrifa og grúska

Sigurjón Þór Erlingsson fæddist 12. október 1933 á Galtastöðum í Gaulverjabæjarhreppi og ólst upp þar við leik og störf ásamt systkinum sínum. Hann var félagi í Ungmennafélaginu Samhygð í Gaulverjabæjarhreppi og tók þátt í íþróttamótum sem haldin voru, helst spjótkasti og hlaupum Meira
12. október 2023 | Í dag | 60 orð

Ef e-m verður að e-u fer það eins og hann vonast til eða býst við.…

Ef e-m verður að e-u fer það eins og hann vonast til eða býst við. „Varð honum að því“ segir um mann sem bað þess „heitt og innilega“ að hval ræki Meira
12. október 2023 | Dagbók | 242 orð | 1 mynd

Eftirspurn á tímum hámhorfsins

Fyrr í vikunni lá ég uppi í rúmi að reyna að velja mér afþreyingarefni til að horfa á. Eftir að hafa flett í gegnum streymisveiturnar í að því er virtist heila eilífð rak ég augun í kunnuglegt nafn. Downton Abbey Meira
12. október 2023 | Í dag | 271 orð

Haustlægðir

Ingólfur Ómar skrifar mér: Nú blæs hann hressilega fyrir norðan, eins er hann nokkuð svalur hér syðra. Ég skrapp út að Gróttu eins og ég geri stundum og þar var talsvert rok. Kári rymur, svellur sær, sortnar himinbunga Meira
12. október 2023 | Í dag | 186 orð

Lítil hrifning. V-AV

Norður ♠ G3 ♥ D96 ♦ KG1097653 ♣ – Vestur ♠ K10975 ♥ – ♦ Á4 ♣ K108632 Austur ♠ 842 ♥ 10752 ♦ D82 ♣ DG5 Suður ♠ ÁD6 ♥ ÁKG843 ♦ – ♣ Á974 Suður spilar 6♥ Meira
12. október 2023 | Í dag | 27 orð | 1 mynd

Reykjavík Ylur Freyr Daníelsson fæddist 11. apríl 2023 kl. 6.57. Hann vó…

Reykjavík Ylur Freyr Daníelsson fæddist 11. apríl 2023 kl. 6.57. Hann vó 3.508 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Daníel Ingvarsson og Svandís Frostadóttir. Meira
12. október 2023 | Í dag | 172 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 d6 2. Rf3 Rf6 3. Rc3 g6 4. d4 Bg7 5. Bg5 0-0 6. Dd2 Bh8 7. h3 c5 8. Bh6 He8 9. Bc4 Rc6 10. Rg5 e6 11. d5 exd5 12. Bxd5 Rxd5 13. Dxd5 Bxc3+ 14. bxc3 Be6 15. Dd2 Bc4 16. Df4 Re5 17. Rxh7 Kxh7 18 Meira
12. október 2023 | Dagbók | 29 orð

Verður Bjarni forsætisráðherra?

Sigríður Á. Andersen, fv. ráðherra, og Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, ræða um afsögn Bjarna Benediktssonar, hvernig möguleg stólaskipti meðal ráðherra geta orðið og fleira sem snýr að ríkisstjórnarsamstarfinu. Meira
12. október 2023 | Dagbók | 91 orð | 1 mynd

Vildi semja lag fyrir Kulda

Söng- og leikkonan Elín Hall var að gefa út lagið Rauðir draumar fyrir kvikmyndina Kuldi sem hefur fengið góðar viðtökur. Elín fer með hlutverk Aldísar í bíómyndinni og finnst hjálplegt að tvinna saman söng og leik þegar hún er í karaktervinnu Meira

Íþróttir

12. október 2023 | Íþróttir | 311 orð | 2 myndir

Aldís Guðlaugsdóttir, 19 ára markvörður FH, er nýliði í landsliðshópnum í…

Aldís Guðlaugsdóttir, 19 ára markvörður FH, er nýliði í landsliðshópnum í knattspyrnu sem Þorsteinn Halldórsson tilkynnti í gær fyrir leikina gegn Danmörku og Þýskalandi 27 Meira
12. október 2023 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Alexandra aftur í landsliðið

Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður Fiorentina á Ítalíu, er komin í íslenska landsliðið í fótbolta á ný eftir fjarveru vegna meiðsla í haust en hún er í 23 manna hópi sem Þorsteinn Halldórsson tilkynnti í gær fyrir leikina við Danmörku og Þýskaland í Þjóðadeildinni 27 Meira
12. október 2023 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Auðveldur sigur í fyrsta leik

Ísland vann auðveldan sigur á Lúxemborg, 32:14, í fyrsta leiknum í undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik á Ásvöllum í gærkvöld. Staðan var 19:7 í hálfleik. Svíþjóð og Færeyjar eru í sama riðli og mætast í dag en tvö efstu liðin í riðlinum komast beint á EM 2024 Meira
12. október 2023 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Birna Berg ekki með á HM

Birna Berg Haraldsdóttir, handknattleikskona úr ÍBV, leikur ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik á heimsmeistaramótinu sem hefst í lok nóvember í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. RÚV greindi frá því í gær að Birna hefði gengist undir aðgerð… Meira
12. október 2023 | Íþróttir | 648 orð | 2 myndir

Eggert komst fram úr Birni í síðasta leiknum

Eggert Aron Guðmundsson, hinn 19 ára gamli miðjumaður Stjörnunnar, var besti leikmaðurinn í Bestu deild karla í fótbolta árið 2023, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni Meira
12. október 2023 | Íþróttir | 129 orð | 1 mynd

Gefur okkur aukakraft að fá Gylfa og Aron aftur

Karlalandsliðið í fótbolta hefur æft á Laugardalsvellinum síðustu daga og býr sig undir leikinn gegn Lúxemborg í undankeppni EM sem fer þar fram annað kvöld. Á mánudagskvöld kemur síðan lið Liechtenstein í heimsókn í Laugardalinn Meira
12. október 2023 | Íþróttir | 92 orð | 1 mynd

Ihor tryggði Aftureldingu jafntefli

Afturelding og ÍBV skildu jöfn, 30:30, í æsispennandi leik í sjöttu umferð úrvalsdeildar karla í handbolta í íþróttahúsinu Varmá í Mosfellsbæ í gærkvöld. Afturelding er áfram í þriðja sæti deildarinnar og nú með 9 stig og ÍBV er í fjórða sætinu með 7 stig Meira
12. október 2023 | Íþróttir | 107 orð | 1 mynd

Valskonur sluppu fyrir horn gegn Þór

Valur þurfti að hafa mikið fyrir því að sigra nýliða Þórs frá Akureyri í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik á Hlíðarenda í gærkvöld. Valskonur unnu að lokum, 75:73, og eru þá komnar með fjögur stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar, rétt eins og Þórsarar sem hafa farið vel af stað í deildinni Meira
12. október 2023 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Við erum í miklum hefndarhug

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, viðurkennir að hann og liðsfélagar sínir í landsliðinu séu í hefndarhug fyrir leikinn gegn Lúxemborg á Laugardalsvellinum annað kvöld. Íslenska liðið tapaði útileiknum gegn Lúxemborg, 3:1, í september Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.