Greinar þriðjudaginn 17. október 2023

Fréttir

17. október 2023 | Erlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Aukið eftirlit á landamærunum

Þjóðverjar hafa ákveðið að auka eftirlit sitt með landamærunum við Pólland og Tékkland vegna mikillar fjölgunar innflytjenda, sem koma mest frá Sýrlandi og Afganistan, en leiðin er einnig notuð til fíkniefnasmygls Meira
17. október 2023 | Innlendar fréttir | 431 orð | 1 mynd

„Þetta mál er áfellisdómur yfir kirkjunni“

Ólafur Einar Jóhannsson oej@mbl.is „Þetta er grafalvarlegt mál. Biskup er æðsti maður þjóðkirkjunnar og sr. Agnes hefur ekki haft umboð til starfans frá 1. júlí 2022. Það er ítrekað búið að benda biskupi og Biskupsstofu á það, en Agnes situr sem fastast og gefur ekkert fyrir þessar ábendingar eins og hún sé einráð,“ segir Auður Björg Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður, lögmaður sr. Gunnars Sigurjónssonar, í samtali við Morgunblaðið spurð um viðbrögð við úrskurði úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. Meira
17. október 2023 | Innlendar fréttir | 632 orð | 1 mynd

Biðja um hærri fjárframlög í reksturinn

Hjúkrunarheimili og samtök og stofnanir sem veita velferðar- og endurhæfingarþjónustu þurfa á meiri fjárframlögum ríkisins að halda á næsta ári en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi næsta árs að mati forsvarsmanna. Þetta kemur fram í umsögnum sem borist hafa fjárlaganefnd Alþingis. Meira
17. október 2023 | Innlendar fréttir | 246 orð

Borgin ræðir þróun „lífsgæðakjarna“

Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um að hefja viðræður við fimm fyrirtæki um þróun svokallaðra „lífsgæðakjarna“ á jafn mörgum lóðum í Reykjavík. Fyrir fundinum lágu drög að samningsmarkmiðum Reykjavíkurborgar vegna málsins Meira
17. október 2023 | Innlendar fréttir | 472 orð | 2 myndir

Foreldrar á námskeið í skólabyrjun

„Við finnum fyrir miklum áhuga á að taka saman höndum til að styðja vel við börn í leik- og grunnskólum,“ segir Anna Magnea Hreinsdóttir, aðjunkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Anna Magnea er faglegur stjórnandi tveggja ára… Meira
17. október 2023 | Erlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Fulltrúadeild þingsins enn án forseta

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings fundaði örstutt seinnipartinn í gær, en deildin er enn án þingforseta. Mögulegt er að kosið verði um nýjan þingforseta í dag, tveimur vikum eftir að Kevin McCarthy missti stöðuna vegna upphlaups lítils hluta flokksins Meira
17. október 2023 | Innlendar fréttir | 425 orð | 2 myndir

Halda „gagnaþon“ gegn verðbólgu

Ólafur Einar Jóhannsson oej@mbl.is Nú stendur yfir svokallað „gagnaþon“ sem er viðburður á vegum Ríkiskaupa og hefur það markmið að knýja fram nýskapandi sparnaðarlausnir með því að nýta fyrirliggjandi innkaupa- og fjárhagsgögn ríkisins og Reykjavíkurborgar til að skapa sparnað í opinberum rekstri. Þannig á að vera hægt að margfalda verðmæti fyrirliggjandi gagna og auka gegnsæi í opinberum rekstri sem og að nota hugvit og nýskapandi lausnir við að spara peninga í ríkisrekstrinum. Meira
17. október 2023 | Innlendar fréttir | 650 orð | 1 mynd

Hörmungarsumar í laxveiðinni

Hörður Vilberg hordur@mbl.is Margir stangveiðimenn fóru laxlausir heim úr veiðiferðum í sumar. Óhætt er að segja að veiðin hafi valdið verulegum vonbrigðum. „Sumarið fór eins og það fór,“ segir Sigurður Héðinn, leiðsögumaður og fluguhnýtari, sem er oftar en ekki kenndur við sitt helsta höfundarverk, hina gjöfulu flugu Hauginn. „Það er bara þannig en það þýðir ekkert annað en að vera með bjartsýnina í hjarta.“ Meira
17. október 2023 | Erlendar fréttir | 470 orð | 1 mynd

Hóta „fyrirbyggjandi aðgerðum“

Hossein Amir-Abdollahian, utanríkisráðherra Írans, varaði við því í gærkvöldi að Íran kynni að grípa til „fyrirbyggjandi aðgerða“ gegn Ísraelsmönnum á „næstu klukkustundum“ ef þeir hættu ekki við áform sín um landhernað gegn hryðjuverkasamtökunum Hamas á Gasasvæðinu Meira
17. október 2023 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Jólageitin komin aftur á sinn stað

IKEA-geitin er komin á sinn stað fyrir utan verslun fyrirtækisins í Kauptúni í Garðabæ. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, en nú eru rétt rúmir tveir mánuðir til jóla. Geitin er fyrir löngu orðin hluti af jólaundirbúningi landsmanna, en þetta er… Meira
17. október 2023 | Erlendar fréttir | 682 orð | 1 mynd

Konur flykktust á kjörstaði

Búist er við lokatölum úr þingkosningum í Póllandi í dag. Í gær var búið að telja 80% atkvæða og miðað við þær tölur er búist við að stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti (PiS) haldi ekki meirihluta, þrátt fyrir að hann verði áfram stærsti flokkur landsins með 37% atkvæða Meira
17. október 2023 | Erlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Lavrov fer frá Kína til N-Kóreu

Vladimir Pútín Rússlandsforseti mun hitta Xi Jinping leiðtoga Kína í Peking á miðvikudag. Pútín hefur í auknum mæli leitað til Peking eftir viðskipta- og pólitískum stuðningi eftir að hernaður hans í Úkraínu einangraði Moskvu í alþjóðamálum Meira
17. október 2023 | Innlendar fréttir | 303 orð | 1 mynd

Markaðssetning er flókin og dýr

„Okkur er vonbrigði að sveitarfélögin hér á Norðurlandi dragi sig út úr stuðningi við markaðssetningu á Akureyri í millilandaflugi. Þátttaka þeirra í verkefninu hefur skipt miklu,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands Meira
17. október 2023 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Málið litið alvarlegum augum

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, staðfesti í gær í samtali við mbl.is að mál starfsmanns í Laugarnesskóla, sem handtekinn var fyrir helgi á skólatíma, væri nú skoðað sem kynferðisbrotamál Meira
17. október 2023 | Innlendar fréttir | 515 orð | 2 myndir

Menningarverðmæti leiðarljós í hálfa öld

Hjartaskurðlæknirinn Örn Arnar, fyrrverandi aðalræðismaður Íslands í Minnesota, hefur búið í Bandaríkjunum frá 1959 að undanskildum árunum 1970-1972 og… Meira
17. október 2023 | Innlendar fréttir | 140 orð | 2 myndir

Spennandi og krefjandi verkefni í báðum ráðuneytum

Tvöföld lyklaskipti voru í ráðuneytum landsins í gær eftir að Bjarni Benediktsson fráfarandi fjármálaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fráfarandi utanríkisráðherra skiptust á ráðherraembættum um helgina á ríkisráðsfundi á Bessastöðum Meira
17. október 2023 | Fréttaskýringar | 611 orð | 3 myndir

Sprenging í ákærum gegn hermönnum

Morðtíðni er á uppleið í Rússlandi í fyrsta skipti í 20 ár. Og segja má að eins konar sprenging hafi átt sér stað í sakamálum þar sem fyrrverandi hermenn eru ákærðir fyrir manndráp. Þykir ýmislegt benda til að reynt sé að draga fjöður yfir vandann, að því er fram kemur í umfjöllun The Moscow Times Meira
17. október 2023 | Erlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Tveir Svíar létust í skotárás í Brussel

Að minnsta kosti tveir létu lífið í skotárás í Brussel í gærkvöldi en ekki var vitað hvort einhverjir hefðu slasast, að sögn saksóknaraembættis höfuðborgar Belgíu. Skotárásin átti sér stað í norðurhluta höfuðborgarinnar nálægt íþróttaleikvangi þar… Meira
17. október 2023 | Fréttaskýringar | 958 orð | 5 myndir

Verði samhliða nýja spítalanum

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir flesta sammála um að nýjar vegatengingar yfir Miklubraut og í Vatnsmýri haldist í hendur við vígslu nýs Landspítala. Þá bendi kannanir til að æskilegt sé að endastöð fyrirhugaðrar fluglestar verði nærri miðborginni. Meira
17. október 2023 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Þrír á sjúkrahús eftir bruna í iðnaðarhúsnæði

Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða á fjórða tímanum í gær. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út og náði það að ljúka aðgerðum um sexleytið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu búa um 20 manns í leiguherbergjum í húsnæðinu og þurfti að flytja þrjá þeirra á sjúkrahús Meira

Ritstjórnargreinar

17. október 2023 | Staksteinar | 221 orð | 2 myndir

Lýðskrum og undirróður

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, fjallaði í grein hér í blaðinu um helgina um íþróttina að ala á vantrausti. Hún benti á að matvælaráðherra hefur rætt ítrekað um skort á gagnsæi í sjávarútvegi, en bætti við að afar óljóst væri hvað vantaði upp á gagnsæið hjá greininni. Meira
17. október 2023 | Leiðarar | 594 orð

Mikil þrautaganga

Íransstjórn ræður því sem hún vill á átakasvæðinu Meira

Menning

17. október 2023 | Menningarlíf | 124 orð | 1 mynd

Bamberg, Grimaud og Hrůša á tónleikum í Hörpu í apríl 2024

Bamberg-sinfóníuhljómsveitin ásamt franska píanistanum Hélène Grimaud kemur fram á tónleikum í Eldborg Hörpu 20. apríl 2024 undir stjórn tékkneska hljómsveitarstjórans Jakubs Hrůša. Um er að ræða fyrstu heimsókn sveitarinnar til… Meira
17. október 2023 | Menningarlíf | 537 orð | 1 mynd

Grímudansleikur í Feneyjum

„Ég vil nú ekki uppljóstra um alla sólarsöguna svona rétt fyrir tónleikana en Barbara Strozzi fæddist árið 1619 í Feneyjum og var hyllt sem ein af bestu söngkonum og afkastamestu tónskáldum síns tíma og önnur af aðeins tveimur konum svo vitað… Meira
17. október 2023 | Menningarlíf | 112 orð | 1 mynd

Látin eftir hníf­stunguárás í Íran

Einn þekktasti leikstjóri Írans, Dariush Mehrjui, fannst ásamt eiginkonu sinni, Vahida Mohammadifar, látinn á heimili sínu skammt frá Teheran að því er virðist eftir hnífstunguárás. Í frétt BBC er haft eftir lögreglustjóra að Mohammadifar, sem er… Meira
17. október 2023 | Menningarlíf | 76 orð | 1 mynd

Louise Glück látin, 80 ára að aldri

Louise Glück er látin, 80 ára að aldri. Útgefandi hennar staðfesti andlát hennar 13. október, en samkvæmt frétt New York Times var banamein hennar krabbamein. „Verk hennar eru ódauðleg,“ segir Jonathan Galassi, ritstjóri Glück Meira
17. október 2023 | Menningarlíf | 1120 orð | 4 myndir

Viðburðir fyrir alla aldurshópa

„Við erum að halda hátíðina núna í sjötta skipti en þetta er í fyrsta skipti sem við erum ein af Borgarhátíðum Reykjavíkurborgar, í hópi góðra hátíða eins og Hinsegin daga, Airwaves og fleiri, þannig að þetta eru svolítil tímamót fyrir… Meira

Umræðan

17. október 2023 | Aðsent efni | 502 orð | 1 mynd

Ábending til umboðsmanns Alþingis

… milljarðar til kaupa á bóluefni sem hefur þann eiginleika að með fleiri sprautum aukast líkur á smiti af covid sem efnið átti jú að koma í veg fyrir. Meira
17. október 2023 | Aðsent efni | 362 orð | 1 mynd

Foreldrafélög barna með kynama

Markmið foreldrafélaganna er að ungu fólki í kynama sé mætt með hreinskilni og varúð. Meira
17. október 2023 | Aðsent efni | 694 orð | 1 mynd

Frístundastyrkur yfir 1.000 barna notaður í frístundaheimilisgöld

Veita þarf foreldrum sem ekki hafa ráð á að greiða fyrir frístundaheimili sérstakan styrk svo ekki reynist þörf á að nota Frístundakortið sem greiðslu. Meira
17. október 2023 | Aðsent efni | 268 orð | 1 mynd

Hinn fullkomni raunveruleiki

Núverund þessa lífs samtvinnast fortíð og framtíð. Þess vegna er tilvera vor eilíf. Meira
17. október 2023 | Aðsent efni | 412 orð | 1 mynd

Mataræðið mætti besta

Ofneyslu matarsalts, áti matarsykurs og neyslu drykkja með einsykrunni frúktósa, auk mjólkurþambs á fullorðinsárum, mætti breyta til að bæta mataræðið. Meira
17. október 2023 | Aðsent efni | 739 orð | 1 mynd

Sólarsellumegin í Reykjavík

Mjög varlega áætlað ættu reykvísk heimili að geta annað þeirri orkunotkun með sólarsellum og jafnvel gerst umtalsverðir orkusalar á sumrin. Meira
17. október 2023 | Aðsent efni | 777 orð | 1 mynd

Veiðitími rjúpu tvöfaldaður þrátt fyrir veikan stofn

Við rjúpnaveiðarnar fer því fram stórfellt og alvarlegt dýraníð þar sem lífið er murkað úr minnst 10-20 þúsund fuglum. Meira
17. október 2023 | Aðsent efni | 765 orð | 1 mynd

Þegar lungun bregðast

Um aðstæður lungnasjúklinga. Meira
17. október 2023 | Pistlar | 405 orð | 1 mynd

Öfgar og illska

Þegar þessi orð eru rituð er allsherjarinnrás Ísraelshers á Gasaströndina yfirvofandi. Milljón manns hefur verið gert að rýma norðurhluta Gasa svo að Ísraelsher geti gengið á milli bols og höfuðs á hryðjuverkamönnum Hamas Meira

Minningargreinar

17. október 2023 | Minningargreinar | 173 orð | 1 mynd

Auðbjörg Ingimundardóttir

Auðbjörg Ingimundardóttir fæddist 27. janúar 1934. Hún lést 30. september 2023. Útför hennar fór fram 10. október 2023. Meira  Kaupa minningabók
17. október 2023 | Minningargreinar | 442 orð | 1 mynd

Ástgeir Þorsteinsson

Ástgeir Þorsteinsson fæddist 6. september 1950. Hann lést 4. október 2023. Útför fór fram 13. október 2023. Meira  Kaupa minningabók
17. október 2023 | Minningargreinar | 2227 orð | 1 mynd

Birna Kristmundsdóttir

Birna Kristmundsdóttir fæddist í Reykjavík 19. desember 1988. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 29. september 2023. Foreldrar hennar eru Kristmundur Harðarson, d. 12. desember 2009, og Kolbrún Haraldsdóttir Meira  Kaupa minningabók
17. október 2023 | Minningargreinar | 692 orð | 1 mynd

Ingibjörg Kristjánsdóttir

Ingibjörg Kristjánsdóttir fæddist á Hnitbjörgum í Jökulsárhlíð 23. júlí 1925. Hún lést 27. september 2023. Foreldrar hennar voru Sigríður Bjarnadóttir og Kristján Gíslason, bændur á Hnitbjörgum. Ingibjörg var þriðja í röð fjögurra systra, hinar voru Rakel Steinvör, Fjóla og Jakobína Meira  Kaupa minningabók
17. október 2023 | Minningargreinar | 422 orð | 1 mynd

Páll Björgvin Kristjánsson

Páll Björgvin Kristjánsson fæddist í Reykjavík 8. október 1951. Hann lést 30. september 2023 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands eftir veikindi. Foreldrar eru Kristín Ólafsdóttir, f. 1931 og Kristján Árnason, f Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

17. október 2023 | Viðskiptafréttir | 148 orð

Nordic Circular Summit fer fram á Íslandi í dag

Nordic Circular Summit (NCS), stærsta árlega ráðstefna um hringrásarhagkerfi á Norðurlöndum, fer fram hér á landi í dag og á morgun. NCS er haldin af Nordic Circular Hotspot (NCH) og Nordic Innovation Meira
17. október 2023 | Viðskiptafréttir | 185 orð | 1 mynd

ThorShip vill aðstöðu í Sundahöfn

Flutningafyrirtækið Cargow-ThorShip hefur sótt um aðstöðu við Sundahöfn til að lesta og losa skip. Faxaflóahafnir hafa falið hafnarstjóra að hefja viðræður við félagið. ThorShip sameinaðist hollenska skipafélaginu Cargow B.V Meira
17. október 2023 | Viðskiptafréttir | 279 orð | 3 myndir

Vel heppnað stefnumót

Þrjátíu og níu aðilar komu saman í franska þinginu á dögunum á vel heppnuðu stefnumóti fulltrúa opinberra aðila frá Frakklandi og Íslandi og fyrirtækja frá löndunum tveimur sem sérhæfa sig í hugbúnaðarlausnum fyrir opinbera geirann Meira

Fastir þættir

17. október 2023 | Í dag | 97 orð | 1 mynd

Bryndís Karen Pálsdóttir

30 ára Bryndís ólst upp á Fossi í Rangárþingi ytra en hefur verið sauðfjárbóndi í Gröf í Skaftártungu síðan 2017. Hún er búfræðingur frá Hvanneyri og áhugamálin eru dýr, blak, söngur, bókmenntir og prjónaskapur Meira
17. október 2023 | Dagbók | 91 orð | 1 mynd

Eins og hundur fyrir tvær milljónir

Hundamaðurinn sem kallar sig Toco-san eyddi yfir tveimur milljónum króna í búning sem lætur hann líta út eins og border collie. Toco-san fór fyrst um sinn aðeins í búninginn heima hjá sér en hefur nú opnað sig um áhugamál sitt og er farinn að fara út á meðal fólks og annarra hunda Meira
17. október 2023 | Í dag | 57 orð

Ekki er hægt að lá þeim sem hafa viljað skilja orðtakið að virða e-ð að…

Ekki er hægt að lá þeim sem hafa viljað skilja orðtakið að virða e-ð að vettugi: hunsa e-ð; meta e-ð einskis, og reynt að fletta upp nefnifallinu „vettugur“. En vettugi er þágufall af vetki (vettki), fornu fornafni sem þýðir ekkert, ekki … Meira
17. október 2023 | Dagbók | 189 orð | 1 mynd

Hefðarkettir og ræsisrottur

Gott útvarpsefni fellur aldrei úr gildi, sérstaklega ef fjallað er um sagnfræðilegt efni frá fyrri tíð. Þetta á við um þætti Arndísar Hrannar Egilsdóttur, Hefðarkettir og ræsisrottur, sem frumfluttir voru fyrir 13 árum á Rás 1 Meira
17. október 2023 | Í dag | 860 orð | 2 myndir

Í forystu VR um áratugaskeið

Guðmundur Helgason Garðarsson fæddist 17. október 1928 í Hafnarfirði. Hann var skírður eftir afa sínum Guðmundi Helgasyni, framkvæmdastjóra trésmiðjunnar Dvergs í Hafnarfirði, sem lést skömmu eftir að Guðmundur fæddist Meira
17. október 2023 | Í dag | 263 orð

Jysk eða Jósk?

Sigrún Haraldsdóttir orti á fimmtudag á Boðnarmiði: Kvalin er af kulda megnum, kvíða að mér setur, nenni varla að nuddast gegnum nýjan myrkan vetur. Ásta Sverrisdóttir bætti við: Víst er væta og drulla Og vont í krapa að sulla En að lesa góð kvæði í kúri og næði, af kæti hellir mig fulla Meira
17. október 2023 | Í dag | 187 orð

Kjarni málsins. N-NS

Norður ♠ G7 ♥ KD43 ♦ Á1054 ♣ D65 Vestur ♠ K10653 ♥ 76 ♦ K72 ♣ G109 Austur ♠ D84 ♥ G1095 ♦ D983 ♣ K8 Suður ♠ Á92 ♥ Á82 ♦ G6 ♣ Á7432 Suður spilar 3G Meira
17. október 2023 | Í dag | 27 orð | 1 mynd

Kópavogur Katla Lajnerova Zemanova fæddist 26. janúar 2023 í Reykjavík.…

Kópavogur Katla Lajnerova Zemanova fæddist 26. janúar 2023 í Reykjavík. Hún vó 3.555 g og var 51,5 cm löng. Foreldrar Kötlu eru Veronika Lajnerova og Vojtech Zeman. Meira
17. október 2023 | Í dag | 129 orð | 1 mynd

Skák

Staðan kom upp í fyrri hluta Kvikudeildar, efstu deildar Íslandsmóts skákfélaga, sem lauk sl. sunnudag í Rimaskóla. Fram að þessum tímapunkti í skákinni hafði stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2.529) með svörtu þjarmað lengi að litháíska… Meira

Íþróttir

17. október 2023 | Íþróttir | 221 orð

Betri möguleikar á umspili eftir gærkvöldið

Eins furðulegt og það er þá er enn hægt að reikna Ísland upp í annað sæti riðilsins, þótt Slóvakía hafi unnið Lúxemborg 1:0 á útivelli og farið langt með að tryggja sér EM-sætið. Portúgal valtaði yfir Bosníu á útivelli, 5:0, og er með 24 stig í efsta sætinu Meira
17. október 2023 | Íþróttir | 64 orð

Fimm nýjar ÓL-greinar

Alþjóðaólympíunefndin samþykkti á fundi sínum í Mumbai á Indlandi í gær að bæta við alls fimm íþróttagreinum fyrir Ólympíuleikana í Los Angeles árið 2028. Íþróttagreinarnar sem um ræðir eru krikket, skvass, háfleikur (e Meira
17. október 2023 | Íþróttir | 57 orð | 1 mynd

Fyrst og fremst létt eftir tímabilið

„Mér er fyrst og fremst létt eftir þetta tímabil, í fyrsta lagi vegna þess að það var erfitt og í öðru lagi tókst okkur að tryggja okkur annað sætið og þar með Evrópusæti í lokaumferðinni,“ segir Agla María Albertsdóttir leikmaður Breiðabliks, sem… Meira
17. október 2023 | Íþróttir | 230 orð | 2 myndir

Handboltamaðurinn Einar Þorsteinn Ólafsson, leikmaður Fredericia í…

Handboltamaðurinn Einar Þorsteinn Ólafsson, leikmaður Fredericia í Danmörku, er nýliði í fyrsta landsliðshópi Snorra Steins Guðjónssonar sem tilkynnti í gær 21 manns hóp fyrir vináttuleiki gegn Færeyjum sem fara fram í Laugardalshöllinni 3 Meira
17. október 2023 | Íþróttir | 151 orð | 1 mynd

Jafnaði og sló metið

Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði markamet karlalandsliðsins í fótbolta í fyrri hálfleik og sló það í byrjun síðari hálfleiks þegar Ísland vann Liechtenstein mjög örugglega, 4:0, í áttundu umferð undankeppni EM á Laugardalsvellinum í gærkvöld Meira
17. október 2023 | Íþróttir | 264 orð

Langt frá því að vera í ásættanlegu formi

„Tilfinningin er yndisleg. Ég er mjög stoltur og búinn að bíða lengi eftir þessu. Ég er mjög sáttur við að hafa náð þessu meti,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson við Morgunblaðið eftir að hann sló markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í gærkvöld Meira
17. október 2023 | Íþróttir | 188 orð | 1 mynd

Óskar beint í fallbaráttu í Noregi

xxxxxx Meira
17. október 2023 | Íþróttir | 1049 orð | 2 myndir

Tími til þess að vakna

„Mér er fyrst og fremst létt eftir þetta tímabil, í fyrsta lagi vegna þess að það var erfitt og í öðru lagi tókst okkur að tryggja okkur annað sætið og þar með Evrópusæti í lokaumferðinni,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður… Meira
17. október 2023 | Íþróttir | 214 orð

Viðvera Gylfa breytti öllu fyrir landsliðið

Íslenska liðið bar höfuð og herðar yfir mótherja sína frá Liechtenstein og innkoma Gylfa Þórs Sigurðssonar gerði einstaklega mikið fyrir allt liðið. Gylfi Þór er frábær fótboltamaður og hann hefur margsinnis sannað það en hann er líka þeim kosti gæddur að hann gerir aðra leikmenn í kringum sig betri Meira
17. október 2023 | Íþróttir | 245 orð | 1 mynd

Þegar Norðmaðurinn Åge Hareide skrifaði undir samning við…

Þegar Norðmaðurinn Åge Hareide skrifaði undir samning við Knattspyrnusamband Íslands í vor og tók við sem þjálfari karlalandsliðsins var hann ráðinn til loka yfirstandandi undankeppni Evrópumótsins. Með þeirri viðbót að ef Ísland kæmist í lokakeppni … Meira

Bílablað

17. október 2023 | Bílablað | 976 orð | 3 myndir

Betra að geyma dekkin á felgum

Framleiðendur vinna statt og stöðugt að því að þróa betri dekk fyrir markaðinn og segir Dagur Benónýsson að um þessar mundir sé áherslan ekki síst á þarfir rafbíla. „Það er til marks um breyttar áherslur að fyrir níu árum gekk Michelin til… Meira
17. október 2023 | Bílablað | 493 orð | 1 mynd

Bílveikin hverfur í kappakstrinum

Gaman verður að sjá hvernig Heiðu Karenu Fylkisdóttur og Jóhanni bróður hennar gengur í Cambrían-rallíinu en þau halda utan í lok mánaðarins og fer keppnin fram 28. október. Verður þetta í fyrsta skiptið sem Heiða og Jóhann keppa erlendis en þau eru … Meira
17. október 2023 | Bílablað | 1710 orð | 2 myndir

Nú hef ég ferðast um ormagöng

Á fimmta áratug síðustu aldar setti Albert Einstein, ásamt samstarfsmanni sínum að nafni Nathan Rosen, fram þá kenningu að svarthol gætu myndað tengingu í annan alheim en þann sem við tilheyrum. Með sömu rökum hefur því verið haldið fram að með… Meira
17. október 2023 | Bílablað | 1463 orð | 9 myndir

Skilvirkt og skemmtilegt

Allt í einu og hvert sem er. Þessi orð eru dálítið lýsandi fyrir hið þrautreynda ferðahjól Yamaha Ténéré 700. Hvert sem þú vilt fara þá er þetta hjólið sem gerir allt, í einu hjóli. Þessi vinnuhestur á sér nokkuð langa sögu og hefur þróunin verið… Meira
17. október 2023 | Bílablað | 974 orð | 5 myndir

Tonale slær tóninn fyrir Tórínó

Tonale skaust fyrst fram á sjónarsviðið sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Genf árið 2019, þá með sama nafn og nú. Við afhjúpun bílsins sagði forstjóri Alfa Romeo, Tim Kuniskis, að markmiðið væri að bjóða upp á bestu akstursþægindin í… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.