Greinar miðvikudaginn 18. október 2023

Fréttir

18. október 2023 | Erlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

Aldrei jafnháðir Kínverjum

Þriðja ráðstefna Beltis og brautar (BRI) er nú haldin í Peking í Kína og Vladimír Pútín Rússlandsforseti er þar efstur á gestalistanum. Xi Jinping forseti Kína fagnaði Pútín við komuna til Peking í gær og lýsti honum sem „kærum vini“ Meira
18. október 2023 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Allir geti orðið sín eigin orkuveita

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þar sem því var beint til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að skoða fýsileika þess að styðja við uppsetningu sólarsella á heimilum í Reykjavík Meira
18. október 2023 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Baugurinn dýrari en að var stefnt

„Auðvitað viljum við að þetta verði framkvæmt og nú ætlum við að sjá hvort hægt sé að leysa þetta með hönnuðum og verktökum,“ segir Steingrímur Jónsson, verkefnisstjóri framkvæmdamála hjá Múlaþingi. Tilboð voru opnuð á dögunum í byggingu Baugs… Meira
18. október 2023 | Innlendar fréttir | 124 orð

Borgin biðst afsökunar

Borgarstjórn bað í gær börn sem vistuð voru á Vöggustofunni Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins og fjölskyldur þeirra afsökunar á illri meðferð sem lýst var í skýrslu vöggustofunefndar, en málið var fyrsta mál á dagskrá borgarstjórnarfundar í gær Meira
18. október 2023 | Innlendar fréttir | 180 orð

Dánartíðni hækkaði

Dauðsföllum sem rakin eru til heilabilunar hefur fjölgað í nær öllum löndum Evrópu á umliðnum áratug, þar á meðal á Íslandi. Í samanburði Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, þar sem fjallað er um staðlaða dánartíðni í löndunum sem tengist geð- og… Meira
18. október 2023 | Erlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Eyðilögðu níu her- þyrlur með ATACMS

Úkraínuher réðst í gærmorgun á tvo flugvelli rússneska flughersins í nágrenni við borgirnar Berdíansk og Lúhansk. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að um hefði verið að ræða fyrstu árás Úkraínumanna með ATACMS-eldflaugakerfinu… Meira
18. október 2023 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Geta loks stungið í samband

„Við erum í vandræðum með bílastæði. Hér er mikil traffík, bæði hjá RÚV og hjá borginni,“ segir Sæmundur Gunnarsson, umsjónarmaður fasteigna hjá Ríkisútvarpinu. Nú stendur yfir vinna við að útbúa ný bílastæði á lóð RÚV við Efstaleiti Meira
18. október 2023 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Henti stíflueyði í andlit 12 ára stúlku

Tólf ára stúlka var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í fyrrakvöld með brunasár í andlitinu, en jafnaldri hennar hafði þá kastað stíflueyði í duftformi í andlit hennar. Leitaði hún þegar til íbúa í nágrenninu sem gátu veitt henni aðhlynningu og hringt á sjúkrabíl Meira
18. október 2023 | Innlendar fréttir | 463 orð

Hótelherbergjum fjölgar jafnt og þétt

Fjöldi hótela og hótelherbergja er aftur að nálgast metfjölda eftir tímabundna fækkun í farsóttinni. Þetta má lesa úr tölum Hagstofu Íslands en gögnin ná aftur til janúar 2015. Þróun í fjölda hótela og hótelbergja er hér sýnd á grafi en línuritin sýna landshluta með flestum hótelum Meira
18. október 2023 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Íbúar kvarta yfir malarhaugum

„Okkur íbúum hér við Árskóga er sýnd mikil óvirðing með þessum sóðaskap í næsta nágrenni og ekki síður hvernig við erum algerlega hunsuð þegar kemur að upplýsingagjöf og því hvernig málum er raunverulega háttað,“ segir Sigrún Sighvatsdóttir, íbúi í Árskógum í Reykjavík, en upp við íbúðarhúsin eru háir malarhaugar sem hafa verið að hlaðast upp í fleiri ár. Frá malarhaugunum fýkur sandur og mold um hverfið og inn í íbúðirnar, íbúum til mikils ama. Meira
18. október 2023 | Innlendar fréttir | 583 orð | 1 mynd

Kann að vera að biskup víki sæti

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is „Það er ekki samkvæmt því sem ég tel vera, en úrskurðurinn segir það og ég tek hann alvarlega,“ segir sr. Agnes M. Sigurðardóttir biskup í samtali við Morgunblaðið þegar leitað var viðbragða hennar við úrskurði úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar sem féll sl. mánudag. Meira
18. október 2023 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Kostnaður ríkisins er enn óljós

Ríkissjóður hefur á liðnum fjórum árum lagt Íslandspósti til rúma þrjá milljarða króna, bæði með því að breyta skuldum í hlutafé og á liðnum þremur árum um 1,7 milljarða vegna alþjónustubyrðar sem ríkisfyrirtækið sinnir Meira
18. október 2023 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Kynntu sér ferðaþjónustu á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi

Margt var um manninn í Laugardalshöllinni þegar ferðakaupstefnan Vestnorden var sett þar í gærmorgun. Þetta er í 38. skipti sem kaupstefnan er haldin, en hún er samstarfsverkefni Íslands, Færeyja og Grænlands Meira
18. október 2023 | Innlendar fréttir | 300 orð | 2 myndir

Mikil þátttaka í pólsku kosningunum

„Lýðræðishefð í Póllandi er löng,“ segir Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi, en þingkosningar þar í landi eru nýafstaðnar. „Við höfum átt við okkar vandamál að stríða,“ segir hann Meira
18. október 2023 | Innlendar fréttir | 111 orð

Nærri 12 þúsund hótelherbergi

Alls voru 11.727 hótelherbergi skráð á landinu í júní og hafa þau aldrei verið fleiri. Þau voru á samtals 170 hótelum víða um landið en þegar mest var var 171 hótel á landinu í september 2019. Þetta kemur fram í gögnum Hagstofu Íslands en í… Meira
18. október 2023 | Erlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd

Óhugur í Frakklandi vegna árásar

Morðið á franska kennaranum Dominique Bernard á föstudag hefur vakið mikinn óhug í Frakklandi. Morðinginn, Mohammed Moguchkov, er íslamisti frá Kákasus í Rússlandi og er litið á morðið sem hryðjuverk Meira
18. október 2023 | Innlendar fréttir | 332 orð

Óvissa ríkir um áhrif á grunnvatn

Skipulagsstofnun telur afar brýnt að unnið verði ítarlegt mat á áhrifum grunnvatnsvinnslu og fyrirhugaðrar vatnstöku vegna áforma um 20.000 tonna landeldi Thors landeldis í Ölfusi. Veita á öllu frárennsli frá eldinu til sjávar og telur… Meira
18. október 2023 | Erlendar fréttir | 507 orð | 1 mynd

Saka hvorir aðra um árás

Talið er að minnst tvö hundruð manns hafi látist þegar sprenging varð í al-Ahli-sjúkrahúsinu í Gasaborg í gærkvöldi. Heilbrigðisráðuneyti Gasasvæðisins, sem hryðjuverkasamtökin Hamas stýra, sakaði Ísraelsher um að hafa gert loftárás á sjúkrahúsið,… Meira
18. október 2023 | Innlendar fréttir | 505 orð | 1 mynd

Sjómennskan togaði en annað varð ofan á

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Stærsti ósigur Íslands í fótboltalandsleik var í Kaupmannahöfn, 14:2 á móti Dönum, og nú, um 56 árum síðar, hefur markvörðurinn sem stóð í íslenska markinu, Guðmundur Pétursson, sent frá sér bókina Öll nema fjórtán. Sögur úr Vesturbænum og víðar. Þar rekur hann lífshlaup sitt í gamni og alvöru og staldrar við leikaðferðina í umræddum leik, þar sem spilaður var stífur sóknarleikur á kostnað varnarinnar. Meira
18. október 2023 | Innlendar fréttir | 432 orð | 2 myndir

Skipa nýjan starfshóp um Sorpustöð

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég heyri ekkert annað frá Garðabæ og Kópavogi en að það vilji allir standa myndarlega að þessu. Það er einhugur í hópnum,“ segir Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu. Meira
18. október 2023 | Fréttaskýringar | 659 orð | 3 myndir

Sunnlensk seyra er notuð til landgræðslu

Baksvið Hörður Vilberg hordur@mbl.is Sveitarfélögin hér í uppsveitum Árnessýslu ásamt Flóa- og Ásahreppi í Rangárvallasýslu, stofnuðu til þessa verkefnis í upphafi en það hefur þróast og stækkað,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og umsjónaraðili seyruverkefnisins svokallaða. „Þetta verkefni snýst um skipulagningu og tæmingu á rotþróm í þessum sveitarfélögum. Á þessu svæði eru flest sumarhús á landinu. Hvatinn að þessu var að þetta þarfnaðist úrbóta. Það var mikið álag á sveitarstjórnarskrifstofum og fólk var að spyrja hvenær það yrði tæmt og hvort það væri búið að tæma.“ Meira
18. október 2023 | Innlendar fréttir | 274 orð | 1 mynd

Tekur niðurstöðuna alvarlega

„Það er ekki samkvæmt því sem ég tel vera, en úrskurðurinn segir það og ég tek hann alvarlega,“ segir sr. Agnes M. Sigurðardóttir biskup í samtali við Morgunblaðið þegar leitað er viðbragða hennar við úrskurði úrskurðarnefndar… Meira
18. október 2023 | Innlendar fréttir | 333 orð | 2 myndir

Úrskurður bindandi, biskup umboðslaus, segja lögmenn

„Hún er umboðslaus frá 1. júlí 2022 og það er svo að þegar embætismaður er skipaður til ákveðins tíma, þá rennur tíminn út á þeim degi þegar skipunartímanum lýkur,“ segir Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður, spurður um afleiðingar… Meira
18. október 2023 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Vel búnir ferðamenn við helgasta stað þjóðarinnar

Ferðamenn koma nú til landsins á öllum árstímum og setja það lítt fyrir sig þó að ekki sé alltaf sól og blíða á Íslandi. Þeir eru enda oftast vel búnir fyrir veturinn líkt og þessir ferðamenn sem tóku af sér myndir á útsýnispallinum á Þingvöllum nú á dögunum. Meira
18. október 2023 | Innlendar fréttir | 422 orð | 1 mynd

Þörf á stafrænum almannavörnum

Geir Áslaugarson geir@mbl.is „Það hefur verið sýnt fram á að hægt er að skemma stýribúnað fyrir veitukerfi ef þú kemst nógu nálægt og veist hvað þú ert að gera,“ segir Theódór R. Gíslason, einn stofnenda og tæknistjóri fyrirtækisins Syndis sem sérhæfir sig í stafrænum öryggisráðstöfunum. Theódór flutti fyrirlestur á ráðstefnu almannavarna þann 17. október. Ráðstefnan bar yfirskriftina „Hvers vegna erum við öll almannavarnir“ og var haldin á Hilton Reykjavík Nordica. Meira

Ritstjórnargreinar

18. október 2023 | Staksteinar | 222 orð | 1 mynd

Dauðakölt að fornu og nýju

Viðurstyggileg hryðjuverk Hamas í Ísrael vöktu óhug um allan heim, enda glæpir gegn sjálfri mennskunni þegar kornabörn eru afhöfðuð, brennd lifandi, konum og telpum rænt og nauðgað, en aðrir skotnir á færi. Meira
18. október 2023 | Leiðarar | 398 orð

Galopin landamæri

Hætt er við að á meðal þeirra sem flykkst hafa í heimildarleysi séu einhverjir í hættulegum erindum Meira
18. október 2023 | Leiðarar | 217 orð

Siður og samfélag

Trúna skyldi ekki virða að vettugi Meira

Menning

18. október 2023 | Menningarlíf | 110 orð

Fagna 100 árum með ráðstefnu

Borgarbókasafnið stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin verður á Borgarbókasafninu Úlfarsárdal 18.-20. október í tilefni af 100 ára afmæli safnsins. Á ráðstefnunni verður hlutverk almenningsbókasafna í samfélaginu skoðað og í boði verða fyrirlestrar, umræðuborð og vinnustofur Meira
18. október 2023 | Menningarlíf | 138 orð | 1 mynd

Glerdreki Leifs Breiðfjörðs snýr heim

Glerlistaverkið „Glerdrekinn“ eftir Leif Breiðfjörð er komið aftur á sinn stað í Borgarleikhúsinu. „Verkið, sem verið hefur í safneign Listasafns Reykjavíkur allt frá árinu 1985, var upphaflega pantað fyrir Kjarvalsstaði en fékk… Meira
18. október 2023 | Menningarlíf | 71 orð | 1 mynd

Kristín og Kristinn flytja ástarsöngva

Kristín Sveinsdóttir söngkona og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari flytja ýmiss konar ástarsöngva eftir Jón Ásgeirsson og Hans Eisler á tónleikum í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í hádeginu í dag, miðvikudaginn 18 Meira
18. október 2023 | Menningarlíf | 789 orð | 1 mynd

Langafi og jökullinn sem hvarf

Langafi og jökullinn sem hvarf heitir bók eftir Þórarin Leifsson, bók sem segir frá langafa Þórarins, Guðmundi Þorbjarnarsyni frá Stóra-Hofi í Rangárvallasýslu, en er líka í senn náttúrulýsing og myndlýst barnasaga, aukinheldur sem dregin er upp… Meira
18. október 2023 | Menningarlíf | 69 orð | 1 mynd

Ragga Gröndal syngur með stórhljómsveit í Kaldalóni Hörpu

Ragga Gröndal kemur fram á tónleikum með stórhljómsveit sinni í kvöld, miðvikudaginn 18. október, kl. 20 og eru tónleikarnir hluti af haustdagskrá Jazzklúbbsins Múlans, að þessu sinni haldnir í Kaldalóni Hörpu Meira
18. október 2023 | Menningarlíf | 491 orð | 1 mynd

Stórbrotin messa í kirkju

Söngsveitin Fílharmónía, ásamt hljómsveit og einsöngvurum, flytur Messu heilagrar Sesselju, Missa Cellensis, eftir Joseph Haydn laugardaginn 21 Meira
18. október 2023 | Menningarlíf | 75 orð | 1 mynd

Valdimar syngur lög Magga Eiríks

Stórsöngvarinn Valdimar Guðmundsson, eða einfaldlega Valdimar, kemur fram í Bústaðakirkju í hádeginu í dag, miðvikudaginn 18. október, kl. 12.05. Þar syngur hann lög Magga Eiríks, við undirleik Jónasar Þóris Þórissonar Meira

Umræðan

18. október 2023 | Aðsent efni | 1083 orð | 1 mynd

310 milljarða lægri skattar

Því verður illa mótmælt að frá árinu 2013 hefur töluvert áunnist í að hemja skattagleði ríkisins. Árangurinn blasir við í tölulegum upplýsingum. Meira
18. október 2023 | Pistlar | 386 orð | 1 mynd

Hefur gengið vel?

Síðasta vika byrjaði með hvelli á stjórnarheimilinu, virtist margt í gangi fram eftir vikunni og allt fram á helgi en þá tók fjallið jóðsótt og fæddist lítil mús. Í öllum látunum missti innviðaráðherra það út úr sér að ríkisstjórninni hefði gengið vel í verkefnum sínum Meira
18. október 2023 | Aðsent efni | 729 orð | 1 mynd

Hvað segja hjúkrunarfræðingar og ljósmæður um covid-varnir?

Er umræða í gangi um stóraukningu á krabbameinum, lömunum, hjartabólgum, fósturlátum, blóðtöppum og öðrum alvarlegum heilsubrestum? Meira
18. október 2023 | Aðsent efni | 584 orð | 1 mynd

Jarðgöng inn í Stöðvarfjörð

Tvenn veggöng inn í Stöðvarfjörð tryggja sameiningu Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar og Fjarðabyggðar í eitt samfellt atvinnu-, samgöngu-, þjónustu- og skólasvæði. Meira

Minningargreinar

18. október 2023 | Minningargreinar | 897 orð | 1 mynd

Björgólfur Björgólfsson

Björgólfur Björgólfsson fæddist í Reykjavík 13. maí 1961. Hann lést á sjúkrahúsinu Ahus í Jessheim, Noregi, 7. október 2023. Foreldrar hans voru hjónin Björgólfur Sigurðsson bifreiðasali, f. 31.8. 1915, d Meira  Kaupa minningabók
18. október 2023 | Minningargreinar | 1092 orð | 1 mynd

Hafdís Pálsdóttir

Hafdís Pálsdóttir fæddist 22. júlí 1953 á Bíldudal í Arnarfirði. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 10. október 2023. Foreldrar Hafdísar voru hjónin Páll Sölvason, f. 1.6. 1917 á Laugabóli, Auðkúluhreppi, V-Ísafjarðarsýslu, d Meira  Kaupa minningabók
18. október 2023 | Minningargreinar | 1200 orð | 1 mynd

Jónína Bjarnadóttir

Jónína Bjarnadóttir fæddist í Kaupangi í Vestmannaeyjum 9. janúar 1942. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 17. september 2023. Foreldrar hennar voru Kristín Einarsdóttir, f. 29. apríl 1914 á Steinavöllum í Fljótum, d Meira  Kaupa minningabók
18. október 2023 | Minningargreinar | 1735 orð | 1 mynd

Margrét Björgvinsdóttir

Margrét Björgvinsdóttir Bessason fæddist í Reykjavík 1944. Hún lést í Toronto 25. október 2022. Margrét var einkabarn Kristínar Pétursdóttur og Björgvins Magnússonar Meira  Kaupa minningabók
18. október 2023 | Minningargreinar | 1129 orð | 1 mynd

Steingrímur Guðni Pétursson

Steingrímur Guðni Pétursson fæddist í Reykjavík 12. nóvember 1942. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi 10. október 2023. Foreldrar hans voru Pétur Pétursson, f. 16.5. 1917, d. 12.11. 2004, og Hulda Ólafsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
18. október 2023 | Minningargreinar | 1743 orð | 1 mynd

Walter Magnús Marteinsson

Walter Magnús Marteinsson fæddist í Reykjavík 4. september 1956. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 21. september 2023. Foreldrar hans voru Marteinn Herbert Kratsch, f. 18.6. 1931, d. 14.9. 2012, og Guðfinna Magnea Árnadóttir, f Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

18. október 2023 | Í dag | 251 orð

Af Njálu, Dvergasteini og nefnilega

Mikið er lagt upp úr því að tala gott íslenskt mál. Bjarki Karlsson orti eitt sinn í orðastað Bergþóru Skarphéðinsdóttur á Bergþórshvoli: Það var gefið mig Njáli á gelgjuskeiði og lofað mér lífi og næði Meira
18. október 2023 | Í dag | 173 orð

Froskar og róbótar. S-NS

Norður ♠ K103 ♥ 9874 ♦ K64 ♣ D98 Vestur ♠ D942 ♥ D63 ♦ 10987 ♣ 73 Austur ♠ G65 ♥ 2 ♦ DG32 ♣ G6542 Suður ♠ Á87 ♥ ÁKG105 ♦ Á5 ♣ ÁK10 Suður spilar 6♥ Meira
18. október 2023 | Í dag | 82 orð | 1 mynd

Greta Lind Kristjánsdóttir

50 ára Greta ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur, 107, en býr í Garðabæ. Hún er með meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum… Meira
18. október 2023 | Í dag | 720 orð | 2 myndir

Horfir sáttur um öxl

Friðrik Klemenz Sophusson fæddist 18. október 1943 í Reykjavík og ólst þar upp í Hlíðunum. „Ég var sem krakki og unglingur í sveit á hverju sumri hjá… Meira
18. október 2023 | Í dag | 58 orð

line-height:150%">Vilji maður samsinna einhverjum er hægt að taka undir…

line-height:150%">Vilji maður samsinna einhverjum er hægt að taka undir orð hans Meira
18. október 2023 | Í dag | 190 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 c5 2. d4 cxd4 3. c3 d3 4. Bxd3 Rc6 5. c4 e6 6. Rc3 a6 7. Rf3 d6 8. O-O Rf6 9. Be3 Bd7 10. h3 Be7 11. Rd4 Rxd4 12. Bxd4 O-O 13. f4 Bc6 14. De2 d5 15. cxd5 exd5 16. e5 Re4 17. Kh2 f5 18. Hac1 Dd7 19 Meira
18. október 2023 | Dagbók | 83 orð | 1 mynd

Strokuhæna í Hafnarfirði

Margir landsmenn eru tengdir íbúasíðum á Facebook þar sem umræðurnar geta orðið skrautlegar. Skrautlegasti þráðurinn lengi kom þó líklegast frá Norðurbænum í Hafnarfirði þar sem íbúar fylgdust spenntir með ferðalagi hænu Meira
18. október 2023 | Dagbók | 217 orð | 1 mynd

Tvöfalt líf og dularfull fortíð

Ég hef alltaf verið einstaklega hrifin af Spáni og spænskri menningu og því hef ég kannski í gegnum tíðina ósjálfrátt laðast að kvikmyndum og þáttum sem teknir eru upp á suðrænum slóðum. Kannski er það innst vegna þess að þá næ ég að rifja upp… Meira
18. október 2023 | Í dag | 47 orð | 1 mynd

Vökuland, Eyjafjarðarsveit Þann 23. janúar 2023 kl. 11.11 fæddist…

Vökuland, Eyjafjarðarsveit Þann 23. janúar 2023 kl. 11.11 fæddist sveinbarn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Drengurinn var 51 cm á lengd og vó 2.960 gr. Þann 16. mars var barnið skírt og gefið nafnið Mikael Vakur Meira

Íþróttir

18. október 2023 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Fjórði sigur Njarðvíkur í röð

Njarðvík vann sinn fjórða sigur í röð í úrvalsdeild kvenna í körfubolta er liðið heimsótti nýliða Þórs til Akureyrar og fagnaði 78:65-útisigri í gærkvöldi. Njarðvík er með átta stig, eins og Keflavík og Grindavík Meira
18. október 2023 | Íþróttir | 131 orð | 1 mynd

Háspennujafntefli í grannaslagnum

Stjarnan og FH skildu jöfn, 34:34, í æsispennandi grannaslag í 7. umferð úrvalsdeildar karla í handbolta í gærkvöldi. Leikurinn var í járnum næstum allan tímann en Stjarnan hafði þó tveggja marka forskot í hálfleik, 18:16 Meira
18. október 2023 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Hinrik valdi Skagamenn

Sóknarmaðurinn Hinrik Harðarson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍA, sem leikur sem nýliði í Bestu deild karla á næsta tímabili. Hinrik er 19 ára gamall og kemur frá uppeldisfélaginu Þrótti úr Reykjavík Meira
18. október 2023 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Kane skaut Englandi á EM

England tryggði sér í gærkvöldi sæti á lokamóti EM karla í fótbolta 2024 með 3:1-endurkomusigri á Ítalíu á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Gianluca Sacamacca kom Ítalíu yfir á 15. mínútu, en Harry Kane jafnaði með marki úr víti á 32 Meira
18. október 2023 | Íþróttir | 409 orð | 2 myndir

Knattspyrnumaðurinn Steinar Þorsteinsson hefur skrifað undir nýjan samning…

Knattspyrnumaðurinn Steinar Þorsteinsson hefur skrifað undir nýjan samning við uppeldisfélag sitt ÍA. Samningurinn gildir út tímabilið 2026. Steinar, sem er miðjumaður, hefur verið fastamaður í liði Skagamanna undanfarin ár Meira
18. október 2023 | Íþróttir | 347 orð | 2 myndir

Njarðvíkingar á miklu flugi

Njarðvík vann sinn fjórða sigur í röð í úrvalsdeild kvenna í körfubolta er liðið sigraði nýliða Þórs frá Akureyri af öryggi á útivelli í 5. umferðinni í gærkvöldi, 78:65. Njarðvík tapaði naumlega fyrir Keflavík í fyrstu umferðinni, en hefur unnið alla leiki sína í deildinni síðan Meira
18. október 2023 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Sigurður ráðinn þjálfari Þórs

Knattspyrnuþjálfarinn Sigurður Höskuldsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Þórs í fótbolta. Tekur hann við af Þorláki Árnasyni, sem lét af störfum eftir nýliðna leiktíð. Sigurður var síðast aðstoðarþjálfari Vals Meira
18. október 2023 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Thea Imani í ­úrvalsliðinu

Thea Imani Sturludóttir, landsliðskona í handbolta og leikmaður Vals, er í úrvalsliði tveggja fyrstu umferða undankeppni EM kvenna. Íslenska liðið vann 32:14-heimasigur á Lúxemborg síðastliðinn miðvikudag og 28:23-útisigur á Færeyjum á sunnudag Meira
18. október 2023 | Íþróttir | 242 orð | 1 mynd

Varamennirnir hetjur Íslands í Litháen

Ísland er með tvo sigra úr tveimur leikjum í I-riðli í undankeppni EM karla í fótbolta, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, eftir nauman 1:0-útisigur á Litháen í viðburðaríkum leik í gær. Er Ísland á toppi riðilsins, þrátt fyrir að hafa leikið einum leik minna en hin fjögur liðin Meira
18. október 2023 | Íþróttir | 1038 orð | 3 myndir

Åge í þessu til að vinna

EM 2024 Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is „Í Lúxemborgarleiknum var fyrri hálfleikurinn mjög góður. Við áttum að skora miklu fleiri mörk heldur en raunin varð,“ sagði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi úr Reykjavík og fyrrverandi landsliðsmaður, í samtali við Morgunblaðið er hann var beðinn um að rýna í frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í tveimur leikjum í nýafstöðnum landsleikjaglugga. Meira

Viðskiptablað

18. október 2023 | Viðskiptablað | 104 orð | 1 mynd

420 m.kr. tap í fyrra

Tap SNV Holding ehf., sem er í eigu Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur fjárfestis, nam í fyrra um 420 m.kr., samanborið við tæplega 1,2 ma.kr. hagnað árið áður. Afkoma af fjárfestingastarfsemi félagsins var neikvæð um rúmar 390 m.kr Meira
18. október 2023 | Viðskiptablað | 309 orð

Arðsemi sú sjötta lægsta innan EES

Arðsemi eigin fjár íslenskra banka er nú sjötta lægsta af 30 ríkjum á EES-svæðinu, samkvæmt nýjum tölum frá evrópska bankaeftirlitinu EBA. Meðalarðsemi bankakerfa á EES-svæðinu var á öðrum fjórðungi þessa árs 15,9 prósent Meira
18. október 2023 | Viðskiptablað | 415 orð | 1 mynd

Best fyrir hvern? Ríkissjóð?

Því hefur verið haldið fram á þessum síðum að það hafi verið rétt að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka. Það má endurtaka. Ríkið hefur nú selt tæplega 60% hlut í bankanum, fyrst í vel heppnuðu og almennu útboði sumarið 2021 og aftur í öllu umdeildara útboði til fagfjárfesta í mars 2022 Meira
18. október 2023 | Viðskiptablað | 846 orð | 1 mynd

Dagvistunarpláss eru jafnfréttismál

Elka Ósk er nýkomin úr meistaranámi í London og segist sakna stórborgarinnar mikið. Hún hefur þó í nógu að snúast, með fimm mánaða son á heimilinu og þar að auki nýkjörin formaður Félags viðskipta- og hagfræðinga Meira
18. október 2023 | Viðskiptablað | 240 orð | 1 mynd

Ekki hægt að slaka á í gæðum í sjávarútvegi

„Það sem liggur fyrir er að fólki fjölgar og það vantar prótein í heiminum. Það verður leyst með ýmsum hætti, meðal annars með veiðum og fiskeldi,“ segir Einar Gústafsson, forstjóri American Seafoods, í viðtali við ViðskiptaMoggann Meira
18. október 2023 | Viðskiptablað | 1262 orð | 2 myndir

Er 5,5G næst á sjóndeildarhringnum?

5G-fjarskiptatæknin hefur á skömmum tíma gjörbylt því hversu hratt og örugglega gögn fara á milli staða. Engin tækni á fjarskiptamarkaði hefur rutt sér jafn… Meira
18. október 2023 | Viðskiptablað | 250 orð | 1 mynd

Fannst vanta öruggara markaðstorg

Vefforritarinn Alexander Kostin hefur sett á stofn vefinn og smáforritið OGO. Þar inni getur fólk keypt og selt notaða hluti, ekki ósvipað og á bland.is eða í loppuappinu regn.is sem fjallað var um í Morgunblaðinu fyrr á árinu Meira
18. október 2023 | Viðskiptablað | 615 orð | 1 mynd

Forkaupsréttur sameigenda

… við sölu eða erfðir á sameignarréttindum að jörðum, hvort sem er í lifanda lífi eða eftir andlát sameiganda, stofnast forkaupsréttur annarra sameigenda að eignarhlutnum. Meira
18. október 2023 | Viðskiptablað | 602 orð | 1 mynd

Gullhúðað ákvæði sem skilar litlu

  Það er óskiljanleg ákvörðun að ráðast í gullhúðun á dönsku fyrirmyndinni sem svo litlu virðist hafa skilað, sérstaklega þegar gullhúðunin mun hafa enn frekari lögfræðilega óvissu í för með sér. Meira
18. október 2023 | Viðskiptablað | 1409 orð | 1 mynd

Heiminum bjargað á verksmiðjugólfinu

Án þess að ég fari of mikið út í smáatriðin (það gengur jú á ýmsu í Bangkok) þá neyddist ég um daginn til að horfa á gamla upptöku af keppni um titilinn Ungfrú alheimur. Steve Harvey fer á kostum sem kynnir en ég á enn erfitt með að átta mig á… Meira
18. október 2023 | Viðskiptablað | 384 orð | 1 mynd

Hægur efnahagsbati og aukið jafnvægi

Landsbankinn gerir ráð fyrir hægum efnahagsbata á komandi árum og að hagkerfið komist í meira jafnvægi á flesta mælikvarða. Þannig gerir bankinn ráð fyrir því að verðbólga hjaðni smám saman og verði 5,3% á næsta ári að meðaltali og 4,3% árið 2025 Meira
18. október 2023 | Viðskiptablað | 1937 orð | 2 myndir

Höfum frábæra sögu að segja

  Sjávarútvegurinn þarf að vera samheldinn í því að auka ímynd og gæði fisksins, allt frá því að hann er veiddur þar til hann kemur á borðið til neytenda. Meira
18. október 2023 | Viðskiptablað | 696 orð | 1 mynd

Lífgað upp á tilveruna með agarviðarolíu

Undanfarin ár hafa æ fleiri ilmvötn komið á markað sem innihalda agarviðarolíu, eða oud eins og hráefnið er kallað á bæði ensku og arabísku. Oud er ævaforn ilmgjafi og má finna ritaðar heimildir um notkun þessarar fáguðu og dýru ilmolíu í elstu… Meira
18. október 2023 | Viðskiptablað | 129 orð | 1 mynd

Réttast að afnema skattinn

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) telja ýmsa vankanta vera á fyrirhuguðum breytingum á ýmsum lögum um skatta og gjöld, sem birtar hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda, þar sem meðal annars eru boðaðar breytingar á lögum um gistináttagjald og áfengisgjald Meira
18. október 2023 | Viðskiptablað | 306 orð | 1 mynd

Þingmenn telja Íslandspóst full frekan til fjárins

Enn liggur ekki fyrir hver styrkveiting ríkissjóðs til Íslandspósts verður á þessu ári. Samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans hefur skapast nokkur kurr meðal þingmanna, bæði í fjárlaganefnd og eins í umhverfis- og samgöngunefnd (sem fer með málefni… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.