Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Stærsti ósigur Íslands í fótboltalandsleik var í Kaupmannahöfn, 14:2 á móti Dönum, og nú, um 56 árum síðar, hefur markvörðurinn sem stóð í íslenska markinu, Guðmundur Pétursson, sent frá sér bókina Öll nema fjórtán. Sögur úr Vesturbænum og víðar. Þar rekur hann lífshlaup sitt í gamni og alvöru og staldrar við leikaðferðina í umræddum leik, þar sem spilaður var stífur sóknarleikur á kostnað varnarinnar.
Meira