Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is „Við þurfum mat, vatn, lyf og bensín núna,“ sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í gær um samþykki Ísraelsstjórnar á miðvikudag um að opna leið fyrir mannúðaraðstoð inn á Gasasvæðið. Hann sagði að neyðaraðstoðin þyrfti að vera regluleg og hjálparstarfsmenn yrðu að geta sótt vistir og dreift þeim á öruggan hátt. Búist er við að landamærastöðin við Rafah, sem liggur á milli Egyptalands og Gasa-svæðisins, verði opnuð í dag.
Meira