Greinar laugardaginn 21. október 2023

Fréttir

21. október 2023 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Aukinn straumur austur

„Við erum að þokast í rétta átt með að ná betri dreifingu ferðamanna um landið,“ segir Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri. Mikil aukning hefur verið í aðsókn ferðamanna að náttúruperlum á Austurlandi og á Vestfjörðum síðasta árið Meira
21. október 2023 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Bandaríkin forgangsraða nú norðrinu

Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður á Bandaríkjaþingi fyrir Alaska, flutti erindi sitt á málstofu Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í Silfurbergi í Hörpu í gær. Þar fjallaði hún um nýja sýn Bandaríkjanna á norðurslóðir Meira
21. október 2023 | Innlendar fréttir | 675 orð | 3 myndir

Biskupsmál verða rædd á kirkjuþingi

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is „Ég geri fastlega ráð fyrir að svo verði með einum eða öðrum hætti,“ segir Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings, spurð um hvort málefni Agnesar M. Sigurðardóttir verði rædd á kirkjuþingi sem hefst í lok næstu viku. Drífa segir að enn sé ekki komið fram neitt mál sem lagt verður fyrir kirkjuþingið varðandi þetta, en að kirkjuþingsfulltrúar séu áhyggjufullir út af þeirri stöðu mála og velti fyrir sér hvað til bragðs sé rétt að taka. Meira
21. október 2023 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Efla á öryggi íbúa í atvinnuhúsnæði

Innviðaráðherra hef­ur lagt frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um lög­heim­ili og aðsetur, lög­um um mann­virki og lög­um um bruna­varn­ir inn í sam­ráðsgátt stjórn­valda. Frum­varpið, sem er afurð mik­ill­ar sam­ráðsvinnu í kjöl­far bruna… Meira
21. október 2023 | Erlendar fréttir | 459 orð | 1 mynd

Engin hjálp hefur borist enn

Enn hefur enginn flutningabíll farið með neyðaraðstoð í gegnum landamærastöðina í Rafah og gæti aðstoðinni verið seinkað fram á sunnudag, sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í gær. 175 flutningabílar bíða þess að geta farið með vatn, lyf og matvæli inn á Gasasvæðið Meira
21. október 2023 | Erlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Fjárhagsstuðningur í uppnámi

Neyðaraðstoð við Ísrael og Úkraínu og víðar upp á rúmlega 100 milljarða dala, sem Joe Biden Bandaríkjaforseti lagði til í ávarpi til þjóðarinnar á fimmtudagskvöld, er nú í uppnámi, því engin aðstoð getur farið í gegn nema hún sé samþykkt af starfhæfri fulltrúadeild með kosnum forseta Meira
21. október 2023 | Innlendar fréttir | 822 orð | 2 myndir

Fræðslan skilað sér og skipin eru öruggari

„Sá árangur í slysavörnum á meðal sjómanna sem náðst hefur sést best í fækkun slysa. Margir samverkandi þættir koma hér til, en mestu ræður alltaf að við störf og stjórnvöl séu menn sem hafa visku til að mæta þeim aðstæðum sem upp geta… Meira
21. október 2023 | Innlendar fréttir | 255 orð | 2 myndir

Grundvöllur margra búa brostinn

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að koma á fót starfshópi þriggja ráðuneytisstjóra til að meta þá stöðu sem upp er komin í landbúnaði. Þar er vísað til endurtekinna hækkana á stýrivöxtum og verðhækkana á aðföngum Meira
21. október 2023 | Innlendar fréttir | 391 orð | 2 myndir

Handritavefur brú til Vesturheims

Árnastofnun opnar í dag nýjan gagnagrunn, Handrit íslenskra vesturfara, sem verður aðgengilegur almenningi og inniheldur yfir 1.000 handrit sem Katelin Marit Parsons, verkefnastjóri átaksins Í fótspor Árna Magnússonar í Vesturheimi, og hennar hópur hafa tekið saman í Vesturheimi Meira
21. október 2023 | Erlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Herða aðgengi að bótum innflytjenda

Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna og Svíþjóðardemókrata birtu grein í Dagens Nyheter í gær þar sem tilkynnt var að til stæði að reyna að gera hælisleitendum frá ólíkum menningarsvæðum erfiðara fyrir að fá bætur í Svíþjóð Meira
21. október 2023 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Japanskur bíódagur í Bíó Paradís

Bíótekið stendur fyrir japönskum sýningadegi í Bíó Paradís í samvinnu við japanska sendiráðið á morgun, sunnudaginn 22. október. Þá verða sýndar þrjár klassískar verðlaunamyndir frá Japan; Mannúð og pappírsblöðrur (1937), Réttarvörðurinn Sansho (1954) og Ballaðan um Narayama (1983) Meira
21. október 2023 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Jason Momoa sendi Alþingi bréf

Havaíski Hollywood-leikarinn Jason Momoa, sem þekkt­ur er fyr­ir að leika DC-of­ur­hetj­una Aquam­an, hefur sent Alþingi umsögn er varðar frumvarp um bann við hvalveiðum. Frumvarpið var lagt fram af nokkrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar Meira
21. október 2023 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Kannski er kirkjan unglingur sem á eftir að þroskast

„Þegar reglurnar um kjörtímabil biskups voru settar á kirkjuþingi þá var talað um að þessar nýju starfsreglur ættu ekki við um sitjandi biskupa sem hefðu verið kosnir undir öðrum reglum. Það var hins vegar ekki sett inn í starfsreglurnar – og þar… Meira
21. október 2023 | Innlendar fréttir | 366 orð | 1 mynd

Lög um listaverkakaup fyrir milljarða

„Verja skal að minnsta kosti 1% af heildarbyggingarkostnaði opinberrar nýbyggingar til listaverka í henni og umhverfi hennar.“ Svo er mælt fyrir um í 14. grein myndlistarlaga sem sett voru á Alþingi árið 2012, en Jón Gunnarsson… Meira
21. október 2023 | Innlendar fréttir | 449 orð | 2 myndir

Mikil fjölgun við Stuðlagil og Dynjanda

Mikil aukning hefur verið í aðsókn ferðamanna að náttúruperlum á Austurlandi og á Vestfjörðum síðasta árið. Þetta sýna tölur Ferðamálastofu en niðurstöður úr teljurum eru birtar á Mælaborði ferðaþjónustunnar Meira
21. október 2023 | Erlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Mjög hættulegt veður í aðsigi

Danska veðurstofan gaf út viðvörun í gær vegna mjög hættulegs veðurs sem gæti orsakað flóð víða á suðurströnd Sjálands, við Láland og Falstur og suðurhluta Fjóns og Litlabeltis. Óveðrið kemur úr austri og er búist við að það gangi yfir suður- og suðausturhluta Danmerkur og Borgundarhólm í dag. Meira
21. október 2023 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Neyðarkall frá Rauða krossinum

Rauði krossinn á Íslandi hóf í vikunni söfnun vegna neyðar fyrir botni Miðjarðarhafs og til að styrkja mannúðarstarf á svæðinu. Eru samtökin með því að svara neyðarkalli frá alþjóðaráði Rauða krossins Meira
21. október 2023 | Innlendar fréttir | 391 orð | 1 mynd

Nýja Fossvogsbrúin gæti flautað

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Að ýmsu þarf að huga við undirbúning og framkvæmdir við nýja Fossvogsbrú. Meðal þess sem taka þarf tillit til við hönnun brúarinnar eru hljóðáhrif af völdum vinds sem geta haft áhrif á líf fólks í nágrenni brúarinnar. Hætt er við að klæðning geti valdi flautuáhrifum í ákveðnum vindáttum ef vindur er mikill. Með öðrum orðum, að brúin flauti. Þetta kemur fram í bókun heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 3. október vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna brúarinnar. Meira
21. október 2023 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Nærri 3.300 hafa sótt um vernd

Alls sóttu 319 einstaklingar um alþjóðlega vernd hér á landi í september, samkvæmt tölum sem birtust á vef Útlendingastofnunar. Tæplega helmingur, eða 138, eru frá Úkraínu, en næststærsti hópurinn, 74, er frá Venesúela Meira
21. október 2023 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Rauður faðmur

Engu líkara er en að sólin hafi skinið á steinrunnin tröll þegar sjónarspil styttnanna í Öskjuhlíð bar við rauðan himininn undir kvöld í Reykjavík í gær. Var sólsetrið ágæt áminning um það að þó veður geti verið válynd þá styttir alltaf upp um síðir Meira
21. október 2023 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Sá stærsti sem Bandaríkin eiga

Strandgæsluskipið USCGC Healy kom í gærmorgun til hafnar í Reykjavík en um er að ræða stærsta ísbrjót Bandaríkjanna. Heimahöfn skipsins er í Seattle í Washington-ríki og var það tekið í þjónustu strandgæslunnar í nóvember árið 1999 Meira
21. október 2023 | Innlendar fréttir | 630 orð | 5 myndir

Snældusnúðar, hnífar og hnefatafl

Brýni, snældusnúðar, kljásteinar, vaðsteinar, kolur, lyklar, hnífar, önglar, járnnaglar, perlur, brotasilfur, silfurhringur og taflmenn úr hnefatafli. Munir af þessum toga og margt fleira er meðal þess sem fannst í viðamiklum fornleifarannsóknum í Firði í Seyðisfirði sem stóðu yfir í allt sumar Meira
21. október 2023 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Sorpu gert að greiða 88 milljónir

Landsréttur hefur dæmt Sorpu til þess að greiða Íslenskum aðalverktökum rúmar 88 milljónir króna og staðfestir þar með bótakröfu Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði komist að svipaðri niðurstöðu. Málið snýr að almennu útboði sem fólst í því að reisa gas- og jarðgerðarstöð á Álfsnesi Meira
21. október 2023 | Fréttaskýringar | 1016 orð | 3 myndir

Staldra ber við áform um ný hótel

Hótelgeirinn hefur náð vopnum sínum eftir eftirspurnarfall í farsóttinni. Það birtist í fjölda seldra gistinátta og í hugmyndum um fjölda nýrra hótela Meira
21. október 2023 | Fréttaskýringar | 648 orð | 2 myndir

Stokka á upp reglur um stuðning ríkisins

Fyrir dyrum stendur að stokka upp núverandi fyrirkomulag opinbers stuðnings við skákhreyfinguna á landinu með ýmsum breytingum sem innleiða á með nýrri löggjöf. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur birt í samráðsgátt til umsagnar áform um ný… Meira
21. október 2023 | Innlendar fréttir | 323 orð | 1 mynd

Tjón bætt með virðisaukaskatti

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum hefur kveðið upp þann úrskurð að tryggingataki bifreiðar sem varð fyrir tjóni eigi rétt á að fá tjónið bætt með greiðslu áætlaðs viðgerðarkostnaðar ásamt virðisaukaskatti (vsk.), en tryggingafélagið hafði áður hafnað kröfu viðkomandi þar um. Meira
21. október 2023 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Töluvert um öndunarfærasýkingar

Töluvert er um öndunarfærasýkingar í samfélaginu og niðurstöður frá öndunarfærasýnum sýna að algengustu orsakirnar eru rhinoveira, sem er algengasta orsök kvefs, og covid-19, að því er kemur fram á vef embættis landlæknis Meira
21. október 2023 | Innlendar fréttir | 267 orð | 2 myndir

Veggjakrotið fengið að standa óhreyft lengi

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Meira
21. október 2023 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Vilhjálmur og Gunnar voru bestir

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var besti dómarinn í Bestu deild karla í fótbolta á nýliðnu keppnistímabili, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins, og Gunnar Freyr Róbertsson var besti dómarinn í Bestu deild kvenna Meira
21. október 2023 | Innlendar fréttir | 477 orð | 1 mynd

Vinsældir fótboltans segull á skuggahliðar

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson er mikill fótboltaáhugamaður og vel að sér í sögu íþróttarinnar. Hann verður með námskeiðið „Fótbolti, svikráð og pólitík“ í Endurmenntun Háskóla Íslands þrjú fyrstu mánudagskvöldin í nóvember. Meira
21. október 2023 | Innlendar fréttir | 79 orð

Þurfa að greiða virðisaukaskatt þvert á venju sína

Eigandi bifreiðar, sem lenti í tjóni en naut kaskótryggingar, á rétt til bóta auk virðisaukaskatts, þrátt fyrir að hafa valið að fá bæturnar greiddar beint til sín í stað þess að fara með bílinn á verkstæði og fá reikninginn í kjölfarið endurgreiddan Meira

Ritstjórnargreinar

21. október 2023 | Staksteinar | 184 orð | 2 myndir

Klofningur í Samfylkingu

Samfylkingin hefur verið á miklu flugi í skoðanakönnunum undir forystu hins nýja formanns hennar, Kristrúnar Frostadóttur, og hefur samkvæmt Gallup nýlega rofið hinn goðsagnakennda 30% múr, sem hefur ekki gerst síðan í fyrsta mánuði hrunstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur 2009. Meira
21. október 2023 | Leiðarar | 904 orð

Sporbaugur Kína

Eftir fjögur ár í belti og braut hafa Ítalir fengið nóg Meira
21. október 2023 | Reykjavíkurbréf | 1478 orð | 1 mynd

Það verða kaflaskil, en ekki endir

Nú er stóra stríðið rétt að byrja. Og kannanir í Ísrael virðast sýna að mikill meirihluti landsmanna telur núna að forsætisráðherrann hafi brugðist. Landið hafi ekki verið viðbúið hinu óvænta stríði. Verði þetta lokadómurinn þá hlýtur hann að teljast mjög harður. Meira

Menning

21. október 2023 | Leiklist | 837 orð | 2 myndir

Af ávöxtunum skuluð þér nú þekkja þá

Borgarleikhúsið Deleríum búbónis ★★★·· Eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni. Leikstjórn og aðlögun: Bergur Þór Ingólfsson. Danshöfundur: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir. Tónlistarstjórn: Agnar Már Magnússon. Leikmynd: Heimir Sverrisson. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Lýsing: Gunnar Hildimar Halldórsson. Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson. Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir. Aðstoðarleikstjórn: Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Hljómsveit: Agnar Már Magnússon, Matthías Hemstock, Nicolas Moreaux og Sigurður Flosason. Leikarar: Ásthildur Úa Sigurðardóttir, Björn Stefánsson, Esther Talía Casey, Halldór Gylfason, Haraldur Ari Stefánsson, Sigurður Þór Óskarsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Valur Freyr Einarsson og Vilhelm Neto. Frumsýning á Stóra sviði Borgarleikhússins 29. september 2023, en rýnt í 2. sýningu á sama stað 6. október 2023. Meira
21. október 2023 | Menningarlíf | 137 orð | 1 mynd

Britney Spears gefur út ævisögu

Von er á ævisögu poppstjörnunnar Britney Spears sem ber titilinn The Woman in Me næsta þriðjudag og er hún þar sögð segja sögu sína á eigin forsendum í fyrsta sinn. Ýmsar vangaveltur og fullyrðingar um innihald bókarinnar eru þegar farnar á flug… Meira
21. október 2023 | Menningarlíf | 149 orð | 1 mynd

Eygló Harðardóttir sýnir ný abstraktverk

Einkasýning Eyglóar Harðardóttur Þú átt leik verður opnuð í Ásmundarsal í dag, laugardaginn 21. október, kl. 15. Þar sýnir Eygló ný tví- og þrívíð abstraktverk ásamt bókverki Meira
21. október 2023 | Menningarlíf | 170 orð | 1 mynd

Hlynur Hallsson sýnir Rendur og stjörnur

Myndlistarmaðurinn Hlynur Hallsson opnar sýninguna Rendur og stjörnur í Listamenn Galleríi á Skúlagötu 32 í Reykjavík í dag, laugardaginn 21. október, kl. 16. Verkin eru skv Meira
21. október 2023 | Menningarlíf | 156 orð | 1 mynd

Kammermúsík í Hörpu

Franska tónskáldið Francis Poulenc (1899-1963) verður í brennidepli á þriðju tónleikum Kammermúsíkklúbbsins sem verða haldnir í Norðurljósum Hörpu á morgun, sunnudaginn 22. október, kl. 16. Á þessu ári eru 60 ár liðin frá andláti Poulencs og falleg og fjörug tónlist hans hefur sjaldan verið vinsælli Meira
21. október 2023 | Menningarlíf | 401 orð | 4 myndir

Ljóð og sitthvað fleira frá Dimmu

Ljóð eru áberandi í útgáfu Dimmu í haust en annars konar skáldverk og barnabækur leynast þar einnig. Gyrðir Elíasson sendir frá sér ljóðabókatvennu, Dulstirni og Meðan glerið sefur, þar sem rúmlega 200 ný ljóð birtast Meira
21. október 2023 | Menningarlíf | 193 orð | 1 mynd

Menning beint inn að beini

Þjóðleikhúsið stendur fyrir dagskrá þar sem fram kemur listafólk úr minnihlutahópum og minnihlutasamfélögum á Íslandi. Dagskrárstjórn og umsjón er í höndum R.E.C Arts Reykjavík, en sá hópur var stofnaður með það markmið að auka sýnileika og þátttöku … Meira
21. október 2023 | Menningarlíf | 129 orð | 1 mynd

Ruglið og bullið til sýnis í Hofi

Jonna Jónborg Sigurðardóttir býður í dag kl. 15 til opnunar á sýningunni Hlýnun í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Í fréttatilkynningu segir að Jonna noti myndlist sína til að vekja athygli á samfélagslegum þáttum Meira
21. október 2023 | Menningarlíf | 87 orð | 1 mynd

Sálumessa Mozarts í Hallgrímskirkju

Á Óperudögum verður Sálumessa Mozarts flutt af Hátíðarkór Óperudaga í Hallgrímskirkju á morgun sunnudag kl. 17. Áheyrendum er boðið að syngja… Meira
21. október 2023 | Menningarlíf | 90 orð | 1 mynd

Sigga Hanna sýnir í Listhúsi Ófeigs

Myndlistarkonan Sigga Hanna opnar sýningu á klippimyndum og textílverkum í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5 í dag, laugardaginn 21. október. Sýningin, sem ber titilinn Ekki er allt sem sýnist, stendur til 10 Meira
21. október 2023 | Menningarlíf | 512 orð | 3 myndir

Siglt af stað seglum þöndum

Þetta er rólegheitaplata, innileg og natin, nánast eins og söngvaskáldaverk sem er þó búið að stinga í samband að einhverju leyti. Meira
21. október 2023 | Menningarlíf | 145 orð | 1 mynd

Stafræn upprisa Maríu Gudjohnsen

Sýning Maríu Gudjohnsen, Stafræn upprisa, verður opnuð í dag, laugardaginn 21. október, klukkan 17 í Þulu. Stafræn upprisa, sem stendur til 19. nóvember, er í kynningartexta frá galleríinu sögð vera „ferðalag um þrívíddarteiknaðar hreyfimyndir … Meira
21. október 2023 | Menningarlíf | 112 orð | 1 mynd

Syngja saman í Hannesarholti

Félagið Uppsigling stendur fyrir samsöng í Hannnesarholti í dag, laugardaginn 21. október, kl. 14. Á dagskrá verða „lög Jónasar Árnasonar með gestum, í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu hans á þessu ári“ Meira
21. október 2023 | Menningarlíf | 492 orð | 3 myndir

Verk úr hinum innri andlega heimi

Erla Þórarinsdóttir sýnir sautján verk á sýningu sinni 107.000 km/klst í Portfolio galleríi á Hverfisgötu. Sýningarsalurinn er á tveimur hæðum. Á efri hæð eru átta verk sem eru gerð með olíulitum og blaðsilfri Meira
21. október 2023 | Menningarlíf | 85 orð | 1 mynd

Vesturíslensk helgi

Vesturíslensk helgi ­verður haldin í Eddu 21. og 22. október. Í dag, laugardag, kl. 11 fer fram Þjóðræknisþing Þjóðræknis­félags Íslend­inga og er þingið er öllum opið. Milli kl. 13 og 17 í dag verður haldið málþing á vegum Árnastofnunar í tengslum… Meira

Umræðan

21. október 2023 | Aðsent efni | 290 orð

Eru Palestínumenn þjóð?

Heimspekingar hafa mjög velt fyrir sér merkingu orðsins „þjóð“. Minn gamli lærifaðir Karl R. Popper hafnaði þjóðernisstefnu með öllu, taldi hana ættbálkahugsun endurborna. Hann kvað ekkert dæmi til um raunverulega þjóð, nema ef vera… Meira
21. október 2023 | Pistlar | 591 orð | 4 myndir

Fjölnir með yfirburðaforskot á Íslandsmóti skákfélaga

Skákdeild Fjölnis hefur náð miklu forskoti eftir fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í Rimaskóla um síðustu helgi. Fjölnismenn gerðu meiri breytingar á liði sínu fyrir þetta keppnistímabil en önnur félög og tefldu fram fjórum stigahæstu… Meira
21. október 2023 | Pistlar | 428 orð | 2 myndir

Hebreska forn og ný

Heimsbyggðin horfir í örvinglun á hryllilegt blóðbað fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem Ísraelar og Palestínumenn berast á banaspjót sem aldrei fyrr. Ástandið er þeim mun hörmulegra þar sem tungumál þeirra, hebreska og (palestínsk) arabíska, eru náskyldar greinar á meiði semísku málafjölskyldunnar Meira
21. október 2023 | Pistlar | 800 orð

Hugmyndafræði dofnar við hringborðið

Vegna stríðsins í Úkraínu hefur hugmyndafræðilegt yfirbragð ráðstefnunnar dofnað og akademían komið í staðinn. Meira
21. október 2023 | Pistlar | 443 orð | 1 mynd

Ísland er lánsamt ríki

Kastljós helstu stjórnmálaleiðtoga heimsins heldur áfram að beinast að ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs, sem stigmagnaðist mjög hratt í kjölfar grimmilegra árása Hamas-hryðjuverkasamtakanna í Ísrael Meira
21. október 2023 | Aðsent efni | 293 orð | 1 mynd

Í tilefni af vitundarvakningu

Þar er virðing borin fyrir viðhorfum og skoðunum allra einstaklinga og tillit til þeirra tekið. Meira
21. október 2023 | Aðsent efni | 582 orð | 1 mynd

Lífsstílsverðbólga stjórnvalda

Lækning lífsstílsvanda stjórnvalda er tiltekt og forgangsröðun í útgjöldum ríkissjóðs. Meira
21. október 2023 | Aðsent efni | 165 orð | 1 mynd

María Maack

María Bóthildur Jakobína Pétursdóttir Maack fæddist 21. október 1889 á prestsetrinu Stað í Grunnavík og ólst upp á Faxastöðum í Grunnavík frá 1894. Foreldrar hennar voru hjónin séra Pétur Andrés Maack Þorseinsson, f Meira
21. október 2023 | Aðsent efni | 498 orð | 1 mynd

Skautaíþróttir í almannarými

Skautafólk er orðið langþreytt á áhugaleysi borgaryfirvalda. Meira
21. október 2023 | Aðsent efni | 701 orð | 1 mynd

Tilbúin að bregðast við breyttum aðstæðum

Stjórnvöld fylgist náið með stöðunni, greini hana og bregðist við með aðgerðum fyrir þá hópa sem verða hvað verst úti með ábyrgum og öruggum hætti. Meira
21. október 2023 | Aðsent efni | 153 orð | 1 mynd

Vilja menn heldur verðhjöðnun?

Það er síbylja í þjóðfélaginu, ekki síst á Alþingi, um verðbólgu. Verðbólgu og vexti. Verðbólga um og undir tíu prósentum hefði einhvern tímann ekki þótt tiltökumál á Íslandi, og ekki sett allt á hliðina Meira

Minningargreinar

21. október 2023 | Minningargreinar | 894 orð | 1 mynd

Guðbjörg Jónína Eyjólfsdóttir

Guðbjörg Jónína Eyjólfsdóttir fæddist 20. ágúst 1930 á Hrútafelli undir Austur-Eyjafjöllum. Hún lést á Skógarbrekku á Húsavík 12. október 2023. Foreldrar hennar voru Helga Ólafsdóttir, f. 11.3. 1901, d Meira  Kaupa minningabók
21. október 2023 | Minningargreinar | 1082 orð | 1 mynd

Halldór Ólafsson

Halldór Ólafsson fæddist 23. júlí 1937. Hann lést 20. september 2023. Útför Halldórs fór fram 28. september 2023. Meira  Kaupa minningabók
21. október 2023 | Minningargreinar | 545 orð | 1 mynd

Ingibjörg Sigurðardóttir

Ingibjörg Sigurðardóttir fæddist 21. júlí 1957. Hún lést 31. júlí 2023. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

21. október 2023 | Viðskiptafréttir | 71 orð | 1 mynd

Afhentu kolefniseiningar til Shopify

Bandaríska kolefnisföngunar- og förgunarfyrirtækið Running Tide hefur náð mikilvægum áfanga í rannsóknar- og þróunarstarfi sínu á Íslandi en félagið afhenti nýlega fyrstu kolefniseiningar sínar til alþjóðlega vefverslunarfyrirtækisins Shopify Meira
21. október 2023 | Viðskiptafréttir | 615 orð | 2 myndir

Segir að fjarvinna hafi ýmsa kosti

Fjarvinna hefur margvíslega kosti og það felast í því mörg tækifæri fyrir alþjóðleg fyrirtæki að bjóða upp á þann kost. Þetta segir Davíð Rafn Kristjánsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Swapp Agency Meira

Daglegt líf

21. október 2023 | Daglegt líf | 1309 orð | 2 myndir

Afrekspiltar raða inn verðlaunum

Ég áttaði mig fljótt á að þessir strákar væru afburðanemendur, því ég hef verið tónlistarkennari í 35 ár og það leynir sér aldrei þegar börn búa yfir yfirburðahæfileikum. Þau bera í sér einhvern eld sem er þeirra innri drifkraftur, en það þarf að… Meira

Fastir þættir

21. október 2023 | Dagbók | 218 orð | 1 mynd

Drifin áfram af dramatíkinni

Það er óhætt að segja að mæðgurnar í Stars Hallow hafi átt hug minn allan undanfarna daga og vikur. Það er raunar orðið svo að þær eru farnar að halda fyrir mér vöku þar sem ég get ekki með nokkru móti hugsað mér að sofna án þess að vita hvað gerist næst í lífi þeirra Meira
21. október 2023 | Dagbók | 51 orð | 1 mynd

Frönsk kvikmynd frá 1991. Íbúar í námunda við hverfisslátrarann fá öðru…

Frönsk kvikmynd frá 1991. Íbúar í námunda við hverfisslátrarann fá öðru hverju einstakt gæðakjöt. Það er mikil eftirspurn eftir þessu kjöti, en framboðið er lítið. Þegar ungur maður í bænum fellur fyrir dóttur slátrarans koma upp hagsmuna­árekstrar í fjölskyldunni Meira
21. október 2023 | Í dag | 1009 orð | 2 myndir

Lifað og lært í ljósi vísinda

Þorsteinn Gunnarsson fæddist 21. október 1953 og ólst upp á bænum Teigi í Vopnafirði. „Foreldrar mínir bjuggu þar með blandaðan búskap, einkum sauðfé og kýr, þannig að ég vandist fljótt algengustu sveitastörfum Meira
21. október 2023 | Í dag | 56 orð

line-height:150%">Lungi er eitt þeirra orða sem fáir skilja en miklu…

line-height:150%">Lungi er eitt þeirra orða sem fáir skilja en miklu fleiri geta notað; það þýðir kjarni, meginhluti eða það besta af e-u Meira
21. október 2023 | Í dag | 1600 orð | 1 mynd

Messur

AKRANESKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Kvöldguðsþjónusta kl. 20, Kór Akraneskirkju syngur kvöldsálma, organisti er Hilmar Örn Agnarsson, sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar. Mánudagur 23. október. Fræðslukvöld kl Meira
21. október 2023 | Í dag | 248 orð | 1 mynd

Salóme Guðmundsdóttir

40 ára Salóme ólst upp í Hlíðunum í Reykjavík en hefur hreiðrað um sig með fjölskyldu sinni í Urriðaholti í Garðabæ. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og með AMP-stjórnendagráðu frá IESE í Barcelona Meira
21. október 2023 | Í dag | 143 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Dc7 6. Be3 Rf6 7. 0-0 d5 8. Rc3 e5 9. Rxd5 Rxd5 10. exd5 exd4 11. Bxd4 Rd7 12. He1+ Kd8 13. Df3 Rc5 Staðan kom upp í fyrri hluta Kvikudeildar, efstu deildar Íslandsmóts skákfélaga, sem fór fram dagana 12.-15 Meira
21. október 2023 | Dagbók | 78 orð | 1 mynd

Stefán samdi lag fyrir brúði sína

Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpsstjarna á K100, og Stefán Jakobsson, söngvari hljómsveitarinnar Dimmu, giftu sig í Mývatnssveit þann 23. september síðastliðinn. Stefán samdi fallegt lag fyrir Kristínu sem hann flutti á brúðkaupsdaginn og áttu… Meira
21. október 2023 | Í dag | 176 orð

Veðmál Zia. S-NS

Norður ♠ K432 ♥ D1085 ♦ K4 ♣ K32 Vestur ♠ G95 ♥ 76 ♦ DG103 ♣ G976 Austur ♠ Á1086 ♥ 43 ♦ Á976 ♣ D108 Suður ♠ D7 ♥ ÁKG92 ♦ 852 ♣ Á54 Suður spilar 4♥ Meira
21. október 2023 | Í dag | 291 orð

Öllum árum róið

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Á fjósbitanum situr sá. Sá ég knýja að landi far. Hálendinu flæmast frá. Á ferli snemma gumi var. Þá kemur lausnin þessa vikuna, svarar Helgi R. Einarsson: Á bita árinn er Meira

Íþróttir

21. október 2023 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Andri Rúnar á heimaslóðir

Framherjinn Andri Rúnar Bjarnason er genginn í raðir Vestra og mun leika með liðinu á næstu leiktíð. Vestri tryggði sér sæti í Bestu deildinni í fótbolta á nýliðinni leiktíð með sigri í umspilinu og spilar því í efstu deild að ári Meira
21. október 2023 | Íþróttir | 193 orð | 1 mynd

Axel á Áskorendamótaröðina

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Keili, tryggði sér í gær sæti á Áskorendamótaröðinni, næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu. Axel lék á Nordic Golf League, þriðju sterkustu mótaröð Evrópu, í ár og tryggði sér sæti á Áskorendamótaröðinni með því að hafna í 19 Meira
21. október 2023 | Íþróttir | 227 orð | 1 mynd

Enski boltinn snýr aftur með látum

Enska úrvalsdeildin í fótbolta snýr aftur með látum eftir landsleikjahlé um helgina. Eru nokkrir stórleikir í dag og óhætt er að segja að dagskráin sé þétt frá hádegi og fram á kvöld. Grannarnir í Liverpool og Everton mætast á Anfield klukkan 11.30 Meira
21. október 2023 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Glódís dróst í snúinn riðil

Glódís Perla Viggósdóttir og liðsfélagar hennar í Bayern München drógust í C-riðil með franska stórliðinu París SG, Ítalíumeisturum Roma og Hollandsmeisturum Ajax þegar dregið var í riðla í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gær Meira
21. október 2023 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Hans Viktor samdi við KA

Knattspyrnudeild KA hefur gengið frá tveggja ára samningi við varnarmanninn Hans Viktor Guðmundsson. Hann kemur til KA frá Fjölni þar sem hann hefur leikið allan sinn feril. Hans Viktor, sem er 27 ára, var fyrirliði Fjölnis Meira
21. október 2023 | Íþróttir | 375 orð | 2 myndir

Háspenna í Grindavík

Íslandsmeistarar Tindastóls eru enn með fullt hús stiga á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir 106:96-sigur á Grindavík í æsispennandi leik í 3 Meira
21. október 2023 | Íþróttir | 94 orð

Katla langbest af yngri

Katla Tryggvadóttir úr Þrótti í Reykjavík var langbesti ungi leikmaðurinn í Bestu deild kvenna í fótbolta árið 2023, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni. Katla, sem er aðeins 18 ára, var afgerandi hæst af leikmönnum 21 árs og yngri í M-gjöfinni en hún fékk samtals 18 M Meira
21. október 2023 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

UEFA hafnaði beiðni Blika

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafnað beiðni Breiðabliks og Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, um að færa síðasta heimaleik Kópavogsliðsins í Sambandsdeild Evrópu út fyrir landsteinana. Breiðablik á fjóra leiki fyrir höndum í B-riðli Sambandsdeildarinnar Meira
21. október 2023 | Íþróttir | 279 orð | 3 myndir

Vilhjálmur og Gunnar bestir

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var besti dómarinn í Bestu deild karla í fótbolta í sumar, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins, og Gunnar Freyr Róbertsson var besti dómarinn í Bestu deild kvenna Meira
21. október 2023 | Íþróttir | 133 orð | 1 mynd

Willum Þór Willumsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur ekki látið sitt…

Willum Þór Willumsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur ekki látið sitt eftir liggja þegar kemur að vinnusemi í leikjum með Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Willum hefur hlaupið mest allra í deildinni það sem af er… Meira

Sunnudagsblað

21. október 2023 | Sunnudagsblað | 694 orð | 2 myndir

Að láta muna um sig

Ég mun áfram leggja áherslu á nýsköpun og frumlega hugsun. Litlar hugmyndir úr óvæntum áttum geta haft mikil áhrif. Meira
21. október 2023 | Sunnudagsblað | 2699 orð | 3 myndir

Allt sem ég upplifi gæti endað í bók

Það var hrikalega erfitt að missa hana og horfa upp á hana hverfa inn í þennan skelfilega sjúkdóm. Eitt af því sem ég lærði var að njóta alltaf hvers augnabliks. Meira
21. október 2023 | Sunnudagsblað | 612 orð | 1 mynd

Áfram skröltir hún þó

Þetta ríkisstjórnarsamstarf er orðið móðgun við þjóðina. Meira
21. október 2023 | Sunnudagsblað | 606 orð | 2 myndir

Blábrystingarnir eru mættir

Slagveður af verstu gerð, ausandi rigning og brjálað rok, var á þriðjudaginn var þegar blaðamaður lagði leið sína í Nauthólsvíkina til fundar við sjósundsdrottninguna Sian Richardson. Ekki bjóst blaðamaður við að nokkrum lifandi manni myndi detta í… Meira
21. október 2023 | Sunnudagsblað | 2101 orð | 4 myndir

Breidd skapar afrek

Það er djöfullegt að fara í löndun á morgnana og æfa á kvöldin og ætla að vera í heimsklassa. Meira
21. október 2023 | Sunnudagsblað | 612 orð | 3 myndir

Eflum ástríðu hjá börnum

Eigum við ekki að gefa börnunum tækifæri til að velja og efla þar með ástríðu þeirra og þar með vellíðan? Meira
21. október 2023 | Sunnudagsblað | 67 orð | 1 mynd

Ekki á leiðinni á þing

Stjórnmál Dee Snider, söngvari bandaríska glysmálmbandsins Twisted Sister, er frægur fyrir að vera með munninn fyrir neðan nefið og hefur gegnum tíðina haft ríka skoðun á ýmsum deilumálum í samfélaginu Meira
21. október 2023 | Sunnudagsblað | 98 orð | 1 mynd

Feminískur tryllir í eyðimörkinni

Tryllir The Royal Hotel er nafnið á nýrri kvikmynd eftir Kitty Green sem lýst er sem femínískum trylli. Hermt er af tveimur bandarískum stúlkum sem ferðast til Ástralíu og fá sér vinnu á bar í eyðimörkinni sem ber þetta ágæta nafn, The Royal Hotel Meira
21. október 2023 | Sunnudagsblað | 1416 orð | 1 mynd

Finn að ég geng á Guðs vegum

Ég verð þó að viðurkenna að mér finnst oft að menn telji að það sé hægt að vaða yfir biskupsembættið núna vegna þess að það er kona sem situr í stólnum. Meira
21. október 2023 | Sunnudagsblað | 984 orð | 3 myndir

Fortíðin í núinu

Ekki þarf að segja Íslendingum neitt um Duran Duran; önnur hvor miðaldra kona hér um slóðir kiknar enn í hnjáliðunum og fellur jafnvel í öngvit þegar nafn breska nýbylgjubandsins ber á góma. „Nýbylgja!?“ hvá nú mestu spírurnar Meira
21. október 2023 | Sunnudagsblað | 110 orð | 1 mynd

Fólk er skelfingu lostið

Bakslag Rob Halford, söngvari breska málmbandsins Judas Priest, hefur ekki farið varhluta af bakslaginu sem orðið hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks víða um heim. „Það er svo sem ekkert samanborið við ýmsa aðra en lumbrað er á mér í skilaboðum Meira
21. október 2023 | Sunnudagsblað | 1684 orð | 2 myndir

Fólk lá flatt fyrir listinni

Örsjaldan gerist það að hlutir sem skutu forfeðrum okkar skelk í bringu hræði úr okkur líftóruna í dag. Íhugum sólina, eldglóandi hnefa úr vetni og helíum og forsendu alls lífs á jörðinni. Í fyrndinni krafðist sóldýrkun mannfórna, rausnarlegrar blóðgjafar Meira
21. október 2023 | Sunnudagsblað | 106 orð | 1 mynd

Fyndin og óþægileg

Sambönd Árið 2017 birti The New Yorker smásöguna Cat Person eftir Kristen Roupenian sem fjallar um námskonu á þrítugsaldri sem kynnist karlmanni á fertugsaldri á netinu. Þegar fundum þeirra loks ber saman í raunheimum reynist hann hvergi nærri eins aðlaðandi og hún hélt Meira
21. október 2023 | Sunnudagsblað | 219 orð | 1 mynd

Fyrr mun frjósa í helvíti

Bresk/bandaríska rokksveitin geðþekka Foreigner naut lýðhylli í sjöunni og áttunni og sendi frá sér smelli sem enn heyrast á öldum ljósvakans, svo sem Cold As Ice, Urgent, Waiting For a Girl Like You og síðast en ekki síst ofurballöðuna I Want to… Meira
21. október 2023 | Sunnudagsblað | 16 orð

Getur þú fundið út hvaða ávöxtur er næstur í…

Getur þú fundið út hvaða ávöxtur er næstur í röðinni? Meira
21. október 2023 | Sunnudagsblað | 127 orð | 1 mynd

Hjálpar þeim sem hafa farið í hjáveituaðgerð

Einkaþjálfarinn Sigrún Snorradóttir var í viðtali í síðdegisþættinum Skemmtilegri leiðin heim á dögunum. Sigrún fór í magahjáveituaðgerð, léttist helling, fór í einkaþjálfaranám og sérhæfir sig nú í að hjálpa fólki sem hefur farið í sambærilega aðgerð Meira
21. október 2023 | Sunnudagsblað | 45 orð

Í þessu fallega sögusafni er að finna skemmtilegar og lærdómsríkar sögur…

Í þessu fallega sögusafni er að finna skemmtilegar og lærdómsríkar sögur af ævintýrum Önnu, Elsu, Kristjáni, Ólafi og vinum þeirra í Arendell. Þau halda afmælisveislu, leita að kristöllum, halda glæsilegar vetrar- og sumarhátíðir og í sameiningu… Meira
21. október 2023 | Sunnudagsblað | 270 orð | 7 myndir

Kettir gera allt betra

Ég held að áramótaheit síðustu fimm ára hafi verið nákvæmlega þau sömu, vinna minna og lesa meira. Þá get ég rætt bókmenntir og verið gáfulegur, en það er reyndar fátt sem pirrar mig meira en bókasnobb, heldur finnst mér skemmtilegast að ræða nördalegar bækur sem nánast enginn hefur lesið Meira
21. október 2023 | Sunnudagsblað | 1057 orð | 1 mynd

Kristindómur í kreppu

Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna skunduðu á Þingvöll og treystu sín heit á fyrsta sameiginlega vinnufundi þingflokkanna á þessu kjörtímabili. Að sögn var ágæt stemning í hópnum, en færra kom fram um hvaða ágreiningsefni flokkunum hefði tekist að jafna Meira
21. október 2023 | Sunnudagsblað | 664 orð | 3 myndir

Margslungin list

Eftir að ég sá Tove Jansson-sýningu árið 2015 í Helsinki þar sem mér fannst að múmínálfarnir væru alvöru list en ekki bara barnabókmenntir, þá sá ég að ég yrði að koma út úr skápnum með tröllin. Meira
21. október 2023 | Sunnudagsblað | 344 orð

Misheyrn miðaldra konu

Ég hef ekki mikla skoðun á því, en vil alla vega ekki sjá neinn frá þessum vinstri fokkum. Meira
21. október 2023 | Sunnudagsblað | 288 orð | 1 mynd

Reynsluheimur lesbía

Hvernig vildi það til að miðaldra lesbíur ákváðu að stofna hljómsveit? Það var nú þannig að okkur fannst hljómsveitarnafnið Ukulellur svo flott þannig að við ákváðum að stofna hljómsveit lesbískra kvenna sem spila á ukulele Meira
21. október 2023 | Sunnudagsblað | 507 orð | 2 myndir

Tónlist snýst um stóru málin

Margir segja: „Þegiði bara og syngið. Þegiði bara og spilið. Við höfum engan áhuga á skoðunum ykkar.“ Í mínum huga snýst tónlist hins vegar um einmitt það. Hún snýst um vangaveltur, heimspeki Meira
21. október 2023 | Sunnudagsblað | 159 orð | 1 mynd

Vítamínerað bað

„Eftir Badedas vítamín-bað mun yður líða sérstaklega vel. – Skinn yðar mýkist og verður ferskt og líflegt, og blóðið rennur eðlilega um líkamann. Ef þér farið aðeins eftir Badedas bað aðferð, þá er baðið fullkomlega vítamínerað.“… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.