Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Jónas Sigurðarson, skógarbóndi í Lundarbrekku í Bárðardal, hefur fundið heimildir um 73 bæi í Suður-Þingeyjarsýslu, sem hafa verið með rafstöð í lengri eða skemmri tíma frá 1928 til 2020, og sent frá sér bók í máli og myndum um málið, Heimarafstöðvar í Suður-Þingeyjarsýslu 1928-2020. Fyrstu rafstöðvarnar þar voru reistar 1928, flestar þeirra hafa verið aflagðar og margar endurbyggðar en rafstöðin á Stórutjörnum í gamla Ljósavatnshreppi, sem er frá 1928, gengur enn.
Meira