Greinar mánudaginn 30. október 2023

Fréttir

30. október 2023 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

„Við fylgjumst mjög vel með“

Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir landrisið á Suðurnesjum vera vaktað eins vel og hægt er. „Við fylgjumst auðvitað mjög vel með þessu. Ef til frekari tíðinda dregur erum við látin vita og viðbragðsteymi tekur til starfa.“ Fannar segir að … Meira
30. október 2023 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

„Jákvæðni, bjartsýni og áræði“

Landsþing Miðflokks­ins var haldið um helgina en um var að ræða eitt­hvert besta þing sem Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður flokks­ins, man eft­ir í póli­tík. „Það var svo mik­il já­kvæðni, bjart­sýni og áræði í mann­skapn­um,“ segir Sig­mund­ur í sam­tali við Morgunblaðið Meira
30. október 2023 | Innlendar fréttir | 521 orð | 1 mynd

Bora eftir heitu vatni við Hótel Selfoss

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Tilraunaboranir eftir heitu vatni eru að hefjast á Selfossi og verður byrjað á borun tveggja holna við Geitanes sem er skammt neðan byggðarinnar við bakka Ölfusár. Öðrum hvorum megin áramóta er síðan áformuð borun tveggja vinnsluholna, er önnur norðan Árvegar skammt frá þeim stað þar sem Hótel Selfoss stendur, en hin er þar stutt neðan við, norður af Hellubakka. Meira
30. október 2023 | Fréttaskýringar | 709 orð | 2 myndir

Breytt viðhorf gagnvart afbrotum

Viðhorf Íslendinga til brota gegn fíkniefnalöggjöfinni hefur umbreyst á síðustu árum og telja nú fleiri ofbeldisglæpi, kynferðisbrot og efnahagsbrot vera stærri vandamál en fíkniefnalagabrot. Þá hefur hlutfall þeirra sem styðja afglæpavæðingu… Meira
30. október 2023 | Innlendar fréttir | 544 orð | 4 myndir

Flaug með um 3.400 sjúka og slasaða

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Björn Pálsson. Flugmaður og þjóðsagnapersóna er ný bók sem Jóhannes Tómasson blaðamaður lauk að mestu við áður en hann lést í október í fyrra. Ekki er um eiginlega ævisögu að ræða heldur er augum einkum beint að ferli Björns sem sjúkraflugmanns og flugrekanda og fyrst og fremst stuðst við fréttir og frásagnir í fjölmiðlum. Enn fremur er fjallað um önnur fjölbreytt verkefni Björns eins og til dæmis flugferðir hans vegna eldgosa. Meira
30. október 2023 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Gefur oft langsóttar og snúnar vísbendingar í krossgátum sínum

Ævar Örn Jóspesson, útvarpsmaður og rithöfundur, er einnig krossgátuhöfundur en hann hefur árum saman samið vísbendingakrossgátur. Segir í tilkynningu að sjálfur lýsi hann gátum sínum sem svínslega erfiðum og að hann gefi oft afar langsóttar og snúnar vísbendingar Meira
30. október 2023 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Glottir máni yfir Móskarðshnjúkum

„Tunglið skín á himni háa“ segir í gömlu þjóðkvæði og sannarlega var það tignarlegt þegar það bar yfir Móskarðshnjúkana þegar kvölda tók í gær Meira
30. október 2023 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Hafa ítrekað bókun um seinagang

Óvissa um framkvæmdir sem snúa að tilfærslu á þjóðveginum getur að mati bæjarráðs Hveragerðisbæjar haft hamlandi áhrif á byggðarþróun í Hveragerði, og jafnvel leitt til lóðaskorts í ófyrirsjáanlegan tíma Meira
30. október 2023 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Haukar upp í toppsætið

Haukar fóru upp í toppsæti úrvalsdeildar kvenna í handbolta með öruggum 34:25-heimasigri á nýliðum ÍR í sjöundu umferðinni á laugardag. Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði átta mörk fyrir Haukaliðið. Stjarnan vann sinn fyrsta sigur í deildinni er liðið lagði bikarmeistara ÍBV á heimavelli, 26:22 Meira
30. október 2023 | Innlendar fréttir | 921 orð | 1 mynd

Hjúkrun og hjálp af þekkingu og alúð

Hún situr á bekk í biðstofunni og ber hönd að enni. Unglingur með hönd í fatla kemur með móður sinni í afgreiðsluna og leitar ásjár. Hrufl á hendi og haltur fótur. Öryggisvörður situr við borð. Inni á göngum er fólk í sjúkrarúmum og aðstandendur sitja hjá Meira
30. október 2023 | Fréttaskýringar | 500 orð | 3 myndir

Hætta stafar af breyttum Álfabakka

Erlendur S. Þorsteinsson hjólareiðaaðgerðasinni vekur athygli á því að skortur á frágangi vegar að nýju húsnæði Garðheima skapi talsverða hættu á hjólastígnum sem lagður hefur verið meðfram Álfabakka Meira
30. október 2023 | Innlendar fréttir | 429 orð | 1 mynd

Land rís hratt nálægt Svartsengi

Landris er hafið nærri Svartsengi og er miðja þess nálægt Bláa lóninu, eða um 1,5 kílómetra norðvestan við Þorbjörn. Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands telja landrisið benda til aukins þrýstings á svæðinu, líklega vegna kvikuinnskots Meira
30. október 2023 | Innlendar fréttir | 380 orð | 1 mynd

Langvarandi einkenni hjá þeim sem urðu veikastir

Meiri hætta er á langvarandi líkamlegum einkennum hjá þeim sem urðu alvarlega veikir af Covid-19-sjúkdómnum. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem náði til tæplega 65 þúsund fullorðinna einstaklinga á Íslandi, í Svíþjóð, Danmörku og Noregi Meira
30. október 2023 | Erlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Múgur ruddist inn á flugvöll

Fjöldi manna stormaði inn á Makhachkala-flugvöllinn í Dagestan-héraði Rússlands í gærkvöldi eftir að fregnir bárust af því að flugvél frá Tel Aviv, höfuðborg Ísraels, hefði nýlega lent á vellinum. Á myndskeiðum sem birt voru á samfélagsmiðlum mátti… Meira
30. október 2023 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Nunnudepill í fyrsta sinn á Íslandi svo vitað sé fyrir víst

Hinar árlegu haustlægðir eiga það til að bera með sér fuglategundir í smærri kantinum, líkt og nunnudepil þann sem hér má líta á meðfylgjandi mynd. Að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings varð uppi fótur og fit í fuglaáhugamannasamfélaginu á… Meira
30. október 2023 | Erlendar fréttir | 698 orð | 2 myndir

Óttast að óvinir Ísraels geri atlögu

Styrjöld geisar enn fyrir botni Miðjarðarhafs í kjölfar árásar hryðjuverkasamtakanna Hamas á Ísrael, þar sem vígamenn drápu að minnsta kosti 1.400 manns, einkum óbreytta borgara, að sögn ísraelskra yfirvalda Meira
30. október 2023 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Óvanaleg staða í ríkisstjórninni

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir að óvanaleg staða sé komin upp hjá ríkisstjórn Íslands í ljósi þess að Ísland hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasasvæðinu Meira
30. október 2023 | Innlendar fréttir | 333 orð | 1 mynd

Sameiningartillaga samþykkt

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Sameining sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar var samþykkt í íbúakosningu sem lauk sl. laugardag og var niðurstaða kosninganna afgerandi, en í kosningunum voru alls 495 kjósendur hlynntir sameiningu, en 78 andvígir. Það nýmæli var viðhaft að íbúar sem náð höfðu 16 ára aldri fyrir lok kjörfundar höfðu atkvæðisrétt og nýtti yngsti kjósandinn sér atkvæðisrétt sinn, en sá varð 16 ára á föstudag, næstsíðasta dag kosninganna. Meira
30. október 2023 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Selveiðibáturinn mögulega norskur

Flak selfangarans sem kom upp með trolli togarans Viðeyjar fyrr í þessum mánuði og greint var frá í Morgunblaðinu kann að vera af einu þeirra norsku selveiðiskipa sem hurfu í apríl árið 1952 Meira
30. október 2023 | Innlendar fréttir | 410 orð | 2 myndir

Verðmætt seðlasafn í uppboðshúsi

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Verðmætt safn peningaseðla, einkum íslenskra, er nú falboðið hjá danska uppboðshúsinu Bruun Rassmussen í Kaupmannahöfn, en safnið er í eigu Freys Jóhannessonar tæknifræðings sem lagt hefur stund á söfnun peningaseðla svo skiptir áratugum allmörgum. Í samtali við Morgunblaðið færðist Freyr undan því að nefna áætlað verðmæti safnsins, en sagði að það væri líkt og „andvirði tveggja eða þriggja fjallabíla“ eins og hann komst að orði. Meira
30. október 2023 | Innlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

Vill tafarlaust vopnahlé á Gasa

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að rétt hefði verið að styðja ályktun Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um mannúðarhlé á Gasaströndinni. „Við í ríkisstjórninni vorum sammála um að við myndum leggja áherslu á vopnahlé af… Meira
30. október 2023 | Innlendar fréttir | 441 orð

Von á kröftugri gosum í framtíðinni

Það er aðeins spurning um tíma, hvenær eldgos verði nærri mikilvægum innviðum á Reykjanesskaga og stofni þeim í hættu. Þetta segir Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. „Það er klárt að það gerist, það er bara spurning um hvenær Meira

Ritstjórnargreinar

30. október 2023 | Leiðarar | 530 orð

Milljörðum sóað

Áætlanir virðast varla hafðar til viðmiðunar þegar kemur að framkvæmdakostnaði Meira
30. október 2023 | Staksteinar | 222 orð | 1 mynd

Rándýr og óþörf jafnlaunavottun

Helgi Tómasson, prófessor í hagrannsóknum og tölfræði, skrifaði athyglisverða grein hér í blaðið í liðinni viku og vísaði í skrif nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Hann vék að tölfræðilegum villum sem algengar eru og ræddi meðal annars launamun kynja út frá tölum í Bandaríkjunum. Út frá þessu sagði hann að allt tal um kynbundinn launamun væri misskilningur. Meira
30. október 2023 | Leiðarar | 197 orð

Uppræta þarf Hamas

Allir ættu að standa saman gegn Ríki íslams, Hamas og álíka samtökum Meira

Menning

30. október 2023 | Fjölmiðlar | 201 orð | 1 mynd

David Beckham slær í gegn

Ef einhver hefði sagt að sú sem þetta skrifar ætti eftir að sitja límd yfir fjögurra þátta Netflix-þáttum um David Beckham hefði hún hnussað fyrirlitlega. Sumt veit maður alveg fyrir víst, eins og til dæmis það að maður hefur hvorki áhuga á fótbolta … Meira
30. október 2023 | Menningarlíf | 1077 orð | 2 myndir

Endurmenntunarferð til útlanda

Rennblautur, blankur og fjúkandi reiður Jónas fylgdist grannt með straumum og stefnum í læknisfræðinni, las öll helstu læknatímarit heims og fór reglulega í endurmenntunarferðir til útlanda. Árið 1913, þegar hann var nýkominn til Sauðárkróks, fór hann í átta mánaða námsferð um Evrópu og Bandaríkin Meira
30. október 2023 | Menningarlíf | 47 orð | 4 myndir

Menningarlífið var hvergi bangið í aðdraganda hrekkjavökunnar

Litrík og framúrstefnuleg tískusýning í Ástralíu, óvæntur fundur í París á listaverki eftir ítalskan endurreisnarmálara, undirbúningur hrekkjavöku í New York-ríki þar sem hugmyndaauðgi ræður ríkjum og glæsilegt safn helgað vísindaskáldskap í Kína, er á meðal þess sem linsur ljósmyndara frönsku fréttaveitunnar AFP beindust að í liðinni viku. Meira
30. október 2023 | Menningarlíf | 431 orð | 4 myndir

Stríð, tarotspil, glæpir og úlfar

Bókaútgáfan Salka stendur fyrir fjölbreyttri útgáfu að vanda þar sem breytingaskeiðið, úlfar, tarot og stríð koma meðal annars við sögu Meira

Umræðan

30. október 2023 | Aðsent efni | 386 orð | 1 mynd

Kveikur fer á kreik í menntamálum

Fólk verður náttúrlega að vita eitthvað – hafa eitthvert fóður fyrir hugsunina. Meira
30. október 2023 | Pistlar | 403 orð | 1 mynd

Réttlæti, velferð og kvennakjör

Ég man vel hvað ég var stolt daginn sem ég fékk að fara með mömmu í strætó úr Breiðholtinu ofan í bæ til að taka þátt í byltingunni. Þetta var 24. október 1975. Á leiðinni útskýrði mamma, kennari til áratuga, fyrir mér að með samstöðunni væru konur að ryðja brautina fyrir okkur sem yngri værum Meira
30. október 2023 | Aðsent efni | 759 orð | 1 mynd

Samstöðufundir með barnamorðingjum Hamas

Úkraínumenn og unga fólkið í Íran sem er drepið, fangelsað og pyntað verðskulda ekki samstöðufundi hér. Og ráðamenn Írans fá konunglegar móttökur. Meira
30. október 2023 | Aðsent efni | 392 orð | 2 myndir

Sóknarfæri í skólamálum: Átak í skólamálum

Getum við sætt okkur við að nútímaleg kennslugögn og búnað vanti í flesta skóla? Meira

Minningargreinar

30. október 2023 | Minningargreinar | 4645 orð | 1 mynd

Anna Dagrún Pálmarsdóttir

Anna Dagrún Pálmarsdóttir fæddist í Hafnarfirði 13. desember 1968. Hún lést 14. október 2023 eftir langvinn og erfið veikindi. Foreldrar hennar eru Erla Rannveig Gunnlaugsdóttir blómaskreytir, f. 9.8 Meira  Kaupa minningabók
30. október 2023 | Minningargreinar | 747 orð | 1 mynd

Fanney Björnsdóttir

Fanney Björnsdóttir fæddist í Sandgerði 14. september 1929. Hún lést 19. október 2023 á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík. Foreldrar Fanneyjar voru Björn Samúelsson frá Blönduhlíð, Hörðudalshreppi, bús Meira  Kaupa minningabók
30. október 2023 | Minningargreinar | 892 orð | 1 mynd

Guðrún Bjarnadóttir

Guðrún Bjarnadóttir fæddist 17. júní 1936. Hún lést 16. október 2023. Útför fór fram 25. október 2023. Meira  Kaupa minningabók
30. október 2023 | Minningargreinar | 806 orð | 1 mynd

Guðrún Vigdís Sverrisdóttir

Guðrún Vigdís Sverrisdóttir fæddist í Reykjavík 21. september 1948. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 15. október 2023. Hún var dóttir hjónanna Áslaugar Jóelsdóttur, f. 16. desember 1921, d Meira  Kaupa minningabók
30. október 2023 | Minningargreinar | 883 orð | 1 mynd

Ingólfur Arnar Guðjónsson

Ingólfur Arnar Guðjónsson fæddist 23. febrúar 1946. Hann lést 8. ágúst 2023. Útför hans fór fram 25. október 2023. Meira  Kaupa minningabók
30. október 2023 | Minningargreinar | 1233 orð | 1 mynd

María Kolbrún Thoroddsen

María Kolbrún Thoroddsen fæddist 26. júní 1939. Hún lést 12. október 2023. Útför hennar fór fram 25. október 2023. Meira  Kaupa minningabók
30. október 2023 | Minningargreinar | 689 orð | 1 mynd

Ólafur Björgvinsson

Ólafur Björgvinsson (Óli Björgvins) fæddist í Reykjavík 9. júlí 1942. Hann lést 14. október 2023. Foreldrar hans voru Kristín Ólafsdóttir og Björgvin Finnsson, læknir. Systkini hans eru Anna Fríða Björgvinsdóttir og Finnur Björgvinsson Meira  Kaupa minningabók
30. október 2023 | Minningargreinar | 1336 orð | 1 mynd

Ólafur Hróbjartsson

Ólafur Hróbjartsson fæddist 15. janúar 1949. Hann lést 14. október 2023. Útför fór fram 27. október 2023. Meira  Kaupa minningabók
30. október 2023 | Minningargrein á mbl.is | 738 orð | 1 mynd | ókeypis

Stefán Reynir Gíslason

Stefán Reyn­ir Gísla­son fædd­ist 23. októ­ber 1954. Hann lést 17. októ­ber 2023.  Útför hans var 27. októ­ber 2023. Meira  Kaupa minningabók
30. október 2023 | Minningargreinar | 3882 orð | 1 mynd

Stefán Reynir Gíslason

Stefán Reynir Gíslason fæddist 23. október 1954. Hann lést 17. október 2023. Útför fór fram 27. október 2023. Meira  Kaupa minningabók
30. október 2023 | Minningargreinar | 459 orð | 1 mynd

Þórdís Einarsdóttir

Þórdís Steinunn Einarsdóttir fæddist 14. júní 1943. Hún lést 17. október 2023. Útför hennar fór fram 26. október 2023. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

30. október 2023 | Viðskiptafréttir | 615 orð | 3 myndir

Það þarf ekki að flækja hlutina

Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ráðstefnan Krossmiðlun 2023 verður haldin næstkomandi fimmtudag á Hótel Reykjavík Grand og von er á úrvalshópi erlendra fyrirlesara sem fjalla munu um ýmsar hliðar markaðs- og hönnunarmála. Meira
30. október 2023 | Viðskiptafréttir | 144 orð | 1 mynd

Þrýsta á Kína að aflétta fiskbanni

Viðskiptaráðherrar G7-ríkjanna funduðu í Osaka um helgina og sendu frá sér yfirlýsingu á sunnudag þar sem kínversk stjórnvöld eru hvött til að afnema, án tafar, hömlur á innflutningi japanskra matvæla Meira

Fastir þættir

30. október 2023 | Dagbók | 24 orð | 1 mynd

Estrógen hjálpar mörgum konum

Hanna Lilja Oddgeirsdóttir læknir hjá Gyna Medica segir einkenni breytingaskeiðsins geta verið hamlandi fyrir margar konur. Estrógenuppbót kemur þá að gagni ásamt breyttum lífsstíl. Meira
30. október 2023 | Í dag | 176 orð

Forþvingun. S-Enginn

Norður ♠ KG104 ♥ Á5 ♦ D4 ♣ ÁK763 Vestur ♠ D9732 ♥ 873 ♦ 1075 ♣ G4 Austur ♠ Á6 ♥ G1042 ♦ 932 ♣ 9852 Suður ♠ 85 ♥ KD96 ♦ ÁKG86 ♣ D10 Suður spilar 6G Meira
30. október 2023 | Í dag | 1011 orð | 3 myndir

Frumkvöðull á fornum slóðum

Adolf Friðriksson fæddist 30. október 1963 á Akranesi og ólst þar upp. „Foreldrar mínir stofnuðu þar iðnfyrirtæki og mínar fyrstu minningar eru af verksmiðjugólfinu, í leik með stimpla og krít og reisa völundarhús úr pappakössum Meira
30. október 2023 | Í dag | 26 orð | 1 mynd

Grundarfjörður Anna Rós Randversdóttir fæddist 4. janúar 2023. Hún vó…

Grundarfjörður Anna Rós Randversdóttir fæddist 4. janúar 2023. Hún vó 3.116 g og var 48,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Randver Pétursson og Lára Sif Jóhannesdóttir. Meira
30. október 2023 | Dagbók | 90 orð | 1 mynd

Íslandsmeistari í að svæfa börn

Söngkonan Hafdís Huld Þrastardóttir segir það sennilega rétt að hún sé Íslandsmeistari í að svæfa börn, en platan hennar Vögguvísur, sem kom út árið 2012, er enn þann dag í dag ein mest streymda íslenska platan og ekkert lát virðist á vinsældum hennar Meira
30. október 2023 | Í dag | 57 orð

Nokkrum sinnum hefur maður tekið djúpt í árinni hér í Málinu. Orðtakið…

Nokkrum sinnum hefur maður tekið djúpt í árinni hér í Málinu. Orðtakið þýðir að fullyrða mikið, eins og maður gerir um ríkisstjórnina eða matinn í vinnunni. Að taka djúpt í „árina“ er tilgangs- og merkingarlaust, það á að dýfa árinni… Meira
30. október 2023 | Í dag | 69 orð | 1 mynd

Randver Pétursson

30 ára Randver fæddist á Sauðárkróki en ólst upp í Grundarfirði og býr þar. Hann vinnur við smíðar hjá ÞF smíði. Áhugamálin eru borðspil, tölvuleikir og tónlist. „Ég spilaði sjálfur á gítar þegar ég var yngri.“ Fjölskylda Dóttir Randvers er Anna Rós, f Meira
30. október 2023 | Í dag | 289 orð

Salt hrossaket og súr hvalur

Ingólfur Ómar skrifar mér: Heill og sæll Halldór mér datt í hug að lauma að þér vísu. Þannig er að ég fékk matarsendingu um daginn sem var saltað hrossaket og sló ég til og hafði það í kvöldmatinn á þessum föstudegi, auk þess var ég með hræring og… Meira
30. október 2023 | Í dag | 162 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 0-0 5. Be3 c6 6. h3 d5 7. e5 Re4 8. Bd3 Rxc3 9. bxc3 dxc4 10. Bxc4 b5 11. Bb3 Bb7 12. Rf3 c5 13. dxc5 Rc6 14. Bd4 e6 15. Hc1 Hc8 16. h4 Rxd4 17. cxd4 Bxf3 18. gxf3 Da5+ 19 Meira

Íþróttir

30. október 2023 | Íþróttir | 252 orð | 1 mynd

Gregg Ryder gerði þriggja ára samning

Englendingurinn Gregg Ryder er nýr þjálfari karlaliðs KR í fótbolta. Var hann kynntur á blaðamannafundi félagsins í Frostaskjóli á laugardag. Gerði Ryder þriggja ára samning við félagið. Ryder þekk­ir ís­lenska fót­bolt­ann vel, en hann hef­ur þjálfað Þrótt úr Reykja­vík og Þór í 1 Meira
30. október 2023 | Íþróttir | 467 orð | 2 myndir

Haukakonur í toppsætið

Haukakonur eru komnar upp í toppsæti úrvalsdeildar kvenna í handbolta eftir sannfærandi 34:25-heimasigur á nýliðum ÍR í 7. umferðinni á laugardag. Það hefur verið gaman að fylgjast með Haukaliðinu síðustu mánuði eftir nokkur döpur ár í röð Meira
30. október 2023 | Íþróttir | 132 orð | 1 mynd

Háspenna í Grafarvogi og á Akureyri

KA, HK, Fjölnir og Fram tryggðu sér í gær sæti í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í handbolta. KA-menn unnu Víking í miklum spennuleik á Akureyri. Urðu lokatölur 33:32, KA í vil, eftir framlengda spennu Meira
30. október 2023 | Íþróttir | 584 orð | 4 myndir

Knattspyrnufélagið Árbær leikur áfram í 3. deild karla í fótbolta og…

Knattspyrnufélagið Árbær leikur áfram í 3. deild karla í fótbolta og Kormákur/Hvöt fer upp í 2. deild, eins og til stóð. Árbær kærði leik liðanna 2. september síðastliðinn, á þeim forsendum að Kormákur/Hvöt hefði notast við ólöglegan leikmann í leiknum Meira
30. október 2023 | Íþróttir | 422 orð | 1 mynd

Málaði Manchester bláa

Norski framherjinn Erling Haaland stal senunni er Manchester City vann afar sannfærandi 3:0-útisigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Old Trafford í gær. Haaland gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö fyrstu mörkin á 26 Meira
30. október 2023 | Íþróttir | 131 orð | 1 mynd

Níu marka fjör í Laugardalnum

SA hafði betur gegn SR, 6:5, í æsispennandi markaleik í úrvalsdeild karla í íshokkí í Skautahöll Reykjavíkur á laugardag. SA var með 3:2-forystu eftir fyrstu lotu, þar sem Hafþór Sigrúnarson, Unnar Rúnarsson og Ormur Jónsson komust allir á blað hjá Akureyringum Meira
30. október 2023 | Íþróttir | 227 orð | 1 mynd

Ómar og Viggó röðuðu inn mörkum

Eins og oft áður voru Íslendingar áberandi í þýsku 1. deildinni í handbolta um helgina. Ómar Ingi Magnússon er kominn aftur á fleygiferð með Evrópumeisturum Magdeburgar eftir erfið meiðsli. Skoraði Selfyssingurinn sjö mörk og lagði upp þrjú til viðbótar í 40:28-heimasigri á Bergischer í gær Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.