Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Sameining sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar var samþykkt í íbúakosningu sem lauk sl. laugardag og var niðurstaða kosninganna afgerandi, en í kosningunum voru alls 495 kjósendur hlynntir sameiningu, en 78 andvígir. Það nýmæli var viðhaft að íbúar sem náð höfðu 16 ára aldri fyrir lok kjörfundar höfðu atkvæðisrétt og nýtti yngsti kjósandinn sér atkvæðisrétt sinn, en sá varð 16 ára á föstudag, næstsíðasta dag kosninganna.
Meira