Greinar föstudaginn 3. nóvember 2023

Fréttir

3. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

110 ára afmæli haldið hátíðlegt

Hádegisverðarsalur Árvakurs í Hádegismóum var þéttsetinn í gærmorgun þegar 110 ára afmæli Morgunblaðsins var fagnað með glæsibrag. Starfsfólk og stjórnarfólk kom saman til að halda upp á þennan áfanga og var veglegur morgunverður í boði Meira
3. nóvember 2023 | Erlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Bann við kjarnorkutilraunum afnumið

Vladimír Pútín Rússlandsforseti undirritaði í gær lög, þar sem staðfesting Rússlands á sáttmálanum um algjört bann við tilraunum með kjarnorkuvopn, CTBT, var afturkölluð. Sáttmálinn, sem var undirritaður árið 1996, bannar allar kjarnorkusprengingar, … Meira
3. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 128 orð

„Reyna að þétta raðirnar eins og mögulegt er“

Skýrst gæti í dag hvort stéttarfélög og landssambönd innan ASÍ verða í samfloti í kjaraviðræðunum við Samtök atvinnulífsins sem eru fram undan í vetur. Formenn aðildarfélaga og landssambanda ASÍ koma saman til fundar í dag, þar sem ræða á m.a Meira
3. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Búist við miklum afföllum rjúpna

Náttúrufræðistofnun metur nú aldurshlutföll rjúpna í haustveiðinni. Búið er að aldursgreina 600 fugla, að því er fram kemur hjá Ólafi K. Nielsen, vistfræðingi hjá Náttúrufræðistofnun, í ákalli til áhugamanna um rjúpnarannsóknir Meira
3. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Geyma mengaðan jarðveg á lóð borgarinnar í leyfisleysi

Dótturfyrirtæki Reykjavíkurborgar, Malbikunarstöðin Höfði, geymir mengaðan jarðveg á lóð Sævarhöfða 6-10 í leyfisleysi. Um er að ræða brot á lögum um meðhöndlun úrgangs, en Morgunblaðið greindi frá því í síðustu viku að skipulagsfulltrúi… Meira
3. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Hyggjast hækka álagningarhlutfall útsvars

Aðhaldsaðgerðir sem eiga að bæta rekstur A-hluta bæjarins um milljarð króna voru kynntar á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar í gær. Um er að ræða þríþætta aðgerð sem miðar að því að hækka álagningarhlutfall útsvars, hægja á framkvæmdum og auka aðhald í rekstri Meira
3. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Innsetning Ívars Valgarðssonar

Sýningunni Myndlistin okkar lýkur um helgina með innsetningu Ívars Valgarðssonar sem í vor hlaut mjög góða kosningu í kosningaleik Listasafns Reykjavíkur, að því er fram kemur í tilkynningu frá safninu Meira
3. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 810 orð | 3 myndir

Kaldar kveðjur frá þingmanninum

Sviðsljós Kristján Jónsson kris@mbl.is Umræða um hvernig skuli haga sjúkraflugi hérlendis virðist vera komin á nokkurt flug á ný. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, er einn þeirra sem talað hafa fyrir því að komið verði á sjúkraflugi á Suðurlandi sem ekki verði á könnu Landhelgisgæslunnar heldur heilbrigðiskerfisins. Meira
3. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 69 orð

Lést í bílslysi

Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut snemma í gærmorgun, 2. nóvember. Slysið átti sér stað skammt austan við Fitjar í Reykjanesbæ. Segir frá þessu í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum Meira
3. nóvember 2023 | Fréttaskýringar | 489 orð | 1 mynd

Metið frá því í fyrra gæti fallið á þessu ári

Rétt tæplega 8.000 fleiri erlendir ríkisborgarar fluttust til landsins á fyrstu níu mánuðum ársins en fluttu þá frá því. Hins vegar fluttu um 230 fleiri íslenskir ríkisborgarar þá frá landinu en fluttu til þess Meira
3. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 434 orð | 2 myndir

Selfossbíó Marteins

„Kvikmyndaáhuginn kom snemma og hefur alltaf fylgt mér,“ segir Marteinn Sigurgeirsson fyrrverandi kennari. Á fimmtudag í næstu viku heldur hann á æskuslóðum sínum austur á Selfossi sýningu með myndbrotum af ýmsu því sem hann hefur filmað þar í bæ á undanförnum áratugum Meira
3. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 681 orð | 1 mynd

Setja markið á verulega styttingu

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Meira
3. nóvember 2023 | Erlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Sjö látnir eftir storminn Ciarán

Sjö manns fórust í ríkjum Vestur-Evrópu þegar stormurinn Ciarán gekk þar yfir í gær. Rafmagn fór af um það bil 1,2 milljónum heimila í Frakklandi í fyrrinótt, en vindhraði stormsins náði á sumum stöðum rúmlega 55 metrum á sekúndu Meira
3. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Skotárás í Úlfarsárdal

Kalla þurfti sérsveit ríkislögreglustjóra til vegna skotárásar við fjölbýlishús í Úlfarsárdal aðfaranótt fimmtudags. Einn særðist í árásinni og var fluttur á slysadeild. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í gærkvöld Meira
3. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 254 orð | 5 myndir

Starfsfólk og stjórn fagna 110 árum

Starfsmenn og stjórn Árvakurs komu saman til að fagna 110 ára afmæli Morgunblaðsins í gær, 2. nóvember. Óhætt er að fullyrða að hátíðin hafi gengið vel – margt var um manninn, umræður fóru fram, auk þess sem sungið var og spilað Meira
3. nóvember 2023 | Erlendar fréttir | 432 orð | 1 mynd

Svöruðu árás Hisbollah-samtakanna

Ísraelsher réðst í gær á skotmörk í Líbanon sem tengdust hryðjuverkasamtökunum Hisbollah, en árás þeirra var hugsuð sem svar við árás Hisbollah fyrr um daginn. Sagði í yfirlýsingu samtakanna að þau hefðu ráðist samtímis á 19 hernaðarskotmörk í… Meira
3. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 92 orð

Þyrlusveit Gæslunnar gangi fyrir

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar ætti að ganga fyrir áður en farið verði í að koma fyrir sérstökum sjúkraþyrlum á landsbyggðinni, segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. Georg gagnrýnir fullyrðingar Vilhjálms Árnasonar, þingmanns… Meira
3. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Tindastóll og Þór á toppnum

Aðeins tvö af fimm efstu liðum úrvalsdeildar karla í körfubolta fögnuðu sigri er fimm fyrstu leikir 5. umferðarinnar voru leiknir í gærkvöldi. Fyrir vikið eru Tindastóll og Þór frá Þorlákshöfn nú saman á toppnum með átta stig hvor, á meðan Njarðvík, … Meira
3. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 458 orð | 3 myndir

Um 150 milljónir til góðra málefna

Lionsklúbburinn Fjörgyn í Grafarvogi var stofnaður 1990 og hefur síðan veitt samtals um 150 milljónir króna í styrki til góðra málefna. Helsta fjáröflunarleið klúbbsins frá 2003 hafa verið stórtónleikar til styrktar Barna- og unglingageðdeild… Meira
3. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Yfir 40 prósent vilja flytja í burtu

Yfir 40% innflytjenda sem búa í smærri byggðarlögum hér á landi telja frekar eða mjög líklegt að þeir flytji þaðan fyrir fullt og allt Meira
3. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 694 orð | 1 mynd

Þetta er ekkert annað en kvika

Ólafur E. Jóhannsson Anna Rún Frímannsdóttir „Þetta er hugmynd sem kom fram í einu af fyrstu innskotunum, en þá fengum við upplyftingu sem fjaraði út,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og jarðefnafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Hann var spurður álits á hugmynd sem Ólafur Flóvenz, sérfræðingur í jarðhita og jarðvísindum, viðraði á Facebook, þess efnis að landrisið í Svartsengi kynni að vera af völdum gass sem streymdi frá kviku djúpt niðri, en ekki endilega kviku sem væri að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Meira

Ritstjórnargreinar

3. nóvember 2023 | Leiðarar | 868 orð

Gervigreind til gagns eða ógagns?

Eldur 21. aldarinnar getur bæði veitt yl og ógnað lífi Meira
3. nóvember 2023 | Staksteinar | 178 orð | 1 mynd

Hver framleiðir ekki súrefni?

Vísindaheimurinn ætti að standa á öndinni eftir að tímamótauppgötvun í líffræði var laumað inn í hógvært frumvarp um hvalveiðar. Í þessu ágæta frumvarpi Andrésar Inga Jónssonar þingmanns Pírata eru þau sláandi rök færð fyrir því að bann við hvalveiðum sé skynsamlegt að hvalir framleiði súrefni. Meira

Menning

3. nóvember 2023 | Menningarlíf | 717 orð | 3 myndir | ókeypis

Einlæg forvitni

Í bókinni Reykjavík sem ekki varð segja sagnfræðingurinn Anna Dröfn Ágústsdóttir og arkitektinn Guðni Valberg frá stórbyggingum í Reykjavík sem upphaflega voru hannaðar á öðrum stað en þær síðan risu Meira
3. nóvember 2023 | Menningarlíf | 152 orð | 1 mynd

Forward býður í ferðalag til Venusar

Reloading nefnist danssýning sem Forward, Listahópur Reykjavíkur 2023, sýnir í hátíðarsal Klassíska listdansskólans á Grensásvegi 14 á morgun, laugardag, kl. 18 og 20. „Reloading er hluti af verkefninu „Skissan“ sem er vettvangur… Meira
3. nóvember 2023 | Menningarlíf | 113 orð | 1 mynd

Með verkum handanna opnuð á morgun

Með verkum handanna nefnist sýning sem opnuð verður í Þjóðminjasafni Íslands á morgun kl. 14. „Á sýningunni verða öll fimmtán íslensku refilsaumsklæðin sem varðveist hafa Meira
3. nóvember 2023 | Leiklist | 464 orð | 2 myndir

Þrumulostin

Tjarnarbíó Stroke ★★★★½ Eftir Virginiu Gillard og Trigger Warning. Leikstjórn og dramatúrgía: Andrea Elín Vilhjálmsdóttir og Kara Hergils. Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir. Tónlist: Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir. Lýsing: Jóhann Friðriksson. Leikarar: Sæmundur Andrésson og Virginia Gillard. Trigger Warning í samstarfi við Virginiu Gillard frumsýndi í Tjarnarbíói fimmtudaginn 12. október 2023, en rýnt er í sýninguna á sama stað sunnudaginn 22. október 2023. Meira
3. nóvember 2023 | Menningarlíf | 127 orð | 2 myndir

Tónleikatvenna í Hallgrímskirkju

Boðið verður upp á tvenna tónleika í Hallgrímskirkju um helgina í samstarfi við Iceland Airwaves. Á morgun, laugardag, kl. 12 flytja Arngerður María Árnadóttir organisti og Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari frumsamda tónlist, tónlist með rafhljóðum, spuna og sjakkonnu í d-moll BWV 1004 eftir Bach Meira
3. nóvember 2023 | Menningarlíf | 31 orð

Victoria Cribb þýddi

Ranglega var farið með nafn þýðanda enskrar útgáfu glæpasögunnar Bráðarinnar eftir Yrsu Sigurðardóttur í frétt á baksíðu blaðsins í gær. Þýðandinn heitir Victoria Cribb. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Meira

Umræðan

3. nóvember 2023 | Pistlar | 496 orð | 1 mynd

Ekki þessi sálfræðingur

Á Austurlandi starfar kona, af erlendu bergi brotin, við ræstingar. Hún er þó menntaður sálfræðingur frá sínu upprunaríki. Á kvöldin aðstoðar hún, í sjálfboðastarfi, pólskumælandi Íslendinga. Hún má ekki starfa við sína sérgrein á Íslandi þar sem… Meira
3. nóvember 2023 | Aðsent efni | 816 orð | 1 mynd

Hangikjöt og svið

Kampakátur Valgarð tók upp annan kolsvartan lambshausinn og hristi hann framan í manngreyið um leið og hann jarmaði hátt. Meira
3. nóvember 2023 | Aðsent efni | 386 orð | 1 mynd

Krossfestum hann!

Umfjöllun um löngu látinn mann vekur hins vegar spurningar. Hann fékk hvorki ákæru né dóm. Á að svipta hann öllum heiðri? Meira
3. nóvember 2023 | Aðsent efni | 919 orð | 1 mynd

Samfélagsbanki – hvað?

Sennilega er átt við að „samfélagsbanki“ eigi að vera „óhagnaðardrifinn“. Samkvæmt orðanna hljóðan þýðir „óhagnaður“ tap, og það hefur gengið eftir. Meira
3. nóvember 2023 | Aðsent efni | 424 orð | 1 mynd

Útrýmingarherferð Ísraela

Bak við þennan hrylling standa auðvitað þeir sem græða á vopnasölu. Meira

Minningargreinar

3. nóvember 2023 | Minningargreinar | 1967 orð | 1 mynd

Anna Guðbjörg Kristjánsdóttir

Anna Guðbjörg Kristjánsdóttir kennari fæddist í Reykjavík 3. febrúar 1935. Hún lést á Droplaugarstöðum 21. október 2023 Meira  Kaupa minningabók
3. nóvember 2023 | Minningargreinar | 3210 orð | 1 mynd

Áslaug Halldórsdóttir Kjartansson

Áslaug Halldórsdóttir Kjartansson fæddist 16. apríl 1939 í Reykjavík. Hún lést 13. október 2023 á Landspítalanum. Foreldrar hennar voru Else Marie Nielsen Kjartansson, f. 27.5. 1908, d. 11.12. 1971, og Halldór Kjartansson, f Meira  Kaupa minningabók
3. nóvember 2023 | Minningargreinar | 2049 orð | 1 mynd

Björn Indriðason

Björn Indriðason tæknifræðingur fæddist á Akranesi 27. febrúar 1957. Björn lést í faðmi fjölskyldunnar á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 23. október 2023. Foreldrar hans voru Indriði Björnsson, skrifstofumaður frá Undirvegg í Kelduhverfi, f Meira  Kaupa minningabók
3. nóvember 2023 | Minningargreinar | 795 orð | 1 mynd

Kristinn Sigurjón Antonsson

Kristinn Sigurjón Antonsson fæddist á Dalvík 26. febrúar 1936. Hann lést á Hrafnistu, Nesvöllum, 19. október 2023. Foreldrar hans voru þau Anton Gunnlaugsson, fæddur 19.8. 1913, látinn 9.9. 2004 og Jóna Hallfríður Kristjánsdóttir, fædd 10 Meira  Kaupa minningabók
3. nóvember 2023 | Minningargreinar | 629 orð | 1 mynd

Kristín Pálsdóttir

Kristín Pálsdóttir fæddist í Hnífsdal 26. júlí 1926. Hún lést 25. október 2023. Hún var dóttir hjónanna Jensínu Jensdóttur og Páls Þórarinssonar, bæði fædd 1890. Systkini Kristínar voru fjögur og náðu þær þrjár systur fullorðinsaldri; Guðrún, Kristín og Erla Meira  Kaupa minningabók
3. nóvember 2023 | Minningargreinar | 1464 orð | 1 mynd

Margrét Elísabet Guðbjartsdóttir

Margrét Elísabet Guðbjartsdóttir fæddist í Hnífsdal 26. desember 1926. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eyri 25. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Þóra Guðbjartsdóttir, f. 24. ágúst 1902, d Meira  Kaupa minningabók
3. nóvember 2023 | Minningargreinar | 2113 orð | 1 mynd

Ólína Sigríður Björnsdóttir

Ólína Sigríður Björnsdóttir, húsmóðir og listakona, fæddist á Siglufirði 11. ágúst 1946. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi 20. október 2023. Foreldrar hennar voru hjónin Hólmfríður Steinþórsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
3. nóvember 2023 | Minningargreinar | 995 orð | 1 mynd

Rut Valdimarsdóttir

Rut Valdimarsdóttir fæddist á Sauðárkróki 20. janúar 1940. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki 21. október 2023. Foreldrar hennar voru Valdimar Pétursson, f. 2. apríl 1911, d. 5. apríl 1968, og Herdís Sigurjónsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

3. nóvember 2023 | Viðskiptafréttir | 84 orð | 1 mynd

Erlend netverslun jókst um 23,9% milli ára

Erlend netverslun í september nam tæpum 2,3 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum sem Rannsóknarsetur verslunarinnar (RSV) fær frá Tollinum og greinir frá í tilkynningu. Erlend netverslun jókst um 23,9% á milli ára á breytilegu verðlagi en aðeins um 0,7% á milli mánaða Meira
3. nóvember 2023 | Viðskiptafréttir | 582 orð | 2 myndir

Flugáætlun næsta árs sú stærsta

Flugáætlun Icelandair á næsta ári verður sú umfangsmesta í sögu félagsins. Félagið mun þá fljúga til yfir 50 áfangastaða og starfrækja þrjá tengibanka út frá Keflavíkurflugvelli. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir því að sætaframboð aukist um að minnsta kosti 10% á milli ára á næsta ári Meira
3. nóvember 2023 | Viðskiptafréttir | 200 orð | 1 mynd

Hagnaður Kviku banka minnkar á milli ára

Hagnaður Kviku banka nam um 540 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs, og dróst saman um tæpar 930 milljónir króna á milli ára. Tekjur bankans námu um 4,8 milljörðum króna og drógust saman um tæpar 190 milljónir á milli ára Meira

Fastir þættir

3. nóvember 2023 | Dagbók | 198 orð | 1 mynd

Auðmeltanlegt léttmeti í nóvember

Eftir heilan mánuð af áhorfi á hryllingsmyndir og -þætti fann ljósvaki þegar nýr mánuður gekk í garð að hann þyrfti nauðsynlega að byrja að horfa á eitthvert auðmeltanlegt léttmeti. Hvað er betra en raunveruleikaþættirnir Masterchef US í því skyni?… Meira
3. nóvember 2023 | Í dag | 114 orð | 1 mynd

Dragi Pavlov

60 ára Dragi er frá Skopje í Makedóníu en fluttist til Íslands í lok síðustu aldar og býr í Garðabæ. Hann var atvinnumaður í fótbolta í… Meira
3. nóvember 2023 | Í dag | 276 orð

Enn af sláttuvísum

Oft er slegið á létta strengi í sláttuvísum, eins og rifjað var upp í vísnahorninu á þriðjudag. Nú gerðist það að á þessu góða hausti var Ágúst Ingi Ketilsson á Brúnastöðum enn í heyskap um tuttugasta október Meira
3. nóvember 2023 | Í dag | 178 orð

Fyrirframlíkur. N-NS

Norður ♠ ÁD4 ♥ ÁK4 ♦ Á654 ♣ D65 Vestur ♠ 2 ♥ DG1063 ♦ D103 ♣ 10872 Austur ♠ K1083 ♥ 985 ♦ G982 ♣ 93 Suður ♠ G9765 ♥ 72 ♦ K7 ♣ ÁKG4 Suður spilar 6♠ Meira
3. nóvember 2023 | Í dag | 1019 orð | 2 myndir

Gaman að rekast á gamla nemendur

Ingibjörg Axelsdóttir fæddist 3. nóvember 1953 í Reykjavík og ólst upp í Hlíðahverfinu, nánar tiltekið í Skaftahlíð. „Á uppvaxtarárum mínum var þar mikill barnafjöldi á svipuðum aldri og auðvelt að finna sér leikfélaga Meira
3. nóvember 2023 | Í dag | 31 orð | 1 mynd

Garðabær Emma Pavlov Sveinsdóttir fæddist 29.…

Garðabær Emma Pavlov Sveinsdóttir fæddist 29. nóvember 2022 á slaginu 00:00. Hún vó 2.788 g og var 47 cm á lengd Meira
3. nóvember 2023 | Dagbók | 29 orð | 1 mynd

Hló að spámönnum fyrir tímabilið

Knattspyrnumaðurinn Davíð Örn Atlason varð Íslands- og bikarmeistari með uppeldisfélagi sínu Víkingi úr Reykjavík á nýliðnu keppnistímabili en þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Davíðs Arnar sem er 29 ára gamall. Meira
3. nóvember 2023 | Í dag | 66 orð

line-height:150%">Sá sem er skammt á undan manni á lokametrum í…

line-height:150%">Sá sem er skammt á undan manni á lokametrum í maraþonhlaupi er fyrir framan mann Meira
3. nóvember 2023 | Dagbók | 91 orð | 1 mynd

Nýtt lag komið út með Bítlunum

Aðdáendur Bítlanna fögnuðu í gær þegar nýtt lag kom út með hljómsveitinni. Lagið heitir Now and Then og varð til með hjálp gervigreindar. John Lennon söng lagið inn á segulband snemma á áttunda áratug síðustu aldar Meira
3. nóvember 2023 | Í dag | 159 orð | 1 mynd

Skák

1. c4 Rf6 2. Rf3 c5 3. Rc3 d6 4. g3 Rc6 5. Bg2 g6 6. a3 Bg7 7. Hb1 Bf5 8. d3 Dd7 9. h3 e5 10. g4 Be6 11. b4 0-0 12. Rg5 h6 13. Rxe6 fxe6 14. bxc5 dxc5 15. Re4 b6 16. g5 hxg5 17. Bxg5 Rh5 18. e3 Re7 Staðan kom upp í fyrri hluta Kvikudeildar, efstu… Meira

Íþróttir

3. nóvember 2023 | Íþróttir | 540 orð | 2 myndir

Aðeins tveir sigrar hjá fimm efstu

Aðeins tvö af fimm efstu liðum úrvalsdeildar karla í körfubolta fögnuðu sigri er fimm fyrstu leikir 5. umferðarinnar voru leiknir í gærkvöldi. Fyrir vikið eru Tindastóll og Þór frá Þorlákshöfn nú saman á toppnum með átta stig hvor, á meðan Njarðvík, … Meira
3. nóvember 2023 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Ari Freyr leggur skóna á hilluna

Ari Freyr Skúlason leggur skóna á hilluna eftir tímabilið í sænska fótboltanum. Hann ætlar þó ekki að kveðja fótboltann, heldur starfa áfram hjá Norrköping í Svíþjóð. Mun hann koma að unglingastarfi félagsins sem og þjálfun meistaraflokks Meira
3. nóvember 2023 | Íþróttir | 1023 orð | 2 myndir

Einstakt að spila fyrir framan íslensku þjóðina

„Þessir leikir leggjast mjög vel í mig og ég er virkilega spenntur,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið á æfingu íslenska liðsins í Víkinni í Fossvogi í gær Meira
3. nóvember 2023 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Kristinn yfirgefur Vesturbæinga

Knattspyrnumaðurinn Kristinn Jónsson hefur yfirgefið herbúðir KR eftir sex ár hjá félaginu. Hinn 33 ára gamli Kristinn, sem er bakvörður, tilkynnti tíðindin á samfélagsmiðlinum Instagram. Kristinn er uppalinn hjá Breiðabliki en hélt út í… Meira
3. nóvember 2023 | Íþróttir | 417 orð | 2 myndir

Mikael Anderson átti stórleik fyrir AGF er liðið…

Mikael Anderson átti stórleik fyrir AGF er liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í fótbolta með 4:0-útisigri á Ishöj í gærkvöldi Meira
3. nóvember 2023 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Ólöf heiðruð í Bandaríkjunum

Knattspyrnukonan Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hefur verið útnefnd nýliði ársins í Ivy League-deildinni, þar sem hún leikur með Harvard-háskólanum. Ólöf var markahæsti leikmaður skólans á leiktíðinni með sjö mörk í fimmtán leikjum og þá gaf hún tvær stoðsendingar að auki Meira
3. nóvember 2023 | Íþróttir | 184 orð | 1 mynd

Toppliðin þurftu að hafa fyrir sigri

Valur og Haukar eru enn jafnir að stigum á toppi úrvalsdeildar kvenna í handbolta eftir tvo fyrstu leiki áttundu umferðarinnar í gærkvöldi, en liðin þurftu bæði að hafa fyrir stigunum í spennandi leikjum Meira
3. nóvember 2023 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Æfir með ensku meisturunum

Sædís Rún Heiðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Stjörnunnar, æfir um þessar mundir með stórliði Chelsea á Englandi. Bakvörðurinn, sem er 19 ára gamall, mun æfa með Englandsmeisturunum næstu daga en liðið er ríkjandi Englandsmeistari Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.