Greinar laugardaginn 4. nóvember 2023

Fréttir

4. nóvember 2023 | Erlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Átta látnir til viðbótar í óveðrinu

Átta manns létust í gær af völdum stormsins Ciarán þegar hann hélt áfram yfirreið sinni yfir ríki Vestur-Evrópu. Að minnsta kosti fimm létust í Toskana-héraði á Ítalíu, og lýstu stjórnvöld þar yfir neyðarástandi vegna aurs og flóða af völdum stormsins Meira
4. nóvember 2023 | Fréttaskýringar | 1301 orð | 3 myndir

„Verðum einir með þessa frétt!“

2000 „Svona lífsreynsla er ekkert lík því að verða vitni að eldgosi eða einhverju þvílíku. Þetta er ólýsanleg martröð“ Anders Hansen, hrossabóndi á Árbakka í Landsveit Meira
4. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

Bensín og rafmagn verði í boði á Granda

Festi ehf. hefur sótt um leyfi til Reykjavíkurborgar um uppbyggingu fjölorkustöðvar N1 á lóðinni Fiskislóð 15-21 á Granda. Á lóðinni eru verslanir Krónunnar, Jysk, Elko og Byko. Í næsta nágrenni, Ánanaustum, er Olís með bensínstöð Meira
4. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Brák, barokk, Bára og Herdís á Sígildum sunnudögum á morgun

Barokkbandið Brák kemur fram á tónleikum í Norðurljósum Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16 sem eru hluti af tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar. Með bandinu kemur fram óperusöngkonan Herdís Anna Jónasdóttir og flytur nokkrar af frægustu aríum Händels úr óperunum Júlíusi Sesar, Ariodante og Rinaldo Meira
4. nóvember 2023 | Fréttaskýringar | 472 orð | 1 mynd

Bætt nýting hótela hefur áhrif á verðið

Seldar voru ríflega milljón gistinætur í september sem er metfjöldi og seldust þar af tæplega 521 þúsund gistinætur á hótelum. Seldum gistinóttum í september fjölgaði um 6% milli ára. Hins vegar fjölgaði gistinóttum á höfuðborgarsvæðinu aðeins um 1% … Meira
4. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 754 orð | 5 myndir

Eindregin samstaða og samhugur

Mikil samstaða og samhugur um að þétta raðirnar í komandi kjaraviðræðum einkenndi fund formanna aðildarfélaga ASÍ sem fram fór í gær, að sögn verkalýðsforingja sem sátu fundinn. Er það verulegur viðsnúningur eftir þær væringar sem verið hafa innan verkalýðshreyfingarinnar á seinustu árum Meira
4. nóvember 2023 | Erlendar fréttir | 97 orð

Ein stærsta drónaárásin til þessa

Rússar sendu í fyrrinótt um fjörutíu sjálfseyðingardróna af íranskri gerð til árása á Úkraínu, og náðu Úkraínumenn að skjóta 24 þeirra niður. Árásirnar beindust að tíu héruðum í Úkraínu, en ekki var tilkynnt um neitt mannfall af völdum þeirra Meira
4. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Enn slegin met í bílaumferðinni

Ný met voru sett í umferðinni bæði á hringveginum og á höfuðborgarsvæðinu í seinasta mánuði samkvæmt mælum Vegagerðarinnar. Umferðin á hringveginum jókst um rúm sex prósent í október frá sama mánuði í fyrra, sem var einnig metmánuður á þeim tíma Meira
4. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Erlendur er látinn

Arnaldur Indriðason hefur sent frá sér nýja bók, Sæluríkið, sem er tuttugasta og sjöunda bók hans á jafnmörgum árum og þar fæst lögreglumaðurinn Konráð við flókin mál. Arnaldur er í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins Meira
4. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Fleiri hleranir vegna fíkniefna

Lögreglan hlerar fleiri síma en áður vegna stórfelldra brota gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Fjöldi mála var 18 árið 2013 en hafði verið 34 árið 2022. Sömu þróun má sjá hvað viðkemur almennri gagnasöfnun; árið 2013 voru einungis tvær, en 16 árið 2022 Meira
4. nóvember 2023 | Erlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Fundinn sekur í öllum ákæruliðum

Sam Bankman- Fried, stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX, var í fyrrinótt fundinn sekur um stórfellt fjármálamisferli, en honum var gefið að sök að hafa stolið milljörðum bandaríkjadala af viðskiptavinum sínum Meira
4. nóvember 2023 | Fréttaskýringar | 1036 orð | 3 myndir

Gervigreindin að umbylta bílaiðnaði

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Framtíð samgangna verður í brennidepli á ráðstefnu á alþjóðadegi viðskiptalífsins á Hilton Reykjavík Nordica næstkomandi þriðjudag. Á meðal fyrirlesara er Ralf Herrtwich, framkvæmdastjóri sjálfvirknihugbúnaðar hjá tæknirisanum NVIDIA. Hann segist í samtali við Morgunblaðið, spurður um erindi sitt á fundinum, munu ræða um það hvernig hugbúnaður og gervigreind sé að umbreyta þróun ökutækja og hvernig það muni gera næstu kynslóðir bíla öruggari og sjálfbærari. Hér eftir fylgir nánara samtal við Herrtwich. Meira
4. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 364 orð

Hrinan með þeim öflugri

Lítið lát hefur verið á stórum og öflugum skjálftum á Reykjanesskaga síðustu sólarhringa. Að sögn Benedikts Gunnar Ófeigssonar, sérfræðings Veðurstofunnar í jarðskorpuhreyfingum, er hrinan sem hefur verið í gangi núna með þeim öflugri frá því að jarðhræringar hófust að nýju á svæðinu Meira
4. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 850 orð | 3 myndir

Hvarvetna eru myndir af gíslunum

Viðtal Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is „Gíslatakan er mjög stórt mál hér og hvarvetna má sjá myndir af gíslunum sem eru allt niður í níu mánaða gömul börn,“ segir Birgir Þórarinsson alþingismaður í samtali við Morgunblaðið, en hann er staddur í Ísrael með hópi þingmanna frá Evrópusambandinu til að kynna sér ástand mála á átakasvæðunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Meira
4. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 526 orð | 3 myndir

Í góðum höndum

Stefnt er að því að markaðssetja lög eftir Arnar Jónsson í Bandaríkjunum á næsta ári. Hann hljóðritaði lög í Sunset Sound-hljóðverinu í Los Angeles í sumar með útgáfu á Íslandi í huga en henni hefur verið frestað þar til eftir áramót Meira
4. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 340 orð | 2 myndir

Íslenskir hjúkrunarfræðingar í fararbroddi

Íslenskir hjúkrunarfræðingar í krabbameinslækningum eru í fararbroddi innan Evrópu, segir Virpi Sulosaari, doktor í heilbrigðisvísindum við háskólann í Turku í Finnlandi og forseti samtakanna EONS (samtaka evrópskra krabbameinshjúkrunarfræðinga) Meira
4. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Jólabjórinn kom til byggða í gær

Fögnuður var mikill í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi þegar Tuborg-jólabjórinn kom til byggða. Fjöldi fólks kom saman og gladdist við söng og almenn kátína ríkti. Margir fögnuðu tímamótunum með því að að klæðast jólalegum og skrautlegum fatnaði, bláum jólasveinahúfum og öðru merktu jólabjórnum Meira
4. nóvember 2023 | Fréttaskýringar | 671 orð | 3 myndir

Kvika gæti farið hratt yfir í upphafi

„Ef við skoðum gögnin er líklegast að gos komi upp í grennd við þann stað sem kallast Illahraunsgígar og eru vestnorðvestan við Þorbjörn. Illahraunsgígar eru líklegasti gosstaðurinn, þar er mesta landrisið og flestir skjálftarnir Meira
4. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Kynna forval vegna nýrrar legudeildar

Félagið Nýr Landspítali ohf. (NLSH) hefur óskað eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu útboði á hönnun nýs húsnæðis legudeildar fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk). Þ.m.t. við skipulag lóðar með tilliti til flæðis sjúklinga, gesta og aðfanga Meira
4. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Leikkona prestur í Grundarfirði

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir sóknarpresti til þjónustu í Setbergsprestakalli í Grundarfirði. Þrjár umsóknir bárust og varð Laufey Brá Jónsdóttir guðfræðingur fyrir valinu hjá valnefnd. Tveir umsækjenda óskuðu eftir nafnleynd Meira
4. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Listahátíð unga fólksins hefst í dag

Unglist – Listahátíð ungs fólks hefst í dag með fjölbreyttri dagskrá um alla borg og bý á höfuðborgarsvæðinu. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, segir í tilkynningu, en frítt er inn á alla viðburði Meira
4. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 209 orð

Meta stöðuna í bítið

Stöðug skjálftahrina hefur verið í gangi á Reykjanesskaga síðustu sólarhringa, með þeim öflugri frá því að jarðhræringar hófust að nýju á svæðinu, að sögn Benedikts Gunnars Ófeigssonar, sérfræðings Veðurstofunnar í jarðskorpuhreyfingum Meira
4. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Nanna heillaði gesti á Iceland Airwaves í Fríkirkjunni

Góður rómur var gerður að tónleikum Nönnu Hilmarsdóttur í Fríkirkjunni í gær en þeir voru hluti af tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Nanna flutti efni af fyrstu sólóplötu sinni, How to Start a Garden Meira
4. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Palestínskum ráðherra heitt í hamsi

„Ráðherranum var heitt í hamsi og á köflum var fundurinn tilfinningaþrunginn,“ segir Birgir Þórarinsson alþingismaður í samtali við Morgunblaðið. Birgir er staddur í Ísrael á eigin vegum til að kynna sér ástand mála á átakasvæðinu í Mið-Austurlöndum Meira
4. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

Rjúpnastofn í dýfu en jólamaturinn kominn

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þegar snjólínan er hátt uppi er rjúpan langt inni á heiðum. Ganga þarf upp í 300-400 metra hæð til þess að finna fugl sem þá hefur gjarnan hópað sig saman í kjarrlendi eða í grjóti,“ segir Eiður Pétursson á Húsavík. Þar í bæ – eins og víða á Norður- og Austurlandi – eru margir veiðimenn sem núna eiga sína allra bestu daga á árinu. Meira
4. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Ruslapoki á styttu Friðriks

Svartur ruslapoki hefur verið settur á styttuna af séra Friðriki Friðrikssyni sem stendur við Bernhöftstorfuna í hjarta miðborgarinnar. Mál tengd séra Friðriki komust í kastljós fjölmiðla í kjölfar nýútgefinnar bókar Guðmundar Magnússonar Meira
4. nóvember 2023 | Erlendar fréttir | 396 orð | 1 mynd

Skærurnar munu halda áfram

Hassan Nasrallah, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Hisbollah, sagði í gær að samtökin væru reiðubúin til þess að mæta Bandaríkjaflota í átökum, og að eina leiðin til þess að koma í veg fyrir að stríðið á Gasasvæðinu breiddist út væri að stöðva árásir Ísraelshers á svæðið Meira
4. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 353 orð | 1 mynd

Snjóframleiðsla ætti að hefjast í mánuðinum

Útlit er fyrir að starfsmenn í Bláfjöllum geti hafist handa síðar í mánuðinum við að framleiða snjó fyrir skíðasvæðið en vinna við að koma snjóframleiðslu í gagnið er nú í fullum gangi, að sögn Magnúsar Árnasonar, framkvæmdastjóra skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu Meira
4. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 542 orð | 2 myndir

Sólin kveður og norðurljósin heilsa

Sólin er að því komin að kveðja okkur Grundfirðinga um sinn og fela sig bak við fjallgarðinn sem umlykur bæinn okkar frá austri til vesturs. Hún fer svo að gægjast aftur upp þar sem skarð er í fjallgarðinn í lok janúar 2024 Meira
4. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Sturlunga rædd og námskeið á netinu

Í Kakalaskála á Kringlumýri í Skagafirði verður í dag kl. 14 hóf í tilefni af því að út er komið vefnámskeiðið Á Sturlungaslóð. Í Kakalaskála hefur Sigurður Hansen, sérfræðingur í Sturlungu, sett ásamt fleirum upp sögu- og listasýningu frá átakatímum 13 Meira
4. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

Tíu ára fangelsi fyrir manndráp

Ungur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í gær dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp en hann stakk 27 ára gamlan pólskan karlmann ítrekað með hnífi á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl með þeim afleiðingum að hann lést Meira
4. nóvember 2023 | Fréttaskýringar | 932 orð | 4 myndir

Ungir Íslendingar skila sér vel

Ungir íslenskir knattspyrnumenn sem ganga til liðs við erlend félög á aldrinum 16-18 ára eru líklegri en jafnaldrar þeirra í flestöllum löndum til að ná langt í íþrótt sinni. Breiðablik er í sjötta sæti yfir félög í Evrópu sem eru uppeldisfélög leikmanna sem fara utan á þessum aldri Meira
4. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Ungu Íslendingarnir ná langt

Íslenskir knattspyrnumenn sem fara 16-18 ára gamlir til erlendra félaga eru líklegri til að ná langt í íþrótt sinni en jafnaldrar þeirra í flestum öðrum löndum. Breiðablik er eitt þeirra félaga í Evrópu sem skila flestum ungum leikmönnum í… Meira
4. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 383 orð | 2 myndir

Upplýsingakerfi lýðræðis raskað

Umræða á Alþingi um stuðning við einkarekna fjölmiðla á Íslandi hefur fyrst og fremst verið römmuð inn sem vandamál í rekstri vegna ójafnrar samkeppnisaðstöðu á auglýsingamarkaði. Þó er nauðsynlegt að horfa til fleiri þátta, segir Birgir Guðmundsson, prófessor við Háskólann á Akureyri Meira

Ritstjórnargreinar

4. nóvember 2023 | Reykjavíkurbréf | 1427 orð | 1 mynd

Hugsað til blaða

Árið 1903 var blaðið Landvörn stofnað, tíu árum á undan Morgunblaðinu. Þar voru engir aukvisar að verki: Einar Benediktsson, Einar Gunnarsson og Benedikt Sveinsson voru kosnir í ritstjórn af félaginu sem að því stóð. Þetta var myndarlegt blað, miklir textar og frumort ljóð, en engar auglýsingar. Meira
4. nóvember 2023 | Staksteinar | 219 orð | 1 mynd

Misnotaðir ­málaflokkar

Týr Viðskiptablaðsins fjallar um kynjagleraugun og fjárlagafrumvarpið í nýjasta tölublaðinu. Hann nefnir umsögn við fjárlagafrumvarpið frá félaginu Femínísk fjármál og telur hana nokkuð merkilega og segist ekki hafa vitað að „hin eina rétta femíníska fjármálastefna væri að kalla eftir að öllum áherslum Samfylkingarinnar í skattamálum sé hrint í framkvæmd“. Meira
4. nóvember 2023 | Leiðarar | 826 orð

Rafbílaraunir

Rafbílar hafa gengið hratt út en nú gæti dregið úr Meira

Menning

4. nóvember 2023 | Fjölmiðlar | 190 orð | 1 mynd

Áhugavert kvikmyndaval RÚV

Ég ætlaði vart að trúa eigin augum þegar ég stillti á RÚV á dögunum og bandaríska kvikmyndin Midsommar var að fara af stað. Er hún þekkt fyrir að vera frekar ógeðfelld og því stranglega bönnuð innan 18 ára Meira
4. nóvember 2023 | Bókmenntir | 825 orð | 3 myndir

Á undan eigin samtíð

Ævisaga Að deyja frá betri heimi ★★★★· Eftir Pálma Jónasson. Fagurskinna, 2023. Innb. 444 bls. Meira
4. nóvember 2023 | Menningarlíf | 1420 orð

Bókaútgáfan Drápa gefur út bækur fyrir börn og fullorðna og kennir þar…

Bókaútgáfan Drápa gefur út bækur fyrir börn og fullorðna og kennir þar ýmissa grasa. Frá handhafa Blóðdropans Skúli Sigurðsson sendir nú frá sér nýja og æsispennandi bók sem heitir Maðurinn frá São Paulo Í fyrra kom út fyrsta bók Skúla, Stóri … Meira
4. nóvember 2023 | Menningarlíf | 167 orð | 1 mynd

Dóttir Presleys ósátt við handrit Coppola

Fjórum mánuðum áður en Lisa Marie Presley lést hafði hún í tölvupósti til Sofiu Coppola harðlega gagnrýnt handrit hennar að myndinni Priscilla sem frumsýnd var í september. Frá þessu greinir Variety Meira
4. nóvember 2023 | Menningarlíf | 749 orð | 3 myndir

Ég lét þetta svæði seytla inn í mig

„Þetta á upphaf sitt í því að fyrir þremur árum var ég að vinna fyrir austan í samstarfi við Sláturhúsið með leikhópnum mínum sem heitir Svipir. Þá gerði ég leiksýningu upp úr handriti sem skrifað er af Árna Friðrikssyni kennara fyrir austan, en hann leikur einmitt í leikritinu núna Meira
4. nóvember 2023 | Menningarlíf | 118 orð | 1 mynd

Jean Antoine Posocco í 40 ár

Jean Antoine Posocco – 40 árum síðar nefnist sýning sem opnuð er hjá SÍM á Hlöðulofti Korpúlfsstaða í dag. „Í ár fagna ég 40 ára veru minni hér á Íslandi og stóran hluta af þeim tíma hef ég dúllað mér við að teikna, sumum til ama og… Meira
4. nóvember 2023 | Menningarlíf | 147 orð | 1 mynd

Kristín Gunnlaugsdóttir með Selfie

Kristín Gunnlaugsdóttir opnar sýninguna Selfie í Gallerí Kverk í Garðastræti 37 í dag kl. 15. „Í mörgum verka minna gegnum tíðina hef ég fjallað um konuna og kvenímyndina Meira
4. nóvember 2023 | Menningarlíf | 240 orð | 2 myndir

Landnámsmatur, veiði og ofurhetjur

Bókaútgáfan Drápa stendur fyrir fjölbreyttri útgáfu fyrir jólin. Skúli Sigurðsson, sem hlaut Blóðdropann í fyrra fyrir Stóra bróður, sendir nú frá sér nýja bók sem heitir Maðurinn frá São Paulo Meira
4. nóvember 2023 | Menningarlíf | 78 orð | 1 mynd

Óperubrölt fer fram í Garðabæ í dag

Óperubrölt nefnist viðburður sem fram fer í Garðabæ í dag kl. 13. Dagskráin hefst í Vídalínskirkju og þaðan leiðir Jón Svavar Jósefsson göngu gesta að Garðatorgi, en á leiðinni skjóta „alls kyns söngfuglar upp kollinum á óvæntum stöðum og gleðja viðstadda og fólk á ferli“, segir í kynningu Meira
4. nóvember 2023 | Menningarlíf | 48 orð | 1 mynd

Rómantík í Salnum

María Konráðsdóttir sópransöngkona og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari koma fram á tónleikum í Salnum á morgun, sunnudag, kl. 13.30 sem eru hluti af tónleikaröðinni Klassík í Salnum. Samkvæmt viðburðarkynningu er rómantíkin þema tónleikanna Meira
4. nóvember 2023 | Menningarlíf | 1016 orð | 1 mynd

Snýst allt um að segja sögur

Söng- og leikkonan Elín Hall er á svimandi hraðri uppleið um þessar mundir. Ferill hennar hófst með hvelli þegar hún hafnaði í þriðja sæti Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2015, 16 ára gömul, og aðeins sex árum síðar var hún tilnefnd til Íslensku… Meira
4. nóvember 2023 | Menningarlíf | 547 orð | 7 myndir

Tónlistarveislan mikla

Endaði innslagið á því að ég dansaði trylltan snákadans við einn spyrilinn við undirleik Ingibjargar Turchi. Ekki spyrja. Meira
4. nóvember 2023 | Kvikmyndir | 657 orð | 2 myndir

Vitlaust vegabréf

Bíó Paradís The Green Boarder / Grænu landamærin ★★★★½ Leikstjórn: Agnieszka Holland. Handrit: Maciej Pisuk, Gabriela Lazarkiewicz og Agnieszka Holland. Aðalleikarar: Jalal Altawil, Mohamad Al Rashi, Dalia Naous, Taim Ajjan, Talia Ajjan, Behi Djanati Atai, Maja Ostaszewska og Tomasz Wlosok. 2023. Pólland. 147 mín. Meira

Umræðan

4. nóvember 2023 | Aðsent efni | 557 orð | 1 mynd

Að vera eða vera ekki

Við höfum aldrei haft það betra. … Ef þetta er ástand sem býr til kreppu, hvað gerist þegar það kreppir að? Meira
4. nóvember 2023 | Pistlar | 782 orð

Áherslubreyting í norrænu samstarfi

Þegar vægi öryggis- og varnarmála eykst í norrænu samstarfi verður að tryggja að við einangrumst ekki vegna þekkingar- og reynsluskorts. Meira
4. nóvember 2023 | Aðsent efni | 709 orð | 1 mynd

Árásir Hamas áttu sér ekki stað í tómarúmi

Áframhaldandi árásir og morð saklausra borgara og barna á Gasa og undirlægjuháttur við Ísraelsmenn er okkur Íslendingum til háborinnar skammar og smánar. Meira
4. nóvember 2023 | Pistlar | 432 orð | 1 mynd

COP28 og stöðumat Íslands

Þing aðildarríkja loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna hefst í lok þessa mánaðar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hið 28. í röðinni og gengur undir nafninu COP28. Ríkisstjórn Íslands hefur sett sér það markmið að ná svokölluðu kolefnishlutleysi… Meira
4. nóvember 2023 | Pistlar | 563 orð | 4 myndir

Hannes Hlífar í baráttunni um sigurinn við Adams og fleiri á HM öldunga

Hannes Hlífar Stefánsson er fyrsti íslenski stórmeistarinn sem tekur þátt í þessu heimsmeistaramóti öldunga sem nú stendur yfir í Palermo á Ítalíu en mótinu lýkur um helgina. Teflt er í opnum flokki 50 og 65 ára og eldri og einnig í kvennaflokki með sömu aldursskiptingu Meira
4. nóvember 2023 | Aðsent efni | 261 orð | 1 mynd

Hans Petersen

Hans Petersen fæddist 5. nóvember 1873 í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru Adolph Petersen bókhaldari og kona hans María Ólafsdóttir er síðar giftist Birni Guðmundssyni timburkaupmanni í Reykjavík. Hans Petersen fluttist með móður sinni til… Meira
4. nóvember 2023 | Aðsent efni | 933 orð | 2 myndir

Heimsmet í hættu

Hinar nýtilkomnu áhyggjur ríkisstjórnarinnar hafa leitt hana inn á ranga braut viðbragða sem draga úr virkni eigin aðgerða og hægja hraða orkuskipta. Meira
4. nóvember 2023 | Pistlar | 461 orð | 2 myndir

Litlu sigrarnir

Kennarinn: Jæja, krakkar mínir. Eigum við ekki að segja skrýtlur í dag? Ég er með eina: – Mamma, mamma! Ég vil ekki fara til Ástralíu! – Hættu þessu, krakki, og haltu áfram að synda! N.1: Kennari, væri ekki í lagi að geyma skrýtlur… Meira
4. nóvember 2023 | Aðsent efni | 257 orð

Lýðræðisumræðurnar í Danmörku

Strax eftir stríð urðu fjörugar umræður á Norðurlöndum um framtíðartilhögun stjórnmála. Í Svíþjóð og á Íslandi snerust umræðurnar aðallega um þann boðskap Friedrichs von Hayeks, að sósíalismi færi ekki saman við lýðræði Meira
4. nóvember 2023 | Aðsent efni | 440 orð | 1 mynd

Séra Friðrik og ég

Að fá að hitta séra Friðrik og fá knús hjá honum … eru mér ógleymanlegar minningar. Meira
4. nóvember 2023 | Aðsent efni | 291 orð

Sorg – og von

Sorgin er elskunnar gjald sem við greiðum, gráturinn orðalaust kærleikans mál. Stundum á ævinnar ólíku skeiðum áföllin hertaka líkama' og sál. Ástvinamissir, það bitrasta böl, ber með sér tómleika, doða og kvöl Meira
4. nóvember 2023 | Aðsent efni | 772 orð | 1 mynd

Umburðarleysi

Ekkert er til sparað til að ná fram markmiðum ráðandi afla í Ísrael. Á Gasa hafa þegar a.m.k. tvö þúsund börn verið líflátin í þessari hrinu. Meira
4. nóvember 2023 | Aðsent efni | 571 orð | 1 mynd

Varað við hjartaskemmdum

Stjórnvöld gefi bólusettum landsmönnum kost á að koma í rannsókn fyrir hjartaskaða af völdum mRNA-bóluefnanna. Meira
4. nóvember 2023 | Aðsent efni | 687 orð | 1 mynd

Það sem Gene Roddenberry vissi betur en aðilar trúarbragðanna

Um borð í Star Trek-skipinu voru samræður á háu siðmenntuðu plani og það þó að ekki væru allir sammála. Meira

Minningargreinar

4. nóvember 2023 | Minningargreinar | 1233 orð | 1 mynd

Erna Hallgrímsdóttir

Erna Hallgrímsdóttir fæddist á Jaðri á Dalvík 30. október 1933. Hún lést á heimili sínu, Dalbæ á Dalvík, 29. október 2023. Foreldrar hennar voru hjónin Þóra Jónsdóttur, f. 11. júlí 1903, d. 15. apríl 1974, og Hallgrímur Friðrik Sigurðsson, f Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2023 | Minningargreinar | 1232 orð | 1 mynd

Garðar Sævar Einarsson

Garðar Sævar Einarsson fæddist á Ísafirði 24. febrúar 1938. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði 29. október 2023. Foreldrar hans voru hjónin og Einar Ingiberg Guðmundsson sjómaður frá Selakirkjubóli í Önundarfirði, f Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2023 | Minningargreinar | 835 orð | 1 mynd

Guðmundur Jóhannsson

Guðmundur Jóhannsson fæddist á Þórshöfn á Langanesi 19. janúar 1961. Hann varð bráðkvaddur 20. október 2023. Foreldrar hans voru Jóhann Guðmundsson, f. 18. febrúar 1935, d. 5. apríl 1983, og Guðbjörg Guðmundsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2023 | Minningargreinar | 2296 orð | 1 mynd

Halldóra Jónsdóttir

Halldóra Jónsdóttir fæddist 27. ágúst 1933 á Siglufirði og bjó þar síðan að undanskildum þremur árum þar sem hún dvaldi á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri. Hún lést á Hlíð 19. október 2023. Foreldrar Halldóru voru (Hólmfríður) Sigurlaug Davíðsdóttir og Jón Þorkelsson Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2023 | Minningargreinar | 1829 orð | 1 mynd

Kjartan Gunnarsson

Kjartan Gunnarsson fæddist á Njálsstöðum í Norðurfirði 10. mars 1934. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar á Sjúkrahúsinu á Akranesi 21. október 2023. Hann var sonur hjónanna Gunnars Njálssonar, f. 2. febrúar 1901, d Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2023 | Minningargreinar | 212 orð | 1 mynd

Kristjana Þorbjörg Vilhjálmsdóttir

Kristjana Þorbjörg Vilhjálmsdóttir (Systa) fæddist 3. júní 1941. Hún lést 21. október 2023. Útför Kristjönu fór fram 2. nóvember 2023. Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2023 | Minningargreinar | 319 orð | 1 mynd

Pétur Bergholt Lúthersson

Pétur Bergholt Lúthersson fæddist 2. september 1936. Hann lést 9. október 2023. Útför Péturs fór fram 27. október 2023. Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2023 | Minningargrein á mbl.is | 1692 orð | 1 mynd | ókeypis

Sigurður Sigurjónsson

Sigurður Sigurjónsson fæddist að Núpakoti undir Austur-Eyjafjöllum 27. október 1947. Hann lést af slysförum 12. október 2023. Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2023 | Minningargreinar | 4371 orð | 1 mynd

Sigurður Sigurjónsson

Sigurður Sigurjónsson fæddist í Núpakoti undir Austur-Eyjafjöllum 27. október 1947. Hann lést af slysförum 12. október 2023. Hann var sonur hjónanna Sigurjóns Þorvaldssonar, f. 11.10. 1891, d. 26.6. 1959, og Guðlaugar Guðjónsdóttur, f Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2023 | Minningargreinar | 1424 orð | 1 mynd

Stefán Halldór Steinþórsson

Stefán Halldór Steinþórsson fæddist á Sauðárkróki 8. janúar 1935. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands Sauðárkróki 24. október 2023. Foreldrar Stefáns voru Steinþór Stefánsson, f. 8. apríl 1908, d Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2023 | Minningargreinar | 399 orð | 1 mynd

Unnur Geirþrúður Kristjánsdóttir

Unnur G. Kristjánsdóttir „Teisa“ fæddist 14. janúar 1955. Hún lést 19. júní 2023. Minningarathöfn fór 30. september 2023. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

4. nóvember 2023 | Viðskiptafréttir | 80 orð | 1 mynd

FME sektar Símann sem fer með málið fyrir dóm

Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur sektað Símann um 76,5 milljónir króna fyrir að hafa ekki birt ætlaðar innherjaupplýsingar í lok ágúst 2021, í tengslum við mögulega sölu á Mílu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum til Kauphallarinnar Meira

Daglegt líf

4. nóvember 2023 | Daglegt líf | 1284 orð | 2 myndir | ókeypis

Í álfheimum má vera smá klikk

Ég bjóst alls ekki við að hreppa þessi verðlaun,“ segir rithöfundurinn og teiknarinn Rán Flygenring sem hlaut á dögunum barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2023 fyrir myndabók sína Eldgos Meira

Fastir þættir

4. nóvember 2023 | Í dag | 77 orð | 1 mynd

Árdís Eva Friðriksdóttir

30 ára Árdís ólst upp í Grafarvogi en býr í Mosfellsbæ. Hún er með BS-gráðu í sálfræði og vinnur á leikskólanum Lyngheimum Meira
4. nóvember 2023 | Dagbók | 94 orð | 1 mynd

Engum leið vel með verkefnið

Handritið að vinsælu IceGuys-þáttunum var skrifað af grínistanum Sóla Hólm en hann var í viðtali í Skemmtilegri leiðin heim á dögunum. Sóli segir sér ekki hafa litist neitt sérstaklega vel á þetta fyrst um sinn og allt hafi átt að gerast mjög hratt Meira
4. nóvember 2023 | Í dag | 1441 orð | 1 mynd

Messur

AKUREYRARKIRKJA | Allraheilagramessa kl. 11. Prestur er Jóhanna Gísladóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl Meira
4. nóvember 2023 | Í dag | 31 orð | 1 mynd

Mosfellsbær Karín Dís Blomsterberg fæddist í Reykjavík 21. júlí 2023 kl.…

Mosfellsbær Karín Dís Blomsterberg fæddist í Reykjavík 21. júlí 2023 kl. 22.40. Hún vó 4.095 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Árdís Eva Friðriksdóttir og Maríus Árni Blomsterberg. Meira
4. nóvember 2023 | Í dag | 181 orð

Mylla Mortons. A-Allir

Norður ♠ 52 ♥ ÁG65 ♦ 109 ♣ KDG62 Vestur ♠ G109 ♥ 109 ♦ D765 ♣ Á1093 Austur ♠ 63 ♥ KD87432 ♦ K4 ♣ 75 Suður ♠ ÁKD874 ♥ – ♦ ÁG832 ♣ 84 Suður spilar 6♠ Meira
4. nóvember 2023 | Í dag | 66 orð

Orðtakið að hafa e-ð eða e-n í hávegum merkir að gera e-u/e-m hátt undir…

Orðtakið að hafa e-ð eða e-n í hávegum merkir að gera e-u/e-m hátt undir höfði; sýna e-u/e-m virðingu; meta e-ð/e-n mikils; hafa dálæti á… Meira
4. nóvember 2023 | Í dag | 177 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Rf6 5. Rxf6+ gxf6 6. Rf3 b6 7. Bb5+ c6 8. Bd3 Bb7 9. 0-0 Dc7 10. a4 Rd7 11. De2 Bd6 12. a5 bxa5 13. Bd2 Hg8 14. Bxa5 Rb6 15. c4 c5 16. Be4 Hg4 17. Bxb6 Dxb6 18. Bxb7 Dxb7 19 Meira
4. nóvember 2023 | Í dag | 535 orð | 3 myndir

Starfaði bæði á sjó og í landi

Sigurgeir Jónasson fæddist 4. nóvember 1928 á Hólabrekku í Miðneshreppi en ólst upp á Garðskaga í Gerðahreppi. Sigurgeir bjó í heimahúsum fram yfir gagnfræðipróf Meira
4. nóvember 2023 | Í dag | 249 orð

Það bryddir á barða

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Yfir bakkann ætla nú. Upp á hatti bretti. Á brauðinu, sem bakar þú. Brúnin fremst á kletti. Gátulausn Þórunnar Erlu á Skaganum hljómar svona: Oft yfir barðið bægslast þú Meira

Íþróttir

4. nóvember 2023 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

Anna yfirgefur Breiðablik

Körfuknattleikskonan Anna Soffía Lárusdóttir hefur sagt upp samningi sínum við Breiðablik og mun því ekki leika áfram með liðinu á leiktíðinni. Anna er uppalin hjá Snæfelli en kom til Breiðabliks fyrir tveimur árum Meira
4. nóvember 2023 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Anton bandarískur ríkisborgari

Anton Sveinn McKee, fremsti sundmaður Íslands undanfarin ár, er orðinn bandarískur ríkisborgari. Hann greindi frá á Instagram í gær. Anton keppti á Ólympíuleikunum 2012, 2016 og 2021 og er kominn með keppnisrétt á leikana í París næsta sumar, en… Meira
4. nóvember 2023 | Íþróttir | 396 orð | 2 myndir

Byrjunin lofar góðu

Ísland vann stórsigur á Færeyjum í vináttuleik karla í handbolta í Laugardalshöll í gærkvöldi í fyrsta leik íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar en leikurinn endaði 39:24. Mikið jafnræði var með liðunum fyrstu 25 mínútur leiksins … Meira
4. nóvember 2023 | Íþróttir | 256 orð | 1 mynd

Ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að Þorsteinn Halldórsson, þjálfari…

Ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sé mögulega í erfiðasta þjálfarastarfinu á Íslandi í dag. Landsliðsþjálfarinn stendur frammi fyrir því erfiða verkefni að þurfa að… Meira
4. nóvember 2023 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Helena snýr aftur í landsliðið

Helena Sverrisdóttir úr Haukum er komin í íslenska landsliðið í körfubolta á ný eftir nokkra fjarveru vegna meiðsla en hún er í 13 manna hópi sem Benedikt Guðmundsson valdi fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2025, gegn Rúmeníu og Tyrklandi 9 Meira
4. nóvember 2023 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

Keflavík vann Hauka í spennuleik

Keflavík vann sinn þriðja sigur á leiktíðinni í úrvalsdeild karla í körfubolta er liðið lagði Hauka, 89:86, á heimavelli sínum í Bítlabænum í lokaleik 5. umferðarinnar í gærkvöldi. Keflavík er nú eitt sex liða með sex stig, tveimur stigum á eftir toppliðum Tindastóls og Þórs frá Þorlákshöfn Meira
4. nóvember 2023 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Matthías tekur við liði Gróttu

Matthías Guðmundsson, fyrrverandi knattspyrnumaður úr Val, hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Gróttu sem leikur í 1. deild. Hann hefur að undanförnu verið aðstoðarþjálfari Péturs Péturssonar hjá kvennaliði Vals Meira
4. nóvember 2023 | Íþróttir | 84 orð

Verður frá út árið

Enn verður bið á því að spænski knattspyrnumaðurinn Thiago Alcantara geti spilað fyrir enska liðið Liverpool á nýjan leik. Thiago hefur verið meiddur frá því í apríl á þessu ári þegar hann gekkst undir skurðaðgerð á mjöðm Meira

Sunnudagsblað

4. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 130 orð | 1 mynd

„Eins og að fara með pabba sínum á pöbbinn“

Unnsteinn Manúel er fjölhæfur listamaður, kvikmyndagerðarmaður, söngvari, leikari, rekur heimili og er með nokkurra mánaða gamlan hund. Því er nóg að gera. Unnsteinn var gestur í Ísland vaknar um daginn þar sem hann ræddi allt milli himins og jarðar, meðal annars íslenskar sundlaugar Meira
4. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 375 orð

Að skapa nýtízku dagblað

Ennfremur hefir oss tekist að fá nokkra af þeim mönnum, hér í bæ, sem bezt og skemtilegast rita til að lofa aðstoð sinni við Morgunblaðið. Meira
4. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 246 orð | 6 myndir

Alltaf einhver bók á náttborðinu

Lestur bóka hefur alla tíð átt fastan sess í mínu lífi. Fyrsta bókin sem ég man eftir að hafa lesið sjálf mér til ánægju var Millý Mollý Mandý Meira
4. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 1271 orð | 4 myndir

Ange Ange ári gott

Það þýðir ekkert að vera með 24 heimsklassaleikmenn, það myndi aldrei virka. Meira
4. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 17 orð

Auður Sólveig 7…

Auður Sólveig 7 ára Meira
4. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 756 orð | 3 myndir

Á ferðaskíðum í hvítri náttúru

Vinkonurnar sem kalla sig Millu og Krilllu heita fullu nafni Emelía Blöndal og Kristín Jóna Hilmarsdóttir en saman reka þær ferðaskrifstofuna Millu og Krillu ferðir. Milla hitti blaðamann í vikunni til að segja frá vetrarferðum sem þær bjóða upp á… Meira
4. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 948 orð | 2 myndir

„Rónarnir eiga landið“

Fullir dónar eru annars eitt hvimleiðasta og vandasamasta málið, sem veitingamenn hérlendis eiga við að stríða,“ sagði veitingamaður nokkur, sem ekki lét nafns síns getið, í bréfi til Velvakanda í Morgunblaðinu haustið 1953 Meira
4. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 106 orð | 1 mynd

Boðar myrkur um jólin

Jól Tarja Turunen, sem þekktust er fyrir að hafa sungið með finnska málmbandinu Nightwish, hringir jólin snemma inn þetta árið með því að gefa út jólaplötuna Dark Christmas á föstudaginn. Synd væri að segja að hún tónaði efnið niður en sinfóníuhljómsveit og barnakór koma við sögu Meira
4. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 308 orð | 1 mynd

Einblíni á það jákvæða

„Þetta gekk mjög vel, þó ég segi sjálfur frá. Fólk hló á réttum stöðum og þagði á réttum stöðum,“ segir Valdimar Sverrisson, ljósmyndari og uppistandari, sem hélt í vikunni 45 mínútna fyrirlestur á risastórri ráðstefnu um andlegan styrk… Meira
4. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 2922 orð | 4 myndir

Endalokin færast nær

Gestur sýningarinnar var í raun dæmdur til að fara í þetta ferðalag með listamanninum og horfast í augu við sína eigin sekt og sinn eigin ótta. Meira
4. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 705 orð | 2 myndir

Ert þetta örugglega þú?

Óteljandi önnur gagnleg not munu finnast fyrir gervigreind en forsenda þess að hún verði mannkyninu til heilla mun þó alltaf verða að hún lúti mennskri stjórn og ábyrgð Meira
4. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 76 orð | 1 mynd

Hin hliðin á Mars

Mars Mick Mars, sem lét af störfum sem gítarleikari glysbandsins Mötley Crüe fyrr á þessu ári, hefur sent frá sér fyrstu smáskífuna af væntanlegri breiðskífu Meira
4. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 137 orð

Í þessari viku eigið þið að leysa stærðfræðidæmi. Lausnina skrifið þið…

Í þessari viku eigið þið að leysa stærðfræðidæmi. Lausnina skrifið þið niður á blað og sendið inn fyrir 12. nóvember. Þá eigið þið möguleika á að vinna bækurnar Bangsímon – fyrstu litirnir og Fyrstu sögurnar mínar – Anna bakar pönnukökur Meira
4. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 981 orð | 2 myndir

Jörð skalf og Eldgos vann

Ísraelsmenn hertu tökin á Gasa og Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði vopnahlé í stríðinu við hryðjuverkasamtökin Hamas ekki koma til greina Meira
4. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 157 orð

Kennarinn spyr Báru: „Ertu vel synd?“ Bára svarar: „Auðvitað!“ „Og hvar…

Kennarinn spyr Báru: „Ertu vel synd?“ Bára svarar: „Auðvitað!“ „Og hvar lærðir þú að synda?“ Bára: „Nú í sundi!“ Kennari: „Í dag ætlum við að læra um prósentur. Ef það eru 10 spurningar á prófi og þú svarar 10 rétt, hvað færðu þá?“ Siggi: „Ásökun um … Meira
4. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 147 orð | 1 mynd

Kjöt finnst í Garðahrauni

„Kjöt hefir fundist urðað í Garðahrauni,“ sagði í frétt á forsíðu Morgunblaðsins í byrjun nóvember 1943. Þetta sætti augljóslega miklum tíðindum en aðrar fréttir á forsíðunni hverfðust um heimsstyrjöldina sem þá geisaði Meira
4. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 87 orð | 1 mynd

Lafði Díana birtist ekki sem vofa

Krúna Lafði Díana birtist ekki sem vofa í lokaseríu Krúnunnar sem hefur göngu sína á Netflix um miðjan þennan mánuð. Þetta staðfesta aðstandendur þáttanna en hávær orðrómur þar um hafði verið á kreiki Meira
4. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 30 orð

Lærum með Bangsímon – Fyrstu litirnir. Í þessari skemmtilegu og litríku…

Lærum með Bangsímon – Fyrstu litirnir. Í þessari skemmtilegu og litríku bók hjálpa Bangsímon og vinir hans okkur að læra um litina. Meira
4. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 99 orð | 1 mynd

Móðir eða morðingi?

Fortíð Í nýjustu seríunni af glæpaþáttunum Fargo leikur Juno Temple Dot Lyon, ósköp venjulega eiginkonu og móður í úthverfi í Minnesota. Eða hvað? Þegar tilraun er gerð til að ræna henni bregst hún af fimi til varnar sem bendir til þess að hún eigi sér skuggalegri fortíð Meira
4. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 1168 orð | 4 myndir

Öll trompin notuð og það strax

Foreldrar Glódísar Leu, þriggja ára stúlku sem berst við sjaldgæft krabbamein, féllust á að spjalla við blaðamann í myndsímtali yfir hafið. Harpa Björk og Ingólfur Steinar taka einn dag í einu með æðruleysi að vopni, en dóttir þeirra hefur nú… Meira
4. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 763 orð | 2 myndir

Saga um gríðarlega einsemd

Í nýrri skáldsögu sinni Heimsmeistari skrifar Einar Kárason um Bobby Fischer „Ég er að skrifa skáldsögu um Ameríkana sem varð heimsmeistari í skák á Íslandi án þess að hann sé nefndur á nafn. Þar sem einungis einn Ameríkani hefur orðið heimsmeistari í skák á Íslandi þá er tengingin við Bobby Fischer augljós,“ segir Einar. Meira
4. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 659 orð | 1 mynd

Samfélagslegt fúllyndi

Það að ana út í rifrildi á samfélagsmiðli er eins og að stinga hausnum í andfúlt gin ljónsins. Meira
4. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 1738 orð | 2 myndir

Sköpunin er það skemmtilegasta

Þegar ég var að byrja fékk ég þau ráð, sem reyndust mér vel, að taka ekki mark á efasemdaröddunum vegna þess að þær voru margar og háværar í þá daga. Íslenskar glæpasögur áttu sér engan tilverurétt og voru sjoppubókmenntir af versta tagi. Meira
4. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 846 orð | 3 myndir

Undan arfinum kemur eðlið

Ég er í spennufalli en samt mun rólegri en fyrir frumsýningu, viðtökurnar hérna úti hafa verið svo góðar. Í gær var spennan mun meiri. Þótt manni finnist maður vera með gott efni í höndunum veit maður aldrei hvernig áhorfendur koma til með að taka… Meira
4. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 323 orð | 1 mynd

Vanhæfur miðaldra karl

Hver er Teddi LeBig? Það kemur í ljós í uppistandinu! Annars er ég bara sveitamaður sem er orðinn lattelepjandi Vesturbæingur. Hefurðu alltaf verið í uppistandinu? Það hefur alltaf verið draumur en ég hef ekki verið nógu duglegur að eltast við þennan draum en er að reyna að bæta úr því núna Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.