Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hjá Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði er nú hafinn undirbúningur að byggingu sem hýsa mun meðferðarstarf stofnunarinnar. Mikilvægt þykir að koma æfingaaðstöðu, læknisþjónustu, sjúkraþjálfun, nuddi, fyrirlestaraðstöðu og fleiru slíku á sama staðinn, en í dag er þessi starfsemi mjög dreifð í húsum sem tengd eru saman með löngum göngum. „Þetta er mikilvægt verkefni og vonandi getum við hafist handa á næstu misserum,“ segir Þórir Haraldsson framkvæmdastjóri HNLFÍ í samtali við Morgunblaðið.
Meira