Greinar fimmtudaginn 9. nóvember 2023

Fréttir

9. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 923 orð | 2 myndir

Auka má lífslíkur fólks til muna

Viðtal Anna Rún Frímannsdóttir annarun@mbl.is Einn af hverjum tuttugu og fimm Íslendingum er með meðferðartækan erfðabreytileika sem veldur því að hann lifir skemur en þeir sem bera hann ekki. Þetta eru niðurstöður erfðafræðirannsóknar á meðferðartækum erfðabreytileikum (actionable genotypes) í íslensku þjóðinni og tengslum þeirra við ævilengd. Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar kynna niðurstöðurnar í dag. Meira
9. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Bandaríkjamenn hafi mest áhrif

Bandaríkin eru sá aðili sem mun hafa mest áhrif á það hvernig mál munu þróast í Úkraínu og fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta segir Albert Jónsson, fv. sendiherra og sérfræðingur í alþjóðamálum, í viðtali í Dagmálum Morgunblaðsins Meira
9. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 503 orð | 2 myndir

Búgarðabyggð svar við áhuga

Breytingar á þá lund að fólk geti skráð lögheimili sitt í frístundahúsum koma ekki til greina. Þetta segir Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi. Vaxandi þrýstingur er eftir því meðal eigenda húsanna, sem dveljast þar… Meira
9. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 237 orð

Byltingarkenndir tímar

„Það er allur heimurinn að tala um að fara að byrja einstaklingsmiðaða læknisþjónustu en við getum hrint henni í framkvæmd í dag, það getur engin önnur þjóð gert það,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Meira
9. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 416 orð

Dánartíðni hækkaði 2022

Ytri orsakir áverka og eitrana voru algengustu dánarmein meðal fólks í aldurshópnum frá núll til 34 ára á tíu ára tímabili 2013 til 2022 eða 52% þeirra 593 einstaklinga í þessum aldurshópi sem létu lífið á tímabilinu Meira
9. nóvember 2023 | Erlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Engar pöndur eftir í Washington

Risapandan Mei Xiang sést hér slökkva þorstann í Smithsonian-dýragarðinum í Washington-borg í fyrradag. Mei var í gær send aftur heim til Kína ásamt maka sínum, Tian Tian, og húninum Xiao Qi Ji, en þá lauk samkomulagi Bandaríkjanna og Kína um veru pandanna í Bandaríkjunum Meira
9. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 284 orð | 2 myndir

Eykt mun steypa rannsóknahúsið

Félagið Eykt varð hlutskarpast í útboði vegna uppsteypu á nýju rannsóknahúsi við Landspítalann. Búið er að grafa grunn byggingarinnar sem verður um 18 þúsund fermetrar og er áformað að hefja uppsteypu nú þegar en verklok eru áætluð sumarið 2025 Meira
9. nóvember 2023 | Erlendar fréttir | 482 orð | 1 mynd

Flóttamannastraumurinn þyngist

Hryðjuverkasamtökin Hamas sökuðu í gær UNRWA, Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna, um að vera að vinna með Ísraelsmönnum á bak við tjöldin til að „neyða“ Palestínumenn frá heimilum sínum á Gasasvæðinu, sér í lagi frá Gasaborg,… Meira
9. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 579 orð | 3 myndir

Forystufé og fólkið í landinu

Það var glatt á hjalla í fjárhúsunum í Presthvammi í Aðaldal um liðna helgi í útgáfuhófi þar sem yfir 60 manns var samankomið. Verið var að fagna nýrri bók um forystufé og eru höfundar hennar Daníel Hansen, forstöðumaður Fræðaseturs um forystufé, og Guðjón Ragnar Jónasson, kennari og rithöfundur Meira
9. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 109 orð

Fundu loks hornstein Hótels Sögu

„Það var fyrir algera slysni að menn fundu þetta holrými í veggnum og inni í því var sívalningur. Það voru engin önnur ummerki og þeir sem voru að vinna klóruðu sér bara í hausnum. Þegar sívalningurinn var opnaður kom þetta skjal í… Meira
9. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 510 orð | 2 myndir

Getur hlaupið út undan sér

„Ég var að bera saman tilvik þar sem landris hefur orðið, kvikuinnskot og síðan gos og þá hvar þau hafa orðið miðað við miðju landrissins. Mér hefur fundist fólk einblína um of á miðju landrissins sem nú er í gangi í Svartsengi,“ segir… Meira
9. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 498 orð | 3 myndir

Heilsustofnun þarf að stækka

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hjá Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði er nú hafinn undirbúningur að byggingu sem hýsa mun meðferðarstarf stofnunarinnar. Mikilvægt þykir að koma æfingaaðstöðu, læknisþjónustu, sjúkraþjálfun, nuddi, fyrirlestaraðstöðu og fleiru slíku á sama staðinn, en í dag er þessi starfsemi mjög dreifð í húsum sem tengd eru saman með löngum göngum. „Þetta er mikilvægt verkefni og vonandi getum við hafist handa á næstu misserum,“ segir Þórir Haraldsson framkvæmdastjóri HNLFÍ í samtali við Morgunblaðið. Meira
9. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 826 orð | 3 myndir

Herinn burt í skiptum fyrir kjarafrið?

Þröstur Ólafsson hagfræðingur greinir frá því í sjálfsævisögu sinni, Horfinn heimur, sem kemur út í dag, að hann hafi fengið það verkefni að koma á framfæri boði um sögulegar sættir á milli Sjálfstæðisflokksins og Alþýðubandalagsins, sem hafi falið… Meira
9. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 442 orð | 4 myndir

Hornsteinninn fannst fyrir heppni

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mikil gleði braust út meðal framkvæmdaaðila við endurbætur á Hótel Sögu í Vesturbæ Reykjavíkur á þriðjudag þegar hinn gamli hornsteinn byggingarinnar fannst. Fulltrúar Ístaks, sem sjá um endurgerð hússins fyrir Háskóla Íslands, vissu af tilvist hornsteinsins en enginn vissi hvar í húsinu hann væri. Þegar verið var að rífa gömlu lyfturnar sem fluttu fólk upp á hinn vinsæla veitingastað Grillið og breyta lyftuhúsinu fannst hornsteinninn. Meira
9. nóvember 2023 | Fréttaskýringar | 958 orð | 2 myndir

Íbúarnir vilja frekar göng en brú

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Meira
9. nóvember 2023 | Fréttaskýringar | 739 orð | 1 mynd

Íslendingar reykja minnst í OECD

Daglegar tóbaksreykingar á Íslandi eru minni en í nokkru öðru landi sem nýr samanburður OECD nær til. Á Íslandi reyktu 7,2% íbúa, 15 ára og eldri, á árinu 2021, sem er lægsta hlutfallið í þeim samanburði OECD sem tekur til 47 ríkja Meira
9. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Jafet S. Ólafsson framkvæmdastjóri

Jafet S. Ólafsson framkvæmdastjóri lést að morgni sl. þriðjudags, 72 ára að aldri. Jafet fæddist í Reykjavík 29. apríl 1951. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Jafetsdóttir, húsfreyja og þjónustukona, og Ólafur M Meira
9. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðið

Jóhann Berg Guðmundsson og Stefán Teitur Þórðarson koma báðir inn í leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir leikina gegn Slóvakíu og Portúgal í lokaleikjum þess í J-riðli undankeppni EM 2024 Meira
9. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Leila Josefowicz einleikari í kvöld

Einleikari á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30 er Leila Josefowicz fiðluleikari en hún er staðarlistamaður hjá hljómsveitinni á starfsárinu. „Josefowicz er á meðal fremstu fiðluleikara heims og hefur markað sér sérstöðu með flutningi helstu tónverka 20 Meira
9. nóvember 2023 | Fréttaskýringar | 624 orð | 6 myndir

Margir sýna Borgartúninu áhuga

„Það mættu um hundrað manns á opið hús fyrstu sýningarhelgina og svo um fimmtíu manns helgina þar á eftir,“ segir Magnús Magnússon, einn mannanna sem byggja… Meira
9. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Minntust harmleiksins í Jökulfjörðum fyrir fjörutíu árum

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar minntist áhafnarinnar á TF-RAN, sem fórst í Jökulfjörðum 8. nóvember árið 1983, með sérstakri minningarstund við Jökulfjörð í gær. TF-GNA, þyrla Gæslunnar, tók á loft frá Reykjavík kl Meira
9. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

NATO-skóli haldinn um helgina

Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, efnir til NATO-skóla nk. laugardag, 11. nóvember. Er þetta í þriðja skipti sem Varðberg stendur fyrir skóla… Meira
9. nóvember 2023 | Erlendar fréttir | 241 orð

Réðust á skip í Ódessuborg

Úkraínuher lýsti því yfir í gær að einn hefði farist hið minnsta eftir að Rússar gerðu eldflaugaárás á borgaralegt skip, sem var að sigla til hafnarborgarinnar Ódessu. Ein eldflaug hæfði skipið, og sagði í tilkynningu hersins að hún hefði verið hönnuð til þess að taka út ratsjárkerfi Meira
9. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 249 orð | 2 myndir

Senda sveitir á EM í skák

Evrópumót landsliða í skák hefst í Budva í Svartfjallalandi laugardaginn 11. nóvember og stendur til 20. nóvember. Ísland sendir sveitir til þátttöku, bæði í flokki kvenna og karla. „Evrópumót landsliða er mjög erfitt mót Meira
9. nóvember 2023 | Fréttaskýringar | 1188 orð | 9 myndir

Skyndilega heyrðist ókennilegt hljóð

Baksvið Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Landhelgisgæslan minntist þess með sérstakri minningarstund í Jökulfjörðum í gær að 40 ár voru liðin frá því að björgunarþyrlan TF-RAN fórst í æfingaflugi í Jökulfjörðum að kvöldi 8. nóvember 1983. Áhöfn TF-GNA lenti í gær skammt frá slysstaðnum þar sem hún lagði blómsveig í fjöruborðið til minningar um þá sem fórust í slysinu; Björn Jónsson flugstjóra, Þórhall Karlsson flugstjóra, Bjarna Jóhannesson flugvirkja og Sigurjón Inga Sigurjónsson stýrimann. Er þetta mannskæðasta slys í sögu Landhelgisgæslunnar. Meira
9. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 1343 orð | 7 myndir

Stjörnukokkurinn Hrefna Sætran gefur út matreiðslubók

Hrefna er landsmönnum vel kunnug, menntaður matreiðslumeistari og eigandi Fiskmarkaðarins, Grillmarkaðarins, Uppi bar, Skúla Craftbar og La Trattoria á Hafnartorgi. Auk þess er hún sjónvarpskokkur og hefur gefið út nokkrar matreiðslubækur svo fátt sé nefnt Meira
9. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 472 orð | 2 myndir

Teiknaður inn í innréttinguna

Byggingavöruverslun Kópavogs, síðar BYKO, var stofnuð 1962. Sjö árum síðar hóf Gylfi Þór Sigurpálsson þar störf og er þar enn 54 árum síðar, nú með lengsta starfsaldurinn. „Ég var teiknaður inn í innréttinguna,“ útskýrir hann Meira
9. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Tilboðin vel yfir áætlun

Tilboð hafa verið opnuð í smíði tveggja brúa á Vestfjörðum. Þrú tilboð bárust og voru þau öll langt yfir kostnaðaráætlun. Vegagerðin bauð út hinn 13. október smíði tveggja steinsteyptra eftirspenntra 34 metra plötubrúa yfir Fjarðarhornsá og… Meira
9. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 205 orð

Upphæðir netsvika geta hlaupið á tugmilljónum króna

Dæmi eru um að einstaklingar hafi tapað tugmilljónum króna í netfjársvikum hér á landi. Slík brot hafa verið að færast í vöxt en segja má að hrina hafi byrjað í ágúst, sem sé enn í gangi. Þetta kemur fram í skriflegu svari lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Morgunblaðsins Meira
9. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 391 orð | 3 myndir

Var með boð um að koma með

Árni Sæberg, ljósmyndari Morgunblaðsins, fékk að fara með TF-GNA vestur í gær og myndaði minningarstundina. Hann hefur til fjölda ára einnig tekið myndir fyrir Gæsluna og byrjaði á því sem ungur háseti um borð í varðskipunum Meira
9. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Vinabönd Baska og Íslendinga styrkjast

Á dögunum var haldið málþing í fornbátasafninu og skipasmíðastöðinni Albaola í Pasaia í Baskalandi Spánar. Yfirskrift málþingsins var „Baskneski hvalveiðibáturinn, uppruni iðnaðarhvalveiða“ Meira
9. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 599 orð | 2 myndir

Vonar að bréf haldi áfram að berast

Þórhildur Ólöf Helgadóttir forstjóri Íslandspósts segir fjölgun erlendra ferðamanna birtast að einhverju leyti í magni bréfapósts hjá fyrirtækinu. Magnið hafi dregist saman í faraldrinum en sé að aukast á ný með fleiri ferðamönnum Meira

Ritstjórnargreinar

9. nóvember 2023 | Leiðarar | 374 orð

Hatur og heift eru fyrirferðarmest

Það er dimmt yfir mannkyninu núna Meira
9. nóvember 2023 | Leiðarar | 274 orð

Ritskoðun í ráðhúsinu

Óvinir hins opna og frjálsa þjóðfélags gefa sig fram Meira
9. nóvember 2023 | Staksteinar | 209 orð | 1 mynd

Skattgreiðendur taka skellinn

Meirihluti Sjálfstæðismanna í Garðabæ olli Óðni Viðskiptablaðsins vonbrigðum með tilkynningu sinni um skattahækkun, sem að sögn Óðins á að nema hálfum milljarði króna auk þess sem ætlunin sé að spara hálfan milljarð í útgjöldum. Meira

Menning

9. nóvember 2023 | Fólk í fréttum | 237 orð | 1 mynd

Ástarþríhyrningurinn nær unglingunum

Hjalti Halldórsson er rithöfundur, kennari og heldur úti hlaðvarpinu Ormstungur með Oddi Inga Guðmundssyni. Þar ræða þeir helstu Íslendingasögurnar á léttum nótum. Hjalti var gestur í Ísland vaknar hjá Kristínu Sif og Þór Bæring Meira
9. nóvember 2023 | Menningarlíf | 1120 orð | 3 myndir

Að dufti skaltu aftur verða

Skáldsaga Duft: Söfnuður fallega fólksins ★★★★½ Eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur. Benedikt, 2023. Innb., 348 bls. Meira
9. nóvember 2023 | Menningarlíf | 82 orð | 1 mynd

Afslöppuð frönsk kvöldstund í kvöld

Hljómsveitin Les Métèques býður ásamt Gérard Lemarquis upp á afslappaða kvöldstund í Hannesarholti í kvöld kl. 20 þar sem franska söngvaskáldið Georges Brassens er heiðrað. „Tónlist hans og textar eru órjúfanlegur hluti af franskri þjóðarsál Meira
9. nóvember 2023 | Fólk í fréttum | 2441 orð | 8 myndir

Björk gekk á Kilimanjaro og kom endurbætt til baka

„Ég og Anna Linda Magnúsdóttir vinkona mín ákváðum að setja saman hóp kvenna til að fara á Kilimanjaro eftir að hafa fylgst með manninum hennar og bróður mínum sigra þennan hæsta tind Afríku. Þetta fannst okkur hljóma mikil en viðráðanleg… Meira
9. nóvember 2023 | Bókmenntir | 581 orð | 3 myndir

Blekkingar og pyntingar

Glæpasaga Maðurinn frá São Paulo ★★★★½ Eftir Skúla Sigurðsson Drápa, 2023. Innb., 432 bls. Meira
9. nóvember 2023 | Menningarlíf | 948 orð | 3 myndir

Breyskleiki séra Friðriks

Ævisaga Séra Friðrik og drengirnir hans ★★★★· Eftir Guðmund Magnússon. Ugla, 2023. Innb., 487 bls., myndir og skrár. Meira
9. nóvember 2023 | Fólk í fréttum | 235 orð | 1 mynd

Er sjálfbjarga þrátt fyrir bílprófsleysið

Það getur reynst flókið fyrir suma á Íslandi að vera bílprófslaus en Regína Ósk, Ásgeir Páll og Jón Axel tóku umræðuna fyrir í síðdegisþættinum Skemmtilegri leiðin heim fyrr í vikunni. Ásgeir Páll talaði um að hafa verið með stelpu í söngskóla sem var ekki með bílpróf en ferðaðist gjarnan með strætó Meira
9. nóvember 2023 | Menningarlíf | 69 orð | 1 mynd

Ímyndir Íslands í samtímalistum

„Ímyndir Íslands og birtingarmyndir þeirra í íslenskum samtímalistum“ nefnist erindi sem Þorbjörg Daphne Hall og Nína Hjálmarsdóttir flytja í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands í dag kl. 12. Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð RIKK –… Meira
9. nóvember 2023 | Menningarlíf | 955 orð | 1 mynd

Komst að því að langafi átti leynisjálf

„Við fléttum allt saman sem við fundum og við segjum líka frá okkar rannsókn á gamansaman hátt. Við tökum okkur svolítið skáldaleyfi líka, en margt sem kemur þarna fram hljómar vissulega eins og skáldskapur en er samt satt,“ segir… Meira
9. nóvember 2023 | Menningarlíf | 167 orð | 1 mynd

Maiolino og Yalter heiðraðar í Feneyjum

Anna Maria Maiolino og Nil Yalter hljóta Gylltu ljónin, heiðursverðlaun Feneyjatvíæringsins, sem veitt eru fyrir æviframlag, þegar næsta sýning verður opnuð vorið 2024. Þessu greinir ARTnews frá Meira
9. nóvember 2023 | Menningarlíf | 147 orð | 1 mynd

Matthew Perry vildi að Zac Efron léki sig

Friends-leikarinn góðkunni Matthew Perry hafði mikinn áhuga á því að búa til kvikmynd sem byggðist á ævi hans. Í samtali við Entertainment Tonight Canada segist Athenna Crosby hafa hitt Perry yfir hádegisverði skömmu áður en hann lést seint í… Meira
9. nóvember 2023 | Menningarlíf | 967 orð | 4 myndir

Nautnaleiðin inn á við

Ljóð Flagsól ★★★½· Ljóð eftir Melkorku Ólafsdóttur, teikningar eftir Hlíf Unu Bárudóttur. Mál & menning, 2023. Mjúk kápa með innslögum, 79 bls. Meira
9. nóvember 2023 | Menningarlíf | 113 orð | 1 mynd

Orðalagsbreyting um gervigreind í höfn

Forsvarsmenn umfangsmestu kvikmyndaveranna í Hollywood hafa samþykkt orðalagsbreytingu er snýr að gervigreind til að liðka til fyrir gerð nýrra kjarasamninga við félag leikara vestanhafs (SAG-AFTRA) sem verið hafa í verkfalli síðan um miðjan júlí, eða í tæplega 120 daga Meira
9. nóvember 2023 | Menningarlíf | 244 orð | 2 myndir

Saga hugmynda og nýrra strauma

Sögufélag gefur út fjögur rit á þessu hausti. Má þar fyrst nefna Samfélag eftir máli: Bæjarskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi eftir Harald Sigurðsson skipulagsfræðing Meira
9. nóvember 2023 | Menningarlíf | 122 orð | 1 mynd

Sýnir í Rómönsku Ameríku í fyrsta sinn

The Things You See Before the Curtain Hits the Floor nefnist einkasýning sem Ragnar Kjartansson opnar í Museo Tamayo í Mexíkóborg í dag. Um er að ræða fyrstu einkasýningu hans í Rómönsku Ameríku Meira
9. nóvember 2023 | Menningarlíf | 995 orð | 7 myndir

Sögur fyrir nútímakrakka

Draugagangur í Smáralind Smáralindar-Móri ★★★★· Eftir Brynhildi Þórarinsdóttur. Elías Rúni myndlýsir. Mál og menning, 2023. Kilja, 103 bls. Smáralindar-Móri eftir Brynhildi Þórarinsdóttur er nútímadraugasaga Meira
9. nóvember 2023 | Menningarlíf | 108 orð | 1 mynd

Telur hægt að skapa fleiri Bítla-lög

Kvikmyndagerðarmaðurinn Peter Jackson telur mögulegt að skapa fleiri Bítla-lög með aðstoð gervigreindar, líkt og raunin var með lagið „Now and Then“ sem nýverið var gefið út. Þessu greinir The Guardian frá Meira
9. nóvember 2023 | Menningarlíf | 164 orð | 1 mynd

Vanessa Redgrave heiðruð í Berlín

Enska leikonan Vanessa Redgrave tekur við heiðursverðlaunum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir æviframlag sitt þegar verðlaunin verða afhent í Berlín í 36. sinn 9. desember. Áður hafði verið tilkynnt að ungverski leikstjórinn Béla Tarr hlyti einnig heiðursverðlaun við sama tækifæri Meira
9. nóvember 2023 | Menningarlíf | 143 orð | 1 mynd

Vilja koma Hyrule til Hollywood

„Þetta er Miyamoto. Ég hef um nokkurra ára skeið unnið að leikinni kvikmynd um The Legend of Zelda, nú í samstarfi við Avi Arad, sem hefur framleitt marga stórsmelli í heimi kvikmynda.“ Þannig skrifaði Shigeru Miyamoto í færslu á… Meira

Umræðan

9. nóvember 2023 | Aðsent efni | 441 orð | 1 mynd

200 km af nýjum jarðgöngum fyrir Ísland – borgarlínuvagnar

Erlendis eru þéttbýlar borgir almennt að horfa til jarðganga og útfærslu almenningssamgangna með aukinni tíðni, minni og léttari vögnum, eingöngu rafdrifnum og sjálfkeyrandi. Meira
9. nóvember 2023 | Aðsent efni | 492 orð | 1 mynd

Áframhaldandi skuldasöfnun Reykjavíkurborgar 2024

Þrátt fyrir grafalvarlega stöðu ætlar vinstri meirihlutinn enn að auka skuldirnar. Meira
9. nóvember 2023 | Aðsent efni | 654 orð | 1 mynd

Eignarréttur jarðeigenda skertur

Það er auðvitað ekki vandamál í sjálfu sér að margir eigi saman jörð kjósi þeir svo. Vandinn felst í forminu en ekki efninu. Meira
9. nóvember 2023 | Aðsent efni | 204 orð | 1 mynd

Galin áform um breytingar á lyfjalögum

Ef heilbrigðisráðherra samþykkir þessar arfavitlausu tillögur er það í senn atlaga að atvinnufrelsi og lækningaleyfi íslenskra lækna og ógn við öryggi sjúklinga. Meira
9. nóvember 2023 | Aðsent efni | 427 orð | 1 mynd

Glæpahópar hreiðra um sig á Íslandi

Líklegt væri að glæpahópar myndu leitast við að auka umsvif sín hérlendis á komandi árum. Meira
9. nóvember 2023 | Aðsent efni | 781 orð | 2 myndir

Öld frá bjórkjallarauppreisninni

Þann dag 1938 var svokölluð „kristalnótt“ þegar ótíndur lýður réðst að þýskum gyðingum og eignum þeirra með fullu samþykki yfirvalda. Meira
9. nóvember 2023 | Aðsent efni | 504 orð | 1 mynd

Sjónhverfingar umfram hagræðingu

Sjái Samfylking tekjutusku þá vindur hún hana. Meira
9. nóvember 2023 | Pistlar | 436 orð | 1 mynd

Þrálátar áskoranir í heimsbúskapnum

Á undanförnum árum hafa heimsbúskapurinn og alþjóðaviðskiptin þurft að takast á við áskoranir af risavöxnum toga. Heimsfaraldurinn sneri daglegu lífi fólks um allan heim á hvolf eins og við öll munum eftir Meira

Minningargreinar

9. nóvember 2023 | Minningargreinar | 249 orð | 1 mynd

Ingibjörg Haraldsdóttir

Ingibjörg Haraldsdóttir fæddist 9. ágúst 1961. Hún lést 28. október 2023. Útför Ingibjargar fór fram 7. nóvember 2023. Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2023 | Minningargreinar | 931 orð | 1 mynd

Jóhann Gunnlaugsson

Jóhann Gunnlaugsson fæddist í Stykkishólmi 13. nóvember 1962. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 26. október 2023. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Einar Kristjánsson húsasmíðameistari, f. 8. maí 1930, d Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2023 | Minningargreinar | 3618 orð | 1 mynd

Nanna Magnadóttir

Nanna Magnadóttir fæddist í London 10. mars 1973. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 26. október 2023. Foreldrar Nönnu eru Brynhildur Þorgeirsdóttir þýðandi, f. 22.3. 1944, og Magni Baldursson arkitekt, f Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2023 | Minningargreinar | 1206 orð | 1 mynd

Sverrir Andrew Guðmundsson

Sverrir Andrew Guðmundsson fæddist í Keflavík 1. apríl 1935. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 30. október 2023. Sverrir var annað barn hjónanna Guðmundar Marinós Jónssonar, f. 2. september 1900 í Keflavík, d Meira  Kaupa minningabók
9. nóvember 2023 | Minningargreinar | 612 orð | 1 mynd

Þorleifur Garðar Sigurðsson

Þorleifur Garðar Sigurðsson fæddist í Reykjavík 28. október 1948. Hann lést á Landspítalanum 27. október 2023. Foreldrar Þorleifs voru hjónin Sigurður Einarsson pípulagningameistari, f. 29.2. 1908, d Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

9. nóvember 2023 | Sjávarútvegur | 546 orð | 1 mynd

Stór hluti umsagna gegn sjókvíaeldi

Alls hefur borist 81 umsögn um lagareldisstefnu stjórnvalda til ársins 2040 sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda, en frestur til að skila inn umsögn rann út 4. nóvember. Þrátt fyrir að hugtakið lagareldi nái til allra eldis- og… Meira
9. nóvember 2023 | Sjávarútvegur | 329 orð | 1 mynd

Þrír skipstjórar liggja undir grun

Fiskistofa hefur til meðferðar mál frá júní 2022 þar sem þrír skipstjórar eru grunaðir um að hafa landað afla á strandveiðum án þess að löggiltur vigtarmaður hafi staðið að framkvæmd vigtunar. Einn skipstjóranna er grunaður um að hafa framkvæmt… Meira

Viðskipti

9. nóvember 2023 | Viðskiptafréttir | 154 orð

Árétting um rekstrarstuðning til fjölmiðla

Í umfjöllun um rekstrarstyrki til einkarekinna fjölmiðla í ViðskiptaMogganum í gær var birt tafla sem sýndi styrkina og hlutfall þeirra af tekjum og launum og svo styrk á hvern starfsmann. Þar var gengið út frá tölum um Sameinaða útgáfufélagið, sem… Meira
9. nóvember 2023 | Viðskiptafréttir | 654 orð | 3 myndir

Ísfélagið siglir á markað í desember

Unnið er að skráningu Ísfélagsins í kauphöllina, Nasdaq Iceland, í desember næstkomandi. Þetta staðfestir Stefán Friðriksson framkvæmdastjóri félagsins í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að undirbúningur skráningarferilsins sé kominn langt en… Meira

Daglegt líf

9. nóvember 2023 | Daglegt líf | 1079 orð | 2 myndir

Við lærum mest af mistökum

Mér fannst virkilega gaman að vera tilnefnd og það er mikill heiður að hafa unnið til þessara verðlauna. Ég er full þakklætis. Ég er líka þakklát fyrir að vinna með kraftmiklu, skapandi og styðjandi starfsfólki Meira

Fastir þættir

9. nóvember 2023 | Í dag | 89 orð | 3 myndir

Demantsbrúðkaup

Jón Pálsson og Pálmey Ottósdóttir eiga 60 ára brúðkaupsafmæli í dag. Þau giftu sig í Hafnarfjarðarkirkju 9. nóvember 1963, prestur var Garðar Þorsteinsson og veislan var haldin í matsalnum hjá Rafha Meira
9. nóvember 2023 | Dagbók | 92 orð | 1 mynd

Er óheppnasti Íslendingurinn

„Ég byrjaði árið illa og þríökklabraut mig. Ég var í gipsi alveg þar til í júní,“ segir Ebba, óheppnasti Íslendingurinn að eigin sögn, þegar hún rifjar upp hvernig árið hennar byrjaði í Ísland vaknar Meira
9. nóvember 2023 | Í dag | 183 orð

Leo Baron. S-Enginn

Norður ♠ ÁKD5 ♥ Á754 ♦ 76 ♣ K83 Vestur ♠ 92 ♥ 962 ♦ K93 ♣ D10964 Austur ♠ G108764 ♥ – ♦ D10852 ♣ G2 Suður ♠ 3 ♥ KDG1083 ♦ ÁG4 ♣ Á75 Suður spilar 7♥ Meira
9. nóvember 2023 | Dagbók | 33 orð | 1 mynd

Miklar breytingar í alþjóðakerfinu

Albert Jónsson fv. sendiherra ræðir um átökin í Úkraínu og fyrir botni Miðjarðarhafs, hvaða áhrif þau átök hafa á stöðuna í alþjóðakerfinu, um ólíka hagsmuni stórvelda, breytt samskipti þjóða, stöðu Bandaríkjanna og fleira. Meira
9. nóvember 2023 | Í dag | 61 orð

Nóg er af vondum kveðskap í heiminum þótt ekki verði farið að…

Nóg er af vondum kveðskap í heiminum þótt ekki verði farið að „kveða“ menn í herinn. (Nú væri hægt að láta gerviheila hnoða saman vísu á mann og jafnvel kvæði.) Til þess er sögnin að kveðja sem hér þýðir: kalla til á formlegan hátt… Meira
9. nóvember 2023 | Í dag | 340 orð

Nú er stöðugt vetur.

Rúnar Thorsteinsson skrifar á Boðnarmjöð og kallar „Þá“: Þegar ég var ungur og þorði að vera til, þrálátt tók ég áhættur, skildi ekki betur. Örlögin og heppnin voru oftast mér í vil, alltaf var þá sumar, nú er stöðugt vetur Meira
9. nóvember 2023 | Í dag | 138 orð | 1 mynd

Skák

Staðan kom upp í fyrri hluta Kvikudeildar, efstu deildar Íslandsmóts skákfélaga, sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla. Alþjóðlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2.368) hafði hvítt gegn stórmeistaranum Helga Ólafssyni (2.481) Meira
9. nóvember 2023 | Í dag | 941 orð | 3 myndir

Verkefnalistinn aldrei tómur

Arnfríður Ólafsdóttir fæddist 9. nóvember 1953 í Reykjavík á heimili móðurafa síns og ömmu á Skólavörðustíg 12, fyrsta barn foreldra sinna. „Þegar ég var rúmlega ársgömul fluttum við til London þar sem pabbi stundaði framhaldsnám í blóðmeinafræði við Hammersmith-sjúkrahúsið Meira
9. nóvember 2023 | Dagbók | 196 orð | 1 mynd

Þegar menn létu verkin tala

„Um leið og ég tengi „Rafhring Íslands“ þá bið ég og segi að hann muni færa íslensku þjóðinni birtu og yl. Og gefa henni góðan arð er tímar renna,“ sagði Sverrir Hermannsson þáverandi iðnaðarráðherra þegar hann við formlega athöfn tók í notkun… Meira

Íþróttir

9. nóvember 2023 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Failey handtekin í Bandaríkjunum

Körfuknattleikskonan Charisse Failey, leikmaður Grindavíkur, var handtekin við komu sína til New Jersey á dögunum. Failey var þá á leiðinni í stutt frí í heimalandinu meðan á landsleikjahléi stendur Meira
9. nóvember 2023 | Íþróttir | 583 orð | 1 mynd

Fengum of mörg mörk á okkur síðast

„Staðan er mjög góð. Það hafa verið einhver örlítil meiðsli í fremstu víglínu hjá okkur, þeir hafa allir verið aðeins tæpir: Kiddi [Kristinn Steindórsson], Klæmint [Andrasson Olsen], Kristófer Ingi [Kristinsson] og Eyþór [Aron Wöhler], en þeir eru allir leikhæfir á morgun [í kvöld] Meira
9. nóvember 2023 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Formlega innleiddur í aðalliðið

Knattspyrnumaðurinn ungi Kristian Nökkvi Hlynsson er endanlega hættur hjá varaliði hollenska stórveldisins Ajax og kominn í aðallið félagsins. Ajax greindi frá á vefsíðu sinni í gær að miðjumaðurinn, sem er 19 ára gamall, væri orðinn fullgildur… Meira
9. nóvember 2023 | Íþróttir | 632 orð | 2 myndir

Með forskot á þær yngstu

„Stemningin og andinn í hópnum er mjög góður og við erum mjög spenntar fyrir næstu dögum,“ sagði Helena Sverrisdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í körfuknattleik, í samtali við Morgunblaðið Meira
9. nóvember 2023 | Íþróttir | 741 orð | 2 myndir

Telur möguleikana góða á sæti á Evrópumótinu

Jóhann Berg Guðmundsson og Stefán Teitur Þórðarson koma báðir inn í leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir leikina gegn Slóvakíu og Portúgal í lokaleikjum þess í J-riðli undankeppni EM 2024 Meira
9. nóvember 2023 | Íþróttir | 249 orð | 1 mynd

Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með NBA-deildinni í körfuknattleik…

Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með NBA-deildinni í körfuknattleik í upphafi nýs tímabils. Sem fyrr eru leikirnir vissulega enn of margir og spilað æði þétt. Leikmenn virðast þó fyrir margt löngu vera búnir að venjast leikjaálaginu og hafa… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.