Greinar föstudaginn 10. nóvember 2023

Fréttir

10. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 24 orð

Andrés á myndinni

Andrés Pétursson er lengst til vinstri á mynd af Breiðabliksmönnum á baksíðu Morgunblaðsins í gær en ekki Hinrik Þórhallsson. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
10. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Aukinn kostnaður af ferðamönnum

Kostnaður Landspítalans af komum ósjúkratryggðra ferðamanna á bráðamóttökur og dag- og göngudeildir spítalans er áætlaður um 426,5 milljónir… Meira
10. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

„Þetta er bara dagaspursmál“

„Þakið er að gefa sig, þetta er bara þannig. Fyrir mér er þetta bara dagaspursmál hvenær þetta kemur upp,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og jarðefnafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, spurður hvernig hann… Meira
10. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 517 orð | 2 myndir

Bjargar því sem bjargað verður

Bókakaffið í Ármúla 42 í Reykjavík hefur verið opið gestum og gangandi síðan snemmsumars 2020. Á meðan fólk gluggar í gamlar og nýjar bækur í versluninni er því boðið upp á kaffi og hefur þessu öllu saman verið vel tekið, að sögn Jóhannesar Ágústssonar verslunarstjóra Meira
10. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 187 orð

Breytir póstmarkaði mikið

Byggðastofnun hefur birt ákvörðun þar sem skilgreiningar á virkum og óvirkum markaðssvæðum á póstmarkaði hafa verið endurskoðaðar. Fyrri skilgreiningar hafa sætt töluverðri gagnrýni. Þá ekki síst verið taldar valda röskun á samkeppnismörkuðum, en á… Meira
10. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 243 orð

Brýnt að reisa varnargarðana

Ármann Höskuldsson, eld­fjalla­fræðing­ur og jarðefna­fræðing­ur við Jarðvís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands, segir brýnt að varnargarðar verði reistir sem fyrst í kringum virkjunina í Svartsengi. Hann bendir á að munur sé á vörnum og forvörnum þegar kemur að varnargörðum Meira
10. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Forskot tekið á jólasæluna á konukvöldi Blómavals

Ungir sem aldnir, konur jafnt sem karlar, fengu sér gott í gogginn og lærðu að gera jólaskreytingar í verslun Blómavals í Skútuvogi í gærkvöldi. Einnig var á staðnum sérlegur seríusérfræðingur sem veitti góð ráð við val á jólaseríum sem lýsa brátt upp skammdegið. Meira
10. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Heiðra Tinu Turner í Hörpu

Söngkonurnar Andrea Gylfadóttir, Diljá, Elísabet Ormslev, Jóhanna Guðrún, Sigga Beinteins og Stefanía Svavars munu heiðra minningu Tinu Turner á tónleikum í Eldborg í Hörpu annað kvöld kl. 20. „Tina var ein dáðasta og án vafa ein allra besta söngkona heims,“ segir í viðburðarkynningu Meira
10. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Héraðsdómur hafnar lögbanni

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu bandarísku samtakanna Anti-Defamation League, ADL, um að lagt verði lögbann á vefsíðu The Mapping Project sem hýst er hjá fyrirtækinu 1984 Meira
10. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Himneskt stefnumót

„Tunglið fór fyrir Venus í gærmorgun, sem er frekar sjaldgæfur atburður, og sem betur fer viðraði frábærlega um nánast allt land svo flestallir Íslendingar gátu… Meira
10. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 600 orð | 2 myndir

Hlúa þarf að ósofnum Grindvíkingum

„Auðvitað er þetta erfið staða. Það er óvissa og maður skilur vel ótta og kvíða og þá er svo mikilvægt að reyna að huga að sínum grunnstoðum sem eru hreyfing, mataræði, svefn og andleg líðan. Þannig að ég mæli með því ef fólk getur ekki sofið… Meira
10. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Kaflaskipt hjá Íslandi í Rúmeníu

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik mátti þola tap fyrir Rúmeníu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2025 í Constanta í Rúmeníu í gær. Ásamt Íslandi og Rúmeníu eru Tyrkland og Slóvakía einnig í riðlinum en Tyrkir, sem mæta Íslandi í Ólafssal … Meira
10. nóvember 2023 | Fréttaskýringar | 679 orð | 3 myndir

Látast á Íslandi en eiga lögheimili í útlöndum

Sviðsljós Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Erlendir ríkisborgarar sem gert hafa Ísland að samastað sínum eru nú 71.960, eða 18,4% af heildarmannfjöldanum, segir Hagstofa Íslands. Samkvæmt sömu heimild er dánartíðni á Íslandi á hverja þúsund íbúa sjö á ári. Þetta gætu því eftir ýtrustu tölfræði verið um 500 manns á ári, en efalítið er talan lægri. Í þessu sambandi vekur þó athygli að andlát þess fólks sjást sárasjaldan auglýst eða útfarir þess, sem í mörgum tilvikum fara raunar fram í heimalandi viðkomandi. Meira
10. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Leita umsagna um hvort fjarlægja beri styttu

Borgarráð mun leita umsagna af hálfu KFUM, KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja beri styttuna af séra Friðriki og drengnum, sem stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu, í ljósi ásakana sem fram hafa komið um að sr Meira
10. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 93 orð

Lenda oft utangarðs í kerfinu

Ýmis úrlausnarefni koma upp þegar erlendir ríkisborgarar, fólk sem er á Íslandi að vinna eða er í orlofsferð, deyja hér á landi. Stundum á í hlut fólk með lítið bakland. Sumir, til dæmis verkafólk, eru ekki með íslenska kennitölu eða skráðir í stéttarfélag og lenda því utangarðs Meira
10. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 313 orð | 1 mynd

Læra á nýtt samfélag við saumavélina

„Saumó – tau með tilgang, er virkniverkefni fyrir flótta- og innflytjendakonur sem Hjálparstarf kirkjunnar og Hjálpræðisherinn standa að og við hittumst í húsnæði Hjálpræðishersins á Suðurlandsbraut,“ segir Hildur Loftsdóttir sem stýrir verkefninu Meira
10. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Netárásir sköpuðu óþægindi

Netárásir voru gerðar á vefsíður grunnskólanna í Reykjavík í vor með þeim afleiðingum að síðurnar lágu niðri. Brugðið var á það ráð að setja upp bráðabirgðasíður á vefsvæði reykjavik.is þar sem finna má grunnupplýsingar um starfsemi skólanna Meira
10. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 647 orð | 2 myndir

Sakar ráðuneytið um valdníðslu

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Bókaútgefandinn Huginn Þór Grétarsson í Óðinsauga hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu menningar- og viðskiptaráðuneytisins í tengslum við nýja útgáfu hans af barnabókinni Dimmalimm. Hann staðhæfir að ráðuneytið hafi brotið lög með samráði við hagsmunaaðila sem mótmælt hafa útgáfu bókarinnar og er ósáttur við að ekki hafi verið orðið við beiðni hans um afhendingu allra gagna málsins. Ráðuneytið segir að Óðinsauga hafi fengið öll gögn málsins sem upplýsingaréttur aðila nái til samkvæmt stjórnsýslulögum. Vinnuskjöl séu undanþegin upplýsingarétti. Meira
10. nóvember 2023 | Erlendar fréttir | 385 orð | 1 mynd

Samþykkja daglegt „mannúðarhlé“

John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Ísraelsher hefði samþykkt að gera svokölluð… Meira
10. nóvember 2023 | Erlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Scholz lofar að verja gyðinga

Þess var minnst í Þýskalandi í gær að 85 ár voru liðin frá Kristalsnótt, sem sögð hefur verið upphaf skipulagðra ofsókna nasista gegn gyðingum í Þýskalandi. Olaf Scholz Þýskalandskanslari sótti sérstaka minningarathöfn um atburðina, sem haldin var í Beth Zion-samkunduhúsinu í Berlín Meira
10. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 123 orð

Segir lög hafa verið brotin

„Einstaklingar eða fyrirtæki eiga ekki að sæta íþyngjandi rannsókn opinberra aðila nema gögn styðji slíkt, sem er ekki í þessu máli,“ segir bókaútgefandinn Huginn Þór Grétarsson í Óðinsauga sem hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna… Meira
10. nóvember 2023 | Erlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Semur við Katalóna um stjórnarsetu

Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, hefur gert samkomulag við aðskilnaðarsinna í Katalóníuhéraði, sem felur í sér að flokkar þeirra styðji ríkisstjórn Sósíalistaflokksins gegn því að leiðtogar þeirra sem tóku þátt í tilraun til að lýsa yfir sjálfstæði héraðsins árið 2017 fái sakaruppgjöf Meira
10. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Spá 0,7% halla á rekstri spítalans

Samkvæmt spá Landspítalans um rekstrarniðurstöðu þessa árs er gert ráð fyrir 701 milljónar króna halla af rekstrinum sem nemur 0,7% af áætluðum… Meira
10. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 332 orð

Umsóknum um lán fer fækkandi hjá Menntasjóði

Umsóknum um lán hjá Menntasjóði námsmanna hefur fækkað síðustu ár og hægt að sjá marga samverkandi þætti sem geta skýrt það. Þetta segir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Menntasjóðs. „Ef við erum að skoða bara stutt tímabil er… Meira
10. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Uppboð á seðlasafninu gekk vel

„Uppboðið á seðlasafni Freys Jóhannessonar gekk mjög vel og það var mikill áhugi alþjóðlegra safnara á uppboðinu og seðlar frá síðustu 100 árum seldust á góðu yfirverði,“ segir Michael Märcher, sérfræðingur í mynt- og seðlasöfnum hjá… Meira
10. nóvember 2023 | Erlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Verði hryggjarstykkið í vörnum Evrópu

Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði gær að þýski herinn yrði að verða hryggjarstoð landvarna Evrópu, en hann kynnti þá nýja áætlun um endurnýjun herafla landsins, þá fyrstu frá árinu 2011 Meira
10. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 269 orð | 2 myndir

Vindlundurinn í Búrfellslundi í skipulagsferli

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á sveitarstjórnarfundi á miðvikudaginn að auglýsa breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um vindorkuver ofan Búrfells. „Sveitarstjórnin fór yfir fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar sem tók fyrir… Meira
10. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 881 orð

Virka samkeppnissvæðið skert

Núverandi markaðssvæði Póstsins voru skilgreind í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar árið 2020. Nánar tiltekið vegna útnefningar á Íslandspósti sem alþjónustuveitanda á sviði póstþjónustu um land allt frá 1 Meira
10. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 335 orð | 1 mynd

Vopnahlé af mannúðarástæðum

„Alþingi ályktar að án tafar skuli komið á vopnahléi af mannúðarástæðum á Gaza-svæðinu svo tryggja megi öryggi almennra borgara, jafnt palestínskra sem ísraelskra Meira
10. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Þróunin sé áhyggjuefni

Hagfræðingur Viðskiptaráðs segir að miklar áhyggjur vakni ef þróun á fjölda þeirra sem þiggja örorkulífeyri er sett í alþjóðlegt samhengi. Á sama tíma og kerfið hér á landi verður dýrara og örorkulífeyrisþegum fjölgar hefur þeim fækkað á Norðurlöndunum Meira

Ritstjórnargreinar

10. nóvember 2023 | Staksteinar | 202 orð | 2 myndir

Aldrei aftur

Birgir Þórarinsson alþingismaður fer víða og kynnir sér gjarnan ástand mála á erfiðum slóðum af eigin raun. Það er vel til fundið hjá þingmanninum sem staddur var í Ísrael þegar blaðamaður Morgunblaðsins tók hann tali eins og lesendur sáu í vikunni. Hann lýsti hryllingnum sem átti sér stað í Ísrael fyrir rúmum mánuði þegar Hamas-hryðjuverkamenn réðust til atlögu gegn saklausum borgurum. Meira
10. nóvember 2023 | Leiðarar | 166 orð

Ríkið í samkeppni

Ríkið greiðir stórfé fyrir að skaða samkeppni Meira
10. nóvember 2023 | Leiðarar | 433 orð

Vöxtur glæpagengja

Ofbeldisglæpir og skipulögð brotastarfsemi aukast hér á landi Meira

Menning

10. nóvember 2023 | Menningarlíf | 706 orð | 3 myndir

Allt það besta úr íslenskri hönnun

Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna, hlaut heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands 2023 fyrir framlag sitt til leirlistar og brautryðjendastarf á því sviði hér á landi við athöfn í Grósku í gærkvöldi. Hönnunarverðlaun Íslands voru síðan veitt í þremur… Meira
10. nóvember 2023 | Menningarlíf | 118 orð | 1 mynd

Heiðra Ellu Fitzgerald með tónleikum

Rytmísk deild MÍT heiðrar Ellu Fitzgerald, söngdrottningu djassins, á tónleikum í húsakynnum skólans í Rauðagerði 27 á morgun kl. 20 og sunnudaginn 12. nóvember kl. 16. „Á efnisskránni verða ýmsar perlur úr söngbók Ellu Meira
10. nóvember 2023 | Menningarlíf | 888 orð | 1 mynd

Suðuketill sköpunar

Íslenski tónlistarhópurinn Nordic Affect hefur á tæpum tveimur áratugum fest sig í sessi sem einn framsæknasti tónlistarhópur Norðurlanda. Tónleikar og útgáfur Nordic Affect hafa hlotið fjölda viðurkenninga sem og lof gagnrýnenda, enda… Meira
10. nóvember 2023 | Menningarlíf | 147 orð | 1 mynd

Verkfalli leikara í Hollywood lokið

„Okkur tókst það!!!!“ skrifaði Fran Drescher, formaður félags leikara í Hollywood (Sag-Aftra), í færslu á Instagram á miðvikudagskvöld þegar ljóst var að samningar hefðu tekist milli félagsins og umfangsmestu kvikmyndaveranna vestanhafs Meira

Umræðan

10. nóvember 2023 | Aðsent efni | 604 orð | 1 mynd

Lögstjórn eða lögfræðingastjórn?

Þetta valdafyllerí verður að stöðva og það getur enginn gert nema almenningur í þessu landi. Meira
10. nóvember 2023 | Pistlar | 425 orð | 1 mynd

Ríkisstjórnarlaust Alþingi

Í lok árs 2017 var engin ríkisstjórn á Íslandi. Hún sprakk hressilega út af uppreist æru-málinu og boðað var skyndilega til kosninga. Illa gekk að búa til ríkisstjórn í kjölfar þeirra og voru fjárlög það árið þess vegna að miklu leyti ákveðin af Alþingi en ekki af ríkisstjórninni Meira
10. nóvember 2023 | Aðsent efni | 602 orð | 1 mynd

Samgöngur á suðvesturhorninu

Við endurskoðun samgöngusáttmálans þarf að sjá til þess að ekki verði þrengt um of að hinum mikilvæga samgönguás Reykjanesbraut-Sæbraut-Sundabraut. Meira
10. nóvember 2023 | Aðsent efni | 791 orð | 1 mynd

Vöknum við?

Hér eru komin fram glæpagengi, sem mörg hver virðast eiga rætur á meðal innflytjenda, sem hingað hafa átt auðveldan aðgang m.a. í skjóli Schengen-sáttmálans. Er þá ekki tími til kominn að við líka vöknum? Meira

Minningargreinar

10. nóvember 2023 | Minningargreinar | 1614 orð | 1 mynd

Dagbjört Elín Pálsdóttir

Dagbjört Elín Pálsdóttir sjúkraliði fæddist 1. september 1980. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 18. október 2023. Foreldrar hennar eru Páll Jóhannesson, f. 1958, og Margrét Hólmfríður Pálmadóttir, f Meira  Kaupa minningabók
10. nóvember 2023 | Minningargreinar | 1320 orð | 1 mynd

Heiðdís Ellen Róbertsdóttir

Heiðdís Ellen Róbertsdóttir fæddist á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 30. apríl 1972. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 27. október 2023. Foreldrar hennar voru Ragnhildur Guðlaug Pálsdóttir frá Gilsárstekk í Breiðdal, bankastarfsmaður, f Meira  Kaupa minningabók
10. nóvember 2023 | Minningargreinar | 816 orð | 1 mynd

Jónína Sóley Hjaltadóttir

Jónína Sóley Hjaltadóttir fæddist á Selfossi 31. mars 1960. Hún lést á heimili sínu Þóristúni 13 hinn 28. október 2023. Foreldrar hennar voru Hjalti Þórðarson, f. 25.3. 1925, d. 11.5. 2016, og Elínbjörg Ólöf Guðjónsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
10. nóvember 2023 | Minningargreinar | 1475 orð | 1 mynd

Kolbrún Steinþórsdóttir

Kolbrún Steinþórsdóttir fæddist í Gottorp í Þverárhreppi, V-Húnavatnssýslu, 29. maí 1933. Hún lést 1. nóvember 2023. Foreldrar hennar voru Steinþór Ásgeirsson framkvæmdastjóri, f. á Hofi á Höfðaströnd í Skagafirði 19 Meira  Kaupa minningabók
10. nóvember 2023 | Minningargreinar | 1454 orð | 1 mynd

Lúðvík Baldur Ögmundsson

Lúðvík Baldur Ögmundsson fæddist í Reykjavík 11. desember 1947. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 29. október 2023. Lúðvík var sonur hjónanna Bjarneyjar Sigríðar Guðmundsdóttur, verkakonu og verkalýðsfulltrúa, sem var fædd í Hælavík á Hornströndum 14 Meira  Kaupa minningabók
10. nóvember 2023 | Minningargreinar | 1399 orð | 1 mynd

Svanhvít Óladóttir

Svanhvít Óladóttir fæddist í Vestmannaeyjum 15. apríl 1960. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 30. október 2023. Foreldrar hennar voru Óli Markús Andreasson, f. 26.11. 1934, d. 30.3 Meira  Kaupa minningabók
10. nóvember 2023 | Minningargreinar | 1407 orð | 1 mynd

Sveinn Bjarnason

Sveinn Bjarnason fæddist 9. október í Eskiholti, Borgarhreppi, Mýrasýslu. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 31. október 2023. Foreldrar hans voru Kristín Guðmundsdóttir frá Skálpastöðum í Lundarreykjadal, f Meira  Kaupa minningabók
10. nóvember 2023 | Minningargreinar | 1386 orð | 1 mynd

Sveinn Jónsson

Sveinn Jónsson fæddist á Ási við Kópasker 24. ágúst 1931. Hann lést lést 24. október 2023. Hann var sonur Jóns Árnasonar héraðslæknis, f. 1889, d. 1944, frá Garði í Mývatnssveit, og Valgerðar Guðrúnar Sveinsdóttur, f Meira  Kaupa minningabók
10. nóvember 2023 | Minningargreinar | 1594 orð | 1 mynd

Tryggvi Ágúst Sigurðsson

Tryggvi Ágúst Sigurðsson fæddist í Reykjavík 16. febrúar 1931. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 31. október 2023. Foreldrar hans voru Klara Tryggvadóttir, f. 1. október 1906 í Garpsdal í Húnavatnssýslu, d Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

10. nóvember 2023 | Viðskiptafréttir | 137 orð

Apple mögulega aftur í dómsalinn eftir mistök

Tæknirisinn Apple gæti hafa orðið fyrir bakslagi í baráttu sinni við Evrópusambandið (ESB). Evrópudómstóllinn ógilti árið 2020 ákvörðun framkvæmdastjórnar sambandsins sem krafðist þess að Apple greiddi 13 milljarða evra vegna skattskuldar á Írlandi Meira
10. nóvember 2023 | Viðskiptafréttir | 317 orð | 2 myndir

Jón og Pétur nýir í stjórn Sets á Selfossi

Reynsluboltar úr atvinnulífinu eiga sæti í nýrri stjórn Sets hf. sem skipuð var nú fyrr í mánuðinum. Set sérhæfir sig í plaströraframleiðslu og starfrækir verksmiðju og er með höfuðstöðvar á Selfossi, auk þess að vera með framleiðslueiningu í… Meira
10. nóvember 2023 | Viðskiptafréttir | 715 orð | 1 mynd

Ná þarf stuðlinum enn frekar niður

Stuðningsstuðull Viðskiptaráðs Íslands, sem mælir hversu margir einstaklingar eru studdir með opinberu fé eða millifærslum á hvern vinnandi einstakling á almenna vinnumarkaðnum, lækkar milli ára annað árið í röð eftir að hafa hækkað samfellt í fjögur ár Meira

Fastir þættir

10. nóvember 2023 | Í dag | 275 orð

Harðsporar vefja upp á sig

Ort um Kristján Kristjánsson skipasmið á Bíldudal (1854-1934), en vísur eftir hann birtust hér í Horninu á miðvikudag. Kristján þótti gagnrýninn á margt sem honum þótti miður fara í samfélaginu og því var ort: Margur held ég fengi frið, á falsinu… Meira
10. nóvember 2023 | Í dag | 292 orð | 1 mynd

Kormákur Geirharðsson

60 ára Kormákur er Reykvíkingur, ólst upp í Fossvoginum en fluttist í miðbæinn 18 ára og hefur búið þar síðan. Hann er eigandi Herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar og Ölstofu Kormáks og Skjaldar ásamt Skildi Sigurjónssyni, en búðin á 28 ára afmæli 26 Meira
10. nóvember 2023 | Í dag | 647 orð | 3 myndir

Kórmanneskja og stundar dans

Kristín Jónsdóttir fæddist 10. nóvember 1973 í Reykjavík og ólst upp í Seljahverfinu í Breiðholti. Hún gekk í Ölduselsskóla og var skiptinemi í Hamilton í Ontario í Kanada veturinn 1989-1990. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1994 Meira
10. nóvember 2023 | Í dag | 179 orð

Lítil breyting. S-Allir

Norður ♠ 86 ♥ 763 ♦ D6 ♣ ÁK9876 Vestur ♠ 94 ♥ KD1084 ♦ 85 ♣ DG52 Austur ♠ ÁK5 ♥ Á92 ♦ Á109432 ♣ 10 Suður ♠ DG10732 ♥ G5 ♦ KG7 ♣ 43 Suður spilar 2♠ Meira
10. nóvember 2023 | Dagbók | 184 orð | 1 mynd

Lokar lokaþáttur Loka sögunni?

Það yrði líklega til að æra óstöðugan (og stöðugan jafnvel líka) ef undirritaður færi að þylja upp allt það afþreyingarefni sem gefið hefur verið út undir merkjum „Marvel-kvikmyndaheimsins“, en þar fá ýmsar myndasöguhetjur að bjarga heiminum frá alls kyns ofurþrjótum Meira
10. nóvember 2023 | Í dag | 160 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 d6 2. Rc3 g6 3. d4 Bg7 4. Rge2 Rd7 5. g3 e5 6. Bg2 Rgf6 7. h3 c6 8. a4 0-0 9. 0-0 Dc7 10. a5 He8 11. Be3 Rf8 12. Dd2 Be6 13. b3 exd4 14. Rxd4 Bd7 15. Hfd1 a6 16. Rde2 d5 17. exd5 Rxd5 18. Rxd5 cxd5 19 Meira
10. nóvember 2023 | Dagbók | 85 orð | 1 mynd

Stjarna Laufeyjar skín skært

Söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur slegið í gegn með tónlist sinni. Hún þykir ein skærasta stjarnan í heimi djasstónlistar og er uppselt á tónleika hennar um víða veröld. Í dag koma út tvö jólalög með Laufeyju og stórsöngkonunni Noruh Jones Meira
10. nóvember 2023 | Í dag | 52 orð

Vífilengjur eru undanbrögð , fyrirsláttur , það að færast undan e-u í…

Vífilengjur eru undanbrögð, fyrirsláttur, það að færast undan e-u í tali, og skiptist vífi-, ekki „vífil-“ Meira

Íþróttir

10. nóvember 2023 | Íþróttir | 478 orð | 2 myndir

Blikar nálægt fyrsta stiginu

Breiðablik er enn án stiga í B-riðli Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta eftir 2:3-tap fyrir belgíska liðinu Gent á Laugardalsvelli í gærkvöldi Meira
10. nóvember 2023 | Íþróttir | 256 orð | 1 mynd

FH lagði Hauka í Hafnarfjarðarslag

Jón Bjarni Ólafsson átti stórleik fyrir FH þegar liðið hafði betur gegn Haukum í Hafnarfjarðarslag 9. umferðar úrvalsdeildar karla í handknattleik á Ásvöllum í Hafnarfirði í gær. Leiknum lauk með þriggja marka sigri FH, 32:29, en Jón Bjarni gerði sér lítið fyrir og skoraði tíu mörk í leiknum Meira
10. nóvember 2023 | Íþróttir | 137 orð | 1 mynd

Framarar sigu fram úr á lokamínútunum

Þórey Rósa Stefánsdóttir fór mikinn fyrir Fram þegar liðið hafði betur gegn ÍR í 9. umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik í Skógarseli í Breiðholti í gær. Leiknum lauk með öruggum sigri Fram, 31:24, en Þórey Rósa gerði sér lítið fyrir og skoraði sjö mörk í leiknum Meira
10. nóvember 2023 | Íþróttir | 684 orð | 4 myndir

Hollenski knattspyrnumaðurinn Micky van de Ven, miðvörður Tottenham, mun…

Hollenski knattspyrnumaðurinn Micky van de Ven, miðvörður Tottenham, mun að öllum líkindum ekki spila meira á þessu ári eftir að hann meiddist illa aftan á læri í 4:1-tapi liðsins gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Tottenham Hotspur-vellinum í Lundúnum á mánudaginn síðasta Meira
10. nóvember 2023 | Íþróttir | 426 orð | 2 myndir

Kaflaskipt í Constanta

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik mátti þola tap fyrir Rúmeníu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2025 í Constanta í Rúmeníu í gær. Ásamt Íslandi og Rúmeníu eru Tyrkland og Slóvakía einnig í riðlinum en Tyrkir, sem mæta Íslandi í… Meira
10. nóvember 2023 | Íþróttir | 410 orð | 2 myndir

Stjarnan lagði meistarana á Króknum

James Ellisor átti stórleik fyrir Stjörnuna þegar liðið hafði betur gegn Íslandsmeisturum Tindastóls í 6. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik á Sauðárkróki í gær. Leiknum lauk með naumum sigri Stjörnunnar í framlengdum leik, 84:78, en… Meira

Ýmis aukablöð

10. nóvember 2023 | Blaðaukar | 24 orð

74 ára og elskar það

„Mér finnst þessar fegrunaraðgerðir í dag alveg rosalegar,“ segir Þuríður Sigurðardóttir sem er hætt að vinna sem söngkona en vinnur nú að nýjum frama Meira
10. nóvember 2023 | Blaðaukar | 1473 orð | 4 myndir

Árin frá 65 til 74 ára koma aldrei aftur

„Það er áskorun og verkefni að eyða uppsöfnuðum sparnaði í sjálfan sig ef hann er til og hver og einn verður að velja sína leið í því. Ekki tökum við þetta með okkur þegar við yfirgefum þetta jarðlíf.“ Meira
10. nóvember 2023 | Blaðaukar | 148 orð | 1 mynd

Allra meina bót

Ávinningurinn af því að drekka beinaseyði er talinn felast í öllum þeim næringarefnum sem losna þegar bein eru soðin. Flestir kannast við soð sem notað er í matargerð. Beinaseyði er töluvert annað en hinn venjulegi súputeningur frá Knorr Meira
10. nóvember 2023 | Blaðaukar | 1012 orð | 3 myndir

„Ég þarf ekki lengur að leita að ástinni frá öðrum“

Giftingin var hluti af andlegri og innri umbreytingu og auknum kærleika í eigin garð, sem ég hef verið að fara í gegnum undanfarið. Ég fattaði allt í einu að ég hafði aldrei gefið sjálfri mér nein heit og gifting var gott svar við því Meira
10. nóvember 2023 | Blaðaukar | 1397 orð | 4 myndir

„Sem betur fer sagði ég já“

„Það er hrikalega alvarlegt og maður verður pínulítið meyr en lífið heldur áfram. Það er ekkert annað í boði en að vera jákvæður og gera sitt besta og fara eftir þeim leiðbeiningum sem maður fær. Ég hef nýlega fengið niðurstöðu þess efnis að ég sé sannarlega á réttri leið. Það er mikið gleðiefni.“ Meira
10. nóvember 2023 | Blaðaukar | 616 orð | 1 mynd

Er hægt að saga dúfurnar hans Guðmundar frá Miðdal í sundur?

Virtur lögmaður á höfuðborgarsvæðinu lét hafa það eftir sér að fólk kynntist ekki fyrir alvöru fyrr en það erfði peninga (og þyrfti að skipta arfinum með öðru fólki). Það að skipta bróðurlega á milli sín og annarra væri ekki á færi allra og líklegra væri að allt færi fjandans til Meira
10. nóvember 2023 | Blaðaukar | 419 orð | 7 myndir

Er rétt að byrja lífið

Þessa dagana er ég aðallega að fylgjast með heimsmálunum og óhugnanlegri framvindu þeirra og þá sérstaklega öllum þeim huldu stríðum sem aldrei komast í fréttir. Viðfangsefnið ætti að vera að koma þeim þangað,“ segir Ögmundur um það sem honum er ofarlega í huga um þessar mundir Meira
10. nóvember 2023 | Blaðaukar | 15 orð

Góð fjölskylda mikilvægust

Ísólfur Gylfi Pálmason fyrrverandi þingmaður hefur nóg fyrir stafni þótt hann sé hættur að vinna Meira
10. nóvember 2023 | Blaðaukar | 1054 orð | 9 myndir

Hátíðarförðun Þuríðar

Ég byrjaði á því að setja lúxus-rakavatn frá Shiseido á andlitið á Þuríði. Góður raki skiptir öllu máli þegar efsta lag húðarinnar er farið að þynnast Meira
10. nóvember 2023 | Blaðaukar | 1358 orð | 4 myndir

Hætti eftir 34 ára starfsferil og lét drauminn rætast

„Ég hefði, eftir á að hyggja, alveg viljað hætta fyrr til að sinna listinni svo kannski var það lán í óláni að ég komst á endastöð og varð að hætta.“ Meira
10. nóvember 2023 | Blaðaukar | 328 orð | 6 myndir

Lærðu svo lengi sem þú lifir

Lærðu að drekka vín! Menningarhópur U3A Reykjavíkur, háskóla þriðja æviskeiðsins, býður upp á námskeið í vínsmökkun þann 29 Meira
10. nóvember 2023 | Blaðaukar | 1472 orð | 2 myndir

Seldi fjölskyldufyrirtækið eftir 40 ára feril og settist á skólabekk sjötugur

„Ég las minn tíma, ef ég hefði ætlað að halda fyrirtækinu gangandi hefði ég þurft að ráðast í miklar breytingar og nútímavæða reksturinn. Ég hefði þurft að setja upp heimasíðu og stofna verslanir og jafnvel fara í samkeppni við mína kúnna, það var eitthvað sem mér hugnaðist ekki.“ Meira
10. nóvember 2023 | Blaðaukar | 9 orð

Seldi fyrirtækið og settist á skólabekk

Þormar Ingimarsson söðlaði um sjötugur og lærði til leiðsögumanns Meira
10. nóvember 2023 | Blaðaukar | 509 orð | 6 myndir

Vill frekar vera á sjötugsaldri en þrítug!

Ég vil ekkert endilega líta út fyrir að vera yngri en ég er en ég vil að húðin mín sé í sínu besta formi. Hún sé rétt og vel nærð. Þá lítum við vel út, að mínu mati, ég vil allavega ekki verða 30 aftur, það er geggjað að vera á sjötugsaldri og lifa lífinu,“ segir Bára Meira
10. nóvember 2023 | Blaðaukar | 1024 orð | 1 mynd

Öruggari með sjálfa sig þegar hún er sátt við útlit sitt

Þuríður er einstaklega glæsileg kona og segist alltaf hafa hugsað þokkalega vel um sig og hún hafi alla tíð haft áhuga á förðun. „Ég þurfti alltaf að hugsa um útlitið vegna starfs míns, bæði sem söngkona og flugfreyja, ég eiginlega komst ekki hjá því að fylgjast með nýjustu straumunum Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.