Sviðsljós Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Erlendir ríkisborgarar sem gert hafa Ísland að samastað sínum eru nú 71.960, eða 18,4% af heildarmannfjöldanum, segir Hagstofa Íslands. Samkvæmt sömu heimild er dánartíðni á Íslandi á hverja þúsund íbúa sjö á ári. Þetta gætu því eftir ýtrustu tölfræði verið um 500 manns á ári, en efalítið er talan lægri. Í þessu sambandi vekur þó athygli að andlát þess fólks sjást sárasjaldan auglýst eða útfarir þess, sem í mörgum tilvikum fara raunar fram í heimalandi viðkomandi.
Meira