Fiskeldisfyrirtæki skulu tryggja að lax verði ekki kynþroska á eldistíma í sjókvíum, samkvæmt drögum að breytingum á reglugerð um fiskeldi sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt stjórnvaldaMeira
„Við leggjum mesta áherslu á afkomuöryggi fólks í Grindavík, að fólk þurfi ekki að vera í angist yfir því hvort það fái útborgað um mánaðamótin eða hvort það þurfi að borga af skuldum á íbúðum sem kannski eru ónýtar,“ segir Finnbjörn A
Meira
„Við höfum alltaf haft sterka tengingu við Morgunblaðið og 110 ára afmæli þess á dögunum rifjaði upp góðar minningar,“ segir Sigríður Guðmundsdóttir kaupmaður í Ástund. Í gær kallaði hún Sigurbjörn Magnússon stjórnarformann Árvakurs hf., …
Meira
Jólabókaflóðið er að skella á landsmönnum og útlit er fyrir áhugavert ár í útgáfu. Sú breyting verður á flóðinu í ár að landsmenn geta ekki vænst þess að fá Bókatíðindi inn um lúguna. Verður það í fyrsta sinn sem fólk þarf sjálft að verða sér úti um …
Meira
Náttúruhamfaratrygging Íslands, NTÍ, hefur lagt mat á verðmæti vátryggðra eigna í Grindavík. Samkvæmt því nemur verðmætið rúmlega 150 milljörðum króna. Hér er um að ræða eignir í Grindavíkurbæ, en hvorki orkuverið í Svartsengi né Bláa lónið eru þarna undir
Meira
Endurhæfing hefur fylgt Kristjáni Tómasi Ragnarssyni frá unglingsárum. Hann tók þátt í að endurvekja körfuknattleiksdeild, sem átti síðar eftir að eiga lið í fremstu röð, blés lífi í hund í norrænu kvikmyndinni Rauðu skikkjunni, sem markaði tímamót, …
Meira
Íbúar og fyrirtæki í Grindavík fengu annað tækifæri í gær til þess að forða eigum sínum undan jarðhræringunum sem skekið hafa bæinn. Fengu fyrirtæki að senda fólk til bæjarins um morguninn, en þeir íbúar sem ekki höfðu náð að komast til Grindavíkur í fyrradag fengu svo tækifærið um hádegið
Meira
Nik Chamberlain var í síðasta mánuði ráðinn nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu eftir að hafa á undan þjálfað kvennalið Þróttar úr Reykjavík í rúm sjö ár við góðan orðstír. Er honum ætlað að reisa Blika við eftir vonbrigðatímabil í ár
Meira
Vel hefur gengið að útvega Grindvíkingum húsnæði, eftir því sem næst verður komist. Oddur Freyr Þorsteinsson fjölmiðlafulltrúi Rauða krossins á Íslandi sagði í samtali við Morgunblaðið um miðjan dag í gær að um 20 manns væru eftir í…
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þórhildur Ólöf Helgadóttir forstjóri Íslandspósts segir gjaldskrár fyrir bréf munu taka einhverjum breytingum um áramótin. Þar komi bæði til verðbólga og launahækkanir en kjarasamningar eru lausir frá og með 1. febrúar næstkomandi.
Meira
Rússnesk yfirvöld hafa náðað morðingja rannsóknarblaðamannsins Önnu Politkovskaya sem var handtekinn og dæmdur árið 2006. Sergei Khadsjíkúrabanov var einn af fimm mönnum sem fangelsaðir voru í tengslum við morðið á blaðakonunni, en hún vann hjá…
Meira
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að nýjar mælingar á brennisteinsgasi gefi til kynna að kvika hafi færst ofar í jarðskorpuna. Hann segir kvikuna nú mögulega liggja á 400-500 metra dýpi
Meira
Interpol-lögreglan í Lyon í Frakklandi tilkynnti í gær að borin hefðu verið kennsl á lík af konu sem fannst myrt í Belgíu fyrir 31 ári. Reyndist hún vera Rita Roberts, sem kom upphaflega frá Cardiff í Wales
Meira
Forsætisráðherra Breta Rishi Sunak náði að koma öllum að óvörum í fyrradag þegar hann tilkynnti að David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, myndi snúa aftur í bresk stjórnmál og verða næsti utanríkisráðherra Bretlands
Meira
Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Ástandið á al-Shifa-sjúkrahúsinu fer enn versnandi. Forstjóri spítalans, Mohammad Abu Salmiya, sagði í gær að ekki hefði verið komist hjá að grafa fjöldagröf fyrir 179 lík, en sjúkrahúsið er án rafmagns sem og líkhúsið og fjöldi manns kemst ekki frá byggingunni vegna átaka í kringum það. Náfnykurinn liggur yfir sjúkrahúsinu og sprengjuhljóð og byssugelt heyrist stöðugt, hefur fréttaveita AFP eftir vitni á svæðinu. Læknar án landamæra segja aðstæðurnar á sjúkrahúsinu skelfilegar.
Meira
Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar verður jákvæð um 144 milljónir króna á næsta ári gangi áætlanir bæjarins eftir og afgangur verður á A-hlutanum upp á 104 milljónir króna. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2024 sem lögð var fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær
Meira
Þessi ljósmynd var tekin á frönsku eyjunni Korsíku í Miðjarðarhafi í gær og sýnir skemmtilega skýjamyndun fyrir ofan fjallgarð frönsku eyjunnar. Svokölluð linsuský (altocumulus lenticularis) myndast í fjallabylgjum í stöðugri vindátt yfir 15 m/sek
Meira
Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Gert er ráð fyrir að heildarútgjöld ríkissjóðs á þessu ári aukist um 83,5 milljarða króna sem samsvarar 6,3% aukningu á fjárheimildum fjárlaga ársins. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjáraukalaga sem lagt hefur verið fram á Alþingi.
Meira
Menningarnefnd Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að fella niður útnefningu á bæjarlistamanni þetta árið þar sem listamaðurinn gat ekki veitt viðurkenningunni viðtöku í eigin persónu. Ísafjarðarbær tilkynnti um ákvörðunina eftir helgina og þar kom fram…
Meira
Byrjað var að reisa varnargarða í nágrenni Svartsengis og Bláa lónsins í gærmorgun. Verður nótt lögð við nýtan dag til þess að reisa garðana, en í gær var hafist handa austan við Þorbjörn. Íbúar og fyrirtæki í Grindavík fengu tækifæri í gær til þess …
Meira
Vinna við gerð varnargarða við Svartsengi er komin í fullan gang og unnið dag og nótt. Vinnan er hafin austan við Þorbjörn þar sem blaðamaður var á ferð í gær, en búið er að koma fyrir efni og jarðvinnuvélar farnar að ýta upp í varnargarðinn
Meira
Fræðimenn og kennarar sem starfa í Eddu halda örfyrirlestra í dag milli kl. 15 og 18. Hátt í tuttugu fyrirlestrar um íslenskt mál, fornsögur og önnur skyld efni verða fluttir í fyrirlestrasal Eddu. Meðal efnis verður íþróttamál, myrkrið í fornsögum, …
Meira
Gústaf A. Skúlason segir réttilega í grein sinni í gær, að það hafi verið hárrétt afstaða ríkisstjórnar Íslands að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um „vopnahlé“ á Gasa, þegar fulltrúar SÞ „neituðu að fordæma hryðjuverkaárás Hamas.
Meira
Anna Eyjólfs opnaði nýverið sýninguna SÍ & Æ / Over And Over Againí SÍM Gallery. „Yrkisefni sýningarinnar eru átök í sögulegum tíma og samtímanum
Meira
Bókaútgáfan Óðinsauga leggur að vanda áherslu á útgáfu barnabóka þótt fleira sé að finna á útgáfulistanum. Útgefandinn sjálfur, Huginn Þór Grétarsson, skrifar margar þeirra sjálfur. Meðal þeirra má nefna Amma langsokkur og Palli er EKKI einn í…
Meira
Sýningin Skúlptúr/skúlptúr stendur yfir í Gerðarsafni en þar sýna tíu listamenn verk sín. Sýningarstjórar eru Brynja Sveinsdóttir og Cecilie Cedet Gaihede. „Þessi sýning snýst um skúlptúrinn og spyr spurninga um hvað hann er og hvað hann geti verið
Meira
Borgarleikhúsið Teprurnar ★★½·· Eftir Anthony Neilson. Íslensk þýðing: Ingunn Snædal. Leikstjórn: Hilmir Snær Guðnason. Leikmynd og búningar: Sean Mackaoui. Lýsing: Fjölnir Gíslason. Hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason. Leikgervi. Guðbjörg Ívarsdóttir. Leikarar: Jörundur Ragnarsson og Vala Kristín Eiríksdóttir. Frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins laugardaginn 21. október 2023, en rýnt í 3. sýningu á sama stað laugardaginn 4. nóvember 2023.
Meira
Sellóleikarinn Þórdís Gerður Jónsdóttir kemur ásamt hljómsveit sinni fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum Hörpu í kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru nýjar útsetningar eftir Þórdísi Gerði á lögum eftir þýska tónskáldið Kurt Weill
Meira
Ég varð undrandi að sjá Guðna Ágústsson fara fram í fjölmiðlum fyrir nokkru með upphrópun um að ferðaþjónustan væri að drepa landbúnað á Íslandi.
Meira
Á mánudaginn voru samþykkt lög á Alþingi sem meðal annars fólu í sér nýtt gjald á fasteignaeigendur. Tilefnið er uppbygging varnargarðs sem ætlað er að verja orkumannvirki í Svartsengi. Nauðsyn þess að verja mannvirkin er óumdeild, en asinn sem…
Meira
Brynjar Eyland Sæmundsson fæddist í Stykkishólmi 8. júlí 1957. Hann lést á Landakoti í Reykjavík 2. nóvember 2023. Foreldrar hans voru Sæmundur Eyland Sigurbjörnsson, f
MeiraKaupa minningabók
Guðni Jóhann Þórarinsson fæddist 22. september 1937 á Torfastöðum í Jökulsárhlíð. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum 11. nóvember 2023. Foreldrar hans voru hjónin Árný Guðjónía Arnbjörg Þórðardóttir húsfreyja, f
MeiraKaupa minningabók
Ingibjörg Ágústsdóttir fæddist í Reykjavík 10. september 1943. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 4. nóvember 2023. Foreldrar hennar voru Ágúst Gissurarson, f. 22.8. 1905 í Byggðarhorni í Flóa, d
MeiraKaupa minningabók
Vilberg Sigurjónsson fæddist í Reykjavík 17. febrúar 1954. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans í Reykjavík 31. október 2023. Vilberg var sonur hjónanna Sigurjóns Auðunssonar, f
MeiraKaupa minningabók
15. nóvember 2023
| Minningargrein á mbl.is
| 2118 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Vilberg Sigurjónsson fæddist í Reykjavík 17. febrúar 1954. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans í Reykjavík 31. október 2023.
MeiraKaupa minningabók
Það væri auðvelt að halda því fram að það að hlusta á hljóðbók sé rökrétt framhald af baðstofuupplestri fyrri tíma, utan hvað það hlustar bara einn í einu og upplesarinn er víðs fjarri. Hljóðbókin býður upp á ýmsa möguleika
Meira
Finnur Magnússon er fæddur 15. nóvember 1973 í Reykjavík og ólst upp í Háaleitishverfi og Fossvoginum. „Það var gott að alast upp í Háaleitishverfi og Fossvogi. Í minni fjölskyldu hefur verið mikil tenging við ömmur og afa og nutum við krakkarnir þess að stutt var til þeirra
Meira
Magnús Einarson fæddist 16. apríl 1870 á Höskuldsstöðum í Breiðdal. Foreldrar hans voru hjónin Einar Gíslason, f. 1838, d. 1887, bóndi þar, hreppstjóri og alþingismaður, og Guðrún Helga Jónsdóttir, f
Meira
Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þess. Þórunn Hildur Jónasdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi félagsins, talaði um starfið í Ísland vaknar. „Það er mikið um að vera í litlu félagi,“ segir Þórunn
Meira
Í Vísnahorni á föstudag voru tvær vísur um Esjuna en vegna plássleysis varð staka Hjálmars Freysteinssonar fyrir niðurskurðarhnífnum og skal nú bætt úr því: Vindbelg fjalla vænstan ég veit og til hans stari, en mér finnst Esjan ömurleg þó á hana margir fari
Meira
„Þau settu sig í samband við mig í gegnum vin minn þegar tímabilið kláraðist. Ég samþykkti að setjast niður með þeim mánudaginn eftir að tímabilinu lauk. Eftir það þróaðist þetta,“ sagði Englendingurinn Nik Chamberlain, þjálfari…
Meira
Körfuknattleiksdeild Hauka hefur sagt upp samningi bandaríska bakvarðarins Jalens Moores, þrátt fyrir að hann sé stigahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar. Vísir greindi frá. Moore átti sannkallaðan stórleik í sínum síðasta leik með Haukum, en hann…
Meira
Hákon Rafn Valdimarsson, leikmaður Elfsborgar, var í gær valinn besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Hákon lék afar vel með Elfsborg á leiktíðinni, er liðið var hársbreidd frá því að vinna óvæntan Svíþjóðarmeistaratitil
Meira
Knattspyrnumaðurinn Hákon Arnar Haraldsson tók ekki þátt í æfingu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í Vínarborg í Austurríki í gær. Fótbolti.net greindi frá en Hákon Arnar, sem er tvítugur, glímir við smávægileg meiðsli á kálfa
Meira
Anton Sveinn McKee, fremsti sundmaður landsins, öðlaðist bandarískan ríkisborgararétt á dögunum en hann undirbýr sig nú fyrir Evrópumótið í 25 metra laug sem fram fer í Búkarest í Rúmeníu í byrjun desembermánaðar
Meira
Knattspyrnumaðurinn Þorsteinn Aron Antonsson skrifaði í gær undir samning við Val sem gildir út tímabilið 2026. Þorsteinn, sem er varnarmaður, kemur til Vals frá enska félaginu Fulham. Hann hefur undanfarið eitt og hálft tímabil leikið með uppeldisfélaginu Selfossi að láni frá Fulham
Meira
Íslenska landsliðskonan Natasha Anasi var hetja norska liðsins Brann er það vann 2:1-útisigur á St. Pölten frá Austurríki í 1. umferð B-riðils í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöldi. Natasha kom inn á sem varamaður á 69
Meira
Ólafur Stefánsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs EHV Aue í handknattleik, sem leikur í þýsku B-deildinni. Skrifaði hann í gær undir samning sem gildir til sumarsins 2024. Ólafur tekur við starfinu þegar í stað en Aue hefur verið í leit að…
Meira
Lausafjárstaða Amaroq-samstæðunnar nemur 115 milljónum bandaríkjadala. Þetta kemur fram í tilkynningu Amaroq Minerals um afkomu þriðja ársfjórðungs. Þá kemur fram að gengið hafi verið frá um 51 milljónar dala fjármögnun sem gerir félaginu kleift að…
Meira
Eitt það skemmtilegasta við að flakka um heiminn er að upplifa matar- og drykkjarmenningu ólíkra staða; fá hlutina beint í æð og „ekta“ og þannig smám saman víkka út sjóndeildarhringinn. Skiptir þá miklu að vera ófeiminn við að smakka…
Meira
Þó að fasteignafélagið Kaldalón búi yfir fimmtíu milljarða króna fjárfestingareignum, 3,5 milljarða króna leigutekjum á ári og 102.500 fermetra fasteignasafni láta skrifstofur þess við Ingólfsstræti í miðbæ Reykjavíkur lítið yfir sér
Meira
Félag iðn- og tæknigreina (FIT) fagnar 20 ára afmæli á þessu ári en félagið er í dag stærsta félag iðnaðarmanna á Íslandi. Hilmar Harðarson hefur stýrt FIT frá stofnun og ætti reynslan að nýtast honum vel í þeirri ströngu kjarasamningalotu sem er fram undan
Meira
Flæði upplýsinga milli fjármálastofnana, lögreglu og opinberra aðila skiptir höfuðmáli þegar kemur að því að koma í veg fyrir peningaþvætti. Þetta segir Nick Maxwell, sérfræðingur í peningaþvætti og forstöðumaður Future of Financial Intelligence Sharing rannsóknarverkefnisins eða (FFIS)
Meira
Gunnar Már Sigurfinnsson hefur verið ráðinn forstjóri GA Telesis Engine Service OY, dótturfyrirtækis GA Telesis, alþjóðlegs þjónustufyrirtækis með varahluti og alhliða viðhaldsþjónustu við flugfélög um allan heim
Meira
Ísland mælist efst í vísitölunni Reykjavik Index for leadership, en niðurstöður hennar voru kynntar í gær á Heimsþingi kvenleiðtoga sem fram fer í Hörpu. Þetta er fimmta árið í röð sem vísitalan er kynnt
Meira
Jón Þór Gunnarsson, forstjóri fasteignafyrirtækisins Kaldalóns, segir fjármögnun félagsins vera frábrugðna fjármögnun annarra fasteignafélaga. „Okkar markmið er að vera skuldléttari en sambærileg félög
Meira
Alþingi samþykkti á sunnudag frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Það er í sjálfu sé eðlilegt að hlúa vel að innviðum við þá stöðu sem nú ríkir vegna jarðhræringa á Reykjanesi, enda er það ein …
Meira
Þegar verkefni stöðvuðust um allan heim í faraldrinum, tímabilið 2020-2022, þar á meðal tónleikar og upptökur á tónlist vegna lokunar tónleikahalla og hljóðvera, varð annríki Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands við SinfoniaNord-verkefnið hið mesta í sögu hljómsveitarinnar
Meira
Stundum finnst mér ég hreinlega hafa náð að gera letina að listformi. Þannig uppgötvaði ég fyrir nokkrum árum hvernig ég get virkjað eigin leti til að hafa hemil á mínum innri sælgætisgrís. Mér þykir nammi nefnilega svo agalega gott, og færi létt…
Meira
Tryggingafélögin fylgjast náið með framvindu atburða í Grindavík og nágrenni í ljósi jarðhræringa á svæðinu. ViðskiptaMogginn sendi fyrirspurn á tryggingafélögin þar sem spurt var hvort félögin hefðu gert ráðstafanir vegna stöðunnar og lagt mat á tjónið færi allt á versta veg
Meira
Hann segir ekki útilokað að sá kostur verði skoðaður að bæjarfélagið selji íþróttahöllina Miðgarð en henni fylgir um 3.000 fermetra rými sem hægt er að nýta undir ýmsa þjónustu tengda heilsueflandi lífsstíl
Meira
” Það er því nokkuð örugg ávísun á vandræði ef skuldbindingar eru við efri þolmörk þegar vel árar og þetta er jafnvel enn þá mikilvægara að hafa í huga fyrir fyrirtæki og fjárfesta sem almennt búa við meiri breytileika tekna en einstaklingar.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.