Greinar laugardaginn 18. nóvember 2023

Fréttir

18. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 311 orð | 1 mynd

“Þegar fólk hringir í 112 af vettvangi slysa er mikilvægt fyrir okkur sem…

“Þegar fólk hringir í 112 af vettvangi slysa er mikilvægt fyrir okkur sem erum á vaktinni að fá sem allra bestar lýsingar á staðháttum, aðkomu að slysinu og ástandi fólks. Allt viðbragð og aðgerðir miðast við þær upplýsingar,” segir Guðbjörg Helga Jónsdóttir, varðstjóri hjá Neyðarlínunni Meira
18. nóvember 2023 | Erlendar fréttir | 904 orð | 3 myndir

„Stefnir ekki í jákvæða útkomu“

„Það er mjög erfitt að meta ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs eins og staðan er, en það er aukin pressa á Ísraela að þeir stöðvi framgang sinn á Gasasvæðinu og krafan um vopnahlé verður sífellt háværari,“ segir Magnús Þorkell… Meira
18. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Forsætisnefnd borgarinnar á skjön við lög

Innviðaráðuneytið telur forsætisnefnd borgarinnar ekki hafa farið eftir sveitarstjórnarlögum þegar hún hafnaði í tvígang að taka fyrir mál Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi borgarstjórnar Meira
18. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Frumvarp um kílómetragjald á hreinorkubíla

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að tekið verði upp kílómetragjald vegna notkunar rafmagns- og vetnisbíla og tengiltvinnbíla frá og með næstu áramótum. Verður gjaldið sex krónur vegna aksturs rafmagns- og vetnisbíla og tvær krónur vegna tengiltvinnbíla Meira
18. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 286 orð | 1 mynd

Fumleysi á vettvangi er afar mikilvægt

„Þegar fólk hringir í 112 af vettvangi slysa er mikilvægt fyrir okkur sem erum á vakt að fá sem allra bestar lýsingar á staðháttum, aðkomu að slysinu og ástandi fólks. Allt viðbragð miðast við þær upplýsingar,“ segir Guðbjörg Helga Jónsdóttir, varðstjóri hjá Neyðarlínunni Meira
18. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Fækkað í kærunefnd úr sjö í þrjá

Dómsmálaráðuneytið hefur lagt fram í samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016. Í greinargerð segir að með frumvarpinu sé brugðist við hraðri þróun í málaflokknum og „fordæmalausri“ fjölgun umsókna um alþjóðlega vernd Meira
18. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 418 orð | 2 myndir

Gjaldskrá MAST stendur ekki undir sér

„Það sem mér finnst vera rauði þráðurinn í þessum ábendingum Ríkisendurskoðunar, og er í takti við það sem áður hefur komið fram í úttektum Ríkisendurskoðunar, er að fjármögnun stofnunarinnar er ekki nægjanleg og gjaldskráin stendur ekki undir sér Meira
18. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Grindvíkingar í kappi við tímann að bjarga verðmætum

Grindvíkingar þurfa að hafa hraðar hendur þegar þeir fá að fara inn á heimili sín eða fyrirtæki til að bjarga verðmætum. Veitingakonan Halla María Svansdóttir, eigandi Hjá Höllu, varð að vera snör í snúningum þegar henni gafst tækifæri til að… Meira
18. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Jólabærinn Hafnarfjörður tekur forskot á jólasæluna

Hafnarfjörður tók fagnandi á móti jólahátíðinni og aðventunni þegar jólaþorpið var opnað með hátíðlegri dagskrá á Thorsplani í gær. Þar stigu m.a. á svið Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Rakel Björk Björnsdóttir, sem er svokölluð jólarödd Hafnarfjarðar Meira
18. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 632 orð | 2 myndir

Loftleiðir um allan heim

Heimildarmynd Sigurgeirs Orra Sigurgeirssonar um Alfreð Elíasson og Loftleiðir er nú aðgengileg á netinu, meðal annars á iTunes, Amazon Prime, Tubi og Google Play. „Mér þótti við hæfi að koma myndinni á alþjóðamarkað vegna þess að Loftleiðir… Meira
18. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 370 orð | 2 myndir

Mistök kostuðu 20 milljónir króna

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er auðvitað mjög óheppilegt. Við urðum af þessum tekjum sem gert var ráð fyrir í áætlunum ársins 2023,“ segir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Mistök í stjórnsýslu bæjarins ollu því að gjaldskrárhækkun hjá Hitaveitu Seltjarnarness, sem samþykkt hafði verið og átti að taka gildi um síðustu áramót, tók ekki gildi. Umrædd hækkun hefði skilað hitaveitunni um 20 milljónum króna það sem af er ári að sögn Þórs. Hún hefur nú tekið gildi en fyrir vikið mega íbúar bæjarins búast við frekari gjaldskrárhækkunum á nýju ári. Meira
18. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 247 orð | 2 myndir

Netbókauppboð hjá Gallerí Fold

Um þessar mundir fer fram netbókauppboð á vefsíðu Gallerís Foldar og verður til 3. desember. Uppboðið er samstarfsverkefni fornbókabúðarinnar Bókin og Foldar og hægt er að skoða bækurnar í Gallerí Fold meðan á uppboðinu stendur Meira
18. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 1004 orð | 2 myndir

Nýti íbúðir á neyðartímum

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina reiðubúna til að aðstoða Grindvíkinga við að finna nýtt húsnæði, ef þörf krefur Meira
18. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Sandra og Sveindís fjarverandi

Sandra Sigurðardóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru ekki í leikmannahóp íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir Wales og Danmörku í lokaleikjum sínum í 3. riðli Þjóðadeildar kvenna í desember Meira
18. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Sendir hlýjar kveðjur

„Ég sendi hlýjar kveðjur til fólksins í þorpinu sem hefur verið rýmt sem mun kannski aldrei komast aftur heim til sín,“ segir bandaríski spennusagnahöfundurinn Dan Brown sem er staddur hér á landi vegna bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir Meira
18. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Sigurður Sævar í Portfolio Galleríi

Sigurður Sævar Magnússon opnar einkasýningu á málverkum í Portfolio Galleríi í dag kl. 16. Á sýningunni sem ber titilinn Millilending verður að finna málverk sem Sigurður valdi fyrir útskriftarsýningu sína frá Konunglegu listaakademíunni í Haag fyrr … Meira
18. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Skjálftum fækkar umtalsvert

Að minnsta kosti 1.600 skjálftar mældust á Reykjanesskaga í gær, föstudag. Ríkey Júlíusdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að skjálftarnir séu mun færri en mældust sólarhringinn þar á undan, en þá voru þeir 2.100 talsins Meira
18. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 399 orð | 2 myndir

Skoða aðstoð við kaup á íbúðum

Stjórnvöld eru með til skoðunar að aðstoða Grindvíkinga við íbúðakaup og mögulegt er talið að fundin verði leið til þess með samstarfi Seðlabankans,… Meira
18. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Skoða aðstoð við íbúðakaup

Stjórnvöld eru með til skoðunar að aðstoða Grindvíkinga við íbúðakaup og mögulegt er talið að fundin verði leið til þess með samstarfi Seðlabankans, viðskiptabankanna og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar Meira
18. nóvember 2023 | Fréttaskýringar | 717 orð | 2 myndir

Stoðirnar styrktar til muna í Krýsuvík

Baksvið Kristján Jónsson kris@mbl.is Forsvarsmenn Krýsuvíkursamtakanna eru bjartsýnir á að framkvæmdum vegna stækkunar meðferðarheimilisins í Krýsuvík ljúki snemma á næsta ári og jafnvel í janúar ef vel gengur. Stækkunin mun breyta mörgu til batnaðar í starfinu og mun þá ganga nokkuð hressilega á biðlista eftir meðferð hjá samtökunum að sögn Elíasar Guðmundssonar framkvæmdastjóra en í dag eru liðlega 100 manns á biðlista. Meira
18. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 308 orð | 2 myndir

Stuttur tími til að hreinsa lagerinn

Hjónunum Höllu Maríu Svansdóttur og Sigurpáli Jóhannessyni vannst ekki tími til þess að hreinsa lagerinn á veitingastaðnum sínum Hjá Höllu í Grindavík þegar bærinn var rýmdur fyrir rúmri viku. Eðlilega hafa sum matvæli skemmst en í gær fengu þau… Meira
18. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 82 orð

Synjun var ekki í samræmi við lög

Innviðaráðuneytið telur forsætisnefnd Reykjavíkurborgar ekki hafa farið eftir sveitarstjórnarlögum þegar hún synjaði í tvígang ósk Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að málefni Ljósleiðarans ehf Meira
18. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Telja þörf á fjölgun um 16 ársverk

Fjölga þarf um 16 ársverk hjá Samkeppniseftirlitinu svo það verði í stöðu til að sinna lögbundnu hlutverki sínu með fullnægjandi hætti. Kveðst eftirlitið hafa ítrekað vakið athygli stjórnvalda á þeim þrönga stakki sem því sé skorinn Meira
18. nóvember 2023 | Fréttaskýringar | 825 orð | 7 myndir

Tímamót í íslenskri knattspyrnu

1975 „Ég veit að það á eftir að gera stóra hluti í framtíðinni“ Tony Knapp landsliðsþjálfari um landsliðið Meira
18. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Tryggja laun að 633.000 á mánuði

Frumvarp um tímabundinn stuðning vegna launa fólks sem starfar í Grindavík var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Í tilkynningu á vef… Meira
18. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Umfjöllun erlendis villandi

Verið er að grípa til aðgerða og samræmingar innan ferðaþjónustunnar til þess að sporna við villandi upplýsingum erlendis um eldgosahættu á Reykjanesskaga. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að verið sé að efla… Meira
18. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 675 orð | 2 myndir

Varð Íslandsvinur á covid-tímanum

Viðtal Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Bandaríski spennusagnahöfundurinn Dan Brown er staddur hér á landi vegna bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Þegar Morgunblaðið náði tali af honum í vikunni hafði hann farið í þyrluflugferð yfir jökla landsins og rætt við íslenska rithöfunda og aðra gesti hátíðarinnar. Óhætt er að segja að Brown hafi verið hæstánægður með heimsóknina sem er reyndar síður en svo sú fyrsta hjá honum. Meira
18. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 319 orð | 1 mynd

Vel þjálfað fólk sem bregst við aðstæðum

Góð þjálfun, þekking og geta til að veita slösuðu fólki fyrstu hjálp á vettvangi hefur verið áherslumál í öllu starfi björgunarsveitarinnar Oks sem starfar í uppsveitum Borgarfjarðar. Vigfús Ægir Vigfússon, formaður sveitarinnar, segir skrifað inn í … Meira
18. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 394 orð | 2 myndir

Viðbrögðin séu rétt

Mikilvægt er að almenningur þekkki til hjálpar í viðlögum og að viðbrögð séu rétt þegar komið er að umferðarslysum, þannig að fyrstu bjargir megi veita. Þetta er áherslumál á alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa sem er á morgun, sunnudaginn 19 Meira
18. nóvember 2023 | Erlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Virðast hafa góða fótfestu austan megin

Úkraínumenn virðast nú vera með nokkuð góða fótfestu við austurbakka Dníprófljótsins í Kerson-héraði. Var í gær barist þar á minnst fjórum stöðum og hafa átökin þeim megin fljótsins harðnað hratt á skömmum tíma Meira
18. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Þjóðin að eldast og þarf fleiri blóðgjafa

Gera þarf betur í kynningarmálum Blóðbankans í því skyni að fá fleiri til að gefa blóð. Sérstaklega er mikilvægt að fjölga blóðgjöfum í hópi kvenna og ungs fólks Meira

Ritstjórnargreinar

18. nóvember 2023 | Leiðarar | 991 orð

Á valdi glæpagengja

Gengjastríð valda skelfingu og ótta í Svíþjóð og sums staðar þora foreldrar varla að hleypa börnum sínum út Meira
18. nóvember 2023 | Reykjavíkurbréf | 1725 orð | 1 mynd

Skjaldbreiður og önnur stórmenni

Donald Trump hefur sagt, að verði hann forseti, þá muni hann nota herstyrk Bandaríkjanna til að fara yfir þau landamæri sem hafi verið einskis virt eftir að hann fór úr forsetastóli og eyðileggja þessa eiturframleiðslu í Mexíkó þannig að Kína sæti eitt uppi með Svarta-Pétur. Trump segir jú sitthvað og sjálfsagt eru það eðlileg varfærnissjónarmið að taka eitthvað af þeim fullyrðingum með varúð Meira
18. nóvember 2023 | Staksteinar | 255 orð | 1 mynd

Staða bænda og fæðuöryggið

Staða landbúnaðarins er verulegt áhyggjuefni. Hún hefur oft verið erfið en nú virðist steininn hafa tekið úr. Jakob Frímann Magnússon alþingismaður vakti athygli á þessu á þingi í vikunni. Hann minnti á gæði íslenskra landbúnaðarafurða og benti á að á viðsjárverðum tímum skipti fæðuöryggið miklu. Meira

Menning

18. nóvember 2023 | Kvikmyndir | 727 orð | 2 myndir

Algjör gauramynd

Netflix The Killer / Morðinginn ★★½·· Leikstjórn: David Fincher. Handrit: Alexis Nolent, Luc Jacamon og Andrew Kevin Walker. Aðalleikarar: Michael Fassbender. 2023. Bandaríkin. 118 mín. Meira
18. nóvember 2023 | Menningarlíf | 113 orð | 1 mynd

Bíótekið sýnir þrjár kvikmyndaperlur

Næsti viðburður Bíóteksins – kvikmyndasýningar Kvikmyndasafns Íslands í samvinnu við Bíó Paradís og Kvikmyndamiðstöð – verður haldinn á morgun, sunnudaginn 19. nóvember. Sýndar verða þrjár ólíkar en klassískar kvikmyndir. Ísland á filmu: Vigfús… Meira
18. nóvember 2023 | Menningarlíf | 145 orð | 1 mynd

Dansgarðurinn sýnir Hnotubrjótinn

Hnotubrjóturinn verður sýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins á morgun, sunnudag, kl. 12 og 14.30. Um er að ræða jólasýningu Dansgarðsins, Klassíska listdansskólans og Óskanda, þar sem nútímalistdansi og klassískum ballett er blandað saman Meira
18. nóvember 2023 | Menningarlíf | 131 orð | 1 mynd

Ekkert verður af sýningum Ai Weiwei

Kínverski listamaðurinn Ai Weiwei greinir frá því að sýning hans í Lisson Gallery í London sem átti að opna á miðvikudaginn síðasta hafi verið blásin af í kjölfar þess að hann birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann vísaði til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs Meira
18. nóvember 2023 | Menningarlíf | 120 orð | 1 mynd

Evrópskar kvikmyndir í Bíó Paradís

Bíó Paradís í samstarfi við sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi, Evrópsku Kvikmyndaverðlaunin og Europa Cinemas stendur nú fyrir fjölbreyttri dagskrá í Evrópskum kvikmyndamánuði sem stendur til 9 Meira
18. nóvember 2023 | Menningarlíf | 21 orð | 1 mynd

Framtíðin flytur fjölbreytta tónlist

Nemendur tónlistardeildar Listaháskóla Íslands flytja fjölbreytta tónlist frá ýmsum tímabilum í Hallgrímskirkju klukkan 14 í dag. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir. Meira
18. nóvember 2023 | Menningarlíf | 68 orð | 1 mynd

Fær Astrid Lindgren-verðlaunin

Sænski rithöfundur­inn ­Johan Rundberg hlýtur Astrid Lindgren-verðlaunin 2023. Verðlaunin hlýtur hann fyrir lofsvert framlag sitt til barna- og unglingabókmennta þar sem hann skrifar af „miklum kærleika til manneskjunnar og lágstemmdum húmor sem… Meira
18. nóvember 2023 | Tónlist | 525 orð | 2 myndir

Hinn ljúfi skarkali

Í senn kunnuglegt og óvenjulegt lag þar sem dansað er af krafti upp og niður tónskalann. Meira
18. nóvember 2023 | Menningarlíf | 703 orð | 2 myndir

Hljóðrás unglingsáranna

Gítarleikarinn Mikael Máni Ásmundsson kom eins og stormhviða inn á tónlistarsviðið árið 2018 með fyrstu plötu sinni Bobby – þemaplötu um líf skákmeistarans Bobbys Fischers Meira
18. nóvember 2023 | Menningarlíf | 152 orð | 1 mynd

Mikill fjöldi verka eftir Kjarval á uppboði

Hvorki meira né minna en 45 verk eftir Jóhannes S. Kjarval verða boðin upp hjá Fold uppboðshúsi 21. nóvember næstkomandi. Verkin spanna allan feril listmálarans allt frá eftirprentunum og árituðum bókum til stórra olíumálverka Meira
18. nóvember 2023 | Menningarlíf | 32 orð

Nafnaruglingur

Vegna misræmis í leikskrá var leikari í sýningunni Hollvættir á heiði nefndur tveimur ólíkum nöfnum í leikdómi blaðsins á fimmtudag. Leikarinn heitir Jökull Smári Jakobsson. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Meira
18. nóvember 2023 | Menningarlíf | 1070 orð | 2 myndir

Sum ljóðin náðu okkur algerlega

„Höfundarverk Ingibjargar Haralds hefur fylgt okkur í langan tíma og okkur finnst merkilegt að það er sama hvar við erum staddar í lífinu, við getum alltaf fundið ljóð í hennar ranni sem við tengjum við,“ segja þær Ingibjörg Ýr… Meira
18. nóvember 2023 | Menningarlíf | 92 orð | 1 mynd

Valgerðar Guðlaugsdóttur minnst

Sýning tileinkuð minningu Valgerðar Guðlaugsdóttur myndlistarkonu verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar í dag kl. 14. Valgerður Guðlaugsdóttir (1970-2021) skildi eftir sig yfirgripsmikið höfundarverk mótað af sterku myndmáli og áleitinni samfélagsgagnrýni Meira
18. nóvember 2023 | Menningarlíf | 109 orð | 1 mynd

Verk fyrir fiðlu og píanó í Hörpu

Hulda Jónsdóttir fiðluleikari og Mathias Halvorsen píanóleikari flytja verk eftir Grazynu Bacewicz, Franz Schubert og Dmítríj Shostakovitsj á tónleikum í Norðurljósum Hörpu á morgun kl. 16. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar Meira
18. nóvember 2023 | Menningarlíf | 120 orð | 1 mynd

Ævisögur forstjóra og leikkonu og fleira

Almenna bókafélagið gefur út nokkrar bækur fyrir jólin. Fyrst ber að nefna Með skýra sýn, endurminningar Magnúsar Gústafssonar, fyrrverandi forstjóra Hampiðjunnar og Coldwater Seafood í Bandaríkjunum, sem Guðmundur Magnússon skrifar Meira

Umræðan

18. nóvember 2023 | Pistlar | 486 orð | 1 mynd

40 ára garðveisla íslenskrar tónlistar á erlendri grundu

Á þessu ári eru liðin 40 ár frá því að fyrsta íslenska dægurtónlistin náði inn á alþjóðlega vinsældalista þegar Mezzoforte náði hæst 17. sæti á breska vinsældalistanum. Fram að þeim tíma höfðu verið gerðar margvíslegar tilraunir til að afla vinsælda á erlendri grundu Meira
18. nóvember 2023 | Aðsent efni | 431 orð | 1 mynd

Aðalumhverfisvandamálið

… þegar við sjáum að við erum öll samtengd og hegðun okkar hefur áhrif á allan heiminn. Meira
18. nóvember 2023 | Aðsent efni | 489 orð | 1 mynd

Aðdáunarverð samstaða

Að vera fyrstur með fréttirnar jafngildir ekki sigri í öllum tilvikum. Meira
18. nóvember 2023 | Pistlar | 461 orð | 2 myndir

Ball með bestu mínum

Erum við í alvöru að fara að tala um stigbreytingar? Miðstig, efsta og allt það? Já, það erum við að fara að gera, og ástæðan er sú að það er skemmtilegt. Við erum sífellt að stigbreyta í lífinu, hitt og þetta færist í aukana, dvínar eða versnar;… Meira
18. nóvember 2023 | Pistlar | 773 orð

Byggðaskjöl verður að vernda

Sorgin sem sækir að Grindvíkingum þegar þeim er skipað að yfirgefa bæinn sinn tengist meðal annars minningum sem geymast mann fram af manni Meira
18. nóvember 2023 | Aðsent efni | 498 orð | 1 mynd

Evrópski kvikmyndamánuðurinn

Líflegur evrópskur kvikmyndaiðnaður gefur okkur tækifæri til að fagna fjölbreytileikanum og því sem sameinar okkur sem Evrópubúa. Meira
18. nóvember 2023 | Aðsent efni | 275 orð

Hugtökin nýlendustefna og þjóðarmorð

315 starfsmenn Háskólans, innan við þriðjungur þeirra, hafa sent frá sér yfirlýsingu „gegn ísraelskri nýlendustefnu og þjóðarmorði“. Á meðal þeirra eru Vilhjálmur Árnason heimspekingur og Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskólans Meira
18. nóvember 2023 | Aðsent efni | 174 orð | 1 mynd

Ingibjörg Jónsdóttir

Ingibjörg Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 14. nóvember 1933. Foreldrar hennar voru Magnea Jóhannsdóttir húsmóðir og Jón Sveinsson útgerðarmaður. Ingibjörg lauk stúdentsprófi frá MR vorið 1953 og giftist þá um haustið Ingva Matthíasi Árnasyni Meira
18. nóvember 2023 | Aðsent efni | 743 orð | 1 mynd

Skapandi framtíðir í fimmtíu ár

Nýverið lauk 50 ára afmælisráðstefnu Alþjóðasambands framtíðarfræðinga. Ljóst er að framtíðarfræðin hafa fengið aukið vægi að undanförnu. Meira
18. nóvember 2023 | Aðsent efni | 413 orð | 1 mynd

Steinefnabúskapurinn

Nútíma landbúnaður með tilsettum efnaáburði hefur breytt uppskerunni. Meira
18. nóvember 2023 | Pistlar | 572 orð | 5 myndir

Stilltu upp „tortímandanum“ Magnúsi

Eftir að íslenska liðið sem teflir í Opna flokki Evrópumóts landsliða í Budva í Svartfjallalandi vann öflugt lið Norðmanna, 2½:1½, í 3. umferð var röðin komin að Ungverjum og sigur þar hefði fleytt liðinu á efstu borð mótsins Meira

Minningargreinar

18. nóvember 2023 | Minningargreinar | 861 orð | 1 mynd

Dóra Sif Wium

Dóra Sif Wium fæddist í Vestmannaeyjum 20. mars 1934. Hún lést í Reykjavík 18. október 2023. Foreldrar hennar voru Gísli Guðmundsson Wium, f. 1901, d. 1972, og Guðfinna Jóna Steindórsdóttir Wium, f. 1909, d Meira  Kaupa minningabók
18. nóvember 2023 | Minningargreinar | 1711 orð | 1 mynd

Sigurður Gunnar Daníelsson

Sigurður Gunnar Daníelsson tónlistarmaður fæddist á Siglufirði 26. maí 1944. Hann lést á Þórshöfn 25. október 2023. Foreldrar hans voru Daníel Þórhallsson, landskunnur söngvari, f. 1. ágúst 1913, d. 7 Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

18. nóvember 2023 | Viðskiptafréttir | 80 orð | 1 mynd

S&P hækkar lánshæfismat íslensku bankanna

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings hefur hækkað lánshæfismat íslensku viðskiptabanknna; Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka. Í tilfellum Landsbankans og Íslandsbanka hefur S&P staðfest BBB/A-2 mat bankanna og fært horfur úr stöðugum í jákvæðar Meira
18. nóvember 2023 | Viðskiptafréttir | 696 orð | 1 mynd

Verona fengið góðar viðtökur

Magdalena Anna Torfadóttir magdalena@mbl.is Verslunin Verona var opnuð þriðjudaginn síðastliðinn í Ármúla 17 en það er fjölmiðlakonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sem stendur á bak við hana ásamt eiginmanni sínum og vinafólki. Hún segir í samtali við Morgunblaðið að opnunin hafi gengið vonum framar og viðtökurnar hafi verið frábærar. Meira

Daglegt líf

18. nóvember 2023 | Daglegt líf | 1064 orð | 3 myndir

Viðsjárverðir rétt eins og mannfólk

Sveppir hafa fylgt mér lengi, foreldrar mínir eru bæði náttúrufræðingar og við systurnar fórum á hverju sumri með þeim hringinn í kringum landið og vorum mikið úti í náttúrunni. Þegar ég var lítil stelpa kynntist ég Helga Hallgrímssyni sem er einn… Meira

Fastir þættir

18. nóvember 2023 | Dagbók | 100 orð | 1 mynd

Bassi Maraj skoðar hús í Kjós

Bassi Maraj, þúsundþjalasmiður að eigin sögn, var í viðtali í Ísland vaknar á dögunum. Hann sagðist hræddur við að eldast og hafa nýlega verið í lífskrísu þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára Meira
18. nóvember 2023 | Í dag | 56 orð

„Þar er að finna allt frá grunni að góðum jólum.“ „Þar…

„Þar er að finna allt frá grunni að góðum jólum.“ „Þar er að finna vannýtta fiskistofna.“ „Þar er að finna góðar leiðbeiningar um allt sem vetrarskátun varðar.“ Þessar bókmenntaperlur sýna að alla hluti –… Meira
18. nóvember 2023 | Dagbók | 203 orð | 1 mynd

Leyndardómar kynlífsins

Bresku þættirnir Sex Education á Net­flix hafa sannarlega skemmt mér undanfarið. Meðal annars hafa þeir stytt mér stundirnar á tveimur fjögurra tíma flugferðum. Þættirnir hófu göngu sína árið 2019 en ég var sein að taka við mér, enda hélt ég lengi vel að þetta væru þættir fyrir unglinga Meira
18. nóvember 2023 | Í dag | 1243 orð | 1 mynd

Messur

AKRANESKIRKJA | Æðruleysismessa kl. 20. Tónlistarmaðurinn KK spilar og syngur, prestur er Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson, meðhjálpari er Helga Sesselja Ásgeirsdóttir Meira
18. nóvember 2023 | Í dag | 246 orð

Misjöfn eru þingin

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Þetta góður gripur er. Gríðar fjöldi manna hér. Þarna finnast víf og ver. Velflestir þau hafa'á sér. Þá er að reyna við gátuna, segir Harpa á Hjarðarfelli: Hér er þarfaþingið nú Meira
18. nóvember 2023 | Í dag | 174 orð

Prófraun. A-Allir

Norður ♠ K1098 ♥ K1086 ♦ 6 ♣ ÁG42 Vestur ♠ 4 ♥ G42 ♦ 1098432 ♣ 763 Austur ♠ DG632 ♥ – ♦ ÁDG7 ♣ D1095 Suður ♠ Á75 ♥ ÁD9753 ♦ K6 ♣ K8 Suður spilar 6♥ Meira
18. nóvember 2023 | Í dag | 237 orð | 1 mynd

Sjafnar Björgvinsson

30 ára Sjafnar fæddist á Akranesi og ólst þar upp fyrstu fjögur árin. Hann átti síðan heima í Noregi, rétt fyrir utan Ósló, í eitt og hálft ár en hefur síðan alið manninn í Mosfellsbæ. Sjafnar er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og… Meira
18. nóvember 2023 | Í dag | 164 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 c5 4. Rgf3 cxd4 5. Rxd4 Rc6 6. Rxc6 bxc6 7. Bd3 Bd6 8. De2 Dc7 9. Rf3 Re7 10. e5 Bc5 11. 0-0 h6 12. c3 a5 13. Rd4 Da7 14. Dg4 Ba6 15. Bxa6 Dxa6 16. Dxg7 Hg8 17. Dxh6 Bxd4 18 Meira
18. nóvember 2023 | Í dag | 911 orð | 3 myndir

Spennandi verkefni fram undan

Hanna María Karlsdóttir fæddist 19. nóvember 1948 og verður því 75 ára á morgun. „Ég er fædd í hjónarúmi foreldra minna, Vesturbraut 9 í Keflavík, bjó rétt hjá slippnum og Berginu, sem var paradís fyrir krakka að leika sér í Meira

Íþróttir

18. nóvember 2023 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

Albert framlengdi við Genoa

Albert Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan samning við ítalska knattspyrnufélagið Genoa. Nýi samningurinn gildir til sumarsins 2027. Fyrri samningur Alberts átti að renna út sumarið 2026 en Genoa ákvað að launa honum frábæra frammistöðu á tímabilinu með árs framlengingu Meira
18. nóvember 2023 | Íþróttir | 161 orð | 1 mynd

Andri og Daníel koma í stað Hákonar Arnar

Hákon Arnar Haraldsson hefur dregið sig úr leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu vegna meiðsla en liðið mætir Portúgal í J-riðli undankeppni EM 2024 á José Alvalade-vellinum í Lissabon á morgun Meira
18. nóvember 2023 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Anna frá Breiðabliki í Hauka

Körfuknattleikskonan Anna Soffía Lárusdóttir er gengin til liðs við Hauka og mun hún leika með liðinu út yfirstandandi keppnistímabil hið minnsta. Anna sagði upp samningi sínum við Breiðablik á dögunum, en hefur nú fundið sér nýtt félag Meira
18. nóvember 2023 | Íþróttir | 127 orð | 1 mynd

Haukakonur á toppnum um hátíðarnar

Haukakonur verða á toppi úrvalsdeildar kvenna í handbolta um hátíðarnar eftir 26:22-útisigur á Aftureldingu í síðasta leik tíundu umferðarinnar og síðasta leik ársins í Mosfellsbænum í gærkvöldi. Haukar eru með 18 stig, eins og Valur, en Haukar unnu … Meira
18. nóvember 2023 | Íþróttir | 488 orð | 2 myndir

Háspenna í toppslagnum

Njarðvíkingar unnu ansi sterkan 101:97-heimasigur á ríkjandi Íslandsmeisturum Tindastóls í framlengdum spennuleik í 7. umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Fyrir vikið er Njarðvík eitt þriggja liða á toppnum með tíu stig, en… Meira
18. nóvember 2023 | Íþróttir | 89 orð | 1 mynd

Karlalið hafði samband

Knattspyrnuþjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir, sem lét af störfum sem þjálfari kvennaliðs Kristianstad eftir 15 ára starf á dögunum, er byrjuð að fá fyrirspurnir frá öðrum félögum. Á meðal félaga sem hafa haft samband við Elísabetu er Mjällby, sem er … Meira
18. nóvember 2023 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Norrköping má ræða við Arnar

Sænska knattspyrnufélagið Norrköping hefur sett sig í samband við Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík vegna áhuga á að ræða við Arnar Gunnlaugsson um þjálfarastöðu karlaliðs félagsins. Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, staðfesti tíðindin við Fótbolta.net Meira
18. nóvember 2023 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Tíu stig dregin af Everton

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefur tekið ákvörðun um að draga tíu stig af Everton vegna brota félagsins á reglum deildarinnar um hagnað og sjálfbærni í rekstri. Enska úrvalsdeildin fór fram á að tólf stig yrðu dregin af liðinu en þar sem… Meira
18. nóvember 2023 | Íþróttir | 645 orð | 2 myndir

Úrslitaleikur í Cardiff

Sandra Sigurðardóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru ekki í leikmannahóp íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir Wales og Danmörku í lokaleikjum sínum í 3. riðli Þjóðadeildar kvenna í desember Meira
18. nóvember 2023 | Íþróttir | 214 orð | 1 mynd

Úrvalsdeildarliðin í átta liða úrslitin

Úrvalsdeildarliðin FH, Valur og KA tryggðu sér í gær sæti í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í handbolta með sigrum á neðrideildaliðum. FH átti ekki í teljandi vandræðum með að vinna ÍR, sem féll úr efstu deild á síðustu leiktíð, á útivelli Meira

Sunnudagsblað

18. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 386 orð

„Hvenær verður gos?“

Einn bandarískur vinur minn er að verða ansi hreint pirraður því maki hans hefur hertekið sjónvarpið í stofunni og situr límdur við fréttir, eða ekki-fréttir, frá Grindavík. Meira
18. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 1157 orð | 2 myndir

Að hitta á æðina

Það er einfaldlega bara eitthvað við bókina. Það vita allir sem einhvern tíma hafa handleikið bók. Meira
18. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 652 orð | 3 myndir

Allt lagt undir fyrir augnablikið

Það má líka kalla þetta töfra, þarna eru óskabrunnur og svið og alltaf er möguleiki á að eitthvað magnað gerist. Meira
18. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 132 orð | 1 mynd

„Menn fóru að fá borgað eftir að hann byrjaði“

Tónlistarmennirnir Herra Hnetusmjör, Árni Páll Árnason, og Kristmundur Axel Kristmundsson voru gestir í Ísland vaknar. Þeir gáfu út lagið Sólin fyrr í vetur. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir félagar vinna saman en hafa þó vitað hvor af öðrum lengi Meira
18. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 1009 orð | 1 mynd

Beðið eftir gosi & Grindavík rýmd

Almannavarnir lýstu yfir neyðarstigi í Grindavík liðið föstudagskvöld og létu rýma bæinn eftir að jarðvísindamenn töldu hættu á að stór kvikugangur lægi undir bænum Meira
18. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 2652 orð | 3 myndir

Bilaðislega sjálfstæð og sérvitur

Ég hefði hins vegar aldrei getað gert alla þá skemmtilegu hluti sem ég er að gera í dag full. Á þeim tíma í mínu lífi var ég ekki með mikið sjálfstraust. Meira
18. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 376 orð | 1 mynd

Danshópur á faraldsfæti

Hvar ertu stödd í heiminum? Ég er í Wiesbaden í Þýskalandi og er að sýna When the Bleeding Stops, sem er sviðsverk um það að eldast og breytingaskeiðið. Viðtökurnar hér hafa verið glimrandi góðar og við höfum fengið sterk viðbrögð frá áhorfendum Meira
18. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 699 orð | 2 myndir

Ég er kerlingin

Þá fóru skrif bókarinnar líka í gang og ég öðlaðist þann styrk sem ég bý nú yfir og bókarskrifin áttu stóran hlut í. Þau kölluðu fram töluverðan sársauka við að rýna í það liðna. Meira
18. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 709 orð | 3 myndir

Eins og að lesa reyfara

Mér hefur sagt að afi hafi verið öðruvísi áður en hann fór í fangelsi, hann hafi verið málgefnari og glaðari. Það var eins og viss þungi hvíldi yfir honum. Meira
18. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 79 orð | 1 mynd

Eru bassaleikarar líka mennskir?

Bassi Geddy Lee, bassaleikari og söngvari proggrokkbandsins Rush, vinnur um þessar mundir að forvitnilegum heimildarmyndaflokki fyrir Paramount+, Geddy Lee spyr: Eru bassaleikarar líka mennskir? Þar heimsækir hann Robert Trujillo úr Metallica, Krist … Meira
18. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 1086 orð | 3 myndir

Ég er ekki kölski!

Hún rífur úr sér annað augað sem fellur svo niður til heljar, sýslar með sver kjötstykki, þeysir um á risavöxnu grænu skrímsli, vangar við manninn með ljáinn og daðrar við sjálfan kölska. En umfram allt málar hún þó bæinn rauðan Meira
18. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 2139 orð | 2 myndir

Ég tala ekki í neinum dulkóða

Þrettán ára gamall stóð ég á dekkinu, stundum sextán tíma á dag. Fjórum mánuðum seinna kom ég af sjónum og var orðinn að manni. Þetta var lífsreynsla sem breytti mér. Meira
18. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 402 orð | 6 myndir

FAST 112 hetjurnar

FAST 112 hetjurnar eru ofurhetjur sem kenna börnum að berjast við hinn illa Tappa sem veldur heilaslagi. Þegar hinn illi Tappi gerir árás á ofurhetjurnar okkar missa þær ofurkraftinn sinn – og það er merki um heilaslag! Þá vita ungu hetjurnar okkar… Meira
18. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 67 orð | 1 mynd

Fer inn í höfuðið á Napóleon

Goðsögn Napóleon, nýjasta kvikmynd Ridleys Scotts, verður frumsýnd um miðja næstu viku en þar gerir hinn 85 ára gamli leikstjóri víst tilraun til að komast inn í höfuðið á sjálfum Napóleon Bonaparte og sýna okkur hvað gerði hann að þeim manni sem hann var Meira
18. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 389 orð | 5 myndir

Gósentíð framundan

Um þessar mundir er ég að lesa The House in the Cerulean Sea eftir T.J. Klune. Bókin er samtímafantasía sem fjallar um mann á fimmtugsaldri sem lifir fábrotnu og einmanalegu lífi og starfar við eftirlit á munaðarleysingjahælum fyrir göldrótt börn Meira
18. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 71 orð

Í þessari viku eigið þið að leysa krossgátu. Lausnina skrifið þið niður á…

Í þessari viku eigið þið að leysa krossgátu. Lausnina skrifið þið niður á blað og sendið inn fyrir 26. nóvember. Þá eigið þið möguleika á að vinna bækurnar Frozen – þrautabók og Frozen – Draumadagur Ólafs Meira
18. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 148 orð

Kennarinn: „Hver er munurinn á sólinni og vasaljósi?“ Páll: „Sólin þarf…

Kennarinn: „Hver er munurinn á sólinni og vasaljósi?“ Páll: „Sólin þarf ekki rafhlöður.“ Kennarinn spyr Evu ringlaður: „Af hverju rakstu út úr þér tunguna framan í hundinn minn í gær?“ Eva svarar: „Hundurinn þinn byrjaði!“ Kennarinn: „Ég sagði þér… Meira
18. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 105 orð | 1 mynd

Konur hóta Nikki Sixx

Hrell Nikki Sixx, bassaleikari Mötley Crüe, greindi frá því á samfélagsmiðlum í vikunni að hann glímdi nú í annað skipti á skömmum tíma við eltihrelli. Ekki er langt síðan hann fékk nálgunarbann á bláókunnuga konu sem kvaðst vera í sérstöku sambandi … Meira
18. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 1415 orð | 4 myndir

Merkið stendur þótt maðurinn falli

Þetta er mikill sorgaratburður en við vonum að píslarvætti hans verði til styrktar baráttu hans fyrir friði og jafnræði. Meira
18. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 108 orð | 1 mynd

Morð á hjara veraldar

Ísland „Hvernig stendur á því, að hvert sem þú ferð þá eltir dauðinn?“ spyr auðkýfingurinn Andy (Clive Owen) hakkarann og frístundaspæjarann Darby (Emma Corrin) í nýjum spennuþáttum, Morð á hjara veraldar eða A Murder at the End of the World Meira
18. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 634 orð | 1 mynd

Ríkisstjórn sem lifir á krísum

Þessi hugmynd um ónauðsynlega skattahækkun er dæmigerð fyrir viðbrögð ríkisstjórnar sem hefur fyrir löngu lokið erindi sínu. Meira
18. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 707 orð | 2 myndir

Saman berum við ábyrgð

Við þurfum fólk sem er tilbúið til þess að mæta á staðinn, leggja sitt af mörkum, jafnvel þótt það sé ekkert upp úr því að hafa nema að uppfylla skyldur sínar við samfélagið og meðborgarana. Meira
18. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 221 orð | 2 myndir

Tregafull og björt um leið

Á plötunni Góða nótt má finna tíu hugljúf lög, samin af Andra, en hann spilar sjálfur bæði á píanó og kontrabassa, en einnig má heyra þar fiðluleik Bjarkar Óskarsdóttur. Lögin eru samin á síðustu þremur árum en það voru vinir Andra sem ráku á eftir því að hann gæfi út plötu Meira
18. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 150 orð | 1 mynd

Vöntun á góðum þjálfkennurum

Jóni Kaldal ljósmyndara var vel tekið þegar hann sneri aftur til Kaupmannahafnar til að kynna sér nýjungar í grein sinni árið 1933. „Ljósmyndasmíði stundaði hann … Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.