Greinar mánudaginn 27. nóvember 2023

Fréttir

27. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

„Ég vona að þú gefir eldinum þetta bréf, hitaðu ofninn með því“

Rakel Adolphsdóttir sagnfræðingur og fagstjóri Kvennasögusafnsins á Landsbókasafninu heimsækir í dag Fræðakaffi Borgarbókasafnsins Spönginni. Þar mun hún fjalla frá kl. 16.30-17.30 um hvers konar ástarbréf það eru sem afhent hafa verið Kvennasögusafni til varðveislu Meira
27. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Aldarafmæli Kvenfélags Grindavíkur

Kvenfélag Grindavíkur átti aldarafmæli á föstudaginn. Var það stofnað 24. nóvember árið 1923 og er eitt fjölmennasta kvenfélag landsins. Vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga og rýmingar Grindavíkur varð ekkert af afmælishátíðinni sem halda átti í bænum Meira
27. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 426 orð | 1 mynd

Annasamt hjá Valmar í tónlistinni

„Ég er kominn á þann aldur og stað í lífinu að ég hef meiri áhuga á að minnka við mig álagið en auka það,“ segir Valmar Väljaots, tónlistarmaður á Akureyri. Hann hefur tímabundið tekið að sér að stjórna Karlakórnum Heimi í Skagafirði eftir sviplegt fráfall kórstjórans, Stefáns R Meira
27. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Auglýsa lóð í Ódáðahrauni

Vatnajökulsþjóðgarður hefur auglýst eftir áhugasömum aðila til að nýta lóð við Bræðrafell í Ódáðahrauni. Um er að ræða 900 fermetra lóð sem er afmörkuð á grundvelli gildandi aðalskipulags Skútustaðahrepps 2011-2023 Meira
27. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 1228 orð | 2 myndir

Bjartsýnn á bætt samskipti þjóðanna

Viðtal Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Ísland er einstakur staður fyrir mér,“ segir Avraham Nir, sendiherra Ísraels á Íslandi, í samtali við Morgunblaðið, en hann kemur úr mikilli skákfjölskyldu í Ísrael. „Einn stærsti skákklúbburinn í Ísrael heitir í höfuðið á frænda mínum og faðir minn var forseti klúbbsins,“ segir Nir, sem lærði mannganginn ungur að árum. Meira
27. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 367 orð | 1 mynd

Efla söngelska Borgfirðinga

Árlegir jólatónleikar Hljómlistarfélags Borgarfjarðar verða haldnir í Hjálmakletti í sjöunda sinn sunnudaginn 10. desember. Á tónleikunum koma fram Borgfirðingar sem allir eiga það sameiginlegt að geta sungið, en hafa þó mismikla reynslu af því að koma fram Meira
27. nóvember 2023 | Fréttaskýringar | 692 orð | 3 myndir

Ekkert flott við að bera vopn eða deyja

Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið mikilvægt að vanda umfjöllun um glæpahópa á Íslandi. Eins og greint hefur verið frá rannsakar lögreglan núna hvort skotárásin í Úlfarsárdal í síðasta… Meira
27. nóvember 2023 | Erlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Fleiri gíslum Hamas sleppt

Ísraelski herinn tilkynnti í gær að sautján gíslum til viðbótar hefði verið sleppt úr haldi Hamas-hryðjuverkasamtakanna og væru þrettán þeirra nú komnir til Ísraels. Fjórir einstaklingar til viðbótar væru á leiðinni til Egyptalands Meira
27. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Geta unnið Angóla á góðum degi

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði öllum þremur leikjum sínum á alþjóðlega mótinu sem lauk í Noregi í gær. Liðið leikur fyrsta leik sinn á heimsmeistaramótinu í Stavanger á fimmtudag og miðað við jafnan leik gegn Angóla í gær ætti það… Meira
27. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Gleðin var við völd á svörtum föstudegi í Smáralind um helgina

Jólagleðin var við völd í Smáralind um helgina þar sem fólk kepptist við að kaupa jólagjafirnar á þeim tilboðum sem jafnan fylgja svörtum föstudegi. Þótt margir láti sér nægja að fjárfesta í jólagjöfum gleyma aðrir sér í gleðinni og kaupa annað það… Meira
27. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Kostar líklega milljarða á hverju ári

Ingvar Smári Birgisson lögmaður segir ekki kunna góðri lukku að stýra hvernig lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka skylda fyrirtæki og einstaklinga til að taka að sér löggæsluhlutverk Meira
27. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Landsbjörg tekur við veltibílnum

Brautin, bindindisfélag ökumanna, færði Slysavarnafélaginu Landsbjörg veltibílinn, sem Brautin hefur rekið frá árinu 1995, að gjöf í gær. Rúmlega 400.000 manns hafa upplifað bílveltu í veltibílnum frá fyrsta degi Meira
27. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 335 orð | 3 myndir

Ljósmynd Árna hefur farið víða

Ragnhildur Helgadóttir ragnhildurh@mbl.is Spurður hvernig hann meti stöðuna á Reykjanesskaga segir Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði, stóru sprunguna á jaðri flekamótanna vera að jafna sig. Jarðskorpan sé að finna jafnvægi eftir gliðnunina. Meira
27. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Magnús Kjartans hlaut Súluna

Hinn þjóðþekkti tónlistarmaður Magnús Jón Kjartansson hlaut um helgina Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar, fyrir árið 2023. Magnús hlaut verðlaunin fyrir framlag sitt til dægurtónlistar og tónlistarlífs í Reykjanesbæ Meira
27. nóvember 2023 | Erlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Mikill fjöldi mótmælti í London

Þúsundir komu saman í miðborg London í gær og mótmæltu gyðingaandúð. Samkvæmt AFP-fréttaveitunni hefur borið á aukinni andúð í garð gyðinga á Bretlandseyjum síðustu vikur eða frá því að stríð milli Hamas og Ísraels braust út í október Meira
27. nóvember 2023 | Erlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Morðingi Floyds alvarlega slasaður

Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn í Minneapolis í Bandaríkjunum, varð fyrir árás í fangelsi í Arizona. Chauvin var stunginn af öðrum fanga og slasaðist alvarlega en líðan hans mun vera stöðug samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum Meira
27. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Nær engar líkur á gosi í Grindavík

Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, telur sáralitlar líkur á því að eldgos hefjist í Grindavík. „Ég myndi segja að það væru eiginlega engar líkur á að það gysi í Grindavík, en það gæti gosið í … Meira
27. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Safna fjármagni til að ljúka smíði áttærings

Menningararfur Grindvíkinga er samofinn sjósókn og útgerð í nútíð og fortíð. Hollvinasamtök Áttærings hafa hrundið af stað endurgerð áttæringsins Geirs sem brann árið 1993 ásamt þorra bátasafns Þjóðminjasafnsins Meira
27. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 677 orð | 1 mynd

Stór hluti íbúða leigður ferðafólki

Ragnhildur Helgadóttir ragnhildurh@mbl.is Um helgina var vakin athygli á því á samfélagsmiðlinum X að í fjölbýlishúsinu við Bríetartún 9 til 11 væri stór hluti íbúða notaður undir skammtímaleigu til ferðamanna. Á mynd sem þar birtist má sjá að 29 íbúðir eru í eigu SIF Apartments. Í aðeins fimm íbúðum virðist fólk hafa fasta búsetu. Af heimasíðu SIF Apartments má greinilega sjá að fyrirtækið rekur gistiþjónustu fyrir ferðamenn. Meira
27. nóvember 2023 | Erlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Svöruðu Rússum með eigin drónaárás

Stjórnvöld í Rússlandi sögðu í gærmorgun að þau hefðu skotið niður dróna frá Úkraínumönnum yfir minnst fimm héruðum Rússlands, þar á meðal höfuðborginni Moskvu, í stærstu drónaárás Úkraínumanna á Rússland frá upphafi Úkraínustríðsins Meira
27. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 527 orð | 2 myndir

Þingmaður Pírata handtekinn um helgina

Hermann Nökkvi Gunnarsson hng@mbl.is Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata var handtekin síðasta föstudag á skemmtistaðnum Kíkí queer bar. Þetta staðfesti hún í samtali við Morgunblaðið í gær. Að hennar sögn var hún of lengi á salerni skemmtistaðarins og ákváðu dyraverðirnir því að vísa henni út. Kveðst hún hafa verið snúin niður af dyravörðum sem báðu svo um aðstoð lögreglu við að vísa henni út. Meira
27. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 456 orð | 1 mynd

Togspenna muni þurfa að losna

Ragnhildur Helgadóttir ragnhildurh@mbl.is Spurður hvernig hann meti stöðuna á Reykjanesskaga segir Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði, stóru sprunguna á jaðri flekamótanna vera að jafna sig. Jarðskorpan sé að finna jafnvægi eftir gliðnunina. Meira
27. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 300 orð

Vegagerðin samdi við flugfélagið

Áfram verður boðið upp á flug milli Reykjavíkur og Húsavíkur næstu mánuðina en flugfélagið Ernir hefur flogið til Húsavíkur síðustu ellefu árin. Þessi leið hefur ekki verið ríkisstyrkt en Ernir og Vegagerðin hafa nú samið um að Ernir fljúgi til Húsavíkur næstu þrjá mánuðina Meira
27. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Vonir um áframhaldandi vopnahlé

Alls hefur 39 Ísraelum verið sleppt úr haldi Hamas-hryðjuverkasamtakanna síðan á föstudag. Í staðinn voru 39 palestínskir fangar látnir lausir í gær, til viðbótar við þá 78 sem hefur verið sleppt úr ísraelskum fangelsum undanfarna þrjá daga Meira
27. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Þungt haldinn á spítala eftir bruna

Eldur kviknaði á efri hæð Stangarhyls 3 í Árbæ snemma í gærmorgun og olli miklu tjóni, en þar bjuggu sex erlendir verkamenn. Maður á fimmtugsaldri liggur þungt haldinn á spítala eftir brunann. Tveir til viðbótar voru fluttir með sjúkrabíl af… Meira

Ritstjórnargreinar

27. nóvember 2023 | Staksteinar | 234 orð | 1 mynd

Jákvæð nálgun í byggingarmálum

Ástandið á íbúðamarkaði hér á landi er erfitt um þessar mundir og hefur lengi verið á það bent að þar stefni í óefni. Meginvandinn hefur líka lengi legið fyrir, en hann er sú ofuráhersla sem borgaryfirvöld hafa lagt á að þétta byggð í stað þess að leyfa uppbyggingu nýrra hverfa, sem býður upp á mun hraðari og hagkvæmari byggingar. Meira
27. nóvember 2023 | Leiðarar | 655 orð

Uppnám í Þýskalandi

Stjórnvöld í Berlín standa á fjárlagagati Meira

Menning

27. nóvember 2023 | Menningarlíf | 99 orð | 1 mynd

Breytingar gerðar í kjölfar gagnrýni

Skipuleggjendur bresku Brit-tónlistarverðlaunanna hafa tilkynnt að breytingar verði gerðar á verðlaunaflokkum til að mæta þeirra gagnrýni sem kom í kjölfar þess að engin kona fékk tilnefningu í flokknum „besti listamaðurinn“ eftir að flokkar karla og kvenna voru sameinaðir í einn 2022 Meira
27. nóvember 2023 | Menningarlíf | 1134 orð | 3 myndir

Framandi en kærkomið ævintýri

Ekki allt sem sýnist Ég hélt lengi þeim vana mínum að vinna ljósmyndir á pappír þótt allir væru komnir í stafrænt. Ég naut þess að sjá mynd verða til í björtum litum á pappírnum og kalla fram í hugann ánægjulegar minningar Meira
27. nóvember 2023 | Menningarlíf | 63 orð | 1 mynd

Sean „Diddy“ Combs ákærður

Kona hefur kært rappmógúllinn Sean „Diddy“ Combs fyrir að hafa byrlað sér ólyfjan og beitt sig kynferðislegu ofbeldi. Í málsókn sem BBC hefur undir höndum kemur fram að líkamsárásin hafi átt sér stað á stefnumóti í New York árið 1991 Meira
27. nóvember 2023 | Kvikmyndir | 568 orð | 2 myndir

Þegar kettir stela senunni

Sambíóin, Smárabíó og Laugarásbíó The Marvels ★★··· Leikstjórn: Nia DaCosta. Handrit: Nia DaCosta, Megan McDonnell og Elissa Karasik. Aðalleikarar: Brie Larson, Teynoah Parris, Iman Vellani og Samuel L. Jackson. Bandaríkin, 2023. 105 mín. Meira
27. nóvember 2023 | Fjölmiðlar | 171 orð | 1 mynd

Þættir sem eru ástarbréf til Díönu

Franskir og bandarískir gagnrýnendur bera lof á sjöttu og síðustu þáttaröðina af The Crown. Skoðanir eru skiptar meðal breskra gagnrýnenda, sumir hrósa þáttunum, aðrir eru hinir fúlustu. Eftir að hafa horft á fjóra þætti af sex er ástæða til að taka undir með hrifningarröddum Meira

Umræðan

27. nóvember 2023 | Aðsent efni | 779 orð | 1 mynd

Áróður aflamarksismans

Þekkingin sjálf er lífrænt ferli og mun ávallt breytast. Meira
27. nóvember 2023 | Aðsent efni | 786 orð | 1 mynd

Gyðingaandúð

Hryðjuverkin í Ísrael 7. október síðastliðinn eru ávöxtur hatursáróðurs sem staðið hefur í aldir. Meira
27. nóvember 2023 | Aðsent efni | 382 orð | 1 mynd

Hví þarf að aðstoða stórfyrirtæki með almannafé?

Þegar á að fara að nota almannafé í að bjarga einkafyrirtækjum, erum við þá ekki komin af leið? Meira
27. nóvember 2023 | Aðsent efni | 692 orð | 2 myndir

Kassann út

Við þurfum að leggja okkar af mörkum til að tryggja lífsafkomu þjóðarinnar á hættustundu og það gerum við með framleiðslu matvæla. Meira
27. nóvember 2023 | Pistlar | 417 orð | 1 mynd

Peningar heimilanna

Langflest heimili landsins líða fyrir hið séríslenska vaxtaokur. Og sífellt fleiri átta sig á lausninni; að taka upp nothæfan gjaldmiðil. En það er fleira sem íþyngir íslenskum heimilum. Ríkisstjórnin eyðir einfaldlega um efni fram Meira
27. nóvember 2023 | Aðsent efni | 166 orð | 1 mynd

Tæknin er skrefinu á undan

Tækninni fleygir fram, eins og sagt er, og ekkert lát þar á, og eins ofurtrú okkar á að hún leysi starfsmannaskort og skipulagsóreiðu í ýmsum greinum. Fjórða iðnbyltingin segja menn og þykjast góðir Meira

Minningargreinar

27. nóvember 2023 | Minningargreinar | 1217 orð | 1 mynd

Friðbjörn Þórðarson

Friðbjörn Þórðarson fæddist í Skálabrekku á Húsavík 6. júlí 1943. Árið 1945 færði fjölskyldan sig um set í Bröttuhlíð, er foreldrar hans höfðu keypt. 7. nóvember 1988 flytur Bjössi í nýbyggt hús sitt, Skálabrekku 13, við hliðina á Bröttuhlíð ásamt eiginkonu sinni og börnum þeirra Meira  Kaupa minningabók
27. nóvember 2023 | Minningargreinar | 628 orð | 1 mynd

Guðjón Ólafsson

Guðjón Ólafsson fæddist í Reykjavík 22. júní 1939. Hann lést á líknardeild LSH í Kópavogi 16. nóvember 2023. Foreldrar Guðjóns voru Ólafur Jónsson loftskeytamaður, f. 17. ágúst 1906, d. 15. ágúst 1986, og Sigríður Gísladóttir klæðskeri og húsmóðir, f Meira  Kaupa minningabók
27. nóvember 2023 | Minningargreinar | 472 orð | 1 mynd

Ingibjörg Árnadóttir

Ingibjörg Árnadóttir fæddist 22. október 1924. Hún lést 1. nóvember 2023. Útför Ingibjargar fór fram 16. nóvember 2023. Meira  Kaupa minningabók
27. nóvember 2023 | Minningargreinar | 1329 orð | 1 mynd

Jens Jakob Hallgrímsson

Jens Jakob Hallgrímsson fæddist í Látravík, Eyrarsveit, Snæfellsnesi 9. maí 1932. Hann andaðist á Landakoti 16. nóvember 2023. Foreldrar hans voru hjónin Hallgrímur Sigurðsson, f. 29.9.1891, í Látravík, d Meira  Kaupa minningabók
27. nóvember 2023 | Minningargrein á mbl.is | 2678 orð | 1 mynd | ókeypis

Kolfinna S. Guðmundsdóttir

Kolfinna Sigrún Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 13. desember 1953. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 13. nóvember 2023. Meira  Kaupa minningabók
27. nóvember 2023 | Minningargreinar | 1498 orð | 1 mynd

Kolfinna S. Guðmundsdóttir

Kolfinna Sigrún Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 13. desember 1953. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 13. nóvember 2023. Foreldrar hennar voru Guðmundur Hagalín Kristjánsson, f. 14. október 1926, d Meira  Kaupa minningabók
27. nóvember 2023 | Minningargreinar | 792 orð | 1 mynd

Kristjana Fenger

Kristjana Fenger fæddist 16. febrúar 1951. Hún lést 11. nóvember 2023. Útför Kristjönu fór fram 21. nóvember 2023. Meira  Kaupa minningabók
27. nóvember 2023 | Minningargreinar | 2968 orð | 1 mynd

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir fæddist 7. júlí 1950 á Akranesi. Hún lést 10. nóvember 2023. Hún var dóttir Ingunnar Valgerðar Hjartardóttur húsfreyju, f. 30. september 1909, d. 15. september 1980, og Þorvaldar Steinasonar búfræðings, f Meira  Kaupa minningabók
27. nóvember 2023 | Minningargreinar | 1772 orð | 1 mynd

Sigmundur Guðbjarnason

Sigmundur Guðbjarnason fæddist 29. september 1931. Hann lést 9. nóvember 2023. Útför hans fór fram 23. nóvember 2023. Meira  Kaupa minningabók
27. nóvember 2023 | Minningargreinar | 608 orð | 1 mynd

Sigurbergur Sveinsson

Sigurbergur Sveinsson fæddist 15. apríl 1933. Hann lést 12. nóvember 2023. Útför hans fór fram 22. nóvember 2023. Meira  Kaupa minningabók
27. nóvember 2023 | Minningargreinar | 1464 orð | 1 mynd

Sigurborg Rúnarsdóttir

Sigurborg Rúnarsdóttir fæddist í Reykjavík 7. september 1967. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 5. nóvember 2023. Foreldrar hennar eru Rúnar Jóhannes Guðmundsson sjómaður og síðar bifreiðastjóri, f Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

27. nóvember 2023 | Viðskiptafréttir | 662 orð | 3 myndir

Ganga varnirnar of langt?

Töluvert umtal hefur skapast í kringum nýlegan úrskurð Persónuverndar þar sem neytandi kvartaði yfir því að byggingavöruverslun hefði það fyrir reglu að krefja viðskiptavini um skilríki og kennitölu ef þeir greiddu með reiðufé við kaup á vörum fyrir meira en 50.000 kr Meira
27. nóvember 2023 | Viðskiptafréttir | 166 orð | 1 mynd

Lífleg útsöluhelgi í Bandaríkjunum

Bandarískir neytendur létu ekki sitt eftir liggja á svörtum föstudegi og bendir árleg mæling Mastercard Spendingpulse til að á útsöludeginum hafi umfang netverslunar vestanhafs aukist um 8,5% á milli ára Meira

Fastir þættir

27. nóvember 2023 | Í dag | 282 orð

Af lausavísum, ríkidæmi og rennilási

Það er sérstakt ánægjuefni að fá Stuðlaberg inn um lúguna. Í nýjasta tölublaðinu er í inngangsorðum vitnað í Sigurð Nordal, þar sem hann segir að lausavísurnar séu okkar frumlegasta bókmenntaverk næst á eftir fornsögunum Meira
27. nóvember 2023 | Í dag | 126 orð | 1 mynd

Anna Karen Amin Kolbeins

30 ára Anna Karen ólst upp í Noregi, Danmörku og í Hlíðunum í Reykjavík og býr í Kópavogi. Hún er stúdent frá Fjölbraut í Ármúla og hóf nám í sagnfræði við HÍ en er í fæðingarorlofi. Áhugamálin eru bækur, tölvuleikir, klifur, eldamennska og stundir með fjölskyldunni Meira
27. nóvember 2023 | Í dag | 181 orð

Dæmdur maður. A-AV

Norður ♠ G ♥ 1085 ♦ ÁD764 ♣ DG75 Vestur ♠ D8 ♥ 9432 ♦ 53 ♣ 98632 Austur ♠ Á10 ♥ ÁDG76 ♦ 102 ♣ ÁK104 Suður ♠ K9765432 ♥ K ♦ KG98 ♣ – Suður spilar 4♠ doblaða Meira
27. nóvember 2023 | Dagbók | 89 orð | 1 mynd

Glötuðustu atriðin í sögu jarðar

Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar eins og margir þekkja hann, var gestur í Ísland vaknar. Sævar var stútfullur af fróðleik eins og svo oft áður en hann gaf nýverið út barnabókina Hamfarir Meira
27. nóvember 2023 | Í dag | 614 orð | 3 myndir

Húmorinn gerir allt skemmtilegra

Kristjana María Sigmundsdóttir fæddist 27. nóvember 1948 í Hveragerði og ólst upp í skjóli góðra foreldra í Hveragerði og í Reykjakoti sem liggur í dalnum ofan við Hveragerði. „Við vorum með blandaðan búskap í Reykjakoti eins og var í þá… Meira
27. nóvember 2023 | Í dag | 35 orð | 1 mynd

Kópavogur Jón Kolbeins Kjartansson (Nonni) fæddist 26. nóvember 2022 kl.…

Kópavogur Jón Kolbeins Kjartansson (Nonni) fæddist 26. nóvember 2022 kl. 12.28 á heimili sínu, Arnarsmára 12. Hann vó 3.640 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Anna Karen Amin Kolbeins og Kjartan Jónsson. Meira
27. nóvember 2023 | Dagbók | 28 orð | 1 mynd

Mamma var vöggustofubarn

Bókmenntafræðingurinn og fangavörðurinn Kristján Hrafn Guðmundsson skyggnist inn í fortíð móður sinnar í nýrri ljóðsögu sem ber nafnið Vöggudýrabær. Móðir hans dvaldi á vöggustofu í heil tvö ár. Meira
27. nóvember 2023 | Í dag | 67 orð

Nú er það af sem áður var að tveir menn sem hittast á förnum vegi styðjist…

Nú er það af sem áður var að tveir menn sem hittast á förnum vegi styðjist fram á spjót sín meðan þeir talast við. Sem betur fer. Að því nefndu skal minnt á að orðtakið öll spjót standa á e-m, sem þýðir e-r er í erfiðri aðstöðu, á mjög undir högg að … Meira
27. nóvember 2023 | Í dag | 187 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 e5 2. Bc4 Rf6 3. d3 Rc6 4. Rf3 Bc5 5. Bg5 h6 6. Bh4 Be7 7. Bg3 d6 8. a4 0-0 9. a5 a6 10. Rbd2 Be6 11. Bxe6 fxe6 12. 0-0 Rh7 13. c3 Rg5 14. Db3 Dd7 15. Hfe1 Hab8 16. h3 Bf6 17. Dc4 Hbd8 18. b4 Re7 19 Meira

Íþróttir

27. nóvember 2023 | Íþróttir | 480 orð | 1 mynd

Arsenal nýtti sér tækifærið

Arsenal var sigurvegari laugardagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir að stórleikur Manchester City og Liverpool endaði með jafntefli, 1:1. Arsenal fór síðdegis á laugardaginn í stutta heimsókn til vesturhluta London og knúði þar fram nauman sigur á harðskeyttu liði Brentford, 1:0 Meira
27. nóvember 2023 | Íþróttir | 442 orð | 2 myndir

Komast þrjú íslensk áfram?

Afturelding er úr leik í Evrópubikar karla í handknattleik en Valur, ÍBV og FH eiga öll góða möguleika á að komast í sextán liða úrslit keppninnar. Afturelding lék í gær seinni leik sinn við Tatran Presov í Slóvakíu eftir að hafa tapað þeim fyrri þar í landi á föstudagskvöldið, 27:24 Meira
27. nóvember 2023 | Íþróttir | 591 orð | 4 myndir

Logi Tómasson skoraði í gær sitt fyrsta mark sem…

Logi Tómasson skoraði í gær sitt fyrsta mark sem atvinnumaður í knattspyrnu þegar hann gulltryggði Strömsgodset góðan útisigur á Rosenborg í Þrándheimi… Meira
27. nóvember 2023 | Íþróttir | 262 orð | 1 mynd

Náði í gullið á Norður-Evrópumótinu

Thelma Aðalsteinsdóttir varð í gær Norður-Evrópumeistari á tvíslá en Norður-Evrópumótinu lauk þá í Halmstad í Svíþjóð. Hún varð þriðja inn í úrslitin á laugardaginn en bætti einkunn sína um 0,466 stig í úrslitunum í gær Meira
27. nóvember 2023 | Íþróttir | 142 orð | 1 mynd

Nýliðarnir skelltu toppliðinu á Akureyri

Nýliðar Þórs frá Akureyri gerðu sér lítið fyrir og sigruðu topplið Keflavíkur, 87:83, í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik á Akureyri í gær. Keflavíkurliðið hafði unnið átta fyrstu leiki sína á tímabilinu Meira
27. nóvember 2023 | Íþróttir | 459 orð | 2 myndir

Sannarlega möguleiki

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði öllum þremur leikjum sínum, gegn Póllandi, Noregi og Angóla, á Posten Cup, alþjóðlegu móti sem haldið var… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.