Greinar laugardaginn 2. desember 2023

Fréttir

2. desember 2023 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Breiðari lögn undir Ölfusárbrúna

Unnið er nú við að koma nýrri vatnslögn undir Ölfusárbrú á Selfossi. Við borun á sl. ári fannst heitt vatn á vesturbakka Ölfusár, en íbúafjölgun og stækkun byggðar á Selfossi hefur kallað á að meira vatn fáist inn á bæjarkerfið Meira
2. desember 2023 | Fréttaskýringar | 487 orð | 2 myndir

Breikkun vegar boðin út fyrir jól

Til stendur að bjóða út seinni hluta breikkunar Vesturlandsvegar á Kjalarnesi fyrir jólin. Þetta upplýsir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Þetta er nokkru seinna en upphaflega var lagt upp með Meira
2. desember 2023 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Byrja að klæða sjúkrahúsið

Fyrsta útveggjaeiningin við nýjan meðferðarkjarna Landspítalans var sett upp í gær. Fyrsta einingin er við vesturenda meðferðarkjarnans en uppsteypu á honum er að ljúka. Haft var eftir Árna Kristjánssyni, staðarverkfræðingi Nýs Landspítala, á vef… Meira
2. desember 2023 | Innlendar fréttir | 493 orð | 4 myndir

Dagskammtur í Drimlu er 100 tonn

Góður gangur er nú kominn í starfsemi Drimlu, hins nýja laxasláturhúss Arctic Fish í Bolungarvík. Slátrun og vinnsla í húsinu hófst í ágúst síðastliðnum og hefur tíminn síðan – jafnhliða daglegri starfsemi – verið notaður til að fínstilla tæki og ná sem bestum tökum á vinnslunni Meira
2. desember 2023 | Innlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

Edda framseld

Edda Björk Arnardóttir, sem var handtekin á þriðjudag og úrskurðuð í gæsluvarðhald, var framseld til yfirvalda í Noregi síðdegis í gær. Landsréttur hafði þá staðfest ákvörðun héraðsdóms um framsalið og er hún nú farin af landi brott Meira
2. desember 2023 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Fundu E. coli-mengun í neysluvatni Þingeyringa

Við sýnatöku á neysluvatni á Þingeyri hefur komið í ljós E. coli-mengun. Eru íbúar hvattir til að sjóða drykkjarvatn til að gæta varúðar. Tekin voru ný sýni 30. nóvember. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða Meira
2. desember 2023 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Hafísinn virðist fjarlægjast lítillega

Hafísinn hefur heldur fjarlægst landið undanfarna daga, en á meðfylgjandi mynd, sem tekin er úr SUOMI NPP-gervitungli NASA, sést að hafísinn er næst landinu í 23 sjómílna fjarlægð norður af Hornströndum Meira
2. desember 2023 | Innlendar fréttir | 334 orð | 1 mynd

Hlustað á raddir barna í Melaskóla

Geir Áslaugarson geir@mbl.is Melaskóli hlaut í gær endurviðurkenningu á því að skólinn tilheyri hópi réttindaskóla Unicef. Afhendingin fór fram í gærmorgun og var fulltrúi frá höfuðstöðvum Unicef í New York viðstaddur afhendinguna. Skólinn er einn af fjölda skóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva sem hlutu viðurkenninguna að þessu sinni. Meira
2. desember 2023 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Hótel Rangá valið besta sveitahótelið

Hótel Rangá hlaut í gær viðurkenningu sem „Besta sveitahótelið í heiminum“, sem veitt er af keðjunni Small Luxury Hotels of the World (SLH) Meira
2. desember 2023 | Erlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Hörð átök hafin að nýju á Gasasvæðinu

Hernaðarátök milli Ísraelshers og Hamas á Gasasvæðinu hófust af hörku að nýju í gærmorgun eftir sjö daga vopnahlé. Síðdegis tilkynnti Ísraelsher að ráðist hefði verið á yfir 200 skotmörk af sjó, úr lofti og á landi Meira
2. desember 2023 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Jólagjafasöfnun fer hræðilega af stað

Pakkasöfnun Kringlunnar fer mun hægar af stað en undanfarin ár. Beiðnum fjölskyldna um aðstoð fyrir jólin hefur á sama tíma fjölgað mikið. Segist Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, hafa verulegar áhyggjur af stöðunni, en við… Meira
2. desember 2023 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Jólatónleikar Selkórsins á morgun

Selkórinn heldur jólatónleika í Seltjarnarneskirkju á morgun, sunnudag, kl. 16. „Efnisskráin verður fjölbreytt, undurfögur jólalög og trúarleg tónlist í bland, eftir Mozart, Gabriel Fauré, John Rutter, Ola Gjeilo, Báru Grímsdóttur og Tryggva M Meira
2. desember 2023 | Innlendar fréttir | 429 orð | 2 myndir

Jólin koma með Jólaævintýri Hugleiks

Hugleikur fagnar 40. leikári félagsins með fjórum sýningum á gamansöngleiknum Jólaævintýri Hugleiks, sem var áður á dagskrá fyrir 18 árum, í Gamla bíói klukkan 16.00 og 20.00 sunnudagana 10. og 17. desember Meira
2. desember 2023 | Innlendar fréttir | 198 orð

Karlmaður ákærður fyrir tilraun til manndráps

Karlmaður sem sakaður er um hrottafengna árás gegn fyrrverandi kærustu sinni í ágúst hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Landsréttar, sem staðfestir úrskurð… Meira
2. desember 2023 | Innlendar fréttir | 332 orð

Kunna að hafa stækkað æðina

Jarðhræringarnar afdrifaríku, sem áttu sér stað föstudaginn 10. nóvember, kunna einnig að hafa stækkað aðfærsluæð kvikunnar frá dýpra hólfi og yfir í það grynnra. Af því leiðir að meiri kvika flæðir ofar í jarðskorpuna nú en áður Meira
2. desember 2023 | Innlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Laxey opnar seiðaeldisstöð

Landeldisfyrirtækið Laxey í Vestmannaeyjum opnaði formlega risastóra seiðaeldisstöð í Friðarhöfn í gær. Gert er ráð fyrir framleiðslu á 32.000 tonnum af laxi árið 2031. Seiðaeldisstöðin er byggð á landi sem varð til í eldgosinu á Heimaey árið 1973 Meira
2. desember 2023 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Ljósin tendruð á Hamborgarjólatrénu

Ljósin á Hamborgartrénu verða tendruð við hátíðlega athöfn á Miðbakka gömlu hafnarinnar í Reykjavík í dag, laugardaginn 2. desember, klukkan 17. Allir eru velkomnir. Á heimasíðu Faxaflóahafna segir frá því að íslenskir sjómenn, sem komu í höfn í… Meira
2. desember 2023 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Ljósin tendruð á Óslóarjólatrénu

Jólaljósin á Óslóartrénu verða tendruð við hátíðlega athöfn á Austurvelli á fyrsta sunnudegi í aðventu, þann 3. desember, klukkan 16.00. Jólatréð er gjöf frá íbúum Óslóar og var fellt í Heiðmörk fyrr í vikunni Meira
2. desember 2023 | Erlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Matvæli í loftslagsbókhald

Yfir 130 ríki samþykktu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Dubai að leggja áherslu á matvælaframleiðslu og landbúnað í loftslagsbókhaldi sínu. Matvælaframleiðsla er talin bera ábyrgð á um þriðjungi losunar gróðurhúsalofttegunda út í… Meira
2. desember 2023 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Mæta Frökkum á HM í dag

Ísland mætir einu besta liði heims, Frakklandi, á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta í dag en leikurinn hefst klukkan 17 í norska bænum Stafangri. Íslenska liðið tapaði fyrir Slóveníu með sex marka mun í fyrstu umferðinni en Frakkland lenti í… Meira
2. desember 2023 | Innlendar fréttir | 436 orð | 1 mynd

Óheimilt að geyma mengað jarðefni

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur hafnað umsókn um að mengað jarðefni verði geymt tímabundið á lóð við Sævarhöfða. Þar með snýr skipulagsfulltrúi við fyrri ákvörðun um að geymsla jarðefnis á lóðinni sé heimil. Meira
2. desember 2023 | Innlendar fréttir | 608 orð | 2 myndir

Pakkasöfnun Kringlunnar fer miklu verr af stað í ár en áður

Anna Rún Frímannsdóttir annarun@mbl.is Meira
2. desember 2023 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Ráðning Rósu Bjarkar framlengd

Tímabundin ráðning Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur varaþingmanns Samfylkingarinnar sem verkefnastjóra í alþjóðamálum í forsætisráðuneytinu var í haust framlengd til áramóta. Um er að ræða 50% starfshlutfall samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu Meira
2. desember 2023 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Rekstur traustur hjá Kópavogsbæ

Gert er ráð fyrir að rekstur samstæðu Kópavogsbæjar verði á næsta ári jákvæður upp á 228 miljónir króna og að niðurstaða af A-hluta bæjarsjóðs verði jákvæð um 221 millj. kr. Veltufé frá rekstri er áætlað 4,6 ma Meira
2. desember 2023 | Fréttaskýringar | 1196 orð | 4 myndir

Réttað yfir nasistum í Nürnberg

Baksvið Karl Blöndal kbl@mbl.is „Einu sinni var… Þannig byrja margar sögur og ævintýr. Einu sinni var Nürnberg önnur en hún er nú, friðsöm og fögur borg. Svo komu árin, þegar augu allrar þýsku þjóðarinnar mændu hingað, er hjer voru haldin flokksþing Nasista með mikilli viðhöfn. Hvernig skyldi hún hafa verið þá, þessi borg, sem nú er að miklu leyti í rústum. Skínandi hallir. Hakakross fánar. Fylkingar SS-manna – fylkingar SA-manna, með hrópum og hælaglamri. Meira
2. desember 2023 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Ríkið auglýsir eftir íbúðum

Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir auglýsir eftir fasteignum tímabundið til leigu fyrir Grindvíkinga. Ríkisstofnunin segir að það sé gert til að styðja enn frekar við öflun húsnæðis fyrir Grindvíkinga sem rýma hafa þurft heimili sín, að höfðu samráði við… Meira
2. desember 2023 | Erlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Sandra Day O'Connor látin

Sandra Day O'Connor, fyrsta konan sem skipuð var í hæstarétt Bandaríkjanna, lést í gær á heimili sínu í Phoenix í Arisona, 93 ára að aldri. Síðustu æviárin þjáðist hún af alzheimers-sjúkdómnum. O'Connor var afar áhrifamikil innan réttarins… Meira
2. desember 2023 | Innlendar fréttir | 768 orð | 4 myndir

Skagaströnd fékk andlitslyftingu

Skagstrendingum fjölgaði um einn á dögunum þegar Alexandra Jóhannesdóttir sveitarstjórinn okkar eignaðist lítinn dreng. Meðan hún er í fæðingarorlofi tekur Ólafur Þór Ólafsson við keflinu og verður starfandi sveitarstjóri Meira
2. desember 2023 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Stillt í veðri en loft­gæði lítil vegna svifryksmengunar

Mik­il svifryks­meng­un mældist á höfuðborg­ar­svæðinu í gær. Ragnhildur Guðrún Finn­björns­dótt­ir, loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir meng­un­ina stafa af svifryki sem kem­ur frá göt­un­um og magn­ast alla jafna þegar stillt er í… Meira
2. desember 2023 | Fréttaskýringar | 698 orð | 3 myndir

Svartsengi færðist til um heilan metra

Sviðsljós Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Land víða á Reykjanesskaganum hefur í jarðskjálftunum þar að undanförnu færst til svo verulegu munar í sumum tilvikum. Mest er þetta við Grindavík og þar í kring. Til dæmis hefur Svartsengi, þar sem eru orkuver og baðlón, færst um réttan heilan metra, eða 100 cm, til vesturs, og 25 cm til norðurs. Þetta sýna mælingar sem Landmælingar Íslands hafa fengið og greint. Meira
2. desember 2023 | Fréttaskýringar | 606 orð | 3 myndir

Umfang fyrirtækisins tvöfaldast

Úra- og skartgripaverslunin Klukkan tók stórt skref á dögunum þegar hún opnaði sjötíu og fimm fermetra verslun í Kringlunni. Síðastliðin fimmtíu ár hefur búðin eingöngu verið í Kópavogi. Nýja verslunin er beint gegnt Bónus, New Yorker og BOSS-búðinni Meira
2. desember 2023 | Innlendar fréttir | 355 orð | 3 myndir

Umræðan af stað af afli

Fyrsti þáttur Spursmála, nýs umræðuþáttar á mbl.is, fór í loftið klukkan tvö í gærdag. Fyrstu gestir þáttarins voru þau Ragnhildur Sverrisdóttir, fyrrverandi fréttastjóri á Morgunblaðinu, og Snorri Másson frá Ritstjóra Meira
2. desember 2023 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Viðurkenning á góðu og þörfu starfi í gegnum árin

Skrifað hefur verið undir samstarfssamning á milli Akureyrarbæjar og Grófarinnar Geðræktar sem snýr að þjónustu Grófarinnar á Akureyri. Markmið samningsins er að efla Grófina sem geðræktarmiðstöð og ennfremur að auka tengsl og samvinnu Grófarinnar… Meira
2. desember 2023 | Erlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Vilja taka upp ferðamannaskatt

Meirihluti borgarfulltrúa í Kaupmannahöfn er fylgjandi því að lagður verði sérstakur skattur á ferðamenn sem koma til borgarinnar eins og gert er í ýmsum evrópskum stórborgum á borð við London, Róm og Búdapest Meira

Ritstjórnargreinar

2. desember 2023 | Leiðarar | 381 orð

Alvarlegt mál

Tungumálið er verkfæri sem mikilvægt er að hafa á gott vald Meira
2. desember 2023 | Staksteinar | 260 orð | 1 mynd

Losandi og kvíðastillandi

Nú fer fram heimsmeistarakeppni í loftkælingu í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, en þangað koma a.m.k. 70 þúsund starfsmenn hins opinbera, þrýstihópa á framfæri skattgreiðenda og grænfyrirtækja, undir sólhlíf loftslagsráðstefnu SÞ. Meira
2. desember 2023 | Reykjavíkurbréf | 1619 orð | 1 mynd

Ógleymanlegur afburðamaður

Henry Kissinger varð öryggisráðgjafi Nixons forseta í janúar 1969. Forsetinn og ráðgjafi hans voru sammála um að utanríkismálin skyldu þaðan í frá ráðin í Hvíta húsinu en ekki í utanríkisráðuneytinu. Og verkefnin voru stór og engu lík. Fyrst þurftu þeir að ljúka Víetnamstríðinu, sem þeir erfðu frá John Kennedy og ekki síst Lyndon Johnson, en stríðið það gerði út af við Johnson pólitískt. Meira
2. desember 2023 | Leiðarar | 289 orð

Refilstigir tækninnar

Íslykillinn átti að skapa umgjörð um mikla möguleika í framtíðinni Meira

Menning

2. desember 2023 | Kvikmyndir | 660 orð | 2 myndir

Að trúa eða ekki trúa

Bíó Paradís Anatomie d'une chute / Hátt er fallið ★★★★½ Leikstjórn: Justine Triet. Handrit: Justine Triet og Arthur Harari. Aðalleikarar: Sandra Hüller, Milo Machado-Graner og Swann Arlaud. 2023. Frakkland. 151 mín. Meira
2. desember 2023 | Menningarlíf | 97 orð | 1 mynd

Aðventu-barokk í Hallgrímskirkju

Aðventu- og jólatónleikaröð Hallgrímskirkju hefst á morgun kl. 12 með barokk-orgeltónleikum Eyþórs Inga Jónssonar. Á tónleikunum flytur hann aðventutónlist frá barokktímanum eftir Balbastre, Scheidemann, Böhm, Bach og Corrette á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju Meira
2. desember 2023 | Menningarlíf | 104 orð | 1 mynd

Aðventutónar í Hvalsneskirkju

Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin en í ár kemur hópurinn í Hvalsneskirkju í upphafi aðventu mánudaginn 4. desember kl. 19.30. Í tilkynningu segir að hópurinn hafi leikið tónlist eftir Mozart í þrjátíu… Meira
2. desember 2023 | Menningarlíf | 73 orð | 1 mynd

Allir strengjakvartettar Atla Heimis

Í næstu viku kemur út fyrsta heildstæða útgáfan á öllum strengjakvartettum Atla Heimis Sveinssonar, í flutningi Strokkvartettsins Sigga. Atli Heimir var einn af frumkvöðlum samtímatónlistar á Íslandi og átti ríkan þátt í að kynna Íslendingum samtímatónlist, segir í tilkynningu Meira
2. desember 2023 | Menningarlíf | 26 orð | 1 mynd

Fjölskyldutónleikar á aðventunni

Stjarnan í austri, söngvasveigur eftir norska tónlistarmanninn Geirr Lystrup í íslenskri þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar, verður flutt á aðventutónleikum í Fríkirkjunni á morgun kl Meira
2. desember 2023 | Menningarlíf | 897 orð | 3 myndir

Heimsmeistari og smáþjóð

Skáldsaga Heimsmeistari ★★★★· Eftir Einar Kárason. Mál og menning, 2023. Innb., 128 bls. Meira
2. desember 2023 | Menningarlíf | 73 orð | 1 mynd

Listamenn opna vinnustofur sínar

Hópur listamanna sem hafa vinnuaðsetur að Hólmaslóð 4 stendur nú fyrir sýningu og opnu húsi allar helgar á aðventunni (frá fimmtudegi til sunnudags). Ný og nýleg listaverk til sölu og listamenn með viðveru Meira
2. desember 2023 | Menningarlíf | 146 orð | 1 mynd

Opnunartvenna í Listasafni á Akureyri

Opnaðar verða tvær sýningar í Listasafninu á Akureyri í dag. Annars vegar sýning Sigurðar Guðjónssonar Hulið landslag og hins vegar sýningin Safn: Hildigunnur Birgisdóttir og verk úr safneign Meira
2. desember 2023 | Menningarlíf | 27 orð

Rangt nafn

Í frétt um styrkveitingu úr Brynjólfssjóði í blaði gærdagsins var rangt farið með nafn stjórnarmanns i sjóðnum. Rétt nafn er Edda Þórarinsdóttir. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
2. desember 2023 | Menningarlíf | 518 orð | 3 myndir

Rölt í átt að heimsenda

MSEA lýsir því sjálf að hún sé að rannsaka mörkin á milli „fegurðar og óþæginda“ og það er margt til í því. Hér eru melódíur og jafnvel grúv en svo er okkur þeytt inn í stálköld óhljóð og undarlegheit. Meira
2. desember 2023 | Menningarlíf | 980 orð | 1 mynd

Skapari eigin örlaga uppi á öræfum

„Ég held að áhorfendur muni koma á sýninguna með mjög ólíka fyrirframþekkingu. Sumir áhorfendur munu svo gott sem kunna söguna utan að, en öðrum mun finnast þetta vera framandi heimur, þó að það séu ekki nema tæp hundrað ár frá því sagan á að gerast Meira
2. desember 2023 | Menningarlíf | 134 orð | 2 myndir

Tilnefningar til Kraumsverðlauna

Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun Auroru velgerðarsjóðs, verða afhent í sextánda sinn síðar í þessum mánuði fyrir þær íslensku hljómplötur er þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika Meira
2. desember 2023 | Menningarlíf | 1151 orð | 1 mynd

Tuttugu bækur tilnefndar

Tilnefningar til Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans og Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2023 voru kynntar í Eddu í gær. Alls voru tuttugu bækur tilnefndar eða fimm í hverjum flokki. Forseti Íslands, Guðni Th Meira
2. desember 2023 | Menningarlíf | 107 orð | 1 mynd

Umhverfisvæn jólagjörningaverslun

Listakonurnar Rán Flygenring og Elín Elísabet Einarsdóttir hafa á horni Ásvalla- og Hofsvallagötu opnað tímabundið til 3. desember jólagjörningsverslun þar sem hægt er að kaupa allt frá klakavélum til Tesla-bíla Meira
2. desember 2023 | Menningarlíf | 68 orð | 1 mynd

Upplestur á Gljúfrasteini

Á aðventunni lesa höfundar upp úr verkum sínum í stofunni á Gljúfrasteini. Upplestrar fara fram fjóra sunnudaga fyrir jól og annar upplestur fer fram á morgun. Hefst hann kl. 15 og stendur í um klukkustund Meira
2. desember 2023 | Menningarlíf | 790 orð | 2 myndir

Vakan líður líkt og blíður draumur

Vakan Með vetrarbyrjun vífin kát við mig ræðu taka: Negldu saman Norðra bát, nú er farið að vaka Þín hefur verið venja forn, viður lagar bríma, okkur þylja erinda korn um skammdegis tíma. Þannig hefst mansöngur 1 Meira

Umræðan

2. desember 2023 | Pistlar | 488 orð | 2 myndir

„Heyja sér orðfjölda“

Á miðvikudaginn birtist forsíðufrétt hér í blaðinu um að orðaforði ungmenna væri að skreppa saman. Haft var eftir Freyju Birgisdóttir hjá Menntamálastofnun að það stafaði af því að þau læsu minna en áður Meira
2. desember 2023 | Aðsent efni | 149 orð | 1 mynd

Benedikt Sveinsson

Benedikt Sveinsson fæddist 2. desember 1877 á Húsavík. Foreldrar hans voru hjónin Sveinn Víkingur Magnússon, f. 1846, d. 1894, gestgjafi, og Kristjana Guðný Sigurðardóttir, f. 1845, d. 1904, ljósmóðir Meira
2. desember 2023 | Aðsent efni | 295 orð

Bretton Woods, nóvember 2023

Mont Pelerin-samtökin voru stofnuð í apríl 1947, þegar nokkrir frjálslyndir fræðimenn komu saman í Sviss, þar á meðal hagfræðingarnir Ludwig von Mises, Frank H. Knight, Friedrich A. von Hayek, Milton Friedman, George J Meira
2. desember 2023 | Aðsent efni | 443 orð | 1 mynd

Hin ærandi þögn ríkisstjórnarinnar

Hin ærandi þögn ríkisstjórnarinnar gerir að verkum að nú er ekki nokkur leið að gera raunhæfar áætlanir fyrir næsta ár. Meira
2. desember 2023 | Pistlar | 412 orð | 1 mynd

Kynlegt heimilishald

Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, birti niðurstöður rannsóknar um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs á dögunum. Foreldrar barna á aldrinum 12 mánaða til 12 ára voru í úrtaki könnunarinnar Meira
2. desember 2023 | Aðsent efni | 530 orð | 1 mynd

Matvælaráðherra og strandveiðar

Í frumvarpinu er ekki lagt til að heimildir til strandveiða verði auknar, ráðherra lætur sig engu skipta álit 72,3% þjóðarinnar. Meira
2. desember 2023 | Aðsent efni | 491 orð | 1 mynd

Mörg tækifæri til ráðdeildar í Reykjavík

Grípa verður til víðtækra aðgerða til að ná tökum á fjármálum Reykjavíkurborgar og stöðva skuldasöfnun. Meira
2. desember 2023 | Pistlar | 558 orð | 4 myndir

Nú saka Rússarnir Nakamura um að svindla

Íslenska kvennaliðið hafnaði í 26. sæti af 32 þátttökuþjóðum á EM landsliða í Svartfjallalandi á dögunum. Í borðaröð var liðið skipað Olgu Prudnykovu, Lenku Ptacnikovu, Jóhönnu Björgu Jóhannsdóttur, Hallgerði Helgu Þorsteinsdóttur og Lisseth Acevedo Mendez Meira
2. desember 2023 | Aðsent efni | 827 orð | 1 mynd

OECD PISA – Vísindalegt læsi

Vert er að gefa því gaum að árangri íslenskra nemenda í PISA fór að hraka eftir að samræmd lokapróf voru aflögð árið 2008 og eftir að núgildandi aðalnámskrá tók gildi. Meira
2. desember 2023 | Aðsent efni | 561 orð | 2 myndir

Orð verða að veruleika

Það skiptir máli hverju þú berð vott með orði þínu og æði. Meira
2. desember 2023 | Pistlar | 772 orð

Skerðingar vegna orkuskorts

Besta, og í raun eina alvöru leiðin, til að tryggja orkuöryggi almennings og fyrirtækja er að framleiða meiri græna raforku á Íslandi. Meira
2. desember 2023 | Aðsent efni | 497 orð | 1 mynd

Tækifærin liggja í grasinu

Kannabismarkaður er vaxandi víða um heim og veltir gríðarlegum fjárhæðum. Það er afar svart að láta þessa hagsmuni í hendurnar á þeim sem stýra undirheimunum. Meira
2. desember 2023 | Aðsent efni | 349 orð | 1 mynd

Þögnin sem nísti inn að beini

Viðbrögð alþjóðastofnana á borð við UN Women við kerfisbundnum nauðgunum og morðum Hamas á ísraelskum konum voru engin. Meira

Minningargreinar

2. desember 2023 | Minningargreinar | 1226 orð | 1 mynd

Birna Guðrún Jennadóttir

Birna Guðrún Jennadóttir fæddist í Stykkishólmi 29. nóvember 1960. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 24. nóvember 2023 eftir erfið veikindi. Foreldrar hennar eru Aðalbjörg (Stella) Ólafsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
2. desember 2023 | Minningargreinar | 554 orð | 1 mynd

Birna Þórunn Sveinsdóttir

Birna Þórunn Sveinsdóttir fæddist 8. mars 1938. Hún lést 6. nóvember 2023. Foreldrar Birnu voru Sveinn Einarsson, f. 3. desember 1909, d. 2. apríl 1994, bóndi og síðar torf- og grjóthleðslumaður, og Guðrún Björg Ólafsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
2. desember 2023 | Minningargreinar | 3788 orð | 1 mynd

Egill Jónsson

Egill Jónsson fæddist 8. maí 1942 í Gunnarsholti á Rangárvöllum og ólst upp á Selalæk í sömu sveit. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 20. nóvember 2023. Faðir Egils var Jón Egilsson hreppstjóri og bóndi í Gunnarsholti en síðar og lengst af á Selalæk, f Meira  Kaupa minningabók
2. desember 2023 | Minningargreinar | 1238 orð | 1 mynd

Freydís Frigg Guðmundsdóttir

Freydís Frigg Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1964. Hún lést á Landspítalanum 6. nóvember 2023. Foreldrar hennar voru Oddbjörg Jónsdóttir, f. 22.11. 1942 á Eiðum í Eiðaþingá, d. 10.6. 2019, og Guðmundur Karl Jónsson f Meira  Kaupa minningabók
2. desember 2023 | Minningargreinar | 3366 orð | 1 mynd

Guðrún Kristinsdóttir

Guðrún G. Kristinsdóttir fæddist 28. september 1948. Hún lést 20. nóvember 2023. Útför fór fram 30. nóvember 2023. Meira  Kaupa minningabók
2. desember 2023 | Minningargreinar | 612 orð | 1 mynd

Halla Linker

Halla Kristín Guðmundsdóttir Linker Aguirre fæddist 10. maí 1930 í Hafnarfirði. Hún lést 16. ágúst 2023 í Los Angeles. Hún giftist Hal Linker sem lést árið 1979. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Francisco Aguirre Meira  Kaupa minningabók
2. desember 2023 | Minningargreinar | 405 orð | 1 mynd

Ingibjörg Haraldsdóttir

Ingibjörg Haraldsdóttir fæddist 9. ágúst 1961. Hún lést 28. október 2023. Útför Ingibjargar fór fram 7. nóvember 2023. Meira  Kaupa minningabók
2. desember 2023 | Minningargreinar | 1449 orð | 1 mynd

Jósefína Ebba Magnúsdóttir

Jósefína Ebba Magnúsdóttir fæddist í Ási í Glerárþorpi 18. janúar 1935, fimmta barn foreldra sinna, þeirra Þuríðar Helgu Jónsdóttur, f. 1907 á Litla-Árskógssandi, d. 1990 á Akureyri, og Magnúsar Júlíussonar, f Meira  Kaupa minningabók
2. desember 2023 | Minningargreinar | 892 orð | 1 mynd

Kristinn Pálsson

Kristinn Pálsson fæddist á Árbakka í Unaðsdal í Norður-Ísafjarðarsýslu 30. ágúst 1935. Hann lést 21. október 2023 á Landspítalanum í Fossvogi. Foreldrar hans voru hjónin Páll Borgarsson, f. 16. febrúar 1887, d Meira  Kaupa minningabók
2. desember 2023 | Minningargreinar | 379 orð | 1 mynd

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir fæddist 7. júlí 1950. Hún lést 10. nóvember 2023. Útför var 27. nóvember 2023. Meira  Kaupa minningabók
2. desember 2023 | Minningargreinar | 689 orð | 1 mynd

Ragnheiður Guðrún Loftsdóttir

Ragnheiður Guðrún Loftsdóttir fæddist 8. september 1928. Hún lést 13. nóvember 2023. Útför fór fram 20. nóvember 2023. Meira  Kaupa minningabók
2. desember 2023 | Minningargreinar | 602 orð | 1 mynd

Sóley Vífilsdóttir

Sóley Vífilsdóttir fæddist 18. mars 1974. Hún lést 10. nóvember 2023. Útför hennar fór fram 25. nóvember 2023. Meira  Kaupa minningabók
2. desember 2023 | Minningargrein á mbl.is | 821 orð | 1 mynd | ókeypis

Sóley Vífilsdóttir

Sóley Vífilsdóttir fæddist 18. mars 1974. Hún lést 10. nóvember 2023. Meira  Kaupa minningabók
2. desember 2023 | Minningargreinar | 750 orð | 1 mynd

Þóra Margrét Einarsdóttir

Þóra Margrét Einarsdóttir fæddist í Kjarnholtum í Biskupstungum 29. ágúst 1945. Hún lést 13. nóvember 2023 á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Foreldrar hennar voru Guðrún Ingimarsdóttir, f. 4. ágúst 1905, d Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

2. desember 2023 | Viðskiptafréttir | 133 orð

Vilja ekki tjá sig ekki um ummæli Ragnars Þórs

Hvorki framkvæmdastjóri né formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (Live) vilja tjá sig um ummæli sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, lét falla um lífeyrissjóði fyrr í vikunni. Þar gagnrýndi Ragnar Þór sjóðina fyrir aðgerðaleysi eftir að… Meira

Daglegt líf

2. desember 2023 | Daglegt líf | 968 orð | 3 myndir

Að spila púkk var hluti af jólunum

Spilið kom inn í fjölskylduna okkar með langafa barnanna minna, Jóhanni Ingva Guðmundssyni, en hann hafði ofboðslega gaman af því að spila púkk með stórfjölskyldunni á jólunum. Ekki er vitað hvaðan spilið kom upphaflega inn í hans fjölskyldu, en… Meira

Fastir þættir

2. desember 2023 | Dagbók | 95 orð | 1 mynd

Allir vitlausir í að koma til Íslands

Sigtryggur Baldursson er „yfirútflytjandi“ á íslenskri tónlist. Hann segir Ísland eiga fullt af tónlistarfólki sem er að slá í gegn erlendis. Hann ræddi þetta í þættinum Skemmtilegri leiðin heim. „Við erum með allt nýtt sem er að koma út á listum Meira
2. desember 2023 | Í dag | 75 orð | 1 mynd

Brynja Ásgeirsdóttir

30 ára Brynja ólst upp í Hjallahverfi í Kópavogi en býr á Kársnesinu. Hún rekur tannlæknastofu með kærastanum í Kópavogi. Áhugamálin eru ferðalög, hreyfing og að vera með fjölskyldunni. Fjölskylda Sambýlismaður Brynju er Marteinn Þór Pálmason, f Meira
2. desember 2023 | Í dag | 267 orð

Eins og hundur á roði

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Trygglyndur og trúr er sá Talsvert illa á honum lá. Bregður ljósi leiðir á. Loks í spilum finna má. Helgi R. Einarsson segist kominn heim í heiðardalinn og glímir við lífsins lausnir: Hunda átti afi Meira
2. desember 2023 | Í dag | 913 orð | 2 myndir

Frumkvöðull í heilsurækt

Ágústa Johnson fæddist 2. desember 1963 á Fæðingarheimilinu í Reykjavík. Hún ólst upp fyrstu sex árin á Melabraut á Seltjarnarnesi en flutti 1970 á Tjarnarflöt í Garðabæ. Ágústa gekk fyrst í Ísaksskóla, síðan í Barnaskóla Garðahrepps og Garðaskóla… Meira
2. desember 2023 | Dagbók | 190 orð | 1 mynd

Horfinn í móðuna – eða hvað?

„Gamlir hermenn deyja ekki. Þeir hverfa bara í móðuna,“ sagði bandaríski hershöfðinginn og stríðshetjan, Douglas MacArthur, þegar hann tilkynnti um starfslok sín árið 1951. „Og með þessum orðum lýk ég mínum starfsferli í hernum og hverf bara í móðuna Meira
2. desember 2023 | Í dag | 30 orð | 1 mynd

Kópavogur Ýmir Pálmi Marteinsson fæddist 28. september 2023 kl. 18.02 á…

Kópavogur Ýmir Pálmi Marteinsson fæddist 28. september 2023 kl. 18.02 á fæðingardeildinni í Reykjavík. Hann fæddist 4.420 g og 51 cm. Foreldrar hans eru Brynja Ásgeirsdóttir og Marteinn Þór Pálmason. Meira
2. desember 2023 | Í dag | 96 orð | 1 mynd

Maður er skotinn banaskoti, án réttlætanlegs tilefnis af fréttum að dæma.…

Maður er skotinn banaskoti, án réttlætanlegs tilefnis af fréttum að dæma. Væntanlega verður annaðhvort dæmt fyrir morð eða manndráp. Orðið voðaskot merkir slysaskot sem veldur stóru sári eða bana; sk ot sem hleypur fyrir slysni af byssu og veldur… Meira
2. desember 2023 | Í dag | 1869 orð | 1 mynd

Messur

AKRANESKIRKJA | Jólaball sunnudagaskólans í Vinaminni kl. 11. Aðventuhátíð kl. 17. Hlustum á söng frá Kór Akraneskirkju og Kór Grundaskóla og atriði frá strengjasveitum Tónlistarskólans á Akranesi Meira
2. desember 2023 | Í dag | 165 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c6 4. e3 Rf6 5. Rf3 Rbd7 6. Be2 Bd6 7. 0-0 0-0 8. b3 b6 9. Bb2 Bb7 10. Bd3 He8 11. Dc2 h6 12. Hfd1 De7 13. Hac1 Had8 14. g3 dxc4 15. bxc4 e5 16. Rh4 Df8 17. Da4 a6 18. Rf5 Bb8 19 Meira
2. desember 2023 | Í dag | 176 orð

Undirmálsslemma. S-NS

Norður ♠ D102 ♥ Á10643 ♦ KD ♣ Á83 Vestur ♠ 65 ♥ G9 ♦ G8752 ♣ KG95 Austur ♠ K9842 ♥ 8 ♦ 109643 ♣ 64 Suður ♠ ÁG3 ♥ KD752 ♦ Á ♣ D1072 Suður spilar 6♥ Meira

Íþróttir

2. desember 2023 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Alexander kemur til greina á EM

Alexander Petersson úr Val, sem er orðinn 43 ára, er einn af þeim 35 sem koma til greina í landslið Íslands fyrir EM í handbolta sem fer fram í Þýskalandi í janúar. Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari birti hópinn í gær en í honum eru fimm nýliðar Meira
2. desember 2023 | Íþróttir | 143 orð | 1 mynd

Álftanes vann Garðabæjarslaginn

Nýliðar Álftaness eru með montréttinn í Garðabæ eftir að hafa unnið sterkan útisigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni, 90:84, í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöld en þetta er í fyrsta skipti sem tvö lið úr Garðabæ mætast í deildinni Meira
2. desember 2023 | Íþróttir | 234 orð

Beðið eftir mótherjunum í umspilinu

Ísland þurfti stig úr leiknum til að gulltryggja sér þriðja sætið í riðlinum og forðast beint fall niður í B-deildina. Eins marks tap hefði líklega ekki komið að sök en fyrir lokaumferðina er liðið nú með sex stig og í öruggri höfn og Wales er fallið niður í B-deild Meira
2. desember 2023 | Íþróttir | 768 orð | 2 myndir

Hræðast ekki Frakka

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir því franska, ríkjandi ólympíumeisturum, í öðrum leik sínum í D-riðli á heimsmeistaramótinu í Stafangri í Noregi í dag. Frakkland er með ógnarsterkt lið og fáir eiga von á öðru en sigri franska liðsins Meira
2. desember 2023 | Íþróttir | 167 orð | 2 myndir

Ísland fer í umspilið

Ísland tryggði sér í gærkvöld réttinn til að fara í umspil um sæti í A-deild undankeppni Evrópumótsins 2025 með því að sigra Wales, 2:1, í fimmtu og næstsíðustu umferðinni í A-deild Þjóðadeildar kvenna í fótbolta Meira
2. desember 2023 | Íþróttir | 237 orð

Lentum í basli en unnum okkur út úr því

„Fótbolti og íþróttir yfirhöfuð snúast að mörgu leyti um andlega þáttinn og það var bæði stress og ákveðið óöryggi í mannskapnum til að byrja með. Við vorum hálfrög einhvern veginn og það vantaði kraft í það sem við vorum að gera Meira
2. desember 2023 | Íþróttir | 227 orð

Léku betur eftir því sem leið á leikinn

Þrátt fyrir góðan og mikilvægan sigur á Wales í Cardiff var leikur íslenska liðsins ekki góður lengi vel. Liðið var eins og oft áður í basli með að halda boltanum framan af leik og gekk illa að spila í gegnum pressu Walesbúanna sem sóttu talsvert í fyrri hálfleiknum Meira
2. desember 2023 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Verður áfram í MLS-deildinni

Róbert Orri Þorkelsson, varnarmaður 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, verður áfram með CF Montreál í Kanada, sem leikur í bandarísku MLS-deildinni, en þar hefur hann spilað í tvö og hálft ár. Félagið tilkynnti í gær að samningur hans hefði verið framlengdur Meira

Sunnudagsblað

2. desember 2023 | Sunnudagsblað | 74 orð | 1 mynd

Allt slær skyndilega út

Spenna Hjón flýja upp í sumarbústað þegar allt slær skyndilega út í borginni, netið, sjónvarpið, síminn og svo framvegis. Hvað er eiginlega á seyði? Fyrir hitta þau önnur hjón og börn þeirra sem þau hafa leigt bústaðinn Meira
2. desember 2023 | Sunnudagsblað | 337 orð | 1 mynd

Ást í jólabolla

Hvar ertu stödd í heiminum? Ég er í Kaupmannahöfn á grunnnámskeiði fyrir arkitektúr, en mig langar að leggja það fyrir mig í framtíðinni. En ég er á leiðinni heim fljótlega til að vinna í Hátíðarvagninum Meira
2. desember 2023 | Sunnudagsblað | 155 orð | 1 mynd

Barist gegn bílabölinu

„Vandráður“ ritaði Velvakanda í Morgunblaðinu bréf í upphafi aðventu árið 1983 og lagði til stofnun eins allsherjar skaðsemisvarnaráðs sem hefði víðtækt vald til boða og banna Meira
2. desember 2023 | Sunnudagsblað | 805 orð | 2 myndir

„Ég er með stóra drauma“

Ég gæti vel hugsað mér að leika í gamanmynd hér á landi; með Eddu Björgvins kannski? Meira
2. desember 2023 | Sunnudagsblað | 1443 orð | 1 mynd

„Svo kemur alltaf annað hlutverk“

Ég sest niður og klára kaflana ef ég þarf þótt það sé miðnótt. Ég er með mikinn sjálfsaga. Það lærði ég strax sem dansari. Meira
2. desember 2023 | Sunnudagsblað | 91 orð | 1 mynd

Ekki eitt einasta fokking símtal

Vík Ozzy Osbourne, einkavinur Lesbókar, skammaði Geezer Butler, sinn gamla vopnabróður úr Black Sabbath, eins og hund í samtali við tímaritið Rolling Stone UK á dögunum fyrir að hafa ekki stutt við bakið á sér í veikindum síðustu ára Meira
2. desember 2023 | Sunnudagsblað | 160 orð | 2 myndir

Erfitt að búa á Norðurlöndum

Finnska söngkonan Tarja Turunen segir mjög erfitt að búa í heimalandi hennar og raunar á Norðurlöndunum öllum vegna myrkurs. Þessi ummæli lét Turunen falla í vefvarpi Johnnys Christs, bassaleikara Avenged Sevenfold, Drinks With Johnny Meira
2. desember 2023 | Sunnudagsblað | 100 orð | 1 mynd

Harmleikur og hefnd

Jólaandi Óhætt er að segja að jólaandinn svífi yfir vötnum í nýjustu myndunum í kvikmyndahúsum hér á landi. Við erum að tala um Thanksgiving eftir Eli Roth og Silent Night eftir John Woo. „Eftir að óeirðir á svörtum föstudegi enda með harmleik,… Meira
2. desember 2023 | Sunnudagsblað | 997 orð | 1 mynd

Hátíðarskap og jólastress

Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir til stuðnings Grindvíkingum í þrengingum þeirra, en þar fær hvert heimili fjárhagsstuðning næstu mánuði vegna aukins húsnæðiskostnaðar, mismikið eftir fjölda heimilismanna Meira
2. desember 2023 | Sunnudagsblað | 906 orð | 2 myndir

Hver þarf Maradona þegar hann á Archibald?

Hann var maðurinn sem seldi Diego Maradona og keypti Steve Archibald í staðinn. Það lítur ekki vel út á ferilskránni. Eða hvað? En til að gæta fyllstu sanngirni þá réð Terry Venables engu um söluna á Maradona; stjórn Barcelona hafði ákveðið að losa… Meira
2. desember 2023 | Sunnudagsblað | 180 orð

Ísbjarnarungi situr hjá mömmu sinni og spyr: „Mamma, er ég í alvörunni…

Ísbjarnarungi situr hjá mömmu sinni og spyr: „Mamma, er ég í alvörunni ísbjörn?“ „Já, heldur betur!“ Fimm mínútum síðar spyr unginn aftur og svo enn aftur stuttu eftir það. „Af hverju spyrðu svona aftur og aftur að þessu?“ „Af því að mér er KALT!“… Meira
2. desember 2023 | Sunnudagsblað | 308 orð

Í þessari viku eigið þið að svara spurningum. Lausnina skrifið þið niður á…

Í þessari viku eigið þið að svara spurningum. Lausnina skrifið þið niður á blað og sendið inn fyrir 10. desember. Þá eigið þið möguleika á að vinna bókina Coco – Hljómsveit Rivera-fjölskyldunnar. Munið að láta fylgja með upplýsingar um nafn,… Meira
2. desember 2023 | Sunnudagsblað | 477 orð | 1 mynd

Kettir bíða í röðum

Að vakna með munninn fullan af svörtum kattarhárum og litla hrjúfa tungu á vörum sér er ekkert sérlega skemmtilegt. Meira
2. desember 2023 | Sunnudagsblað | 929 orð | 6 myndir

Ljúfa lífið í Lissabon

Tuttugu og eins stigs hiti gladdi tvær íslenskar vinkonur sem skelltu sér til Lissabon í Portúgal eina langa helgi nú í nóvember. Að ganga um bæinn í léttum fötum og geta sest niður utandyra til að fá sér snarl eða drykk er svo notalegt og fyllir mann orku fyrir komandi vetur Meira
2. desember 2023 | Sunnudagsblað | 62 orð

Miguel, Abel og Rósa eru með hugann við hátíðina sem er handan við hornið.…

Miguel, Abel og Rósa eru með hugann við hátíðina sem er handan við hornið. Dagur hinna dauðu er sannkallaður hátíðardagur. Miguel vill að Rivera-fjölskyldan troði upp saman og heiðri þannig tónlistina sem er sameiningartákn fjölskyldunnar Meira
2. desember 2023 | Sunnudagsblað | 104 orð | 1 mynd

Muni hann þá textana

Misskilningur Vika er langur tími í pólitík, hvað þá í rokkheimum. Á þessum stað fyrir viku var hermt af tilboði Sammys Hagars þess efnis að forvera hans í Van Halen, David Lee Roth, væri velkomið að taka lagið með honum á Best of All Worlds-túrnum næsta sumar, sem helgaður verður tónlist Van Halen Meira
2. desember 2023 | Sunnudagsblað | 947 orð | 3 myndir

Myndin bak við nefið

Af fréttaflutningi heimspressunnar að dæma mætti ætla að nýja bíómyndin hans Bradleys Coopers, Maestro, fjallaði alfarið um nefið á bandaríska tónskáldinu og hljómsveitarstjóranum Leonard Bernstein. Gervinef sem Cooper, sem sjálfur leikur Bernstein, … Meira
2. desember 2023 | Sunnudagsblað | 345 orð | 6 myndir

Nú þegar orðnar nokkuð snjáðar á hillunni

„Hver er uppáhaldsbókin þín?“ er líklega algengasta en um leið erfiðasta spurningin sem við bókmenntafræðinemar erum spurðir. Þá er auðveldast að svara því að það sé breytilegt en einmitt núna myndi ég nefna eftirfarandi þrjár bækur:… Meira
2. desember 2023 | Sunnudagsblað | 705 orð | 2 myndir

Samstaða og traust gegn verðbólgu

… því þótt umræðan um efnahagsmál sé oft undirlögð af ýmiss konar tæknilegu fræðatali, þá eru það mannlegir þættir eins og væntingar og traust sem ráða hvað mestu þegar allt kemur til alls. Meira
2. desember 2023 | Sunnudagsblað | 2607 orð | 1 mynd

Skemmtilegra að drepa gott fólk

Það voru friðsöm mótmæli í Hörpu og fólk mátti auðvitað vera á móti komu hennar og tjá sig um það. En það sem var erfiðast að kyngja voru ummæli um að við værum hlynnt þjóðarmorði; það var alveg fáránlega ósanngjarnt. Meira
2. desember 2023 | Sunnudagsblað | 679 orð | 2 myndir

Steypt af stallinum

Börn finna yfirleitt mætavel muninn á snertingu sem er saklaus og full af elskusemi og þeirri sem er káf. Meira
2. desember 2023 | Sunnudagsblað | 840 orð | 2 myndir

Tækifæri í gæðum Breiðafjarðar

Við ættum að geta framleitt raforku hérna án þess að nokkur sæi merki þess. Meira
2. desember 2023 | Sunnudagsblað | 1386 orð | 1 mynd

Það sem birtist í kvörninni

Ég myndi lýsa þessu sem ágætis hljóðsýnishorni af ADHD-vitleysingi. Tónlistin er út um allar trissur, þó hún beri mín höfundareinkenni. Meira
2. desember 2023 | Sunnudagsblað | 117 orð | 1 mynd

Þriggja daga auglýsingahlé þegar listin tekur yfir

Listamaður­inn Har­ald­ur Jóns­son var val­inn úr hópi 40 um­sækj­enda til að frum­sýna nýtt verk á 500 sta­f­ræn­um flöt­um um allt höfuðborg­ar­svæðið. Bill­bo­ard, sem rek­ur aug­lýs­inga­skjái í strætó­skýl­um víða á höfuðborg­ar­svæðinu, efndi… Meira
2. desember 2023 | Sunnudagsblað | 815 orð | 3 myndir

Ötul og fórnfús baráttukona

Hún sagðist þakka gott boð en ætlaði að ala önn fyrir sínum eigin börnum, því enginn gæti gefið þeim meiri ást og umhyggju en einmitt hún þrátt fyrir fátækt. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.