Greinar fimmtudaginn 7. desember 2023

Fréttir

7. desember 2023 | Fréttaskýringar | 622 orð | 2 myndir

Alþjóðaflugið er aftur á flugi

Fjöldi komu- og brottfararfarþega á Keflavíkurflugvelli fyrstu tíu mánuði ársins var álíka mikill og metárið 2018. Hins vegar fóru mun færri tengifarþegar um völlinn. Samsetning farþega á Keflavíkurflugvelli síðustu tíu ár er sýnd á grafi Meira
7. desember 2023 | Erlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Boris Johnson baðst afsökumar

Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, bað í gær fórn­ar­lömb kórónuveirufaraldursins í Bretlandi og fjöl­skyld­ur þeirra afsökunar. „Ég geri mér grein fyrir tilfinningum fórnarlambanna og fjölskyldna þeirra og ég biðst innilegrar… Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 326 orð | 1 mynd

Brú verður skellt í lás á nýju ári

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Starfsemi áfangaheimilis Samhjálpar við Höfðabakka í Reykjavík, eða Brúar, verður hætt í lok janúar næstkomandi. Á áfangaheimilinu eru 18 einstaklingsíbúðir auk sameiginlegs fundarýmis. Félagsþjónusta Reykjavíkurborgar mun tryggja heimilisfólki húsaskjól þegar Brú verður skellt í lás. Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Byggt yfir fótboltann hjá Haukum

Verið er að setja sperrur á knatthúsið á Ásvöllum í Hafnarfirði. Fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar og Hauka undirrituðu fyrir tæpum tveimur árum samning um húsið, en því samhliða afhenti félagið lóð á Ásvöllum 3 til Hafnarfjarðarbæjar undir uppbyggingu á um 100 íbúðum Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

Dæmdur í sextán ára fangelsi

Maciej Jakub Tali var í gær dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana í Drangahrauni í Hafnarfirði þann 17. júní á þessu ári. Jafnframt dæmdi Héraðsdómur Reykjaness Maciej til þess að greiða dóttur hins látna 35 milljónir króna í skaðabætur Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 319 orð | 1 mynd

Ekki á áætlun að smíða nýjan Baldur

Ekki er hafinn hjá Vegagerðinni undirbúningur að smíði nýs Baldurs. Þetta kemur fram í svari Vegagerðarinnar fyrir fyrirspurn Morgunblaðsins, sem send var að gefnu tilefni. Ný Breiðafjarðarferja var tekin í notkun í síðasta mánuði Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Emmessís fær alþjóðlega öryggisvottun

Emmessís fékk á dögunum alþjóðlega matvælaöryggisvottun; FSSC 22000, fyrir alla ferla í framleiðslu sinni. Í tilkynningu frá Emmessís segir að með innleiðingu á vottuninni hafi fyrirtækið skipað sér í röð fremstu matvælafyrirtækja landsins Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 423 orð | 3 myndir

Espresso Martini með jólatvisti

Andrea er framreiðslumeistari og hefur ástríðu fyrir starfi sínu. Hún er búin að blanda drauma jólakokteilinn og opinberar uppskriftina fyrir lesendum Morgunblaðsins sem vilja njóta… Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Fálkaorðan fyrir Icesave-málið

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur sæmt Tim Ward lögmann riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu íslenskra hagsmuna á alþjóðavettvangi. Ward var málflytjandi Íslands í Icesave-málinu en hinn 23 Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Ferðamönnum fjölgar yfir hátíðirnar

Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða segir almennt frekar rólegt hjá Borgarhopparanum í aðdraganda jólanna. Borgarhoppari er það nafn sem Kynnisferðir hafa valið yfir hinar svokölluðu „city sightseeing hop on – hop off“-rútur Meira
7. desember 2023 | Fréttaskýringar | 544 orð | 3 myndir

Frakkar vilja banna einnota rafrettur

Neðri deild franska þingsins hefur samþykkt lagafrumvarp sem bannar sölu á einnota rafrettum sem eru taldar geta leitt til aukinna reykinga meðal ungmenna og séu einnig skaðlegar umhverfinu. Efri deild þingsins á eftir að fjalla um frumvarpið og… Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Framkvæmdir standa yfir í Versló

Framkvæmdum við húsnæði Verzlunarskóla Íslands í Ofanleiti gæti verið lokið 1. febrúar ef áætlanir standast en viðhald hefur staðið yfir á árinu. Hafa vegfarendur í borginni veitt því athygli að byggingin er pökkuð inn í plast ef þannig má að orði komast Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 283 orð | 2 myndir

Gagnrýna niðurstöðuna

Verkefnastjórn rammaáætlunar leggur til að Héraðsvötn fari aftur í verndarflokk. Nánar er fjallað um málið í grein hér fyrir ofan. Stefán Vagn Stefánsson, alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Norðvesturkjördæmi, segist hafa talað fyrir því fyrir … Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Getur haft áhrif á heilsu og vellíðan

Þeir sem ekki ná grunnfærni í lestri eiga á hættu að heltast úr lestinni, fá ekki inngöngu í framhaldsskóla og ná ekki að fóta sig á atvinnumarkaði. Þetta segir Hermundur Sigmundsson, prófessor við Háskóla Íslands og Norska tækni- og… Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 327 orð | 1 mynd

Hallinn eykst um níu milljarða

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Útgjöld ríkissjóðs aukast um tæpa 7,3 milljarða króna í fjáraukalagafrumvarpi fyrir yfirstandandi ár umfram það sem gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Vegur þyngst rúmlega fimm milljarða króna útgjöld sem falla til á þessu ári í stuðningsaðgerðir vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga og rýmingar Grindavíkur. Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 620 orð | 3 myndir

Heimsmarkmið eru nú í hálfleik

„Ísland hefur margt að miðla og bjóða heiminum á sviði vísinda í þágu sjálfbærrar þróunar. Þrátt fyrir að hér búi aðeins um 400 þúsund manns er hér haldið uppi þróuðu samfélagi sem má sín talsvert annarra þjóða á meðal Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 1107 orð | 5 myndir

Innbakaður lax á spínatbeði

Guðbjörgu langar að fara nokkur skref til baka svo allir nái að njóta jólanna betur, en þessi jól verður hún stödd erlendis svo þetta verða öðruvísi jól hjá henni en áður. Guðbjörg deilir með lesendum nokkrum af sínum uppáhaldsuppskriftum sem eiga vel við yfir hátíðirnar og ekki síður á aðventunni Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 571 orð | 2 myndir

Jóga mikilvægur þáttur í kennslunni

Fyrir um ári kom út bókin Jógastund eftir Önnu Rós Lárusdóttur og nú hefur hún sent frá sér ítarefni, Jógastund – Handbók og aukaefni fyrir… Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Jólin sungin inn á Jólahátíðinni okkar

Jólastemningin var allsráðandi á Jólahátíðinni okkar á Hilton Reykjavík Nordica í gær þegar Sigga Ózk og fleiri góðir gestir sungu inn jólin. Hátíðin, sem áður bar nafnið Jólaball fatlaðra, var í gær endurvakin eftir nokkurra ára hlé vegna heimsfaraldursins Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 400 orð | 2 myndir

Meðal þeirra bestu vestanhafs

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Glæpasagan Reykjavík eftir Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur er á meðal tíu bestu glæpasagna sem komu út í Bandaríkjunum á þessu ári. Þetta er mat gagnrýnanda blaðsins New York Times sem hleður bókina lofi. Meira
7. desember 2023 | Erlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Minnast fallinna hermanna í Lvív

Dagur hersins var í gær í Úkraínu og af því tilefni flykktist fólk í kirkjugarða til að minnast hermanna sem hafa látið lífið í baráttunni fyrir föðurlandið. Forseti Úkraínu, Volodimír Selenskí, vottaði látnum hermönnum virðingu sína í kirkjugarði í … Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Mæta Grænlendingum á HM í dag

Sunna Jónsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í handbolta, segir að íslenska liðið sé á leið í krefjandi verkefni í Forsetabikarnum á heimsmeistaramótinu í Danmörku en liðið ætli sér að keppa um bikarinn Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 413 orð

Opnir á sumartíma

Gert er ráð fyrir að stofnvegir og tengivegir um Suðurhálendið verði opnir almennri umferð yfir sumartímann, vegirnir verði hóflega uppbyggðir sumarvegir, falli vel að landslagi og ekki hannaðir fyrir vöruflutninga landshluta á milli Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 246 orð | 1 mynd

Orkukreppan á Íslandi þegar hafin

Orkukreppa er þegar hafin á Íslandi, eins og best sést á því að fyrir Alþingi liggur frumvarp um breytingu á raforkulögum, þar sem orkumálastjóra á að færa fáheyrð völd til skömmtunar á raforku. „Þetta eru ekkert annað en neyðarlög,“… Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 232 orð

Orkumál sögð í öngstræti

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir hægagang í meðferð virkjunarkosta í rammaáætlun kalla á endurmat. Tilefnið er að verkefnastjórn rammaáætlunar hefur kynnt drög að tillögum um mat á fimm virkjunarkostum Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 762 orð | 2 myndir

Ótrúlega dýrmætt og mikill heiður

Sópransöngkonan Hlín Leifsdóttir söng nýverið á tónleikum til heiðurs grísku sópransöngkonunni Mariu Callas í Aþenu í Grikklandi á vegum UNESCO. Í ár hefði sú síðarnefnda orðið 100 ára gömul og voru tónleikarnir haldnir á fæðingardegi hennar Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 533 orð | 2 myndir

Óvíst hvenær umsagnartíma lýkur

Síðastliðinn mánudag kynnti verkefnastjórn rammaáætlunar drög að tillögum um mat og flokkun á fimm virkjunarkostum. Þeir eru Héraðsvötn, Skrokkölduvirkjun, Kjalölduveita, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun Meira
7. desember 2023 | Fréttaskýringar | 424 orð | 2 myndir

Ráðuneytin flytja eftir áramót

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Unnið er að lokafrágangi Norðurhúss nýja Landsbankahússins við Reykjastræti í miðborg Reykjavíkur. Stefnt er að því að tvö ráðuneyti flytji starfsemi sína í húsið á fyrri hluta næsta árs, samkvæmt upplýsingum sem blaðið aflaði sér hjá fjármálaráðuneytinu. Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 220 orð | 5 myndir

Sannur jólaandi sveif yfir Glaumbæ

„Það sveif sannur jólaandi yfir safnsvæðinu og óhætt að segja að viðburðurinn hafi heppnast vel og allir skemmt sér konunglega,“ segir Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga, en safnið stóð fyrir aðventugleði og útgáfuhófi í Glaumbæ sl Meira
7. desember 2023 | Erlendar fréttir | 723 orð | 1 mynd

Sóknarþungi eykst í suðurhluta Gasa

Einir hörðustu bardagar frá því að Hamas-liðar gerðu hryðjuverkaárás á Ísrael 7. október sl. voru í gær í Khan Younis á suðurhluta Gasasvæðisins. Her Ísraela umkringdi borgina og sprengjur féllu auk þess sem skriðdrekar og landgöngulið réðst til inngöngu Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 305 orð | 2 myndir

Staðan orðin grafalvarleg

Ein stærsta áskorunin sem íslenskt menntakerfi stendur frammi fyrir er að hjálpa þeim börnum sem ekki fá aðstoð við skólavinnu heima. Þá er mikilvægt að afla upplýsinga um hvort foreldrar á Íslandi treysti sér til að aðstoða nemendur á unglingastigi með heimanám sitt Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Stór hluti fatlaðra býr við fátækt

Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sára fátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks. Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að efna til skulda og meira en helmingur metur fjárhagsstöðu sína verri nú en fyrir ári Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 297 orð | 2 myndir

Stuðningur mikilvægur og allir á sömu blaðsíðunni

Aðstoð til nýliðunar og kynslóðaskipta í landbúnaði með stuðningi við yngri bændur er útgangspunktur í tillögum þriggja ráðherra til stuðnings þeim bændum sem eiga í fjárhagserfiðleikum vegna núverandi efnahagsástands Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Teflt á nýjum stað á Friðriksmótinu

Friðriksmót Landsbankans, Íslandsmótið í hraðskák, verður haldið næsta laugardag, 9. desember, og hefst það klukkan 13. Margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar verða meðal þátttakenda. Áhorfendur eru velkomnir Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 479 orð | 12 myndir

Þurfa alltaf að vera jól?

Það eru rúmar tvær vikur til jóla og spennan er farin að magnast á mörgum heimilum landsins. Sinna þarf föstum liðum sem fylgja þessum árstíma en aðdragandi jólanna hefur þó verið að breytast síðustu ár Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 428 orð | 1 mynd

Þurr, sólríkur og fádæma snjóléttur

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýliðinn nóvembermánuður reyndist Íslendingum afar hagstæður. Hann var þurr og sólríkur en jafnframt með fádæmum snjóléttur. Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Tríó Kristjönu Stefánsdóttur á síðustu Síðdegistónum ársins

Síðustu Síðdegistónar ársins í Hafnarborg verða haldnir annað kvöld kl. 18. Að þessu sinni kemur fram tríó með Kristjönu Stefánsdóttur í fararbroddi en henni til halds og trausts eru þeir Birgir Steinn Theódórsson á kontrabassa og Andrés Þór á gítar Meira
7. desember 2023 | Fréttaskýringar | 895 orð | 4 myndir

Valdastólar valtir í breyttri vindátt

1971 „Frjókorn meira réttlætis og hamingjuvænlegra lífs á ýmsum sviðum nægtasamfélagsins“ Kristján Eldjárn, forseti Íslands. Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Vegagerðin hafnaði tilboðum

Vegagerðin hefur auglýst að nýju eftir tilboðum í smíði tveggja brúa á hringvegi á Vestfjörðum. Þegar verkið var auglýst í fyrra skiptið bárust þrjú tilboð. Þau voru öll langt yfir kostnaðaráætlun. Vegagerðin tók í framhaldinu þá ákvörðun að hafna öllum tilboðunum og auglýsa verkið að nýju Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Vélinni verður fljótlega flogið heim frá Indlandi

Búist er við að flugvél Icelandair sem lenti í óhappi á Indlandi í síðasta mánuði verði flogið heim til Íslands á næstunni. Atvikið átti sér stað á Lal Bahadur Shastri-flugvelli í Varanasi á Indlandi 10 Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 465 orð

Vilja leita góðmálma í Húnabyggð

Orkustofnun hefur veitt málmleitarfyrirtækinu Víðarr ehf. leyfi til leitar og rannsókna á málmum á afmörkuðu svæði í Húnabyggð, nánar tiltekið á milli Vatnsdals og Svínadals. Í leyfinu felst hvorki heimild né vilyrði til nýtingar málma á… Meira
7. desember 2023 | Innlendar fréttir | 30 orð

Þorvarður forstjóri Farice

Þorvarður Sveinsson forstjóri Farice var ranglega nefndur Þórarinn í frétt í blaðinu í gær um opnun tengistöðvar á Akureyri fyrir netumferð, í samstarfi við Mílu. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira

Ritstjórnargreinar

7. desember 2023 | Staksteinar | 210 orð | 1 mynd

Fulltrúar kerfisins og leyndarhyggjan

Björn Bjarnason fyrrverandi menntamálaráðherra fjallar á vef sínum um hörmulega þróun í kunnáttu nemenda á grundvallaratriðum náms, samkvæmt PISA-könnun. Björn bendir á gagnrýni Jóns Péturs Zimsen aðstoðarskólastjóra sem segir að skólarnir þurfi að horfast í augu við það hvað þeir hafi verið að gera í stað þess að benda á aðra. Meira
7. desember 2023 | Leiðarar | 628 orð

Smjörklípan beit

Annað stríð setur Úkraínu í annað sæti Meira

Menning

7. desember 2023 | Fólk í fréttum | 362 orð | 10 myndir

10 hlutir sem þú munt elska á aðventunni

Á óskalista vikunnar finnur þú tíu vörur sem munu gera aðventuna enn betri, allt frá notalegum náttfötum og hátíðlegu skarti yfir í vistvæn jólatré og handgert jólaskraut frá Danmörku! Húfan sem tískudrottningarnar dreymir um! Loðhúfur eru… Meira
7. desember 2023 | Menningarlíf | 843 orð | 3 myndir

„Þegar svefninn sækir að“

Tjarnarbíó Hans og Gréta ★★★★½ Tónlist: Engelbert Humperdinck. Líbrettó: Adelheid Wette. Íslensk þýðing: Bjarni Thor Kristinsson. Leikstjórn: Guðmundur Felixson. Búningar og leikmynd: Eva Björg Harðardóttir. Lýsing: Friðþjófur Þorsteinsson. Tónlistarstjórn: Gísli Jóhann Grétarsson. Hljómsveit: Eva Þyri Hilmarsdóttir (píanó), Anna Elísabet Sigurðardóttir (víóla), Steiney Sigurðardóttir (selló), Baldvin Ingvar Tryggvason (klarínett) og Emil Friðfinnsson (horn). Söngvarar: Jóna G. Kolbrúnardóttir (Gréta), Kristín Sveinsdóttir (Hans), Eggert Reginn Kjartansson (nornin), Hildigunnur Einarsdóttir (mamman), Áslákur Ingvarsson (pabbinn) og Hanna Ágústa Olgeirsdóttir (Óli lokbrá). Kammeróperan frumsýndi í Tjarnarbíói 2. desember 2023. Meira
7. desember 2023 | Bókmenntir | 795 orð | 3 myndir

Ástin og einlífið

Skáldævisaga Einlífi – ástarrannsókn ★★★½· Eftir Hlín Agnarsdóttur Króníka 2023. Kilja, 192 bls. Meira
7. desember 2023 | Menningarlíf | 151 orð | 1 mynd

Anton Logi Ólafsson sýnir listaverkaseríu

Anton Logi Ólafsson hefur opnað málverkasýninguna Brennuöld í sal SÍM í Hafnarstræti 16. Í tilkynningu frá listamanninum segir að Brennuöld sé sería listaverka, unnin út frá galdrafári 17 Meira
7. desember 2023 | Bókmenntir | 664 orð | 3 myndir

Fantalegar fórnir

Glæpasaga Dauðadjúp sprunga ★★★½· Eftir Lilju Sigurðardóttur JPV útgáfa, 2023. Innb. 262 bls. Meira
7. desember 2023 | Menningarlíf | 128 orð | 1 mynd

Frumsýning 3. árs leikaranema við LHÍ

Þriðja árs leikaranemar við LHÍ frumsýna í kvöld kl. 20 verkið Blokkuð/Block í Svarta kassanum á Laugarnesvegi 91. Um er að ræða „afrakstur sex vikna námskeiðs þar sem nemarnir unnu sýningu frá grunni í samsköpun Meira
7. desember 2023 | Dans | 901 orð | 4 myndir

Gamalt og nýtt

Það er undantekningarlaust hugvíkkandi að fara á sýningarnar sem finna má á Reykjavík Dance Festival ár hvert. Það er því óskandi að vegur hátíðarinnar verði sem mestur um ókomin ár. Meira
7. desember 2023 | Menningarlíf | 142 orð | 1 mynd

Handgerð endurtekning í Listvali Gallery

Lilý Erla Adamsdóttir hefur opnað einkasýninguna Margfeldið á milli í Listvali Gallery á Hverfisgötu 4 í Reykjavík. Í tilkynningu segir að Lilý Erla Adamsdóttir vinni á mörkum myndlistar, hönnunar og handverks Meira
7. desember 2023 | Menningarlíf | 135 orð | 1 mynd

Haustsýning Hafnarborgar 2024 valin

Listráð Hafnarborgar hefur valið tillögu Þórhildar Tinnu Sigurðardóttur úr fjölda innsendra tillagna, sem næstu haustsýningu safnsins árið 2024. Í tilkynningu frá Hafnarborg kemur fram að titill sýningarinnar sé Óþekkt alúð en þátttakendur eru konur … Meira
7. desember 2023 | Menningarlíf | 115 orð | 1 mynd

Jesse Darling hlýtur Turner-verðlaunin

Breski listamaðurinn Jesse Darling hlýtur Turner-verðlaunin í ár. Í frétt The Guardian um málið kemur fram verðlaunaféð sé 25.000 sterlingspund eða tæpar 4,4 milljónir íslenskra króna Meira
7. desember 2023 | Menningarlíf | 1012 orð | 1 mynd

Sumt fólk skynjaði hlutina öðruvísi

„Aðdragandinn að þessari bók var langur, en hún á upphaf sitt í því að ég heillaðist af Langanesi þegar ég var unglingur á sjó, á skipi frá Höfn í Hornafirði. Þá veiddum við undan ströndum Langaness og dularfullt landslagið vaggaði… Meira
7. desember 2023 | Menningarlíf | 332 orð | 2 myndir

Þær evrópsku fá sviðið

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Berlín á laugardag, 9. desember, en verðlaunahátíðin er haldin þar í borg annað hvert ár en þess á milli í öðrum borgum Evrópu. Í fyrra var það Reykjavík. Verðlaunin voru afhent í fyrsta sinn árið 1988 og… Meira
7. desember 2023 | Menningarlíf | 508 orð | 3 myndir

Þar sem allir þekkja alla

Ljóð Tálknfirðingur BA ★★★·· Eftir Ólaf Svein Jóhannesson. Bjartur, 2023. Innb., 80 bls. Meira
7. desember 2023 | Menningarlíf | 115 orð | 1 mynd

Tímarit Máls og menningar komið út

Fjórða tölublað Tímarits Máls og menningar er komið út. Í tilkynningu segir: „Að þessu sinni fjallar Jóna Gréta Hilmarsdóttir um kvikmyndir Hlyns Pálmasonar, Margrét Áskelsdóttir um dansverk sprottið úr ljóðabók Sigríðar Soffíu Níelsdóttur Til … Meira
7. desember 2023 | Fólk í fréttum | 643 orð | 2 myndir

Tók stökkið út í óvissuna

„Ég byrja að skrifa þennan þríleik þrettán ára gömul,“ segir rithöfundurinn Kristín Björg Sigurvinsdóttir. Sagan fór þó ofan í skúffu, Kristín í menntaskóla og kláraði svo lögfræði. Mörgum árum síðar stóð hún í tiltekt og rakst á… Meira

Umræðan

7. desember 2023 | Aðsent efni | 630 orð | 1 mynd

Bæta verður menntun í grunnskólum

Versnandi árangur Íslands í PISA er óviðunandi á sama tíma og alþjóðleg samkeppni um vel menntað fólk fer harðnandi. Meira
7. desember 2023 | Aðsent efni | 928 orð | 1 mynd

Er engin þörf fyrir byggingarrannsóknir á Íslandi?

Tryggja þarf að sjálfstæðar og nauðsynlegar byggingarrannsóknir fari fram hér á landi. Meira
7. desember 2023 | Pistlar | 435 orð | 1 mynd

Fjárfesting í íslenskunni skilar mestum árangri

Hraðar og umfangsmiklar þjóðfélagsbreytingar undanfarinna ára hafa framkallað áskoranir af áður óþekktum stærðargráðum fyrir tungumálið okkar, íslenskuna. Þannig hafa örar tækni-breytingar til að mynda gjörbylt því málumhverfi sem börn alast upp í og enskan er nú alltumlykjandi hvert sem litið er Meira
7. desember 2023 | Aðsent efni | 382 orð | 1 mynd

Ísland er meira en bara höfuðborgarsvæðið

Með samvinnuhugsjónir að leiðarljósi bæði eflum við og styrkjum landsbyggðina með því að hafa trú á lífi í öllum byggðarkjörnum á Íslandi. Meira
7. desember 2023 | Aðsent efni | 292 orð | 1 mynd

Litið til Ríkisútvarpsins fyrr og nú

Um misnotkun á tónlist í Ríkisútvarpinu. Meira
7. desember 2023 | Aðsent efni | 412 orð | 1 mynd

Perla fyrir svín

Skattbyrði á hvert heimili með meðaltekjur hefur aukist um 627 þúsund krónur á föstu verðlagi í borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar. Meira
7. desember 2023 | Aðsent efni | 598 orð | 1 mynd

Stórt skref í framfaraátt

Það voru mikil og merk tímamót á dögunum þegar matvælaráðherra kynnti drög að fyrstu áætlun til eflingar lífrænni framleiðslu hér á landi. Meira

Minningargreinar

7. desember 2023 | Minningargreinar | 1204 orð | 1 mynd

Guðmundur Sigurðsson

Guðmundur Sigurðsson fæddist 12. júlí 1939 í Reykjavík. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum, Eyrarbakka, 23. nóvember 2023. Foreldrar hans voru Ágústa Guðmundsdóttir, f. 1.8. 1909, d. 12.10. 2003, og Sigurður Magnússon, f Meira  Kaupa minningabók
7. desember 2023 | Minningargreinar | 835 orð | 1 mynd

Þorgerður K. Jónsdóttir

Þorgerður Kristjana Jónsdóttir fæddist á Tréstöðum í Hörgárdal 26. desember 1940. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 21. nóvember 2023. Foreldrar hennar voru Jón Árelíus Þorvaldsson, f. 8. nóvember 1899, d Meira  Kaupa minningabók
7. desember 2023 | Minningargreinar | 1863 orð | 1 mynd

Þorsteinn Sæmundsson

Þorsteinn Sæmundsson fæddist í Reykjavík 15. mars 1935. Hann lést á Landspítalanum 26. nóvember 2023. Foreldrar Þorsteins voru hjónin Sæmundur Stefánsson stórkaupmaður, f. 16. ágúst 1905, d. 1. nóvember 1996 og Svanhildur Þorsteinsdóttir, húsfreyja og rithöfundur, f Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

7. desember 2023 | Sjávarútvegur | 410 orð | 1 mynd

Samráð án niðurstöðu

Matvælaráðuneytið hefur samkvæmt skráningu í samráðsgátt stjórnvalda 11 mál sem tengjast sjávarútvegi og fiskeldi til umfjöllunar þar sem samráði er lokið og niðurstöður samráðs eru sagðar í vinnslu Meira
7. desember 2023 | Sjávarútvegur | 502 orð | 1 mynd

Stefnir í 65% jaðarskatt á sjókvíaeldi

Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2024 samþykkt óbreytt mun álagningarhlutfall gjalds sem lagt er á sjókvíaeldi hækka úr 3,5% í 5%. Verða þá á Íslandi hæstu skattar sem hlutfall af afkomu fiskeldisfyrirtækja … Meira

Viðskipti

7. desember 2023 | Viðskiptafréttir | 153 orð | 1 mynd

Allar Orkustöðvar eru nú netgíróvæddar

Orkan og Netgíró hafa efnt til samstarfs, sem gerir viðskiptavinum kleift að greiða fyrir þann orkugjafa sem þeir kjósa að nota með netgíró. Stöðvar Orkunnar eru yfir 70 víðsvegar um landið. Þannig er hægt að greiða fyrir eldsneyti og rafmagn en… Meira
7. desember 2023 | Viðskiptafréttir | 190 orð | 1 mynd

Nýr stjórnarformaður dala.care

Jim Rosenthal, forstjóri bandaríska fyrirtækisins Caring.com, hefur tekið við stjórnarformennsku í heilsutæknifyrirtækinu dala.care, dótturfyrirtæki hugbúnaðarfyrirtækisins Gangverks. Dala.care þróar stafrænar lausnir fyrir heimaþjónustugeirann, hér á landi og erlendis Meira
7. desember 2023 | Viðskiptafréttir | 592 orð | 1 mynd

Skattsporið kortlagt í fyrsta sinn

Heildarskattspor ferðaþjónustunnar á Íslandi er tæpir 145 milljarðar króna, samkvæmt víðri skilgreiningu, en er áætlað stærra ef tekið er mið af nýjum tölum frá Hagstofunni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu greiningarfyrirtækisins… Meira

Daglegt líf

7. desember 2023 | Daglegt líf | 1004 orð | 4 myndir

Hann var kröfuharður og beinskeyttur

Þetta er orðin tuttugu ára meðganga, ég byrjaði að skrifa þessa bók haustið 2003,“ segir Bjarni Þorkelsson um nýútkomna bók sína Æviskeið, en… Meira

Fastir þættir

7. desember 2023 | Í dag | 1024 orð | 2 myndir

Alltaf verið forvitin um nýjungar

Inga Líndal Finnbogadóttir fæddist 7. desember 1963 á Akranesi og ólst þar upp í Mýrinni en þá var hverfið að byggjast upp og allt morandi í börnum. „Á veturna var mest skautað í skurðunum í hverfinu og á sumrin var hjólað og tíndar vatnasóleyjar í skurðunum Meira
7. desember 2023 | Dagbók | 95 orð | 1 mynd

Eitthvað kraumaði í Bolla

Bolli Már Bjarnason lærði leiklist í Kvikmyndaskólanum árið 2015 en hefur starfað í auglýsingageiranum síðan þá. Hann segist alltaf hafa ætlað að stíga inn í leiklistina og hafði lengi gengið með þann draum að setja upp uppistand Meira
7. desember 2023 | Í dag | 268 orð

Hamingjan eykur hugarflug

Á Boðnarmiði yrkir Rúnar Thorsteinsson Við opinn eld: Gott er að sitja við opinn eld og ylja köldum limum. Eldtungur dansa, komið kveld, í kyrrð með skuggum fimum. Glæður lýsa, gleðja hug gömul lifnar lundin Meira
7. desember 2023 | Í dag | 282 orð | 1 mynd

Henning Emil Magnússon

50 ára Henning er Keflvíkingur en býr í Urriðaholti í Garðabæ. Hann er bæði menntaður prestur og kennari og er líka með lyftarapróf. Henning er settur sóknarprestur í Lágafellssókn sem er í Mosfellsbæ Meira
7. desember 2023 | Dagbók | 33 orð | 1 mynd

Orkuskortur á orkuríku Íslandi

Mörgum að óvörum, en þó ekki ófyrirséð, er orkuskorts farið að gæta í orkuútflutningslandinu Íslandi. Þórður Gunnarsson, hagfræðingur og orkusérfræðingur, fer yfir stöðuna; hvernig þetta gat gerst og hvað geti verið til ráða. Meira
7. desember 2023 | Í dag | 176 orð

Óskapagangur. N-Enginn

Norður ♠ 982 ♥ D4 ♦ 873 ♣ KG972 Vestur ♠ ÁKD74 ♥ 1087 ♦ G65 ♣ 64 Austur ♠ G10653 ♥ KG6 ♦ D42 ♣ D3 Suður ♠ – ♥ Á9532 ♦ ÁK109 ♣ Á1085 Suður spilar 6♣ Meira
7. desember 2023 | Í dag | 61 orð

Sé maður borinn sökum , sakaður um e-ð , til dæmis að hafa klárað…

Sé maður borinn sökum, sakaður um e-ð, til dæmis að hafa klárað poppkornið meðan makinn dottaði yfir sjónvarpinu, þarf maður að svara til saka: verja sig í málinu Meira
7. desember 2023 | Í dag | 133 orð | 1 mynd

Skák

Staðan kom upp á EM landsliða í opnum flokki sem lauk fyrir skömmu í Budva í Svartfjallalandi. Pólski stórmeistarinn Mateusz Bartel (2.651) hafði hvítt gegn belgískum kollega sínum, Igor Glek (2.435) Meira
7. desember 2023 | Dagbók | 186 orð | 1 mynd

Skuggahlið fræga mannsins

Breska sjónvarpsstöðin ITV gerði á þessu ári heimildamynd um sjónvarpsmanninn, söngvarann, leikarann og myndlistarmanninn Rolf Harris sem naut lengi gríðarlegra vinsælda á Bretlandi og var afar vel liðinn Meira

Íþróttir

7. desember 2023 | Íþróttir | 147 orð | 1 mynd

Anton tveimur sætum frá úrslitunum

Anton Sveinn McKee hafnaði í 10. sæti og Snorri Dagur Einarsson í 16. sæti þegar þeir kepptu í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í 25 metra laug, sem fram fer í Otopeni í Rúm­en­íu, í gær Meira
7. desember 2023 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Arteta í banni gegn Aston Villa

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, verður í leikbanni þegar liðið heimsækir Aston Villa í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Spánverjinn fagnaði ógurlega þegar Declan Rice tryggði Arsenal sigur á Luton í fyrrakvöld í lok… Meira
7. desember 2023 | Íþróttir | 88 orð | 1 mynd

Esther fór í Stjörnuna

Knattspyrnukonan Esther Rós Arnarsdóttir er gengin til liðs við Stjörnuna frá FH. Esther er 26 ára gömul og leikur sem framherji en hún var að ljúka sínu þriðja ári með FH og skoraði þrjú mörk í 21 leik með Hafnarfjarðarliðinu í Bestu deildinni í ár Meira
7. desember 2023 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Fimm Íslandsmet Friðbjörns

Friðbjörn Bragi Hlynsson bætti fimm Íslandsmet í -83 kg flokki á EM í kraftlyftingum sem fram fer í Tartu í Eistlandi. Friðbjörn lyfti 257,5 kg í hnébeygju og bætti eigið Íslandsmet og lyfti svo 160 kg í bekkpressunni Meira
7. desember 2023 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Freyr orðaður við annað starf

Danska knattspyrnufélagið Viborg hefur rætt við íslenska knattspyrnuþjálfarann Frey Alexandersson um að hann taki mögulega við stjórnartaumunum hjá karlaliðinu. Danski miðillinn Bold.dk greindi frá þessu í gær Meira
7. desember 2023 | Íþróttir | 257 orð | 1 mynd

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætti til Fredrikshavn í…

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætti til Fredrikshavn í Norður-Danmörku í gær, þar sem liðið leikur í Forsetabikarnum á HM. Fyrsti andstæðingur liðsins er Grænland. Grænland sló rækilega í gegn í C-riðli í Stafangri, þar sem liðið mætti m.a Meira
7. desember 2023 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Markvörðurinn verður lengi frá

Enski knattspyrnumaðurinn Nick Pope, markvörður Newcastle United, er á leið í aðgerð eftir að hafa farið úr axlarlið í leik gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Þetta tilkynnti Eddie Howe knattspyrnustjóri liðsins á fréttamannafundi í gær Meira
7. desember 2023 | Íþróttir | 1184 orð | 2 myndir

Stórkostlegt tækifæri til að lenda í veseni

Þýskaland Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Ólafur Stefánsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, tók við stjórnartaumunum hjá þýska B-deildarfélaginu Aue um miðjan síðasta mánuð. Meira
7. desember 2023 | Íþróttir | 793 orð | 2 myndir

Ætlum okkur að keppa um bikar á HM

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er mætt til Frederikshavn í Danmörku þar sem liðið leikur um Forsetabikarinn, 25.-32. sæti, á HM. Ísland var einu marki frá því að fara í milliriðil, þar sem 26:26-jafntefli gegn Angóla í lokaleik D-riðils í Stafangri í Noregi dugði ekki til Meira

Ýmis aukablöð

7. desember 2023 | Blaðaukar | 291 orð | 2 myndir

Allra besta rjúpusúpan

Soð 2 stk. rjúpur 1 laukur 4 gulrætur 3 hvítlauksrif ¼ teskeið svört piparkorn Byrjið á því að skera bringurnar af rjúpunni. Gott er að skola þær með köldu vatni, þerra vel eftir það og setja þær í kæli Meira
7. desember 2023 | Blaðaukar | 187 orð | 2 myndir

Andabringur með karamellíseruðum rauðrófum og geitaosti

andabringur salt pipar 1 appelsína Hreinsið burt sinina undir bringunni og skerið rendur í fituna en passið vel að fara ekki í kjötið. Kryddið til með salti og pipar. Bringurnar eru lagðar með fituhlið niður á kalda pönnu Meira
7. desember 2023 | Blaðaukar | 131 orð | 2 myndir

Bragðgóðar jólauppskriftir fyrir grænkera

„Það sem er svo frábært með vörurnar mínar er að þær innihalda hvorki hnetur né dýraafurðir. Ég nota íslenskt hráefni við val á samsetningu á vöruþróun og legg mikla áherslu á að hafa íslenskt hráefni og sem næst uppruna sínum,“ segir… Meira
7. desember 2023 | Blaðaukar | 211 orð | 2 myndir

Dádýralundir með smjörsteiktum perum

Dádýralundir dádýralundir olía salt pipar rósmarín timían hvítlaukur Dádýralundirnar eru kryddaðar fyrst með salti og pipar og síðan steiktar á heitri pönnu með olíu. Eftir um það bil mínútu er þeim snúið við og smjöri, hvítlauk og timían bætt út á… Meira
7. desember 2023 | Blaðaukar | 143 orð

Efnisyfirlit

4 Lindor- súkkulaðiís 6 Allra besta rjúpusúpan 8 Hreindýrainnralæri með sveppasósu og epli 14 Hamborgarhryggur með sykurbrúnuðum kartöflum 15 Grafin gæs á laufabrauði með trufflumajónesi 16 Hátíðarandalæri með graskeri og rifsberjagljáa 17… Meira
7. desember 2023 | Blaðaukar | 279 orð | 3 myndir

Espresso martini

Karamella 90 g sykur 30 g vatn 360 g rjómi 1 stk vanillustöng 120 g gerilsneyddar eggjarauður 2 stk matarlímsblöð, klípa af sjávarsalti Leggið matarlím í bleyti. Hitið sykur og vatn í potti þar til myndast ljós karamella. Hitið rjómann í potti eða… Meira
7. desember 2023 | Blaðaukar | 115 orð | 1 mynd

Grafin gæs á laufabrauði með trufflumajónesi

2 stk gæsabringur 40 g salt 40 g sykur 10 g einiber 5 g rósapipar 2 g fennelfræ 1 stk anísstjarna Bringurnar eru sinahreinsaðar. Einiber, rósapipar, fennelfræ og anís eru ristuð á pönnu og mulin niður í morteli. Blandið kryddi við ásamt salti og… Meira
7. desember 2023 | Blaðaukar | 747 orð | 5 myndir

Gulrætur, salvía og hvítlaukur 250 g íslenskar gulrætur 50 g fersk salvía…

Gulrætur, salvía og hvítlaukur 250 g íslenskar gulrætur 50 g fersk salvía 3-4 hvítlauksrif 150 g vegansmjör Hreinsið gulræturnar og skerið í strimla. Takið salvíuna og skolið hana. Hvítlauksrifin eru pressuð og steikt í vegansmjöri á pönnu Meira
7. desember 2023 | Blaðaukar | 203 orð | 1 mynd

Hamborgarhryggur með sykurbrúnuðum kartöflum

Hamborgarhryggur 1 stk. Hagkaups-hamborgarhryggur Stillið ofninn á 160 gráður. Hryggurinn er settur í eldfast mót ásamt 3 dl af vatni og 3 dl af malti og appelsíni og settur í ofn í 80 mínútur. Hryggurinn er tekinn út og penslaður með gljáanum Meira
7. desember 2023 | Blaðaukar | 137 orð | 2 myndir

Hangikjöt með kartöflum í uppstúf

Hangikjöt 1 stk saltminna Hagkaups-hangikjöt Setjið hangikjötið í pott og fyllið með köldu vatni þannig að það fljóti yfir kjötið.Fáið suðu upp og sjóðið kjötið í 45 mínútur á hvert kíló. Uppstúfur 40 g smjör 40 g hveiti 500 ml mjólk 150 ml soð af hangikjötinu 1 msk Meira
7. desember 2023 | Blaðaukar | 292 orð | 1 mynd

Hátíðarandalæri með graskeri og rifsberjagljáa

andalæri í dós salt og pipar Dósin er látin standa við stofuhita í nokkrar klukkustundir áður en hún er opnuð. Það er gert til þess að fitan bráðni og betra sé að taka lærin upp úr fitunni. Opnið dósina og geymið fituna fyrir graskerið. Raðið á… Meira
7. desember 2023 | Blaðaukar | 633 orð | 5 myndir

Hátíðarkalkúnn Lindu

Þótt Linda sé hvað þekktust fyrir fallegt bros og mikla útgeislun er hún ekki síður þekkt fyrir stórglæsileg matarboð sem hún heldur fyrir vini og vandamenn. Allt frá því Linda og eiginmaður hennar bjuggu í Bandaríkjunum hefur Linda haldið árlegt… Meira
7. desember 2023 | Blaðaukar | 238 orð | 2 myndir

Hátíðar-sveppa-wellington

Fyrir þrjá til fjóra sveppa-wellington Ellu Stínu Vegan 1 dl haframjólk 2 msk. dijonsinnep Takið wellingtonið úr umbúðum og setjið á bökunarplötuna eða í eldfast mót. Wellington er sett í ofn við 180 gráður og bakað í 50-60 mínútur eftir því hversu… Meira
7. desember 2023 | Blaðaukar | 359 orð | 5 myndir

Hreindýrainnralæri með sveppasósu og epli

Hreindýrainnralæri Einfaldleikinn er besta leiðin þegar eldað er hreindýr að mínu mati. Einstakt bragð og áferð kjötsins þarf að vera í forgrunni. 800 g – 1 kg hreindýrainnralæri 100 g smjör 1 stk Meira
7. desember 2023 | Blaðaukar | 136 orð | 3 myndir

Jólasveinasíder (hlýr eins og skeggið á sveinka) 45 ml einiberjagin 150 ml…

Jólasveinasíder (hlýr eins og skeggið á sveinka) 45 ml einiberjagin 150 ml heitur kryddsíder Borinn fram í stórum bolla Kryddsíder 1 l eplasíder 60 g púðursykur 1 kanilstöng Hita rólega í potti. Þegar suðan kemur skal lækka þannig að eplasíderinn haldist rétt undir suðu í 10-15 mínútur Meira
7. desember 2023 | Blaðaukar | 123 orð | 1 mynd

Kengúra olía salt pipar timían hvítlaukur Kryddið kjötið með salti og…

Kengúra olía salt pipar timían hvítlaukur Kryddið kjötið með salti og pipar og steikið síðan á heitri pönnu með olíu. Eftir um það bil eina mínútu er kjötinu snúið við og smjöri, hvítlauk og timían bætt út á pönnuna Meira
7. desember 2023 | Blaðaukar | 268 orð | 2 myndir

Konfektsörur

Danskir makkarónubotnar 700 g sykur 500 g kransamassi 30 g hveiti 190 g eggjahvítur Vinnið saman sykur, hveiti og kransamassa samfellt. Blandið eggjahvítum rólega út í þar til blandan er komin saman. Sprautið botnunum í þá stærð sem þið óskið. Bakið … Meira
7. desember 2023 | Blaðaukar | 267 orð | 5 myndir

Krassandi kokteilar

Fyrirtækið 64°Reykjavik Distillery er fyrsta íslenska brugghúsið og margverðlaunað fyrir bæði gæði og hönnun. Til að mynda hafa fimm af vörum þess hlotið hin eftirsóttu Red dot-hönnunarverðlaun. Á sínum tíma opnaði 64° Reykjavik Distillery… Meira
7. desember 2023 | Blaðaukar | 108 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon ljósmyndari

Kristinn útskrifaðist sem ljósmyndari frá The Art Institute of Fort Lauderdale í Flórída árið 2005 og þar starfaði hann sem ljósmyndari fyrst um sinn. Hann hóf störf hjá útgáfufélaginu Birtingi þegar hann flutti aftur til Íslands þar sem hann myndaði meðal annars fyrir Gestgjafann Meira
7. desember 2023 | Blaðaukar | 230 orð | 2 myndir

Krónhjartarlundir með krömdum smælkikartöflum og villisveppasósu

Krónhjartarlundir krónhjartarlundir olía salt pipar rósmarín timían hvítlaukur Krjónhjartarlundir eru kryddaðar með salti og pipar og síðan steiktar á heitri pönnu með olíu. Eftir um það bil mínútu er þeim snúið við og smjöri, hvítlauk og timían… Meira
7. desember 2023 | Blaðaukar | 295 orð | 3 myndir

Ljúffengur Lindor súkkulaðiís

Lindor súkkulaðiís fyrir 6-8 20 Lindor-súkkulaðikúlur (ég notaði rauðu kúlurnar) 1 msk rjómi 10 eggjarauður 10 msk sykur 500 ml rjómi 2 tsk vanilludropar Bræðið 10 súkkulaðikúlur yfir vatnsbaði. Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður létt og ljós Meira
7. desember 2023 | Blaðaukar | 228 orð | 2 myndir

Púrtvínssósa með rifsberjum 500 ml nautasoð 500 ml kjúklingasoð 75 g…

Púrtvínssósa með rifsberjum 500 ml nautasoð 500 ml kjúklingasoð 75 g balsamedik 75 g púrtvín 10 g púðursykur 2 stk. skalottlaukar 1 hvítlauksrif 5 korn svartur pipar 3 kardimommur 2 anísstjörnur 10 stk fennelfræ 5 stk einiber 1 grein rósmarín 35 g… Meira
7. desember 2023 | Blaðaukar | 172 orð | 5 myndir

Ris a la mande

Eftirréttur. Risalamande. Þessi uppskrift kemur frá tengdamömmu sem gerði alltaf risalamande á jólunum. Ég hef verið að þróa uppskriftina og veganvæða hana. Því má segja að hún sé bæði frá mér og tengdamömmu saman í bland Meira
7. desember 2023 | Blaðaukar | 342 orð | 1 mynd

Sigurjón Bragi Geirsson og Sindri Guðbrandur Sigurðsson matreiðslumeistarar

Kokkarnir okkar eru sannkallaðir þungavigtarmenn í bransanum; Sigurjón Bragi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður í kokkalandsliðinu og núverandi þjálfari og fulltrúi Íslands á Bocuse d’Or árið 2023, og Sindri Guðbrandur Sigurðsson, kokkur… Meira
7. desember 2023 | Blaðaukar | 439 orð | 3 myndir

Sítrónubaka

Gulli Arnar kom eins og ferskur blær inn á þennan markað með nýjungar sem þekkjast aðeins úr erlendum handverksbakaríum og vitað er um viðskiptavini sem keyra alla leið úr… Meira
7. desember 2023 | Blaðaukar | 345 orð | 3 myndir

Smjörsprautað kalkúnaskip

Kalkúnaskip Kalkúnaskipið eldar sig nánast sjálft, ég mæli með að elda það í lokuðu fati nema fólk hafi gaman af því að þrífa ofninn. Ég passa að skafa kryddsmjörið af sem verður eftir í umbúðunum og smyr því á kalkúninn Meira
7. desember 2023 | Blaðaukar | 77 orð | 1 mynd

Svanhvít Ljósbjörg Gígja

Svanhvít Ljósbjörg Gígja hefur starfað hjá fyrirtækjum í eigu Árvakurs og Árvakri í um 17 ár. Hún hefur sinnt ýmsum störfum innan fyrirtækisins, þar á meðal sem blaðamaður auk þess sem hún var með umsjón yfir blaðauka fyrirtækisins á tímabili Meira
7. desember 2023 | Blaðaukar | 159 orð | 1 mynd

Tinna Bessadóttir stílisti

Tinna Bessadóttir hefur komið víða við í gegnum árin en hún útskrifaðist frá EASV í Danmörku sem Fashion Design Technologist árið 2013 og hélt áfram í BA í Business & Design eftir það. Tinna er vel kunnug hótel- og veitingabransanum en hún hefur … Meira
7. desember 2023 | Blaðaukar | 30 orð

Útgefandi: Árvakur í samstarfi við Hagkaup Umsjón: Svanhvít Ljósbjörg…

Útgefandi: Árvakur í samstarfi við Hagkaup Umsjón: Svanhvít Ljósbjörg Gígja svanhvit@mbl.is, Studio M studiom@studiom.is Skrif og stílísering: Tinna Bessadóttir tinnabessa@gmail.com Ljósmyndir: Kristinn Magnússon kristinnm@mbl.is Prentun: Landsprent ehf Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.