Samtímis því sem veðurstofur heimsins tilkynna um hlýjasta nóvembermánuð á jörðu hér síðan mælingar hófust er annað uppi á teningnum í Noregi þar sem veðurmet í hina áttina voru sett undir lok nóvembermánaðar – og meiri kulda er spáð
Meira
Harðir bardagar geisuðu í gær á Gasasvæðinu og ísraelski herinn fór lengra inn í Khan Younis-borg í suðurhluta Gasa. Stríðið hefur ef eitthvað færst í aukana í þessari viku og fá svæði eru örugg á Gasasvæðinu eins og staðan er
Meira
Sveitarfélagið Árborg auglýsti nýverið lóðir til útboðs. Annars vegar eru það tólf lóðir á Móstekk og hins vegar lóðin Björkurstykki 3. Bæði svæðin gera ráð fyrir umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og stórauknu framboði á íbúðarhúsnæði á Selfossi
Meira
Bridgesamband Íslands hefur valið nýtt sex manna landslið í brids. Pörin í liðinu eru þrjú og skulu fyrst nefndir tveir menn að norðan, Magnús Magnússon frá Húsavík og Akureyringurinn Sigurbjörn Haraldsson
Meira
Alþingi hafa borist á þriðja tug umsagna við frumvarp innviðaráðherra um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og eru ýmis ákvæði þess gagnrýnd. Í umsögn Reykjavíkurborgar, sem borgarstjóri, sviðsstjóri og borgarlögmaður undirrita, eru ítrekaðar athugasemdir…
Meira
Viðræður Isavia og Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) hjá ríkissáttasemjara höfðu lítið þokast áfram þegar fundi var slitið á níunda tímanum í gærkvöldi. Arnar Hjálmsson formaður FÍF og Aldís Magnúsdóttir sáttasemjari í deilunni voru sammála…
Meira
Flug þúsunda ferðamanna raskast vegna tímabundinnar vinnustöðvunar flugumferðarstjóra sem hófst í nótt klukkan fjögur og mun standa til klukkan 10. Samningafundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) og Isavia hjá ríkissáttasemjara lauk á níunda …
Meira
Systkinin Pálín Dögg, Ívar og Telma Hlín Helgabörn hafa sungið frá barnæsku og koma í fyrsta sinn saman opinberlega á jólatónleikunum FjólóJól með vísun til æskuheimilis þeirra í Hafnarfirði. Eyþór Ingi Jónsson, organisti, kórstjóri og náttúrubarn…
Meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vonast til þess að „fleiri ungir læknar sjái tækifærin og áskoranirnar sem felast í því að starfa á sjúkrahúsum í dreifðum byggðum.“ Er þetta meðal annars haft eftir ráðherranum í tilkynningu frá ráðuneytinu um …
Meira
Nokkrum klukkustundum fyrir lok 13 daga leiðtogafundar Sameinuðu þjóðanna í Dúbaí sendi forseti COP28, Sultan Al Jaber, frá sér drög að nýju samkomulagi sem ætlað er að sameina tæplega 200 ríki, þar á meðal Sádi-Arabíu, sem hefur hvatt aðildarríki…
Meira
Ísland leikur til úrslita í Forsetabikarnum á HM 2023 í handknattleik kvenna. Það varð ljóst eftir að íslenska liðið lagði Kína örugglega að velli, 30:23, í lokaumferð riðils 1 í Forsetabikarnum í Frederikshavn í Danmörku í gærkvöldi
Meira
Mótettukórinn heldur jólatónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld og annað kvöld kl. 20 undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar. „Á efnisskránni í ár eru uppáhaldsjólalög kórsins frá ýmsum tímum, m.a
Meira
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, vígði á sunnudaginn, annan sunnudag í aðventu, sr. Laufeyju Brá Jónsdóttur til Setbergsprestakalls í Vesturlandsprófastsdæmi. Vígsluvottar voru dr. Arnfríður Guðmundsdóttir prófessor við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, sr
Meira
Stekkjastaur kom fyrstur jólasveina til byggða í nótt og hafa flest börn líklega fengið eitthvað spennandi í skóinn. Er það jafnframt ágætis áminning þess efnis að ekki er seinna vænna að huga að undirbúningi jólanna
Meira
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, mun hitta Joe Biden Bandaríkjaforseta í dag til að reyna að tryggja áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu gegn árás Rússa. Stuðningur við Úkraínu upp á 61 milljarð bandaríkjadala var stöðvaður í…
Meira
Steinþór Einarsson, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði 3. október á síðasta ári, segir að eina markmið sitt í átökum við Tómas kvöldið örlagaríka hafi verið að koma sjálfum sér úr hættu
Meira
Hörður Guðbrandsson, formaður verkalýðsfélags Grindavíkur, gefur lítið fyrir tillögu lífeyrissjóðsins Gildis um að íbúum bæjarins sem eru með lán hjá sjóðnum verði veitt greiðsluskjól í sex mánuði. Þetta kom fram á kröfufundi sem haldinn var fyrir utan lífeyrissjóðinn Gildi í gær
Meira
Hinn 18 ára gamli Snorri Dagur Einarsson er staðráðinn í að komast á verðlaunapall á stórmóti á ferli sínum sem sundmaður. Snorri Dagur tók þátt í sínu fyrsta stórmóti í fullorðinsflokki á dögunum er hann hafnaði í 16
Meira
Í skoðun er að stofna þjóðgarð í Dölum og er þá litið til svæðisins við Fellsströnd, Klofning og Skarðsströnd. Starfshópur á vegum umhverfisráðherra, sem ætlað er að koma með tillögur til eflingar Dalabyggð, kannar nú hvort þetta komi til greina
Meira
Stofnun þjóðgarðs í Dölum er ein af mörgum hugmyndum sem starfshópur á vegum umhverfisráðherra hefur nú til skoðunar til eflingar byggð á svæðinu. Horft er í því sambandi meðal annars á svæði við Fellsströnd, Klofning og Skarðsströnd; land kosta og…
Meira
Frávísunarkrafa, sem lögmaður Sigurðar Gísla Björnssonar lagði fram í Héraðsdómi Reykjaness þegar svonefnt Sæmarksmál var tekið fyrir í síðustu viku, byggist á því að rannsóknarmaður hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins hafi verið vanhæfur að lögum til að rannsaka málið
Meira
Donald Tusk, fyrrverandi forseti Evrópuþingsins, fékk stjórnarmyndunarumboð í Póllandi eftir að tillaga hægrimanna um myndun nýrrar stjórnar var felld í nafnlausri atkvæðagreiðslu á pólska þinginu. Þessi niðurstaða þingsins kom ekki á óvart og…
Meira
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ætlar í upphafi næsta árs að leggja fram að nýju frumvarp til breytinga á áfengislögum sem heimili rekstur …
Meira
Ívar Örn Ívarsson, deildarstjóri lögfræðideildar á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, segir skýringar á því að lóðin Nauthólsvegur 79 var ekki seld ÞG Verki. ÞG Verk bauð annað hæsta boðið í lóðina, 665 milljónir, en hæstbjóðandi, félagið…
Meira
Kostnaður við liðskiptaaðgerðir er töluvert minni hjá einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum en hjá Landspítalanum. Verðmunurinn er á bilinu 700 til 845 þúsund krónur. Tæplega 2.000 manns eru á biðlista eftir liðskiptaaðgerð
Meira
„Við erum svo heppin að geta fylgt eftir stórkostlegum hugmyndum hans og reynt að koma þeim í verk.“ Þessum orðum fer Unnar Bergþórsson, ferðaþjónustumaður á Húsafelli, um þá stórtæku uppbyggingu sem staðið hefur yfir um langt skeið í heimahögum hans
Meira
Björn Bjarnason færir raforkukreppuna, lesskilning og lærdóma sögunnar í tal: „Í umsögn Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, um [orkuskömmtunarfrumvarpið] segir meðal annars að Landsvirkjun [telji] „afar mikilvægt að hratt verði unnið að því að undirbyggja raforkuöryggi til lengri tíma“
Meira
Arthúr Björgvin Bollason er þýðandi tveggja merkilegra bóka sem koma út fyrir þessi jól. Önnur bókin er Skynsemin í sögunni eftir G.W.F. Hegel, en hana þýddi hann ásamt Þresti Ásmundssyni. Hann segir þá Þröst hafa unnið að þýðingunni í mörg ár
Meira
Tímaraðalíkön sýna að þróun og breytileiki hitastigs hefur verið stöðugur í langan tíma. Líkön fyrir koltvísýring sýna stöðuga aukningu sl. 60 ár.
Meira
Löggjöf er til sem tengist upphafi lífs en það vantar löggjöf sem getur hjálpað fólki, þegar þannig stendur á, að deyja með reisn og á eigin forsendum.
Meira
Fram til ársins 2003 bar Landsvirkjun ábyrgð lögum samkvæmt á raforkuöryggi á Íslandi. Það ár var innleiddur samkeppnismarkaður með raforku og frá þeim tíma hefur enginn, hvorki opinbert stjórnvald né opinber raforkuframleiðandi, borið ábyrgð á því að tryggja raforkuöryggi í landinu
Meira
Ég er einn úr fámennum hópi skíðamanna á níræðis- og tíræðisaldri sem stunda alpaskíðamennsku í Bláfjallafólkvangi austur af Reykjavík. Eftir að sjötugsaldri var náð fengum við frítt í lyfturnar. Það þótti okkur maklegt enda værum við með þessu…
Meira
Oddur fæddist 29. nóvember 1941 í Brekkugötu 2 á Akureyri. Hann lést 1. desember 2023. Foreldrar hans voru voru Helgi Friðrik Helgason f. 22.7. 1912, d. 2.6. 1945, og Sigurlína Pálsdóttir f. 29.8. 1920, d
MeiraKaupa minningabók
Ólafur Pétursson Hermannsson fæddist 16. júní 1961 í Keflavík og ólst upp í stórum systkinahópi. Hann lést af slysförum 28. nóvember 2023. Foreldrar hans eru Hermann Helgason, f. 11.7. 1929, og Áslaug Hulda Ólafsdóttir, f
MeiraKaupa minningabók
Árni Sigurðsson hefur verið fastráðinn forstjóri Marel. Árni gegndi áður stöðu aðstoðarforstjóra en hefur verið starfandi forstjóri frá því í byrjun nóvember þegar Árni Oddur Þórðarson, sem verið hafði forstjóri í um áratug, sagði starfi sínu óvænt lausu
Meira
Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 150 þúsund í nóvember sl. samkvæmt mælingum Ferðamálastofu. Um er að ræða álíka margar brottfarir og mældust í nóvember metárið 2018
Meira
Bjarni Sigurðsson, eigandi Smiðjunnar listhúss í Ármúla, segir að kauptækifæri séu í myndlist um þessar mundir. „Maður finnur að það er aðeins að þrengjast að í efnahagslífinu og salan dregst saman
Meira
Hulda Ósk Ólafsdóttir, kaupmaður í Reykjavík, til heimilis að Lágaleiti 7, er sjötug í dag, 12. desember. Eiginmaður hennar er Kristinn Ragnarsson
Meira
Það var gaman að rekast á upptöku með vísum sem Símon Dalaskáld orti um Önnu Árnadóttur, dóttur séra Árna Þórarinssonar og Elísabetar Sigurðardóttur
Meira
50 ára Katrín fæddist í Gautaborg í Svíþjóð og átti heima þar í þrjú ár en ólst síðan upp á Akranesi. Hún býr núna í Vesturbænum í Reykjavík. Katrín er umhverfisfræðingur að mennt frá Saxion University í Deventer í Hollandi og er umhverfis- og gæðastjóri hjá Eldingu hvalaskoðun í Reykjavík
Meira
Sveinn Magnússon fæddist 12. desember 1948 í Hafnarfirði. „Ég fæddist í rúmi ömmu minnar í Austurgötu 17 en ólst upp í húsi sem faðir minn reisti á Tjarnarbraut þar í bæ. Fór aldrei í sveit en eyddi öllum sumrum í sumarbústað í Sléttuhlíð ofan Hafnarfjarðar
Meira
Guðjón Jósef frá Ægisbraut Records var á línunni hjá Kristínu Sif og Þór Bæring í Ísland vaknar á dögunum. Ægisbraut Records einblínir á jaðartónlist eins og þungarokk og pönk og tók upp á því fyrir um tveimur árum að gefa tónlist út á kassettum
Meira
Nafnorðið brýn sér maður bara í orðtakinu að bera e-m e-ð á brýn: ásaka e-n um e-ð. Þetta er fleirtalan af brún: augnabrún. Láta má brýnnar síga, hvessa þær, hnykla þær, lyfta þeim, yggla þær eða létta
Meira
Fyrir nokkrum vikum lýsti ég yfir miklum áhyggjum af skorti á góðum jólamyndum á Netflix í öðrum ljósvakapistli. Nú þegar tvær vikur eru til jóla get ég með gleði lýst því yfir að ég datt í lukkupottinn er varðar jólasjónvarpsefni
Meira
Baldvin Þór Magnússon úr UFA náði á sunnudaginn langbesta árangri Íslendings á Evrópumeistaramótinu í víðavangshlaupum þegar hann hafnaði í sextánda sæti af 82 keppendum á mótinu í Brussel í Belgíu. Brautin var mjög erfið, níu kílómetra löng og mikil leðja og torfærur í henni
Meira
„Mér fannst við vera með yfirhöndina í byrjun en við vildum samt gera betur í seinni hálfleik. Seinni hálfleikurinn byrjaði hins vegar erfiðlega, en sem betur fer endaði þetta vel og við gerðum vel í lokin
Meira
Svíþjóð og Danmörk unnu milliriðla sína með góðum sigrum í uppgjörum tveggja efstu liða milliriðla 1 og 3 á HM 2023 í handknattleik kvenna í gærkvöldi. Gestgjafar Svíþjóðar mættu Svartfjallalandi í milliriðli 1 í Gautaborg og höfðu bæði lið tryggt sér sæti í átta liða úrslitum fyrir leikinn
Meira
Hafrún Rakel Halldórsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er gengin til liðs við Bröndby, efsta lið dönsku úrvalsdeildarinnar. Hafrún, sem er 21 árs, lék sinn tíunda landsleik síðasta þriðjudag þegar Ísland vann Danmörku í Viborg, 1:0
Meira
Kvennalandsliðið í fótbolta fékk líklega erfiðasta mögulega mótherjann þegar dregið var í umspilið fyrir undankeppni EM 2025 í gær. Serbía er andstæðingur Íslands og er leikið heima og heiman dagana 21.-28
Meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér í gær sæti í úrslitaleik um Forsetabikarinn á heimsmeistaramótinu með 30:23-sigri á Kína í lokaleik liðanna í riðli 1 í bikarnum í Frederikshavn í Danmörku
Meira
Leikurinn í gær var kaflaskiptur, þótt Ísland hafi verið með yfirhöndina nánast allan tímann. Íslenska liðinu gekk illa að hrista það kínverska alveg af sér þar til í lokin og var staðan jöfn um miðjan seinni hálfleikinn og allt galopið
Meira
Ísland vann alla þrjá leiki sína í riðli eitt í Forsetabikarnum, gegn Grænlandi, Paragvæ og Kína, og tryggði sér þannig sæti í úrslitaleiknum og leik um 25. sæti mótsins. Það væri góð sárabót fyrir íslenska liðið að koma með bikar heim eftir…
Meira
Eygló Fanndal Sturludóttir setti þrjú Íslandsmet og jafnaði um leið tvö Norðurlandamet á alþjóðlegu móti í ólympískum lyftingum, Grand Prix II, sem lauk í Katar á sunnudaginn. Eygló vann B-flokkinn í -71 kg flokki kvenna á mótinu og hafnaði í ellefta sæti í heildina
Meira
Ragnhildur Kristinsdóttir er áfram efst á fyrsta stigi úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröðina í golfi sem nú stendur yfir í Marrakech í Marokkó. Hún lék annan hring á 71 höggi í gær og deilir efsta sæti með Aneku Seumanutafa frá Bandaríkjunum fyrir lokahringinn í dag á samtals 7 höggum undir pari
Meira
Grindavík, Keflavík, Álftanes og KR tryggðu sér í gærkvöldi sæti í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik með því að vinna góða sigra í 16-liða úrslitum keppninnar. Grindavík mætti Haukum í úrvalsdeildarslag í Smáranum í Kópavogi og hafði betur, 88:80, eftir hörkuleik
Meira
Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með íslenska kvennalandsliðinu á HM 2023 í handknattleik. Vissulega hefði verið skemmtilegra að komast áfram í milliriðil og þegar á hólminn var komið var liðið aðeins einu marki frá því
Meira
„Ég átti alls ekki von á þessum móttökum og þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ sagði sundkappinn Snorri Dagur Einarsson í samtali við Morgunblaðið í íþróttamiðstöðinni í Laugardal í gær en um 50 manns komu saman í Laugardalnum í gær…
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.