Greinar miðvikudaginn 13. desember 2023

Fréttir

13. desember 2023 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Ályktun um vopnahlé samþykkt

Ályktun á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé á Gasa var í gærkvöldi samþykkt með 153 atkvæðum. Ísland var í hópi þeirra ríkja sem greiddu atkvæði með ályktuninni. Tíu ríki, þar á meðal Bandaríkin og Ísrael, kusu gegn tillögunni en 23 lönd sátu hjá Meira
13. desember 2023 | Innlendar fréttir | 396 orð | 1 mynd

„Vil að þetta sé tekið alvarlega“

Kristján Jónsson kris@mbl.is Pétur Skinner segir farir sínar ekki sléttar eftir að hafa keypt notaða bifreið sem fór athugasemdalaust í gegnum bifreiðaskoðun skömmu áður. Pétur telur að hann og eiginkonan Anne Escrin Eler megi prísa sig sæl að hafa ekki lent í alvarlegu umferðarslysi eftir að hafa keyrt illa farinn bíl úti á vegum í góðri trú. Meira
13. desember 2023 | Fréttaskýringar | 703 orð | 3 myndir

Brunarústir loks fjarlægðar

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ekkert er því til fyrirstöðu að hefja undirbúning að byggingu íbúðarhúsnæðis á lóðinni Grettisgötu 87. Þetta kemur fram í umsögn skrifstofu stjórnsýslu og gæða hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Á lóðinni var áður bílaverkstæðið Bílrúðan, sem varð eldi að bráð hinn 7. mars 2016. Brunarústir hafa staðið þar síðan eða í rúm sjö ár og verið sannkallað lýti á umhverfinu. Meira
13. desember 2023 | Erlendar fréttir | 525 orð | 1 mynd

Búist við metnaðarfyllri samningi í Dúbaí

„Við erum nálægt því að ná samningum,“ sagði heimildarmaður úr búðum forseta COP28, Sultan al-Jaber, við fréttamenn AFP í gær, en á lokadegi loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna var enn ekki samningur kominn á borðið og samninganefndir… Meira
13. desember 2023 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Ekki talið óhætt að halda upp á jólin í Grindavík

Fyrirvari eldgoss í nágrenni við Grindavík gæti orðið afar skammur og þar sem Veðurstofa Íslands treystir sér ekki til þess að sjá um öflugt eftirlit á… Meira
13. desember 2023 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Fer fram á fimm ára fangelsi fyrir manndráp

Ákæruvaldið fer fram á að Steinþór Einarsson verði dæmdur í fimm ára fangelsi eða minna fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði á síðasta ári. Þetta kom fram í máli Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær Meira
13. desember 2023 | Erlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Fimm létust í lyftuslysi í Sundbyberg

Lyfta með fimm mönnum féll 20 metra og brotlenti á byggingarsvæði í úthverfi Stokkhólms sl. mánudag. Fyrst var talið að mennirnir væru alvarlega slasaðir en í gær var tilkynnt að allir hefðu látið lífið Meira
13. desember 2023 | Innlendar fréttir | 50 orð

Fleiri flugferðir raskast á morgun

Vinnustöðvun flugumferðarstjóra á morgun mun líklega hafa meiri áhrif á starfsemi Icelandair en vinnustöðvunin í gærmorgun, þar sem fimmutadagar eru töluvert annasamari en þriðjudagar. Gert er ráð fyrir að vinnustöðvunin á morgun hafi áhrif á um… Meira
13. desember 2023 | Innlendar fréttir | 215 orð | 2 myndir

Flugumferðarstjóranám ókeypis

Meðal mála sem eru til umræðu í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og Félags íslenskra flugumferðarstjóra eru mönnunarmál, en Arnar Hjálmsson formaður félagsins segir í samtali við Morgunblaðið fámennt vera í stéttinni Meira
13. desember 2023 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Ísbúð Vesturbæjar flytur í Grímsbæ

Ísbúð Vesturbæjar á Grensásvegi hefur verið lokað og í staðinn verður opnuð ný Ísbúð Vesturbæjar í Grímsbæ við Bústaðaveg. Katla Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Ísbúðar Vesturbæjar, segir ísbúðinni á Grensásvegi hafa verið lokað eftir 15 góð ár Meira
13. desember 2023 | Innlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Iðnskólarnir sprungnir og aukið fé þarf til rekstursins

Iðnskólar landsins eru komnir að þolmörkum. Þörf er á að bæta við húsnæði og aukið rekstrarfé skortir til að geta tekið við fleiri nemendum. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar greiningar Samtaka iðnaðarins (SI) sem birt er í dag Meira
13. desember 2023 | Innlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Innflutt er allsráðandi

Innan við fimmtungur af lifandi jólatrjám sem Íslendingar kaupa fyrir jólin er innlend ræktun. Tré sem felld eru í skógum landsins og verða stofuprýði um hátíðar á heimilum landsmanna eru um 8.000, að stærstum hluta stafafura, sitkagreni og blágreni Meira
13. desember 2023 | Innlendar fréttir | 88 orð

Íbúum fjögar hlutfallslega mest í Vogum

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 3.801 á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. desember 2023 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 773, samkvæmt nýjum tölum sem þjóðskrá hefur birt. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á tímabilinu um 301, … Meira
13. desember 2023 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Jólatónleikar með Þór Breiðfjörð

Nat King Cole Jól er yfirskrift tónleika sem Þór Breiðfjörð ásamt hljómsveit heldur í Kaldalóni Hörpu í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 21. „Fluttar verða sígildar perlur Nat King Cole og önnur vinsæl jólalög, útsett í anda tríósins… Meira
13. desember 2023 | Fréttaskýringar | 638 orð | 3 myndir

Lífeyrisréttindin hafa verið skert í þrígang

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Sjóðfélagar í svonefndri Hlutfallsdeild Lífeyrissjóðs bankamanna (Lífbank) hafa þurft að sæta verulegri skerðingu lífeyrisréttinda á umliðnum árum. Nýjar samþykktir sjóðsins sem tóku gildi 1. desember sl. fela í sér niðurfærslu réttinda sem samsvarar um 11% lækkun á lífeyrisréttindum í deildinni. Um er að ræða þriðju skerðinguna í Hlutfallsdeildinni á nokkrum árum, að sögn Ara Skúlasonar stjórnarformanns lífeyrissjóðsins. Meira
13. desember 2023 | Innlendar fréttir | 611 orð | 1 mynd

Lögfræðingar eiga að kunna lögin

Inga Þóra Pálsdóttir ingathora@mbl.is Lögmaður í Sæmarksmálinu telur líklegt að málinu verði vísað frá dómi vegna vanhæfis rannsóknarmanns skattrannsóknarstjóra. Hann segir málið einstakt og undrast vinnubrögð rannsóknarmannsins. Meira
13. desember 2023 | Erlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

New Shepard-eldflauginni skotið upp á ný

Réttu ári eftir að bilun varð í ómannaðri flaug geimferðafyrirtækisins Blue Origin sem er í eigu Jeffs Bezos er áformað að taka upp þráðinn að nýju. Í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær segir að New Shepard-eldflaug fyrirtækisins verði skotið á loft í næstu viku Meira
13. desember 2023 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Ólafur Walter Stefánsson

Ólafur Walter Stefánsson, fv. skrifstofustjóri dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, lést á Droplaugarstöðum 6. desember síðastliðinn, 91 árs að aldri. Ólafur fæddist 20. júní 1932 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Stefán G Meira
13. desember 2023 | Innlendar fréttir | 405 orð

Reynisfjallsgöng eini kosturinn

„Til lengri tíma litið eru jarðgöng undir Reynisfjall eini raunhæfi kosturinn, enda gerir aðalskipulag ráð fyrir slíku,“ segir Bjarni Jón Finnsson í Vík í Mýrdal. Hann er talsmaður þrýstihóps sem kallar sig Vini vegfarandans sem nú lætur … Meira
13. desember 2023 | Erlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Rúandafrumvarp Sunaks fór í gegn

Hið svokallaða Rúandafrumvarp Rishi Sunaks, forsætisráðherra Bretlands, var samþykkt í gærkvöldi í breska þinginu með 44 atkvæða meirihluta. Sunak hefur þurft að berjast fyrir stuðningi við frumvarpið Meira
13. desember 2023 | Innlendar fréttir | 415 orð | 1 mynd

Samfylkingin styður aukna orkuöflun

„Ég held að allir sjái að kyrrstaðan í orkuöflun bitnar ekki bara á orkuöryggi víða um land, heldur grefur einnig undan hagvexti og tækifærum til atvinnuuppbyggingar í landinu,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson alþingismaður Samfylkingarinnar í samtali við Morgunblaðið Meira
13. desember 2023 | Innlendar fréttir | 453 orð | 1 mynd

Slegið á létta og tregafulla strengi

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hljómsveitin Eva verður með jólatónleika í Sykursalnum í Grósku við Bjargargötu í Vatnsmýrinni í Reykjavík klukkan 20 á laugardag, 16. desember. „Við eigum í flóknu sambandi við jólin, finnum fyrir sorgarstreng inn í hátíðina og því hafa jólatónleikar okkar alltaf verið mikilvægir fyrir okkur, verið einlægir,“ segir Vala Höskuldsdóttir, önnur konan í bandinu. Meira
13. desember 2023 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Taka á sig 11% lækkun

Sjóðfélagar í svonefndri Hlutfallsdeild Lífeyrissjóðs bankamanna, sem eru á annað þúsund talsins, þurfa að sæta um 11% lækkun á lífeyrisréttindum frá og með 1. desember sl. Þetta er þriðja skerðingin sem átt hefur sér stað á nokkrum árum, að sögn stjórnarformanns sjóðsins Meira
13. desember 2023 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Tekið á loft eftir vinnustöðvun

Fyrsta vinnustöðvun flugumferðarstjóra átti sér stað í gær, en von er á þremur slíkum til viðbótar náist ekki samningar á milli Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. Á myndinni má sjá einkaþotu hefja sig til flugs frá… Meira
13. desember 2023 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Tenging við rafstreng ekki til skoðunar

Ekki er til skoðunar hjá Veðurstofu Íslands að tengjast rafstrengnum á Hveravöllum. Veðurstöðin á Hveravöllum hefur verið að detta út síðustu daga vegna blíðviðris, en hún er knúin af vindorku og sólarsellu Meira
13. desember 2023 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Úrslitaleikur gegn Kongó í kvöld

Úrslitaleikur Íslands og Kongó um Forsetabikar heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik hefst klukkan 19.30 í kvöld í danska bænum Frederikshavn. Arnar Pétursson þjálfari Íslands sagði við Morgunblaðið í gær að lið Kongó væri hávaxið og líkamlega sterkt og spilaði dálítið óhefðbundinn handbolta Meira
13. desember 2023 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Vilja 25% launahækkun

Flugumferðarstjórar krefjast 25% launahækkunar í kjaraviðræðum sínum við Isavia. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Heildarlaun flugumferðarstjóra á síðasta ári, að mati Hagstofu Íslands, námu 1.584 þúsund krónum að meðaltali á mánuði, þar af… Meira
13. desember 2023 | Erlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Vilja ekki tveggja ríkja lausn

Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýndi Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels í gær og sagði að ljóst væri að stjórn hans væri andvíg tveggja ríkja lausn á Gasasvæðinu. Hann gekk svo langt að leggja til að Ísrael myndi skipta um stjórn, og sagði … Meira

Ritstjórnargreinar

13. desember 2023 | Leiðarar | 690 orð

Ofbeldisárásir á íslenskt lýðræði

Stjórnmálamenn mega ekki búa við ógnir, þöggun eða opinbera smánun Meira
13. desember 2023 | Staksteinar | 217 orð | 1 mynd

Ofsatrú, menntun og hamfarahlýnun

Þegar Helgi Tómasson tölfræðiprófessor ræskir sig er rétt að leggja við hlustir. Í gær skrifaði hann grein hér í blaðið í tilefni nýafstaðinnar loftslagsráðstefnu í Dúbaí (COP28), þar sem olíufursti vildi ekki gera of mikið úr vandanum: „Varfærni furstans á fullan rétt á sér. Meira

Menning

13. desember 2023 | Menningarlíf | 702 orð | 2 myndir

Áttu tíu ... klukkutíma?

Ægi Sindra Bjarnason þekkja sennilega flestir sem hafa hallað sér upp að tilraunatónlistarsenunni hér á landi. Auk þess að spila á trommur með böndum á borð við Celestine, Laura Secord, Stormy Daniels, MSEA og fleiri, starfrækir hann tónleika- og… Meira
13. desember 2023 | Menningarlíf | 115 orð | 1 mynd

Barbie fær flestar tilnefningar

Kvikmynd Gretu Gerwig, Barbie, hlýtur flestar tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna 2024, alls níu. Þar með verður myndin sú sem hlotið hefur næstflestar tilnefningar í 81 árs sögu verðlaunanna, og deilir því sæti með Cabaret, en myndin… Meira
13. desember 2023 | Menningarlíf | 319 orð | 2 myndir

Fallegt úrval á jólasýningu

Hringjum inn… er yfirskrift samsýningar listamanna í Berg Contemporary. Listamennirnir eru: Bjarni H. Þórarinsson, Dodda Maggý, Finnbogi Pétursson, Goddur, Haraldur Jónsson, Hulda… Meira
13. desember 2023 | Menningarlíf | 115 orð | 1 mynd

Sannkallaðir aðventutónleikar

Hljómsveitin Mógil heldur aðventutónleika í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, í kvöld, 13. desember, kl. 20. Sveitin flytur tónlist af plötunni Aðventu þar sem tónlistin og… Meira
13. desember 2023 | Menningarlíf | 649 orð | 3 myndir

Sterkasta víginu ógnað

Glæpasaga Frýs í æðum blóð ★★★★· Eftir Yrsu Sigurðardóttur. Veröld 2023. Innb., 303 bls. Meira

Umræðan

13. desember 2023 | Aðsent efni | 628 orð | 1 mynd

Baráttan við riðuveiki í sauðfé

Ég er sammála áliti fyrrnefndra dýralækna um að fresta breytingum á baráttunni við riðuveiki … Meira
13. desember 2023 | Aðsent efni | 859 orð | 1 mynd

Dýrkeyptir brestir

Alvarlegir brestir í grunnskólanum blasa við öllum. Okkur ber skylda til að bregðast við og brjóta upp kerfið. Meira
13. desember 2023 | Aðsent efni | 172 orð | 1 mynd

Fullveldisþankar

Er nú ekki kominn tími til að kanna betur nálgun við Evrópusambandið? Meira
13. desember 2023 | Pistlar | 425 orð | 1 mynd

Orkulaus ríkisstjórn – taka 2

Þann 17. júní síðastliðinn birtist pistill eftir undirritaðan sem hófst á orðunum: Lánleysi ríkisstjórnarinnar í orkumálum virðast engin takmörk sett. Landið er í bráðri þörf fyrir meiri raforku á öllum sviðum. Þá höfðu áform um Hvammsvirkjun steytt á skeri Meira
13. desember 2023 | Aðsent efni | 168 orð | 1 mynd

Sex hundruð og ellefu þúsund

Það hefur lengi skyggt á gleði Íslendinga hve fámenn þjóðin væri. „Fáir fátækir smáir“, þessi ljóðlína hefur klingt í eyrum langa hríð og látið okkur líða illa. Eins og við viljum gjarna gera okkur gildandi meðal þjóða og láta taka mark… Meira

Minningargreinar

13. desember 2023 | Minningargreinar | 756 orð | 1 mynd

Einar Steinólfur Guðmundsson

Einar S. Guðmundsson (kallaður Bangi) fæddist í München 11. ág. 1932. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Grund 3. des. 2023. Foreldrar hans voru Guðmundur Einarsson frá Miðdal, f. 5. ág. 1895, d. 23. maí 1963 og Lydia Pálsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2023 | Minningargreinar | 347 orð | 1 mynd

Guðbjörg Böðvarsdóttir

Guðbjörg Böðvarsdóttir, Bagga, fæddist 3. janúar 1932. Hún lést 26. nóvember 2023. Bagga var jarðsungin 11. desember 2023. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2023 | Minningargreinar | 3579 orð | 1 mynd

Guðrún Norberg

Guðrún Norberg fæddist á Ísafirði 14. apríl 1942. Hún lést á Borgarspítalanum 8. desember 2023. Foreldrar hennar voru Ása Norberg hárgreiðslumeistari, f. 10.4. 1908, d 26.1. 1999 og Aðalsteinn Norberg ritsímastjóri, f Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2023 | Minningargreinar | 1222 orð | 1 mynd

Kristín Kristinsdóttir

Kristín Kristinsdóttir fæddist í Reykjavík 27. júní 1931. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Selfossi 4. desember 2023. Kristín var dóttir hjónanna Guðrúnar Helgu Sigurðardóttur húsmóður, f. 30 Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2023 | Minningargreinar | 2332 orð | 1 mynd

Magðalena Stefánsdóttir

Magðalena Stefánsdóttir fæddist á Siglufirði 24. janúar 1928. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi fimmtudaginn 2. nóvember síðastliðinn. Magðalena var dóttir hjónanna Stefáns Gríms Ásgrímssonar, f Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

13. desember 2023 | Í dag | 252 orð

Ekki bagar aldurinn

Gneistar af gamlingjum! Próf. emer. Árni Kristinsson læknir sendi mér góðan póst: Sveinn Einarsson 89 ára kynnti nýútkomið skáldverk sitt, Leikmenntir, fyrir skólasystkinum úr 1954 árgangi Menntaskólans í Reykjavík Meira
13. desember 2023 | Dagbók | 84 orð | 1 mynd

Fá rangan mat en fara glaðir heim

Í síðdegisþættinum Skemmtilegri leiðin heim var fjallað um veitingastað í Japan sem kallaður er „veitingastaður rangra pantana“. Á veitingastaðnum starfar eldra fólk sem allt á það sameiginlegt að glíma við minnisleysi eða elliglöp Meira
13. desember 2023 | Í dag | 712 orð | 3 myndir

Fjölbreytilegur ferill víða um land

Valbjörn Steingrímsson fæddist 13. desember 1953 á Siglufirði og ólst þar upp. „Á þeim tíma var bænum skipt upp í nokkur hverfi. Það voru Bakkarnir sem voru nyrsti hluti bæjarins og strákarnir sem þar áttu heima voru kallaðir Bakkaguttar sem dæmi en í því hverfi ólst ég upp Meira
13. desember 2023 | Í dag | 180 orð

Fórnfýsi. S-AV

Norður ♠ G8652 ♥ ÁK32 ♦ 3 ♣ KD9 Vestur ♠ Á97 ♥ 10 ♦ ÁDG762 ♣ 1043 Austur ♠ KD103 ♥ 98 ♦ K10984 ♣ ÁG Suður ♠ 4 ♥ DG7654 ♦ 5 ♣ 87652 Suður spilar 6♥ dobluð Meira
13. desember 2023 | Í dag | 83 orð | 1 mynd

Guðmundur Þór Gunnarsson

60 ára Gummi Þór ólst upp í Reykjavík en býr á Næstabæ í Mosfellsdal. Hann er matreiðslumaður og hestabóndi, og er eigandi veitingastaðarins Reykjavík Fish. Hann er einnig trommari Tappa tíkarrass og Fræbbblanna Meira
13. desember 2023 | Dagbók | 206 orð | 1 mynd

Heil fjölskylda af skítseiðum

Succession, sem sjónvarpsstöðin HBO framleiðir, er einkar vönduð og áhugaverð þáttaröð að því leyti að allar helstu persónur eru siðlausir skíthælar. Í flestum sjónvarpsþáttaröðum má finna eina eða tvær persónur sem hægt er að hafa samúð með en þær… Meira
13. desember 2023 | Í dag | 55 orð

Orðabókum kemur saman um að sagnirnar djúsa og búsa séu óformlegar og…

Orðabókum kemur saman um að sagnirnar djúsa og búsa séu óformlegar og merki drekka áfengi. (Fyrstu og einu dæmi í Ritmálssafni eru frá því rétt fyrir 1980.) Bindindismenn sem langar að tala frjálslega geta þó a.m.k Meira
13. desember 2023 | Í dag | 173 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. Rc3 g6 7. Bg2 Bg7 8. Rf3 0-0 9. 0-0 a6 10. a4 He8 11. He1 Rbd7 12. Rd2 Hb8 13. a5 b5 14. axb6 Rxb6 15. h3 Rfd7 16. Dc2 Dc7 17. Rf1 c4 18. Bf4 Re5 19 Meira
13. desember 2023 | Í dag | 22 orð | 1 mynd

Vinkonurnar Karen Helga Jóhannsdóttir, Arnheiður Lilja Marinósdóttir og…

Vinkonurnar Karen Helga Jóhannsdóttir, Arnheiður Lilja Marinósdóttir og Edda Hólmarsdóttir stóðu fyrir tombólu til styrktar Rauða krossinum. Alls söfnuðu þær 7.386 krónum. Meira
13. desember 2023 | Dagbók | 26 orð | 1 mynd

Þörf á hlutabréfamenningu á Íslandi

Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri sölu og viðskiptatengsla hjá Kauphöllinni, ræðir um þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði og þörfina á aukinni umræðu um gengi hlutabréfa og stöðu skráðra fyrirtækja. Meira

Íþróttir

13. desember 2023 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Chiellini leggur skóna á hilluna

Giorgio Chiellini, knattspyrnumaðurinn sigursæli og einn besti varnarmaður heims um árabil, hefur lagt skóna á hilluna, 39 ára gamall. Hann lauk ferlinum með Los Angeles FC í úrslitaleik bandaríska fótboltans um helgina Meira
13. desember 2023 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

Emelía í danska meistaraliðið

Emelía Óskarsdóttir, knattspyrnukonan efnilega, er gengin til liðs við Danmerkurmeistara Köge frá Kristianstad í Svíþjóð. Emelía er aðeins 17 ára en á að baki 24 leiki í sænsku úrvalsdeildinni og lék auk þess tíu leiki og skoraði eitt mark fyrir… Meira
13. desember 2023 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Guðrún átti frábæran hring

Ragnhildur Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir tryggðu sér í gær sæti á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi sem hefst í Marokkó á laugardaginn. Guðrún lék frábærlega á lokahring fyrsta stigsins í Marrakech í gær, á 66 höggum, og lauk keppni í 13 Meira
13. desember 2023 | Íþróttir | 484 orð | 2 myndir

Gæfi helling að vinna þær

Ísland mætir Lýðveldinu Kongó í úrslitaleik um Forsetabikarinn á HM kvenna í handbolta í Frederikshavn í kvöld. Forsetabikarinn er keppni þeirra liða sem ekki komust í milliriðil á HM og um leið keppni um 25.-32 Meira
13. desember 2023 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Handtekinn fyrir árás á dómara

Tyrkneskir dómstólar gáfu í gær út handtökuskipun á Faruk Koca, forseta knattspyrnufélagsins Ankaragücü, eftir að hann réðst á dómarann Halil Umut Meler að loknum leik gegn Rizespor í fyrrakvöld. Koca hljóp inn á völlinn eftir að flautað var til leiksloka og sló Meler niður Meira
13. desember 2023 | Íþróttir | 234 orð | 2 myndir

Körfuknattleiksmaðurinn Veigar Páll Alexandersson er…

Körfuknattleiksmaðurinn Veigar Páll Alexandersson er snúinn aftur til uppeldisfélagsins Njarðvíkur og mun leika með liðinu það sem eftir lifir tímabils Meira
13. desember 2023 | Íþróttir | 241 orð | 1 mynd

Man. United úr leik og Köbenhavn áfram

Manchester United hefur lokið leik í Evrópukeppni á tímabilinu eftir að hafa tapað 0:1 á heimavelli fyrir Bayern München í lokaumferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla í gærkvöldi. Kingsley Coman skoraði sigurmark Bæjara, sem voru þegar búnir að vinna riðilinn Meira
13. desember 2023 | Íþróttir | 473 orð | 2 myndir

Njarðvík lagði Grindavík

Njarðvík hafði betur gegn Grindavík, 66:63, þegar liðin áttust við í Suðurnesjaslag í 13. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi. Leikurinn var gífurlega jafn og æsispennandi allan tímann Meira
13. desember 2023 | Íþróttir | 126 orð | 1 mynd

Norðmenn og Frakkar auðveldlega áfram

Noregur, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, tryggði sér í gærkvöldi sæti í undanúrslitum HM 2023 í handknattleik kvenna með því að vinna þægilegan sigur á Hollandi, 30:23, í fjórðungsúrslitum mótsins í Þrándheimi Meira
13. desember 2023 | Íþróttir | 532 orð | 2 myndir

Tilbúin að taka næsta skref

„Mér fannst kominn tími til að taka næsta skref á ferlinum,“ segir knattspyrnukonan Hafrún Rakel Halldórsdóttir í samtali við Morgunblaðið en hún skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið Bröndby Meira

Viðskiptablað

13. desember 2023 | Viðskiptablað | 264 orð | 1 mynd

20 tilnefnd sem vörumerki ársins

Tuttugu vörumerki eru tilnefnd sem vörumerki ársins 2023 hjá vörumerkjastofunni Brandr. Þetta er í fjórða skiptið sem valið fer fram. Tilkynnt verður um vinningshafa 8. febrúar næstkomandi. Útnefningu hljóta þau vörumerki sem skara fram úr þegar… Meira
13. desember 2023 | Viðskiptablað | 226 orð | 1 mynd

atNorth reisir nýtt gagnaver í Finnlandi

Gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth mun opna nýtt gagnaver í Kouvola í Finnlandi síðla árs 2025. Kouvola er í Suðaustur Finnalandi, um 139 km norðaustur af Helsinki, við bakka árinnar Kymi. Gagnaverið, FIN04, verður tíunda gagnaver atNorth á Norðurlöndum og það fjórða í Finnlandi Meira
13. desember 2023 | Viðskiptablað | 1529 orð | 1 mynd

„Þú verður forsætisráðherra“

Einhverju sinni þegar Magnús var rétt um tvítugt og var að skemmta sér á veitingastaðnum Klúbbnum við Borgartún rakst hann á þjóðkunnan útgerðarmann og fiskverkanda, Einar Sigurðsson úr Vestmannaeyjum, eða Einar ríka Meira
13. desember 2023 | Viðskiptablað | 739 orð | 4 myndir

Biðlisti eftir vörum úr selskinni

Það er óneitanlega góð staða að vera í þegar langur biðlisti er eftir vörum og ekki þarf að eyða miklum tíma í sölustarf. Það er veruleiki fatahönnuðarins Guðrúnar Helgu Kristjánsdóttir sem á dögunum sýndi hönnun sína í Ásmundarsal Meira
13. desember 2023 | Viðskiptablað | 660 orð | 1 mynd

Bitcoin: Viðurkenndur fjárfestingarkostur

Það hefur tekið tíma fyrir bitcoin að sanna sig sem alvöru fjárfestingarkost en nú er svo komið að mörg af stærstu eignastýringarhúsum heims eru farin að taka bitcoin alvarlega. Meira
13. desember 2023 | Viðskiptablað | 441 orð | 1 mynd

Fögur hugtök um alvarlegar aðgerðir

Það var áhugavert, og ótrúverðugt, að sjá formann Félags flugumferðarstjóra halda því fram í fréttum fyrir helgi að hann væri ekki með það á hreinu hver meðallaun flugumferðarstjóra væru. Flugumferðarstjórar eru hálaunastétt og sjálfsagt er það ekki … Meira
13. desember 2023 | Viðskiptablað | 356 orð | 1 mynd

Íslensk lausn leiðir byltingu í fjáröflun íþróttafélaga

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Bwloto, sem sérhæfir sig í fjáröflunar- og lotterís-lausnum, hefur í samstarfi við sænska ríkislottóið sett í loftið svonefnda bakhjarlalausn. Lausnin felur í sér að fólk getur orðið bakhjarl íþróttafélags síns, með því að veita fjárhagslegan stuðning í gegnum app Meira
13. desember 2023 | Viðskiptablað | 1393 orð | 4 myndir

Maduro ásælist olíulindirnar

Það er undarleg friðsemd yfir myndunum sem teknar voru af fylgjendum Jims Jones þar sem þeir liggja á grúfu innan um gróðurinn, á víð og dreif í sósíalísku kommúnunni sinni. Sértrúarsöfnuðurinn hafði hreiðrað um sig djúpt inni í frumskóginum í… Meira
13. desember 2023 | Viðskiptablað | 118 orð | 1 mynd

Mikið uppsafnað tap af rekstri Gunnars ehf.

Tap Gunnars ehf., sem framleiðir hið séríslenska Gunnars majónes, nam í fyrra 59 m.kr., samanborið við 20,8 m.kr. tap árið áður. Félagið hefur verið rekið með tapi síðastliðin ár, en uppsafnað tap frá árinu 2016 nemur tæpum 130 m.kr Meira
13. desember 2023 | Viðskiptablað | 87 orð | 1 mynd

Ráðinn aðfanga- og birgðastjóri

Þorvaldur Helgi Auðunsson hefur verið ráðinn aðfanga- og birgðastjóri hjá Einingaverksmiðjunni og hefur nú þegar hafið störf. Hann var áður í sjálfstæðum atvinnurekstri, þar sem hann starfaði aðallega við innkaupa-, flutninga- og vörustýringu Meira
13. desember 2023 | Viðskiptablað | 2204 orð | 1 mynd

Segja markaðsaðstæður flóknar

Meira
13. desember 2023 | Viðskiptablað | 206 orð | 1 mynd

Skoða þurfi áhrif inngripa á fasteignamarkað

Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri greiningarfyrirtækisins Reykjavík Economics, segir að ljóst sé að öll inngrip hafi áhrif á markaðinn og… Meira
13. desember 2023 | Viðskiptablað | 616 orð | 1 mynd

Valfrelsi í heilbrigðisþjónustu

Það er segin saga að nýsköpun, tækniþróun og almenn framþróun er almennt dregin áfram af einkaaðilum en ekki hinu opinbera. Margir frumkvöðlar hafa lýst því að þeim hafi liðið eins og þau hafi verið að berjast við vindmyllur í byrjun. Meira
13. desember 2023 | Viðskiptablað | 132 orð | 1 mynd

Verðbólga hækki en lækki svo

Greiningardeildir bæði Landsbankans og Íslandsbanka spá því að verðbólga hækki í desember. Báðir bankar spá því einnig að verðbólga taki að hjaðna strax á næsta ári. Verðbólga mælist nú 8%. Landsbankinn spáir því að ársverðbólga hækki í 8,1% í… Meira
13. desember 2023 | Viðskiptablað | 368 orð | 1 mynd

Þörf fyrir hlutabréfamenningu á Íslandi

Það er þörf á frekari umræðu um hlutabréfaviðskipti, gengi hlutabréfa og stöðu skráðra fyrirtækja. Það er megininntak þess sem Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri sölu og viðskiptatengsla hjá Kauphöllinni, ræðir í viðtali við Dagmál sem birt er á mbl.is í dag Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.