Greinar fimmtudaginn 14. desember 2023

Fréttir

14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 147 orð

Áfram leyft að flytja inn safnvopn

Meirihluti allsherjar- og viðskiptanefndar Alþingis leggur til að í vopnalögum verði áfram heimild til að veita undanþágu til að flytja til landsins hálfsjálfvirk safnvopn, en sú undanþága verði bundin við aldur þeirra og tengsl við hernámsliðið á Íslandi í síðari heimsstyrjöld Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 153 orð | 2 myndir

Bankar tregir til

Bankar hafa verið tregir til að lána Grindvíkingum fjármuni til íbúðakaupa, þrátt fyrir að fólk sé jafnvel með skuldlausa eign í bænum og greiðslumat fyrir tveimur húsnæðislánum, að sögn Vilhjálms Árnasonar alþingismanns Meira
14. desember 2023 | Fréttaskýringar | 981 orð | 4 myndir

„Eldhafið var alveg ógurlegt“

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Eldhafið var nú svo ógurlegt að litlar líkur voru taldar á því að takast mundi að hefta frekari útbreiðslu þess. Stóð þá allur Miðbærinn í voða.“ Hér er gripið niður í frásögn Árna Óla í Morgunblaðinu mánudaginn 26. apríl 1915 af brunanum mikla í Reykjavík. Meira
14. desember 2023 | Erlendar fréttir | 720 orð | 1 mynd

„Myrkasti kafli í sögu landsins“

Aukin pressa er nú á ísraelsk stjórnvöld hjá helstu bandamönnum þeirra í stríðinu gegn Hamas-hryðjuverkasamtökunum á Gasasvæðinu. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, fer til Ísraels í dag og verður fram á föstudag, til að funda með… Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 381 orð | 1 mynd

Boðar frumvarp um einföldun vals vindorkukosta

Frumvarp til laga um breytta og einfaldari tilhögun við val á virkjunarkostum í vindorku verður lagt fram á Alþingi í byrjun næsta árs, en Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnti áform sín þar um í gær Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Borgin kunni að tapa á snúningi

„Það er auðvitað einkennilegt að það hafi ekkert verið rætt við okkur og að fyrirspurnum og umleitunum okkar hafi ekki verið svarað. Við lesum um allar þessar ákvarðanir í fjölmiðlum,“ segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, um… Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Býður Grindvíkingum í skötu

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins býður íbúum Grindavíkur í Þorláksmessuskötu næstkomandi laugardag, þann 16. desember, um hádegisbilið á milli klukkan ellefu til tvö. Skötuveislan verður haldin í Samkomuhúsinu í Sandgerði og er eingöngu Grindvíkingum boðið í veisluna Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 564 orð | 3 myndir

Flokkur fólksins einhuga í orkumálum

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is „Það er alveg hvellskýrt í mínum huga að við getum ekki verið í þessum biðleik mikið lengur, jafn mikill náttúruverndarsinni og ég er,“ segir Jakob Frímann Magnússon, alþingismaður Flokks fólksins, í samtali við Morgunblaðið. Hann var spurður um afstöðu Flokks fólksins til þess hvort flýta ætti uppbyggingu orkuvera í ljósi yfirvofandi raforkuskorts í landinu. Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 743 orð | 3 myndir

Gaman að hafa hanagal í garðinum

Viðtal Atli Vigfússon Laxamýri „Ég hef lengi ætlað að fá mér hænsni og nú loksins hef ég látið verða af því. Ég hef þörf fyrir að hugsa um eitthvað og það er engum hollt að búa einn og hafa ekkert til þess að hugsa um. Nú þegar ég er ekki bundinn af börnum eða einhverju öðru þá finnst mér svo gaman að hafa eitthvað sem líf er í.“ Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

Gísli Jónsson fv. framkvæmdastjóri

Gísli Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri á Akureyri, lést 11. desember síðastliðinn eftir erfið veikindi, 78 ára að aldri. Greint var frá andlátinu á Akureyri.net. Gísli fæddist á Akureyri 28. júní 1945 Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Glimmermálið til meðferðar hjá héraðssaksóknara

Hið svokallaða glimmermál er komið til rannsóknar og meðferðar hjá héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, í samtali við Morgunblaðið Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 470 orð | 2 myndir

Gómsætur hreindýra-hamborgari að hætti Viktors

Viktor er einn eigenda Sælkerabúðarinnar og veitingaþjónustunnar Lux veitinga þar sem miklar annir eru þessa dagana þar sem fjölmargir bóka jólasteikurnar og meðlætið hjá þeim. Viktor gefur sér þó líka tíma til að huga að hátíðarmatnum fyrir fjölskylduna og heldur í sínar hefðir í bland við nýjungar Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 955 orð | 2 myndir

Guðdómlegt tiramisù

Sigurður er þekktur fyrir matargerð sína og hefur víða komið við á sínum ferli; allt frá því að vera kosinn matreiðslumaður ársins, keppa í Bocuse d'Or og vinna sem sous-chef á einum þekktasta veitingastað heims Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 324 orð | 1 mynd

Hægviðri á landinu í meira en 50 daga

Nú er lokið óvenjulöngum hægviðriskafla á Íslandi. Hann hófst 21. október og hefur því staðið yfir í meira en 50 daga, eða nákvæmlega talið 53 daga. Jafnframt hefur verið óvenjuúrkomulítið og sólríkt á mörgum veðurstöðvum á landinu á þessu tímabili Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 444 orð | 2 myndir

Hafa tryggt sér yfir 2.000 rástíma 2024

Fjöldi Íslendinga býr í lengri eða skemmri tíma á Spáni og golf er vinsælt hjá mörgum þeirra. Eyjólfur Sigurðsson hafði frumkvæði að því að stofna Golfklúbbinn Teig í Murcia-héraði 2011 og var samtals formaður í níu ár, Bergur Sigmundsson í tvö ár,… Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 446 orð | 1 mynd

Í vandræðum með bankafyrirgreiðslu

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Bankar eru sagðir tregðast við að lána Grindvíkingum fjármuni til íbúðakaupa utan bæjarins. Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 607 orð | 3 myndir

Jólaeftirréttur Árna sveipaður töfrum

Eftir að Árni byrjaði sjálfur búskap og eignaðist börn hefur hann rofið hefðirnar sem tengjast eftirréttinum á aðfangadagskvöld og skapa nýjar. „Í minni fjölskyldu hefur mamma til að mynda boðið upp á sama eftirréttinn síðan ég man eftir mér Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Jólalög Mariuh Carey sungin fyrir grindvískar fjölskyldur

Lög af jólaplötu söngkonunnar Mariuh Carey ómuðu í Bústaðakirkju í gærkvöldi á söfnunartónleikum fyrir fjölskyldur úr Grindavík. Grindavíkurbær var rýmdur 10. nóvember og er óljóst hvenær íbúar geta snúið þangað aftur Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Jón nýr prófessor í verkfræðideild HR

Dr. Jón Guðnason hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík eftir mat alþjóðlegrar hæfisnefndar, segir í tilkynningu. Jón hefur starfað við verkfræðideild HR frá 2009 Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Katrín og Selenskí funduðu saman

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði í gær með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta. Selenskí var viðstaddur leiðtogafund Norðurlandanna í Ósló. Katrín sagði að löndin væru samstillt og samtaka í stuðningi sínum við Úkraínu Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 614 orð | 2 myndir

Krafa um skýr uppsagnarákvæði

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Meira
14. desember 2023 | Erlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Markar upphafið að endalokum jarðefnaeldsneytis

Eftir langa þrautagöngu að koma saman lokasamkomulagi á COP2-loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna tókst loks að samþykkja það í gærmorgun þegar Sultan-Ahmed al-Jaber, forseti ráðstefnunnar, tilkynnti niðurstöðurnar Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 371 orð | 1 mynd

Minni halli og beygjur burt

Gerð jarðganga undir Reynisfjall í Mýrdal er tvöfalt dýrari en að endurbæta veginn yfir Gatnabrún og um Grafargil inn af Víkurþorpi. Gangagerð í fjallinu yrði líka mjög vandasöm og er hugsanlega ógerleg, sakir þess að í fjallinu er mikið af lausum… Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 506 orð | 2 myndir

Nonni kveður bátalífið eftir 30 ár

Viðtal Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta fylgir þessu þegar menn eldast. Ég er orðinn 67 ára og eðlilegt að fara að huga að öðru,“ segir Jón Guðnason veitingamaður. Jón hefur sett vinsælan veitingastað sinn, Nonnabita, á sölu eftir 30 ára rekstur. Nonnabiti er í Bæjarlind í Kópavogi en var um langt árabil einnig í miðborg Reykjavíkur og naut mikilla vinsælda meðal fólks sem stundaði næturlífið. Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 262 orð | 1 mynd

Nýr meiri­hluti fyrir orkuöflun

Aukinn meirihluti er á Alþingi fyrir sérlögum um virkjanaframkvæmdir til þess að binda enda á orkuskort í landinu. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, bendir á að sú sérkennilega staða kunni að vera komin upp í þinginu að hluti stjórnararandstöðunnar og a.m.k Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 1320 orð | 3 myndir

Of gamall fyrir allan heiminn

„Ég tók grunngráðu í iðnaðarverkfræði og fór svo beint í leiklist,“ segir Stefán Þór Þorgeirsson, leikari og að því best er vitað eini Íslendingurinn á japönsku eyjunni Hokkaido þar sem hann býr ásamt konu sinni Sherine Otomo og nýfæddum syni í borginni Sapporo Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Rusl sent til Svíþjóðar til orkuvinnslu

Sorpa sendi fyrstu baggana af blönduðu rusli til Svíþjóðar til orkuvinnslu í byrjun desember. Segir fyrirtækið að útflutningur til orkuvinnslu muni alfarið taka við af urðun á blönduðu rusli fyrir lok þessa árs Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Ræðupúltið á Alþingi komið í lag

Þar bar til tíðinda á Alþingi nýlega að mótorinn í ræðupúlti þingsins bilaði og því var ekki hægt að hækka púltið og lækka í nokkra daga. Ræðupúltið er nú komið í lag. Eins og gefur að skilja olli þetta pirringi hjá þingmönnum því þeir eru misháir í loftinu Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 556 orð | 3 myndir

Saknar þess að sjá ekki tímaramma

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, fagnar því að sögulegt samkomulag hafi náðst um að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis… Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 134 orð

Skólahald í Grímsey ekki endurvakið á vorönn 2024

Skólahald í Grímsey verður ekki endurvakið á vorönn í vetur en það var til skoðunar um tíma eins og sjá má í fundargerð frá bæjarráði Akureyrar. Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar samþykkti að endurvekja skólahaldið að uppfylltum skilyrðum um… Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 359 orð | 2 myndir

Spornar við orkuskiptum í samgöngum

Benedikt Eyjólfsson, forstjóri og eigandi Bílabúðar Benna, gagnrýnir fyrirhugaðar breytingar á ívilnunum vegna kaupa á rafbílum. Þær mismuni fólki eftir fjölskyldustærð og búsetu. Frá ársbyrjun 2020 hefur heimild til að fella niður virðisaukaskatt á rafbíla numið að hámarki 1.560 þúsundum Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 86 orð

Stuðningur við sérlög í orkumálum

Aukinn meirihluti á Alþingi er fyrir sérlögum um virkjanaframkvæmdir til að bregðast við orkuskorti í landinu. Þetta kemur fram í samtali Morgunblaðsins við stjórnarandstöðuþingmennina Bergþór Ólason, Hönnu Katrínu Friðriksson og Jakob Frímann Magnússon Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Tina Dickow og Helgi Hrafn Jónsson halda tónleika í Hörpu í mars

Tónlistarparið Tina Dickow og Helgi Hrafn Jónsson heldur tónleika í Eldborg Hörpu 15. mars kl. 20 sem lið í tónleikaferðalagi þeirra um Evrópu þar sem leiðin liggur m.a. til Amsterdam, Berlínar, London og Kaupmannahafnar Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 313 orð | 1 mynd

Undibúa sjálfsafgreiðsluverslun

Stjórnvöld hafa ákveðið að úthluta 15 milljónum króna til verslunar í strjálbýli á næsta ári. Einn styrkurinn fer í þróun á sjálfsafgreiðsluverslun en slíkar hafa gefið góða raun í öðrum löndum. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra staðfesti… Meira
14. desember 2023 | Fréttaskýringar | 627 orð | 3 myndir

Varað við bókaskorti í dreifðari byggðum

Baksvið Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Það fást ekki bækur á smærri stöðum á landsbyggðinni nema í lok nóvember og fram í fyrstu vikuna í janúar. Það er svakaleg staða hjá þjóð sem kallar sig bókmenntaþjóð,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands (RSÍ). Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 452 orð | 2 myndir

Vegagerðin er komin á fulla ferð

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Unnið er af fullum krafti við lagningu Arnarnesvegar. Vegurinn mun tengja saman byggðina í Reykjavík og Kópavogi þegar hann verður tekinn í gagnið. Mikil umsvif eru á svæðinu, fjöldi starfsmanna og stórvirkar vinnuvélar, eins og meðfylgjandi drónamyndir sýna. Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 855 orð | 5 myndir

Vel fróðleik – Ljóðin eru ljómandi falleg – Geirnegling – Töfrar sagna

„Glæpasögunar eru alltaf vinsælar. Það eru biðlistar hjá okkur á Bókasafni Kópavogs eftir Arnaldi og Yrsu. Armeló eftir Þórdísi Helgadóttur kemur líka sterk inn,“ segir Lísa Z Meira
14. desember 2023 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Þjálfarinn horfir sáttur yfir árið

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er mjög sáttur við stigasöfnun íslenska liðsins í síðasta landsleikjaglugga. Hann horfir sáttur yfir árið þar sem liðið tryggði sér meðal annars þriðja sæti 3 Meira

Ritstjórnargreinar

14. desember 2023 | Leiðarar | 717 orð

Aðvörunarljós

Mikil fækkun nýrra byggingaframkvæmda við íbúðarhúsnæði Meira
14. desember 2023 | Staksteinar | 206 orð | 2 myndir

Má ekki virkja feigðarósinn?

Viðskiptablaðið kom út í gær, en forystugreinin fjallar um raforkuskortinn, sem kom stjórnvöldum í opna skjöldu þrátt fyrir margra ára viðvaranir. Jafnvel orkuskortur liðinna missera var þeim ekki vísbending um orkuskort. „Orkuskömmtunarfrumvarp Alþingis afhjúpar algjörlega þá staðreynd að stjórnmálamenn hafa flotið sofandi að feigðarósi. Meira

Menning

14. desember 2023 | Menningarlíf | 665 orð | 3 myndir

Á flótta frá sannleikanum

Spennusaga Heim fyrir myrkur ★★★★· Eftir Evu Björgu Ægisdóttur. Veröld 2023. Innb. 376 bls. Meira
14. desember 2023 | Menningarlíf | 810 orð | 5 myndir

Ævintýri, eldgos og flóttabörn

Fantafín, fyndin og spennandi Fjaðrafok í mýrinni ★★★★½ Eftir Sigrúnu Eldjárn. Mál og menning, 2023. Innb. 95 bls. Nýjasta barnabók Sigrúnar Eldjárn, Fjaðrafok í mýrinni, er önnur bókin í þríleik, en sú sem á undan kemur, Ófreskjan í mýrinni, kom út í fyrra Meira
14. desember 2023 | Tónlist | 1232 orð | 3 myndir

„Biblía óperunnar“ – Maria Callas 100 ára

Það er ljóst að hún [Maria Callas] var stórkostlegur listamaður, bæði í leik og söng. Meira
14. desember 2023 | Myndlist | 669 orð | 4 myndir

Birting efnislíkamans

Þula í Marshallhúsinu Opna ★★★★½ Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir sýnir. Sýningin stendur til 23. desember 2023. Opið miðvikudaga til laugardaga kl. 12-17 og sunnudaga kl. 14-17. Meira
14. desember 2023 | Menningarlíf | 1543 orð | 3 myndir

Brothætt tilvera

Skáldsaga DJ Bambi ★★★★½ Eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Benedikt, 2023. Innb., 183 bls. Meira
14. desember 2023 | Menningarlíf | 200 orð | 4 myndir

Duft besta skáldverkið

Hin árlegu bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana voru afhent í bókmenntaþættinum Kiljunni á RÚV í gærkvöldi. Íslensk skáldverk 1. Duft eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur Meira
14. desember 2023 | Fólk í fréttum | 263 orð | 1 mynd

Eva Ruza nýr sendiherra SOS Barnaþorpa

Skemmtikrafturinn og útvarpsstjarnan á K100 Eva Ruza Miljevic tók við nýju hlutverki sem velgjörðasendiherra SOS-barnaþorpanna fyrr í vikunni. Eva bætist í glæsilegan hóp en fyrir voru þau Eliza Reid, Hera Björk Þórhallsdóttir og Rúrik Gíslason Meira
14. desember 2023 | Fólk í fréttum | 573 orð | 2 myndir

Fannst vanta svör við flóknum spurningum

Sólborg Guðbrandsdóttir er meðal annars rithöfundur, tónlistarkona og leikkona og hefur að mestu leyti unnið sjálfstætt síðustu ár. Þá aðallega við ýmis skrif, fyrirlestra fyrir unglinga og þátta- og auglýsingagerð Meira
14. desember 2023 | Menningarlíf | 1171 orð | 3 myndir

Fjaran var full af ljóðum

Svo var ég að ráfa þarna um í fjörunni einn daginn og sá það að fjaran var full af ljóðum. Bókstaflega. Ég þurfti að hafa mig allan við til að grípa þau. Ég hafði engan annan pappír á mér en tékkhefti – og skrifaði þau aftan á eyðublöðin Meira
14. desember 2023 | Menningarlíf | 604 orð | 3 myndir

Fjörleg en margslungin

Ungmennabók Návaldið ★★★★· Eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson. Vaka-Helgafell, 2023. Innb., 336 bls. Meira
14. desember 2023 | Menningarlíf | 989 orð | 1 mynd

Frá fyrsta til síðasta blóðdropa

„Ég hélt náttúrlega að útgefandinn minn væri að grínast í mér,“ segir Ester Hilmarsdóttir ljóðskáld sem á dögunum var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna fyrir ljóðabókina Fegurðin í flæðinu, hennar fyrstu bók Meira
14. desember 2023 | Menningarlíf | 174 orð | 2 myndir

Hafsteinn og Kristín heiðruð

Hafsteinn Austmann og Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá voru kosin heiðursfélagar Félags íslenskra myndlistarmanna, FÍM, á aðalfundi félagsins sem haldinn var … Meira
14. desember 2023 | Menningarlíf | 1068 orð | 3 myndir

Handanheimar og veruleiki

Skáldsaga Dúnstúlkan í þokunni ★★★½· Eftir Bjarna M. Bjarnason. Veröld, 2023. Innb., 336 bls. Meira
14. desember 2023 | Menningarlíf | 122 orð | 1 mynd

Mozart við kertaljós í fjórum kirkjum

Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin. „Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart í 31 ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu Meira
14. desember 2023 | Menningarlíf | 321 orð | 2 myndir

Sjö tilnefningar

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru kunngjörðar í Kiljunni á RÚV í gærkvöldi. Að verðlaununum stendur Bandalag þýðenda og túlka í samstarfi við Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda Meira
14. desember 2023 | Menningarlíf | 1161 orð | 3 myndir

Umdeildur athafnamaður

Ævisaga Sveinn Benediktsson: Ævisaga brautryðjanda og athafnamanns ★★★★· Eftir Steinar J. Lúðvíksson. Ugla, 2023. Innb., 441 bls., myndir, skrár. Meira

Umræðan

14. desember 2023 | Pistlar | 433 orð | 1 mynd

Hjartalaus ríkisstjórn

Yfir 30% fatlaðs fólks á Íslandi berjast um í rammgerðri fátæktargildru sem þau geta með engu móti brotist úr. Þetta kemur fram í kolsvartri skýrslu sem Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins framkvæmdi í samstarfi við Öryrkjabandalag Íslands Meira
14. desember 2023 | Aðsent efni | 431 orð | 1 mynd

Horfumst í augu við niðurstöðurnar

Það er eðlilegt að borgarstjórn geri þá kröfu að kerfin sem við stýrum og fjármögnum skili árangri. Meira
14. desember 2023 | Aðsent efni | 669 orð | 1 mynd

Hvernig kerfið á að virka?

Hvers virði eru lífsgæði mín og annarra í svipaðri stöðu? Ég svara: Þau eru ómetanleg, bæði fyrir okkur og fjölskyldur okkar! Meira
14. desember 2023 | Aðsent efni | 160 orð | 1 mynd

Hvert fór raunhyggjan?

Hagkerfið á að geta verið nokkuð bratt í okkar gjöfula landi. En til þess þarf skarpt aðhald og góða framtíðarsýn. Lífeyrissjóðirnir eru sagðir hafa tapað hundruðum milljarða á skömmum tíma, svipar til hrunáranna ef rétt er Meira
14. desember 2023 | Aðsent efni | 658 orð | 1 mynd

Miðstýring og leyndarhyggja féllu á PISA-prófi

Þetta eru ekki bara tölur á blaði. Þetta eru því miður vísbendingar um mannleg örlög á allra næstu árum. Meira
14. desember 2023 | Aðsent efni | 493 orð | 1 mynd

Nýtum PISA-niðurstöðurnar til að bæta skólastarf

Vandi grunnskólakerfisins verður ekki leystur með meiri miðstýringu og enn einni ríkisstofnuninni. Mæla þarf það sem virkar og það sem virkar ekki. Meira
14. desember 2023 | Aðsent efni | 740 orð | 1 mynd

Skömmtunarstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Má takmarka mannréttindi einstaklinga og afnema þau með lögum ef það er talið „stuðla að betra lífi fjöldans“? Meira

Minningargreinar

14. desember 2023 | Minningargreinar | 2355 orð | 1 mynd

Bryndís Guðbjartsdóttir

Bryndís Guðbjartsdóttir fæddist í Reykjavík 28. júlí 1949. Hún lést á HSU á Selfossi 28. nóvember 2023. Foreldrar Bryndísar voru Guðbjartur Erlingsson strætisvagnabílstjóri, f. 1901, d. 1963, og Sigurborg Magnúsdóttir húsfreyja, f Meira  Kaupa minningabók
14. desember 2023 | Minningargreinar | 1731 orð | 1 mynd

Elín Andrésdóttir

Elín Andrésdóttir ræstitæknir og gangavörður í Snælandsskóla, Selbrekku 5, Kópavogi, fæddist í Fagradal í Vopnafirði 9. september 1943. Hún lést á Hrafnistu Skógarbæ 1. desember 2023. Foreldrar Elínar voru Guðrún Halldórsdóttir, húsfreyja í Fagradal, f Meira  Kaupa minningabók
14. desember 2023 | Minningargreinar | 2535 orð | 1 mynd

Helgi Gíslason

Helgi Gíslason fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1940. Hann lést þar 26. nóvember 2023. Foreldrar hans voru Bjarndís Tómasdóttir, f. 28. október 1907, d. 22. ágúst 1998, og Gísli Ólafsson, aðalgjaldkeri Rafmagnsveitu Reykjavíkur, f Meira  Kaupa minningabók
14. desember 2023 | Minningargreinar | 2030 orð | 1 mynd

Sigríður Þóroddsdóttir

Sigríður Þóroddsdóttir fæddist á Ekru í Vestmannaeyjum 8. september 1943. Hún lést á HSU Vestmannaeyjum 6. desember 2023. Foreldrar Sigríðar voru hjónin Þóroddur Ólafsson vélstjóri, f. 1. júní 1900, d Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

14. desember 2023 | Sjávarútvegur | 289 orð | 1 mynd

56 þúsund tonn af þorski í land

Frá upphafi nýs fiskveiðiárs 1. september hafa íslensku fiskiskipin landað 56.259 tonnum af þorski sem er um það bil þriðjungur af þeim 168.467 tonnum sem úthlutað var heimildum fyrir. Þá hafa skipin einnig landað tæpum þriðjungi af þeim tæplega 62… Meira
14. desember 2023 | Sjávarútvegur | 532 orð | 1 mynd

Ekki útséð um að deilan leysist án átaka

Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) mun ekki taka ákvörðun um mögulegar vinnustöðvanir í tengslum við kjaraviðræður við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) fyrr en eftir áramót. VM tilkynnti 6 Meira

Viðskipti

14. desember 2023 | Viðskiptafréttir | 96 orð | 1 mynd

Guðjón lætur af störfum sem forstjóri Reita í vor

Guðjón Auðunsson hefur greint stjórn Reita frá því að hann muni láta af störfum sem forstjóri félagsins í framhaldi af aðalfundi þess 6. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reitum til Kauphallarinnar Meira
14. desember 2023 | Viðskiptafréttir | 168 orð | 1 mynd

Orkuveita Reykjavíkur fær lán hjá NIB

Orkuveita Reykjavíkur (OR) og Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hafa samið um græna lánsfjármögnun bankans á orku- og veituframkvæmdum upp á 100 milljónir bandaríkjadala, eða 13,8 milljarða íslenskra króna Meira
14. desember 2023 | Viðskiptafréttir | 498 orð | 1 mynd

Ríkið vill meiri samkeppi

Arinbjörn Rögnvaldsson arir@mbl.is Meira

Daglegt líf

14. desember 2023 | Daglegt líf | 638 orð | 6 myndir

Nýtni er systrunum í blóð borin

Við systur höfum nokkur undanfarin ár komið saman að hausti og búið til fuglamat fyrir fugla vetrarins, en það á upphaf sitt í því að við vorum saman í sláturgerð og þó nokkur mör var afgangs sem okkur langaði að nýta Meira

Fastir þættir

14. desember 2023 | Í dag | 12 orð | 1 mynd

100 ára

Sigrún Haraldsdóttir frá Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði á 100 ára afmæli í dag. Meira
14. desember 2023 | Í dag | 266 orð

Af kerlingunni, Flosa og Atla Heimi

Það var kærkomin heimsókn að fá Steinunni P. Hafstað í hús með nýútkomna bók sína „Fáeinar færslur úr dagbók kerlingar“. Þar er samansafn hressilegra og opinskárra dagbókarfærslna mjög í anda Steinunnar sem prýddar eru kveðskap kerlingarinnar Meira
14. desember 2023 | Í dag | 736 orð | 2 myndir

Bóklestur og tónlistargrúsk

Egill Arnarson er fæddur 14. desember 1973 í Reykjavík og ólst þar upp en frá fimm til tíu ára aldurs í Lyon í Frakklandi. „Það voru viðbrigði að fara þangað en líka viðbrigði að koma heim. En auðvitað er mjög fínt að hafa kynnst öðru landi og … Meira
14. desember 2023 | Dagbók | 185 orð | 1 mynd

Er hún það eða er hún það ekki?

Senn koma jól og því tímabært að bera árlegt bitbeinið á borð, brýna hnífinn og skera úr deilunni fyrir fullt og malt. Ágreiningsefnið er – og haltu þér í flibbahnappinn: Er Die Hard jólamynd eða er hún það ekki? Svarið er augljóst, segir… Meira
14. desember 2023 | Í dag | 147 orð | 1 mynd

Gunnar Ingi Reykjalín Sveinsson

40 ára Gunnar Ingi er Reykvíkingur en elur nú manninn í Mosfellsbæ ásamt fjölskyldu sinni. Hann er menntaður framhaldsskólakennari en starfar sem vörustjóri hjá Stafrænu Íslandi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem hann leiðir stafræna vegferð opinberrar þjónustu Meira
14. desember 2023 | Dagbók | 33 orð | 1 mynd

Kertaljós og raforkuskömmtun

Alþingi fer senn í jólafrí, en þingmennirnir Bergþór Ólason í Miðflokki og Hanna Katrín Friðriksson í Viðreisn ræða um fjárlagaafgreiðslu og hvort landsmanna bíði raforkuskömmtun eða jól og langur vetur við kertaljós ein. Meira
14. desember 2023 | Í dag | 176 orð

Röng ágiskun. V-AV

Norður ♠ ÁKG8 ♥ 7 ♦ ÁD6 ♣ K8653 Vestur ♠ 109 ♥ ÁK8543 ♦ 109 ♣ D104 Austur ♠ D ♥ DG1096 ♦ KG873 ♣ 97 Suður ♠ 765432 ♥ 2 ♦ 542 ♣ ÁG2 Suður spilar 4♠ Meira
14. desember 2023 | Í dag | 162 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Be7 4. Rgf3 Rf6 5. e5 Rfd7 6. Bd3 c5 7. c3 b6 8. De2 a5 9. a4 Ba6 10. Bb5 Dc8 11. 0-0 Rc6 12. dxc5 bxc5 13. He1 0-0 14. Rf1 c4 15. Bxc6 Dxc6 16. Rd4 Db6 17. Dg4 Kh8 18. Rg3 Rc5 19 Meira
14. desember 2023 | Dagbók | 87 orð | 1 mynd

Stefna beinustu leið til Hollywood

Frændurnir Alexander Björnsson og Halldór Snær Óskarsson eru starfsmenn Húsasmiðjunnar en eru að slá í gegn á samfélagsmiðlum. Þeir voru gestir í Ísland vaknar þar sem þeir ræddu hina óvæntu frægð og athygli Meira
14. desember 2023 | Í dag | 62 orð

Þegar maður reiðist gæti maður orðað það á ýmsa vegu ef reiðin bæri…

Þegar maður reiðist gæti maður orðað það á ýmsa vegu ef reiðin bæri málfarsáhugann ekki ofurliði. Það fýkur í mig er ein útgáfan. Orðasambandið er ekki ljósara en svo að einhverjum finnst eðlilegra að það „fjúki í mér“ Meira

Íþróttir

14. desember 2023 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Arnór valinn maður leiksins

Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, var valinn maður leiksins hjá Blackburn Rovers eftir sigur liðsins á Bristol City, 2:1, í ensku B-deildinni. Arnór skoraði þar fyrsta mark leiksins og var líflegur í sóknarleik Blackburn Meira
14. desember 2023 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Draga Blikar liðið úr keppni?

Þrír öflugir leikmenn hafa yfirgefið kvennalið Breiðabliks í körfubolta. Þær Þórdís Jóna Kristjánsdóttir, Brooklyn Pannell og Ragnheiður Einarsdóttir sögðu upp samningum sínum við félagið. Eftir stendur því fámennur hópur og Heimir Snær Jónsson,… Meira
14. desember 2023 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Elvar gefur ekki kost á sér á EM

Elvar Ásgeirsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni, gefur ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir Evrópumótið í Þýskalandi í janúar. Elvar og eiginkona hans eiga von á sínu öðru barni í janúar og… Meira
14. desember 2023 | Íþróttir | 1166 orð | 2 myndir

Horfir sáttur yfir árið

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er mjög sáttur við stigasöfnun íslenska liðsins í síðasta landsleikjaglugga. Íslenska liðið hafði betur gegn Wales í Cardiff, 2:1, hinn 1 Meira
14. desember 2023 | Íþróttir | 260 orð | 1 mynd

Í kvöld leikur karlalið Breiðabliks í fótbolta sinn sextánda og síðasta…

Í kvöld leikur karlalið Breiðabliks í fótbolta sinn sextánda og síðasta Evrópuleik á þessu ári en Blikar mæta þá Zorya frá Úkraínu í pólsku borginni Lublin, nálægt úkraínsku landamærunum. Kópavogsliðið hefur nú sett nýtt Íslandsmet í leikjafjölda á einu tímabili Meira
14. desember 2023 | Íþróttir | 232 orð | 2 myndir

Ísland vann bikarinn

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tryggði sér í gærkvöldi sigur í Forsetabikar HM 2023 í Frederikshavn í Danmörku með því að leggja Lýðveldið Kongó að velli, 30:28, í úrslitaleik. Um leið varð ljóst að Ísland hafnar í 25 Meira
14. desember 2023 | Íþróttir | 133 orð

KR heimsækir Íslandsmeistarana

Sex áhugaverðar viðureignir úrvalsdeildarliða verða á dagskrá í átta liða úrslitunum í bikarkeppni karla og kvenna 20.-22. janúar en dregið var til þeirra í gær. Í bikarkeppni karla er KR eina liðið utan úrvalsdeildar sem eftir er í keppninni og KR-ingar þurfa að heimsækja Íslandsmeistara Tindastóls Meira
14. desember 2023 | Íþróttir | 133 orð

Ólympíuíshokkí í Laugardalnum

Ísland leikur í kvöld klukkan 19 fyrsta leikinn í undankeppninni í íshokkí karla fyrir Vetrarólympíuleikana 2026, gegn Suður-Afríku í Skautahöllinni í Laugardal. Fjögur lið eru í riðlinum og eitt þeirra kemst áfram en Ísland mætir Búlgaríu annað kvöld og loks Eistlandi á sunnudaginn Meira
14. desember 2023 | Íþróttir | 62 orð | 1 mynd

Vill gefa Óskari Hrafni vinnufrið

Jostein Grindhaug hefur látið af störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá norska knattspyrnufélaginu Haugesund. Ástæðan fyrir brotthvarfi Grindhaug er koma Óskars Hrafns Þorvaldssonar til félagsins Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.