Greinar þriðjudaginn 2. janúar 2024

Fréttir

2. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 339 orð | 1 mynd

Áskorun að staðsetja varnargarð

„Það er áskorun, það verður að segjast eins og er,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, spurður hvort erfitt sé að spá um hvar reisa eigi varnargarð við Grindavík vegna þess hve fljótt aðstæður breytast á svæðinu Meira
2. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Barokkveisla nýja ársins

Tónleikar undir yfirskriftinni „Barokkveisla nýja ársins“ verða haldnir annað árið í röð í Dómkirkjunni á morgun, 3. janúar, kl. 20. „Flutt verða hátíðleg og skemmtileg verk frá barokktímanum eftir Vivaldi, Telemann, Locatelli, Buxtehude og Händel,“ segir í kynningartexta Meira
2. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 363 orð | 2 myndir

Draumi líkast að fá að vera heima

„Þetta var frábært. Það var draumi líkast að fá að vera heima hjá sér um hátíðirnar,“ segir Magni Freyr Emilsson, málari og Grindvíkingur. Hann varði áramótunum heima hjá sér í Grindavík með eiginkonu sinni og fjórum börnum Meira
2. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 333 orð | 1 mynd

Enginn þjóðhöfðingi setið skemur

Guðni Th. Jóhannesson hættir sem forseti Íslands, samanber yfirlýsingu hans í nýársávarpi í gær um að hann yrði ekki í endurkjöri þegar öðru kjörtímabili hans lýkur nú í sumar. Þar minnti hann á að í framboði sínu 2016 hefði hann sagst ætla að vera… Meira
2. janúar 2024 | Fréttaskýringar | 741 orð | 3 myndir

Fjölgunin reyndist hraðari en búist var við

Á fyrri hluta ársins ætti íbúatala á Íslandi að ná 400 þúsund en samkvæmt tölum sem miðað er við þá vantar rúmlega 1.000 manns upp á. Fjölgunin síðasta áratuguinn hefur orðið hraðari en búist var við Meira
2. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Flugeldar lýstu upp himininn

Við áramót fagnar þjóðin iðulega komandi ári með því að skjóta upp flugeldum. Nýafstaðin áramót eru engin undantekning og fundu björgunarsveitir landsins fyrir því að flugeldasalan hefði farið betur af stað í ár en í fyrra Meira
2. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Forseti heiðraði 14 á Bessastöðum

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sæmdi 14 slendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Er þetta í síðasta sinn sem Guðni veitir fálkaorður á nýársdag en í ávarpi sínu í gær kvaðst hann ekki mundu… Meira
2. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 75 orð

Gera Sjáland að líkamsræktarstöð

World Class hefur fest kaup á byggingunni Sjálandi í Garðabæ og hyggst stækka húsið umtalsvert og breyta í fyrsta flokks líkamsræktarstöð. Áfram verður rekinn veitingastaður í byggingunni en teikningar gera m.a Meira
2. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 221 orð | 2 myndir

Heimsmarkmið skapi umræðu

Í tilefni af 75 ára afmæli Félags Sameinuðu þjóðanna Íslandi sem er um þessar mundir er nú efnt til samkeppni meðal nemenda í 8.-10. bekk grunnskóla svo og framhaldsskóla um mikilvægi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna Meira
2. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Horfast þurfi í augu við vandann

Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segist sammála öllum sjálfstæðismönnum um að horfast þurfi í augu við rót vandans í orkumálum, þegar hún er spurð um afstöðu til ummæla Jóns Gunnarssonar Meira
2. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Jarðskjálftarnir vel á þriðja hundrað

Á fyrstu 21 klukkustund nýs árs mældust um 220 skjálftar milli kvikugangsins og Grindavíkur að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Stærsti skjálftinn var 1,7 að stærð, svo þetta eru allt smáskjálftar,“ segir hann Meira
2. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 387 orð | 3 myndir

Kristján spenntur

Kór Akraneskirkju verður með nýárstónleika í Bíóhöllinni á Akranesi klukkan 20 á morgun, miðvikudaginn 3. janúar. Einsöngvararnir Björg Þórhallsdóttir sópran, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran og Kristján Jóhannsson tenór syngja með kórnum en Hilmar Örn Agnarsson, organisti kirkjunnar, er kórstjóri Meira
2. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Listaverk lýsir upp skammdegið

Þessa dagana sést verk eftir myndlistarmanninn Harald Jónsson á rúmlega 500 skjáum um alla borg, bæði skjáum í strætóskýlum og stórum skjáum við fjölfarnar götur. Reikna má með að yfir 80 prósent höfuðborgarbúa sjái verkið dag hvern Meira
2. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 339 orð | 1 mynd

Merki faraldurs sjást ekki enn

Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Embætti landlæknis (EL) er með til skoðunar mál er varða skammtastærðir ADHD-lyfsins Elvanse. Í svari við skriflegri fyrirspurn Morgunblaðsins til EL segir að embættinu hafi borist vísbendingar um að of stórir skammtar hafi verið skrifaðir út. Meira
2. janúar 2024 | Erlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Mikið tjón eftir tugi jarðskjálfta

Minnst fjórir létu lífið í öflugum jarðskjálfta sem reið yfir Ishikawa-hérað í Japan í gær. Öflugasti skjálftinn mældist 7,5 að stærð og var í kjölfarið gefin út flóðbylgjuviðvörun. Japönsk yfirvöld segja að stærsti jarðskjálftinn hafi einungis… Meira
2. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Mikil og dýrmæt reynsla á Jamaíka

Knattspyrnuþjálfarinn Heimir Hallgrímsson hefur gert góða hluti með karlalandslið Jamaíka frá því hann tók við stjórnartaumunum hjá landsliðinu í september árið 2022. „Þetta hefur verið mikil og dýrmæt reynsla en á sama tíma hefur þetta verið… Meira
2. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Mikil tímamót hjá Dönum í janúar

Margrét Þórhildur Danadrottning tilkynnti í ávarpi sínu til dönsku þjóðarinnar á gamlársdag að hún hefði tekið þá ákvörðun að afsala sér völdum eftir 52 ár sem drottning. Sonur hennar Friðrik krónprins verður krýndur Friðrik X Danakonungur hinn 14 Meira
2. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 467 orð | 1 mynd

Náttúran er vöktuð á ótrúlegum tímum

Fjölgað verður á næstunni í þeim hópi sem sinnir náttúruvárvöktun á Veðurstofu Íslands. Auglýst var á dögunum eftir fólki og innan tíðar verða sérfræðingarnir í þessum störfum orðnir alls fimmtán talsins Meira
2. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Nokkur hús rýmd á Seyðisfirði

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er í viðbragðsstöðu vegna ofanflóðahættu á Seyðisfirði. Veðurstofa lýsti yfir óvissustigi í gær undir Strandartindi og hafa nokkur hús verið rýmd. „Um er að ræða viðbúnað gagnvart veðurspá Meira
2. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Rólegheit á fyrsta degi ársins 2024

Það var enginn asi á gestum Sjóbaðanna á Húsavík í gær, nýársdag. Þeir sem leið sína lögðu í Sjóböðin slökuðu á í heitum sjónum og settu sér ef til vill markmið fyrir nýtt ár, eða skoluðu einfaldlega af sér slenið eftir gott áramótateiti Meira
2. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Sorpa tekur yfir söfnun á textíl

Sorpa mun taka við söfnun á textíl á grenndar- og endurvinnslustöðvum nú um áramótin. Þetta kemur fram í minnisblaði sem lagt var fram á síðasta stjórnarfundi Sorpu. Samkvæmt því hefur tæknimannahópur sveitarfélaga og Sorpu lýst þeirri afstöðu sinni … Meira
2. janúar 2024 | Fréttaskýringar | 518 orð | 4 myndir

Stígur niður úr hásætinu

Sviðsljós Kristján Jónsson kris@mbl.is Hinn 14. janúar mun Friðrik krónprins setjast í hásæti dönsku koungsfjölskyldunnar og taka við embætti sem Friðrik 10. Danakonungur. Margrét Þórhildur Danadrottning tilkynnti í nýársávarpi sínu á gamlársdag að hún hefði tekið þá ákvörðun að láta gott heita og afsala sér völdum. Meira
2. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 1038 orð | 4 myndir

Stofnun með stafrænar höfuðstöðvar

Land og skógur, þekkingarstofnun á sviði gróður- og jarðvegsauðlinda, varð formlega til nú um áramótin og starfsemi hefst í dag. Skógræktin og Landgræðslan heyra nú sögunni til en mynda kjarnann í nýrri stofnun sem hefur engar formlegar höfuðstöðvar Meira
2. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 844 orð | 3 myndir

Tilbúin í biskupskjör

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Meira
2. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 528 orð | 3 myndir

Tilbúin að endurskoða gjaldskrár

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Meira
2. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 417 orð | 2 myndir

Útlendingarnir nú í meirihluta

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Alls 61,8% íbúa í Mýrdalshreppi eru með erlent ríkisfang og hvergi á landinu er hlutfallið jafn hátt og þar eystra. Í Mýrdalnum, þar sem Víkurþorp er kjarninn, búa í dag 976 manns og af þeim eru erlendir ríkisborgarar 603 talsins. Íslendingar sem búa í sveitarfélaginu eru 373 eða 38,2%. Verulega hallar svo á konurnar í hópi Mýrdælinga; þær er 335 en karlarnir 431. Meira
2. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 175 orð

Ætlað að verja Grindavík

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist telja að ekkert verði því til fyrirstöðu að vinna geti hafist við uppbyggingu varnargarðs við Grindavík í dag. Undirbúningsvinna sé hafin, vélar og efni á staðnum Meira

Ritstjórnargreinar

2. janúar 2024 | Staksteinar | 236 orð | 1 mynd

„Lekinn“ má ekki tefja málið

Augljóst er að mikill vandi er kominn upp í orkumálum hér á landi þó að ekki vilji allir kannast við að öryggi sé ógnað eða neyðarástand yfirvofandi. Þá er augljóst að orsök vandans um þessar mundir er skortur á uppbyggingu virkjana þó að ekki vilji allir heldur kannast við það og telji mikið hafa verið gert á því sviði á undanförnum árum. Meira
2. janúar 2024 | Leiðarar | 652 orð

Styttist í vaxtalækkun

Borgin getur hjálpað, en fylgja breytingunni hjá borginni einhverjar breytingar? Meira

Menning

2. janúar 2024 | Menningarlíf | 1287 orð | 2 myndir

Gleðilegasta stundin í borgarstjórn

Árið 1985 áttu Íslendingar sterkasta mann og fallegustu konu í heimi. Jón Páll Sigmarsson vann titilinn sterkasti maður heims og Hólmfríður Karlsdóttir var krýnd ungfrú heimur Meira
2. janúar 2024 | Menningarlíf | 329 orð | 4 myndir

Kvikmyndir ársins

The Banshees of Inisherin „Hér fléttast listilega saman ólíkir þræðir: bleksvart spaug, ráðgáta, sorg, hryllingur og á stundum er ævintýralegur blær yfir öllu saman.“ HSS Barbie „Leikstjóranum Gretu Gerwig tókst að gera ótrúlega… Meira

Umræðan

2. janúar 2024 | Aðsent efni | 661 orð | 1 mynd

Áramótaheit með viti

Gerum fólki og fyrirtækjum kleift að gera raunhæfar framtíðaráætlanir, náum niður verðbólgu og sköpum skilyrði til vaxtalækkunar. Meira
2. janúar 2024 | Aðsent efni | 1021 orð | 1 mynd

Heilsutengdar forvarnir – Lög og skuldbinding

Heilsa er helsta forspárgildi um lífshamingju og lífsgæði hvers einstaklings. Meira
2. janúar 2024 | Aðsent efni | 532 orð | 1 mynd

Kisulóran Kittý undir jólatrénu

Kisulóran Kittý undir jólatrénu er pólsk teiknimynd fyrir börn sem var frumsýnd í Reykjavík. Meira
2. janúar 2024 | Aðsent efni | 826 orð | 1 mynd

Orkuskortur kostar 520 milljónir !

Olíunotkun 15-faldast vegna orkuskorts og verður 3,4 milljónir lítra. Vinna má bug á sóun fjármuna og mengun með virkjun innlendrar orku Meira
2. janúar 2024 | Pistlar | 433 orð | 1 mynd

Tröllin á glugganum

Þekkirðu ekki drauginn á glugganum? spyr Jóhannes úr Kötlum í ljóði sem kom út á fjórða áratug síðustu aldar. Ljóðið fjallar um þau öfl sem hatrið hafði þá vakið upp úr gröfum miðalda í Evrópu. Skáldið reyndist um þetta sannspátt þegar álfan féll í… Meira
2. janúar 2024 | Aðsent efni | 520 orð | 1 mynd

Um jafnræði trú- og lífsskoðunarfélaga

Farsæl fjölmenning byggist á þeirri forsendu að trúfélög, stór sem smá, geti starfað og blómstrað án íþyngjandi lagaumhverfis. Meira

Minningargreinar

2. janúar 2024 | Minningargreinar | 2628 orð | 1 mynd

Árný Björnsdóttir

Árný Björnsdóttir fæddist í Brekku í Glerárþorpi á Akureyri 2. september 1941. Hún lést á bráðamóttöku Landspítalans 5. desember 2023. Árný ólst upp í Glerárþorpi á Akureyri, í hópi sex systkina. Foreldrar hennar voru Björn Hallgrímsson, f Meira  Kaupa minningabók
2. janúar 2024 | Minningargreinar | 1800 orð | 1 mynd

Erling Laufdal Jónsson

Erling Laufdal Jónsson fæddist í Reykjavík 21. desember 1954. Hann lést á sjúkrahúsi í Taílandi 2. desember 2023. Foreldrar Erlings voru Jón Kristinn Tómas Ólafsson frá Leirum undir Eyjafjöllum, verkamaður, sjómaður og síðar verslunarmaður í Reykjavík, f Meira  Kaupa minningabók
2. janúar 2024 | Minningargreinar | 815 orð | 1 mynd

Jóhanna Sigríður Sverrisdóttir

Jóhanna Sigríður Sverrisdóttir fæddist á Stöðvarfirði 12. maí 1950. Hún lést á Hrafnistu Skógarbæ 4. des. 2023. Foreldrar hennar voru Ljósbjörg Guðlaugsdóttir frá Skagaströnd, f. 7. nóv. 1924, d. 11 Meira  Kaupa minningabók
2. janúar 2024 | Minningargreinar | 1459 orð | 1 mynd

Kristján Eiríksson

Kristján Eiríksson fæddist á Hverfisgötu 47 í Reykjavík 4. apríl 1951. Hann lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Boðaþingi 2. desember 2023. Foreldrar hans voru Eiríkur Þorgrímsson, f. 1926, frá Selnesi á Breiðdalsvík og Guðlaug Kristjánsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
2. janúar 2024 | Minningargrein á mbl.is | 1466 orð | 1 mynd | ókeypis

Steinunn Jóhanna Sigfúsdóttir

Steinunn Jóhanna Sigfúsdóttir fæddist 24 mars 1967 á Sólvangi í Hafnarfirði og ólst upp á Holtsgötu 5 þar í bæ. Steinunn lést 18. janúar 2024.Foreldrar Steinunnar eru Sigfús Tómasson, f. 2. ágúst 1944, d. Meira  Kaupa minningabók
2. janúar 2024 | Minningargreinar | 604 orð | 1 mynd

Tryggvi Kristjánsson

Tryggvi Kristjánsson fæddist í Keflavík 7. október 1959. Hann lést í Bólivíu 6. ágúst 2022. Foreldrar Tryggva voru hjónin Þórheiður Guðbjörg Kristjánsdóttir, f. 1. nóvember 1936, d. 5. október 2018 og Kristján Guðleifsson, f Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

2. janúar 2024 | Viðskiptafréttir | 163 orð | 1 mynd

Lífsmark með fasteignamarkaði Kína

Verð nýrra íbúða í Kína hækkaði lítillega í desember og var það fjórði mánuðurinn í röð sem markaðurinn var ekki á niðurleið. Að sögn Reuters mældist verðhækkunin í desember 0,1% á milli mánaða og 0,05% í nóvember Meira
2. janúar 2024 | Viðskiptafréttir | 568 orð | 4 myndir

Sjáland verði ný líkamsræktarstöð

Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í síðustu viku gerði líkamsræktarstöðvakeðjan World Class samning um kaup á byggingunni Sjálandi við Vífilsstaðaveg í Garðabæ. Þar var um árabil til húsa samnefndur veitingastaður og veislusalur en byggingin þykir einkar vel staðsett við sjávarsíðuna og með fallegt útsýni yfir Arnarnesvoginn en vinsæl göngu- og hjólaleið liggur á milli byggingarinnar og strandarinnar. Meira

Fastir þættir

2. janúar 2024 | Í dag | 43 orð | 1 mynd

Darri Þór Gústafsson, Garðar Freyr Gunnlaugsson og Kristinn Þór Sigurðsson…

Darri Þór Gústafsson, Garðar Freyr Gunnlaugsson og Kristinn Þór Sigurðsson gengu í hús og söfnuðu dósum til styrktar neyðarsöfnun Rauða krossins vegna jarðhræringa í Grindavík. Þeir söfnuðu samtals 46.000 kr Meira
2. janúar 2024 | Í dag | 178 orð

Fótgönguliðarnir. S-Allir

Norður ♠ 2 ♥ DG8652 ♦ G9753 ♣ 2 Vestur ♠ 10943 ♥ 42 ♦ D64 ♣ DG97 Austur ♠ ÁK85 ♥ Á9 ♦ K102 ♣ 10653 Suður ♠ DG76 ♥ K107 ♦ Á8 ♣ ÁK84 Suður spilar 4♥ Meira
2. janúar 2024 | Dagbók | 195 orð | 1 mynd

Jólakveðja frá Skarphéðni litla

Það var merkilega róandi að hlusta á jóla- og nýárskveðjur lesnar í Ríkisútvarpinu. Þetta hefði átt að vera tilbreytingarlaust, dauflegt og hundleiðinlegt útvarpsefni en var þvert á móti upplífgandi, fallegt og yndislegt Meira
2. janúar 2024 | Í dag | 287 orð

Ljót var löppin

Þessi staka fylgdi ráðningu Helga R. Einarssonar á laugardagsgátunni: Haustið liðið, hækkar á himni blessuð sólin. Hlýjar kveðjur okkur frá allir fá um jólin. Og með sinni lausn sendi Erla Sigríður Sigurðardóttir þessa limru til gamans: Ljót var nú löppin hans Dóra, og læknirinn ekkert að slóra Meira
2. janúar 2024 | Dagbók | 92 orð | 1 mynd

Saman á toppnum 59 árum síðar

Í desember árið 1964 voru stórhljómsveitirnar The Rolling Stones og Bítlarnir báðar með lög á vinsældalista Billboard. Bítlarnir með lagið I Feel Fine og The Rolling Stones með lagið Time Is on My Side Meira
2. janúar 2024 | Í dag | 180 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 a6 5. Rf3 b5 6. c5 g6 7. Re5 Bg7 8. Bd3 0-0 9. f4 b4 10. Ra4 Rfd7 11. 0-0 f6 12. Rf3 f5 13. Rg5 Rf6 14. Rb6 Ha7 15. Bd2 h6 16. Rf3 a5 17. Re5 Kh7 18. a3 bxa3 19. Hxa3 Rfd7 20 Meira
2. janúar 2024 | Dagbók | 10 orð

Skjár 1 02.01.2024 þri.

17.00 Óbyggðirnar kalla 19.00 Sveitafjör 21.00 Óvinasvæði 23.00 Borgari Cohn Meira
2. janúar 2024 | Í dag | 82 orð | 1 mynd

Susanne Lieske

40 ára Susanne er frá Frankfurt í Þýskalandi. Hún kom fyrst til Íslands 2003 en flutti hingað 2009 og býr á Akureyri. Susanne er líffræðingur að mennt og vinnur í gæðaeftirliti hjá Mjólkursamsölunni Meira
2. janúar 2024 | Í dag | 48 orð

Tímarnir breytast og batna þá stundum. Í Ísl. orðabók er fyrri merking…

Tímarnir breytast og batna þá stundum. Í Ísl. orðabók er fyrri merking orðsins neyðarbrauð bókstaflega fæða sem borðuð er sökum neyðar eða örbirgðar. Þar næst kemur merkingin neyðarúrræði, vont úrræði, slæmur kostur Meira
2. janúar 2024 | Í dag | 568 orð | 3 myndir

Vann hjá Alla ríka frá átta ára aldri

Emil Karlsson Thorarensen fæddist 1. janúar 1954, fyrsti Íslendingur þess árs, og varð því sjötugur í gær. Hann fæddist á Gjögri í Árneshreppi og ólst þar upp til 1962 en síðan á Eskifirði. „Ég á mjög indælar minningar frá Gjögri og hefði ekki … Meira

Íþróttir

2. janúar 2024 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Albert í ensku úrvalsdeildina?

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er á óskalista enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa. Það er ítalski miðillinn Tuttosport sem greinir frá þessu en Albert, sem er 26… Meira
2. janúar 2024 | Íþróttir | 415 orð | 2 myndir

Knattspyrnumaðurinn Thomas Partey er ekki í leikmannahóp Gana fyrir…

Knattspyrnumaðurinn Thomas Partey er ekki í leikmannahóp Gana fyrir Afríkumótið sem hefst hinn 13. janúar á Fílabeinsströndinni. Partey, sem er þrítugur, hefur verið frá keppni vegna meiðsla undanfarna mánuði en hann á að baki 47 A-landsleiki og hefur verið fyrirliði landsliðsins undanfarin ár Meira
2. janúar 2024 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Landsliðsmaður í Njarðvík

Breski landsliðsmaðurinn Dwayna Lautier-Ogunleye er genginn til liðs við Njarðvík og mun leika með liðinu í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Lautier-Ogunleye, sem er 27 ára, kemur til félagsins frá Swans Gmunden í Austurríki þar sem hann skoraði… Meira
2. janúar 2024 | Íþróttir | 576 orð | 1 mynd

Liverpool með forskot á toppnum

Liverpool er með þriggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir torsóttan sigur gegn Newcastle á Anfield í Liverpool í gær. Leiknum lauk með 4:2-sigri Liverpool en toppliðinu gekk mjög illa að brjóta ísinn þrátt fyrir að… Meira
2. janúar 2024 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Oliver aftur heim á Akranes

Knattspyrnumaðurinn Oliver Stefánsson er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt ÍA á nýjan leik. Oliver, sem er 21 árs gamall, kemur til félagsins frá Breiðabliki þar sem … Meira
2. janúar 2024 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Útilokar ekki forsetaframboð

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta og leikmaður Vals í úrvalsdeildinni, útilokar ekki að bjóða sig fram til embættis forseta. Frá þessu greindi hann í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum Facebook en Björgvin Páll, sem er … Meira
2. janúar 2024 | Íþróttir | 1794 orð | 3 myndir

Önnur og jákvæðari umræða

Knattspyrnuþjálfarinn Heimir Hallgrímsson hefur gert góða hluti með karlalandslið Jamaíka frá því hann tók við stjórnartaumunum hjá landsliðinu í september árið 2022. Heimir, sem er 56 ára gamall, hafði stýrt Al-Arabi í Katar í þrjú ár áður en hann lét af störfum sumarið 2021 Meira

Ýmis aukablöð

2. janúar 2024 | Blaðaukar | 771 orð | 4 myndir

Akkúrat rétti tíminn til að breyta til

Ég var á tímamótum eftir að hafa selt veitingastaðinn minn Kopar við gömlu höfnina í Reykjavík. Veitingastaðinn rak ég og átti ásamt meðeigendum til ársins 2019, þá var tekin ákvörðun um að breyta til og takast á við ný ævintýri Meira
2. janúar 2024 | Blaðaukar | 595 orð | 1 mynd

Ákváðu að læra spænsku eftir dvöl á Tenerife

Hugmyndin kom upp þegar við vorum búin að fara tvisvar til Tenerife sama veturinn og okkur fannst rétt að kunna einhver grundvallaratriði,“ segir Sigríður, sem er menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi Hveragerðisbæjar Meira
2. janúar 2024 | Blaðaukar | 1654 orð | 6 myndir

„Eftir stóð ég andlega nakin“

„Það er sorglegt að fara í gegnum lífið og vera einhver annar en maður er sem þú getur hvort sem er aldrei orðið. Er þá ekki betra að vera 100% maður sjálfur og laða að sér þá sem eiga heima hjá þér og í þínu lífi? Fögnum því að við erum alls konar, það gerir lífið svo miklu miklu litríkara og skemmtilegra.“ Meira
2. janúar 2024 | Blaðaukar | 1435 orð | 3 myndir

„Ég er til allrar hamingju makalaus“

Er fjarnám framtíðin? „Já, en fjarnám er líka fortíðin og svo sannarlega nútíðin. Við vorum bara ekkert að spá í það fyrr en heimsfaraldurinn sparkaði í rassinn á okkur. Og þá voru það helst fyrirlestrar á myndbandi, sem mun ekki heilla næstu kynslóðir Meira
2. janúar 2024 | Blaðaukar | 1236 orð | 4 myndir

„Ég hef þurft að leggja mikla vinnu í að heila þau sár og byggja mig upp“

Elísabet hlaut nýverið styrk úr Leiklistarsjóði Brynjólfs Jóhannessonar. „Markmið sjóðsins er að styrkja unga leikara, 35 ára og yngri, til að mennta sig erlendis og auðga þar með íslenskt leikhúslíf Meira
2. janúar 2024 | Blaðaukar | 848 orð | 4 myndir

„Mánuði eftir heimkomu var ég byrjaður í flugnáminu“

Það sem heillaði mig mest við jarðfræði á sínum tíma var hversu áþreifanleg jarðfræði er miðað við margar aðrar vísindagreinar. Það sem mér líkaði best við námið sjálft var hversu mikið var gert úr verklega þættinum Meira
2. janúar 2024 | Blaðaukar | 605 orð | 1 mynd

Dragast börn sem eru alltaf á Tene aftur úr?

Á þessum árstíma er ekki úr vegi að skoða hvað megi betur fara á nýju ári og kannski velta fyrir sér hvað sé hægt að læra nýtt til sjálfseflingar. Leiðirnar eru óteljandi og skiptir máli, ef fólk vill efla sjálft sig, að það sé gaman á þessu lærdómsferðalagi Meira
2. janúar 2024 | Blaðaukar | 33 orð

Fór með bróður sínum í fjarnám

Elísabet Ólafsdóttir er nýútskrifuð með diplómu í fjarnámshönnun frá DLI í Dublin. Hún segir að það henti vel að nýta aðra hverja viku til að læra eitthvað nýtt en hún er hamingjusamlega einhleyp. Meira
2. janúar 2024 | Blaðaukar | 486 orð | 8 myndir

Kaffibolli og góð skæri ómissandi í lífinu

Ég var lengi með augastað á náminu og ákvað að nú væri rétti tíminn og ég gæti gert þetta með öðru sem ég er að vinna fast við,“ segir Ási sem sinnir einnig leiklistarkennslu og leikstýrir auk þess að sinna hlaðvarpsþættinum Meira
2. janúar 2024 | Blaðaukar | 40 orð

Var veidd í skólastjórastarfið eftir að hún flutti heim

Harpa Reynisdóttir skólastjóri Melaskóla hefur áhyggjur af slökum lesskilningi íslenskra barna og hvað það er mikið að gera hjá þeim. Hún segir að það þurfi að samræma einkunnir og segir að það sé misjafnt eftir skólum hvað A þýði nákvæmlega. Meira
2. janúar 2024 | Blaðaukar | 3562 orð | 2 myndir

Ætlaði aldrei að verða skólastjóri

Harpa segir að í sér hafi alltaf blundað skólamanneskja þótt hún hafi ekki áttað sig á því strax enda hafi hún fyrst reynt fyrir sér í öðru námi áður en hún fór að læra kennarann. „Ég er fædd og uppalin á Akureyri og útskrifaðist sem stúdent frá MA tvítug Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.