Greinar laugardaginn 6. janúar 2024

Fréttir

6. janúar 2024 | Erlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Alvarlegasta árás N-Kóreu frá 2010

Norður-Kórea gerði stórskotaliðsárás nærri tveimur eyjum Suður-Kóreu í gær, að sögn varnarmálaráðuneytisins í Seúl. Þetta er ein alvarlegasta hernaðarárás N-Kóreu frá árinu 2010 og var eyjaskeggjum gert að forða sér í skjól og ferjuferðum frestað Meira
6. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Álitið verður ekki án afleiðinga

„Álit umboðsmanns kemur mér ekki á óvart enda í samræmi við þá gagnrýni sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal ég, settum fram á stjórnsýslu ráðherra. Ég stend við það sem ég sagði, að ráðherrann kastaði blautri tusku í andlit… Meira
6. janúar 2024 | Erlendar fréttir | 696 orð | 1 mynd

Áætlun birt um framtíð Gasa

Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Varnarmálaráðherra Ísraels birti í gær tillögur um hvernig stjórnskipun skuli háttað á Gasasvæðinu eftir að hernaði Ísraelsmanna gegn Hamas-samtökunum lýkur. Meira
6. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Bæði eftirvænting og tilhlökkun

Bjarki Már Elísson, einn af reyndustu leikmönnum karlalandsliðsins í handknattleik, segir að það sé eftirvænting og tilhlökkun í landsliðshópnum sem fór til Austurríkis í gær og hefur síðan keppni á EM næsta föstudag Meira
6. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Eyjamenn kvöddu jólin með kynjaverum, tröllum og álfum

Þrettándagleði hefur verið haldin í Eyjum frá árinu 1948. Á því var engin undantekning í ár og í gærkvöldi komu Vestmannaeyingar saman til að kveðja jólin í fylgd Grýlu og Leppalúða, jólasveina, trölla, álfa, annarra kynjavera og góðra gesta Meira
6. janúar 2024 | Fréttaskýringar | 1194 orð | 2 myndir

Fengu styrk og vilja gefa til baka

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hjónin Brynja Einarsdóttir og Örn Almarsson hafa stofnað styrktarsjóðinn STAFN sem verður í vörslu styrktarsjóða Háskóla Íslands. Stofnfé sjóðsins er 50 milljónir króna og með honum verða afburðanemendur styrktir til náms í raungreinum, heilbrigðisvísindum, verkfræði- og tölvugreinum, þ. á m. gervigreind og lífupplýsingafræði. Meira
6. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Fiskur vegur þyngst í útflutningi til Kína

Fiskur og unnið fiskmeti vegur þyngst í útflutningi frá Íslandi til Kína. Verðmæti útflutningsins frá ársbyrjun 2019 er hér sýnt á grafi. Nánar tiltekið fimm verðmætustu útflutningsflokkarnir en Hagstofan tók tölurnar saman fyrir Morgunblaðið Meira
6. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 493 orð | 2 myndir

Fylgir hjartanu og áhugi og ástríða ráða för

Geisladiskabúð Valda er sérstök verslun á Laugavegi 64 og sennilega sú eina sinnar tegundar hérlendis. „Ég er hálfgerð tímaskekkja,“ segir Þorvaldur Kristinn Gunnarsson, sem hefur staðið vaktina í búð sinni í aldarfjórðung Meira
6. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 333 orð | 2 myndir

Grindavík þarf á rúllandi tekjum að halda

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Búist er við að í næstu viku muni lifna yfir allri starfsemi við Grindavíkurhöfn. „Við þurfum að fara að koma okkur aftur heim,“ segir Elvar Hreinsson hjá Klöfum hf. Fyrirtækið hefur lengi sinnt löndunarþjónustu við báta og togara frá Grindavík, en síðan í nóvember síðastliðnum hefur verið landað úr flestum þeirra í Hafnarfirði. Einstaka sinnum að undanförnu hafa bátar komið inn með afla til Grindavíkur, en slíkt telst þó til undantekninga. Meira
6. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 351 orð | 1 mynd

Hópferðir hefjast á ný til Rússlands

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þessar ferðir byrjuðu fyrst árið 2004 og þá vorum við eins konar frumkvöðlar á þessu sviði. Svo árið 2020 byrjar Covid og þá fellur allt niður og sama staða er 2022 þegar stríðið [í Úkraínu] byrjar. En ég var á Íslandi í sumar og þá fann ég fyrir miklum áhuga fólks á ferðum til Rússlands,“ segir Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Bjarmalands, í samtali við Morgunblaðið. Meira
6. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 384 orð | 1 mynd

Hvalur mun krefjast skaðabóta

„Niðurstaða umboðsmanns Alþingis er afdráttarlaus og skýr um það að ráðherra braut gegn atvinnu- og eignarréttindum Hvals og skeytti raunar engu um slík sjónarmið. Þetta er kunnuglegt stef í stjórnsýslu ráðherrans,“ segir Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals hf Meira
6. janúar 2024 | Fréttaskýringar | 705 orð | 3 myndir

Illframkvæmanlegur forkaupsréttur

Sviðsljós Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Meira
6. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 214 orð | 2 myndir

Kosningar snúast um afþreyingu

„Við erum líka alltaf að velja okk­ur afþrey­ing­ar­mögu­leika þegar við kjós­um fólk í op­in­ber­ar stöður.“ Þetta fullyrðir listamaðurinn Erna Mist sem er gestur í nýjasta þætti Spursmála en þar ræðir hún ásamt Runólfi Ágústssyni framkvæmdastjóra um forsetakosningarnar sem fram fara 1 Meira
6. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 539 orð | 1 mynd

Matvælaráðherrann braut lög með hvalveiðibanninu

Við ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að banna hvalveiðar frá júní til 1. september sl. var ekki gætt reglna stjórnsýsluréttar um meðalhóf og var hún því ekki í samræmi við lög. Reglugerðin átti sér ekki nægjanlega skýra stoð í gildandi lögum um hvalveiðar Meira
6. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Mikael Máni fagnar plötuútgáfu

Gítarleikarinn og tónskáldið Mikael Máni Ásmundsson fagnar útgáfu sinnar þriðju breiðskífu, Innermost, með útgáfutónleikum í Mengi á morgun, 7. janúar, klukkan 17. „Tónlistin á plötunni er lýrísk og minnir á köflum á kvikmyndatónlist Meira
6. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 628 orð

Minni svefnlyfjanotkun barna

Notkun svefnlyfja meðal barna jókst umtalsvert á tíu ára tímabili frá árinu 2012 til 2022 en greining á tölulegum upplýsingum um þróunina á seinustu tveimur árum gefur til kynna að notkun svefnlyfja hjá börnum hafi minnkað á seinasta ári frá árinu á undan Meira
6. janúar 2024 | Erlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Oscar Pistorius laus úr fangelsi á reynslulausn

Oscar Pistorius, gullverðlaunahafi á þremur ólympíumótum fatlaðra, hefur fengið reynslulausn og er laus úr fangelsi í heimalandi sínu Suður-Afríku Meira
6. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Rekstur í járnum

Alexander G. Eðvardsson framkvæmdastjóri Hringrásar segir það vart svara kostnaði að flytja út brotajárn frá Íslandi. „Það er alveg á mörkunum. Því miður. Tvennt hefur mest áhrif á afkomuna. Annars vegar heimsmarkaðsverð á brotajárni og hins vegar gengi krónu gagnvart evru Meira
6. janúar 2024 | Fréttaskýringar | 789 orð | 4 myndir

Rigning, Nóbell og Jesús Kristur

Baksvið Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Tíðarfar á sunnan- og vestanverðu landinu sumarið 1955 var mjög óhagstætt svo bændur þar lentu í miklum vandræðum með heyskap. Rigning hélst vikum saman og ákefð úrkomu á Suðurlandi um miðjan júlímánuð sló öll met. Ágúst var litlu skárri. Þurrir dagar í september og október björgðu því litla sem varð. „Heyfengur varð mjög rýr á óþurrkasvæðinu öllu,“ segir í uppgjöri fyrir septembermánuð sem birtist í tímaritinu Veðráttunni. Meira
6. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Skoða nýja nálgun í kjaradeilunni

Ekki dró til neinna sérstakra tíðinda á sáttafundi samninganefnda Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia hjá ríkissáttasemjara í gær. Er staðan í kjaradeilunni því óbreytt en báðir viðsemjendurnir eru þó sammála um að skoða nýja nálgun á viðfangsefnið Meira
6. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 734 orð | 2 myndir

Sprengjurnar eru viðkvæmar

Sævar Breki Einarsson saevar@mbl.is Hluti úr breskri sprengju kom í veiðarfæri ísfisktogarans Bjargar EA 7 við veiðar á Rifsbakka á dögunum og var haft samband við Landhelgisgæsluna í kjölfarið. Landhelgisgæslan staðfesti að brotið væri úr Mark XVII-sprengju, sem breski herinn notaði í seinni heimsstyrjöldinni. Um leið og í ljós kom hvað um væri að ræða hafði áhöfn togarans samband við gæsluna sem leiðbeindi áhöfninni í gegnum ferlið. Í ljós kom að engin hætta stafaði af tundurduflinu og gat Björg haldið veiðum áfram. Meira
6. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 427 orð | 1 mynd

Tæpir 14 milljarðar í hagkerfið

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Áætla má af niðurstöðum könnunar sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála gerði fyrir Faxaflóahafnir að farþegar skemmtiferðaskipa hafi skilað tæpum 14 milljörðum króna inn í hagkerfið á höfuðborgarsvæðinu í fyrra. Er það með kaupum á hótelgistingu, veitingum, afþreyingu í landi, bílaleigubílum, menningu, minjagripum og annarri verslun. Meira
6. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 61 orð

Tveir létust í umferðarslysi

Ökumaður og farþegi létust þegar tveir bílar rákust saman á Grindavíkurvegi í gær. Tilkynning um slysið barst klukkan 11.35 og voru tvö ökutæki utan vegar þegar lögregla og viðbragðsaðilar komu á vettvang Meira
6. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 564 orð

Útflutningur á mörkum þess að borga sig

Verð á brotajárni er komið á svipaðar slóðir og í mars í fyrra. Það er þó miklu lægra en í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu 24. febrúar 2022. Verðþróunin er hér sýnd á grafi en miðað er við verð á brotajárni í stálbræðslu í Tyrklandi, samkvæmt vísitölu á vef Kauphallarinnar með málma í London (LME) Meira
6. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 321 orð | 2 myndir

Vilja lög til að ýta við virkjunum

„Þetta er orðið þjóðaröryggismál […] það þarf lagasetningu. Þess vegna er kannski líka ákall um að ráðherrann leggi fram mál sem tengjast þessu.“ Svofelldum orðum fer Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins um þá stöðu sem upp er komin í orkumálum þjóðarinnar Meira
6. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Vindorka heyrir áfram undir rammaáætlun samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt drög að lagafrumvarpi um vindorku í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er gert ráð fyrir að vindorka heyri áfram undir svonefnda rammaáætlun en gerðar verði tilteknar breytingar til að ná betur utan um séreðli vindorkunnar Meira
6. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Þórdís Erla með besta listaverkið

Þórdís Erla Zoëga bar sigur úr býtum í samkeppni sem Nýi Landspítalinn efndi til meðal myndlistarmanna um nýtt listaverk til útfærslu á Sóleyjartorgi. Torgið er við aðkomu meðferðarkjarnans, stærstu einstöku nýbyggingar spítalans Meira

Ritstjórnargreinar

6. janúar 2024 | Staksteinar | 207 orð | 1 mynd

Gerræði, kvalræði & hvalræði Svandísar

Umboðsmaður Alþingis birti í gær álit á hvalveiðibanni Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í sumar. Það hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum, en eins hafi útgáfa og undirbúningur þess ekki staðist kröfur um meðalhóf. Meira
6. janúar 2024 | Leiðarar | 726 orð

Hið alsjáandi auga

Hvar liggja mörk eftirlitssamfélagsins? Meira
6. janúar 2024 | Reykjavíkurbréf | 1613 orð | 1 mynd

Pissudúkka ­auðvaldsins

Guðni Jóhannesson forseti kom löndum sínum á óvart, þegar hann tilkynnti óvænt í árslok, að hann hefði þegar gert upp sinn hug um að sækjast ekki eftir því að gegna sínu virðulega embætti áfram, nú þegar síðara kjörtímabili hans lyki á komandi sumri. Meira

Menning

6. janúar 2024 | Menningarlíf | 84 orð | 1 mynd

Á bláþræði í Portfolio gallerí

Á bláþræði nefnist sýning sem Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir opnar í Portfolio gallerí á Hverfisgötu 71 í dag kl. 16. Um er að ræða fyrstu einkasýningu hennar eftir útskrift frá Listaháskóla Íslands vorið 2023 Meira
6. janúar 2024 | Menningarlíf | 758 orð | 3 myndir

„Alltaf forréttindi að spila í Eldborg“

„Áhorfendur mega búast við stórskemmtilegum tónleikum með fjölbreyttri og kraftmikilli tónlist frá þessu tiltekna tímabili sem við köllum gjarnan sveifluöldina… Meira
6. janúar 2024 | Menningarlíf | 139 orð | 1 mynd

Britney Spears sagðist hætt í bransanum

Britney Spears hefur nú kveðið niður þann orðróm að hún sé að vinna að gerð nýrrar plötu en á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að söngkonan hafi birt færslu á instagramsíðu sinni þar sem hún tilkynnir að hún ætli aldrei að snúa aftur í tónlistarbransann Meira
6. janúar 2024 | Menningarlíf | 68 orð | 1 mynd

Ewan McGregor heiðraður í Svíþjóð

Skoski leikarinn Ewan McGregor hlýtur heiðursverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem hefst 26. janúar og stendur til 4. febrúar. Frá þessu greinir Variety. Leikarinn, sem þekktastur er fyrir leik sinn í Star Wars og Trainspotting, mun veita… Meira
6. janúar 2024 | Menningarlíf | 135 orð | 1 mynd

Kvenkyns poppstjörnur slá nýtt met

Kvenkyns poppstjörnur fögnuði metári í fyrra á breska smáskífulistanum samkvæmt nýjum tölum frá British Phonographic Institute (BPI) en þær áttu 48,5% þeirra laga sem komust á topp 10-listann auk þess að eiga tíu af vinsælustu lögum ársins Meira
6. janúar 2024 | Menningarlíf | 169 orð | 1 mynd

Langlisti BAFTA-verðlauna opinberaður

Kvikmyndirnar Barbie, Oppenheimer og Killers of the Flower Moon leiða langlista BAFTA-verðlaunanna sem birtur var í gær Meira
6. janúar 2024 | Leiklist | 1100 orð | 2 myndir

Líf og dauði í goðalandi

Þjóðleikhúsið Edda ★★★★· Eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur, Jón Magnús Arnarsson og Þorleif Örn Arnarsson. Leikstjórn: Þorleifur Örn Arnarsson. Tónlistarstjórn: Salka Valsdóttir. Tónlist: Salka Valsdóttir og Egill Andrason. Leikmynd: Vytautas Narbutas. Búningar: Karen Briem og Andri Unnarson. Lýsing: Ásta Jónína Arnardóttir. Hljóðhönnun: Aron Þór Arnarsson, Egill Andrason og Salka Valsdóttir. Sviðshreyfingar: Ernesto Camilo Aldazábal Valdés. Leikendur: Almar Blær Sigurjónsson, Arnar Jónsson, Atli Rafn Sigurðarson, Egill Andrason, Ernesto Camilo Aldazábal Valdés, Guðrún S. Gísladóttir, Hallgrímur Ólafsson, Kjartan Darri Kristjánsson, María Thelma Smáradóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Sigurbjartur Sturla Atlason, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins þriðjudaginn 26. desember 2023. Meira
6. janúar 2024 | Menningarlíf | 537 orð | 2 myndir

Nusað af norrænum tónum

Kauhanen er einnar konu orkuhús og vinnur með kantele, eða þilhörpu, finnskt/karelískt þjóðarhljóðfæri. Meira
6. janúar 2024 | Kvikmyndir | 568 orð | 2 myndir

Spilað á tilfinningar

Netflix Maestro / Meistari ★★★★· Leikstjórn: Bradley Cooper. Handrit: Bradley Cooper og Josh Singer. Aðalleikarar: Carey Mulligan, Bradley Cooper og Maya Hawke. 2023. Bandaríkin. 129 mín. Meira
6. janúar 2024 | Menningarlíf | 164 orð | 1 mynd

Telst aðlögun en ekki frumsamið handrit

Nefnd sérfræðinga á vegum Óskars­verðlaunanna hefur tekið þá ákvörðun að handrit Gretu Gerwig og Noahs Baumbachs að metsölumyndinni Barbie skuli skilgreint sem aðlögun en ekki frumsamið handrit og keppa í öðrum flokki en upphaflega stóð til Meira

Umræðan

6. janúar 2024 | Aðsent efni | 486 orð | 1 mynd

Andleg orkuskipti með náttúrulegum kærleikslausnum

Við þurfum á orkuskiptum að halda í mannlegum samskiptum. Hollum, nauðsynlegum, nærandi, náttúrulegum kærleikslausnum. Meira
6. janúar 2024 | Pistlar | 838 orð

Áramót óvæntra tíðinda

Aðrar breytingar ber óvænt að eins og að Friðrik 10. komi til valda í Danmörku 14. janúar eða nýr forseti verði kjörinn hér á landi 1. júní. Meira
6. janúar 2024 | Pistlar | 535 orð | 4 myndir

Desemberþrenna Hilmis Freys

Hilmir Freyr Heimisson sigraði örugglega á Íslandsmótinu í atskák sem lauk á Selfossi hinn 30. desember. Hilmir hlaut 8½ vinning af níu mögulegum. Vignir Vatnar Stefánsson varð jafn Helga Áss Grétarssyni með sjö vinninga í 2.-3 Meira
6. janúar 2024 | Aðsent efni | 155 orð | 1 mynd

Gunnar Marel Jónsson

Gunnar Marel Jónsson fæddist 6. janúar 1891 í Framnesi í Hraunshverfi á Eyrarbakka. Foreldrar hans voru hjónin Jón Guðmundsson formaður, f. 1856, d. 1941, og Ingibjörg Gíslína Jónsdóttir, f. 1867, d Meira
6. janúar 2024 | Aðsent efni | 1106 orð | 1 mynd

Horfur í heimsbúskapnum 2024 og íslenska hagkerfið

Brýnasta hagsmunamál þjóðfélagsins er að ná niður verðbólgu og vöxtum en það er mesta kjarabótin fyrir fólk og fyrirtæki í landinu. Meira
6. janúar 2024 | Aðsent efni | 154 orð | 1 mynd

Lausn jólamyndagátu

Góð viðbrögð voru við myndagátu Morgunblaðsins og bárust margar lausnir. Rétt lausn er: „Íslensk tunga á undir högg að sækja og æ færri geta lesið sér til gagns. Margir telja það grafalvarlegt en öðrum stendur á sama og fagna… Meira
6. janúar 2024 | Pistlar | 497 orð | 2 myndir

Meðvitað tungutak

Við sem horfum á streymisveituna Netflix fengum ánægjulega jólagjöf að þessu sinni: nýtt uppistand með Ricky Gervais, sem hann kallar Armageddon. Titilinn sækir hann í Opinberunarbókina þar sem segir frá lokaorustu Guðs og Djöfulsins á stað sem er kallaður Harmagedón á íslensku Meira
6. janúar 2024 | Aðsent efni | 266 orð

Ný sýn á gömul deilumál

Árið 2023 fór ég víða og hlustaði á marga fyrirlestra. Tveir voru fróðlegastir. Prófessor David D. Friedman, sem lauk doktorsprófi í eðlisfræði, en hefur löngum starfað sem hagfræðiprófessor, talaði á ráðstefnu í Lissabon í apríl Meira
6. janúar 2024 | Pistlar | 405 orð | 1 mynd

Stjórnarskrárvarin réttindi lítilsvirt

Það er enginn skortur á sjálfshóli ríkisstjórnarinnar um eigið ágæti og hvernig hún hafi staðið vörð um hvers kyns mannréttindi. Hvernig skyldi þá standa á því að þau gera akkúrat það gagnstæða og fótumtroða grundvallarmannréttindi? Hvar eru fæði,… Meira
6. janúar 2024 | Aðsent efni | 718 orð | 3 myndir

Villta lyfjavestrið

Nýjustu gögn sýna að Ísland sker sig með sláandi hætti úr hvað varðar notkun á amfetamíni og skyldum lyfjum, sem notuð eru við ADHD/ADD. Meira

Minningargreinar

6. janúar 2024 | Minningargreinar | 2169 orð | 1 mynd

Bessi Gíslason

Bessi Gíslason fæddist 6. janúar 1949. Hann lést 27. desember 2023. Útför hans fór fram 5. janúar 2024. Meira  Kaupa minningabók
6. janúar 2024 | Minningargreinar | 1484 orð | 1 mynd

Guðbjörg Halla Björnsdóttir

Guðbjörg Halla Björnsdóttir fæddist 8. ágúst 1953. Hún lést 19. desember 2023. Útför Guðbjargar Höllu Björnsdóttur fór fram 4. janúar 2024. Meira  Kaupa minningabók
6. janúar 2024 | Minningargreinar | 2657 orð | 1 mynd

Gylfi Guðbjartsson

Gylfi Guðbjartsson vélsmiður fæddist á Lambavatni á Rauðasandi 29. júní 1940. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði 12. desember 2023. Foreldrar Gylfa voru Guðbjartur Gísli Egilsson frá Lambavatni, f Meira  Kaupa minningabók
6. janúar 2024 | Minningargreinar | 4030 orð | 1 mynd

Hjalti Þór Ísleifsson

Hjalti Þór Ísleifsson fæddist 12. júlí 1996. Hann lést 15. desember 2023. Útför hans fór fram 4. janúar 2024. Meira  Kaupa minningabók
6. janúar 2024 | Minningargreinar | 553 orð | 1 mynd

Jóninna Huld Haraldsdóttir

Jóninna Huld Haraldsdóttir fæddist 2. nóvember 1957. Hún lést 13. desember 2023. Útför fór fram 5. janúar 2024. Meira  Kaupa minningabók
6. janúar 2024 | Minningargreinar | 411 orð | 1 mynd

Karl Finnbogason

Karl Finnbogason fæddist 25. september 1931. Hann lést 27. desember 2023. Útför fór fram 4. janúar 2024. Meira  Kaupa minningabók
6. janúar 2024 | Minningargreinar | 1340 orð | 1 mynd

Kristjana Guðmundsdóttir

Kristjana Guðmundsdóttir fæddist á Ísafirði 24. desember 1961. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eftir erfið veikindi 18. desember 2023. Hún var dóttir hjónanna Guðmundar Helgasonar, f. 24. júní 1933, d Meira  Kaupa minningabók
6. janúar 2024 | Minningargreinar | 897 orð | 1 mynd

Logi Þórir Jónsson

Logi Þórir Jónsson fæddist 1. maí 1945. Hann lést 14. desember 2023. Útför hans fór fram 5. janúar 2024. Meira  Kaupa minningabók
6. janúar 2024 | Minningargreinar | 1419 orð | 1 mynd

Margrét Ágústa Arnþórsdóttir

Margrét Ágústa Arnþórsdóttir fæddist í Glerárþorpi 17. ágúst 1938. Hún lést 21. desember 2023. Margrét var dóttir hjónanna Arnþórs Ingimars Jónssonar, f. 2 september 1895, d. 17. september 1973, og Jónínu Sigfríðar Sigurðardóttur, f Meira  Kaupa minningabók
6. janúar 2024 | Minningargreinar | 976 orð | 1 mynd

Matthildur Messíana Gísladóttir

Matthildur Messíana Gísladóttir fæddist 9. desember 1945. Hún lést 19. desember 2023. Útför hennar fór fram 5. janúar 2024. Meira  Kaupa minningabók
6. janúar 2024 | Minningargreinar | 2001 orð | 1 mynd

Rögnvaldur Þórðarson

Rögnvaldur Þórðarson fv. símstöðvarstjóri fæddist í gömlu símstöðinni á Siglufirði 10. júlí 1944. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði 23. desember 2023. Foreldrar hans voru hjónin Þórður Jónsson, f Meira  Kaupa minningabók
6. janúar 2024 | Minningargreinar | 1395 orð | 1 mynd

Sigríður Sigurbergsdóttir

Sigríður Sigurbergsdóttir fæddist 12. mars 1937. Hún lést 25. desember 2023. Útför Sigríðar fór fram 4. janúar 2024. Meira  Kaupa minningabók
6. janúar 2024 | Minningargreinar | 447 orð | 1 mynd

Smári Ólason

Smári Ólason fæddist 10. júlí 1946. Hann lést 29. nóvember 2023. Útför hans fór fram 18. desember 2023. Meira  Kaupa minningabók
6. janúar 2024 | Minningargreinar | 1374 orð | 1 mynd

Vilborg Inga Kristjánsdóttir

Vilborg Inga Kristjánsdóttir fæddist 13. maí 1936. Hún lést 14. desember 2023. Útför hennar fór fram 5. janúar 2024. Meira  Kaupa minningabók
6. janúar 2024 | Minningargreinar | 3108 orð | 1 mynd

Þórarinn Snorrason

Þórarinn Snorrason fæddist í Vogsósum I 8. ágúst 1931. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 25. desember 2023. Foreldrar hans voru Kristín Svava Vilhjálmsdóttir frá Vogsósum I, f. 1913, d. 1985, og Snorri Þórarinsson frá Bjarnastöðum í Selvogi, f Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

6. janúar 2024 | Viðskiptafréttir | 81 orð | 1 mynd

Tap hjá Arctic Trucks

Bílabreytingafyrirtækið Arctic Trucks Ísland ehf. var rekið með 137 milljóna króna tapi árið 2022 samkvæmt nýbirtum ársreikningi. Félagið tapaði rúmum 85 m.kr. árið á undan. Eignir fyrirtækisins námu í lok tímabilsins 543 m.kr Meira
6. janúar 2024 | Viðskiptafréttir | 643 orð | 1 mynd

Útsvarið vegur þyngra en tekjuskattur

Þeir sem hafa tekjur undir 1.230.000 kr. á mánuði á þessu ári greiða hærra útsvar til sveitarfélaga en tekjuskatt til ríkisins Meira

Daglegt líf

6. janúar 2024 | Daglegt líf | 299 orð | 7 myndir

Óður til kvenleikans og rómantíkur

Hljóðið eitt í tifandi prjónum lætur fólki líða vel og alltaf spennandi að sjá flík verða til smám saman. Svo ekki sé talað um að hlakka til að máta þegar fullsköpuð er flíkin, nú eða láta annan máta, ef prjónað er handa öðrum Meira

Fastir þættir

6. janúar 2024 | Í dag | 322 orð

Á hundavaði

Gátan er eftir Pál Jónasson frá Hlíð á Langanesi: Ljósið þetta lipurt er, lélegt spil á hendi þér, vinurinn á fjórum fer, fýla og pirringur í mér. Erla Sigríður Sigurðardóttir á þessa lausn: Ljósahundinn hérna sé, hundar leiknum spilla Meira
6. janúar 2024 | Í dag | 170 orð

Gott spilamat. V-NS

Norður ♠ ÁK102 ♥ 82 ♦ KG943 ♣ 63 Vestur ♠ G974 ♥ 4 ♦ Á10752 ♣ Á72 Austur ♠ 863 ♥ 1063 ♦ 6 ♣ DG10954 Suður ♠ D5 ♥ ÁKDG975 ♦ D8 ♣ K8 Suður spilar 6♥ Meira
6. janúar 2024 | Dagbók | 204 orð | 1 mynd

Heima er best með venjulegu fólki

Íslenskum þáttaröðum í sjónvarpi fjölgar stöðugt og það er vel. Ljósvaki dagsins er nýbúinn að „hámhorfa“ á tvær þeirra, nýjustu seríuna af Venjulegu fólki og Heima er best, sem báðar eru sýndar á Sjónvarpi Símans Meira
6. janúar 2024 | Dagbók | 87 orð | 1 mynd

Helvítis er kjarngott íslenskt orð

Ívar Örn Hansen gaf út Helvítis matreiðslubókina ásamt eiginkonu sinni Þóreyju Hafliðadóttur en hann var í viðtali í Ísland vaknar. Hann er betur þekktur sem helvítis kokkurinn og selur einnig sultur undir nafninu helvítis eldpiparsulturnar Meira
6. janúar 2024 | Í dag | 63 orð

Herör var örvarmyndað kefli sem skilaboð voru rist á og sent var bæ frá bæ…

Herör var örvarmyndað kefli sem skilaboð voru rist á og sent var bæ frá bæ til að kalla almúga til vopna. Kannski Facebook sé nútímaútgáfan. En orðtakið að skera upp – ekki „reka upp“ – herör þýðir sem sagt þetta, eða þá að… Meira
6. janúar 2024 | Í dag | 651 orð | 1 mynd

Messur

ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Árbæjarkirkju leiðir safnaðarsöng. Sr. Þór Hauksson prédikar og þjónar fyrir altari. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 13 Meira
6. janúar 2024 | Í dag | 649 orð | 4 myndir

Sinnir æðarvarpi og túnin heyjuð

Hreinn Þórðarson fæddist 6. janúar 1939 í Stapadal í Arnarfirði þar sem foreldrar hans voru bændur, sjötti í röð tólf systkina. Hann ólst þar upp til níu ára aldurs er fjölskyldan flutti að Auðkúlu í sömu sveit Meira
6. janúar 2024 | Í dag | 166 orð | 1 mynd

Skák

1. c4 e5 2. g3 Rf6 3. Bg2 Rc6 4. d3 Bc5 5. e3 d6 6. Rc3 0-0 7. Rge2 a6 8. h3 Ba7 9. 0-0 Be6 10. Rd5 Re8 11. Kh2 Dd7 12. b3 Rd8 13. f4 f6 14. d4 exd4 15. exd4 f5 16. Re3 Rf6 17. d5 Bf7 18. Rd4 g6 19. Bb2 He8 20 Meira
6. janúar 2024 | Í dag | 315 orð | 1 mynd

Þórir Þorsteinsson

90 ára Þórir Þorsteinsson fæddist 7. janúar árið 1934 og verður því níræður á morgun. Hann er sonur Sigurbjargar Baldvinsdóttur ljósmóður og Þorsteins Ísleifssonar vélstjóra sem lést af slysförum er Þórir var tveggja ára Meira

Íþróttir

6. janúar 2024 | Íþróttir | 570 orð | 2 myndir

Ætlum okkur ólympíusæti

„Líðanin er góð, bara eins og alltaf. Það er spenningur og ég hlakka til að hefja nýtt stórmót. Eins og ég hef margoft sagt er þetta það skemmtilegasta sem maður gerir,“ sagði Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður íslenska landsliðsins… Meira
6. janúar 2024 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Albert aftur á skotskónum

Albert Guðmundsson skoraði sitt áttunda mark í 17. deildarleiknum á leiktíðinni er hann gerði mark Genoa í 1:1-jafntefli á útivelli gegn Bologna í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gærkvöldi. Skoraði Albert fallegt mark beint úr aukaspyrnu á 20 Meira
6. janúar 2024 | Íþróttir | 83 orð

Framlengdi á Akureyri

Knattspyrnumaðurinn ungi Ingimar Torbjörnsson Stöle hefur framlengt samning sinn við KA á Akureyri til loka keppnistímabilsins 2025. Ingimar, sem er 19 ára gamall bakvörður, kom til KA frá Viking í Noregi fyrir síðasta tímabil Meira
6. janúar 2024 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Freyr kynntur hjá Kortrijk í Belgíu

Belgíska knattspyrnufélagið Kortrijk hefur tilkynnt ráðningu Freys Alexanderssonar sem nýs þjálfara karlaliðsins. Skrifaði hann undir tveggja og hálfs árs samning, til sumarsins 2026. Freyr lét af störfum hjá Lyngby á fimmtudag eftir tveggja og hálfs árs starf Meira
6. janúar 2024 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Gígja aftur í Fossvoginn

Knattspyrnukonan Gígja Valgerður Harðardóttir hefur gert tveggja ára samning við Víking úr Reykjavík. Hún kemur til félagsins frá KR. Varnarkonan, sem er 32 ára, þekkir Víkina vel því hún spilaði með HK/Víkingi frá 2016 til 2019 Meira
6. janúar 2024 | Íþróttir | 257 orð | 1 mynd

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hélt út til Þýskalands í gær en liðið…

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hélt út til Þýskalands í gær en liðið mætir Austurríki í tveimur vináttulandsleikjum, í Vínarborg í dag og svo í Linz 8. janúar, en leikirnir eru hluti af lokaundirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið í Þýskalandi sem hefst hinn 10 Meira
6. janúar 2024 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

Lundúnaliðin fóru áfram

Lundúnaliðin Tottenham og Fulham urðu í gær fyrstu liðin til að tryggja sér sæti í 4. umferð enska bikarsins í fótbolta. Það gerðu þau bæði með 1:0-heimasigri. Spænski bakvörðurinn Pedro Porro gerði sigurmark Tottenham gegn Burnley í… Meira
6. janúar 2024 | Íþróttir | 159 orð | 1 mynd

Níu manna hópur fyrir Ólympíuleikana í París

Níu manna ólympíuhópur ÍSÍ hefur verið myndaður, ásamt karlalandsliðinu í handknattleik, en hann samanstendur af afreksfólki í íþróttum sem hefur annaðhvort tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar eða er í dauðafæri að komast inn á þá á næstu mánuðum Meira
6. janúar 2024 | Íþróttir | 251 orð | 1 mynd

Nýliðarnir sterkari en meistararnir

Nýliðar Álftaness gerðu afar góða ferð norður í Skagafjörð þar sem liðið vann 80:68-útisigur á Íslandsmeisturum Tindastóls þegar 12. umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta lauk í gær. Álftnesingar hafa komið gríðarlega sterkir inn í deildina og er… Meira
6. janúar 2024 | Íþróttir | 946 orð | 2 myndir

Vildi byrja upp á nýtt

Frjálsar Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, sprettharðasta kona Íslands frá upphafi, stendur á tímamótum í sínu lífi en hún hefur ákveðið að flytja til Malmö í Svíþjóð. Þar hyggst hún taka næstu skref á ferlinum með sænska félaginu MAI. Meira

Sunnudagsblað

6. janúar 2024 | Sunnudagsblað | 147 orð

„Gætir þú komið á morgun og lagað ísskápinn hjá mér?“ „Já, klukkan 9,“…

„Gætir þú komið á morgun og lagað ísskápinn hjá mér?“ „Já, klukkan 9,“ svarar viðgerðarmaðurinn. „Ég verð mætt í vinnuna á þeim tíma en ég skil eftir lykil undir mottunni. Við eigum hund sem er hræddur við vatn og verður grimmur ef hann sér það og… Meira
6. janúar 2024 | Sunnudagsblað | 603 orð | 2 myndir

Afgreiðslutími sundlauga er samfélagsmælikvarði

Manni finnst þetta auðvitað grátbroslegt, að tekin sé ákvörðun um að takmarka aðgang fólks að helsta almannarýminu í borginni til þess að spara svona vasaklink. Meira
6. janúar 2024 | Sunnudagsblað | 64 orð | 1 mynd

Eiga að leysa gamalt morðmál

Krimmi Peter Capaldi og Cush Jumbo fara með aðalhlutverkin í nýjum breskum lögguþáttum, Criminal Record, úr smiðju Pauls Rutmans. Tveir gjörólíkir rannsóknarlögreglumenn eiga að leysa gamalt morðmál en dínamíkin á milli þeirra er með þeim hætti að það gæti hægt á framvindu málsins Meira
6. janúar 2024 | Sunnudagsblað | 85 orð | 1 mynd

Eilífðin ekki nóg fyrir turtildúfurnar

Ást Ástin skýtur víða upp kollinum. Þannig tilkynntu Marek 'Ashok' Šmerda, gítarleikari enska öfgamálmbandsins Cradle of Filth, og Zoë Marie Federoff, hljómborðsleikari og bakraddasöngkona sama bands, nú í upphafi árs að þau væru trúlofuð Meira
6. janúar 2024 | Sunnudagsblað | 20 orð

Emma 8…

Emma 8 ára Meira
6. janúar 2024 | Sunnudagsblað | 56 orð | 1 mynd

Fíla jólatrén í tætlur

Jólin eru að kveðja og þá kemur alltaf upp sama vandamálið – hvernig er best að farga jólatrénu? Verst að hér eru engir fílar en þeim þykja sem kunnugt er jólatré mikið hnossgæti Meira
6. janúar 2024 | Sunnudagsblað | 839 orð | 9 myndir

Frá Íslandi til Balí

Þær heita Rannveig Þöll Þórsdóttir og Rut Magnúsdóttir vinkonurnar sem stofnað hafa fyrirtækið Sigurdottir. Rannveig, sem er ávallt kölluð Ransý, hitti blaðamann einn fallegan morgun í þessari fyrstu viku ársins og saman hringdum við í Rut sem býr hinum megin á hnettinum, á Balí Meira
6. janúar 2024 | Sunnudagsblað | 21 orð | 1 mynd

Getur allt á góðum degi

Hvernig leggst EM karla í þig? Það leggst mjög vel í mig. Ég er bjartsýn. Við erum með flottan hóp og ég held að leikmennirnir séu í toppstandi. Ég hef að vísu smá áhyggjur af honum Elvari mínum [Erni Jónssyni] enda er hann risastór fyrir liðið,… Meira
6. janúar 2024 | Sunnudagsblað | 1016 orð | 1 mynd

Gleðilegt ár og takk fyrir buffin!

Síðasti dagur ársins rann upp, en þrátt fyrir að fáir myndu sjálfsagt lýsa liðnu ári sem friðarári, bar undir lok þess á nýjum sáttatóni frá verkalýðshreyfingu, sem ekki hefur heyrst í aldarþriðjung eða svo Meira
6. janúar 2024 | Sunnudagsblað | 948 orð | 3 myndir

Góð mamma, ömurleg amma

Mamman í hinum rómuðu bresku spéþáttum Mamma eða Mum, sem RÚV sýndi um árið, er ábyggilega umburðarlyndasta og skilningsríkasta persóna sjónvarpssögunnar. Hún var nýorðin ekkja og bjó með syni sínum, sem ekki reiddi vitið í þverpokum, og tengdadóttur sem var gaggalagú, svo við tölum nú bara íslensku Meira
6. janúar 2024 | Sunnudagsblað | 461 orð

Hver fer í sokkana hans Guðna?

Hver er tilbúin(n) að verða opinber persóna, láta grandskoða fortíðina, viðurkenna bresti sína og telja upp kosti sína og það frammi fyrir alþjóð? Meira
6. janúar 2024 | Sunnudagsblað | 881 orð | 1 mynd

Ísland hafði þýðingu

Ég rak upp stór augu fyrst þegar ég las að Íslandi væri lýst sem „demanti dönsku krúnunnar“. Meira
6. janúar 2024 | Sunnudagsblað | 58 orð

Í þessari viku eigið þið að leysa stærðfræðidæmi. Lausnina skrifið þið…

Í þessari viku eigið þið að leysa stærðfræðidæmi. Lausnina skrifið þið niður á blað og sendið inn fyrir 14. janúar. Þá eigið þið möguleika á að vinna bókina syrpu – Hús skugganna. Munið að láta fylgja með upplýsingar um nafn, aldur og heimilisfang Meira
6. janúar 2024 | Sunnudagsblað | 150 orð | 1 mynd

Logi Geirs breytir til í janúar og fer til Þýskalands

Logi Geirsson sagði margt vera að gerast í íslenskum handbolta í viðtali í Ísland vaknar. „Handboltinn er á siglingu og það er allt á réttri leið,“ segir Logi. Hann sagði kvennalandsliðið vera að taka miklum framförum og þær hefðu sýnt að þær gætu spilað hörku­handbolta Meira
6. janúar 2024 | Sunnudagsblað | 1316 orð | 3 myndir

Mikil trú á mátt myndlistarinnar

Það sýndi sig að það er mjög þakklátt að sýna íslenska myndlistarsögu. Meira
6. janúar 2024 | Sunnudagsblað | 91 orð | 1 mynd

Morð um borð í lúxussnekkju

Morð „White Lotus skarast við Knives Out.“ Þannig hefur nýjum bandarískum sjónvarpsmyndaflokki, Death and Other Detail, verið lýst. Sögusviðið er lúxussnekkja og allir una glaðir við sitt þangað til einn gesturinn finnst myrtur inni á herbergi Meira
6. janúar 2024 | Sunnudagsblað | 632 orð | 2 myndir

Púslin raðast upp

Það eru nefnilega ekki krónurnar sjálfar sem skipta máli heldur hvað fæst fyrir þær. Og það sem fæst fyrir þær ræðst af verðmætasköpun landsmanna sem blómstrar hvað mest í lítilli verðbólgu og eðlilegu vaxtastigi. Meira
6. janúar 2024 | Sunnudagsblað | 116 orð | 1 mynd

Rífur menn ekki í strimla

Ævi Bandaríski rokkgítarleikarinn Bruce Kulick, sem frægastur er fyrir að hafa verið til skamms tíma í glysbandinu ódauðlega Kiss, er farinn að leggja drög að endurminningum sínum. Þetta staðfestir hann í samtali við miðilinn Ultimate Classic Rock Meira
6. janúar 2024 | Sunnudagsblað | 861 orð | 1 mynd

Sjarmörinn á kennarastofunni

Það er ekki oft sem ég er fenginn til að leika sjarmatröll! Það er allt of sjaldan, þannig að ég var gríðarlega ánægður með þetta. Meira
6. janúar 2024 | Sunnudagsblað | 1158 orð | 3 myndir

Skíðadagur endar hjá Kalda

Við höfum látið einokunartilburði stóru fyrirtækjanna sem vind um eyru þjóta og boðið upp á Kalda á krana. Meira
6. janúar 2024 | Sunnudagsblað | 3204 orð | 1 mynd

Sorgin var mér í blóð borin

Þarna ryðst allt fram sem hafði blundað undir niðri. Allt sem hafði verið niðurbælt rifnar upp. Ég skildi ekki af hverju þetta var svona traumatískt fyrir mig. Meira
6. janúar 2024 | Sunnudagsblað | 555 orð | 1 mynd

Stolt Frakklands eða til skammar?

París. AFP. | Franski kvikmyndaleikarinn Gerard Depardieu hefur verið sakaður um nauðgun og einnig hafa komið fram fleiri ásakanir um kynferðislegt ofbeldi. Mál hans hefur valdið klofningi í franska kvikmyndageiranum, en pólitíkin er ekki undanskilin og reyndar franskt samfélag Meira
6. janúar 2024 | Sunnudagsblað | 139 orð | 2 myndir

Sveik vinkonur sínar

Tom Hollander fær það verðuga verkefni að fara í fötin hans Trumans Capotes í annarri seríu bandaríska myndaflokksins Feud eða Deilur. Undirtitill er Capote vs the Swans en Svanirnir voru auðugar og glysgjarnar vinkonur rithöfundarins sem hann sveik … Meira
6. janúar 2024 | Sunnudagsblað | 362 orð | 5 myndir

Það tekur ævina að lesa svona bækur

Ég hef að undanförnu einkum lesið bækur um menningarsögu nútímans. Fyrir áhugasöm mæli ég alveg sérstaklega með klassískri bók Marshalls Bermans um efnið, All That Is Solid Melts into Air. The Experience of Modernity Meira
6. janúar 2024 | Sunnudagsblað | 129 orð

Þegar Ripp, Rapp og Rupp eru of uppteknir af draugaleik í símunum sínum…

Þegar Ripp, Rapp og Rupp eru of uppteknir af draugaleik í símunum sínum ákveður Andrés að fara með þá í alvöru draugahús. Allir vinir og vandamenn Mikka snúast gegn honum og hann þarf hjálp Stál­andarinnar til að komast til botns í málinu Meira
6. janúar 2024 | Sunnudagsblað | 168 orð | 1 mynd

Þrettándaólæti unglinga

Upp úr kl. 20 á þrettándanum 1964 tóku unglingar að safnast saman á Strandgötunni í Hafnarfirði. Höfðu þeir í frammi alls konar ærsl og óspektir, svo að lögreglan hafði nóg að gera fram eftir öllu kvöldi, að því er fram kom í Morgunblaðinu Meira
6. janúar 2024 | Sunnudagsblað | 660 orð | 1 mynd

Þreytandi vitleysisgangur

Afleiðingin er sú að með reglulegu millibili fer af stað fáránlegur sirkus í kringum virðulegasta embætti þjóðarinnar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.