Greinar þriðjudaginn 9. janúar 2024

Fréttir

9. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Áforma að hefja sölu í september

Húsbyggjendur á H-reitnum við Hlíðarenda áforma að hefja sölu íbúða í september. Á reitnum verða 195 íbúðir í tíu stigagöngum og verða þeir settir í sölu með tveggja mánaða millibili. Samkvæmt þeirri áætlun koma síðustu íbúðirnar í sölu 2026 Meira
9. janúar 2024 | Erlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Átökin gætu hæglega breiðst út

Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði í gær með Mohammed bin Salman krónprins í Al Ula í Sádi-Arabíu. Var þetta síðasti áfangastaður hans á ferðalagi sínu um Mið-Austurlönd áður en förinni er heitið til Ísraels Meira
9. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 530 orð | 1 mynd

Enn tekist á um Seyðishólanámu

Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi sem Grímsnes- og Grafningshreppur veitti Suðurtaki ehf. á síðasta ári fyrir áframhaldandi efnistöku úr gjallnámu í Seyðishólum í Grímsnesi. Meira
9. janúar 2024 | Fréttaskýringar | 700 orð | 2 myndir

Fara í þyngdarmælingar á Reykjanesi

Sviðsljós Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Á næstu dögum verður farið í svokallaðar þyngdarmælingar á Reykjanesskaga, en markmiðið með þeim er að finna út hvort það er kvika sem veldur landrisi á svæðinu, gas eða sambland af hvoru tveggja. Mælingarnar verða gerðar undir forystu Íslenskra orkurannsókna, ISOR, í samstarfi við tékkneska og þýska vísindamenn. Meira
9. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 481 orð | 2 myndir

Fjölmennasti kórinn í syngjandi skóla

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Skólakór Kársness í Kársnesskóla í Kópavogi byrjaði 1975 og stjórnaði Þórunn Björnsdóttir tónlistarkennari honum fyrstu 40 árin. Álfheiður Björgvinsdóttir tók við 2016 og Þóra Marteinsdóttir, dóttir Þórunnar, hóf störf við hlið Álfheiðar haustið 2017. „Við erum syngjandi skóli, öll börn í 3. til 7. bekk eru í kór,“ segir Þóra. Meira
9. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Flugfarþegum fjölgaði á milli ára

Farþegafjöldi jókst bæði hjá Play og Icelandair á árinu 2023 frá árinu 2022. Farþegum Icelandair fjölgaði um 17% á milli ára, en félagið flutti 4,3 milljónir farþega yfir árið í heild. Er þetta sambærilegt metárinu 2019 að sögn Boga Nils Bogasonar forstjóra Icelandair Meira
9. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Funda loksins aftur í Grindavík

Bæjarstjórn Grindavíkur mun funda á bæjarskrifstofunum í Grindavík í dag klukkan 14. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem bæjarstjórn Grindavíkur fundar í heimabænum frá því bærinn var rýmdur 10. nóvember Meira
9. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Fyrsta Tónlistarnæring ársins

Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir sópran kemur fram á hádegistónleikaröðinni Tónlistarnæring í sal Tónlistarskóla Garðabæjar á morgun kl. 12.15. Með Ragnheiði Ingunni leikur Eva Þyri Hilmarsdóttir á píanó „en þær munu flytja norræn og þýsk sönglög auk … Meira
9. janúar 2024 | Erlendar fréttir | 322 orð | 1 mynd

Hafa þjálfað yfir 116 þúsund hermenn

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Úkraínskt herfylki hóf á sunnudag þjálfun á herstöð Bandaríkjanna í Grafenwöhr í Þýskalandi. Er þetta í 19. skipti sem herfylki frá Úkraínu fær þar þjálfun frá upphafi innrásar Rússlands snemma árs 2022, en hópurinn nú telur 500 manns. Greint er frá þessu í hermiðlinum Stars and Stripes, sem starfar með heimild bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon. Meira
9. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 130 orð

Hjón létust á Grindavíkurvegi

Þau sem létust í bílslysi á Grindavíkurvegi á föstudag voru hjón á sjötugsaldri. Þau hétu Frímann Grímsson, fæddur 1958, og Margrét Á. Hrafnsdóttir, fædd 1960. Voru þau búsett í Sandgerði. Þau láta eftir sig tvö uppkomin börn, tengdabörn og barnabörn Meira
9. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 418 orð

Hús og hótel í miðri laxveiðiá

„Þetta er skemmtileg hugmynd en hún er enn bara á frumstigi,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra. Sveitarstjórn hefur samþykkt að gerðar verði breytingar á landnotkun í aðalskipulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í Gaddstaðaeyju í Ytri-Rangá við Hellu Meira
9. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

Magnús Davíð ekki vanhæfur

Lögmannsstörf Magnúsar Davíðs Norðdahl borgarfulltrúa hafa ekki í för með sér að hann sé vanhæfur til að taka sæti og fjalla um málefni… Meira
9. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 109 orð

Meirihluti gæsluvarðhaldsfanga var útlendingar

Hlutfall erlendra ríkisborgara sem afplána dóm á Íslandi hefur aldrei verið hærra en á liðnu ári. Sömuleiðis hefur hlutfall þeirra sem hófu gæsluvarðhald á Íslandi og eru erlendir ríkisborgarar aldrei verið hærra en árið 2023 Meira
9. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 501 orð | 2 myndir

Menntamálin flutt í Borgartúnið

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Mennta- og barnamálaráðuneytið er að flytja frá Sölvhólsgötu 4 á efstu hæð í húsi Landsbankans, Borgartúni 33. Fram kemur á heimasíðu ráðuneytisins að flutningurinn geti haft í för með sér röskun á þjónustu þess þar til starfsemin kemst í eðlilegt horf. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda. Meira
9. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

Mikki og Dimmalimm í ólíkri stöðu

Íslensk höfundalög kveða á um að óheimilt sé að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni. Tekið er sérstaklega fram í lögunum að ákvæðið skuli gilda um bókmenntaverk … Meira
9. janúar 2024 | Erlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Ná ólíklega til tunglsins

Eldflauginni Vulcan Centaur frá United Launch Alliance var skotið á loft frá geimstöðinni á Canaveral-höfða í Flórída í gærmorgun. Var henni ætlað að kanna aðstæður á tunglinu svo hægt verði að senda þangað mannað geimfar Meira
9. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 473 orð | 2 myndir

Ráða ekki við eigið kerfi

Kristján Jónsson kris@mbl.is Einn eigenda fjölbýlishúss í Brautarholti í Reykjavík furðar sig á því að þjónustuaðilar hjá Reykjavíkurborg neiti að fjarlægja sorptunnur þegar þeir séu sjálfir á eftir áætlun og í staðinn sé boðið að borga aukalega fyrir að sorpið sé hirt. Meira
9. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Reglur strangari í Noregi

Lögreglan í Ósló fjarlægði í síðustu viku palestínska mótmælendur með valdi af Eiðsvallatorginu framan við norska Stórþingið. Þingið setur strangar reglur um eðli og framkvæmd mótmæla á torginu. Stórþingið fer með vald yfir Eiðsvallatorgi en hér fer Reykjavíkurborg með vald yfir Austurvelli Meira
9. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 554 orð | 4 myndir

Skeytti í engu um ráðgjöf

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Fyrir liggur að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var ítrekað vöruð við að leggja í þá vegferð sem hún þó fór í, að banna hvalveiðar tímabundið sl. sumar. Þetta má sjá af minnisblöðum sem sérfræðingar ráðuneytisins á skrifstofu sjálfbærni sendu ráðherranum í aðdraganda þess að hún ákvað að banna veiðarnar sl. sumar. Meira
9. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Skoða hvort kvikugas valdi landrisi

„Í okkar huga skiptir verulegu máli að vita, ef hægt er, hvort kvika sé að safnast fyrir beint undir Svartsengi, eða hvort þar sé mögulega að safnast fyrir kvikugas frá kvikuuppstreymi lengra í burtu, mögulega frá sjálfstæðu kvikuuppstreymi undir Sundhnúkagígaröðinni Meira
9. janúar 2024 | Erlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Stefnir ríkinu fyrir að sæta einangrun

Fjöldamorðinginn Anders Breivik, sem myrti 77 ungmenni árið 2011, hefur aftur höfðað mál gegn norska ríkinu vegna einangrunarvistar sinnar og kom málið fyrir rétt í gær. Lögmaður Breivik, Oystein Storrvik, segir hann í sjálfsvígshættu og þurfa þunglyndislyfið Prozak til að lifa af fangavistina Meira
9. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 492 orð | 1 mynd

Stöðug fækkun í fálkastofninum

Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is „Þessi þróun hefur verið undanfarin 3-4 ár,“ segir Ólafur Karl Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, um stöðuga fækkun í fálkastofninum. Hann bætir við að vel þurfi að fylgjast með gangi mála því stofninn hafi mælst talsvert minni árið 2023 en gert hafði verið ráð fyrir. Meira
9. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Tómas fór í sjúkraleyfi

Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir kveðst ekki hafa verið sendur í leyfi frá störfum á Landspítala heldur sé hann í sjúkraleyfi. Þetta segir hann í tilkynningu sem hann sendi til fjölmiðla í gærkvöldi Meira
9. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 377 orð

Vantrauststillaga á matvælaráðherra

Miðflokkurinn boðar framlagningu vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra um leið og Alþingi kemur saman á ný 22 Meira
9. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Vill endurvekja neistann hjá Val

Knattspyrnukonan Jasmín Erla Ingadóttir, sem var markadrottning Bestu deildar kvenna 2022 með Stjörnunni, er gengin til liðs við Íslandsmeistara Vals. Jasmín segir að hún hafi þurft að endurvekja neistann hjá sér og best sé að gera það með liði sem berjist alltaf um titla og sé í Evrópukeppni Meira
9. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Þjóðlegt fiskmeti á borðum landsmanna í byrjun árs

„Fiskurinn er fullur af fitusýrum og vítamínum sem eru nauðsynleg fyrir okkur. Hann smyr í okkur heilann svo hann virki betur. Ekki veitir af,“ segir Sigfús Sigurðsson í Fiskbúð Fúsa í Skipholti Meira

Ritstjórnargreinar

9. janúar 2024 | Leiðarar | 446 orð

Heilbrigðara heilbrigðiskerfi

Nýta má betur og sóa minna Meira
9. janúar 2024 | Leiðarar | 298 orð

Ósvífni fjöldamorðingja

Breivik á ekkert inni hjá norsku réttarkerfi Meira
9. janúar 2024 | Staksteinar | 234 orð | 1 mynd

Vísvitandi lögbrot matvælaráðherra

Málsvörn Svandísar Svavarsdóttur eftir að álit umboðsmanns Alþingis vegna hvalveiðibanns hennar var birt hefur vakið furðu. Þar hefur hún aðallega borið við að lögin séu svo fjarskalega gömul að það taki því ekki að fara eftir þeim. Meira

Menning

9. janúar 2024 | Menningarlíf | 1003 orð | 1 mynd

Börn geti speglað sig í bókum

Rithöfundurinn og kennarinn Hjalti Halldórsson bar lengi með sér þann draum að skrifa bækur og lét loks verða af því svo um munar: á síðustu sex árum hefur hann sent frá sér níu bækur fyrir börn og ungmenni, nú síðast ungmennabókina Lendingu og Gest … Meira
9. janúar 2024 | Menningarlíf | 152 orð | 1 mynd

Gerður og Una verðlaunaðar hjá RÚV

Gerður Kristný hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs RÚV þegar menningarviðurkenningar RÚV fyrir árið 2023 voru afhentar á föstudaginn var. Í rökstuðningi úthlutunarnefndar segir að Gerður Kristný hafi verið mikilvirk á ritvellinum undanfarna áratugi Meira
9. janúar 2024 | Menningarlíf | 86 orð | 1 mynd

Íslendingur í teymi Emmy-verðlaunahafa

Sigurjón Friðrik Garðarson vann til Emmy-verðlauna á sunnudag ásamt samstarfsfólki sínu hjá Storm Studios fyrir framúrskarandi tæknibrellur í sjónvarpsþáttunum Five Days at Memorial Meira
9. janúar 2024 | Menningarlíf | 421 orð | 5 myndir

Myndin um Oppenheimer sigursæl

Kvikmyndin Oppenheimer í leikstjórn Christophers Nolan reyndist sigurvegari kvöldsins þegar Golden Globe-verðlaunin voru afhent í 81. sinn á sunnudagskvöld. Myndin sem hafði verið tilnefnd til átta verðlauna hlaut alls fimm Meira

Umræðan

9. janúar 2024 | Aðsent efni | 397 orð | 1 mynd

Atvinnulífið er íslenskunni verst

Landið, tungan og sagan gera okkur að þjóð. Meira
9. janúar 2024 | Aðsent efni | 588 orð | 1 mynd

Biskupskandídatar athugið

Um aðskilnað ríkis og kirkju. Athugasemd til biskupskandídata og spurningum beint til þeirra varðandi stöðu evangelísk-lúterskra fríkirkna. Meira
9. janúar 2024 | Pistlar | 462 orð | 1 mynd

Lægri vextir eru stærsta kjarabótin

Það hefur ekki dulist neinum að há verðbólga og vextir hafa komið illa við fólk og fyrirtæki á síðustu misserum. Það er því til mikils að vinna að ná verðbólgunni niður og skapa þannig skilyrði fyrir lækkun vaxta Meira
9. janúar 2024 | Aðsent efni | 676 orð | 1 mynd

Ranghugmyndir Þorsteins Pálssonar

Hver einasti leigusamningur í Evrópu sem ég þekki er vísitölutryggður. Og þar fá stórfyrirtæki „helmingi betri vaxtakjör“ en smáfyrirtæki og launafólk. Meira
9. janúar 2024 | Aðsent efni | 778 orð | 1 mynd

Stoltur siglir Skjár 1 inn í nýja tíma

Skjár 1 virðist því enn eiga pláss hjá áhorfendum sem sýnir sig í að rafrænar áhorfsmælingar á streymið er sífellt að stóraukast. Meira
9. janúar 2024 | Aðsent efni | 379 orð | 1 mynd

Ögurstund Úkraínu

Það eru vatnaskil í árásarstríði Rússa gegn Úkraínu. Stríðið ógnar friði í Evrópu og kallar á endurskoðun íslenskra öryggis- og varnarmála. Meira

Minningargreinar

9. janúar 2024 | Minningargreinar | 641 orð | 1 mynd

Bára Valtýsdóttir

Bára Valtýsdóttir fæddist í Reykjavík 19. júní 1948. Hún lést á heimili sínu 21. desember 2023. Foreldrar Báru voru Valtýr Gíslason, f. 23. desember 1921, d. 30. ágúst 2000, og Eva Benediktsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
9. janúar 2024 | Minningargreinar | 923 orð | 1 mynd

Einar Benedikt Sigurgeirsson

Einar Benedikt Sigurgeirsson fæddist í Reykjavík 22. júní 1943. Hann lést á Landspítalanum Hringbraut 25. desember 2023. Foreldrar Einars voru Sigríður Ragnhildur Bentína Bjarnadóttir, f. 1917, og Sigurgeir Benediktsson, f Meira  Kaupa minningabók
9. janúar 2024 | Minningargreinar | 2679 orð | 1 mynd

Einar Jörgens Hansson

Einar Jörgens Hansson fæddist á Selfossi 23. apríl 1936. Hann lést 21. desember 2023 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Ljósheimum. Foreldrar hans voru Hans Jörgen Ólafsson, f. 17. febrúar 1900, d. 16 Meira  Kaupa minningabók
9. janúar 2024 | Minningargreinar | 509 orð | 1 mynd

Guðjón Hróar Óskarsson

Guðjón Hróar Óskarsson fæddist 5. janúar 1960. Hann lést á Landspítalanum 16. desember 2023. Foreldrar Guðjóns voru Óskar Jónsson húsasmíðameistari, f. 24.5. 1932, d. 23.1. 2020, og Hólmfríður Þorsteinsdóttir húsmóðir, f Meira  Kaupa minningabók
9. janúar 2024 | Minningargreinar | 939 orð | 1 mynd

Gunnar Örn Arnarson

Gunnar Örn Arnarson fæddist í Reykjavík 26. júní 1982. Hann lést á heimili sínu 17. desember 2023. Foreldrar Gunnars Arnar eru Örn Karlsson, f. 8. maí 1959, og Hellen M. Gunnarsdóttir, f. 2. febrúar 1957 Meira  Kaupa minningabók
9. janúar 2024 | Minningargreinar | 1222 orð | 1 mynd

Matthías Frímannsson

Matthías Frímannsson fæddist í Grímsey 30. desember 1932. Hann lést 28. desember 2023. Foreldrar Matthíasar voru Frímann Sigmundur Frímannsson, f. 9.10. 1897, d. 23.3. 1934, útvegsbóndi í Hrísey og Grímsey, og kona hans, Emilía Guðrún Matthíasdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
9. janúar 2024 | Minningargreinar | 41 orð

Nafn féll niður

Fyrir mistök féll nafn Þórarins B. Jónssonar niður í undirskrift minningargreinar um Gísla Jónsson í blaðinu í gær. Undirskriftin er rétt svona: Birgir Björn Svavarsson, Gísli Bragi Hjartarson, Gunnar Ragnars, Hallgrímur Arason, Hermann Haraldsson, Sigurður Jóhannesson, Vilhelm Ágústsson, Þórarinn B Meira  Kaupa minningabók
9. janúar 2024 | Minningargreinar | 809 orð | 1 mynd

Ragnar Bergþór Sigurðsson

Ragnar Bergþór Sigurðsson fæddist á Héraðshælinu á Blönduósi 15. nóvember 1963. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 29. desember 2023. Foreldrar Ragnars eru Ásta Kristjánsdóttir, f. 19. janúar 1941, og Sigurður Einarsson, f Meira  Kaupa minningabók
9. janúar 2024 | Minningargreinar | 1174 orð | 1 mynd

Svala Tómasdóttir

Svala Tómasdóttir fæddist 13. febrúar 1948 í Lækjargötu 6 á Akureyri. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 23. desember 2023. Foreldrar hennar voru hjónin Tómas Jónsson brunavörður á Akureyri, f. 27.6 Meira  Kaupa minningabók
9. janúar 2024 | Minningargreinar | 1002 orð | 1 mynd

Þorbjörg Erla Jónsdóttir

Þorbjörg Erla Jónsdóttir fæddist 4. júní 1959. Hún lést á heimili sínu 31. desember 2023. Hún var dóttir Aðalheiðar Karlsdóttur, f. 17.2. 1939, d. 29.3. 2011, og Jóns Heiðars Egilssonar, f. 2.11. 1933, d Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

9. janúar 2024 | Viðskiptafréttir | 104 orð | 1 mynd

Fasteignafélögin leiddu hækkanir dagsins í gær

Fasteignafélögin leiddu óvænt hækkun á hlutabréfamarkaði í gær. Gengi bréfa í Eik hækkaði um 4,9% í aðeins rúmlega 80 m.kr. viðskiptum, bréf í Reitum hækkuðu um 3,9% í um 530 m.kr. viðskiptum og bréf í Regin hækkuðu um 3,8% í 180 m.kr Meira
9. janúar 2024 | Viðskiptafréttir | 628 orð | 1 mynd

Sækja fyrirmyndir frá Svíþjóð

Magdalena Anna Torfadóttir magdalena@mbl.is „Það hefur átt sér stað mikil þróun í fjarlækningum erlendis og það eru mörg tækifæri í nýtingu slíkra lausna hér á landi,“ segir dr. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir og stofnandi Húðvaktarinnar, í samtali við Morgunblaðið. Hún bætir við að fyrsta skrefið er varðar húðlækningar hafi verið tekið með opnun Húðvaktarinnar, sem er fjarheilbrigðisþjónusta í húðlækningum. Meira
9. janúar 2024 | Viðskiptafréttir | 196 orð | 1 mynd

Útlit fyrir jafnvægi á utanríkisviðskiptum

Útlit er fyrir þokkalegt jafnvægi á utanríkis­viðskiptum næstu misseri að mati greiningar Íslandsbanka en vöruskiptahalli og afgangur af þjónustuviðskiptum vógust á í fyrra. Í greiningunni kemur fram að samdráttur bæði í vöruinnflutningi og… Meira

Fastir þættir

9. janúar 2024 | Í dag | 625 orð | 3 myndir

Alinn upp í rekstri fjölskyldunnar

Ólafur Karl Sigurðarson fæddist 9. janúar 1984 í Reykjavík og sleit barnsskónum í Breiðholtinu. „Í barnæsku æfði ég flestar boltaíþróttirnar en lengst af æfði ég handbolta alla yngri flokkana og upp í meistaraflokk með ÍR Meira
9. janúar 2024 | Í dag | 62 orð

Bæði tíðkast að halda e-u á loft og á lofti í merkingunni láta mikið bera…

Bæði tíðkast að halda e-u á loft og á lofti í merkingunni láta mikið bera á e-u ; auglýsa e-ð ; láta e-ð ekki… Meira
9. janúar 2024 | Í dag | 175 orð

Gömlu dansarnir. V-Enginn

Norður ♠ G86 ♥ ÁD852 ♦ K9 ♣ KD4 Vestur ♠ K93 ♥ K107 ♦ G6432 ♣ G10 Austur ♠ D75 ♥ 9643 ♦ Á10875 ♣ 6 Suður ♠ Á1042 ♥ G ♦ D ♣ Á987532 Suður spilar 6♣ Meira
9. janúar 2024 | Dagbók | 93 orð | 1 mynd

Húðrútína komin út í öfgar

Húðrútína ungra stúlkna hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur á samfélagsmiðlum. Stúlkur frá 8 ára aldri eru farnar að nota vörur sem ekki eru ætlaðar börnum. Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni ræddi málið við Kristínu Sif og Þór Bæring í Ísland vaknar Meira
9. janúar 2024 | Dagbók | 191 orð | 1 mynd

Mygla, kulnun og kvennafans

Fagna ber hverjum nýjum sjónvarpsþætti sem framleiddur er hér innanlands. Gæðin misjöfn eins og gengur en miðað við hvernig nýir þættir á Símanum, Kennarastofan, fara af stað þá er óhætt að mæla með þeim Meira
9. janúar 2024 | Í dag | 161 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. Bg5 Bg7 4. e3 0-0 5. Bd3 b6 6. Rbd2 Bb7 7. c3 d6 8. Dc2 Rbd7 9. h4 c5 10. h5 cxd4 11. exd4 e5 12. hxg6 hxg6 13. dxe5 dxe5 14. 0-0-0 Rc5 15. Bc4 e4 16. Re5 Rd3+ 17. Rxd3 exd3 18 Meira
9. janúar 2024 | Í dag | 72 orð | 1 mynd

Skúli Þór Árnason

30 ára Skúli ólst upp í Kópavogi en býr í Breiðholti. Hann er með BS-gráðu í tölvunarfræði frá HR og er tölvunarfræðingur hjá heilsutæknifyrirtækinu Sidekick Health. Áhugamálin eru bókmenntir, tölvuleikir, líkamsrækt og að sjá um kettina sína Meira
9. janúar 2024 | Í dag | 38 orð | 1 mynd

Vinirnir Ari Tómas Tryggvason, Höskuldur Hrafn…

Vinirnir Ari Tómas Tryggvason, Höskuldur Hrafn Ólafsson, Jóhann Páll Arnarson og Víðir Leó Ragnarsson söfnuðu dósum á Seltjarnarnesi fyrir jólin og komu með… Meira
9. janúar 2024 | Í dag | 379 orð

Þær Katrín bara býtta

Á Boðnarmiði spyr Eiríkur Jónsson að gefnu tilefni: Stendur hún keik eða stígur til hliðar? stórt er hérna spurt. Er sól hennar kannski sigin til viðar eða situr hún um kjurt? Guðrún Bjarnadóttir svarar: Meðan ennþá fær að frjósa, förum ekki spor!… Meira

Íþróttir

9. janúar 2024 | Íþróttir | 302 orð | 1 mynd

Franz Beckenbauer er látinn

Þjóðverjinn Franz Beckenbauer, einn þekktasti knattspyrnumaður sögunnar, lést á sunnudaginn, 78 ára að aldri. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans segir að hann hafi … Meira
9. janúar 2024 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Glódís tilnefnd í lið ársins

Knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði og fyrirliði þýska stórliðsins Bayern München, kemur til greina í lið ársins í heiminum hjá EA Sports. Fyrirtækið framleiðir hinn vinsæla tölvuleik EA Sports FC, sem áður bar heitið FIFA Meira
9. janúar 2024 | Íþróttir | 508 orð | 2 myndir

Góður lokakafli Íslands

Ísland vann Austurríki, 37:30, er liðin mættust í annað sinn á þremur dögum í vináttulandsleik karla í handbolta í gær. Var leikurinn, sem var leikinn í Linz í Austurríki, sá síðasti hjá liðunum fyrir Evrópumótið í Þýskalandi sem hefst á morgun Meira
9. janúar 2024 | Íþróttir | 350 orð | 2 myndir

Portúgalinn José Mourinho, knattspyrnustjóri AS Roma, fékk rautt spjald…

Portúgalinn José Mourinho, knattspyrnustjóri AS Roma, fékk rautt spjald undir lok leiks í jafntefli liðsins við Atalanta, 1:1, í ítölsku A-deildinni á sunnudag. Mourinho kvartaði og kveinaði í dómurum leiksins og þótti dómaranum Gianluca Aureliano… Meira
9. janúar 2024 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Reynslubolti tekur við Brasilíu

Brasilíska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að ráða Dorival Júnior sem næsta landsliðsþjálfara karlaliðs þjóðarinnar. Þjálfarinn, sem er 61 árs gamall reynslubolti, sagði upp hjá São Paulo í heimalandinu um helgina til að taka við landsliðinu Meira
9. janúar 2024 | Íþróttir | 692 orð | 1 mynd

Réttu skiptin til að endurvekja neistann

Fótboltinn Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is „Mér líður mjög vel og er frekar mikið spennt,“ segir knattspyrnukonan Jasmín Erla Ingadóttir í samtali við Morgunblaðið. Jasmín Erla skrifaði um helgina undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara Vals, sem keyptu hana frá Stjörnunni. Meira
9. janúar 2024 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Sveindís byrjuð að æfa á ný

Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er byrjuð að æfa á ný eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Sóknarkonan birti myndir af sér á æfingu með Wolfsburg á Instagram, en liðið er nýmætt til Portúgals í æfingabúðir Meira
9. janúar 2024 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

United örugglega áfram

Manchester United er komið áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta eftir öruggan 2:0-útisigur á Wigan úr C-deildinni á útivelli í gærkvöldi. Portúgalarnir Diogo Dalot og Bruno Fernandes gerðu mörkin Meira
9. janúar 2024 | Íþróttir | 249 orð | 1 mynd

Það styttist óðum í þetta. EM 2024 í handknattleik karla hefst á morgun og…

Það styttist óðum í þetta. EM 2024 í handknattleik karla hefst á morgun og Ísland hefur leik á föstudaginn. Karlalandsliðið okkar er svo vænt að komast í sífellu á stórmótin sem fara fram í janúar. Miður vetur, jólin nýbúin, enn niðadimmt og risið oft lágt á landanum Meira
9. janúar 2024 | Íþróttir | 148 orð | 1 mynd

Þurfum að vera betri því Serbar eru góðir

„Ég er fyrst og fremst ánægður með að vinna en auðvitað eru kaflar í leiknum sem ég var ekki nógu ánægður með,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson í samtali við RÚV eftir leik Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.