Arinbjörn Rögnvaldsson arir@mbl.is „Við vorum þrír í verkfræðinámi á sínum tíma og fórum í þetta verkefni með það fyrir augum að nýta auðlindir landsins til þess að rækta hágæða afurðir til útflutnings,“ segir Ragnar Atli Tómasson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Jurtar ehf., í samtali við Morgunblaðið. Fyrirtækið ræktar wasabi-plöntuna í 2.000 fermetra sjálfvirku gróðurhúsi í Fellabæ á Egilsstöðum, undir vörumerkinu Nordic Wasabi. Afurðin er borin fram með vinsælum réttum á borð við sushi og nautakjöt og wasabi-rótin er seld fersk til hágæða veitingahúsa í Evrópu og verslana hér innanlands.
Meira