Greinar þriðjudaginn 16. janúar 2024

Fréttir

16. janúar 2024 | Erlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Bændur mótmæltu í Berlín

Þúsundir reiðra bænda héldu í gær til Berlínar höfuðborgar Þýskalands á dráttarvélum sínum og gerðu hróp að ráðherra en bændur hafa undanfarna daga mótmælt fyrirhuguðum breytingum á skattalögum sem eiga að draga úr landbúnaðarstyrkjum Meira
16. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 398 orð | 2 myndir

Ekki þarf að greiða fyrir tvinnbíla

Brögð eru að því að nýi skatturinn á rafbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla valdi ruglingi hjá bifreiðaeigendum, samkvæmt ábendingum sem Morgunblaðinu hafa borist. Kílómetragjald á rafmagnsbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla tók gildi 1 Meira
16. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 243 orð

Fagfélögin vísa til sáttasemjara

Fagfélögin, Rafiðnaðarsambandið, VM og Matvís, sem ganga saman til kjaraviðræðna, vísuðu í gær kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Félögin hafa ekki tekið þátt í viðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga í ASÍ við SA og… Meira
16. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 481 orð | 3 myndir

Fleiri sprungur eftir átökin

Vegagerðin greinir frá því að fjöldi sprungna hafi myndast í jarðhræringum síðustu sólarhringa. „Eftir skoðun á Suðurstrandarvegi og leiðinni inn í Grindavík að austanverðu er ljóst að margar sprungur hafa myndast í átökum síðustu sólarhringa,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar Meira
16. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Friðleifur Stefánsson

Friðleifur Stefánsson tannlæknir lést á Landspítalanum 10. janúar síðastliðinn, níræður að aldri. Friðleifur fæddist 23. júlí 1933 á Siglufirði og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Stefán Friðleifsson verkamaður og Sigurbjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja Meira
16. janúar 2024 | Erlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Fyrstu forkosningar Repúblikanaflokks

Fyrsta forval Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum fyrir forsetakosningarnar í nóvember var haldið í Iowa í nótt að íslenskum tíma. Um er að ræða kjörfundi þar sem kjósendur koma saman í skólum, bókasöfnum og slökkvistöðum í ríkinu og lýsa stuðningi við frambjóðanda Meira
16. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Færeyingarnir töpuðu naumlega

Þátttöku Færeyja er lokið á EM karla í handbolta eftir naumt tap fyrir Póllandi, 28:32, í lokaleik liðanna í D-riðli í gær. Færeyingar geta borið höfuðið hátt eftir góða frammistöðu á mótinu. Færeyingar stóðu sig vel gegn Slóvenum í fyrsta leik,… Meira
16. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 204 orð

Líklega ekki langt eftir af eldgosinu

Lítið flæðir af kviku úr nyrðri gossprungunni sem opnaðist við Grindavík á sunnudag og ef fram fer sem horfir styttist í goslok. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið Meira
16. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 340 orð | 1 mynd

Mikið lagt í hönnun skrifstofuhúsnæðisins

Smiðjan, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis, er hægt og bítandi að taka á sig mynd. Voru nefndaherbergi Alþingis í húsinu vígð í gær, auk annarrar aðstöðu sem nefndirnar hafa í húsinu. Skömmu fyrir jól fluttu þingmenn og hluti starfsmanna inn í… Meira
16. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Mjög mikill áhugi á eldgosinu erlendis

Erlendir fjölmiðlamenn eru farnir að streyma til Íslands á nýjan leik vegna eldgossins sem hófst við Grindavík á sunnudagsmorguninn. Að sögn Arnars Más Ólafssonar ferðamálastjóra eru nú á þriðja tug erlendra fjölmiðla á skrá yfir þá sem eiga hér fulltrúa vegna atburðanna Meira
16. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Myndir á sýningu og sellókonsert

Senja Rummukainen leikur einleik í sellókonsertinum Dance eftir Önnu Clyne á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg Hörpu á fimmtudag kl. 19.30 undir stjórn Emiliu Hoving. Önnur verk á efnisskránni eru Fjórir dansar úr Estancia eftir… Meira
16. janúar 2024 | Fréttaskýringar | 720 orð | 1 mynd

Notkunin margfaldast á fimm árum

Ef við horfum á tölurnar, hvernig einstaklingum hefur fjölgað sem fara á þessi lyf, finnst okkur ólíklegt að það geti eingöngu skýrst af fjölgun sykursýkissjúklinga. Takturinn er miklu meiri en svo. Þessi tölfræðigögn sem við höfum veita okkur… Meira
16. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 857 orð | 3 myndir

Nóg til af lóðum fyrir einingahús

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Starfshópur um framboð á húsnæði fyrir Grindvíkinga til lengri tíma, sem skipaður var vegna afleiðinga náttúruhamfaranna á síðasta ári, kortlagði möguleika á lóðum fyrir uppbyggingu húsnæðis, einkum einingahúsa, í sveitarfélögum á suðvesturhorni landsins. Í ljós kom að nóg er til af lóðum undir slíka uppbyggingu. Meira
16. janúar 2024 | Erlendar fréttir | 415 orð | 1 mynd

Ráðist á skip á Adenflóa

Flugskeyti var skotið á flutningaskip í bandarískri eigu undan strönd Jemen á Adenflóa suður af Rauðahafi í gær að sögn breskra stofnana sem sjá um öryggismál flutningaskipa Meira
16. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 372 orð | 2 myndir

Skemmtilegt samfélag brostið

„Samfélagið heima í Grindavík er brostið og fólk snýr þangað ekki aftur að minnsta kosti næstu misserin,“ segir Helgi Einarsson íbúi í Grindavík. Þau Helgi og Bjarghildur Jónsdóttir eiginkona hans eru, líkt og aðrir Grindvíkingar, fjarri heimaslóð um þessar mundir Meira
16. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 458 orð | 1 mynd

Sterk vináttubönd eru í öllu kórstarfi

Tónlist hefur fylgt Þórunni Björnsdóttur tónmenntakennara alla tíð. Hún er einn þriggja stjórnenda Hins dæmalausa Dómkórs og stjórnaði og sá um Skólakór Kársness í Kársnesskóla í Kópavogi fyrstu 40 árin, frá 1975 til 2015 Meira
16. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 329 orð | 1 mynd

Stærsta verkefnið frá stofnun

„Atburðirnir í Grindavík eru af þeirri stærðargráðu að síðan NTÍ tók til starfa hefur ekki sambærilegur atburður átt sér stað. Í því liggur að úrvinnsla hans krefst samstarfs við stjórnvöld, þar sem álitaefni eru ótalmörg og flókin,“… Meira
16. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Söfnunin skilað miklum árangri

„Viðbrögðin hafa verið merkilega öflug. Þessi söfnun fór af stað í gærkvöldi [sunnudagskvöld] en hefur nú þegar skilað mjög miklum árangri,“ segir Oddur Freyr Þorsteinsson, kynningar‑ og fjölmiðlafulltrúi Rauða krossins, um neyðarsöfnunina vegna eldgossins við Grindavík Meira
16. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 248 orð | 2 myndir

Tjónið blasir við

Aðeins er sjáanleg virkni í einu gosopi á nyrðri gossprungunni sem opnaðist á sunnudag við Grindavík. Talið er líklegt að ekki sé langt í goslok, að sögn… Meira
16. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

Vetrarmæling loðnu hefst í dag

Vetrarmæling Hafrannsóknastofnunar á loðnu hefst í dag og taka að þessu sinni fjögur skip þátt í mælingunum; rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson auk uppsjávarskipanna Ásgríms Halldórssonar SF-250 sem Skinney-Þinganes gerir út og grænlenska skipsins Polar Ammassak Meira
16. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Vignir Jónasson

Vignir Jónasson, knapi og hrossaræktandi, lést af slysförum í Svíþjóð sl. sunnudagskvöld, 52 ára að aldri. Varð hann undir dráttarvél á sveitasetri sínu skammt frá bænum Laholm og var úrskurðaður látinn er komið var á sjúkrahús, samkvæmt frásögnum sænskra fjölmiðla Meira

Ritstjórnargreinar

16. janúar 2024 | Leiðarar | 374 orð

Jákvæð áform

Heilbrigðisráðherra kynnir athyglisverðar breytingar Meira
16. janúar 2024 | Leiðarar | 276 orð

Réttmæt aðgerð

Óhjákvæmilegt var orðið að grípa til aðgerða gegn ofbeldi Húta á alþjóðlegri siglingarleið Meira
16. janúar 2024 | Staksteinar | 215 orð | 1 mynd

Skilningsleysi á grimmdarverkum

Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar um ástandið á Gasa og í Ísrael og umræður sem um það hafa skapast. Hann bendir á orð sagnfræðingsins kunna, Yuval Noah Harari, sem hann segir lengi hafa gagnrýnt núverandi forsætisráðherra Ísraels en hafi frá árás Hamas hinn 7. október „gagnrýnt fræðimenn og friðarsinna og einnig bandaríska og evrópska stjórnmálamenn fyrir að vera skilningslausir gagnvart grimmdarverkum Hamas og sakað þá um „mikið siðferðislegt ónæmi“ og að svíkja vinstri stjórnmál“. Meira

Menning

16. janúar 2024 | Menningarlíf | 70 orð | 1 mynd

Finnst skemmtilegra að leikstýra

George Clooney segist í nýlegu viðtali við Sky News enn njóta þess að leika, en sér finnist miklu skemmtilegra að leikstýra. Nýjasta leikstjórnarverkefni hans er myndin The Boys in the Boat sem fjallar um róðrarlið Washington-háskóla sem vinnur til… Meira
16. janúar 2024 | Menningarlíf | 222 orð | 1 mynd

Ford heiðraður fyrir ævistarfið

Harrison Ford hlaut heiðursviðurkenningu fyrir ævistarf sitt þegar verðlaun bandarískra kvikmyndagagnrýnenda, Critics Choice Awards, voru afhent við hátíðlega athöfn á sunnudag. Í þakkarræðu sinni sagðist Ford vera mikill lukkunnar pamfíll Meira
16. janúar 2024 | Menningarlíf | 1005 orð | 1 mynd

Heimspekitryllir fyrir fantasíufólk

Anna Rún Frímannsdóttir annarun@mbl.is Meira
16. janúar 2024 | Menningarlíf | 438 orð | 3 myndir

Húmor og sálarháski

Sýningin Tileinkun í Listasafni Reykjanesbæjar er tileinkuð minningu Valgerðar Guðlaugsdóttur. Myndlistarkonan Valgerður Guðlaugsdóttir (1970-2021) skildi eftir sig yfirgripsmikið höfundarverk mótað af sterku myndmáli og samfélagsgagnrýni Meira
16. janúar 2024 | Menningarlíf | 111 orð | 1 mynd

Of mikil náttúra sýnd í SÍM-salnum

Sýningin Of mikil náttúra með verkum eftir Þorgerði Jörunds­dóttur hefur verið opnuð í SÍM-salnum og stendur til 23. janúar. „Í sýningunni er leitast við að fjalla um líffræðilega fjölbreytni náttúrunnar á tímum hamfarahlýnunar Meira

Umræðan

16. janúar 2024 | Aðsent efni | 170 orð | 1 mynd

… að hitta ömmu sína

Það hefur lengi verið opinbert leyndarmál að ferðamenn borgi óheyrilega hátt verð fyrir alla þjónustu og verði að láta sig hafa það bölvandi í hljóði. Koma svo kannski ekki aftur fyrir sitt litla líf en segja kunningjunum frá ótrúlegu verðlagi á… Meira
16. janúar 2024 | Aðsent efni | 537 orð | 1 mynd

Með hríðskotabyssu í fanginu

Ábyrgð fjölmiðla er mikil nú þegar raunveruleikinn kemur aftan að okkur. Meira
16. janúar 2024 | Aðsent efni | 509 orð | 2 myndir

Notkun þunglyndislyfja meðal barna og ungs fólks – SSRI-lyf ávanamyndandi

Um 4% barna 14 ára og yngri er ávísað þunglyndislyfjum hér á landi. Himinhátt miðað við aðrar Norðurlandaþjóðir. Mengað grunnvatn? Léleg læknisfræði? Meira
16. janúar 2024 | Aðsent efni | 431 orð | 1 mynd

Sjálfsögð aðstoð við Grindvíkinga

Er ekki kominn tími til að stíga upp og skera Grindvíkinga úr snörunni, aflétta fjárhagsáhyggjum þeirra og gefa þeim andrými og fjárhagslega hugarró. Meira
16. janúar 2024 | Pistlar | 419 orð | 1 mynd

Um 65.000 króna lækkun á mánuði?

Ríkisstjórnin sló sitt eigið heimsmet í lágkúru með fáránlegu fjárhagslegu ofbeldi gegn öldruðu og veiku fólki í fjáraukalögum rétt fyrir jól. Þau áform ríkisstjórnarinnar í skjóli nætur að fella brott persónuafslátt aldraðs fólks á eftirlaunum og… Meira
16. janúar 2024 | Aðsent efni | 721 orð | 1 mynd

Þakklætiskröfur gerðar til Reykvíkinga

Þegar íbúar kvarta yfir því að vera neyddir til að borga fyrir þjónustu sem er ekki veitt og þeir sjálfir látnir sinna fá þeir aftur skammir. Meira

Minningargreinar

16. janúar 2024 | Minningargreinar | 1595 orð | 1 mynd

Guðmundur Þór Jónsson

Guðmundur Þór Jónsson fæddist á Akranesi 29. október 1976. Hann lést 4. janúar 2023. Foreldrar Guðmundar voru Jón Guðmundsson, f. 27. apríl 1944, d. 18. júlí 2016, og Alma Garðarsdóttir, f. 7. janúar 1946 Meira  Kaupa minningabók
16. janúar 2024 | Minningargreinar | 3813 orð | 1 mynd

Sigríður Þórðardóttir

Sigríður Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 9. júlí 1927. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi 8. janúar 2024. Foreldrar Sigríðar voru Þórður Ólafsson, stórkaupmaður og útgerðarmaður í Reykjavík, f Meira  Kaupa minningabók
16. janúar 2024 | Minningargreinar | 3664 orð | 1 mynd

Stefán Heiðar Brynjólfsson

Stefán Heiðar Brynjólfsson fæddist 16. apríl 1947 á heimili móðurforeldra sinna að Laugavegi 41, Reykjavík. Hann lést 4. janúar 2024. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1.7 Meira  Kaupa minningabók
16. janúar 2024 | Minningargreinar | 2593 orð | 1 mynd

Svala Magnúsdóttir

Svala Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 15. september 1933. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 1. janúar 2024. Foreldrar hennar voru Magnús Vilhelm Jóhannesson, framfærslufulltrúi, f Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

16. janúar 2024 | Viðskiptafréttir | 78 orð | 1 mynd

KPMG hagnast um 566 milljónir

Ráðgjafarfyrirtækið KPMG hagnaðist um 566 milljónir á síðasta ári samanborið við 527 milljónir í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi samstæðunnar. Rekstrartekjur á árinu 2023 jukust um 16% frá fyrra ári og áfram eru væntingar um eftirspurn eftir… Meira
16. janúar 2024 | Viðskiptafréttir | 168 orð | 1 mynd

Veittu hlutdeildarlán fyrir samtals 2.626 milljónir

Á árinu 2023 veitti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) 232 hlutdeildarlán samtals að fjárhæð um 2.626 milljónir króna. Þar af voru 54 lán veitt í desember. Þetta kemur fram á vefsíðu HMS. Af veittum lánum ársins voru um 49% lána á… Meira
16. janúar 2024 | Viðskiptafréttir | 551 orð | 2 myndir

Wasabi-dósir á markaðinn

Arinbjörn Rögnvaldsson arir@mbl.is „Við vorum þrír í verkfræðinámi á sínum tíma og fórum í þetta verkefni með það fyrir augum að nýta auðlindir landsins til þess að rækta hágæða afurðir til útflutnings,“ segir Ragnar Atli Tómasson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Jurtar ehf., í samtali við Morgunblaðið. Fyrirtækið ræktar wasabi-plöntuna í 2.000 fermetra sjálfvirku gróðurhúsi í Fellabæ á Egilsstöðum, undir vörumerkinu Nordic Wasabi. Afurðin er borin fram með vinsælum réttum á borð við sushi og nautakjöt og wasabi-rótin er seld fersk til hágæða veitingahúsa í Evrópu og verslana hér innanlands. Meira

Fastir þættir

16. janúar 2024 | Dagbók | 79 orð | 1 mynd

Ánægðastur með klakavélina

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson fór með aðdáendur sína í ferðalag um tónleikarútuna sem hann og fylgdarlið ferðuðust með á Evróputúrnum fyrir áramót. Á þessu ári heldur hann svo til Ameríku og spilar meðal annars í Orlando, Austin og Boston Meira
16. janúar 2024 | Í dag | 177 orð

Á opnu borði. A-NS

Norður ♠ 75 ♥ 763 ♦ ÁD743 ♣ K65 Vestur ♠ 1062 ♥ DG985 ♦ 109652 ♣ – Austur ♠ G8 ♥ 104 ♦ KG8 ♣ ÁDG432 Suður ♠ ÁKD943 ♥ ÁK2 ♦ – ♣ 10987 Suður spilar 4♠ Meira
16. janúar 2024 | Í dag | 46 orð

Ekki vildi maður verða píslarvottur; því geta fylgt veruleg óþægindi.…

Ekki vildi maður verða píslarvottur; því geta fylgt veruleg óþægindi. Hlutskiptið sjálft nefnist píslarvætti. Maður líður þá, þolir, píslarvætti Meira
16. janúar 2024 | Í dag | 409 orð

Eldgos og fleira margt

Ég hitti karlinn á Laugaveginum á sunnudaginn og spurði tíðinda. Hann hallaði undir flatt og svaraði: Ekki er frítt við enn sé nýtt að frétta. Á Reykjanesi gýs og gaus. Í Grindavík er eldur laus. Helgi Ingólfsson á Boðnarmiði: Nú grípur mig geigurinn forni með gosi á suðvesturhorni Meira
16. janúar 2024 | Í dag | 938 orð | 3 myndir

Glasið er alltaf hálffullt

Helga Viðarsdóttir fæddist 16. janúar 1974 og er borinn og barnfæddur Skagamaður. „Akranes var hæfilega stór, samheldinn útgerðarbær þar sem allir þekktu alla þegar ég ólst þar upp. Þarna voru barnmargar fjölskyldur og kröftugt félagslíf Meira
16. janúar 2024 | Dagbók | 191 orð | 1 mynd

Krúnuleikar og útsendingar

Þegar Karl III. Bretakóngur var krýndur í maí í fyrra sá Ríkissjónvarpið á Íslandi ástæðu til þess að vera með beina útsendingu. Þar var sjónvarpið vissulega ekki eitt á báti og ugglaust fylgdust margir með, þótt langdregið væri og frekar fyrirsjáanlegt Meira
16. janúar 2024 | Í dag | 98 orð | 1 mynd

Leó Kristberg Einarsson

40 ára Leó Kristberg er fæddur og uppalinn á Skagaströnd en er nýfluttur í Hafnarfjörð. Hann er skipstjórnar- og vélstjórnarmenntaður og er flotstjóri og skipstjóri hjá Eldingu hvalskoðun. Áhugamál eru veiði og þríþraut en hann hefur keppt í tveimur járnkörlum Meira
16. janúar 2024 | Í dag | 25 orð | 1 mynd

Reykjavík Trausti Óttarsson fæddist 9. mars 2023. Hann vó 3.765 g og var…

Reykjavík Trausti Óttarsson fæddist 9. mars 2023. Hann vó 3.765 g og var 55 cm að lengd. Foreldrar hans eru Saga Guðmundsdóttir og Óttar Guðmundsson. Meira
16. janúar 2024 | Í dag | 166 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. e4 g6 7. h3 a6 8. a4 Bg7 9. Bd3 0-0 10. Rf3 Rbd7 11. 0-0 Hb8 12. He1 Re8 13. Bg5 Bf6 14. Bxf6 Dxf6 15. Dd2 Rc7 16. Hab1 b5 17. axb5 axb5 18. b4 cxb4 19 Meira

Íþróttir

16. janúar 2024 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Alex samdi við KR-inga

Knattspyrnumaðurinn Alex Þór Hauksson er genginn til liðs við KR-inga og hefur samið við þá til ársloka 2026 eftir að hafa spilað með Öster í sænsku B-deildinni undanfarin þrjú ár. Alex er 24 ára gamall miðjumaður og lék með meistaraflokki… Meira
16. janúar 2024 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Bætti Íslandsmetið í Virginíu

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir úr ÍR bætti á dögunum eigið Íslandsmet í lóðkasti kvenna innanhúss í Virginíu í Bandaríkjunum. Lóðkastið er nokkurs konar sleggjukast innanhúss en lóðið er níu kíló að þyngd Meira
16. janúar 2024 | Íþróttir | 291 orð | 1 mynd

Ef það hefur farið framhjá einhverjum þá er ég er staddur í München í…

Ef það hefur farið framhjá einhverjum þá er ég er staddur í München í Þýskalandi til þess að fylgja eftir íslenska karlalandsliðinu í handknattleik á Evrópumótinu sem nú stendur yfir. Þetta er fyrsta stórmótið í handbolta sem ég er mættur á, líkt og … Meira
16. janúar 2024 | Íþróttir | 143 orð | 1 mynd

Everton og Forest kærð

Enska úrvalsdeildin hefur kært bæði Everton og Nottingham Forest fyrir brot á fjármálareglum deildarinnar. Tíu stig voru dregin af Everton fyrir áramót fyrir brot á reglunum fyrir tímabilið 2021/22 en ný kæra er fyrir tímabilið 2022/23 Meira
16. janúar 2024 | Íþróttir | 474 orð | 2 myndir

Geta borið höfuðið hátt

Þrátt fyrir að Færeyingar hafi endað í neðsta sæti D-riðils á Evrópumóti karla í handbolta eftir tap gegn Pólverjum, 32:28, í Berlín í gærkvöldi er óhætt að segja að litla frændþjóðin hafi stolið senunni á mótinu Meira
16. janúar 2024 | Íþróttir | 398 orð | 1 mynd

Hefur reynst Íslandi erfiður

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik mætir Ungverjalandi í hreinum úrslitaleik um efsta sæti C-riðils Evrópumótsins í Ólympíuhöllinni í München í kvöld Meira
16. janúar 2024 | Íþróttir | 168 orð | 1 mynd

Messi og Bonmatí valin best

Argentínumaðurinn Lionel Messi, leikmaður Inter Miami í Bandaríkjunum, og hin spænska Aitana Bonmatí úr Barcelona voru í gær útnefnd bestu leikmenn ársins 2023 í hófi Alþjóðaknattspyrnusambandsins í Lundúnum Meira
16. janúar 2024 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Murielle til liðs við Framara

Bandaríska knattspyrnukonan Murielle Tiernan, einn besti leikmaður Bestu deildar kvenna með Tindastóli á síðasta tímabili, er gengin til liðs við 1. deildar lið Fram. Murielle hefur leikið með Tindastóli í sex ár og hefur skorað 98 mörk fyrir liðið í 102 leikjum í þremur deildum Íslandsmótsins Meira
16. janúar 2024 | Íþróttir | 86 orð | 1 mynd

Sara yfirgefur spænska félagið

Sara Rún Hinriksdóttir, landsliðskona í körfubolta, hefur yfirgefið spænska félagið Cadi La Seu en hún og félagið komust að samkomulagi um að rifta samningi hennar. Sara samdi við félagið í júlí í fyrra og spilaði því með því í hálft ár Meira
16. janúar 2024 | Íþróttir | 507 orð | 1 mynd

Skák gegn Ungverjum

„Þessi leikur gegn Ungverjalandi leggst bara vel í mig og ég er brattur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið á æfingu íslenska liðsins í München í Þýskalandi í gær Meira
16. janúar 2024 | Íþróttir | 234 orð | 1 mynd

Sænska knattspyrnufélagið Skövde AIK staðfesti í gær að Srdjan Tufegdzic…

Sænska knattspyrnufélagið Skövde AIK staðfesti í gær að Srdjan Tufegdzic hefði verið ráðinn þjálfari karlaliðs félagsins sem leikur í sænsku B-deildinni. Túfa, eins og hann er jafnan kallaður, lék og þjálfaði á Íslandi um árabil, lék með KA og… Meira

Bílablað

16. janúar 2024 | Bílablað | 263 orð | 2 myndir

Á fullri ferð í eyðimörkinni

Dakar-kappaksturinn er núna í fullum gangi og munar aðeins hársbreidd á efstu keppendum. Keppnin fer að þessu sinni fram í Sádi-Arabíu og lýkur næstkomandi sunnudag en keppnisleiðin, sem nær þvert yfir landið, skiptist í tólf áfanga – þar af einn sem varir í 48 klukkustundir samfleytt Meira
16. janúar 2024 | Bílablað | 507 orð | 1 mynd

Fornbíllinn leikur stórt hlutverk

Halldóra Rósa Björnsdóttir er með mörg járn í eldinum en hún starfar bæði sem leikstjóri, leikkona og kennari. Í sjónvarpi sást hún nýverið í þriðju þáttaröð Ófærðar, og eins kom hún fram í verkinu Ég lifi enn – sönn saga sem sýnt var í Tjarnarbíói Meira
16. janúar 2024 | Bílablað | 848 orð | 3 myndir

Haukfrár Macan í kröppum dansi

Taycan gaf góð fyrirheit – maður hefði jafnvel viljað taka sér far með honum til sjálfs fyrirheitna landsins. Óviðjafnanlegur kraftur og miklar kröfur til bílsins undirstrikuðu að hönnuðir og verkfræðingar Porsche voru staðráðnir í að halda fyrirtækinu í fremstu röð bílasmiða Meira
16. janúar 2024 | Bílablað | 2194 orð | 5 myndir

Nú koma dísilbílar sterkir inn

Innflytjendur og kaupendur bíla eru smám saman að ná áttum eftir þær breytingar sem gerðar voru á gjaldaumhverfi grænna bíla um áramótin. Líkt og Morgunblaðið hefur fjallað um munu eigendur rafbíla þurfa að greiða 6 kr Meira
16. janúar 2024 | Bílablað | 1436 orð | 7 myndir

Sameinar sportbílinn við skyldur fjölskyldufólks

22 ára Ford Focusinn minn lötrar upp Ártúnsbrekkuna í átt að BL umboðinu síðla dags í nóvembermánuði. Bíllinn, sem eitt sinn tilheyrði ömmu minni, hefur mikið tilfinningalegt gildi og kemur mér frá A til B með tilheyrandi árlegum viðgerðarkostnaði og áhættuakstri á veturna Meira
16. janúar 2024 | Bílablað | 1878 orð | 8 myndir

Skvísubíll sem skorar hátt á krúttskalanum

Skvísubílar“ hafa ávallt verið í miklu uppáhaldi hjá mér; litlir, nettir og sætir bílar með stílhreinni og gjarnan litasamræmdri innréttingu og… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.