Greinar þriðjudaginn 23. janúar 2024

Fréttir

23. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Brids ræður ríkjum í Hörpu

Nokkrir af sterkustu bridsspilurum heims, þar á meðal ríkjandi heimsmeistarar í sveitakeppni og Evrópumeistarar í tvímenningi, taka nú þátt í bridsmóti sem haldið er í Hörpu en mótið er hluti af alþjóðlegri mótaröð, WBT Masters Meira
23. janúar 2024 | Fréttaskýringar | 542 orð | 4 myndir

Byggja síðasta hótelið í Kvosinni

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, vonast til að geta hafið framkvæmdir við nýtt hótel á Grandagarði í vor. Hótelið verður með um hundrað herbergjum og byggt við hlið Alliance-hússins. Á jarðhæð hótelbyggingarinnar verður verslun og þjónusta. Meira
23. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Ekki tilefni til sérstakra viðbragða

Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra seg­ir álit umboðsmanns Alþing­is um reglu­gerð henn­ar um hval­veiðar ekki gefa til­efni til sér­stakra viðbragða. Það sé lög­fræðileg niðurstaða ráðuneyt­is henn­ar Meira
23. janúar 2024 | Fréttaskýringar | 479 orð | 2 myndir

Fjögur félög orðin að einu

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Fjögur fyrirtæki, Fastus, Expert, Expert kæling og GS Import, hafa sameinast í eitt félag. Hið sameinaða fyrirtæki ber heitið Fastus ehf. en starfsemi þess skiptist nú í tvö meginsvið: Fastus heilsu og Expert. Áætluð ársvelta samstæðunnar er u.þ.b. sjö milljarðar króna. Meira
23. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

Gapandi gímöld undir Grindavík

Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði, telur að það muni taka um tíu ár fyrir eldstöðvakerfið sem nú er virkt á Reykjanesskaga að losa um alla spennu. Þá sé hægt fyrir alvöru að kortleggja allar þær hættur sem leynast í Grindavík og tryggja svæðið að nýju Meira
23. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Geta ekki gert ráð fyrir heimför í bráð

Ríkisstjórnin hefur það til skoðunar að kaupa upp allt húsnæði í Grindavík. Ekki er þó talið tímabært að taka slíka ákvörðun að svo stöddu. Kom þetta meðal annars fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í gær en þar gafst fjölmiðlum kostur á að… Meira
23. janúar 2024 | Erlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Greiðir sekt fyrir gervigreindarvillu

Franska fjármálaeftirlitið tilkynnti í gær að franski bankinn Société Générale hefði verið sektaður um 4,5 milljónir evra, jafnvirði um 670 milljóna króna, fyrir að beita blekkingum í markaðsstarfi sem leiddu til þess að viðskiptavinir bankans voru krafðir um óréttmætar þóknanir Meira
23. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Hættir sem forstjóri Karólínska

Björn Zoëga, forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð, hefur sagt starfi sínu lausu og mun sinna starfinu til 4. mars. Í samtali við mbl.is í gær kvaðst hann hafa fundið að nú væri rétti tíminn til að finna sér annan starfsvettvang… Meira
23. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Ísland er enn í ólympíubaráttunni eftir fimm marka sigur á Króötum

Karlalandslið Íslands í handbolta átti sinn besta leik á Evrópumótinu í gær þegar það sigraði Króata á sannfærandi hátt í Köln, 35:30. Íslenska liðið á þar með enn möguleika á að komast í undankeppni Ólympíuleikanna áður en kemur að lokaumferðinni… Meira
23. janúar 2024 | Fréttaskýringar | 636 orð | 3 myndir

Íslenskt samfélag of lítið fyrir sjö háskóla

Sviðsljós Anna Rún Frímannsdóttir annarun@mbl.is Meira
23. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 622 orð | 1 mynd

Krýsuvíkurkerfið vaknar til lífsins

Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir alveg klárt að Krýsuvíkurkerfið, enn eitt eldstöðvakerfi Reykjanesskagans, hafi að undanförnu gefið merki um að það sé að fara í gang Meira
23. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 457 orð | 1 mynd

Mjög gefandi að vinna með öldruðum

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Rósa Marinósdóttir lét af störfum sem yfirhjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Borgarnesi um áramótin eftir um 40 ára starf hjá stofnuninni og Oddný Eva Böðvarsdóttir dóttir hennar var ráðin í hennar stað. „Ég leysi hana reyndar af í janúar og svo verð ég í sérstökum verkefnum, sem tengjast eldri borgurum, fram í maí,“ segir Rósa. Meira
23. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Morgunkaffi fyrir 1,3 milljónir

Kostnaður við kaffisamsæti fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar sem haldin voru á Höfðatorgi og í Ráðhúsinu í sl. viku í tilefni af brotthvarfi Dags B. Eggertssonar úr stól borgarstjóra nam tæpum 1,3 milljónum króna Meira
23. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 316 orð | 1 mynd

Pétur Ágústsson

Pétur Ágústsson, skipstjóri og athafnamaður í Stykkishólmi, lést á Landspítalanum við Hringbraut 14. janúar sl., 77 ára að aldri. Pétur fæddist í Flatey á Breiðafirði 25. mars 1946 og var þriðja barn hjónanna Ágústar Péturssonar skipstjóra, f Meira
23. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 286 orð | 1 mynd

Rafmagn í Grindavík á ný

Rafmagni var komið á í Grindavík á ný klukkan 20 í gærkvöldi og í kjölfarið var slökkt á varavélum Landsnets. Var rafmagni komið til Grindavíkur um loftlínu sem reist var yfir nýja hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg og skemmdi stofnstrengi HS Veitna frá Svartsengi til Grindavíkur Meira
23. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 281 orð | 1 mynd

Reynir Sveinsson

Reynir Sveinsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Sandgerði, lést 21. janúar sl. á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík, 75 ára að aldri. Reynir fæddist 2. júní 1948 í Sandgerði, þar sem hann bjó alla tíð Meira
23. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 359 orð | 2 myndir

Segir boltann hjá Samtökum atvinnulífsins

Samningafundur Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stéttarfélaganna stóð yfir í rúmar þrjár klukkustundir í gær og hefur næsti fundur verið boðaður í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11 í dag Meira
23. janúar 2024 | Erlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Sendiherrar ríkjanna tveggja snúa aftur

Íran og Pakistan tilkynntu í gær að sendiherrar þeirra myndu snúa aftur til sendiráða sinna en ríkin tvö kölluðu sendiherrana heim í síðustu viku eftir gagnkvæmar loftárásir sem þau gerðu hvort á annað Meira
23. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Skora á þau að hafa samráð við okkur

Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, segir að útfærslan sé enn óljós hjá stjórnvöldum varðandi fasteignir Grindvíkinga. „Það er margt ágætt frá þessum fundi og þau segjast ætla að taka mál Grindvíkinga að sér og að þetta sé vel framkvæmanlegt Meira
23. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 307 orð | 2 myndir

Torg sækir á einn verktaka

„Það er ekki að sjá að jafnræðis sé gætt og það sé allt það sama látið yfir alla ganga sem eru í þessari sömu stöðu og minn umbjóðandi, þ.e.a.s. að hafa verið verktaki og fengið greiðslu, fengið uppgerða sína reikninga að einhverju leyti rétt fyrir gjaldþrotaúrskurð Meira
23. janúar 2024 | Erlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Tveggja ríkja lausn sögð eina leiðin

Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins áttu í gær fundi með utanríkisráðherra Ísraels, utanríkisráðherra heimastjórnar Palestínumanna og utanríkisráðherrum Egyptalands, Jórdaníu og Sádi-Arabíu í Brussel Meira
23. janúar 2024 | Erlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Umfangsmikil leit í húsarústum

Að minnsta kosti átta létu lífið og tuga er saknað eftir að skriða féll á þorp í Yunnan-héraði í suðvesturhluta Kína í gær. Um 200 manns voru flutt á brott úr þorpinu en talin var hætta á að fleiri skriður myndu falla Meira
23. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Vantrauststillaga var afturkölluð

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að taka sér veikindaleyfi frá störfum að læknisráði. Frá þessu greindi hún á samfélagsmiðlum í gær. „Í morgun fékk ég staðfesta greiningu á krabbameini í brjósti og mun gangast undir aðgerð og… Meira
23. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Veikindi og meiðsli lykilmanna

Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason gátu ekki leikið með landsliðinu í handbolta þegar það sigraði Króatíu á EM í Köln í gær en þeir lágu báðir fárveikir á hótelherbergi íslenska liðsins. Óvíst er að þeir geti spilað gegn Austurríki í lokaumferðinni á morgun Meira
23. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Við hvaða ár verður miðað?

„Ég sem íbúi í Grindavíkurbæ er þannig gerður að ég er tilbúinn að draga andann þar til þessar niðurstöður með útfærslu á aðgerðum liggja fyrir,“ segir Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður og íbúi í Grindavík til 40 ára, spurður um blaðamannafund ríkisstjórnarinnar í gær Meira
23. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Vordagskrá Jazzklúbbsins Múlans hefst með Gulla og Groove Gang

Jazzklúbburinn Múlinn hefur vordagskrá sína með tónleikum með hljómsveit trommuleikarans Gulla Briem, Groove Gang, annað kvöld, miðvikudagskvöldið 24 Meira
23. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Þokast mjög hægt áfram

„Við erum búnir að funda nokkuð stíft frá áramótum,“ segir Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, um samningaviðræður félagsins við Isavia. Hann segir þó samningana ganga afar hægt. „Þetta mjakast um eitt hænuskref við hvern fund, en það er mikið sem ber enn á milli,“ segir hann Meira
23. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 989 orð | 1 mynd

Ætla að eyða óvissunni

„Það er algerlega skýrt loforð okkar að við ætlum að eyða þessari óvissu sem Grindvíkingar hafa í raun búið við frá því í haust með því að stíga inn í þá stöðu sem nú er uppi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið Meira

Ritstjórnargreinar

23. janúar 2024 | Leiðarar | 623 orð

Orðræða ofstækisfólks

Opinber umræða þrífst á orðum og umræðu, ekki úthrópunum og ofbeldi Meira
23. janúar 2024 | Staksteinar | 216 orð | 2 myndir

Öryggi og frelsi Grindvíkinga

Ríkisstjórnin kynnti í gær aðgerðir til aðstoðar Grindvíkingum og var þeim almennt vel tekið þó að ekki væri búið að útfæra allt, enda ekki hægt að ætlast til þess. Þær auka öryggi Grindvíkinga og auðvelda þeim að taka ákvarðanir um framtíðina, sem er mikils virði. Meira

Menning

23. janúar 2024 | Menningarlíf | 1132 orð | 3 myndir

Alls kyns listir renna saman í eitt

Í Flökkusinfóníu sem er 25 mínútna verk eftir myndlistarkonurnar Eirúnu Sigurðardóttur og Jóní Jónsdóttur í Gjörningaklúbbnum renna myndlist, tónlist og kvikmyndalist saman í eitt en verkið verður sýnt á fimmtudaginn, 25 Meira
23. janúar 2024 | Menningarlíf | 694 orð | 1 mynd

Kórverk um hversdaginn

Marglaga sviðs- og tónverk eftir tónskáldið Benedikt Hermann Hermannsson og Ásrúnu Magnúsdóttur danshöfund, sem nefnist Ljósið & ruslið, verður frumsýnt í Tjarnarbíói á fimmtudag, 25. janúar, kl Meira
23. janúar 2024 | Menningarlíf | 57 orð | 1 mynd

Litka fangar Breiðholtið á striga

Samsýningin Litka málar Breiðholtið var nýverið opnuð á Borgarbókasafninu Gerðubergi og stendur til 10. febrúar. „Þema þessarar litríku sýningar er Breiðholtið eins og það leggur sig,“ segir í tilkynningu en á sýningunni má finna verk eftir 31… Meira
23. janúar 2024 | Menningarlíf | 97 orð | 1 mynd

Sýna fallegustu bækur í heimi

Sýningin Fallegustu bækur í heimi var opnuð á Hönnunarsafni Íslands síðasta föstudag. Sýningin samanstendur af verðlaunabókum úr keppninni Best Book Design from all over the World sem hefur verið haldin frá árinu 1963 með það að markmiði að hvetja… Meira
23. janúar 2024 | Fjölmiðlar | 231 orð | 1 mynd

Þjóðsöngurinn alltaf jafnfagur

Mig grunar að margir sem þetta lesa svitni við þá tilhugsun að syngja þjóðsönginn svo aðrir heyri til. Og hvernig stendur á því? Jú, þetta lag er vissulega fallegt en afar krefjandi. Allir þeir sem reynt hafa – og vonandi eru það flestir Íslendingar yfir fimm ára aldri – vita þetta Meira

Umræðan

23. janúar 2024 | Aðsent efni | 1646 orð | 4 myndir

Ekki viss um að hann finni ástina sína í Úkraínu – Karlarnir berjast og konurnar fara

Ég tók sængina og fór undir rúm og reyndi að sofa áfram þar. Í svona árásum eru rúðurnar hættulegastar og ég var einmitt með eina stóra yfir rúminu mínu. Ég sá það síðan um morguninn að sprengjurnar höfðu verið að hitta byggingar í þarnæstu götu við mig. Meira
23. janúar 2024 | Pistlar | 411 orð | 1 mynd

Ég vantreysti ríkisstjórninni

Ríkisstjórn Íslands er í andarslitrunum. Öll stóru orðin um að brúa bilin í samfélaginu, leita sáttaleiða, koma í veg fyrir skautun í stjórnmálaumræðunni og skapa stöðugleika í efnahagslífinu, eru nú marklaus – fokin út í buskann Meira
23. janúar 2024 | Aðsent efni | 548 orð | 1 mynd

Fór Ísland á hliðina?

Við Íslendingar skiptum EES- samningnum út fyrir fríverzlunarsamning við Bretland, annað stærsta viðskiptaland okkar, án þess að nokkuð færi á hliðina. Meira
23. janúar 2024 | Aðsent efni | 418 orð | 1 mynd

Menningararfur í sköpun

Á hátíðinni fram undan geta tónleikagestir tekið þátt í að skapa söguna, heyrt ný verk leikin í fyrsta sinn og þannig upplifað einstakan viðburð. Meira
23. janúar 2024 | Aðsent efni | 581 orð | 1 mynd

Nokkur orð

Orð hafa svo mikil áhrif að það er jafnvel hægt að hvetja þjóðir og samfélög manna til dáða á erfiðum tímum með orðum einum saman. Meira
23. janúar 2024 | Aðsent efni | 685 orð | 1 mynd

Vaxandi fátækt og ójöfnuður í Reykjavík

Talið er að mörg þúsund börn í Reykjavík búi við fátækt og bætist hratt í hópinn. Meira

Minningargreinar

23. janúar 2024 | Minningargreinar | 1674 orð | 1 mynd

Anna Hlíf Reynisdóttir

Anna Hlíf Reynisdóttir fæddist í Reykjavík 6. apríl 1952. Hún lést á heimili sínu 7. janúar 2024. Foreldrar hennar voru Jórunn Anna Sigurjónsdóttir, f. 18. júlí 1934, d. 1. ágúst 2023, og Reynir Emil Sigtryggsson, f Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2024 | Minningargreinar | 438 orð | 1 mynd

Edda Dröfn Eggertsdóttir

Edda Dröfn Eggertsdóttir fæddist 10. september 1979. Hún lést 3. janúar 2024. Útför Eddu Drafnar fór fram 15. janúar 2024. Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2024 | Minningargreinar | 1658 orð | 1 mynd

Finn Gærdbo

Finn Gærdbo fæddist í Vogi, Suðurey I, Færeyjum 25. júní 1938. Hann lést á sjúkrahúsinu Stykkishólmi 16. janúar 2024. Foreldrar Finns voru þau Pétur Jakob Gærdbo sjómaður, f. 27. september 1898, d. 18 Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2024 | Minningargreinar | 1502 orð | 1 mynd

Guðrún Helgadóttir

Guðrún Helgadóttir fæddist 13. ágúst 1936. Hún lést á heimili sínu 31. desember 2023. Guðrún ólst upp í Hvammi í Hrunamannahreppi. Foreldrar hennar voru Helgi Kjartansson, bóndi í Hvammi, f. 20. júlí 1895, d Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2024 | Minningargreinar | 247 orð | 1 mynd

Gunnar Örn Arnarson

Gunnar Örn Arnarson fæddist 26. júní 1982. Hann lést 17. desember 2023. Útför Gunnars Arnar fór fram 9. janúar 2024. Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2024 | Minningargreinar | 1285 orð | 1 mynd

Halldóra Jónasdóttir

Halldóra Jónasdóttir fæddist í Reykjavík 16. apríl 1942. Hún lést á Eir, Hlíðarhúsum, 10. janúar 2024. Foreldrar hennar voru Jónas Karl Karlsson kennari og síðar verkamaður, f. 2. apríl 1907, d. 10. september 1984, og Margrét Einarsdóttir hjúkrunarkona, f Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2024 | Minningargreinar | 967 orð | 1 mynd

Margrét Ágústa Arnþórsdóttir

Margrét Ágústa Arnþórsdóttir fæddist 17. ágúst 1938. Hún lést 21. desember 2023. Útför Margrétar fór fram 6. janúar 2024. Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2024 | Minningargreinar | 390 orð | 1 mynd

Pétur Kristinn Arason

Pétur Kristinn Arason fæddist 17. ágúst 1944. Hann lést 16. desember 2023. Útför Péturs fór fram 8. janúar 2024. Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2024 | Minningargreinar | 224 orð | 1 mynd

Róbert Regenberg Óskarsson

Róbert Regenberg Óskarsson fæddist 10. ágúst 1950. Hann lést 30. desember 2023. Útförin fór fram 13. janúar 2024. Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2024 | Minningargreinar | 478 orð | 1 mynd

Sigríður Stefánsdóttir

Sigríður Stefánsdóttir fæddist 18. apríl 1951. Hún lést 31. desember 2023. Minningarathöfn um Sigríði var haldin 11. janúar 2024. Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2024 | Minningargreinar | 1351 orð | 1 mynd

Sigvaldi Gunnarsson

Sigvaldi Gunnarsson fæddist á Akranesi 10. júní 1945. Hann lést 9. janúar 2024 á Hjúkrunar- og Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Foreldrar Sigvalda voru Gunnar Ásgeirsson, f. 1910, d. 1987, og Laufey Karlsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2024 | Minningargreinar | 520 orð | 1 mynd

Svala Tómasdóttir

Svala Tómasdóttir fæddist 13. febrúar 1948. Hún lést 23. desember 2023. Útför Svölu fór fram 9. janúar 2024. Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2024 | Minningargreinar | 496 orð | 1 mynd

Vilborg Inga Kristjánsdóttir

Vilborg Inga Kristjánsdóttir fæddist 13. maí 1936. Hún lést 14. desember 2023. Útför hennar fór fram 5. janúar 2024. Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2024 | Minningargreinar | 410 orð | 1 mynd

Vilhjálmur Valdimarsson

Vilhjálmur Valdimarsson fæddist 2. mars 1926. Hann lést 3. janúar 2024. Útför hans fór fram 11. janúar 2024. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

23. janúar 2024 | Viðskiptafréttir | 193 orð | 1 mynd

Viðskiptaráð leitar að framkvæmdastjóra

Viðskiptaráð hefur auglýst eftir nýjum framkvæmdastjóra ráðsins. Svanhildur Hólm Valsdóttir, sem nú er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, mun sem kunnugt er taka við starfi sendiherra í Washington síðar á árinu Meira
23. janúar 2024 | Viðskiptafréttir | 237 orð | 1 mynd

Vonin hífir bréfin í Alvotech upp

Gengi bréfa í Alvotech hækkuðu í Kauphöllinni gær um 17% í um þriggja milljarða króna viðskiptum. Bréfin tóku að hækka strax við opnun markaða, en félagið upplýsti fyrir helgi að úttekt eftirlitsaðila Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) á … Meira

Fastir þættir

23. janúar 2024 | Í dag | 944 orð | 2 myndir

Afmælisóveður í Mosfellsdal

Guðný Halldórsdóttir fæddist 23. janúar 1954 í Reykjavík, er alin upp í Mosfellsdal, og var í barnaskóla á Brúarlandi og svo Varmárskóla. Hún dvaldi með fjölskyldu sinni sitt hvort árið í Sviss og Austurríki og gekk í barnaskóla þar Meira
23. janúar 2024 | Dagbók | 88 orð | 1 mynd

Algengt en falið í þjóðfélaginu

Sólborg Guðbrandsdóttir varð stjúpmóðir aðeins 24 ára gömul og segir að þó þetta fyrirkomulag sé algengt í þjóðfélaginu þá sé þetta falið umræðuefni. „Ég ætlaði fyrir svolitlu síðan að finna bók fyrir strákinn okkar svo hann gæti speglað sig í einhverjum bókakarakter Meira
23. janúar 2024 | Í dag | 196 orð | 1 mynd

Guðmundur Elías Knudsen

50 ára Guðmundur Elías fæddist í Reykjavík og ólst upp þar og í Kaupmannahöfn að hluta. Á unglingsárunum hóf hann dansnám í Ballettskóla… Meira
23. janúar 2024 | Í dag | 176 orð

Hátíð í bæ. S-Allir

Norður ♠ KG85 ♥ 109752 ♦ 6 ♣ 874 Vestur ♠ 9732 ♥ K ♦ G1094 ♣ ÁD53 Austur ♠ 104 ♥ Á3 ♦ KD753 ♣ K1092 Suður ♠ ÁD6 ♥ DG864 ♦ Á82 ♣ G6 Suður spilar 4♥ Meira
23. janúar 2024 | Í dag | 378 orð

Kemur reglu á heilabúið

Á Boðnarmiði yrkir Rúnar Thorsteinsson og kallar Kaffiþörf og get ég tekið undir hvert orð: Það skeður margt í mínum kolli, minningar eru á rúi og stúi. Kannski getur kaffibolli komið á reglu í heilabúi Meira
23. janúar 2024 | Í dag | 176 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. h3 d5 6. d3 Rd6 7. c4 Be7 8. cxd5 0-0 9. Rc3 b5 10. a3 Bb7 11. d4 a6 12. Be2 Rd7 13. Re5 Bf6 14. Rc6 Bxc6 15. dxc6 Rb6 16. 0-0 Rf5 17. d5 Bxc3 18. bxc3 Rxd5 19 Meira
23. janúar 2024 | Í dag | 60 orð

Tilkall er heimting, krafa, réttur til að gera kröfu. Maður gerir tilkall…

Tilkall er heimting, krafa, réttur til að gera kröfu. Maður gerir tilkall til e-s. „Ég gerði tilkall til arfs eftir Jón Sigurðsson á þeirri forsendu að við ættum öll hlut í menningararfinum.“ Maður getur líka átt tilkall til e-s og… Meira

Íþróttir

23. janúar 2024 | Íþróttir | 162 orð | 1 mynd

Alfreð á leiðinni í undanúrslitin

Alfreð Gíslason er kominn í dauðafæri við sæti í undanúrslitum Evrópumóts karla í handknattleik eftir að lærisveinar hans í liði Þýskalands unnu Ungverja á sannfærandi hátt í Köln í gærkvöld, 35:28. Þjóðverjar eru þar með stigi á undan Ungverjum og… Meira
23. janúar 2024 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Birnir Snær farinn til Halmstad

Birnir Snær Ingason, besti leikmaður Bestu deildar karla í fótbolta 2023, er farinn frá Íslands- og bikarmeisturum Víkings til Halmstad í Svíþjóð þar sem hann samdi til þriggja ára. Halmstad endaði í 12 Meira
23. janúar 2024 | Íþróttir | 209 orð

Frábært svar eftir þrjá tapleiki í röð

Frammistaða íslenska liðsins gegn Króötum var í einu orði sagt frábær. Fyrir leik bárust fréttir af því að þeir Janus Daði Smárason og Ómar… Meira
23. janúar 2024 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Halldór hættir í Danmörku

Handknattleiksþjálfarinn Halldór Jóhann Sigfússon hættir störfum með danska úrvalsdeildarliðið Nordsjælland að þessu tímabili loknu og flytur aftur heim til Íslands. Halldór skýrði frá því á heimasíðu félagsins í gær að hann hefði tekið þessa… Meira
23. janúar 2024 | Íþróttir | 215 orð

Ísland þarf fimm marka sigur á morgun

Íslenska liðið varð einfaldlega að vinna leikinn gegn Króatíu í gær, að öðrum kosti hefði aðalmarkmiðið fyrir mótið, sæti í undankeppni Ólympíuleikanna, verið endanlega úr sögunni. Sigurinn þýðir að Ísland getur ennþá endað fyrir ofan Austurríki, sem er forsenda þess að geta komist í undankeppnina Meira
23. janúar 2024 | Íþróttir | 189 orð | 1 mynd

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sitt 100. mark fyrir karlalandsliðið í…

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sitt 100. mark fyrir karlalandsliðið í handbolta í gær þegar það vann sigurinn glæsilega á Króötum. Það var annað mark hans af sex í leiknum, í byrjun síðari hálfleiks, en þetta var 35 Meira
23. janúar 2024 | Íþróttir | 744 orð | 2 myndir

Stærra félag en ég hélt

Fótboltinn Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is „Tilfinningin er góð. Það er spennandi verkefni fram undan og spennandi tækifæri að fá að spila í þýsku 1. deildinni. Ég er mjög spennt,“ sagði Selma Sól Magnúsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið. Meira
23. janúar 2024 | Íþróttir | 162 orð | 2 myndir

Sögulegur sigur í Köln

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik vann sögulegan sigur gegn Króatíu í milliriðli 1 á Evrópumótinu í handknattleik í Lanxess-höllinni í… Meira
23. janúar 2024 | Íþróttir | 244 orð

Vil sjá svona frammistöðu í hverjum leik

„Ég er ótrúlega ánægður og stoltur af strákunum og þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson í samtali við mbl.is í Köln í gær. „Þú þarft karakter til þess að svara fyrir þegar illa… Meira
23. janúar 2024 | Íþróttir | 221 orð | 1 mynd

Það er magnað hvað einn sigur getur breytt miklu á stórmóti í handbolta.…

Það er magnað hvað einn sigur getur breytt miklu á stórmóti í handbolta. Áður en flautað var til leiks hjá Íslandi og Króatíu í gær hafði Ísland tapað þremur leikjum í röð í fyrsta skipti í 24 ár á lokamóti EM Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.