Greinar mánudaginn 11. mars 2024

Fréttir

11. mars 2024 | Innlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

Albert kjörinn formaður Varðar

Albert Guðmundsson, lögfræðingur, fv. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Heimdallar, var á laugardag kjörinn formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Albert tekur við af Agli Þór Jónssyni, varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins Meira
11. mars 2024 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Áföll í æsku hafa mikil áhrif

Fólk sem hefur upplifað áföll í æsku er í aukinni hættu á að þróa með sér geðraskanir á fullorðinsárum, óháð fjölskyldutengdum þáttum á borð við erfðir og umhverfi í uppvexti. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Hildu Bjarkar Daníelsdóttur, doktorsnema … Meira
11. mars 2024 | Innlendar fréttir | 863 orð | 2 myndir

Eyða um 20 milljörðum á ólöglegum spilasíðum

Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands segir happdrættið eitt og sér ekki geta náð árangri með skaðaminnkandi aðgerðum. Stjórnvöld þurfi að gyrða sig í brók og horfa á markaðinn í heild sinni. Meira
11. mars 2024 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Eykur traust milli landanna

Nýr fríversl­un­ar­samn­ing­ur milli Ind­lands og EFTA-ríkj­anna, það er Íslands, Liechten­stein, Nor­egs og Sviss, var und­ir­ritaður í Nýju-Delí í gær. Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráðherra und­ir­ritaði samn­ing­inn fyr­ir hönd Íslands Meira
11. mars 2024 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Fagfélögin sömdu við SA um helgina

Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM, kveðst sáttur við kjarasamning sem fagfélögin skrifuðu undir við Samtök atvinnulífsins á laugardaginn. Sagði hann í viðtali við mbl.is að erfitt væri að biðja um stórar breytingar þegar keimlíkur samningur… Meira
11. mars 2024 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Fjármagn streymir úr landi

Á sama tíma og aðeins sex félög hafa leyfi til að starfrækja peningahappdrætti eða peningaleiki á Íslandi stækkar hlutfall ólöglegra vefsíðna sem lúta engu eftirliti eða greiða nokkuð til samfélagsins, segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands Meira
11. mars 2024 | Innlendar fréttir | 612 orð | 2 myndir

Frítt spil í fallegum skreytingum

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fölnuð grös, trjádrumbar og sprek úr skógi, þurrkuð blóm, gamalt járnarusl og fleira gott. Þetta er algengur efniviður hjá nemendum á blómaskreytingabraut Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi. Nemendur nú eru sex talsins og voru í síðustu viku að vinna og kynna ýmislegt fallegt, sem þeir hafa unnið að undanförnu undir leiðsögn Bryndísar Eirar Þorsteinsdóttur sem er stjórandi blómaskreytingabrautar skólans. Meira
11. mars 2024 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Gert ráð fyrir að Helguskúr víki

Miklar umræður eru nú á Húsavík um hvort Helguskúr á hafnarsvæðinu skuli fjarlægður eða standi áfram. „Það fór af stað umræða í Facebook-hópi um þetta mál en ekkert hefur komið á borð sveitarfélagsins Meira
11. mars 2024 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Gætu hæglega breytt lánunum

Óverðtryggð lán með fasta vexti urðu mjög vinsæl í upphafi kórónuveirufaraldursins og er fastvaxtatímabili þessara lána nú að ljúka. Helgi Teitur Helgason hjá Landsbankanum segir að hjá bankanum fari lán fyrir um 2 milljarða króna af föstum vöxtum… Meira
11. mars 2024 | Innlendar fréttir | 327 orð | 1 mynd

Hafnartúnið fær nýtt líf

Hafnartúnshúsið við suðurenda nýja miðbæjarins á Selfossi er gjörónýtt eftir eldsvoða á laugardagskvöld. Eitt fallegasta hús bæjarins er nú ónýtt að sögn Leós Árnasonar, stjórnarformanns Sigtúns þróunarfélags sem stendur að uppbyggingunni í miðbænum Meira
11. mars 2024 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Haraldur Sigurðsson með fyrirlestur á vegum Sögufélagsins

Haraldur Sigurðsson mun bjóða gestum í samtal og kynna verðlaunabók sína Samfélag eftir máli: Bæjarskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi á morgun klukkan 19:30 í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8 í Reykjavík Meira
11. mars 2024 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Hittir kvenleiðtoga í New York

Eliza Reid forsetafrú hélt í gær til New York þar sem hún mun tala á nokkrum viðburðum tengdum Kvennanefndarfundi Sameinuðu þjóðanna (CSW) sem þar fer fram í vikunni. Í dag stendur Reykjavik Global og Stofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Foundation) fyrir … Meira
11. mars 2024 | Erlendar fréttir | 291 orð | 1 mynd

Hjálpargögn send úr herflugvélum

Herflugvélar sendu hjálpargögn í fallhlífum yfir norðurhluta Gasasvæðisins í gær, að sögn ljósmyndara AFP-fréttastofunnar. Hungursneyð hefur vofað yfir á Gasa í meira en fimm mánuði í stríði Ísraels og Hamas Meira
11. mars 2024 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Hótanirnar hófust árið 2020

Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari seg­ir mann­inn sem réðst á tvo starfs­menn versl­un­ar­inn­ar Ok Mar­ket í Vals­hverf­inu með hníf vera þann sama og staðið hef­ur í hót­un­um við hann árum sam­an Meira
11. mars 2024 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Jafnt í stórleiknum á Anfield

Liverpool og Manchester City gerðu jafntefli, 1:1, í stórleik 28. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Anfield í Liverpool í gær. Arsenal trónir á toppi deildarinnar með 64 stig, eins og Liverpool en með betri markatölu, og City er í þriðja sætinu með 63 stig Meira
11. mars 2024 | Innlendar fréttir | 548 orð | 1 mynd

Krónan vildi slíta samstarfi strax

Anna Rún Frímannsdóttir annarun@mbl.is „Þetta er mál sem er búið að vera í gangi í þó nokkurn tíma, eða frá því við sögðum upp samningum við Wok On í nóvember í fyrra. Við höfum reynt að koma okkur út úr þessum samningum en lagalega hliðin hefur verið þannig að við höfum ekki getað lokað stöðunum því þá værum við skaðabótaskyld,“ segir Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi, spurð að því hvers vegna Krónan hafi ekki slitið samstarfi við veitingastaðinn Wok On fyrr. Meira
11. mars 2024 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Laufey fyllti Eldborg í þrígang

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir troðfyllti Eldborgarsal Hörpu á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Mikill áhugi var á tónleikum Laufeyjar og seldist upp á tvenna tónleika á nokkrum mínútum Meira
11. mars 2024 | Innlendar fréttir | 501 orð | 1 mynd

Listastarfið er skapandi á Flóði og fjöru

„Mér finnst skemmtilegt að vinna með höndunum. Tilfinningin er góð og þessu fylgir slökun,“ segir Hera Sigurðardóttir hannyrðakona. Hún á og rekur hannyrðastúdíóið Flóð og fjöru sem er að Rauðarárstíg 1 í Reykjavík og er eins árs um þessar mundir Meira
11. mars 2024 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Lokað vegna starfsdags 15. mars

Lokað verður hjá Lyfjastofnun föstudaginn 15. mars vegna starfsdags. Kemur þetta fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar þar sem jafnframt segir að nauðsynlegum erindum, svo sem mati umsókna um undanþágulyf, verði engu að síður sinnt, þrátt fyrir lokun Meira
11. mars 2024 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Ný aðgerðaáætlun í gervigreind

Vinna við nýja aðgerðaáætlun í gervigreind er í fullum gangi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, greindi stuttlega frá áætluninni í ræðu sinni á Iðnaðarþingi í síðustu viku Meira
11. mars 2024 | Fréttaskýringar | 601 orð | 3 myndir

Ný pilla slær öðrum megrunarlyfjum við

Baksvið Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Þátttakendur í meðferðarprófun á nýju megrunarlyfi úr smiðju danska lyfjarisans Novo Nordisk léttust um þrettán prósent á tólf vikna tímabili. Þetta eru fyrstu niðurstöður prófana á lyfinu sem Novo Nordisk framkvæmir. Meira
11. mars 2024 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Skilafresturinn rennur út í dag

Skilafrestur til að skila inn gögnum um þátttöku ríkja í Eurovision til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) rennur út í dag, mánudaginn 11. mars. Óvíst er hvort Hera Björk Þórhallsdóttir, sem vann Söngvakeppnina með laginu Scared of Heights,… Meira
11. mars 2024 | Erlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Skrautleg á rauða dreglinum

Sannkallaður stjörnufans var á rauða dreglinum í Dolby-kvikmyndahúsinu í Los Angeles í gærkvöldi þegar skærustu stjörnur Hollywood mættu til Óskarsverðlaunahátíðarinnar. Söngvarar og leikarar Killers of the Flower Moon voru áberandi, en myndin var… Meira
11. mars 2024 | Innlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd

Stefna að gjaldtöku á Húsavík

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings hefur lagt til að stofnaður verði bílastæðasjóður Norðurþings. Er hugmyndin komin til vegna þess hve þétt skipuð bílastæðin við höfnina á Húsavík hafa verið undanfarin ár Meira
11. mars 2024 | Erlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Stórsigur hægrimanna í Portúgal

Sósíalistar í Portúgal misstu talsvert fylgi í þingkosningum í gær, en þeir hafa setið við völd í landinu frá árinu 2015. Stjórnarandstöðuflokkurinn Lýðræðisbandalagið (AD) er stærsti flokkurinn eftir kosningarnar og vann flest þingsæti Meira
11. mars 2024 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Varasamt á Vestfjarðavegi

Vegagerðin segir varasamt ástand vera á Vestfjarðavegi (60) í Reykhólasveit og Dölum. Vestfjarðavegur liggur um Dynjandisheiði en honum er ekki haldið opnum yfir háveturinn á kaflanum frá Hótel Flókalundi í Vatnsfirði að Þingeyri í Dýrafirði Meira
11. mars 2024 | Innlendar fréttir | 225 orð | 2 myndir

Viðræður ættu að taka stuttan tíma

„Við vorum í viðræðum við VR alveg frá 28. desember, og formlega og óformlega þar á undan, alveg fram yfir 23. febrúar en í þeim viðræðum náðum við til dæmis samkomulagi um launaliðinn. Þess vegna ættu þessar viðræður í rauninni að taka… Meira
11. mars 2024 | Erlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Vill lögleiða dánaraðstoð

Emmanuel Macron forseti Frakklands mun í maí leggja fram frumvarp fyrir franska þingið um dánaraðstoð. Segir Macron að einungis fullorðnir einstaklingar með fulla dómgreind, sem þjáist af ólæknandi og lífshættulegum sjúkdómum, til skamms eða… Meira
11. mars 2024 | Innlendar fréttir | 615 orð | 1 mynd

Vonar að þingheimur svari ákallinu

Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, kemur inn á þingið tilbúin til verka og er strax búin að leggja fram frumvarp í félagi við félaga sína í flokknum. Frumvarpið er um dánaraðstoð og er fyrsta frumvarpið um það efni. Meira
11. mars 2024 | Innlendar fréttir | 957 orð | 1 mynd

Öflugir framleiðendur heilnæmrar vöru

„Tækifæri íslensks landbúnaðar í dag eru mörg,“ segir Trausti Hjálmarsson, sem á dögunum var kjörinn formaður Bændasamtaka Íslands. „Innanlandsmarkaður fer stækkandi, bæði vegna fólksfjölgunar og ferðamennsku Meira

Ritstjórnargreinar

11. mars 2024 | Staksteinar | 197 orð | 1 mynd

Gæta þarf hófs hjá hinu opinbera

Mikill og ánægjulegur árangur hefur náðst í kjaraviðræðum á undanförnum dögum. Fyrir helgi sömdu Samtök atvinnulífsins við SGS, Eflingu og Samiðn, breiðfylkinguna svokölluðu, en án VR. Um helgina náðust svo samningar á sömu nótum á milli félaganna sem gjarnan eru nefnd fagfélögin, Rafiðnaðarsambandið, Matvís, VM og Grafíu, og SA. Meira
11. mars 2024 | Leiðarar | 670 orð

Ólíkir innflytjendur

Sumir leggja mikið af mörkum, aðrir leggjast upp á ríkið Meira

Menning

11. mars 2024 | Fjölmiðlar | 208 orð | 1 mynd

Hver er Boris Johnson?

The Rise and Fall of Boris Johnson er heimildaþáttur í fjórum hlutum sem sýndur er á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4. Sú sem þetta skrifar horfði á hálftíma af fyrsta þættinum sem var rúmlega tveggja tíma langur Meira
11. mars 2024 | Menningarlíf | 94 orð | 1 mynd

Leikstjórinn Rimas Tuminas látinn

Litháíski leikstjórinn Rimas Tuminas er látinn, 72 ára. Hann kom hingað sem gestaleikstjóri í boði Þjóðleikhússins og leikstýrði fimm leiksýningum sem vöktu athygli; Mávurinn (1993), Þrjár systur (1997) og Kirsuberjagarðurinn (2000) eftir Tsékov,… Meira
11. mars 2024 | Leiklist | 556 orð | 2 myndir

Maður sviðs og söngva

Söngleikur Hark ★★½·· Eftir Þór Breiðfjörð. Tónlist: Þór Breiðfjörð. Leikstjóri og dramatúrg: Orri Huginn Ágústsson. Tónlistarstjórn: Davíð Sigurgeirsson. Leikmynd og lýsing: Friðþjófur Þorsteinsson. Búningar: Ingibjörg Jara Sigurðardóttir. Dansar Auður Bergdís. Hljóðhönnun: Kristín Waage. Hljómsveit: Davíð Sigurgeirsson, Ásmundur Jóhannsson, Daði Birgisson, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir. Leikarar: Þór Breiðfjörð, Hannes Óli Ágústsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir. Frumsýnt í Tjarnarbíói fimmtudaginn 22. febrúar 2024. Meira
11. mars 2024 | Menningarlíf | 1093 orð | 3 myndir

Mikilvægi tilfinningagreindar

Tilfinningagreind í hnotskurn Þegar þú upplifir áreiti eða ert í aðstæðum sem raska tilfinningalegu jafnvægi þínu – með jákvæðum eða neikvæðum hætti – stjórnar tilfinningagreind viðbrögðum þínum Meira
11. mars 2024 | Menningarlíf | 47 orð | 1 mynd

Ný verðlaun í minningu Evu Maríu

Stockfish kvikmynda- og bransahátíð kynnir Evu Maríu Daniels-verðlaunin fyrir framúr­skarandi kvikmyndagerð. Nýju verðlaunin, sem eru hugsuð fyrir upprennandi kvikmyndagerðarfólk, eru veitt í minningu íslensku kvikmyndagerðarkonunnar og… Meira

Umræðan

11. mars 2024 | Pistlar | 423 orð | 1 mynd

558 dagar?

Það hallar í hálft ár síðan þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna skunduðu á Þingvelli, í hópeflisferð, til að ræða ekki þau mál sem helst voru flokkunum erfið innbyrðis. Niðurstaða ferðarinnar var að ríkisstjórnin yrði einfaldlega að halda áfram, með… Meira
11. mars 2024 | Aðsent efni | 792 orð | 1 mynd

Alvarlegir skaðvaldar í íslenskum húsbyggingum

Veðurkápa bygginga skal standast álagskröfur vegna umhverfisþátta sem búist er við að mæði á henni vegna veðurfars. Meira
11. mars 2024 | Aðsent efni | 653 orð | 1 mynd

Höfnum snjallmælum

Samkeppni? Með því að bæta olíufélögum inn í virðiskeðjuna? Það er langversti brandari sem ég hef heyrt lengi. Meira
11. mars 2024 | Aðsent efni | 162 orð | 1 mynd

Orð eru til alls fyrst

Við lifum á umbrotatímum og þurfum að hugsa margt upp á nýtt. Fjölmenning er staðreynd, þar sem fólk hefur flust unnvörpum milli landa og tekið sér bólfestu í nýju umhverfi, líka hér á landi. Við sem þjóð viljum að þetta fólk aðlagist landi og þjóð og verði Íslendingar með tíð og tíma Meira
11. mars 2024 | Aðsent efni | 338 orð | 1 mynd

Réttur til sambúðar á hjúkrunarheimilum

Flokkur fólksins hefur lengi kallað eftir þjóðarátaki í uppbyggingu á hjúkrunarheimilum, sem tekur tillit til sambúðar og mismunandi búsetu í landinu. Meira
11. mars 2024 | Aðsent efni | 690 orð

Seðlabankinn, verðbólga og stýrivextir

Til að stjórna verðbólgu þurfa bæði stjórnvöld og sveitarfélög að koma að pakkanum. Ekki bara vera með stýrivexti. Meira
11. mars 2024 | Aðsent efni | 748 orð | 1 mynd

Stofnun ÍMARK – „Gullfiskar framtíðarinnar“

Orðið markaðssetning var lítið þekkt á þessum árum. Virðing fyrir störfum við markaðssetningu og sölumennsku var ekki mikil á þessum tíma. Meira
11. mars 2024 | Aðsent efni | 412 orð | 1 mynd

Váleg er veröldin

Hvar ert þú veröld sem varst fyrir fjörutíu árum að berjast fyrir friði og járntjaldið féll og fólk dansaði og söng af gleði? Meira
11. mars 2024 | Aðsent efni | 778 orð | 1 mynd

Verri viðskiptakjör í gegnum EES

Meginástæða þess að Ísland gerðist aðili að EES var sú að landið átti að njóta sérstakra kjara fyrir sjávarafurðir inn á markað Evrópusambandsins. Meira
11. mars 2024 | Aðsent efni | 719 orð | 1 mynd

Það sem Vilhjálmur ætti að vita

Réttindi þeirra sem hafa verið á vinnumarkaði í 40 ár eða lengur og skilað sínu til ríkis og sveitarfélaga alla sína hunds- og kattartíð að hverfa. Meira

Minningargreinar

11. mars 2024 | Minningargreinar | 410 orð | 1 mynd

Dagur Bjarni Kristinsson

Dagur Bjarni Kristinsson fæddist 20. september 1978. Hann lést 7. febrúar 2024. Útför fór fram 2. mars 2024. Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2024 | Minningargreinar | 367 orð | 1 mynd

Elín Hrund Guðnadóttir

Elín Hrund Guðnadóttir fæddist 19. mars 1984. Hún lést 22. febrúar 2024. Útför Elínar Hrundar fór fram 7. mars 2024. Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2024 | Minningargreinar | 313 orð | 1 mynd

Friðbjört Gunnarsdóttir

Friðbjört Gunnarsdóttir fæddist 15. júlí 1969. Hún lést 19. febrúar 2024. Útför hennar fór fram 8. mars 2024. Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2024 | Minningargreinar | 2404 orð | 1 mynd

Guðrún Eyja Erlingsdóttir

Guðrún Eyja Erlingsdóttir fæddist á Selfossi 27. febrúar 1946 og lést á Hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi 4. mars 2024. Foreldrar Guðrúnar voru Erlingur Eyjólfsson, f. 31.7. 1924, d. 15.3. 2001, og Sólveig Bára Stefánsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2024 | Minningargreinar | 1348 orð | 1 mynd

Jónas Eiríkur Halldórsson

Jónas Eiríkur Halldórsson fæddist í Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd 29. ágúst 1936. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Grund 27. desember 2023. Foreldrar hans voru Halldór Jóhannesson og Axelína Geirsdóttir, bændur í Sveinbjarnargerði Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2024 | Minningargreinar | 647 orð | 1 mynd

Jón Heiðar Steinþórsson

Jón Heiðar Steinþórsson fæddist á Húsavík 12. apríl 1946. Hann lést á Skógarbrekku á Húsavík 27. febrúar 2024. Foreldrar hans voru María Stefanía Aðalsteinsdóttir, f. 3. júlí 1926 á Siglufirði, d. 20 Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2024 | Minningargreinar | 529 orð | 1 mynd

Lilja Jónasdóttir

Lilja Jónasdóttir fæddist 21. október 1928. Hún lést 26. febrúar 2024. Útför Lilju fór fram 8. mars 2024. Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2024 | Minningargreinar | 152 orð | 1 mynd

Pétur Örn Leifsson

Pétur Örn Leifsson fæddist á Akureyri 4. apríl 1968. Hann var sonur hjónanna Ingibjargar Sigurðardóttur og Leifs Ragnarssonar. Þau skildu þegar Pétur var 7 ára. Pétur Örn varð bráðkvaddur á heimili sínu 26 Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2024 | Minningargreinar | 596 orð | 1 mynd

Sigríður Bjarnason

Sigríður Hjálmarsdóttir Bjarnason fæddist 5. ágúst 1926. Hún lést 21. febrúar 2024. Útför Sigríðar var gerð 8. mars 2024. Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2024 | Minningargreinar | 528 orð | 1 mynd

Sigurjón Antonsson

Sigurjón Antonsson fæddist á Dalvík 24. maí 1935. Hann lést á Landspítalanum 20. febrúar 2024 eftir stutt veikindi. Foreldrar Sigurjóns voru Baldvina Hjörleifsdóttir húsmóðir og Anton Rósinkrans Sigurjónsson sjómaður Meira  Kaupa minningabók
11. mars 2024 | Minningargreinar | 262 orð | 3 myndir

Soffía Sæmundsdóttir

Soffía Sæmundsdóttir fæddist 28. ágúst 1940. Hún lést 2. mars 2024. Útför Soffíu fór fram 8. mars 2024. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

11. mars 2024 | Viðskiptafréttir | 898 orð | 3 myndir

Geta breytt láninu ef þess þarf

Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Margir nýttu tækifærið þegar stýrivextir voru mjög lágir í kórónuveirufaraldrinum og breyttu fasteignalánum sínum í óverðtryggð lán með fasta vexti til þriggja eða fimm ára. Nú er fastvaxtatímabili margra þessara lána að ljúka og segir Helgi Teitur Helgason að stór hluti lántaka láti sér lynda að borga mun hærri vexti og nýti ekki þá möguleika sem standa til boða til að lækka hjá sér greiðslubyrðina. Meira
11. mars 2024 | Viðskiptafréttir | 162 orð | 1 mynd

Verkföll plaga Lufthansa

UFO, stéttarfélag flugfreyja hjá Lufthansa og dótturfélaginu CityLine, hefur boðað að félagsmenn muni leggja niður störf á þriðjudag og miðvikudag. Verður verkfallið bundið við flug frá vellinum í Frankfurt á þriðjudag en beinist að flugi til og frá … Meira

Fastir þættir

11. mars 2024 | Í dag | 59 orð

Að gefa eftir er að láta undan og að gefa e-m eftir er að vera síðri en…

Að gefa eftir er að láta undan og að gefa e-m eftir er að vera síðri en hann. „Mamma hefur haldið sér í formi og gefur mér ekkert eftir í bekkpressu.“ En fréttamaður sem krefur valdamann hreinskilnislegra svara lætur hann ekki komast upp … Meira
11. mars 2024 | Dagbók | 91 orð | 1 mynd

Erpur var í þriggja mánaða þurrki

Tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson var staddur á eyjunni Phuket í Taílandi þegar Kristín Sif og Þór Bæring heyrðu í honum hljóðið í morgunþættinum Ísland vaknar. Hann er duglegur að ferðast og segir Kúbu og Taíland yndislega staði þótt ólíkir séu Meira
11. mars 2024 | Í dag | 442 orð

Innri kompás skekkja

Á Boðnarmiði yrkir Gunnar J. Straumland: Ef þú villist auðnu frá utan tímans línu áttavita áttu þá innst í hjarta þínu. Dagbjartur Dagbjartsson rifjar upp stöku eftir Kristján Ólason: Innst í hjarta átti ég -eins og hinir fengu- hnoða sem mér vísar veg en virti þó títt að engu Meira
11. mars 2024 | Í dag | 323 orð | 1 mynd

Jónas Guðbjörn Friðhólm Jónsson

50 ára Jónas er fæddur á Sjúkrahúsi Keflavíkur og ólst upp í Sandgerði. Hann fór síðan einn vetur í Reykholtsskóla í Borgarfirði þar sem hann lauk grunnskólagöngu sinni. Þaðan lá leiðin árið 1996 til Reykjavíkur, þar sem hann kláraði nám í pípulögnum við Borgarholtsskóla Meira
11. mars 2024 | Dagbók | 29 orð | 1 mynd

Með skilningarvitin galopin

Lóa Pind Aldísardóttir vinnur við að flakka um heiminn og hafa uppi á Íslendingum sem ákváðu að taka stökkið og flytja út í heim í leit að betra lífi. Meira
11. mars 2024 | Í dag | 171 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 c5 2. Rf3 Rf6 3. Rc3 e6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 Rc6 6. Rdb5 Bc5 7. Bf4 0-0 8. Bc7 De7 9. Bd6 Bxd6 10. Dxd6 Dd8 11. 0-0-0 a6 12. Rd4 Re7 13. Bd3 b5 14. g4 Re8 15. Dg3 Db6 16. e5 b4 17. Re4 Rg6 18. Rg5 Da5 19 Meira
11. mars 2024 | Í dag | 176 orð

Tvíklemma. S-NS

Norður ♠ K104 ♥ Á63 ♦ ÁK7 ♣ Á852 Vestur ♠ 763 ♥ G97 ♦ 62 ♣ G10963 Austur ♠ 2 ♥ D842 ♦ DG9843 ♣ KD Suður ♠ ÁDG985 ♥ K105 ♦ 105 ♣ 74 Suður spilar 6♠ Meira
11. mars 2024 | Í dag | 793 orð | 4 myndir

Uppbygging á Austurlandi

Davíð Baldursson er fæddur 10. mars 1949 og varð því 75 ára í gær. Hann er fæddur og uppalinn í Keflavík. Hann gekk í Barnaskóla og síðan Gagnfræðaskóla Keflavíkur. Hann var hornleikari í Drengjalúðrasveit og síðar Karlalúðrasveit Keflavíkur Meira

Íþróttir

11. mars 2024 | Íþróttir | 218 orð | 1 mynd

Grindvíkingar sterkari í Hafnarfirðinum

Danielle Rodriguez og Eve Braslis voru stigahæstar hjá Grindavík þegar liðið hafði betur gegn Haukum í A-deild úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í Ólafssal í Hafnarfirði í gær. Leiknum lauk með naumum sigri Grindavíkur, 80:76, en Rodriguez og Braslis skoruðu 20 stig hvor Meira
11. mars 2024 | Íþróttir | 611 orð | 4 myndir

Hilmar Smári Henningsson, landsliðsmaður í körfuknattleik og leikmaður…

Hilmar Smári Henningsson, landsliðsmaður í körfuknattleik og leikmaður Bremerhaven í þýsku B-deildinni, leikur ekki meira með þýska liðinu á tímabilinu vegna meiðsla. Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í gær en Hilmar Smári, sem er 23 ára… Meira
11. mars 2024 | Íþróttir | 150 orð | 1 mynd

Íslendingar nálægt verðlaunasæti í Leira

Fimm Íslendingar voru á meðal þátttakenda á Evrópubikarkastmóti sem fram fór í Leira í Portúgal um helgina. Hera Christensen kastaði kringlu 51,38 metra og bætti besta árangur sinn í kringlukasti. Hún endaði í sjötta sæti í flokki 23 ára og yngri, en Hera er aðeins 18 ára gömul Meira
11. mars 2024 | Íþróttir | 398 orð | 1 mynd

Jafnt í stórleiknum á Anfield

Alexis Mac Allister bjargaði stigi fyrir Liverpool þegar liðið tók á móti Manchester City í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Anfield í Liverpool í 28. umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með jafntefli, 1:1, en Mac Allister… Meira
11. mars 2024 | Íþróttir | 130 orð | 1 mynd

Ómar markahæstur í toppslag deildarinnar

Ómar Ingi Magnússon var markahæstur hjá Evrópumeisturum Magdeburg þegar liðið vann afar mikilvægan sigur gegn Füchse Berlín í toppslag þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í Magdeburg í gær. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Magdeburgar, 31:28,… Meira
11. mars 2024 | Íþróttir | 486 orð | 3 myndir

Tvöfalt hjá Völsurum

Valur fagnaði sigri í karla- og kvennaflokki í úrslitaleikjum bikarkeppninnar sem fram fóru í Laugardalshöll á laugardaginn. Benedikt Gunnar Óskarsson fór á kostum fyrir Valsmenn þegar liðið vann stórsigur gegn ÍBV, 43:31, en Benedikt Gunnar gerði… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.